Ísafold - 07.10.1911, Síða 3
ISAFOLD
245
Stríðið.
Svolátandi símskeyti barst ísafold i
gærkveldi:
Tripolisher á ítalavaldi eftir lang-
vinna skothríö. Balkan rólegur.
Búnaðarkttir og alþýdohagur
á Skotlandi.
íslendingar eru fróðleiksfúsir, ekki
eingöngu á innlendan fróðleik, heldur
og það, er fram fer í umheiminum.
Þeir fá og margt að heyra, margs
konar erlendan fróðleik; einkum þó
um hina fágætari viðburði og stjórn-
mál, en síður það er snertir daglegt
líf þjóðanna. Og þvi tel eg mig gera
þarft verk, er eg nú bið ísafold fyrir
nokkrar upplýsingar um búnaðarhætti
og annan hag grannþjóðar vorrar,
Skota.
Fyrst verður þá fyrir að minnast á
plóginn. Það áhald er brautryðjandi í
allri jarðrækt, mjög mikið notað og
með þvi unnið meiri hluta árs. Hvar-
vetna plægt, þar sem plógi verður
við komið. Og mestur hluti hins
plægða lands eru kornakrar.
Þegar búið er ?ð plægja kornakrana,
er korninu sáð i flagið. Það var gert
áður fyr með þeim hætti, að kornið
var borið í eins konar körfum (sáð-
sáld) og þvi dreift til beggja handa.
Nú er notuð sáðvél og hesti beitt
fyrir. Hún er afar-fljótvirk og sáir
korninu miklu jafnar en hægt er að
gera ella, og uppskeran því miklu
jafnari og betri. Að lokinni sáning
er kornið herfað niður í jarðveginn
með grunnherfi, farið með herfið um
akurinn þveran og endilangan. Þvi
næst er jarðvegurinn jaínaður og hon-
um þjappað saman með þar til gerðu
áhaldi, svonefndum valtara. Við það
verður jarðvegurinn þéttur og fastur
fyrir og blæs ekki upp í stormum.
Þetta eru hin fyrstu vorverk, og
er tekið til við þau úr því kemur
fram um miðjan marzmánuð.
Þá er að búa undir sáning jarð-
epla- og rófna-akra, og er sú vinna
töluvert frábrugðin þvi sem gerist
heima á íslandi. Akurinn fyrst þak-
inn húsdýraáburði, því næst plægður
og þá mulinn og myldaður svo smátt
sem hægt er. Að því loknu er sáð i
hann tilbúnum áburði (manure), sem
eykur mjög hita í jarðveginum, flýtir
fyrir efnabreytingum og gerir jarðveg
inn frjórri. Þá er að gera beðin. Þau
eru gerð með tvöföldum plógi. Hann
fer um jarðveginn og veltir moldinni
frá sér á báðar hliðar — sitt beðið
hvoru tnegin og gata í miðju. Jarð-
eplunum er svo raðað í götuna með
eins fótar bili, plóginum síðan beitt á
beðin, og verður þar nú gata, en beð
þar sem jarðeplunum var sáð.
Á sama hátt er farið með rófna-
akrana, að öðru leyti en þvi, að þar
er fræinu sáð með sáðvélum og geng-
ur mjög fljótt. Þegar rófugrösin eru
komin upp (hér um bil þumlungs há),
eru rófurnar færðar sundur, gert hæfi-
legt bil milli þeirra (alt að 6 þuml.)
með þar til gerðu áhaldi (hoe), og um
leið tekið burtu alt illgresi. Þetta er
mjög seinunnið verk: 5—6 dagsverk
að lúa og færa sundur i einni ekru.
Á jarðepla-ökrum er illgresið venju
lega upprætt með þar til gerðu kúptu
herfi.
Ýmsar káljurtir eru ræktaðar heima
við húsin, í görðum á stærð við væna
jarðeplagarða heima.
Heyvinna er hér allmikil, og þó
þar sem eg þekki til ekki jafnmikil
og á íslandi. En að henni er unnið
með töluvert öðrum og ólíkum hætti.
