Ísafold - 10.02.1912, Blaðsíða 1

Ísafold - 10.02.1912, Blaðsíða 1
Kemui út tvisvar i viku. Vero Arg. (80 arkir minst) 1 kr. erlendis 6 ki, eoa l'/s dollar; borgist tyrir miojan juli (erlendis fyrfr fram). ISAFOLD l íicnogn (skHfleg) bnndin viS aramót. u ógiid nema komin sé til útgefanda fvrii 1. okt. «g t.aspnndi skuldlaa* yío blaMA Afgreioslu: Aostantrreti K XXXIX. árg. Reykjavík 10. febr. 1912. 8. tölublað I. O. O. P. 932169 Alþýoufél.bókasafn PósthÚBstr. 11 kl. 5—8. Augnlækning ókeypis i Lækjarg. 2 mvd. 2—8 Borgarstjðraskrifstofan opin virka daga 10—8 Bæjarfðgetaskrifstofan opin v. d. 10—2 og 4—7 Eyrna-,nef-og hálslækn. ók. Pðsth.str.HA fld.2—8 íslandsbanki opinn 10—21/" og 5l/i—"3. K.F.U.M. Lestrar- og skrifstofa 8 árd.—10 söd. Alm. fundir fid. og sd. 8 »/s siodegis. Landakotskirkja. Guosþj. 9 og 8 á helgum Landakotsspitali f. sjúkravitj. 10»/»—12 og 4—6 Landsbankinn 11-2VS, 6*/s-6i/s. Bankast.j. vio 12-2 Landsbókasafn 12—8 og 6—8. Útlan 1—8 Landsbúnaoarfélagsskrifstofan opin trá 12—2 Landsféhiroir 10—2 og 5—8. Landsskjalasafniö á þrd. fmd. og ld. 12—1 Landslminn op. v. daga 8—», h. d. 8—11, 4—6. Lækning ókeypis Þingh str. 28 þd. og fsd. 12—1 Náttúrugripasaín opib 1 •/•—2 '/s á sunnudögum Stjðmarráosskrifstofurnar opnai 10—4 daglega. Tannlækning ókeypis Pósth.str. 14B md. 11—12 Vffilsstaoahælio. Heimsóknartimi 12—1. Þjýomenjasafmo opio a sd., þrd. og fmd. 12—2 Danir og stjórnmál vor. Eftir Einar Hjörleifsson. IV. Jarlinn á boðstólum. Dr. Berlin bendir á leiðir út úr þeim ógöngum, sem sjálfstæðismál íslands á að vera komið i, eins og eg gat um að nokkuru í síðustu grein minni í ísafold. Önnur leiðin er sú, að vér hættum alveg að þjarka um sjálfstæðismál vort, og förum að snúa stjórnmálahugsun- um vorum að alt öðrum efnum. Það er auðvitað jafn-óbrigðult ráð eins og ráð músanna forðum, þegar þær lögðu til að bjallan yrði hengd á köttinn. Með engu móti verða líka málaferli kveðin niður betur en þvi, að sá máls- aðili, sem er með einhverjar kröfur, sleppi þeim alveg. Og venjulega lizt hinum málsaðilanum vel á þá leið út úr þrasinu. En dr. Berlin gerir sér ekki veru- lega von um, að sú leið verði farin. Hann hyggur, að meiri stjórnmála- óróleikur sé i blóði íslendinga en svo, að þetta geti tekist. Og ráð hans er þá það, að oss verði settur »danskur jarl«, enda hafi íslendingar lengi um hann beðið, og það hafi ver- ið eftirlætis hugsun fóns Sigurðssonar. Dr. Berlin gefur í skyn, bæði í þess- ari grein sinni í Tilskueren, sem eg hefi að nokkuru gert að umræðuefni, og í öðrum greinum í Gads danske Magasin, að jarls-fyrirkomulagið muni nd geta staðið oss til boða. A 9 þingum hafa íslendingar um jarl eða landstjóra beðið: 1871, 1873, 1885, 1887, 1889, 1891, 1893, 1894 og 1895, þó að sú málaleitan væri ekki æfinlega afgreidd í lagaformi. Undantekningarlaust var svarið hið sama frá Dönum, meðan um þetta var beð- ið: að það kæmi ekki til nokkurra mála. Jafnvel þegar vinstri menn komust til valda, létu þeir Alberti skila því til vor, að engin dönsk stjórn mundi verða við slíkum óskum. Nú, þegar enginn íslendingur er um þetta að biðja, er farið að stinga því að oss að þetta íyrirkomulag sé oss lang-bezt og velkomið frá Dana hálfu. Óneit- anlega er lærdómsrikt að athuga, hvern- ig timarnir breytast og mennirnir meðl Fráleitt er það tilviljun ein, að dr. Valtýr Guðmundsson er í Eimreiðinni samferða