Ísafold - 04.11.1911, Side 2
266
ISAFOLD
Fræðslumál.
Eftir sira Steffín M. Jónsson á Aaðkúla.
I.
Það hafa tiltölulega fáir ritað um
hið nýja fræðslumálafyrirkomulag vort
íslendinga, og er undarlegt, þar sem
það mál er eitt merkasta og mikils-
verðasta mál fyrir hvern einstakling,
hvert sveitarfélag og fyrir þjóðarinnar
andlegu framtíð. Það veigamesta, sem
eg hefi séð um það mál ritað, eru
blaðaritgjörðir eftir þá síra Ófeig
Vigfússon, síra Jóhannes Lynge, síra
Ólaf í Hjarðarholti og Sigurð Jónsson
barnakennara i Rvík. Þessi upptaln-
ing sýnir, að einkum hafa prestarnir
gert sér málið að íhugunarefni. Slíkt
er og eðlilegur gangur, að mér finst,
því til þessa tíma hafa prestarnir átt
að vera og verið sjálfsagðir alþýðu-
uppfræðarar; og enginn mentaður ís-
lendingur mun neita því, að drýgst
hafi dregið íslenzka alþýðu það upp-
fræðingarljós, sem hún hefir fengið
alt til skamms tíma frá klerkdómi
landsins, hinni kennimannlegu stétt
þess.
Eg er einn af þeim klerkum, sem,
þó ekkert hafi opinberlega ritað um
þetta mál, hefi hugsað það töluvert;
og af því eg ann allrt sannri fræðslu,
og veit, að landi voru og þjóð yrði
til sannrar blessunar sannmentuð al-
þýða, þá dirfist einnig eg að leggja orð
í belg út af hinu núverandi fræðslu-
málaástandi voru. Eg vil undir eins
lofa því að reyna að tala um málefni
en ekki menn. Málið er fyrir mínum
huga svo alvarlegt, svo hreint og
heilagt mál, að í það má eigi blanda
flokkseitri eða persónulegum óvildar-
sora, og eg get lýst yfir því nú þeg-
ar, að eg veit, að allir þeir menn,
sem drýgstan hlut hafa átt að því að
undirbúa og koma þessu máli í laga-
framkvæmd, eru mætir menn, og að
þeim hefir gengið gott eitt til. Hinn
núverandi umsjónarmaður fræðslumála
vorra er af flestum þektur að góðu
einu, að áhuga fyrir alþýðufræðslunni,
elskaður og virtur af flestum sinna
mörgu lærisveina, og mér hefir hann
verið frá skólaárunum mætur góð-
vinur, sem eg ann. Eg tek þetta
fram af því, að þó við séum gamlir
og góðir »kammeratar« og eftir von-
inni verðum það þenna litla tíma,
sem við eigum eftir að lifa, þá hygg
eg að við getum eigi fylgst eins vel
að í skoðunum okkar á fræðslulög-
unum frá 1907 og fræðslumálafyrir-
komulaginu, er þau setja, eins og í
ýmsu öðru. Með gömlum og góðum
vinum viljum vér helzt geta fylgst að
í vorum heitustu áhugamálum, og eg
hefi reynt af öllum mætti að samrýma
fræðslulagaákvæðin við fræðsiumála-
sannfæringu mína, en þvi meira, sem
eg hefi reynt það, því meira djúp
hefir orðið á milli laganna og mín.
Eg hugsaði framan af, að ógeðið, sem
eg hafði á þeim, væri af því að eg,
sem gamall maður, gæti ekki lengur
fylgst með tímans framþróun; eg
væri, eins og körlum er títt, »lauda-
tor temporis acti«, eða með öðrum
orðum þætti alt bezt, sem f]arst er,
en alt verst, sem næst er, steingerð-
ur afturhaldsseggur; en svo þegar eg
heyrði ýmsa unga, greinda og ment-
aða framfaramenn »upp á sitt ið bezta*
tala um þetta, þá voru þeir ekkert betri,
ef ekki verri en eg. Þá lifnaði eg allur
við og fann, að eg var enn ungur i anda,
hvað sem smekknum fyrir fræðslulög-
unum leið. Og eg eignaðist þannig
marga andans bræður, sem eg hafði
aldrei séð eða heyrt.
