Ísafold


Ísafold - 27.09.1911, Qupperneq 2

Ísafold - 27.09.1911, Qupperneq 2
230 IS A F 0 L D HDDDDn Úfsalan mesfa! Peningarnir Ukjast vatninu að því leyti, að þeir fara þangað, sem mótstaðan er minst. Hátt verð er oftast nœr orsök þess, að peningarnir hindrast i umferðinni. Þetta hvorttveggja höfðum við i huga, þegar við byrjuðum útsöluna miklu, og gjörðum þess vegna mótstöðuna svo litla, að ekkert hefir hindrað straum peninganna til okkar. En við gátum þvi miður ekki tekið á móti öllum þeim straum, sem skildi, vegna þess, að okkar lága verð jók svo mikið aðsóknina til okkar, að það var alveg ómögulegt að afgreiða alla sem komu, þrátt fyrir það þótt við tvö- földuðum vinnukraftinn i deildunum. Við biðjum þess vegna alla þá, sem ekki gátu fengið af- greiðslu, afsökunar á þeirri vanrcekslu okkar, og við lofum þvi um leið, að gjöra betur nœst. Að siðustu biðjum við þá, sem urðu fyrir þeim vonbrigðum að koma til okkar i annað sinn, svo okkur auðnist, ekki aðeins að sýna þeim í verkinu löngun okkar til þess að afgreiða þá bceði fljótt og vel, heldur einnig til þess að við getum sýnt þeim enn betur þau dhrif, sem lágt verð á góðri vöru hefir á viðskiftalífið. NB. Ef ómögulegt er að fá afgreiðslu i Vefnaðarvörudeildinni vegna þess að ofmargir eru fyrir, þá ráðleggjum við yður að fara inn í Glervörudeildina, sem er ritt við hliðina, ef þar er ekki heldttr hœgt að komast að,þá gangið upp í Fataefnisdeildina, þar fæst nú kr. 23,00 karlmannsfatnaðir fyrir 12.00, kr. 6,95 tau fyrir 3,95 pr. al., en þar innar af er Skódeildin, sem getur boðið yður kr. 10.00 karlmannsskó fyrir 5,75 eða kr. 7,50 kvenskó fyrir 4,25. í Fatnaðardeildinni og Skódeildinni er gefinn minst 15 °/0 afsláttur af nýrri vöru. Virðingarfylst Uerzíunin Edinborg, Hvík. ÍDDDDDDi Gísít Sveinsson og Vigfús Einarsson yfi rdómslögme nn. Skrifstofutfmi ll‘/a—I og 5—6. Þinghoitsstrati 19. Talsimi 263 mennings yrðu harðar og hlaut að haga sér eftir því........Oss getur ekki dulist, eftir því sem fram hefir komið við rannsóknina, að nauðsyn- legt var, að landsstjórnin gripi Jast í taumana. Vér efum eigi, að margt gott hafi þegar leitt af þessu í fjár- málastefnu landsmanna, og teljum það þó hvergi nærri alt i ljós komið enn. Að lokum viljum vér láta þá skoð- un vora í ljós, að reynsla liðinna ára sýni margan vott þess, að eftirlit landsstjórnarinnar í fjármálum hjá sumum opinberum stofnunum og starfsmönnum þjóðarinnar hafi eigi verið nægilega rækilegt. Þegar slíkur eftirlitsskortur er landlægur, sljóvgar það ábyrgðartilfinninguna i fjármálum. Fyrir þvi teljum vér fulla nauðsyn á þeirri stefnubreytingu i eftirlitinu, sem landsbankarannsóknin ber vott um, og væntum, að landsstjórnin standi sem bezt á verði í þeim efnum eftirleiðis.c Lndir þessu nefndaráliti standa tveir þingmenn úr hópnum, sem felt höfðu ráðherra B. J. frá völdum á öndverðu þingi, og að eins einn hans manna. Allur meiri hluti nefndarinnar er með öðrum orðum ú hans máli (B. }.), og það þótt 2/s sé andvigir hon- um að öðru leyti. Þeir telja með