dr. Berlin með þetta mál. Þeir hafa auðsjáanlega borið sig sam- an um það. Eg segi það ekki í ámælis- skyni. Það er eðlilegt að íslendingar og þeir Danir, sem láta sig mál vor nokkuru skifta, tali sig saman. En sennilega er sigurvænlegra hér á Iandi bandalag við þá Dani, sem ekki þykir jafnvel Uppkastið oj gott handa oss. Meðmælin með jarls-hugmyndinni, sem dr. V. G. kemur með, eru þau ein, að Jón Sigurðsson hafí verið henni meðmæltur. En þau eiga lika að nægja. Um það efni kemst dr. V. G. meðal anhars svo að orði: »Alt lifsstarf Jóns Sigurðssonar var svo vnxið, að h a n n getur enginn grunað um eigingjarnar hvatir; hann lét aldrei stjórnast af öðru en því, sem hann áleit íslandi fyrir beztu, og hann var gæddur svo mikilli pólitískri skarpskygni og þekkingu, að enginn núlifandi íslendingur þarf að ætla sér þá dul, að hann geti við hann jafn- ast í því efiii, og því síður fram úr honum farið. Þeir sem hans stejnu Jylgja, geta pví jajnan reitt sig á, að lenda peim megin, sem bezt gegnir Jyr- ir keill lands vors og pjóðarv.1). Þetta geta menn sagt að sé mánn- greinarálitstrú, sem um munar. Vér þurfum ekki framar neinn leiðarvisi annan en þann, hvernig Jón Sigurðs- son hafi litið á málin. Ef vér fylg- jum honum, erum vér jafnan þess visir, að eiga á réttu að standa. Vor eigin sannfæring og samvizka kemur ekkert málinu við, því að aldrei get- um vér verið jafn-skarpskygnir og fróðir eins og Jón Sigurðsson. Og það virðist ekkert gera til, þó að at- vikin séu orðin öll önnur og alt ann- an veg sé ástatt en þegar Jón Sig- urðsson var uppi. Ef vér að eins gætum þess að rígbinda oss við það, sem Jón Sigurðsson sagði á sínum tíma, þá er öllu borgið. Manngreinaráhtið er komið á nokk- uð hátt stig, þegar annar eins maður eins og dr. V. G. getur ritað svona. Það er líka sannast að segja, að ef unt er að stofna minningu Jóns Sig- urðssonar í voða, þá hafa sumir menn kappsamlega unnið að þvi síðustu mán- uðina. Eg hefi talað við marga góða, skynsama, þjóðrækna menn, sem hafa sagt mér, að þeir væru steinhættir að lesa nokkura ritgerð, þar sem þeir sjái, að nafn Jóns Sigurðssonar sé nefnt. Og er það ekki von? Menn eru að gera Jón Sigurðsson að landplágu. Algengast er það i stjórnmáiunum. Alt af er verið að reyna að rota skoðanir hinna þjóðræknustu manna með Jóni Sigurðssyni og viðleitni þeirra við að efla sjálfstæði lands- ins. Ekki hafi hann verið svona vit- laus og gapalegur. En ekki er þar með alt upp talið. Þurfi einhver að ná sér niðri á öðrum með brigzlum um það, að hann hafi ekki séð fjár- hag sínum borgið og sé þar af leið- andi óhæfur til þess að fjalla um rnál- efni þjóðarinnar, þá er vitnað til Jóns Sigurðssonar — auðvitað slegið svörtu striki yfir það, að Jón Sigurðsson hefði orðið gjaldþrota, ef ekki hefði verið hlaupið undir bagga af auð- manni í öðru ríki. Eigi að óvirða menn fyrir það, að þeir hyggist að fá einhvern fjárstuðning úr landssjóði, er Jón Sigurðsson hafður að svipu! öðruvísi hafi hann verið. Því að sjálf- sögðu gleymt, að alþingi lét það verða sitt fyrsta verk, undir forustu Jóns Sigurðssonar, þegar það hafði fengið fjárveitingarvald, að veita honum fé úr landssjóði. Langi mann til að skamma aðra menn fyrir það, að þeir séu ekki nógu vel kristnir, þá er Jón Sigurðs- son alveg eins notaður — sennilega í algerðu þekkingarleysi á því, áð Jón Sigurðsson lét sér með öllu á sama standa um