Af þeim röddum, sem heyrðust um
þetta barn, nýtt fræðslufyrirkomulag,
áður en það fæddist, og áður en það
datt ofan i brunninn, hefir engin verið
mér eins hugðnæm eins og röddin
hér um árið frá prestinum i »Fjallk.«
um prestkennarana. Það var að minu
viti hrópandans rödd, sem var þess
verð að eyru væru léð. Þessa rödd
þögðu þeir, sem helzt áttu að hvessa
eyrun, stjórn og þing og blöð, í hel.
Það var þó orð í tíma talað, þá hefði
landið ólíklega nú verið í x/8 miljónar
kr. sjóðþurð, sem hin nýju fræðslulög,
nýr kennaraskóli meðal annara hluta,
hafa hjálpað til að koma landinu i,
þá stóð til að bæta sultarkjör prest-
anna, og vel má segja að það hafi
verið geit að miklu leyti; en hefði
þeirri rödd verið hlýtt, hefði sú þarfa
bót komið ekki eingöngu hinum fáu
prestum að haldi, heldur þjóðinni að-
allega, tugir þúsunda króna hefðu spar-
ast, sannur kristindómur, framfaralyfti-
afl hverrar þjóðar, eflst, trygging fengist
fyrir ódýrri, en haldgóðri undirstöðu
alþýðufræðslu, söfnuðirnir ekki gerðir
nær prestþjónustulausir fyrir hóflausa
prestakalla-samsteypu, og prestunum
gert mögulegt að vera prestar og
æskulýðsuppfræðarar. Alt þetta var
þagað í hel, fræðslulögum og fordýr-
um barnakennaraskóla dembt á, prait-
unum með 9—12 ára vísindalegri
mentun stíað frá allri æskulýðsfræðslu,
en hún fengin í hendur unglingum
með 18 mánaða barnakennaramentun,
já því »monopol« skotið inn i lögin,
að þessir æskufræðarar skuli sitja fyrir
öðrum, sem fræðslulagakennarar, og
fastákveðin laun þau, er minst megi
bjóða þeim, kr. 6 upp í 24 um viku
hverja, auk fæðis og húsnæðis, hita,
ljóss og aðhlynningar o. s. frv. o. s. frv.
Eg ætla ekki að eyða orðum að þess-
ari ráðstöfun, slíkt dæmir sig sjálft,
hvort viturlega og búmannlega er hér
að farið. Hin fjármunalega eftirtekja
og aukning hinna andlegu ávaxta af
þessari ráðstöfun verða framtíðardóm-
arar hennar.
Nú er of seint, eða eins vel of
snemt, að gremjast út af þessu, en á
sínum tíma sér þjóðin vonandi, að
augu hennar voru blind, er hún sá
ekki hvað með þessu var verið að
gera, og eyru hennar dumb, að hlusta
ekki betur á viðvörunarröddina. En
vorkunn er þjóðinni, þó hún þegði
að mestu, því ötullega og rösklega
var gengið að þvi að demba þessum
nýju framförum á; þjóðin hafði svo
sem ekki efni á að lifa lengur í fáfræð-
inni, og ekki var vel gert að standa
henni í ljósi fyrir öllum þeim mikla
hagnaði, er fræðslulögin bera í skauti
sínu. Þjóðin þurfti ekki að hafa tíma
til að átta sig, hún gat eins gert það
seinna, þegar nýja kennarastéttin var
komin á; og svo var vonin þessi, að
þó einhverir væru að malda á móti,
og efast um að í þessu væru sannar
framfarir fólgnar, og teldu að alt
þetta yrði of dýrt samanborið við
ávextina, þá sættu menn sig við það
með tímanum, vaninn og timinn
mundi hér sem oftar verða allra meina
græðari. Eg býst því ekki við, að þó
í næstu framtíð eitthvað yrði breytt
til um, að það yrði í þá átt að taka
upp stefnu Fjallkonuprestsins. Leið-
togarnir og nýtizku framfaramennirn-
ir segja, að nú sé réttast að láta reynsl-
una skera úr um gagnsemi fræðslu-
laganna, fara ekki að breyta til undir
eins aftur. Þetta er fyrir minni sann-
færingu sama sem að lofa þjóðinni
að reka sig á, vita hvort hún meiðir
sig tilfinnanlega eða ekki. Síðasta al-
þingi komst að þeirri niðurstöðu, að
þetta væri réttast í bráðina, og drap
því niður viðleitni síðustu stjórnar til
þess, að laga agnúana áður en þeir
meiddu tilfinnanlega. Eg meina ekki
með þessu það, að mér hafi líkað að
öllu frumvarp stjórnarinnar til nýrra
fræðslulaga, en aðalstefnan líkaði mér
vel úr því sem gera var, 0: úr þvi
sú tillaga, sem bezt var að mínu áliti,
gat ekki komist að, enda væri hún
jafnvel vel samrýmanleg við aðalstefnu
þá, sem frumvarp stjórnarinnar hefir,
unglingaskólana. Þegar eg hefi sagt
þetta, hefi eg þegar lýst yfir aðalstefnu
minni í alþýðufræðslumálinu, þ. e.
unglingaskólar reistir á grundvelli
nauðsynlegrar barnafræðslu.
