Ísafold - 07.10.1911, Page 2

Ísafold - 07.10.1911, Page 2
244 ISAFOLD Úfsalan mesfa í Ecíinborg. heldur áfram með fullum krafti. Við ítrekum þetta vegna þess, að margir hafa spurt okkur um, hvort hún ekki hætti þessa viku. Við erum sem sé ekki hálf- búnir að sýna ykkur það, sem við munum bjóða ykkur áður en lýkur. Skip eiga enn þá eftir að færa okkur vörur, sem við búumst við að selja ykkur einmitt á þessari mestu útsölu. Tlæstu viku bjóðum við ifkhur Gólf-dúka og Linoteum, með svo ákjósantegu verði, að þið munuð efast um, að efnið í þeim sé gott. En þegar þið komið til okkar og sjáið að þessir dúkar eru alveg eins og þeir, sem þið hafið áður keypt af okkur með fullu verði, þá hverfur efinn og þið kaupið þá þegar, því að við vitum, að þið þekkið góða dúka undireins og þið sjáið þá. Með innilegu þakklæti til þeirra, sem hafa stuðlað að því, að Útsatan mesfa hefir nú þegar náð því hámarki, að vera i orðsins fylsta skilningi sú mesfa sala, sem við höfum nokkurn tíma haft, og með þeirri ósk, að við fáum tækifæri til þess að láta þakklæti okkar til þeirra enn þá betur í ljósi heldur en við getum gert á pappirnum, bjóðum við þá enn þá hjartanlega velkomna. Verzlunin Edinborg í Heifkjavík. Gísft Sveinsson og^ Vigfús Einarsson yjf i’r d ó mslögmenn. Skrifstofutfmi II1/,—I og 5—6. kingholtsstrati 19. Talsfmi 263 Bjorn Sigfússon: »Mór virðist und- arlegt mjög, a5 háttv. þingmenn skuli vera að þrátta um þetta, því að í raun og veru er hér ekki um annað að rœða en hin sjálfsögðustu mannréttindi, sem hingað til hefir verið haldið fyrir öðrum helming mannkynsins . . . Kvenfólkinu er stórmikil vorkunn á að vera haft svona útundan, og er mál til komið að kippa þessu í lag.« Eg læt hér staðar numið með að sýna hug þingmanna til kvenréttind- anna, þvi rúmið leyfir ekki meira, en hann er all-eftirtektarverður t sam- bandi við það, sem Heimanstjórnar- mennirnir ætla að gera á næsta þingi, ef þeir geta, sem sé það, að breyta stjórnarskrárfrumvarpinu og gera við það hver veit hvað. Það er hætt við, ef svo slysalega tækist til, að þær yrðu sannspáar kvenréttindakonurnar um þessa setn- ingu í áminstu ávarpi: »Að minsta kosti hefðum vér meiri líkindi til að tapa en vinna við þær<, c: breyting- arnar. A þessu getur enginn vafi leikið. »Lögréttu« geðjast sýnilega ekki sem bezt að áskorun kvenfólksins þó hún neyðist til að birta hana. Hún hnýtir aftan við hana þessari athuga- semd með smáu letri: »Lögr. sér ekki betur en að kvenfólkið gæti látið sér nægja að halda því fram, að á- kvæðunum umjafnrétti karla ogkvenna yrði ekki breytt, hvað sem öðru liði.*) Svo er hún í annað sinn að telja upp þá 6 þingmenn, er greiddu atkvæði móti stjórnarskránni á síðasta þingi, líklega til þess að reyna að leiða at- hygli fólks að því, að frá peim eða Sjálfstæðisflokknum stafi breytingar- hættan, en ekki frá sítium flokki. En það er nú að verða alþjóð kunnugt, að þetta er alveg öfugt. Sjáljstceðisflokkurinn cetlar að sam- pykkja stjórnarskrána alveg óbreytta á ncesta pingi, ej hann má ráða. Þing- mannaefni og blöð þess flokks hafa, að því er eg frekast veit, beint gert þetta að einu atriðinu i stefnuskrá sinni. Frá honum eða hans mönn- um stafar því engin breytingarhætta, hvorki á kvenréttindaspursmálinu né öðrum. Kvenfólkinu er alveg óhætt að reiða sig á það. Heimanstjórnarflokkkurinn ætlar aft- ur á móti ekki að samþykkja stjórnar- skrána óbreytta. Þeir ætla að breyta henni — eða svæfa hana. Það er nú komið upp úr kafinu fyrirmunn JónsÓlafssonar, að Heiman- stjórnarmenn greiddu ekki atkv. með frv. á síðasta þingi í alvöru; — ekki í þeim tilgangi að verða við óskum þjóðarinnar um breytingar þær, er hún hafði