Ísafold


Ísafold - 02.12.1911, Qupperneq 3

Ísafold - 02.12.1911, Qupperneq 3
ISAFOLD 391 1 8 Landsins stærsta klæðaverzlun H. Andersen & Sön í Aðalstræti hefir ávalt mikið úrval af alls konar fataefnum. stálbindi. -Þær verða ódýrari og miklu endingarbetri en pappír. Jacquardveýurinn er hugvitssmíði, sem Edison dáTst einna mest að. Á vefstól eru látnar pappa-arkir, með kyrfilega niðurröðuðum götum, og eftir örstutta stund er búið að vefa »Faðir vor« með silkistöfum. Pappa- arkirnar eru svo færðar Iítið eitt til. Út kerour þá tnynd aj Roosevelt. Eftir sama lögmáli og er í þessum vef — kemur að því, að hægt verður að leggja tvinna, hnappa og pabpír inn í annan endann á þar til gerðri vél og fullgerður fatnaður kemur út úr hin- um endanum. Þessi vélavinna verður margfalt ódýrari en vinna mannsins af því hægt verður að framleiða þau ósköp tiltölulega. Þess verður eigi langt að bíða, segir Edison, að sein- asta stúlkan saumi seinasta stingiun i saumavél sinni. Pils og peysur, kjólar o. s. frv. — alt verður þetta búið til á fáum augnablikum — með þar til gerðum vélum. — Alt, nema ef til vill kvenhattar, segir Edison og brosir. Tíðræddast verður þó Edison um peninqa — þ. e. ekki silfur eða kop- ar, bankaseðl? ecia skuldabréf — nei um gullið. Gulláfergjan mun fara minkandi, gullið verður jafnalment og járn. Engum mun detta í hug að þiggja gull fyrir vinnu sina. Engin þjóð mun nota gullmynt. Svona breytast tímarnir, segir Edison, þegar svo er komið, að hægt verður að búa til gull. — Hugsanlegt er, að aðferðin til að búa til gull verði fundin alveg eins i dag eins og á morgun, segir Edi- son. Og eitt er vist: hún verður uppgötvuð. Aðferðin til að búa til gull stendur í sambandi við eina hlið- ina á breytileik JrnmeJnanna. Munur- inn á silfri og gulli er fólgiun i því einu, að frumeindunum er öðruvísi raðað i gullinu en silfrinu, en þær eru alls ekki ólíkar. Hver veit nema radíurn eða þá eitthvert annað efni geti verkað þannig á frutneindaröðun- ina, að dýri málmurinn verði ódýr og ódýri málmurinn dýr! Radíum er dásamlegur málmur — heldur Edi- son áfram. En vér þekkjum nærri engin deili á þvi enn. Einn góðan Veðurdag lásum vér i blöðunum, að það væri fundið. Á morgun lesum vér ef til vill um eitthvað enn dásam- legra. Það er nú unnið að þvi utn allan heim að komast fyrir leyndar- dóm frumefnanna. Hver ný upp- götvun ryður braut þeirri næstu. Ekk- ert er ókleift, sem ekki beint fer i bág við skynsemina. Og ekki fer það neitt í bág við hana, að hægt sé að búa til gull. Og það verður sorgardagur fyrir þá, er hafa lánað út peninga og þá eigi síður gleðidagur fyrir hina, sem skulda. Fátæklingar verðá ríkir, auðmennirnir fátækir. Hugsið yður það, ef hin tröllauknu jámbrautarfélög einn góð- an veðurdag geta borgað upp skulda- bréf sín með nokkrum vagnförmum af gulli, sem kostar þau svona 25 dollara hver smálest (2000 pd.). — Eg get ekki annað en brosað, er eg lít á samninga um gríðarfjárhæðir, þar sem skuldunaut er lagt á herðar að greiða skuld sína með gulli af sama skírleik og gullið frá Englands- banka. Að helztu fjármálamenn heims- ins skuli trúa svo í blindni á það, að gullið verði hæfur verðmælir til ei- lífðar — bendir á, að þeir séu eigi vaxnir störfum sínum og bresti fyrir- hyggju. — Þeir sem mest eiga af gullinu mega búast við því, að verða einn góðan veðurdag — slyppir og snauðir að heita má, að