Það gera vélar — að langmestu leyti:
Sláttuvélin slær, rakstrarvél rakar og
snúningsvélin snýr heyinu. Þegar
tekið er saman, er heyið sett í bólstra,
og er mikið unnið að því með hey-
kvíslum. Eftir 1—2 daga er svo heyið
flutt heim á vögnum, sem hestar
ganga fyrir. Á einum slíkum vagni
mun vera sem svarar 8—10 íslenzk-
um heybandshestum, og ekki tekur
það meira en 10 mínútur að láta á
vagninn. Er það þá auðsætt, hve
vinnan gengur miklu fljótar og er
um leið miklu hægari en heima ger-
ist hjá okkur. — Þegar heim kemur,
er heyið sett i stakka og verst það
vel í þeim og helzt óskemt, þó að
linþurt sé, er það er hirt.
Ljár er hér lítið notaður til annars
en að slá veg fyrir sláttuvélina. En
ekki vantar það, að Skotar kunni að
beita honum. Þeir renna honum
fimlega með grasrótinni, en veifa ekki
í háaloft, eins og víða sést á íslandi.
Að lokinni heyvinnu hefst korn-
skeran. Hún byrjar upp úr miðjum
ágúst, þegar sæmilega árar. Áður fyr
var kornið slegið með ljáum, viðjað
saman, bundið í knippi og þau reist
til þerris. Nú vinnur vél öll þessi
verk: slær, viðjar og bindur í knippi,
og þarf mannshöndin þá ekki annað
að gera en að reisa knippin á enda
til þerris. Þegar kornið er orðið þurt,
er það látið í stakka, er höfð í þeim
eins konar trégrind, til þess að loft
geti ieikið um og varnað hita í stakkn-
Við þreskingu eru nú alstaðar
um.
notaðar þreskivélar; en fyr meir var
kornið slegið úr hýðinu. Víðast hvar
er hestum beitt fyrir þreskivélarnar;
en sumstaðar hreyfivélum (mótorum).
Að jarðepla-uppskeru hefir til skamms
tíma verið unnið hér á líkan hátt og
á íslandi, og er jafnvel enn sumstaðar:
stungið upp og jarðeplin tínd úr mold'
inni. En nú er farið að nota vél til
þessa og hestum beitt fyrir. Vélin
hreyfist á tveim hjólum, en milli
þeirra neðanvert er hnífur, sem sker
upp beðin og þá taka við spaðar og
slá jarðeplin úr moldinni jafnóðum og
upp kemur á hnffnum, og liggja þá
jarðeplin nokkurn veginn hrein ofan á.
Rófur eru teknar upp með líkum
hætti og heima, en látnar i bingi,
þaktar vel og geymast þannig vetrar-
langt ef vill. Sumstaðar eru þær að
eins látnar í göturnar milli beðanna,
beð plægð yfir og geymast þær þann-
ig sem nýjar. Ennfremur er það titt,
að láta rófurnar óhreyfðar og beita á
þær búfé.
Vinnutími er hér 9kl.stund á
dag og honum skift þannig: Byrjað
kL 7 árdegis og unnið til kl. 12. Þá
xt/g stundar hlé til dagverðar. Tekið
til aftur kl. i1/^ og unnið til kl. 6
Vinnuna tel eg allstranga, þótt
ekki sé vinnutíminn lengri en þetta,
Það er sem sé unnið af kappi allan
vinnutímann, meira en heima gerist,
Ríkt er gengið eftir því, að hver verka-
maður sé korninn til vinnu á ákveðn
um tima, er húsbóndinn kemur að
segja fyrir verkum. Ög þurfi hann
að ítreka skipanir sínar, eða verði
hann var við hyskni, má búast við
svipuhöggi.
Húsakynni eru hér góð; steinhús
algengust. Varla að sjáist hús úr
timbri eingöngu. Venjulegast eru
húsin pappaklædd innan, björt og loft-
góð. Hvítmáluð utan. Kringum húsin
er víða skreytt með blómgörðum og
beinvöxuum trjám. Peningshús eru
og bygð úr steini, hvítmáluð utan og
innan, björt og rúmgóð, og mjög vel
um þau gengið. Fjós og hesthús
mokuð á hverjum morgni, þrifað með
sópli og vatni veitt í flórinn, þar sem
vatnsveitu nýtur.
Meðferð og hirðing á skepnum er
töluvert ólík því, er vér eigum að
venjast heima. Fjárhús engin, nema
fyrir alifé. Hitt gengur sjálfala i
skógunum og nýtur skjólsins þar.