beðið um, — heldur til þess eins að fá kosningar. Þeir (Heimanstj.menn) ætla sýnilega að gera nýjar breytingar að flokks- máii. Út af þessu öllu vildi eg segja þetta við kvenfólkið: Gætið réttinda yðarl Sjáið við þeim, sem ætla að ræna yður þeiml Kvenréttindamaður. Óbygða-ferðalag. Svisslendingurinn HermannStoll kom hingað til bæjarins fyrir nokkrum dög- um úr 7 vikna ferðalagi — að mestu um óbygðir landsins. Hann fór fjalla- baksveg austur í Skaftafellssýslur. Það- an norður Eldgjá og Vonarskarð, sem enginn maður fer ella, norður Sprengi- sand, alla leið norður á Melrakka- sléttu. í Vonarskarði, á miðjumSand- inum, fann hann marga hveri ioo— 120, sem áður hafa eigi verið kunnir. Ennfremur uppgötvaði hann, að Kalda- kvísl, sem talin hefir verið koma úr Vonarskarði, rennur úr sjálfum Vatna- jökli. — Frá Melrakkasléttu hélt hann að 0skju. Telur hann hana rangt tciknaða á landabréfum. Miklu stærri en hún sé í raun og veru. Frá Öskju hélt hann svo austur og suður fyrir Vatnajðkul og síðan sveitir til Reykja- víkur. Förunautur hans á öllu þessu óbygðaferðalagi var unglingspiltur héðan úr bænum, Helgi Tótnasson, (læknis Helgasonar) er hann hælir mjög fyrir vaskleik. *) Letarbreyt. bér. Sjá menn ekki i hvaða átt þeiei orö etefna? Laufás biskupinn Og fjárhagsvoðinn hans. i. Er Laufásbiskupinn hæglætismað- ur? Nei, nei, nei. Er laufásbiskupinn utan flokka? Nei, nei, nei! Er Laufásbiskupinn fornliebreskur spámaður? Nei, nei, nei! Þeir eru orðnir þrír tígulkongarnir i spilinu: Laufásbiskup, Stóranúps- biskup og Akureyrarbiskup. Þess vegna verður að segja Laufásbiskup- inn, þegar átt er við herra Þórhall Bjarnarson, hinn háæruverðugasta af þeim öllum þremur, aðalkennimanna- höfðingja landsins. Nýtt kirkjublað heitir aðalmáltól hans, hákirkjulegt og hákennimann- legt málgagn. Enginn fer að taka sér það mál í munn, að hann geri ekki betur en að kunna almennilega við sig þar eða að hann sé hálfsmeikur um, að fólkinu sé ónóg guðsorðsbúðin sú. Það fáist ekki tii að koma þar og því síður kaupa þar nokkurn skapaðan hlut. En það kunni jafnmikill og þjóðkunn- ur búmaður ekki við. Hann geti alls ekki unað sér í tómri búð. Hann megi til að hafa þar eitthvað annað með, eitthvað girnilegt til fróð- leiks og gott átu, fýsilegt til andlegr- ar næringar. Og því þá ekki grípa til hins sama sem aðrir blaðamenn og hjá þeim rennur út eins og vatn eða jafnvel gómsætt vín. Því ekki grípa til að hjala um landsmál, um stjórnmál, um þing- mál, um landsins gagn og auðsynjar. Það gerði hann í sumar snemma nokkuð, eg ætla það væri í júniblað- inu, og það á alleinkennilegan hátt, sem knúði fram í huga mínum þess- ar þrjár framangreindar spurningar, einkanlega í sambandi við nýleg svör hans við aðfinslum við þá grein. Hann kallar sig þar hæglætismann og gefur í skyn, að hann sé utan flokka. En efni og búningur þessarar júnígrein- ar vekur þriðju spurninguna, hvort hann sé forn-gyðinglegur (gamlatesta- mentislegur) spámaður; hann virðist áreiðanlega svo á sig líta, sem pað sé hann. Hœglcetismaður hefir hann aldrei verið. Hann er og hefir jafnan verið mikili tilfinningamaður. Hann hefir • að jafnaði átt ilt með að dylja skap sitt, hvort sem rætt hefir hann um stjórnmál eða annað. Utan flokka í þingmálum (eða stjórn- málum) hefir hann og aldrei verið. Það er ekki hans skaplyndi. Það er einkennilegt um hann í flokksafstöðu, að hann hefir löngum verið með öllum flokkum, ekki beint samtímis, en þetta sitt missirið með hverjum eða svo. Undir niðri þó jafnaðarlega þar helzt, er hann hefir átt einhvern vin eða venslamann framarlega í flokki. Þeir eru til, er segja um stjórnmála- mensku Laufássbiskupsins, að sé nokk- ur