Ísafold - 05.08.1911, Blaðsíða 3

Ísafold - 05.08.1911, Blaðsíða 3
ISAFOLD 191 Glaðlyndi hressir og fjörgar hugann eins og heilnæmt læknisfyf hressir íikamann Sunlight sápan visar á bug deyfð og drurrga. Hun gjörir bjart yfir heimilinu og gjörir erfiði dagsins ljuft og ánægjulegt. SUNLIGHT SÁPA 2241 Beitarlandið. Hið afgirta land í Fossvogi og austurhluti Vatiísmýrarinnar er eingöngu ætlað til kúabeitar. Kringlumýri, Mjóamýri og Sogin innan girðinga til hesta- beitar. Þeir, sem vilja láta hesta sína og kýr í beitarlönd þessi, snúi sér til vörzlunarmannsins Þorsteins Þorsteinssonar, Laugavegi 380 (talsími 160). Hestarétt er við heimili hans, og sækir hann hesta dag hvern kl. 8 árd. og kl. 2 síðdegis og flytur hesta kl. 8 og 10 síðdegis. Kúaeigendur sæki og flytji kýr sinar. Borgarstjóri Reykjavíkur, 3 ágúst 1911. Páít Einarsson. Úrsmíðavinnusfofa mín er fíuft í Tfófeí Ísíand (vesturl)futann). Inngangur úr TJðafsfræti. Carí T. Barfeís. Gasinnlagningar fyrir sama verð og áður, legg eg fyrir þá, sem um það biðja fyrir 1. september n. k. Carl F. Bartels í Hótel ísland tekur á móti pöntunum. Frá 15. ágúst verður mig að hitta í Aðalstræti 8. Vatnssalerni og allan útbúnað til skólpræsa útvegað og uppsett fyrir sanngjarnt verð. 'Porkeíí P. Cíementz, vatn- og gasmeistari. Bakarí. Bakaríið í Vesturgötu 14, eigu dánarbús C. Fredriksens, er til sölu. Bakaríð er nrjög gott og er þar mikil verzl- un, sem gefur góðan arð. Lysthafendur snúi sér sem fyrst til Jes Zimsens í Reykjavík, sem gefur nauðsynlegar upplýsingar. Samsöngvar. Hinn efnilegi ungi söngvari vor, Pétur A. Jónsson, hefir á tveimur sam- söngvum veitt bæjarbúum miklaánægju með söng sinum, og má með sanni segja með ofurlítilli orðabreytingu, að hann í þetta sinni »kom, söng og sigraði“. Sönghljóð hr. P. J. eru afarmikil; það var oss Reykvíkingum áður kunnugt, en nú hefir bæzt við það sem áður vantaði. og það er list- in að nota þessa miklu sönggáfu, með öðrum orðum góður »skóli * og vald }’fir röddinni. Þeg.ar lir. P. J. var hér síðnst og vér áttum kost á að heyra söng hans, naut söngröddin sín bezt, þegar henni var beitt með fullum krafti, en nú má segj.i, að hún nýtur sín ekki síður þegar söngvarinn syngur veikt. Söngrödd hr. P. J. er afarmjúk og hreimfögur, þó ekki tæki hann á öllu þvi, sem hann á til, það sýndi hann bezt t. d. í tveimut' smásöngvum eftir Lange- Múller: »Aakande« og »En Engel har rört din Pande*. I söngvum úr »operum« Wagners Valkyrjunni og Lohengrin þótti mér ekkert vanta á karlmenskubrag og kraft í söng hr. P. J., en þó sá blíðleikur og sú við- kvæmni samfara, sem tónskáldið læt- ur bregða fyrir í þessum snildarsöngv- um sinum. Aria úr ítalskri operu »Tosca« eftir Pucchini söng hr. P. J. snildarvel og varð hann að syngja bæði það og »Sverrir konungur« aftur. Sérstaklega vil eg geta þess, að hr. P. J. í »Tosca« náði t. d. ágætlega tökum á því, að lýsa með söng sín- um þeirri örvæntingu og viðkvæmu sorg, sem felst f hendingunum: »Forbi for stedse, Döden nu skal os skille. — Nu ved jeg först hvor höjt jeg elsker Livet« — »ja, elsker Livet*. Það er óþarfi að lýsa frekar þess- um samsöngvum hr. P. J., — nóg að segja, að þeir, sem ekki enn þá hafa farið til þess að heyra þennan bezta söngvara vorn, ættu ekki að setja sig úr færi, ef hr. P. J. gefur enn kost á einum samsöng. Gæfan fylgi honum, er hann nú kveður land sitt um ófyrirsjáanlega langan tíma, til þess að leita sér þess fjár og frama, sem vér landar hans