Nautgripum beitt úti alt árið, nema
hvað kýr eru hafðar inni tvær vikur
eftir burð. Kálfar látnir ganga undir
kúm alt að einu ári. Hestar hafðir
við hús 9 mánuði ársins, en úti þrjá:
júní, júli og ágúst. Venjulegt skepnu-
fóður er rófur, hey og korn;
margar fleiri fóðurtegundir handa ali-
dýrum.
Það sem eg þekki hér til um
heimilissiði og hegðan, gæti á margan
hátt verið okkur til fyrirmyndar
Það er fátítt, að hér heyrist blóts-
yrði, allrasizt heima eða inni við. Og
í návist kvenna þykir það hin mesta
ósvinna, að hafa ijótan munnsöfnuð.
Ög kurteisi í allri umgengni og við-
ræðum er Skotum miklu eiginlegri
en okkur íslendingum.
Kl. 6 að morgni er farið á fætur,
og á sjöundu stundu borðaður morg
unverður: hafragrautur með mjólk,
hveitibrauð, egg, mjólkurostur, berja
safi og smjör. (Berjasafi er oft not-
aður í stað smjörs). Venjulegur drykk-
ur er te; en mjög lítið drukkið af
kaffi. — Dagverður kl. 12: Súpa
með ýmsu kálmeti, brauð, kjöt eða
fiskur og loks ýmis konar »búðingurc.
— Kvöldverður kl. 6, líkur morgun-
verði. — Sá siður er hér víða, að hús-
bóndinn les borðbæn, þegar sezt er
til borðs, og sitja allir hljóðir unz
hann býður til snæðings.
Trúrækni er hér mikil, og er sunnu-
dagshelgin sýnilegastur vottur þess.
Guðsþjónusta tvisvar hvern sunnudag,
kl. 12 og kl. 6. Enginn má hreyfa
við vinnu á sunnudegi, né heldur
dansa eða spila, og helzt ekki fara
með kvæðasöng eða annað þess háttar.
En þvi kann eg miður hér, að hátið-
um er sýndur minni sómi en sunnu-
dögum. Beri t. d. jóladag upp á
virkan dag, þá er hann notaður sem
virkur væri, og þess að engu minst,
er þá skeði. Aftur á móti er viðhöfn
mikil og fögnuður á nýársdag.
Hugsunarháttur hér hygg eg sé
yfirleitt góður, enda margt sem að
því styður, og þá ekki sizt unglinga-
skólarnir. í þá ganga börnin frá
5—14 ára að aldri, og að eins sjö
vikna fri að sumrinu. Þó finst mér
landslýðurinn fremur ófróður yfirleitt.
Enda mun lítið um bóklestur eftir að
barnaskólanum sleppir. Varla annað
lesið en dagblöðin þarlendu, sem lítið
ræða annað en þess lands hag. Einna
kunnugastir eru Skotar Ameríku og
högum þar, enda er tungan hin sama
og samgöngur tíðar. Af Norðurálfu-
þjóðum þekkja þeir mest til Þjóðverja;
mun það stafa af þvi öðru fremur, að
ekki er laust við, að þeim standi beyg-
ur þaðan, þótt ekki vilji þeir við það
kannast. Þeir telja sig eina þjóð með
Englendingum, og svo er mikill þjóð-
armetnaður þeirra, að þeir telja enga
sér jafnsnjalla eða líkur til að nokkur
þjóð fái nokkurn tima staðið þeim á
sporði.
Hugmyndir alþýðumanna á Skot-
landi um ísland eru ekki á háu stigi.
Þeir halda — sumir hverir að minsta
kosti — að landið sé ein flatneskja,
snævi hulin sumar og vetur, og að
hér sé dimt dag og nótt mikinn hluta
vetrar; í hvaða átt ísland liggur frá
Skotlandi, vita þeir ekki, finst helzt,
að það muni vera norður af Rússlandi.
— Slíkum spurningum hefi eg verið
spurður; hefi eg reynt eftir föngum
að fræða um hið rétta, og því verið
vel tekið.
Eg læt svo lokið máli mínu, vænt-
andi þess, að lesendum ísafoidar sé
engu siður kært að heyra lýst alþýðu-
högum og háttum nágrannaþjóðar
þeirrar, er hér ræðir um, heldur en
annan fróðleik, er blöðin flytja.
Skotlandi, vorið 1911.
Jón Ólafsson
frá Vestra-G-eldingftholti.
'T-l*
^EYNSLAN ER SANNLEIKUR.
