Ísafold - 10.02.1912, Blaðsíða 2

Ísafold - 10.02.1912, Blaðsíða 2
28 ISAFOLD Stjórnarráðið og yfirdómurinn. Sleifaralag Kristjáns Jónssonar. Eitt af ótalmörgum dæmum þess, hve sljór núverandi ráðherra er í skilningi sínum á þeim skýlausu og ótvíræðu ákvæðum stjórnarskrárinnar, að full aðgreining sé gerð milli Jram- kvœmdarvalds og dómsvalds, er setn- ing hans á skrifstofustjóra fyrstu skrif- stofu stjórnarráðsins sem yfirdómara og seta þessa skrifstofustjóra í yfir- dóminum, svo nær skiftir árum. Þegar Kristján Jónsson þurfti upp i ráðherrasessinn, í bili — tii þess að bjarga landinu(ll) — þá þurfti að setja mann í yfirdóminn, meðan Kr. J. sæti á stólnum; því ekki vildi Kr. J. pað til upphefðarinnar vinna, að segja lausu hinu vellaunaða dómstjóraembætti sínu. Má honum það til vorkunnar virða þenna stutta tíma, sem hann atlaði sér að vera ráðherra. Var þá )ón Jensson settur dómstjóri, en Eggert Briem skrifstofustjóri settur í dómara- sæti Jóns Jenssonar og skyldi hann þjóna yfirdómaraembættinu jajnhliða skrifstofustjóraembætti sínu. Þessi setning á skrifstofustjóra fyrstu skrifstofu stjórnarráðsins i yfirdómara- sætið var frá byrjun gersamlegaóviðeig andi og jafnvel beint í bága við i. grein stjórnarskrárinnar; en því lengur sem setningin er látin standa, því meir verður hún óviðunandi. Það er að vísu svo, að ákvæðum i. gr. stjórnarskrárinnar um algerða aðgreining á dómsvaldi og fram- kvæmdarvaldi hefir eigi verið fullnægt enn, þar sem eigi er enn búið að gera þá breytingu á skipun þeirri, sem á var, er stjórnarskráin var gefin, að undirdómarar hafa einnig ýms umboðs- störf á hendi. En hingað til hefir yjir- dómurinn verið skipaður mönnum, sem eigi hefðu jafnframt umboðsstörf á hendi, eins og hann og var, þegar stjórnarskráin var gefin. Það var þvi til einn »hreinn< dómstóll í landinu1). Kr. Jónsson, sjálfur dómstjórinn, varð til þess að gera breytingu á þessu, breytingu sem er þvert ofan í stjórn- arskrána, með því að skipa til lang- frama mann úr stjórnarráðinu, aðal- umboðsstjórninni, í yfirdóminn. Og verra var ekki hægt að gera brotið en að láta það einmitt vera sknfstofustjórann á fyrstu skrifstofu, dómsmálasknfstofunni,þann mann, sem í rauninni úrskurðar í fjölda mála, sem hann par á ejtir dæmir í yfir- dóminum. Þessi maður hlýtur sem skrifstofu stjóri að gera tillögur t. d. um alla stjórnarráðsúrskurði um höfðun saka- mála. Eftir að hafa úrskurðað að saka- mál skuli höfðað og dómur er kveð inn upp í málinu fyrir héraðsdómi, úr- skurðar stjórnarráðið oft áfrýjun máls- ins til yfirdóms sökum þess að pví þykir héraðsdómsrefsingin of væg. Þar á eftir sezt sami maðurinn, sem samið hefir þessa stjórnarráðsúrskurði og dœmir í málinu, vitanlega, að öllum likindum, í samræmi við úrskurði sína, sem qeta verið rangir. Tökum sem dæmi hið alræmda 25 aura mál úr Barðastrandarsýslu. í máli þvi úrskurðaði stjórnarráðið sakamáls- rannsókn að ástæðulausu, að dómi margra manna, sem vit hafa á. Þessi úrskurður er auðvitað til orðinn á fyrstu skrifstofu sem aðrir slíkir úr- skurðir. Svo er sama manninum, sem ef til vill hefir samið þenna afaróheppi- lega úrskurð, gefinn kostur á að stað- festa hann sem dómara. Ótal dæmi mætti nefna, sem sýna óhæfuna í þessu. Sómatilfinning landsins, virðing sú, sem oss er skylt að bera fyrir stjórn- arskrá vorri og virðingin fyrir yfir- dómnum — alt þetta krefst þess ein- um rómi, að þetta óhæfilega fyrir- komulag sé eigi látið standa svo búið