erum of smáir og fátækir til að veita honum. Á. Th. -----4----- Fáninn og útlendingar. Vér eigum, ekki hvað sízt, að leggja oss i framkróka um að sýna fána vorn, hinn íslenzka, er útlendinga ber að garði vorum. Hann er sýnilegt merki þess, sem vér viljum vera, sjáljstæð pjóð í jrjálsu landi. Aldrei ber jafnmarga útlendinga hingað í einu og þá er þýzku ferða- skipin koma. Þegar Cincinnati var á ferðinni í júlí, sáust ekki nema 1 eða 2 fánar íslenzkir á stöng. Það var ilt frá- sagnar. Nú er von á næsta ferðamannaskipi í miðri næstu viku. Þá ættu fánaeigendur vorir eigi að leggjast undir höfuð að sýna þjóð- ernismerki vort. íslendingasundinu er frestað til sunnudagsins 13. þ. m., kl. 6 síðd., sakir ógróinna meiðsla bikarshafa. — Þessu varð komið við í þetta sinn með því að engir keppi- nautar koma langt að. Þingvallaferðir. Allir sem vetlingi valda rjúka nú úr bænum upp í sveitir. Enginn er þó sá staður, er jafnmjög dregur að sér bæjarbúa eins Og Þingvellir. Alt er þar fult aí fólki og margt liggur í tjöldum. Þing í nýjum stíl — er nú háð þar á hverju sumri. En róstu- þing er það eigi — heldur hvildarping og hressingar fvrir ryk- og ólofts- þreytta Reykvikinga. Ekki getur held- ur unaðslegri sumarverustað, þá er veðurguðinn er í mildu skapi. En hversu niargir mundu það vera af Þingvallaförum, sem athuga nokkuð hina fornu sögustaði þarf í brekkunni niður að Öxará frá Al- mannagjá gegnt Þingvallabæ — er hver búðarrústin af annarri. Þessar rústir er mjög gaman að skoða. Uppdráttur af Þingvöllum eftir Sigurð heitinn málara er til — og sýnt þar, hvar margar hinar helztu búðir höfð- ingjanna voru. Eftir þeim uppdrætti eru t. d. auðfundnar rústir af Njáls- búð, búð Snorra, Möðruvellingabúð o. s. frv. o. s. frv. Hver sem hefir gaman af sögu landsins ætti að hafa þann uppdrátt við hendina og kynna sér nokkuð frásagnir úr íslendingasögum um við- Luirði á alþingi hinu forna, t. d. liðs- bónarfcrð Njálssona og m. fl. — og mun ánægja hans af Þingvalladvól- inni at meiri. Konsúlar hafa þeir verið viðurkendir nýlega: Ólafur Jóhannesson á Vatneyri, frakk- neskur konsúlaragent og Guðm. Lúter Hannesson á ísafirði, norskur visi- konsúll. Eydalaprestakall var veitt 10. júlí síra Pétri Þor- steinssyni, sem lengi hefir verið þar aðstoðarprestur. Reykjavikur-annáll. Aðkomumenn : Pétur Ólafsson konsúll frá Patreksfirði, Sæm. Halldórsson kanpmaður Stykkishólmi, sira Pétur Þorsteinsson frá Eydölum, Dáinn: Gisli J. Nikulásson, ógiftur, 53 ára, frá Norðurkoti f Vogum. Dó 4. þ. mán. á Spitalastig 10. Erindi um alþjóðakvennafundinn i Stokk- hólmi, og ferð um Svíþjóð flytur stud. mag. Laufey Valdimarsdóttir í Iðnaðarmanna- húsinu í kvöld. M. a. fléttar hún inn i erindið ræðu eina eftir skáldkonuna Selmu Lagerlöf, er hún flutti á kvennafundinum. Ferðalög: Landritari er á ferðalagi aust- ur um sveitir þessa dagana. Síra Ólafur frikirkjuprestur sömuleiðis, og margt annað bæjarmanna. Guðsþjónusta í dómkirkjunni á morgun kl. 10 slra Pr. Fr. Stra Jóhann og slra Bjarni báðir fjarver- andi. Ekki messað i frikirkjunni á morgun, prest- urinn fjarverandi, Síra Pr. Pr. gegnir fyrir alla (3) prestana meðan þeir eru fjarverandi. Skipaferðir: Ceres iár til útlanda á fimtu- dagskvöld. Pari tóku sér allmargir Vestur- farar (30) auk nokkurra aunarra farþega. Þýzka herskipið, Viktoria Luise, sem hing- að var von i júlí, en kom ekki þá, kvað koma hingað á morgun. Suður í Sundskála. Eg las um daginn all-ítarlega grein um