Milliónir húsmæðra um allann
heiminn nota daglega Sunlight
sapúna. Þær þurfa ekki á
neinum röksemdum að halda
yrir þvi, að þetta sje bezta
>ápan, þvi þaÖ er hafið yíir allan efa. Reynslan
hefur sannað það!
SUNLIGHT SÁPA
Haupmetm atfjuqið!
Verzlun mín hefir nú aftur nægar birgðir af sínum alþekta, íslenzka,
bragðgóða brjóstsykri, sem enn er seldur með sama verði og áður, þrátt fyrir
stöðuga verðhækkun á sykri. Sýnishorn á skrifstofunni i Hafnarstræti 18,
þar er pöntunum veitt viðtaka.
Virðingarfylst
Ji. Tt). JJ. Ttjomsen.
Úr sveitinni.
Reykjavikur-annáll.
Bló. í kvöld og nnsta kvöld verðnr sýnd
þar mynd af svokallaðri »hvitri þrnlaverzl-
un«. Þessi mynd er óvenjuvel leikin, sýnir
vel svivirðuna — og fer vel.
Dánir. Kristin Kortsdóttir, ekkja, 76 ára,
Njálsgata 59. Dó 5. okt.
Sigurður ólafsson trésmiður, Laugaveg
27 B, (fyr bóndi á Bytru í Fljótshlið), fmdd-
ur 31. desember 1837. Dó 1. okt.
Guðsþjónustur á morgun:
Dómkirkjan kl. 12: kand. Sigurður Jó-
hannesson. Engin siðdegismessa.
Fríkirkjan kl. 12: FrikirkjupreBturinn.
Hjúskapur. Einar Þórðarson skósmiðnr
og ym. Maria Kristin Jónsdóttir, Njálsgata
27 B. Q-ift 5. okt.
Guðjón Guðlaugsson frá Hólshúsum i
Höfnum og ym. Ragnhildur Helga Jóus-
dóttir s. st. Gift 4. oktbr.
Jónas Jónasson Skólavörðnstig 16 og ym
Einhildur Guðbjörg Tómasdóttir. Gift 6.
október.
Pétur Leifsson ljósmyndari, Þingholtsstr.
8 og ym. Steinunn Bjartmarsdóttir, Frí-
kirkjustig 3. Gift 30. sept.
Kapp-spark verður háð á íþróttavellinum
á morgun, kl. I1/, stundvislega, af Fótbolta-
félagi Reykjavikur og Fótboltafélaginu Fram.
— Félögin lofa góðri skemtun og má að
sjálfsögðu ætlast til, að Reykvikingar, ungir
og fuliorðnir, fjölmenni á mótið. Veður
virðist muni verða hið bezta og inngangnr
afaródýr en litið um skemtanir enn i borg-
inni, að minsta kosti útivið.
Prestvígsla fer fram i dómkirkjunni á
morgun. Biskup vigir kandidat Sigurð Jó'
hannesson aðstoðarprest (sira Sigurðar P.
Sivertsen) að Hofi i Vopnafirði.
Skipaferðir. Ask fór i gærmorgun vestur
og norður um land. Fari tóku sér m. a.
snöggva ferð til Patreksfjarðar þeir feðgar
Björn Jónsson f. ráðh. og Ólafur Björnsson
ritstj. ísaf.
Árnessýslu ofanverðri, 1. sept. 1911.
Svo er nú málum vorum sýslubúa
komið i óvænt efni, að við erum
neyddir til að ónáða ykkur — stóru
blöðin — með fréttapistlum okkar.
Hugðum við þó annað í fyrra, er
Suðnrlandi var hleypt af stokkunum.
Ætluðum við pvi að fljúga með frétt-
ir úr héraðinu út til jarðarinnar yztn
endimarka, því Suðurlandi voru ætl-
aðir langir lífdagar á Suðurlandi. En
reynslan er að sýna annað. Það
stendur á öndinni, veslings blaðið, og
gleypir með ósegjanlegum fögnuði
hverja tugguna á fætur annari, er
vestanblöðin kyngdu í fyrra. Að pað
standi lengi undir getur ekki verið,
enda eru dauðamörkin sýnileg. Og
líklega verða það þá Bakkamenn, sem
sjá um útförina og gráta yfir gröf-
inni, en kveinstafirnir bergmála í fjöll-
unum: aumingja Suðurland Suður-
lands, þetta átti að liggja fyrir þér að
deyja — á Bakkanum I
Þetta eru nú annars engar fréttir
■ og pó.