eins af því að verðmælir þeirra er orðinn óhæfur. Og á hinn bóginn getur fátæki mað- urinn, sem á jörð yfirhlaðna skuldum, orðið ríkur á einni nóttu, af því að hann getur þá borgað skuldir sínar með hinum rauða málmi, sem fram- leiddur verður með litlum tilkostnaði*. Þetta og margt fleira talaði Edison við blaðamenn Norðurálfunnar i sumar. Fógeta-afmælið. í dag kom út bók Jóns fónssonar docents um Skúla fógeta, gefin út af Sigurði Kristjánssyni. Það er mikil bók, 402 bls., og óefað fróðleg, svo sem aðrar bækur þessa höf. Hér í Rvík verður á afmæli Skúla flutt alþýðuerindi af Jóni Jónssyni. Og um kvöldið mun standa til, að sam- sæti verði haldið i Hótel Reykjavík. Til minningarsjóðs þess, er getið var i Isajold, hefir þegar gefist drjúgum; t. d. hafa 2 verzlanir hér í bænum, H. P. Duus og miljónarfélagið (P. J. Th. & Co.) gefið sínar 500 kr. hvor — og von á rausnargjöfum hjá mörg- um öðrum kaupmönnum. Samskot til minningarsjóðsins eru og hafin á ísafirði, Seyðisfirði og Ak- ureyri. í þessum kaupstöðum áeinn ig að minnast afmælisins með sam- komum og veizlum. Það er sannarlega gleðilegt, hve myndarlega hinni íslenzku, verzlunar- stétt ætlar að farast afmælísminning Skúla fógeta. Bkattainálanefmlin er nú enn af nýju sezt á rökstóla hér í bænum. Hana skipa svo sem kunnugt er: Ág. Flygenring, Hannes Hafstein, Klemenz Jónsson, Magnús Blöndahl og Sigurður Hjörleifsson. — Sigurður er þó ókominn enn, er nú á Seyðisfirði og bíður þar Botniu, sem hingað á að koma 8. þ. mán. Skattamálanefndin mun naumast ljúka störfum sínum í þessum mán- uði, að því er ísafold hefir haft spurn- ir af. Áránirnar á Landsbauka- stjórana. í síðasta blaði sínu flytur stjórnarblaðið Ingólfur enn eina árásina á Landsbankastjórnina — þetta sinni svo sem einu sinni áður fyrir murtn Einars M. Jónassonar yfirdóms- lögmanns. Áður hafa, svo sem menn 'nuna, verið gerðar árásir í sama blaði út af »fölskum skýrslumc, sem Tr. Gunnarsson ómaklega bar fram, að bankastjórarnir hefðu gefið banka- rannsóknarnefnd neðri deildar. ___ Á- rásir þessar, bæði frá Tryggva og* Einari, hafa lengi vel verið látnar af- skiftalausar. En nú virðist svo sem bankastjórarnir eigi geti þagað lengur við þessum ósóma í þeirra garð, sem sífelt er verið að ala á, þótt ástæðn- laus sé, og teljum vér víst, að þeir láti dómstólana gera út um þessar afarómaklegu ásakanir. Reykjavikur-annáll. Hannes Hafstein fyrv. ráðherra verð- ur fimtugur á mánudaginn. Margir vinir hans og kunningjar ætla að halda honum samsæti á mánudagskvöldið í Bárubúð. Hjúsbapnr: Þorkell Þorkelsson kenn ari við gagnfræðaskólann á Akureyri og jungfrú Rannveig Einarsdóttir, systir Sig. d/ralæknis. Giftust á Akureyri 25. nóv. ítalskur konsúll hór á landi er orð- inn C h r. Z i m s e n afgreiðslum. Sam. fólagsins. Kosningin í niðurjöfnnnarnefnd fór svo, að listi sjálfstæðismanna (A) hlaut flest atkvæðin (390), listi heimastj.- manna (B) þar næst (388) og listi Dags- brúnar (C) fæst (128). Kosningu hlutu: Guðm. Olsen (Alisti) Kristján Kristjánsson (B) Sigurborg Jónsdóttir (A) Helga Torfason (B) Árni Jónsson (C) Ari Antonsson (A) Jón Jóhann8son (B). Stúdentafélagið heldur í kvöld fund í Hotel Reykjavík. Þangað er boðið öllum stúdentum í bænum, jafnt innan- sem utanfólagsmönnum. Pró- fessor Ág. Bjarnason talar þar um H á- s k ó 1 a m á l og Matthías Þórðarson : »Skilnaðarkveðja«. Enn fremur verður rætt um s t ú d e n t a s j ó ð i n n, kosin uefnd til að gera tillögur um skipulags- skrá hans. Væri vel, að stúdentar fjölmeutu á þenna fund. Dánir. Margrót Sæmundsdóttir, ætt- uð úr Reyðarfirði, 16 ára. Dó í Vífil- staðahæli 23. nóv. Halldór Guðbjarnason sjóra., 58 ára. Druknaði á Viðeyjarsundi 28. nóv. Samúel Símonarsoti sjóm., 49 ára. Druknaði á Viðeyjarsundi, 28. nóv. Guðm, Guðmundsson bakari, 21. árs, Hverfisg. 