maður líklegur til að feta í fót- spor Dana, er ófriður sá hófst, er orustan á Heljarslóð er í, eftir því sem frá þeim er sagt í hinu fræga söguriti Ben. Gröndals um Heljarslóð- arorustu, þá sé það hann: »Flýttu Danir sér sem skjótast að senda legáta víðsvegar til þess að segja, að þeir væri ekki með neinum, því að þeir vissu enn eigi, hverjum mundi betur ganga, en vildu víst þar vera, sem von var. Danir eru dreng- ir góðir og vinfastir«. Tilvitnuð klausa i Nýju kirkjublaði 15. júní 1911 er svo látandi: »Mér er það svo innilega og hræði- lega ljóst, að islenzka þjóðin er ein- mitt nú á beinum glötunarvegi, sekk- ur í ánauð og svívirðingu, ef vér hrökk- um nú ekki við og tökum breytta og betri stefnu........Glötunarvegurinn, sem vér íslendingar gönum áfram, liggur beint niður í þrældómsstöðu ósjálfbjarga niðursetningsaumingjans. Fallhraðinn eykst stórum með ári hverju og hverju þingi, sem háð er, aldrei þó líkt þvi jafn voðalega og nú síðast*. Aftan við þessi ósköp bætir nú höf. ritsins: Um hvað er barist þessum vit- urlega mæltu orðum: Þetta er ekki að eins sent út um landið sem hæstaréttardómur þess manns, sem á að hafa yfirgæzlu and- legra og siðferðislegra málefna þjóðar- innar. Það er líka þýtt og prentað í útlendum blöðum. Því fer svo f]arri, að nokkurar sannanir séu að þessu færðar, að þær sannanir eru alls ekki til. Þetta er ekkert annað en vit- leysa — væntanlega fremur sprottin af vanþekkingar-fljótfærni en af öðru verra. En ábyrgðarhluti er það að tala svona, hvað mikla tilhneiging sem menn kunna að hafa til þess að færa á betra veg fyrir höfundinum. Þjóðin má ekki láta slík óp villa sig eða draga úr sér kjarkinn. Hún má ekki láta þau hefta framsókn sina í hinum almennu menningarmálum. Og hún má ekki láta það veikja hug sinn í sjálfstæðismálinu. Hvorttveggja er henni ætlað af æpendunum. Það er sjálfsagt, að hún krefjist þess af fulltrúum sínum, að þeir fari gætilega með fé hennar. En hún verður að reisa þær kröfur á skyn- semi, en ekki á staðlausu æsinga- fleipri. Það er, til dæmis að taka, eðlilegt og skynsamlegt, að hún kref- jist þess, að tekjuhalli sé sem allra- minstur i f]árlögum og fjáraukalög- um, að menn neiti sér um útgjöldin, meðan ekki er séð fyrir samsvarandi tekjum, og vilji ekki láta ganga á viðlagasjóð, nema í beinni undan- tekningarnauðsyn. Það er lika eðli- legt og skynsamlegt, að hún vilji ekki að landssjóður taki lán til ann- ars en arðberandi fyrirtækja; bersýni- lega er hættulegt að gera lánsfé að eyðslueyri. En það er óskynsamlegt, næstum þvi villimannalegt, að banna að taka lán, ef það fæst með þolan- legum kjörum, til þess að bæta efna- hag þjóðarinnar. Finst þeim, sem þessi ósköp lesa, sagður Laufásbiskup muni geta verið hæglætismaður? Ætli þeir hafi lesið margt ógætilegar mælt nýlega í lands- stjórnarmálum hér á landi? Jafnógætilegt skraf um glæfralegt fjárhagsástand landssjóðs ? Jafnstaðlaust æsingafleipur svo sem höf. ritsins: Um hvað er bar- ist kallar það, — vonandi sprottið af vanþekkingarfljótfærni, fremur en öðru verra. Og séð er um, að þetta er þýtt og prentað í útlendum blöðum I Sjá ekki allir, hvern voða-ógreiða og stórháska verið er að vinna þjóð- inni með slíku háttalagi? Veit maðurinn hvað hann er að gera? Og svo áréttar hann sitt »staðlausa fleipur* með þeirri frásögn i síðasta Kirkjubl. (1. þ. m.), að nú hafi þurft að taka 60 þús. kr. bankalán til þess að embættismannalaun og fleiri skyldu- gjöld greiðist i októbermánuði. Og bætir loks við — æpir upp: »Það er rétt eins og hjá Tyrkjum*. En amenið síðasta er: »Þetta er voðinn og verður að segjast.