trdmál öll, taldi það ekkert annað en þroskaleysi, að gera sér með nokkurum hætti títt um slík- an hégóma. Eg segi þetta ekki í því skyni að rýra minning Jóns Sigurðssonar. Eg held því fast fram, að eg hafi fult eins Jjósa hugmynd um ágæti mannsins eins og þeir, sem hafa verið að nota nafn hans óviðurkvæmilega, og að eg hafi engu minni mætur á honum en þeir. Eg er ekki í neinum vafa um það, að hann var langmestur maður l) Leturbreytingin ekki i Eimr. með íslendingum á siðustu öld. Eg er ekki i neinum vafa um það, að viðreisn þjóðarinnar á siðustu öld var meira honum að þakka en nokkur- um öðrum manni. Eg er ekki í nein- um vafa um það, að fyrir hans vitur- legu og ósérplægnu forustu komust íslendingar það sem þeir komust í stjórnmálunum. En eg get ekki stilt mig um að nota tilefnið til þess að mótmæla því, að minningu hans sé misþyrmt með staðlausu lofgerðar- fleipri, sem óhjákvæmilega vekur mót- spyrnu gegn þeirri lotningu, sem hon" um ber, og með tilraunum til þess að gera hann að fargi á frjálsa hugs- un íslendinga og sjálfstæðis-framþró- un þjóðar vorrar. í næstu grein minni — sem verður hin siðasta af þessum greinum — lang- ar mig til að fara nokkurum orðum um jarlstjórnar-hugmyndina, sem dr. Berlin er nú að mæla með. En að þessu sinni læt eg mér nægja að benda á það, sem öllum hlýtur reynd- ar að vera ljóst, að þegar alþingi var að biðja um jarl (eða landstjóra), þá var alt annan veg ástatt um stjórn- mál vor en nú. Þá höfðum við ekki fengið stjórnina inn i landið. Og þá var oss sagt, þæði af Dönum og hér- lendum lögspekingum, að óhjákvæmi- legt væri að ráðherra vor væri úti í Kaupmannahöfn, »við hlið konungs«, svo framarlega sem konungur ætti að hafa staðfestingarvaldið með höndum. Þessu trúðu margir. Og í þeirra aug- um var jarlinn (eða landstjórinn) eina ráðið til þess að fá innlenda stjórn, sem flestir sáu, að var oss bráðnauð- synleg. Nii höfum vér fengið innlenda stjórn, án nokkurs jarls, og komist að raun um, að kreddur um nauðsyn- ina á ráðherra »við hlið konungs« er, eins og svo margar aðrar kreddur, lítið annað en bábilja og hégómi. Það breytir auðvitað málinu til muna — þó að ekki sé að hinu leytinu að sjálfsögðu með því sannað, að jarl- stjórn hér á landi gæti ekki i sumum greinum verið oss hentug. •- JWlingar. Nýtt afsvar. Danir- neita að rœða sanibandslagafrum- varpið frá 1909 í ríkisþingimi. Eitt stjórnarblaðið (Lögr.) skýrir frá því núna í vikunni, að ráðh. Kr. J. sé nýbúinn að fá svar um það frá hinum danska yfirráðherra Klaus Bernt- sen, að Danir vilji eigi ræða sam- bandslagafrumvarp meirihlutans frá þinginu 1909 í ríkisþinginu. Ráðh. Kr. J. hafði talsvert af því geipað á þingmálafundum í kjördæmi sinu í haust, að hann hefði farið bet- ur að ráði sínu og gert meira fyrir sambandsmálið í Danmörku en fyrir- rennari sinn, Björn Jónsson. Hér sjá menn nú hversu mikið hefir verið leggjandi upp úr þeim orðum ráðherra. Sannleikurinn í máli þessu er sá, að ráðherra B. J. lét sér snögt um annara um að koma sambandslagafrv. á framfæri til umræðu í ríkisþinginu en Kr. J. Fyrst lagði hann sumarið 1909 að Neergaard þáverandi yfirráð- herra að leggja frumvarpið fyrir ríkis- þingið — alveg eins og Kr. J. tók upp eftir B. J. i sumar. Sá var að eins munurinn, að Neergaard gaf af- svar um þetta pegar i stað, en Klaus Berntsen ekki fyr en eftir l/s ^r. Of? er það álitamál talsvert, hvort