Þjóðin er fróðleiksgjörn, vill ment-
ast, þetta er óhrekjandi sannleiki, og
um þessa mentun, alþýðumentunina,
hefir verið ritað mikið og margt, af
lærðum sem leikum. Alþýðan hvað
eftir annað beðið um »meira ljós«.
Og fjarri sé mér að neita því að
mörg heiðarleg viðleitni hafi verið
sýnd til þess, að verða við óskum
hennar, gagnfræðaskólar settir á stofn,
kvennaskólar fengið stórfé úr lands-
sjóði, unglingaskólar, sem upp hafa
komið hér og hvar, notið töluverðs
styrks, barnaskólar og farkennarar
styrktir o. s. frv. Þetta virðist nú
alt vera gott og blessað, að ógleymd-
um stórfúlgunum til æðri skólanna,
sérskóla bænda-, sjómanna og verzl-
unarmanna og síðast en ekki sízt
hins nýja kennaraskóla, og fleiri
fræðslustofnana. En þrátt fyrir þetta
alt, hygg eg raddir alþýðunnar um
almenna fræðslu, alþýðufræðslu í eig-
inlegum skilningi, hafa eigi enn verið
heyrðar. Mér er sagt, að einmitt
fræðslulögin frá 1907, heyri fyllilega
þær bænir. Titill þessara laga er lög
um fræðslu barna, en ekki lög um
«//>ýdttfræðslu, en svo skín þó víða
út úr lögunum sjálfum, að þau séu
(iginlega a//>ýJíífræðslulög, og aftur
ví )a að þau séu að eins barnafræðslu -
lcg d: veiti undirstöðu undir eigin-
lega alþýðufræðslu. Eg hefi oft heyrt
í viíræðum um lög þessi þennan
sama rugling, að meðhaldsmenn þeirra
skcða þau hvorttveggja undir eins,
bamafræðslulög og alþýðufræðslulög,
en geta þó ekki afneitað skírnarnafn-
inu bamafræðslulög, enda þarf ekki
annað en l'íta á fræðslualdurinn 10—
14 ár, að það eru aðeins börnin, sem
eiga að njéta, en ekki alþýðan í heild
sinni, en hvergi gera lögin ráð fyrir
framhaldsfræðslu eftir 14 ára aldur.
Alþýðumaðurinn hefir þvi fengið sitt
afskamtaða, lögboðna fræðsluuppeldi,
þegar hann er 14 ára; hvort hann
aflar sér meiri fræðslu eftir þann
tíma eða ekki, kemur ekki þessu
máli við, það er á sjálfs hans valdi.
Þetta er, að mér finst, einn af stærstu
göllum þessara velmeintu laga, að þau
eru hvorki fugl né fiskur, eða rnáske
bæði fugl og fiskur, vilja »þéna« sem
fullkominn fugl og fullkominn fiskur,
en geta auðvitað ekki gegnt þeirri
tvöföldu köllun, svo að verulegt gagn
sé að, verða þess vegna það, sem land-
inn kallar viðrinislög, meira í orði,
en á borði, fénu sem eytt er til fram-
kvæmda þeim, að miklu leyti kastað
á glæ, eða fyrir kák og nafn eitt.
Mér finst alls ekki ósanngjarnt, þó
elskendur fræðslulaganna krefjist þess,
að eg færi þessum orðum stað, og
það vil eg reyna að gera.
(Meira).
Málaferli. Konsúll Svía hér í bæn-
um hr. Kr. Ó. Þorgrímsson ætlar í mál
við blaðið Lögróttu fyrir aðdróttanir um
að hafa sagt ósatt í embættisskjali.
Lúaleg aðferð. Silfurbergsrógnum
við kosningarnar hór í Reykjavík, var
fram haldið til síðustu stundar og endir
bundinn á hann jafn-drengilega og byr-
jað var. Á laugardag kl. 10 */2, sjálf-
an kosningardaginn, kom opinberlega
fram kæra á þá M. Blöndahl og Guðm.