Laugarnar eftir Vig- disi, og langar til að segja nokkur orð þeirri grein viðvíkjandi. Eg get ómögu- lega orðið VigdÍBÍ samferða í sjöunda him- in, sem hún kemst í, þegar hún hugsar um þá veliíðan, sem hún fann eftir baðið. Þvi þegar eg hefi farið inn í Laugar, sem sjald- an hefir komið fyrir, hefi eg farið að eins til að læra sund, en ekki til að fá mér hress.tndi bað, enda mun fæstum liða vel, eftir að hafa verið '/s—1 kl.st. i 20—30 stiga heitu vatni. Nei, þá vil eg ráða Vigdisi og öðrum fleiri — að fara einu sinni suð- ur i Sundskála, fá sér þar sól og sjóbað, þvi það er hressandi og holt, og hættulaust fyrir alla heilbrigða menn. Þeir sem ekki kunna sund geta þó vaðið, sólin og sjórinn gjöra sitt fyrir þvi. Ef sundskálinn væri betur sóttur, þá held eg að við sæum nkki eins mörg náfol andlit og við sjáum nú á götunum hér í Reykjavik, og ef ungu stúlk- urnar og piltarnir hugsuðu meira um að hetða líkama sinn en þau gjöra, gjöra hann færari til að standast árásir sjúkdómanna, þá mundu færri unglingar falla á miðju æskuskeiði og þjóðin vera hraustari en hún er nú. Höfum þetta hugfast, og látum leið okkar sem oftast liggja suður .að Sund- skála. Við þurfum þess. Káta. Látin er Andrea Jóhannsdóttir, kona Er- lendar bóuda Giunnarssonar á Sturlu-Reykj* um. — Góð kona og mikils jnetin. Laus embætti og sýslanlr. Skólastjóra- stadan við Iðnskólann verður laus 1. okt. næstkomandi. Umsóknir á að senda stjórn- arráðinu fyrir 15. sept. Prestakallið Kirkjubær i Hróarstungu; veitist frá fardögum 1912. UmBÓknarfrest- ur til 1. okt. Sýslumannsembœttið i Suðurmúlasýsiu. Árslaun 3000 kr. Umsóknarfrestur til 10. sept. Kennarasýslan við bændaskólann á flvanneyri. Árslaun 1200 kr. ásamt leigu- lausum bústað. Umsóknarfrestur tii 10. sept. Fífldirfska Landsbankagæzlustjórans, sem Kr, Jónsson smeygði inn á atkvæið sínu, keyrir æ meir og meir úr hófi fram. Hati.i blygðast sín eigi fyrir að vera að nudda á hiuum rakalausu ósannind um, sem margrekin eru aftur, um að svo og svo mikið af iatidssjóðsláninu frá 1909 hafi eigi komið til skila. Hann var í fyrra sífelt að ala á mannorðsmeið- andi getsökum út af þessu máli í garð fyrv. ráðherra. Fyrir kverkar þeim dylgjum neyddist núv. ráðherra að taka á þinginu, og lysa yfir í báðum deild um, að þessar dylgjur, sem upphaflega mun hafa verið spytt í J. 01. af sjálfri Hans Hágöfgi, væru rakalaus ósannindi þ. e. hver eyrir af lánintt í röð og reglu. Nú fitjar »pólitiska k 1 áðaro11 aii«, sem Jón Sigurðsson svo kallar í brófum síu- i?m, enn ttpp á þessum lygttm og fjasar um að 75000 kr. hafi aldrei kornið til skila í bankHnn etin í dag. Naumast verðttr ráð fyrir því gert, að Laiidsbaiikagæzlustjórinn viti ekki, að þessar 75000 kr. voru borgaðar í fyrstu afborgun lánsins, svo sem getið er í ísafold 5. apríl þ. á., af herra Ind- riða Einarssyni. Og hvað er J. Ól. þá að gera með atferli sínu? Vísvitandi, vísvitandi — það sem hon- um er tamast. Kári. f ^ Sighvatur Árnason. fyrv. alþingismaður. Drúpa Eyja fornu fjöllin fregn við dánar," afreksmanns þar sem skreyttur laufi liggur langrar æfi vegur hans. Prægri sögu átti enginn austur þar i kærri sveit; hún mun lifa' i margra minni meðan bærast hjörtu 1 eit. Liklegt er að þjóð og þingi þyki vert að minnast á, bvílik ást á ættjörð vorri i hans lifi fólgin lá. Hver mun fram í háa elli hjá os8 stiga fleiri spor landsins bag til gagns og gæfu? gott, ef 8á finst meðal vor. Hver sem kemur aust'r, að ánum — ef til brúnna litur