almenn- ingur vill kannast við, að frammistaða Kr. J. hafi verið mikiu betri — fyrir dráttinn einan á svarinu. — En B. J. lét ekki hér við sitja, heldur fekk hann yfirráðherrann þáverandi til að auglýsa Jrumvarpið í rikispinginu, ef verða mætti, að einhver þingmanna vildi taka pað upp. A glugganum hnipir í raunum hver rós, sem röðullinn kysti á dauðans armi. Þvi isblómin standast ei eldsins Ijós, en eyðast á gleymskunnar barmi. Ur vindilsins glðð, líða Ijósský sem Ijóð, um loýtið í ojnbjarmans sóltöjraspili. Þauýeykjast og hreykjast i ýagnandi nióð, um ýeðranna svipi á litoýnu pili; og logandi speglast i litbjarmans glóð lojtsýnir andans, í tindrandi gliti, með röðulsins rúbinaliti. A Ijósvangjum b'órnin min laðast inn hljóð, og litblómum sá yfir augans vegi. Nú lýsir par elskunnar Ijóshelg glóð, með lotningu hni min eg beygi. Með vorlit á kinn, dansar vonin mín inn, og vefur mig 'órmum með lijandi kraýti. I hálývöxnum brjóstunum bœrast égfinn, brennandi eðlid í lífsproskans hajti. Ur húmskýjum reyksins ég hillingar spinn. Við hoppum i skógi. xAf lífinu vitum, Uttkladd i sumarsins litum. A bjðrkunum drúpir í draumi hver grein og drekkur aý loýtblámans keitu veigum. En áljtin mín Ijóðar svo ung og hrein á oldunum kvikum og ýeigum. Eg elska pín Ijóð! Og hvert yngjandi hljóð d ómpili huga míns deyiandi brotnar. En bergbúans draumpunga bylgjandi Ijóð í brosandi hljómsvari auga míns drotnar. Ná lojtsýnir fólna I litbjarmans glóð, og leiða ýram aðrar i ýegurri myndum, í Ijósaugans glampandi lindum. A str'óndinni bœna sig steintröllin köld, og stara í djupið með brostnum augum. Þvi lojtörninn eyðir öld ejtir 'óld aý eldheldum steinv'óðvans taugum. Lojtið er hljótt. Og með litbrigðum ótt l Ijósœðum rajmagnsins neistar sir dreifa. En kdtt upp i röðlunum Jtefir sig rótt hðll minna drauma, sem glitmeiðir reiýa. Þar okkur' langar að lifa i nótt. Og löngunin titrar í augnanna dansi, sem bliðdögg d brúðmeyjar kranzi. Við leiðumst í skimu inn skuggaleg göng og skóhljóðið bergmálsins tónum klaðist. I andanum heyrum við óma s'óng. Hvert andvarp í pögninni laðist. Ein hugsun sem bjó, mlr i huga í tó, nú hlagjandi birtist i marmarans líki. Min stdlprá til Uýsins i steininn pig hjó, stjarna mlns hjarta í karleikans ríki! Við skildum pað baði og hugurinn hló. •Að helgidóm liýsins í draumi við stefnum, og alt við með augunum nejnum. Hvert blóm, sem par inni var ruggað i ró, á rökkursins barmi í draumi seýur. Við setjum upp Ijómandi lífsins skó; og Ijóðandi pbgnin oss veýur. Eg loga af prá. Og með Ijóma á brd, hún leggur sig brosleit í svaflanna róti. En sterklega limina stari ég d, steypta í hreinleikans ýegurðarmóti. Eg iða aj brennandi eðlisins prd. Og eldheitur logi í kinnarnar farist, og eðlið í blóðinu barist. Hán sir pað og kveikir á lampanum Ijós og leggur sig pögul í bjarmans hjápi. 1 fegurð aj vanga mtr flýr hver rós og ýölnar i upprunans djúpi. Dauýt er um svör. Og nújölnar mittjjör, og Jreyðandi víni d skálar eg hdli. — Þd beinir hún til min svo banvanni 'ór, að bliknar hver von eins ogjrostrðs á svelli. Með augunum sendi ig iðrandi sv'ór. Og ást mín til hennar, hún verður a og iðrunin hreinni og harri. [starri Ná birtist í svip hennar sannleikans mynd og syngjandi boðar mtr augans gigja: I eðlinu mun reyndar engin synd ej ástin og p'órfin pað knýja. Eg saki mig nar, pvi nú sigrandi hlar pað sama i