Jakobsson fyrir fjárvanskil við landssjóð
(silfurbergsrógurinn); hún kom fram svo
seint, að ókleift var að hrinda henni fyrir
kosningarnar — kom fram rótt fyrir
atkvæðagreiðsluna og sýndi þar með, að
ekki var hún annað en einhver 1 ú a ! e g-
asta og ódrengilegasta kosn-
ingarbrella, sem sögur fara af á
þessu landi. Undir kæruna var ritað
nafnið P. J. Torfason.
Jafnvel heimastj.menn sáu það, er
kæran var fram komin, og reyndu að
hreinsa s i g með því að skella skuld-
inni fyrir framkomu kærunnar á Krist-
ján Jónsson.
Síðan hefir ekki til þessarar kæru
spurst.
Alþingiskosningar (síðustu
fréttir). Auk þeirra kosningafrétta,
sem greindar eru á 1. bls. hefir enn-
fremur frézt, að í Suður-Þingeyjar-
sýslu er kosinn Pétur Jónsson
með 327 atkv. Sig. Jónsson á Arn-
arvatni hlaut 126.
í dag mun eiga telja saman at-
kvæði i Húnavatns- Skagafjarðar- Eyja-
fjarðar- og Norður-Þingeyjarsýslum,
en á mánudag í báðum Múlasýslum.
Bókafregn.
Mln aðferö (Mit sýstem) eftir J.
P. Múller, hinn danska heilsufræðing
og líkamsmentamann er komin út í
íslenzkri ‘þýðingu eftir dr. Björn
Bjarnason frá Viðfirði. Kostnaðar-
menn eru Sigurjón Pétursson glímu-
kappi og Pétur Halldórsson bóksali.
Þessarrar bókar verður nánara getið
síðar.
Frá kjördæmunum.
Kosningamolar.
Reykjavík : Aldrei mun nokkur kosn-
ing í þessu landi hafa kostað jafnmikið
fó, eins og kosning þeirra LHBogJóns
Jónssonar hefir kostað heimanstjórnar-
menn. Að þvl verður ekki Ijósum lýst
nándarnærri að öllu leyti. En haft er
m. a. fyrir satt, að heimanstjórnarmenn
hafi haft 65 koaningastarfsmenn á þön-
um um bæinn síðustu dagana í vikunni
sem leið.
Sjálfan kosningadaginn snemma morg-
uns dreifðu heimanstjórnarmenn út hver-
jum fregnmiðanum á fætur öðrum með
óhróðri um mótstöðumenn sína, en sjálf-
stæðismenn svöruðu jafnharðanmeð fregn-
miðum frá sór og röðuðu ósannindunum
ofan í andstæðingana. Þessi f r e g n -
miðabardagi gekk fram eftir deg-
inum. — Miðbik bardagans var barna-
skólagarðurinn, og er á leið daginn flugu
þar um loftið blaðatætlur með öllum
regnbogans Iitum. Það voru fregnmiða-
leifarnar.
Svo var mikil aðsóknin að kosning-
unni hór, að kjósendur framan af deg-
inum urðu að bíða tímum saman til
þess að komast að. Veður var kalt —
moldryk mikið. Vistin því leið úti í
garðinum. Ekki fekst samt leyfi til
þess að hleypa kjósendum, er biðu, inn
í leikfimissal barnaskólans, þótt farið
væri fram á það.
Kl. nál. 9 var kosningarathöfninni lok-
ið. Var svo nokkuru sfðar tekið að telja
atkvæðin saman í leikfimissalnum. Því
var ekki lokið fyr en kl. 3 um nóttina.
Atkvæði greiddu alls 1732 kjósendur
— af 2254 kjósendum á kjörskrá. En
margir voru vitaskuld fjarverandi eða
veikir. Hafa aldrei kosið hór í bæ til-
tölulega jafnmargir kjósendur.
Ógildir urðu 54 seðlar. Af þeim voru
2 auðir. Samkvæmt skýrslu mjög á-
reiðanlegs manns, sem var við kosning-
una allan tímann, fóllu nú greinir: atkvæöi svo sem
G. F. — H. D. fengu saman 60 atkv
» » — J. J. — — 6 —
» » — J. Þ. — — 6 —
» » — L.H.B. — — 6 —
» » — M. Bl. — — 4 —
H. D. —J. J. — — 23 —
» » — J. Þ. — — 9 —
» » — L.H.B. — — 73 —
» » — M. Bl. — — 6 —
fH 1 «H 1 — 6 —
» » -- L.H.B. — — 830 —
» » — M. Bl. — — 10 —
J. Þ. — L.H.B. — — 8 —
» » — M. Bl. — — 624 —
L.H.B. — M. Bl. — — 7 —
Samtals 1678 atkv.