öðrum orðum banka- stjórnarfrávikninguna hafa verið rétt- mæta og nauðsynlega, alveg eins og dönsku bankamennirnir, óviðkomandi menn og alveg óhlutdrægir að sjálf- sögðu, og auk þess berandi miklu meira skynbragð á bankastjórn en nokkur maður hérlendur. III. En — þetta var fyrsta meiri háttar stig hinnar nýju stjórnar á þeirri braut, að gera sér engan manna mun í fram- kvæmd laga, hver sem í hlut átti. Hin frávikna bankastjórn hafði hagað sér þann veg, að liklega um eða yfir hálf milj. kr. hafði gengið í súginn hji henni, þótt engum eyri hefði beint verið stolið úr bankanum. Mundi nokkur löghlýðinn maður og umhyggjusamur um landsins hag hafa litið öðru visi en þakklátum augum á gjörðir stjórnarinnar, þetta, að hún tók alveg fyrir þessar aðfarir og fekk stjórn bankans í hendur gagnólíkum mönnum, mjög áreiðanlegum, vand- virkum og iðjusömum ? En — stjórnin (ráðherrann) hafði framið þann stórglæp, i augum allra samábyrgðarhöfðingja, að ganga heldur nærri einkahagsmunum gæzlustjóranna. Bankastjórinn átti að fara frá eftir fá- einar vikur hvort sem var og þá með geysiháum eftirlaunum. Hér hafði í fyrsta sinni i manna minnum verið alls ekki hirt um það, að samábyrgðarhöfðingjar áttu í hlut. Tekinn af þeim bitlingur, sem var raunar að eins aukageta við há laun. En óhæfa var það alt um það ! Aðra vogarskálina fyllir nær hálf miljón kr. í landsfé eða sama sem landsfé. En hina nokkur hundruð króna bitlingur, aukageta við há embættis- laun mikils háttar manna. Var ekki svo sem sjálfsagt, að það væri gert þyngra á metum? Hvað varð úr fornhelgum réttind- um samábyrgðarinnar að oðrum kosti? Hortensius. =^,V=r- + Albert Þórðarson bókari Landsbankans lézt þann 24. þ. mán. eftir nokkurra daga legu i stækri lungnabólgu. Albert heitinn var 40 ára og hafði verið bókari i Landsbankanum síðan 1907, en starfs- maður bankans frá árinu 1903, og hafði verið natinn maður og umhyggju- samur um starf sitt. Albert var einn Fiskilækjarbræðra, sonur Þórðar bónda Sigurðssonar, en bróðir Ágústs Flyg- enrings, Matthíasar þjóðmenjavarðar, síra Júliusar og þeirra bræðra. — Ekkja Alberts heit. er Steinunn Krist- jánsdóttir og áttu þau 2 sonu. ------------------- Kristján Jónsson og Borgfírðingar. Þegar eg frétti, að ráðherra Kr. J. ætlaði að leggja það upp, að bjóða sig fram í Borgarfirði, þá fór eg að athuga, hvað það mundi vera, er hann ætlaðist til að Borgfirðingar sættu sig við af gjörðum hans síðann 22. nóv. 1909, að honum var vikið frá gæzlu- stjórastarfinu, — hverju hann ætlaðist til að þeir lýsti á velþóknan sinni. Fyrsta athöfn hans var, að láta »setja sig inn« að bókum og skjölum bankans með valdi, með fógeta-úrskurði, í staðinn fyrir að höfða mál á hendur landsstjórninni, ef hann taldi vera brotinn rétt á sér; því auðvitað var það dómsmál og annað ekki. Hann lætur fógetann troða sér inn í bank- ann, vitandi ofurvel, að hann hefir þar engan skapaðan hlut að gera, því að hinir skipuðu gæzlustjórar unnu þau verk, sem vegjulegum gæzlu- stjórum er ætlað að vinna. Önnur athöfnin var sú, að hr. Kr. J. höfðar mál gegn þáverandi ráðherra B. J., út af ástæðum þeim, sem færð- ar voru fyrir frávikningunni, en yfir- dómurinn vísaði því máli jrá svo sem gersamlega ástæðulausu. þessum 2 athöfnum eiga Borg- firðingar að lýsa velpóknun sinni, með pví að endurkjósa hann nú á ping. Þriðja athöfnin er, að hann fer i mál við Landsbankann út af því, að bankastjórnin gat ekki goldið honum gæzlustjórakaup fyrir janúarmán. 