Ísafold - 26.08.1911, Síða 1

Ísafold - 26.08.1911, Síða 1
Kemm út bvisvar l vikn. Verö Ar*. (HO «.rkir minst) 4 kr. eriencti» 5 ki. oftft 1 */» dollar; borg:iflt fVrir miTíian iúll (erlendis *■>*•!• fram) ISAFOLD Uppnögn (skrifleg;) bnndin vib áramót, er óffild nema komm só til útgefanda fyrir 1. okt. ag aanpandi nknldlane vib blabiT) ▲fgreibsla: ▲natnrstrnti 9. XXXVIII. árg. Reykjavík 26. águst 1911. 52. tölublað l. O. O. F. 921189 Bók.s.fn Alþ. l.strarfil. Prtsthúsetr. U 5—8. Forngripa.afn opih hr.rn Tirkan dag li—2 ísland.banki opinn 10—k '/« og B'/i—7. K. g\ o. u. hestrar- og skrifstofa frá 8 árd. til 10 shd. Alm. fundir fsd. og sd. B'/. sihdegis. Landakotskirkja. Onösþj. »'/« og « á helgnm Landakotsspitali l’. sjúkraritj. 10'/«—M og 4—5 Landsbankinn ll-il'/i, ó'/t-S'/.. Bankastj. rib 12-2 Landsbókasatn l!i—8 og í—8. Útlán 1—8 LandsbúnaBarfélageskrifstofan opin trá lá—2 LandsféhirBir 10—2 og 5—6. LandsskjalaeafniB á þrd. tmd. og ld. 12 1 Landslminn opinn TÍrka daga 8 árd. 2 fliód. hfllga daga 8—11 og 4—8. Lcskning ók. 1 l«sknask. þriöjd. og föstd. 11—12 Náttúrugripasafn opiB 1 '/■—2'/. á sunnudögum Ókeypis eyrna-, nef- eg hálslækaing Pásthús- strasti 11 2. og é. ímtud. 1 hT. raánuði. 2—8. Stjóraarráðsskriffltofumar opnai 10-á daglsga. Sýniag gripa Jóns SigurOssonar i Safnahúsian opin kl. 12—2 hTarn dag. Tannleekning ök. Pósth.str.U, 1. og 8. md. 11—1 Vlfilsstaðahalið. Heimsóknartimi 12—1. TaxaflóaQufubát. Ingóífur fcr til Borgarness 22. 30. ág. Keflavikur 21. 25. ágúst. Qarðs 25. ágúst. Gjalddagi ísafoldar var 15. júlí. Landssjóðslánið enn. Jón Ól. hefir frá upphafi sleitulaust að því unnið að reyna að mannorðs- meiða fyrv. ráðherra Björn Jónson, út af landssjóðsláni pví, er hann tók sumarið 1909. Fyrst var mikið um það æpt af hálfu hans og annarra dándismanna með Heimastjórnarbrennimarki, að hér hefði B. J. gengið að þvílíkum afar- kostum, að óviðunanlegt væri. Eigi að síður verður Heimastj.m. eigi bumbult af því nú að vegsama Kr. J. ráðherra fyrir að honum tókst að ná i lán í sumar með til- tölulega allmjög lakari kjörum, ef lit- ið er á hina almennu vexti 1909 og 1910. Enginn, sem þekkir til j. Ól. og annarra foringja Heimastj.fi. kippir sér upp við svofeldan snarkringlusnúning af þeirra hálfu — svo er upp úr komið um tungugróni þeirra til að segja það hvítt, sem þeir i gær sögðu svart, sbr. skoðanir þeirra og umsögu um setu hinna konungkjörnu fyrir nýár, og nú eftir að Kr. J. tók á sig að framlengja setuna. Þegar þessum fyrsta nasanúningi J. Ól. og félaga hans var lokið — búið að þvæla um þetta atriði svo sem hægt var frekast, tóku þessir herrar að vaena B. }. um, að hann hefði not- að svo og svo mikið af láninu ófrjálst — gáfu það í skyn hvað eftir annað og mjög ósleitilega, að ein joo,ooo krónur af Idninu mundu haja gengið til Thorejélagsins. Margir geta þess til með allmiklum líkum, að þessum þokkabrigslum hafi verið spýtt i J. Ól. at ráðherranum sem nú er Kr. j. — en svo fór um sjóferð þá, að hinn virðulegi þing- ræðis- o. s. frv. -brjótur varð sjálfur að taka fyrir kverkarnar á þessum lyg- um á alþingi, og lýsa yfir þvi, að hverjum eyri aj landssjóðsldninu væri til skila haldið. Nú befði margur maðurinn ætlað, að J. Ól. og þeir kumpánar myndu eigi fá elt þetta skinn lengur, er svo mjög hefir orðið