stundu lengur. *) Þess skal getið, að meðan lands- höfðingjafyrirkomulagið var á, var for- stjóri yfirdómsins latinn þjóna lands- höfðingjaembættinu í bili í fjarvist lands- höfðingja. Þetta vai auðvitað gagnstætt 1. gr. stjórnarskrárinnar, en varð þó sjaldan að miklu meini vegua þess hve sjaldau það kom fyrir að landshöfðingi væri fjarverandi og þá að eins stutta stund. Óhæfan á þessu fyrirkomulagi mun hafa verið ein af ástæðunum til stofnunar landritaraembættisins. Stórmerk fyrirbrigði. (Þeim mörgu mönnum hér á landi, sem fengist hafa við rannsókn dular- fullra fyrirbrigða mun þykja fróðlegt að lesa um fyrirbrigði þau, er hór segir frá. Frásögnin er tekin eftir síðasta hefti Breiðablika síra Fr. J. Berg- manns). Kona ein merkileg heitir Mrs. Emma Wriedt og á heima i Detroit, Michig.in. Hún var á Englandi í sumar frá því í maí og þangað til í ágúst. Hún er ein af þeim, er stór- merkileg dularfull fyrirbrigði gerast í kring um; var orðrómurinn um hana kominn til Englands og hún fengin þangað, til þess að sýna. Hún var látin búa á kyrlátum stað úti á lands- bygð, þar sem nóg var af trjám, sól- skini og blómum kringum hana. Þar var fyrirbrigðunum veitt eftirtekt á hverju kveldi, nema sunnudagskvöld- um. Fáeinir söfnuðust þar kringum hana og veittu því eftirtekt, sem fyrir bar, eigi sjaldnar en eitthvað 44 sinn- um. Útbúnað þurfti svo sem engan. Hún vildi hafa dimt í herberginu og aluminium-lúður; fáein blóm að auk þótti henni einkar vænt um. Þó aldrei virðist hafa verið margir í einu, voru það samt fleiri hundruð manns, sem fengu að veita fyrirbrigðunum eftirtekt. Mesta nákvæmni vir viðhöfð í öllu. Hraðritari var viðstaddur hvert skifti, er reit niður hvert smáatvik, sem fyr- ir bar. Yfirlit yfir þessi merkilegu fyrirbrigði er gefið út í ensku blaði, sem eg hefi fyrir framan mig. 1. Raddir heyrðust tala, tvær, þrjár og jafnvel fjórar í einu, og voru í samræðu við jafn-marga gesti. 2. Talað var annarlegum tungum og mállýzkum, — á frakknesku, þýzku, ítölsku, spánversku, norsku og fl., án þess konan kjnni nokkuð i öðrum tungumálum en sínu eigin. Eitt skifti var viðstödd norsk hefðarfrú, sem al- kunn er bæði í heimi stjórnmála og bókmenta. Hún var ávörpuð á norsku af karlmannsrödd; sagðist sá, er tal- aði, vera látinn bróðir hennar og nefndi sig með nafni, er byrjaði á P. Hún talaði við hann og varð frá sér af fögnuði, er hann gaf henni lauk- réttar sannanir þess, að þetta væri hann sjálfur og enginn annar, að hann lifði fullkomnu vitundarlífi og héldi áfram að starfa í heiminum með hinum mörgu vistarverum. Annað skifti mælti önnnr rödd á spánverska tungu, viðstöðulaust, og átti tal við konu í hópi gestanna, sem enginn þeirra vissi til að kynni neitt i spán- versku, en svaraði nú röddinni ósýni- legu svo vel, að samtalið hepnaðist ágætlega. 3. Blóm voru tekin úr blómstur- skálunum og lögð gestunum í lófa þar sem þeir sátu hér og þar i her- berginu. Einu sinni eða tvisvar var blómsturskál látin i hendur einum gestanna. 