sá — merkiskafla’ úr Sighvats sögu sigur frægan lesa má. Það var ekki þarflaus mælgi þessu máli er ruddi brant oft sem mótbyr átti strangan, unz að lokum vanst sú þraut. Æfi8törf mins aldna vinar ekki er þörf að telja hér, þjóðin geymir þau i heiðri þakklát, eins og verðugt er. En eg vil þó á það benda ungum sonum þessa lands, að þeir fylgi drengskaps-dáðum, dæmi frægðarverka hans Þó hann sé frá sjónum vorum svifinn eftir langan dag, veit eg enn hans andi þráir 08S til handa frjálsan hag. Mér er lika sem hann segi svo að heyri gjörvöll þjóð: Synir aldrei svikið móður, sverjið það við hjartans blóð. * * * Farðu vel með vopnin slitin! vel má sjá i eggjum skarð, baráttan fyrst borið befir börnum landsins dýran arð. — Sé þér rótt, þú legst nú lúinn lágt við móðurjarðar skaut; horfi blítt á hvilu þína himinsól af geisla braut. Jón Þórðarson Morgunkjólar, góðir og ódýrir, til sölu á Bergstaðastræú 20. t cHrvaRur úívoréur urn sjálfstæði íslands og hverskonar menning og framfarir lands vors og þjóðar er blaðið NORÐURLAND Ritstjóri: Sigurður Hjörleifsson alþingismaður á Akureyri. Hver sá, er ann viðreisn og sjálfstæði landsins, ætti að kaupa það blað og lesa. — Það kostar 3 kr. um árið; en þeir sem gerast kaupendur á þess- um ársfjórðungi, fá blaðið til ársloka fyrir 2 kr. Útsölumaður í Reykjavík er Sigurbjörn Porkeísson verzlunarm. Edinborg (Njálsg. 44). Brúkuð frimerki keypt: Almenn (Chr. IX og 2 kóngar). I eyrir pr. 100 st. 60 aur. 3 aurar — stykki 2 — 4 - - - 2 - 5 — - — I — 6 — — — 4 - 10 — - — 1 16 — — — 12 — 20 - - — 5 — 25 - — - 15 — 40 — — - 20 — 50 — — — 30 — 100 — — — 85 — 200 — — — 170 — Þjónusta. 3 aurar pr. stykki 2 aur. 4 — — — 3 — 5 — — — 4 — 10 - - - 6 — 16 - — - 12 — 20 — - - 12 — 50 — - — 35 — Eldri frímerki isl. og bréfspjöld keypt hæsta verði. Einnig útlend frímerki keypt. A. Gregersen. Hittist á Hótel ísland daglega kl. 4—8. Fundist hefir regnkápa á Mos- fellsheiði aa/7; vitja má til Ásgeirs G. Stefánssonar trésmiðs, Hafnarfirði. Brúnn hestur, 3—4 vetra, m.: stúfrifað vinstra, er í óskilum að Fremra-Hálsi í Kjós. Eigandi vitji hans sem fyrst gegn borgun þessarar auglýsingar og annars áfallins kostnaðar. Rauður hestur, mark blaðstýft aftan vinstra, spjald i tagli merkt Kópavogur, tapaðist frá Skildinganesi siðastl. sunnudagsnótt. Finnandi skili eða geri viðvart til dómk.prests Jóhanns Þorkelssonar eða Brynjólfs í Skildinganesi. Hér með tilkynnist, að jarðarför manesins míns sal., Ara trésmiðs Hall- varðssonar, fer fram frá Landakotsspit- ala þriðjud. 8. þ. mán. kl. ll‘/2. Sólborg Helgadóttir. Innilegt þakklæti finnum við okkur skylt að vetta opinberlega herra járnsmið Sigurði Vigfússyni i Hafnar- firði fyrir frábærar velgerðir hans víð okkur og barn okkar, Jóhönnu Ólafíu, er hann tók til fósturs i vor af okkur bláfátækum. Göfug- lyndi þessa manns, sem er okkur með öllu vandalaus. og velgjörningur hans i örðugum ástæðum okkar, getam við engu öðru launað, en að biðja algóðan guð að borga honum fyrir okkur og barnið okkar. Og þeirri ósk fylgja okkar ínnilegustu bænir til guðs um blessun og gæfu honum til handa i bráð og lengd. Reykjavik, Lindargötu I. Sigurður Ólafsson. Maren Ingibj. Guðmundsd. Karlmaúus-urfesti úr silfri hefir tapast frá Laugaveg að Oðins- götu 8 B. Skilist þangað. Há fund- arlaun.

x

Ísafold

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ísafold
https://timarit.is/publication/315

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.