1910, með því aðrir gæzlustjórar voru settir og hann vann ekki fyrir neinum gæzlustjóralaunum. Fjórða athöfnin var, að hann sendi fógetann í Landsbankann með syni sínum til þess að taka Jjárnám í eigum Landsbankans fyrir 20 kr. máls- kostnað, í gæzlustjóralaunamálinu, þótt hann vissi, að málinu var verið að áfrýja til hæstaréttar, eins og líka var gert. Neitaði hann þá utn að taka spari- sjóðsbók bankastjóranna gilda- við Landsbankann svo sem tryggingu fyr- ir greiðslu á málskostnaði þessum á næsta degi, svo að fógetinn varð að úrskurða, að bókin skyldi tekin gild trygging. Svo mikið var honum umhugað um að láta Landsbankann sjáljan verða fyrir sem mestu óáliti og traustspjöllum. Þessum tveimur atriðum eiga Borg- Jirðingar einnig að lýsa á velpóknun sinni með pví að endurkjósa Kr. J. á ping. Fimta athöfnin er, að Kr. J. hleyp- ur óðara til heimskustjórnarmanna, LHB sérstaklega, svo og h.blað- anna, og lætur þau ausa sér yfir ráð- herra B. ). og bankastjórnina, og inn- limaðist pá pegar h.stjórnarmönnum til fulls, þótt hann teldi sig í flokk sjáffstæðismanna fram á þing, aðeins til þess að geta haft betri tök á því að kljúfa flokkinn, svo að klofning- urinn, þótt lítill kynni að verða, gæti komið honum að haldi til þess að getai félagi við h.stjórnarmenn og með flokksbrotsins aðstoð úr meiri hlutan- um hefnt sín á ráðherra B. J. Sjötta athöfnin var, að hann kemur á þing, og læzt vera þar kominn sem sjálfstæðismaður, kemur á flokksfundi sjálfstæðismanna, og er þá reynt að koma á friði við hann í bankamálinu, annaðhvort með því, að halda því máli utan flokka, eða að hreifa því máli ekkert, svo að vörnin fyrir lands- réttindum íslands þyrfti ekki að veik- jast fyrir flokksklofningi. En Kr. J. heimtaði, að bankamálið yrði gert að flokksmáli á móti ráðherra B. J. Meðan á samningnum stóð um þetta, hafði hann stöðugt undirmál við h.stjórnarflokkinn og nokkra menn úr sjálfstæðisflokknum um að steypa B. J., ef hann fengi ekki fullnægjandi þvott flokksins; og þar sem að eins fáir menn úr flokknum vildu að órann- sókuðu máli veita honum þessa upp- reist, vann hann að því sleitulaust að velta B. J. úr völdum. Þetta tókst, og á öndverðu þingi, þótt eigi snerist fall ráðherrans á yfirborðinu um banka- málið. Mundu ekki flestir gætnir og rétt- sýnir menn hafa látið sér nægja að fá réttlátan úrskurð hæstaréttar á mál- um sínum, í staðinn fyrir að stofna flokk sínum og landsréttindum í voða á allra-hættulegustu tímum fyrir þjóðina ? Jú, vissulega. En Kr. J. sá ekkert nema sína hagsmuni, og var þó hér hvorki líf né æru að verja, heldur að eins ámæli fyrir vanrækslu