30. Dó í Vífilsstaðahæli 27. nóv. Anna Sigurðardóttir, gamalmenni, Þingh.str. 23, 69 ára. Dó í Landakots- spítala 27. nóv. Gnðsþjónusta á morgun: I dómkirkjunni kl. 12: síra Jóh. Þork. kl. 5: prófessor J. H. í fríkirkjuuni kl. 12 : síra Ól. Ól. Staka. (Kveðin 10. nóv. 1911). Aldinn Björn skal okkur frá aftur þingsins vitja. En borðalagða barnið má barið heima sitja. Víðsvegar að. íbúatalan í Kattada var fyrir 10 ár- um 5r/4 miljón. Nú er hún orðiu 8 miljónir. Af þeim eru 2 miljónir inn- flytjendur. n t Luzern í Sviss er dekrað svo óhæfl- lega við ferðamenn, að bæjarstjórnin hef- ir bannað allar jarðarfarir fyr en dimt er crðið — af því að fetðamenn komist í vont skap, þegar þeir mæti líkfylgd. Þó er enn leyft að deyja á öllum tímum dags, bætir þyzkt blað við, sem segir frá þessu. n Stúlka ein stórrík í New York lof- aðist í fyrra á gönguför, sem var hiu rnesta lífshætta, upp á háan fjallstind í Kaliforuíu. Nú ætlar hún að halda bruðkaup sitt a þessum fjallstindi og prestur og 100 gestir eiga að verða við og hætta lífi sínu. n Hauskupa af manni, sem vísindamenn telja 15—20,000 ára gamla hefir nýlega fundist í jörðu nálægt Ríu. Húu kvað vera nokkuð öðru vísi f laglnu en haus- kúpur nútíðarmanna. n Kona ein í Ameríku hefir höfðað skaða- bótamál gegn Wrightsbræðrunum, af því að flugmaður einn, sem flaug í vél af Wrightsgerð, braut á henni nefið í lend- ingu. Konan metur nefið á sór 45,000 dollara. 99 Porfirio Diaz, fyrv. forseti í Mexíkó hefir leigt sór hús á Spáni og er seztur þar að. U Nogi hershöfðingi, hetjau frá Port Arthur, er orðinn skólakennari í Tokíó. Hann hefir tekið að sór að kenna 10 ára gömlum dreugjum til þess að sýna, hve mikið hanu leggi upp úr fræðslu æskulýðsins. 99 VARVETNA á hnettinum er Sunlight-sápan notub me5 ánægju af húsmæÍJ- runum framar allri annari sápu. Ef þið viljið lengja tomstundir yðar og Ijetta vinnu ykkar, þá skuluð þið nota Sunlight sápuna. SUNLIGHT SÁPA Bókarastaða við eina af stærstu verzlunum hér i bænum er laus frá næstkomandi nýári. Til þess að geta tekið að sér þetta starf, þarf fullkomna þekking og æfing í tvöfaldri bókfærslu, dönsku og íslenzkri réttritun, hreina og læsilega rithönd og þar að auki er þess krafist, að umsækjandi sé reglusamur og starfsfús. Gott kaup er í boði, enda má sá er stöðuna fær, engin aukastörf hafa á hendi. Eiginhandar umsókn, ásamt meðmælum og mynd, afhendist á skrif- stofu blaðsins innan Jjögra daga, merkt „Bókari". Haframjöl Hveiti gott, 13 aura pd. gott, á aðeíns 12 aura pd. Ingvar Pálsson Hverfisgötu 13. Carí Tinsen Tióaístræti 6 TJ Brunatryggingar. Líftryggingar. Slysatryggingar. Veikindatryggingar. Sjóvátryggingar. Tíeima 3—4 og 6—7 síðd. Nýprentað: . , Bólu-Hjálmars saga. Efni til hennar hefir Simon Dala- skald safnað, en Brynjúlfur Jónsson frá Minna-Núpi ritað og aukið. Aðalsala í bókaverzlun Isafoldar- prentsmiðju. Verð i kr. 50 au. Söngur. Nokkrar ungar stúlkur, sem hafa góðar söngraddir, geta fengið