4. Gestirnir voru snertir af ósýni- legum fingrum, hár þeirra strokið, þeim klappað á hendur eða andlit, og mjög oft kom iúðurinn við þá, eins og til að vekja athygli þeirra, þegar hún hvarflaði frá, eða til að örfa ein- hvern, sem til var talað, til að svara, þegar hann efaði sig. 5. Bjartir, loftkendir svipir birtust í miðjum gestahópnum, öllum sýni- legir, sem svifu fremur en þeir gengi, ýmist bentu eða hneigðu sig fyrir þeim af gestunum, sem þektu þá, eða þeir vildu láta verða sín vara. Sjald- an var auglit þeirra öllum sýnilegt til fullnustu. Glöggskygnt fólk, sem þarna var, gat vel lýst nákvæmlega andlitsdráttum, háralit og öllu útliti. Það lýsti jafnvel útsaums-rósum, sem væri á hinum fögru, gagnsæju, hvítu skikkjum þeirra. En oftast var ásjón- an hálfhulin í misturkendum, hvítum geislabug og allur svipurinn í þessum síða hjúp, eins og björt ljóssúla, en birtan þýð og silfurlit, hvítari en tunglsljós, en engu síður loftkend. Stundum var svipurinn eins og lítið barn, sem kom hlaupandi inn i hóp- inn og horfði undrandi kringum sig, eins og það furðaði sig eins mikið og gestirnir og flýtti sér svo aftur inn í andanna heim, þar sem það væri óhult. Sljundum var sungið gegn um lúð- urinn, stundum af einni rödd, stund- um tóku gestirnir undir, stundum söng ósýnileg rödd með einhverjum gesti einum. Eitt skifti á nærstödd kona að hafa þekt rödd föður síns, sem söng eftirlætislagið hans; hún tók þá undir og svo sungu báðar raddirnar lagið til enda. Þetta átti sér líka stað um aðra konu, opinbera söngkonu, er var viðstödd eitthvert kveld;var maður hennar nýlátinn og hafði haft ágæta tenór-rödd. Söng- konunni fanst hún endilega verða að syngja og byrjaði á fyrstu nótunum í tvísöng úr »11 Trovatore« á ítölsku. En nm leið tók greinileg tenórrödd undir úr lúðrinum, sem hún fullviss- aði alla um, að syngi hverja nótu nákvæmlega eins og maðurinn henn- ar hefði sungið með henni, jafnvel með sérstökum, einkennilegum orð- myndum og áherzium, er hann einn hafði. Annað fyrirbrigði, sem fram kom hvað eftir annað, var kringlóttur ljós- hnöttur, eins og fult tungl, og nærri eins bjart, sem sveif yfir gestahópn- um og stundum smá staðnæmdist fá- einar sekúndur í honum miðjum. Vatnsdropum ýrði stundum á gestina og oft fundu þeir, að kaldur loftsvali lék um þá. Mörg likamleg fyrirbrigði áttu sér stað á ýmsum tímum. . Þungir hlutir hreyfðust úr einum stað í annan, bæk- ur, stólar o. s. frv. Tvisvar lyftist stóll upp yfir höfuð gestanna og féll með skell niður mitt á milli þeirra. Stundum heyrðust tvær ósýnilegar raddir tala hvor við aðra. Menn spyrja: Hví þurfti að vera dimt í herberginu. í dimmunni einni er unt að sjá þessa loftkendu svipi, sem væri ósýnilegir að degi. Myrkr- ið er aftur eigi nauðsynlegt til að heyra raddirnar; það hefir sannast hvað eftir annað. Það heyrðist hvað eftir annað úr lúðrinum um hábjartan dag, er menn sátu að tedrykkju eða eitthvað þess konar með Mrs. Wriedt. Öllum, sem Mrs. Wriedt þekkja, kvað koma saman um, að þau fyrir- brigði sem gerast í kringum hana sé stórmerkileg. Þeirra hefir orðið vart í ein 30 ár. Hún kvað blátt áfram og vel látin af öllum þar sem hún á heima. Þegar þess varð vart í æsku, að hún heyrði og sá það, sem aðrir sáu ekki, varð móðir hennar oft og tíðum vond við hana og vildi ekki að hún væri að fara með neina heimsku. En þessi heimska hefir fylgt henni. Þeir sem sáu hana á Englandi og höfðu gætur á þessum fyrirbrigð- um, álitu þau dásamleq eftir því sem blaðið segir, hvernig svo sem í þeim liggur. Fiintiígoiafmæli Skuggasveius. 