sjálfum þeim til van- virðu. En — viti menn — I J. Ól. var ekki af baki dottinn enn. Um leið og hann át ofan í sig öll hin fyrri láns-ósannindi, tók hann að fitja upp á þvi, að 75,000 krónur af þessu iáni hejðu aldrei verið ajhentar Landsbankanum. Vér visuðum þegar í skýrslu skrif- stofustjóra fjármálaskrifstofunnar um, að 75000 kr. af láninu hefði verið varið til afborgana, og hvort þetta fé gengi gegnum Landsbankann eða ekki skifti engu máli. Nú þvælir J. Ól., um að það hafi verið í heimildarleysi gert að verja nokkurum hluta af láninu til að borga með afborganir. Öðru vísi hefir stjórnarráðið í tíð B. j. litið á það mál. Og öðruvísi hefir Kr. j. litið á það. Því að ej hann hejði talið rangt að verja pessum hluta Idnsins til ajborgunar var pað skýlaus skylda hans að leiðrétta petta pegar í stað og borga pessar 75,000 kr. aj landssjóðsjé til Landsbankans. Ákúrur j. Ól., ef réttmætar væru i þessu efni, lenda því ekki síður á Kristjáni Jónssyni en Birni Jónssyni. I árásaþorsta sinum á B. J. hefir hann hér sem áður höggið í annan knérunn en til var ætlast, svo sem, er hann fór að skamma Björn jónsson í fyrra fyrir verk, sem Hannes Hafstein hafði gert. Stjórnarskráin og Danir. Frásögn Isajoldar um, að danska blaðið »Nationaltidende< segi danska ráðherra og konung hafa þvertekið fyrir, að íslendingar fengju að kippa ríkisráðsákvæðinu burt úr stjórnar- skránni, segist ráðherrablaðið hafa lagt Jyrir Kr. j. ráðherra, og heldur svo áfram: »Sagði hann að sig minti að þetta hefði staðið svo i »Nationaltidende«, en það væri algerlega rangt. Hann hefði aldrei talað við dönsku ráðherr- ana (alla) um stjórnarskrárbreytinguna, og alls einu sinni hefði hún borist i tal við Jorsætisráðherrann, og hefði hann (forsætisráðherrann) ekki látið neitt álit í Ijósi um hana, hvorki með né móti. Konungi hefði hann aftur á móti fengið danska þýðingu af stjórnarskrárbreytingunni, eins og Ing- ólfur hefir áður skýrt frá, en það sem »Nationaltidende« — og eftir þeim »Norðurland« og »ísafold — segi um álit konungs, segir ráðherra Kr. f. að sé algerlega gripið úr lausu lojti.* Norðmannaóspektir á Siglufírði. Miklar tröllasögur gengu af því hér í bæ eftir helgina siðustu, að norskir sjómenn á Siglufirði hefðu gert »upp- reist* gegn lögreglustjóranum þar, cand. juris Vigfúsi Einarssyni síðast- liðinn sunnudag. Þessar sögur voru, sem betur fer, allmjög orðum auknar. ísajold átti símtal við lögreglustjórann í fyrradag og skýrði hann oss svo frá þessum atburði: Á sunnudagskvöldið, þegar dimt var orðið, urðu óspektir nokkurar af völdum drukkinna Norðmanna. Eg ætlaði að taka einn þeirra fastan, en þá réðust nokkurir félagar hans á mig og vildu »frelsa« hann. Spruttu svo upp á örskammri stundu kringum mig fjöldinn allur af Norðmönnum, á að gizka 200, og létu all-ófriðlega að mér. Eg var að eins við 5. mann og lét þvi undan siga þessum mikla múg, að húsi einu, sem verið var að dansa í. Við vörðumst af tröppum hússins um hríð. En i þeim svifum náðu Norðmennirnir í kassa fullan af tómuui flöskum, brutu kassann og fóru nú að skjóta á okkur flöskunum. Ein flaskan lenti á höfði förunauts míns eins (Ásg. Gunnlaugssonar cand. phil.), brotnaði á höfðinu og ruku brotin framan í okkur. Þegar hér var | komið þótti okkur ráðlegast að leita húsaskjóls og komumst við