á störfum hans, ekki sem embættismanns, heldur lítilfjör- legs sýslunarmanns. Fyrir vanrækslu hans í embættis- færslu hafði hæstiréttur stórsektað hann hvað eftir annað. Þessu eiga Borgfirðingar einnig að lýsa velpóknun sinni á. Sjöunda atriðið er, að sjálfstæðis- flokkurinn fór fram á það undir eins og þingmenn komu saman, að hann fylgdi flokknum í því að kjósa forseta efrideildar af h.stjórnarmönnum eða sjálfan hann, pví með öðru rnóti var ekki hcegt að tryggja sjáljstaðismönnum meiri hluta i ejrideild. Þessu pverneitar Kr. J., og þegar til kosninga kemur fyrsta dag þingsins, þá kýs Kr. |. með hinum konungkjörnu forseta úr flokki sjálfstæðismanna. Þar með var Kr. J. búinn að svíkja sjáljstceðisjlokkinn sem dugði; pví að ekkert mál gat nú komist gegnum ejri- deild, ej hann og konungkjörna liðið var á móti. Því ávalt úr því fylgdi hann konungkjörnu sveitinni. Þá gerðist hann réttnefndur K r i s t j á n s j ö u n d i. Og pó kallar hann sig enn sjálf- stæðismannn (II). Áttunda athöfnin. Þegar Kr. J. er með þessum hætti búinn að slá um sig skjaldborg með þeim konungkjörnu og h.stjórnarliðinu, pá leyfir hann að kosin sé rannsóknarnefnd í efrideild i bankamálinu, því að 7 atkvæði af 13 á hann nú vís I deildinni, og getur alveg ráðið því, hverir verði I nefnd- inni, með því að greiða sjálfur at- kvæði, láta bróður sinn, Steingrím, gera það með sér og loks hinn jrá- vikna gœzlustjórann (E. Br.). Meiri óhæfu er ekki hægt að hugsa sér en að Kr. J. skuli ekki kinnoka sér við að velja sjálfur í dómstól í þinginu til að dæma í sinni eigin sök\ og framhald athafna hans var líka eftir því. Niunda athöfnin. Nú vildi Kr., J. verða ráðherra þegar B. J. var fallinn, og þá reið á að vera sem blettminstur i þjóðarinnar og konungs augum, en tæplega von um, að konungur gæti tekið við hon- um í ráðherrastöðu, nema hann hefði þvegið af' sér áður frávikningarósóm- ann; því að konungur mun líka hafa vitað um dóm dönsku bankastjóranna á fyrverandi bankastjórn Landsbank- ans. Nú voru góð ráð dýr, þvi að ekk- ert var bankamálsrannsóknarnefndin í efrideild farin að sinna bankamálinu, og gerði reyndar aldrei. Þeir hinir konungkjörnu og Kr. J. settust því á rökstóla, og niðurstaðan varð, að setja Kr. J. ajtur inn i gcezlustjórastöðuna, alveg að örannsökuðu máli, og að leggja fyrir Landsbankann að greiða fráviknu gæzlustjórunum gæzlu- stjóralaunin, eins og hann væri al- sýknaður, enda þótt dómsmálið um það lægi þá fyrir hæstarétti. Og á óllu bessu atlast Kr. J. til, að Borgfirðingar lýsi velpóknun sinni, með pví að endurkjósa hann á ping. Tíunda athöfnin. Þegar Kr. J., bróðir hans Stgr. og hinn frávikni gæzlustjórinn, ásamt hinum konung- kjörnu þingmönnum, höfðu unnið það frægðarverk, að dæma Kr. J. sýknan, þvo hann í bankamálinu, þá varð að finna ráð til þess, að sá dómur fengi að standa,—að við þeirri blekkingu yrði ekki hreyft, því að svo stóð á, að Kr. J. hafði líka farið dóm- stólaleiðina og að sama málið lá nú fyrir hæstarétti. Þetta ástand hlaut í augum sæmilega vandaðra manna