augunum hjd okkur báðum. Eg pegi um ah, sem í andanum grar, og óðjluga sendist í tauganna práðum. I aðunum straumgigja óróans slœr. Og ókomnir tímar i brosunum hjala og tungan Jœr prá til að tala. »Eggkymipvíaldrei, hve blítt varð og bjart, er bros pitt um daginn pað óvart sagði, hve blóð mitt í aðunum addi hart, og ást min d tungunni pagði. Þú mistirðllv'óld. Enpeir kossarpað kvðldl Mig kvaddi til lijsinspinn barnjjörgiandi. Þá lyjtust i óð okkar ðrlagatjöld; eg eygði pitt Ijósflug í salunnar landi. I andanum hejurðu óðstrengsins völd. Og alt sem ég prdi i Ijóðum að skrija, í augum pir óska' eg að lija« »Sem reiðinnar boð milli rikjanna flyzt á rajmagnsins vangjum tiljólksins skaða, pitt auga pað getur minn anda kyst með augnabliks dansandi hraða. Mínsdljyllistóm. Ogmínharpajarhljóm, er heyri tg s'óng pinn í gleðinnar dansi. An pín mundi visna og blikna hvert blóm, sem batt eg pér einni í vonanna kranzi. Mín auðna er háð pínum ðrlagadóm. Og eflist mittflug yfir lognmóksins bakka, eg veit hverri' eg pað d að pakka«. Nú eyðast i sdl hennar óróans ský, og yndislegt sólskin á vangann Jarist, og brosin pau verða svo blið og klý. — Nú blóðið af pörfinni arist. Eg loga aj prá. Og hún lœðist mir hjá, og Ijósið með varjarni hikandi slekkur. Með eldlit í kinnum og brosandi brá, ajbrennandilíjsprd íjangmír hún stekkur. Við finnum hve eðlispðrj holdsins er há. Við hugsum pað eitt. Nú er lifið aðfinna: I eðlinu dst vora' að tvinna. En ritt i pvi eðli vort ósk sína Jar, með afli á hurðinni barsmið dynur. Og hillingin eyðist pd helg og skar, og hðllin mín bgandi hrynur. — Sortnarmir sýn. Burtu' er vífmitt og vínl Og vordraumar hokisins við lijsbrunninn deyddir. »Eg hata pig tálkladda koldsaurga svin, sem hillingadraum minum UJssönnum eyddira. En bót er, að stjarnan mín brosandi skin. Og bregðistei von mín, viðfinnum i laurni pað sama, í dýrðlegri draumi. H. Hamar. Þetta kvæði er Jrumsmið höf- undarins. Sjálfur er H. Hamar maður kornungur (19 ára). Svo eru góð til- þrif í þessu fyrsta kvæði hans, að væntanlega má búast við mörgum góðkvæðum frá höf. hendi, er fram líða stundir. Ef til vill finst einhver- jum kvæðið nokkuð »erotiskt« — nokkuð djarft i ástalýsingunum, en þann veg er þeim þó farið, að engan ætti að hneyksla. -— Ritstj. Árangurinn varð vitaskuld enginn, fremur heldur en nú. En af þessu má sjá hve lítilli átt það nær að Kr. J. hafi meira gert fyrir sambandsmálið í Danmörku en B. J. Við þessum undirtektum Dana verð- ur ekkert gert að svo stöddu. En vitanlegt mál er það, að eigi vex sam- úðin milli þjóðanna við slíkar tiltektir af Dana hálfu. í bæjarstjórn á Akureyri voru kosnir í janúar: Stején SteJ- dnsson skólameistari og Bjarni Jóns- son, útbússtjóri. Meiðyrðamál. Björn Kristjánsson bankastj. höfðaði í vetur, svo sem kunnugt er, meið- yrðamál móti stjórnarblaðinu fyrir ýms- ar meiðandi árásir á sig sem banka- stjóra Landsbankans. Mál þetta var dæmt í undirrétti 1. þ. mán. Meiðyrðin dæmd dauð og ómerk og stjórnarblaðið dæmt í 100 kr. sekt auk málskostnaðar. Nordurljósið heitir nýjasta blað landsins og er það gefið út á Akureyri af Arthur Gook trúboða. Það er aðallega kristi- legt málgagn, — flytur myndir og er vandað að ytra frágangi.

x

Ísafold

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ísafold
https://timarit.is/publication/315

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.