21. jan. síðastliðinn voru liðin 50 ár síðan Skuggasveinn var leikinn fyrsta sinni hér í Reykjavík. Þessa afmælis var veglega minst á Akureyri þann dag. Leikfélagið þar hefir leikið Skuqgasvein alloft í vetur við góða að- sókn og hlotið lof fyrir. Segir Norðurland svo frá viðhöfn- inni á fimtíu ára afmælinu: »Allur var salurinn fánum skreytt- ur, og yfir leiksviðinu að framan var fest mynd af höfundi leiksins, skáld- inu Matth. Jochumssyni, i veglegri umgerð, en kóróna yfir og harpa gull- in á klæði dregin —. Páll Jónsson skáld hafði ort ágætt kvæði við þetta tækifæri: Minningarljóð Skugga-Sveins, og annað: Til skáldsins Matth. Joch- umssonar, snöll erindi og maklegt lof. Guðl. Guðmundsson bæjarfógeti, kenn- ari leikfólksins, mælti nokkur orð og las upp minningarljóðin, áður en leik- urinn hófst, en ungfrú Herdís Matthi- asdóttir söng kvæðið til skáldsins. ^Að lokinni sýningunni á »grasafjall- inu«, kom skáldið fram á sviðið, og var tekið með dynjandi lófataki. Hann mælti nokkur orð til áhorfendanna. Sagði hann frá tildrögum þess, að hann samdi leik þenna. Kvað hann það hafa haft mikil áhrif á sig, aukið sér hugmyndir og víðsýni, að hann ferðaðist um öræfi landsins um sum- arið áður (sem leiðtogi erlendra ferða- manna). Þá kvaðst hann og hafa tek- ið miklum áhrifum af Jóni Árnasyni þjóðsagnaritara og Sigurði Guðmunds- syni málara, sem hann umgekst á þeim árum. Taldi hann Sigurð sérstaklega eiga dýran dátt í leiknum fyrir áhrif hans á sig, og mintist hans með miklu þakklæti. Mun M. J. ekki vera sá eini, sem orðið hefir fyrir góðum áhrifum hins mæta listamanns. Þá er skáldið hafði lokið máli sínu, og tjaldið var dregið fyrir, kölluðu áhorfendur hann aftur fram á sviðið með lófataki, og báðu hann lengi lifa*. Meðal þeirra, er léku í Skuggasveiui hér í bæ 21. jan. 1862 voru: Stefán Thordersen (biskups), siðar prestur á Kálfatjörn, Eirikur Magnússon i Cam- bridge og Sigríður kona hans — þau léku Harald og Ástu, og Þorst. heit. Egilsson, sem lék Grasa Guddu og Galdra Héðmn »með afbrigðumc, segir Matthías sjálfur. Mannalát nyrðra: Á Akureyri lézt 20. jan. Sigurgeir Indriðason frá Mýri i Bárðardal, fimtug- ur að aldri og þ. 6. jan. xArni Frið- riksson frá Garði i Kelduhverfi, 26 ára gamall. Hann var í gagnfræða skólanum. ManuHlát. Síra Jóhannes á Kvennabrekku hefir mist elztu dóttur sina af síðara hjóna- bandi, Elinu að nafni. Hún dó úr berklaveiki 31. janúar þ. á. á Vifils- staðahæli. Hún var afbragðs vel gáf- uð, og er foreldrunum mesti söknuð- ur að missi hennar. * * t JÞórunn Jónsdóttir kona Þorvalds Jónssonar læknis á ísafirði, lézt í gær að heimili sinu eftir langar þrautir. (Símfregn). íþróttasamband íslands. Það var stofnað eins og til stóð seint i janúar og stjórn kosin: Axel Tulinius formaður, og aðrir stjórn- endur: Björn Bjarnason dr. phil., Guðm. Björnsson landlæknir, Halldór Hansen stud. med. og Björn Jakobs- son fimleikakennari. Búnaðarfræðsla. Sigurður Sigtirðsson ráðunautur er nýkominn úr ferðalagi sínu vestur um Dali og Snæfellsnessýslu. Af Dala- veru hans segir áður hér í blaðinu. En í Snæfellsnessýslu hélt hann 7 fundi og flutti þar erindi. Þaðan hélt Sig. að Hvanneyri og var viðstaddur búnaðamámsskeiðið þar um mánaðamótin. Voru þar flutt mörg erindi, sem að búnaði lutu, af kennurum skólans, og auk þeirra þeim ráðunautunum Ingimundi og Sigurði. Þá var þar og staddur Halldór Jónas- son cand., að tilhlutun Alþýðufræðslu- nefndar Stúdentafélagsins, og flutti 6 erindi alls: tvö um rajmagn, eitt um stjórnmál, eitt um sólkerjið. eitt um svið vísindanna og eitt um einstaklings- eðlið. Meðan stóð á búnaðarnámsskeiðinu voru að jafnaði 70—80 aðkomufólks á Hvanneyri, auk rúmra 60 heimilis- manna. Erindunum hlýddu venjul. þetta 100—150 manns. Síðasta kvöld- ið var aðkomufólk eigi minna en25o. Það er rausnarheimili og