« Verður að segjast hverjum ? íslenzkri alþýðu, sem botnar ekk- ert i þessu, en gerir ekki ráð fyrir, að maðurinn, sem befir »yfirgæzlu and- legra og siðferðislegra málefna þjóð- arinnar,« sé að skrökva að henni vísvitandi eða að fara með »síaðlaust æsingafleipur.< Eða þá útlendum þjóðum, fyrst og fremst Dönum, sem trúa öllu mis- jöfnu um ísland og alla þess hagi, hvaða flækingur sem með það kemur, hvað þá heldur ef biskup landsins gerir það. Og því er hann að segja frá því sem stórvoða og býsnum, að lands- sjóður hafi orðið að taka bankalán til að standast skyldugreiðsur sinar þenn- an mánuð? Veit hann ekki það, að mjög er algengt í öðrum löndum að bankar hlaupi undir Jbagga ;v með fjárstjórn lands þar.i bili, er tollar eða annað koma ekki svo reglulega og stund- vislega sem við var búist, og kippir sér enginn maður upp við það? Þvi er hann að leyna lesendur sína þvi, þá sem það vita ekki, hversu öfl- ugar ráðstafanir hafa þegar gerðar ver- ið til að rétta við fjárhagsástand lands- sjóðs, sem er ekki með æskilegum blóma í bili? Hvi dylur hann lesendur sina þess, að aldrei hefir tekjuhalli landssjóðs verið nándanærri annar eins og 1907, konungskomuárið, siðasta árið, sem hann var sjálfur á þingi (Laufásbisk- upinn), sem sé á 2. milj.? Kemur ekki flokksmaðurinn greini- lega fram í þessu ? Er hann ekki að breiða yfir það, að þetta gerist í tíð ástvinar hans og átrúnaðargoðs, H. Hafsteins, og reyna að láta almenning ímynda sér, að tekjuþurð landssjóðs sé að kenna eftir- mönnum hans, þótt fjarri sé pað öll- um sanni? Hortensius. Bankabókarasetningin í Landsbankanum. í svolitlu greinarkorni í Lögréttu 4. þ. m. er skýrt svo frá: »Með R. T. var mælt af tveimur í bankastjórn- inni, gæzlustjórunum báðum, en banka- stjórarnir 2 vildu hafa Arna Jóhanns- son.« Þar næst er gefið í skyn, að eg »hafi skýrt ráðherra rangt frá bókuð- um tillögum bankastjórnarinnar*. Eg vil þegar taka það fram, að minn skilningur á núgildandi lögum er sá, að í þessu tilfelli hafi hvorug- ur gæzlustjóranna átt atkvæði um setn- inguna í bókarastarfið. Það mál var því aðeins fyrir kurteisis sakir undir þá borið, því tillögur bankastjóranna voru samhljóða; enginn ágreiningur á milli þeirra. Tillögum gæzlustjóranna í þessu tilfelli var því í raun og veru of- aukið. Svo eru það og hrein ósannindi, að báðir gæzlustjórarnir hafi mælt með R. T., það gerði aðeins annar, eins og stjórnarráðinu er réttilega skýrt frá. Þá er ennfremur sagt, að stjórnar- ráðið hafi fengið annarsstaðar að upp- lýsingar um, að skýrsla mín um til- lögur gæzlustjóranna væri röng, og »að ráðherra hafi fengið hið rétta að vita úr annari átt.« Réttari skýrslu um tillögur beggja bankastjóranna gat ráðherra ekki feng- ið en frá bankastjórunum sjálfum, þær gátu ekki komið »úr annari átt«, og öðrum kom þessi bókarasetnig, að minu áliti, ekki við. Verði þessi umsögn min um gæzlu- stjóratillögurnar véfengd, þá mun eg á sínum tíma leggja fram fyrir rétta hlutaðeigendur skriflega sönnun fyrir því, að hún er rétt. Og í tillögum annars gæzlustjórans um bókarasetninguna er ekkert, sem talist geti meðmæli með R- T.; þvert á móti. Reykjavík 7. okt. 1911. Björn Kristjánsson. Gjafir og áheit til Heilsuhælisins greitt til bankasjóra Sighv. Bjarnasonar: Kona í Borgarfirði . • Kr. 4,00 Guðrún Guðmundsdóttir, Fitjum í Skorradal . — 2,00 Jón Jónsson Hofi i Vatns- dal.......................— 10,00 Anna María, Reykjavík . — 10,00 Söngfélag í Bolungarvík . — 4M9 Ólafur Jónsson, Gesthús- um á Alftanesi ... — 10,00 Á. S., Reykjavik ... — 2,00 N. N.........................— 1,00

x

Ísafold

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Ísafold
https://timarit.is/publication/315

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.