að vera örðugasti hjallinn. Og því örð- ugri var hann, sem bankastjórar þeir, er nú eru fyrir bankanum, voru annar aðilinn i þessu máli fyrir hæsta- rétti og höfðu fulla skömm á athæfi Kr. J. En hvað gerir maðurinn (Kr. J.), sem verið hefir vörður réttvisinnar hér á landi um langan tíma? Hann ajturkallar tnálið Jrá hcestarétti á bak við bankastjórnina og að henni Jorn- spurðri og ónýtir þar með mál það fyrir hæstarétti, sem bankinn áfrýjaði út af launum hinna fráviknu gæzlu- stjóra, og tildcemdi sjálfum sér þar með launin. —------Ellejta athöjnin er Skúla- hneykslið. Það mál er nú nýlega búið að skýra; en eg vil þó bæta því við það, sem sagt hefir verið, að af- skifti hans af því fargani riður sem oftar í beran bága við hans fyrri skoðanir, í bankamálinu. Þar hélt hann því stöðugt fram, að landsstjórnin hefði ekkert vald yfir gæzlustjórum Lands- bankans, og að bankinn sjáljur stæði ekki undir eftirliti landsstjórnarinnar, vegna pess að alpingi veldi pá til starjs- ins. Alveg eins hlaut Kr. J. að líta á val Skúla til Rúðuborgarferðarinnar, ej hann vildi vera sjálfum sér samkvcemur, og lá þó miklu fjær valdsviði stjórn- arinnar að skifta sér af ferð Skúla, pvi honurn var að eins veitt ein lítil fjárhæð til ákveðinnar ferðar, sem þingið valdi hann til, en var alls ekki skipaður maður við stojnun, sem var takmarkalaust háð ejtirliti landsstjórnar- innar. Hr. Kr. J. virðist skifta um skoð- un og skilning á almennum lögum eftir þvi sem á stendur, rétt eins og hann væri að hafa buxnaskifti. Tóljta Jramaverkið er að gera Jón Olajsson að eftirmanni sínum við Lands- bankagæzlustjórnina; mann, er hvert skynbært mannsbarn á iandinu mun vera sammála um, að enginn þing- maður hafi verið miður til kjörinn fyrir flestra eða allra hluta sakir. Hann greiddi honum meira að segja sjáljur atkvæði i þá stöðu, ásamt konung- kjörna kúgildinu. Alt það, sem hér hefir verið upp talið, er fullkomlega sannanlegt. Eg hefi gætt þess vandlega að segja ekk- ert nema það, sem eg hefi fullgildar sannanir fyrir i þingtíðindum eða ann- arsstaðar. Hér er stuttlega lýst helztu atrið- unum úr tæpra tveggja ára opinber- um æfiferli þessa manns, sem bera á ábyrgð á andlegri og líkamlegri fram- þróun landsins — þess manns, sem á að ala upp embættis-stétt landsins og dórnara, sem á að gera þá skyldu- rcekna og réttláta. Borgfirðingar og Akurnesingar eiga nú að dæma. Ef þeir kjósa hann á þing, og sið- ferðisþroskinn þar er ekki meiri en svo, þá undirskrifa þeir framan í öll- um landslýð alt, sem Kr. J. hefir gert á þessurn tæpum 2 árum. Og þeir gera það alsjáandi, því hér eru stærstu drættirnir I lífsferlinum fram teknir og sannanlegir. Allur landslýður utan Borgarfjarðar- sýslu hlýtur því að veita því hina mestu athygli, hvað Borgfirðingar gera, hvort þeir undirskrija með Kr. J. 28. október í haust með því að kjósa hann á þing. — Atkugull.

x

Ísafold

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ísafold
https://timarit.is/publication/315

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.