inn i danssalinn. En þá tóku Norðmenn að grýta gluggana á húsinu og mölv- uðu þá. Eg fekk að lokum dans- mennina (Norðm. og íslendinga) til þess að fylgja mér út í þéttum hóp, og þorðu þá Norðmennirnir ekki að ráðast á oss, heldur tvístraðist hópur- inn smátt og smátt. Myrkur var á svo að eg gat ekki ■ vel greint hverjir verstir voru Norð- manna. Einn þeirra hefi eg þó náð í og sett fastan. Hann verður send- ur inn á Akureyri til laga og dóms þar. Tvo hefi eg sektað og fleiri býst eg við að ná í þegar skipið, sem flestir voru af, kemur ningað inn aftur, en það fór út á veiðar þegar á mánudagsmorguninn. Varðskipið hefir eigi sést hér, mun halda sig i Færeyjum við síma- viðgerðir þar. Lögreglustjóri kvað Norðmenn djarf- ari til landhelgisveiða vegna fjarveru varðskipsins. Tvisvar hefir hann far- ið út i skip í landhelgi og sektað þau um 600 kr. Lögreglustjóri sagði síldarafla feikna mikiun undanfarið. kosti tími til að rannsaka málið nán- ar af hálfu Dana1). Látum svo þá íslendinga, er hvorki vilja sjá eða heyra, segja, hvað þá lystir. Allir þeir íslendingar, sem elska þjóð sina í sannleika og vilja verja land sitt, eiga að vera og munu verða Dönum þakklátir, ef þeir væri svo framtakssamir, að þeir sjálfum sér i hag kæmi í veg fyrir að auðsupp- sprettur íslands kæmist alveg í hend- ur óviðkomandi manna*. Hverjir eru danskir íslendingar, ef þessi er það ekki. Hajnarlandi. ... *=^==f- Danskur íslendingur. Jónas Guðlaugsson skrifar í »Riget«, að íslenzka þjóðin sé öll mótfailin konungssambandi og telji það tóma draumóra. Höfundur þessi fimbul- fambar síðan heilmikið um Björn Jóns- son og ísafold. Samnefndur höfund- ur ritar i sama blað um námagröft á íslandi. Kemst sá að þeirri niður- stöðu, að af gullnámum, af eirnám- um og silfurnámum muni leiða þjóð- ernisdauða íslands. Finnur hann þau ein lausnarráð, að Danir eignist sem fyrst auðsuppsprettur landsins; eða að þeir rannsaki að minsta kosti málið og reyni að fá hlutdeild í námunum, ef þær reynast arðvænlegar. Liklega er þetta sami jónas Guðlaugsson sem sá, er ferðaðist hér um árið fyrir þjóð- ræðisflokkinn og næsta ár fyrir »heima- stjórnar«-flokkinn, því að hann vitnar til fyrri orða sinna, er hann hafi lagt það til að danskt bændafólk flyttist til íslands, auðvitað til þess að bjarga íslenzkri menningu og þjóðerni. Hann minnir Dani á að þetta væri þeim eigi einvörðungu fjárhagsbætir, heldur og óskaráð til að ná fastatökum á íslendingum. Hér skal sett sýnishorn úr pistlinum: »Þetta sýnist mér vera málefni, sem bæði Danir og íslendingar ætti að hugsa nánar um, og eitthvað svo- litið merkilegra en myglaður samn- ingur frá því 1262 og önnur dansk- íslenzk viðskifti. En í þessu máli hefir hingað til drotnað öryggi og sljóleiki, þar sem flestir íslendingar hafa hingað til talið sig vel geymda þar úti í hánorðri, þar sem menn hafa svo ágætt næði til að lesa sögur og rífast, en í Danmörk hafa menn reitt sig á að enginn þekti til íslands eða hlypi þar i kapp við Dani. Hér þarf því framkvæmda meðan timi er til. Og ennþá er að minsta Smjörsalan erlendis. Markaðsskýrsla 4. ág. ipn. Mark- aðurinn á Bretlandi hefir gerbreyzt síðustu 5 vikurnar og verðið hækkað um 5—6 kr. fyrir hver 100 pund. Rigningarleysið og hinir miklu hitar á meginlandinu siðustu mánuðina hafa dregið úr