Hið einskæra bannfjendafylgi, sem alt
metur minna en bann-andstöðuna — er
ekki hrikalegt eftir þessum bókum.
Bannfjendur bera við, að þeir hafi
verið sviknir mjög, haft loforð t. d. fyrir
700 atkv. til H. D. (»700 bókfærðir
fyrir kosninguna með H. D.«, hafði einn
ósórhlífnasti smali H. D. sagt um nótt-
ina eftir kosninguna, »og yfir 500 æru-
lausar sálir í Rvík eftir kosninguna« !).
Það sem bagaði sjálfstæðismenn mest
við þessar kosningar hór í bænum var
sundrungin um m e n n i n a . — Mjög
margir sjálfstæðismenn sátu þess vegna
heima. Óefað meginið af þeim ca. 300
—350 viðstöddum kjósendum, er heima
sátu, voru sjálfstæðismenn. En aftur
má fullyrða, að kosningasmalar heiman-
stj.manna drógu »vanaða,halta ogblinda«
sór fylgjandi á fundinn. Ekkert heiman-'
stj.atkvæði hefir fengið að sitja heima.
Það er samt ekki ólaglegur stofn meira
en 6^/2 hundrað kjósenda. Og þegar
þess er gætt, að æskulýðurinn, sem er
um það leyti að fá kosningarrétt, fyllir
nærri óskiftur hóp sjálfstæðismanna,
verður það bert, að þelr þurfa engu að
kvíða um framtíð sína hór í bænum, —
þótt svo slysalega tækist til þetta sinni.
Vestmaaneyjar: Fylgi sjálfstæðis-
manna þar hefir vaxið drjúgum frá síð-
ustu kosningum. Þá hlaut þingmanns-
efni sjálfstæðismanna aðeins 43 atkv.,
en nú 72. Þlngmaðurinn hlaut þá 77,
nú 99. Góðar horfur á því, að Vest-
mannaeyjar verði Sjálfstæðiskjördæmi
við næstu kosningar.
Seyðisfjörður: Af kosningabardag-
anum þar ganga miklar tröllasögur um
meðul þau, er fylgismenn dr. Valtýs
hafi beitt. Þar hafi fó ekki verið spar-
að — fremur en i Rvík. Kosningafrótt-
inni af Seyðisfirði var dauflega tekið
hór í bæ í allra herbúðum. Við kosn-
ingarnar 1908 hlaut dr. Valtýr 57, s/ra
B. Þ. 63 atkv.
Akureyri: Þegar fróttin um fall
Sigurðar Hjörleifssonar barst hingað, lét
einn heimastjórnarforkólfurinn — ekkl
sá orðvarasti — svo um mælt, að gefa
vildi hann 3 kjördæmi í skiftum fyrir
þetta eina. Svo mikið lagði hann upp
úr tjóni því, er sjálfstæðisflokkuum er
að missa Sig. H. af þingi. Hann var
meðal allra nýtustu, starfsömustu og
samvizkusömustu þingmanna á undan-
förnum þingum. Þinginu í heild sinni
er mikil eftirsjá að öðrum eins dugn-
aðar-þingmanni — án flokksgreinarálits.
— Við kosningarnar 1908 hlaut Sig. H.
137 atkv., en mótstöðumaður hans 127.
ísafjörður: Þar er meiri hluti sjálf-
stæðismanna mjög mikill, 179 atkv. móti
111, því að bæði þeir er kusu síra Sig.
Stef. og Sigfús konsúl hafa verið
sjálfstæðismenn. Fylgi Sigfúsar kon-
súls hefir reynst miklu minna en kunn
ugir menn þar vestra fullyrtu, er mið-
stjórn sjálfstæðisflokksins bað Sig. Stef.
draga sig í hló. Og hefði þá verið rótt-
ara, að S. B. hefði dregið sig í hló fyrir
kosuingardag — og þakkarvert, að eigi
hlauzt það af, að kjördæmið lenti í
höndum heimanstjórnarmanna. — Árið
1908 hlaut Sig. Stef. 154 atkv., en Jón
Laxdal 83.