mannskaps- brags, sem eigi bregður við aðra eins gestaviðkomu. Skautakapphlaupin. í dag, kl. 2l/a verður fyrri hluti skautakapphlaupanna háður úti á í- þróttavelli: Þá runnið yfir 500 stiku skeið og auk þess yfir 1000 stiku skeið — af þeim, sem eigi hafa áður hlotið verðlaun. Sigurjón Pétursson og Miiller keppa i dag um Braunsbikarinn. Annað kveld verður eflt til flug- eida, ef veður leyfir. Konung-ur veikur. í fyrradag var símað til stjórnar- ráðsins frá islenzku skrifstofunni í Khöfn, að Friðrik VIII., konungur vor, lægi veikur i lungnabólgu — þó ekki þungt haldinn. Konungur er nú kominn nálægt sjötugu (f. 3. júní 1843) og er það vitaskuld jafnan undir hælinn lagt, hver leikslok verða, er lungnabólga tekur svo roskinn mann. ---stöfei-- Sly s. Tveir menn verða úti. Á miðvikudaginn voru 20 Eyfell- ingar á ferð um Rangárvelli, á leið hingað til Reykjavíkur, til að leita sér atvinnu á vertiðinni. Þá skall á sandbylur. Seytján mann- anna komust til húsa i Varmadal (rétt fyrir austan Ægissiðu), 1 komst að Selalæk, mjög hrakinn. En tveir vilt- ust algerlega og urðu úti i bylnum. Það voru bræður tveir frá Grund undir Eyjafjöllum, Brynjólfur og Sveinbjörn, synir Guðmundar heitins Sveinbjörns- sonar (prests i Holti) — mestu mynd- armenn. (Simfregn Jrá Eyrarbakka). íslandsmál við Eyrarsund. Lesendur ísafoldar kannast við grein dr. Kn. Berlín í danska timaritinu Tilskueren, þá er Einar Hjörleifsson gerði að umtalsefni í síðasta blaði. — Hann benti rækilega á mishermi i henni og tæpar ályktanir, sem Knud Berlin gerir sig þráfaldlega sekan um. Nú er því svo háttað, að Berlin er orðinn nokkurs konar Jraðari Dana um íslenzk mál — sannleikans post- uli, sem þeir trúa á, að bezt skyn beri á þau þeirra meðal og þekki með afbrigðum vel. Því var það, að ýmsum mönnum hér þótti nokkurs um vert, að fram kæmi i sama tímaritinu athugasemdir við grein Berlíns, svo að bert yrði lesendum þess, hvernig vér litum á þessi mál, íslendingar. Varð nú að ráði, að fyrv. ráðherra Björn Jónsson símaði til ritstjóra Tilskueren og spurð- ist fyrir um, hvort eigi mundi vera hægt að fá komið inn stuttri svar- grein við Berlinsgreininni, en þá grein hafði hr. Einar Hjörleifsson lofað að rita, ef til kæmi. Svarið frá Tilskueren var stutt og laggott: Nej Tak! Beint afsvarl Vor málstaður cigi virtur svo mikils, sem að ritstjórinn vilji líta á gögnin vor megin I Nei — neitar bara blákalt — fyrir- fram I Getur litilsvirðingin á vorum mál- stað komist öllu lengra? Afmælissjóöar Heilsohælisms. Síðustu viku hafa ritstj. ísafoldar enn borist nokkurar gjafir, en þó oj Jáar. Það er eins og það sé ejna- minna fólkið, sem miklu sé hugsun- arsamara um þessa nytsemdarstofnun — ininsta kosti er efnaðra fólkið tals- vert tómlátara. Lofið einusinni hinu fárlega íslenzka tómlæti að vera heima á hillunni I Látið yður eigi muna um að minnast heilsuhælisins með smáræðisgjöf á af- mælum yðar I Verið með I Afmælisgjafir siðan siðast var augl.: Rósa (26. jan.) 2 kr.; Ingibjörg Jóns- dóttir Bókhlöðustíg 6 (5. íebr.) 1 kr.; M. J. (6. febr.) 2 kr.; Ónefnd kona (9. febr.) 5 kr.; ekkja í Garðahreppi, áheit (3. febr.) 3 kr. Munið heilsuhalið á ajmalum yðar! — ■ —■ Hciðursinerki. Fiunur Jónsson prófessor hefir ný- lega verið sæmdur 1. flokks riddara- kross norsku Ólafs helga orðunnar.

x

Ísafold

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ísafold
https://timarit.is/publication/315

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.