framleiðslunni og sú er ástæðan til verðhækkunarinnar. Smjörmarkaðurinn er þvi mjög góður nú og horfur á, að svo verði fyrst um sinn. íslenzka smjörið, það bezta af því, hefir náð góðu verði, þótt hinn mikli hiti hafi heldur spilt gæðum þess. En spillingin af hitans völdum kom miklu meira fram á lakara smjörinu og varð að slá talsvert af því. En alt seldist eigi að síður og telja J. V. Faber & Co. allar horfur á því, að smjörbúin gæti fengið gott verð fyrir smjör sitt áfram. Höfðinglegar giafir. Michael Lund lyfsali og frú hans gáfu skömmu áður en þau fóru al- farin af landi brott tvær stórhöfðing- legar gjafir í góðgerðarskyni. Önnur gjöfin var til sjúkrasjóðs Kvenfélagsins — 2000 kr. — en hin til berklaveikissjóðs Hringsins 500 kr. Vöxtunum af sjúkrasjóðsgjöfinni á að verja til þess að veita jafnan ein- um fátækum sjúklingi ókeypis sjúkra- hússvist. Látnir Vestur-íslendingar. Ásgeir Egilsson frá Arabæ (skaut sig í júlímánuði i gistihúsi einu í Winnipeg), og Finnur Finnsson, sem eitt sinn var kaupmaður hér í bænum. ‘) Liklega eiga þeir að senda Jónas i rannsóknarferð. Ræöur fvrv. ráðherra Djörns Jónssonar í neðri öeilð alþingis 24. febr. 1911 út af vantraustsályktunartillögunni á henöur honum. ') Eg vil biðja virðulega þingdeild að afsaka, að eg fer aftan að siðunum og fæst fyrst við siðasta númerið, ræðu vinar míns, hins stórvirðulega sýslumanns (Jóh. Jóh.). Það var skop- leg roka, sem frá honum kom, um ofsóknir og svívirðingar af minni hálfu gegn embættismönnum landsins. Eg hlýt að spyrja: Er manninn að dreyma eða hvers vegna talar hann þann veg út í hött? Eg veit ekki til, að eg hafi mína ráðherratið mælt öf- ugt orð um sýslumenn eða aðra em- ‘) Fyretur talaði Benedikt Sveinsaon af hendi flntningsmanna, þá Jón Jónsson frá Móla af hendi Heimastjórnarmanna og loks Jóh. Jóhannesson. Þá flutti B. J. fyrri ræðn eína, en siðari ræðnna ftutti hann eftir þeir Björn Kirstjánsson, Skúli Thorodd- sen og Jón frá Hvanná höfðu talað. 2 bættismenn; ef ástæða hefði verið til að taka í taumana vegna embættis- mensku þeirra, mundi eg hafa farið embsettisleiðina. Kynlegt finst mér það, ef eg á að vera óhæfur til eftir- lits með sýslumönnum vegna þess, að eg á eftirlitsferð minni hafði með mér skrá yfir bækur þeirra; það hafa þó hingað til allir eftirlitsmenn gert, bæði stiftamtmenn og amtmenn sér til minnis og glöggvunar, enda þori eg að fullyrða, að þó eg sé ekki eða hafi verið sýslumaður, — sem mun vera eitthvað mikið — þá get eg þó vel séð, ef bækur þeirra eru stórhneykslanlega eða sviksamlega haldnar. Þessi aðdróttun er því hin skoplegasta F)arstæða og öfgar, en ef til vill hefir hinn virðulegi þm. átt við einhverjar nafnlausar greinar í ein- hverju blaði og þá dreymt að það hafi verið ísafold, og eignað mér þær. Hann veit þó mikið vel, að eg hefi fargað ísafold, og þó að sonur minn sé eigandi og ritstjóri blaðsins, þá er það ekki sama og eg væri það. Hann er • allsendis óháður mér, enda kæmi mér ekki til hugar að beita neinu valdi í því efni, þótt eg gæti það. Sannleikurinn er sá, að eg hefi mán- uðum saman ekki ritað einn staf í 3 Isafold, t. d. kom þar ekki nokkurt orð eftir mig alla þá stund, sem eg var utan nú siðast, ekki skemur en 4 mánuði. Að mann dreymir, að hann hafi einhverntíma lesið einhverja grein í einhverju blaði