í Dalasýslu hefir Haraldi prófessor
Níelssyni tekist að safna utan um sig
talsvert álitlegri minnihluta en við mátti
búast, þegar á móti var teflt svo hóraðs-
ríkum manni og mosavöxnum í Mýrasýslu
eins og síra Magnúsi Andróssyni. — 1908
hlaut Jón frá Haukagili 116 atkv., en
Jóh. í Sveinatungu 96.
Vcstur-ísafjarðarsýsla: Vafakosn-
ing. Urslitin þar eru að kunnugra frá-
sögn aðeins i orði kveðnu, en lítill vafi
á því, að kosniug Mattíasar Ólafssonar
verði ónýtt á þingi. Af 176 greiddum
atkv. voru 50 seðlar ónýttir. Þar af
25, sem öllum kom saman um að ónýta,
en um bina 25 varð ágreiningur, 4
þeirra (2 handa hvorum þeirra Kr. D.
og M. Ól.) voru eitthvað lítilsháttar
krotaðir meira en átti að vera. E n
21 seðlanna voru ónýttir
aðeins vegna þess, að þeir
voru ekki einbrotnir sam-
an, heldur tvíbrotnir eða
m e i r a. Af þessum 21 seðli átti síra
Kr. D. 14, en M. Ól. 7. Þessir 21 seðlar
voru ógiltir með 2 atkv. gegn 1 í yfir-
kjörstjórn, að því er oss er tjáð af skil-
ríkum manni. Og annar þeirra tveggja
yfirkjörstjóra, sem ónýtti seðlana, var
sjálfur frambjóðandinn Mattías Ólafs-
son, en hinn ákveðinn fylgismaður hans
(Kristinn á Núpi). En þriðji maðurinn,
sem eigi vildi ónýta seðlana, var odd-
viti kjörstjórnar Magnús Torfason. Með
öðrum orðum: Það er sjálfur keppi-
nautur Kr. Dan. sem með s í n u a t-
kvæði í yfirkjörstjórn ræður
því, að þessir seðlar eru ógiltir.
Ef þessir 21 seðlar hefðu ekki verið
ógiltir hefði Kr. Dan. haft 126 atkv., en
M. Ól. ekki nema 121.
Kr. D. því verið réttkjörinn þing-
maður.
Hór í Rvík er oss sagt, að margir
kjörseðlar hafi verið meira en einbrotnir,
en allir verið teknir gildir
-—• og það mun vera venjan alstaðar.
Enginn vafi getur því á leikið, að
Vestur-ísfirðingar fá að velja þingmann
af nýju. — 1908 var síra Kr. D. kos-
inn með 157 atkv., en Jóh. Ólafsson
hlaut 96.
í Borgarfirði hefir Kr. J. tekist að
kljúfa kjósendaflokk sjálfstæðismanna
til helminga og heimanstjórnarmenn i
kjördæminu fylgt honum uær óskiftir.
Árncssýsla: Þar hefir ekki ráðið
kosningu Sig. Sig. — landsmálafram-
koma hans, heldur Flóaáveitan og rjóma-
búa afskifti hans. Hart, að öðrum eins
manni og síra Kjartani í Hruna Bkuli
hafnað, er hann lætur þess kost að fara
á þing. Er fullyrt af Árnesingum, að
falli hans valdi það eitt, hversu seint
hann róð af framboðið. — Hannes Þor-
ateinsson hefir fengið makleg málagjöld
fyrir sina framkomu á síðasta þingi, eins
og vera bar. — Jón Jónatansson er nýr
maður, en er sagður greindur maður og
gegn, og má sjálfsagt gera sór góðar
vonir um þingmensku hans.
í Rangárvallasýslu og Snæfellsnes-
sýslu hefir verið unnið of lítið af hálfu
sjálfstæðismanna. Með því að leggja
meiri rækt við þessi kjördæmi, er vafa-
laust hægt að vinna þau.
Strandasýsla: Úrslitin þar eru að
kenna f a r b a n n i því, er Kristján
Jónsson lagði fyrir þingmannsefni sjálf-
stæðismanna, Ara Jónsson. — Fjarveru
hans er um kent, að ekki fáir kjósend-
ur hans sátu heima, en hins vegar var
hóað saman öllurn atkvæðum Guðjóns
Guðlaugssonar. Kunnugir menn segja,
að Ari mundi ekki hafa verið kosinn
1908, ef hann hefði ekki fariö norður
sjálfur — og hinir sömu menu fullyrða