kvöld- tíma í söng, gegn mjög vægri borgun. Kristín Benediktsdóttir, Garðastræti, Hildibrandshús. Heima 10—12. Hórmeð votta eg þeim heiðr- uðu Reykvíkingum mitt hjartans þakk- læti, fyrir þá stórmannlegu gjöf, er þeir veittu mér, og þá innilegu hlut- tekningu i sorg minni eftir fráfall míns elskaða eiginmanns, Jóhanns sál. Hanssouar. — Bið eg algóðan guð að launa þeim velgérðir þeirra, er þeim liggur mest á. Reykjavík, 30. nóv. 1911. Olajía G. Þórðardóttir. Silf ur br j óstnál með svan á týndist nýlega á götunni. Skilist i hús Þorst. Erlingssonar. Góð fund- arlaun. Leikfél. Reijkjavíkur Heimanmundurinn sunnudag 3. þ. m. kl. 8 síðd. í Iðnaðarmannahúsinu. Isafoldar, Austurstræti 8. Alls konar band fljótt og vel af hendi leyst. — Verð hvergi latgra. Hérmeð tilkynnist vinum og vandamönnum. að sonur okkar elskulegur, Guðmundur Guð- mundsson^'andaðist 27. nóv. Jarðarför hans er ákveðið, að fari fram frá heimili okkar við Hverfisgötu 30B föstudaginn 8. þ. m. og hefst kl. II1/, f. h. Ingveldur J. Pétursdóttir. Guðmundur Magnússon. Hérmeð tilkynnist vinum og ættingjum, að Anna Sigurðardóttir. ættuð úr Helgafells- sveit i Snæfellsnessýslu. en sem dvalið hefir hjá okkur i mörg ár, lézt þann 27. þ. m. á Landakotsspítalanum. Jarðarförin fer fram frá heimili okkar undirritaðra, Þingholtsstræti 23, þ. 6. des. Húskveðjan byrjar kl. II1/, f. h. Reykjavík 29. nóv. 1911. Ragnh. og Emil Jensen. Þakkarávarp. Hjartans þakklæti votta eg hérmeð öllum þeim sem heiðruðu útför míns hjartkæra eig- inmanns, Jóns sál. Oddsson. og sýndu mér hluttekningu i hinni miklu sorg minni, þar sem eg er nú einstæðings ekkja Þar á meðal vil eg.nefna nokkra af velgerðamönn- um minum: Olaf læknir Þorsteinsson, sem sýndi mér sina miklu hjálpsemi og sitt prúða viðmót alla hans banalegu, sira Olaf Olafs- son frikirkjuprest og frú hans, Jörgen Þórð- arson kaupm. og irú hans, Þorstein Guð- mundsson yfirfiskimatsmann og frú hans, og konuna Valgerði Guðmundsdóttur, sem hjálp- aði mér og vakti yfir honum síðast er min ir kraftar voru á þrotum, og svo miklu fleiri sem of langt væri upp að telja. Öllum þessum velgerðamönnum minum óska eg, að aimáttugur og algóður guð á himnum launi fyrir mig þegar þeim liggur mest á. Reykjavik I. des. 1911. Sigríður Sigurðardóttir, Spltalastíg 4. Hinn 29. nóvember s. I. andaðist min hjart- kæra móðir, Sesselja Filippusdóttir að heim- ili sínu Ósi i Steingrimsfirði hjá dóttur sinni Mörtu og tengdasyni Gunnlaugi Magnússyni. Þetta tilkynnist vinum og vandamönnum. Holtsgötu 3, Reykjavik. Sigriður Magnúsdóttir. Hjartanlegt þakklæti færum við öllum þeim, sem sýndu okkur hluttöku við missir og jarð- arför okkar elskaða eiginmanns og föður, Gísla sál. Helgasonar, kaupmanns. Reykjavík, I. des. 1911. Ekkja og börn hins látna. í 60 teg. nýkomnar; afmæld í einstaka klæðnaði, og alt þeim tilheyrandi. Munið að enginn selur ykkur ódýrari og betri fataefni en cg. Virðingarfylst. Guðm. Sigurðsson. Til sölu. Gull-dömuúr 14 karat, Waltham herraúr, mjög vönduð, fást fyrir x/8 verðs í bezta standi. Hjóna- rúm úr mahogni, afaródýrt, og alveg nýr pelsfrakki á meðalmann eða stærri. Ritstj. ávísar. Barna-leikföng mikið úrval ódýrast i verzlun Ingvars Pálssonar Hverfisgötu 13.

x

Ísafold

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ísafold
https://timarit.is/publication/315

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.