með óvirðingarorðum um sýslumenn og dreymir að það blað hafi verið ísafold og það hafi verið í minni ráðherratíð og dreymir að höf- undurinn hafi verið eg, nafnlaus, — það eru svo miklir draumórar, að eg leiði minn hest alveg frá að eiga við að svara slíkurn hégóma. Þá á það að vera ein af dauðasynd- um minum, að eg höfðaði ekki saka- mál móti gæzlustjórunum við lands- bankann. Áður hefir mér heyrst, að það hafi verið dauðasynd að vikja þeim frá, nú er hitt lika orðið dauða- synd að láta ekki hefja sakamálsrann- sókn gegn þeim. Eg hefi áður lýst þvi yfir, að eg telji menn þessa val- inkunna sæmdarmenn, sem hafi ekki stungið 1 eyri í sinn vasa af því stór- fé, sem bankinn hefir tapað í þeirra höndum, og hvers vegna skyldi eg hefja sakamálsrannsókn gegn mönn- um, sem eg hefi slíka skoðun á? Eg þykist þá hafa svarað þessum heiðurs- manni (lóh. Jóh.). Eg spurði sjálfan mig í morgun, er umræður hófust um þetta mál: Er þetta alvara eða er það gamanleikur? En nú þarf eg ekki að spyrja, — þetta er gamanleikur alt saman! Hér er verið að klína saman hrófatildri af fyrirslætti og yfirdrepsástæðum undir fyrirfram ráðna niðurstöðu í máli, fyrirfram ráðinn dauðadóm yfir mér, ráðinn og samþyktan af bandalagi því hinu nýja, er á hefir komist í því skyni hér í deildinni; þess vegna er verið að tildra öllum þessum ástæð- um upp, þess vegna er öllu tjaldað sem til er, hve lítilfjörlegt sem er, og ef fátt verður um föngin, þá er skáld- að i viðbót, ýmist í .snatri hér í deild- inni eða þá að lánað er úr eldri skáld- skap ýmissa sómamanna. — Öll ræða virðul. flutningsmauns (B. Sv.) var ákaflega skoplegt hrófatildur. Hann bar á mig eitthvað 8 eða 9 dauða- sakir og taldi vitaskuld allar sannaðar, en því vil eg spá, að ef hann eftir nokkur ár lítur i ræðu sína, þá hljóti hann að spyrja sjálfan sig: Var eg svona mikill óviti þá, svona ofstækis- fullur galgopi, svona hégómlegur heimskingi 1 Hann talaði fyrst um forsetaförina, að eg þá hefði haft í frammi skjall og fagurgala við danska blaðamenn. Það var hin fyrsta daúðasök. Það er víst skjall, að eg talaði vel um Dani sem þjóð, sagðist ekki vera Danahat- ari, heldur þvert á móti hafa mætur á þeim, — en hélt þó tilslökunarlaust fram stefnu flokks vors og réttindum landsinsi Það kann að vera glæpur, að tala vinsamlega til mótstöðumanna sinna. En eg hefi nú aðra skoðun. Eg tel það jafnan einu skynsamlegu leiðina til þess að koma máli sínu fram, hvort sem mótstöðumaðurinn er meiri máttar eða minni. Þá á eg að hafa brugðist í sam- bandsmálinu, og fann flutnm. mér það fyrst til foráttu í þvi máli, að eg hefði ekki mótmælt uppáslungu um, að því máli skyldi lokið á síðasta þingi með rökstuddri dagskrá. Þetta var í fullu samræmi við það, sem Dönum hafði verið skýrt frá i forsetaförinni, að eng- inn bilbugur væri á íslendingum, þeir sætu fastir við sinn keip. Hins vegar lagði eg enga áherzlu á, að stefna vor kæmi fram með neinni skerpu í form- inu, hvort heldur í frumvarpsmynd eða ekki, en fanst hitt miklu meira máli skifta, að vilji vor kæmi fram skýrt og skilmerkilega. Þetta var nú önnur dauðasökin. Þá á viðtal mitt við blaðamann frá

x

Ísafold

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ísafold
https://timarit.is/publication/315

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.