Tíðin hefir verið góð í sumar.
Grasbrestur víða hér til fjalla, eink-
um á valllendi. Myrar munu hafa
verið nokkurn veginn góðar. Nýting
hefir verið hin bezta, og voru allir
lausir við hey fyrir réttir. Það sem
af er haustinu, hefir verið einmuna
tið, svo vel hefir gengið að taka upp
úr görðum. Mun uppskera víðast
hvar í meðallagi. Yms ótukt í fólki
hefir víða stungið sér niður, og segir
læknir að hann hafi ekki lengi haft
jafnmiklar ferðir. Þó hafa fáir dáið
Pólitík? — Ja, um hana er sára-
lítið rætt. Nokkuð munu gömlu þing-
mennirnir hafa reynt á náðardyrnar.
Víða lokið upp, en þeir þó fleiri, er
rekið hafa slagbrand að hurðu, er þeir
fréttu hverir úti væru. Einkennilegt
þykir það, sem heyrst hefir, að þessir
menn hafi aðalfylgi sitt í Heimastj.-
flokknum.
»Eru þeir komnir yfir umí< spyrja
menn, en enginn svarar, því þeirra
vegir eru óútreiknanlegir. Sigurður
er nú alveg dæmdur til dauða. Nema
ef vera skyldi að honum skolaði á
land upp úr Flóa-áveitunni. Yrði það
liklegast á Eyrarbakka. Þeim einum
væri trúandi til miskunarverksins.
Um Hannes er ekki gott að segja.
Lengi lifir í kolunum. Annars vilja
menn alment innansýslumenn, en
hafa altof lítinn undirbúning haft um
>að og samtökin eins og vant er.
iggert í Laugardælum hefir alment
:ylgi, en vill ekki gefa kost á sér.
óns Jónatanssonar hefir lengi verið
að góðu getið, en hefir oflítið látið
á sér bera og þvi oflítt þektur hér
efra.
Siðast hefir flogið fyrir, að síra
Kjartan í Hruna muni verða í kjöri.
Betur að slíkt hefði fyr orðið hljóð-
bært, því að öðrum ólöstuðum er
«cg
og margt fleira
er áreiðarlega
bezt að kaupa
í verzlun G. Zoega.
Námsskeið
fyrir stúlkur hefi eg undirrituð í hyggju
að hafa næstkomandi vetur. Kenslan
byrjar 14. október og fer fram síðari
hluta dags. Námsgreinar verða: danska,
enska (að lesa, skrifa og tala bæði
málin), islenzka, skrift, reikningur,
söngur og fleiri, eftir óskum nem-
enda. Einnig tek eg í tímakenslu í of-
angreindum námsgreinum bæði konur
og karla.
Hólmfríður Árnadóttir.
Þingholtsstræti 28.
Heima kl. ir—12 árd. og 7—8 síðd.
Franskt netagarn,
orðlagt fyrir gæði, fæst í verzlun
G. Zoéga.
Hannyrðakensla
eins og að undanförnu, og alls konar
áteiknanir, hjá Guðrúnu Jóns-
döttur, Þingholtsstræti nr. 33.
(Hús Þorst. Erlingssonar).
Hjálpræðisherinn. — Horna-
flokkur Ungmennafél. Reykjavíkur leik-
ur við uppskeruhátíðina í kvöld.
Stúlka óskast i vetrarvist nú þeg-
ar. — Ari Antonsson, Lindargötu 9.
50 króna kaup fær ráðvönd,
barngóð og húsleg stúlka frá þessum
tíma og yfir veturinn. Uppl. á Grund-
arstíg 15 B. Telef. 268.
hann eitthvert álitlegasta þingmanns-
efnið hér um slóðir. En einmitt
vegna ónógs undirbúnings kann það
að valda ruglingi að framboð hans
heyrðist ekki nefnt fyr. Þó hefir
maður góðar vonir. Því maðurinn
er, eins og þeir bræður allir, kunnur
að öllu góðu, og hefir staðið framar-
lega í öllum héraðsmálum nú um
nokkurt skeið. Er því vonandi að
Árnesingar kjósi nú hann og Jón
en hrindi þeim hinum eldri af sér,
er við höfum litlar virðingar af haft.
Læt eg svo úttalað um þetta að
sinni, en vel má vera, áður langt um
líður, að eg sendi aftur línu.
Geir góði,