Ísafold - 02.03.1912, Blaðsíða 2

Ísafold - 02.03.1912, Blaðsíða 2
44 IS AFOLD það, að vai nefndarmannanna er hið óheppilegasta sem orðið gat. Að þvi er hr. Schou snertir, þá er hann, eins og við allir vitum, fyrsti bankastjóri íslandsbanka og banki sá keppinautur Landsbankans. Hver hugs- andi maður hlýtur því strax að sjá og skynja, án nokkurrar frekari útskýr- ingar, hvílíkur voði það er fyrir vöxt og viðgang Landsbankans, að veita keppinaut hans, Islandsbanka, alveg óskoraðan rétt til þess út í æsar að kynna sér alt fyrirkomulag og við- skifti keppinauts sins, Landsbankans. Hr. Schou hlýtur auðvitað að vera það mjög ljúft verk, að takast þann starfa á hendur, sem miðar til þess þess að efla vöxt og viðgang stofn- unar þeirrar, sem hann stýrir, og koma á kné keppinaut sinum, slíkt er engum kaupsýslumanni láandi. Hitt er annað mál og hr. Schou al- veg óviðkomandi, hvern hag Lands- bankinn og islenzkir kaupsýslumenn kunna að hafa af því, að gera banka- stjóra útlends hlutafélagsbanka að nokkurs konar fjármálalegum yfirmats- manni á getu og efnahag íslendinga. Eg fyrir mitt leyti kann því illa, og býst við að margur verði á sömu skoðun. Að því er hinn rannsóknarmanninn, hr. yfirdómara Halld. Daníelsson snert- ir, þá finst mér það vera dálítið óvið- feldið, að gera hann sem meðdómanda í æðsta dómstól landsins »inhabilanc sem dómara, ef rannsóknin kynni að leiða til málshöfðunar á hendnr ákærða. Að vel athuguðu máli sé eg því ekki annað vænlegra, en að fundur þessi sendi stjórnarráðinu rökstudda áskor- un um að ónýta skipunarbréf hinna þegar skipuðu rannsóknarmanna, með tilmælum um, að aðrir verði skipaðir í þeirra stað. Sveinn Björnsson: Eg var einn þeirra mörgu manna, sem urðu stein- hissa, er fregnin barst út um það í gærkveldi, að skipuð væri ný rann- sóknarnefnd í þessu máli. Eg hafði heyrt, að bankastjórar Landsbankans hefðu kært gjaldkerann H. des. f. á. fyrir stjórnarráðinn fyrir mjög alvarlegar misfellur í bókfærslu og forvaxtareikningi, krafist frávikn- ingar hans og rannsóknar. Stjórnar- ráðið véfengdi skýrslu bankastjóranna, þessarra manna, sem bera ábyrgð á stjórn bankans, bera fulla ábyrgð orða sinna gagnvart stjórnarráðinu og eru reiðubúnir að leggja stöðu sina við, að þeir fari með rétt mál. Stjórnin þvingar bankastjórana til að taka við rannsókn tveggja manna á kæruatrið unum. Þeir rannsaka, hljóta viður- kenningu stjórnarinnar og gjaldkera fyrir óhlutdrægni. Þeir slá föstu, að alt sé rétt, sem bankastjórarnir hermdu. Samt er ekkert gert út af málinu, þótt stjórnin fengi dður en hún úr- skurðaði um fyrri kæruna nýja kæru frá bankastjórunum, sem sannreyndir eru fyrir stjórnarráðinu að trúverðug- leik í máli þessu, um misfellur gjald- kera á árinu 1910, sem námu tæpum 5 þúsundum króna. Stjórnarráðið dirfist samt enn að véfengja þessa menn. Það fær endurskoðendum bankans skýrsluna til álita; þeir bera hana saman við bækur bankans og alt reynist rétt hjá bankastjórunum. Það er þannig sannreynt af: 1. banka- stjórunum, 2. trúnaðarmönnum lands- stjórnar og bankastjórnar (fyrri rann- sóknarnefndinni), 3. endurskoðendum bankans (annar er trúnaðarmaður pinfrsins, hinn trúnaðarmaður stjórnar- innar), að gjaldkeri hefir gert sig sekan um misfellur, sem eru svo alvarlegar, að glæpur eru, ej gjaldkeri ber þá ábyrgð þeirra, svo sem refsilögin heimta til glæpa. Hér er því ekkert annað eftir en að rannsaka, hvort þessi ábyrgð gjaldkera sé fyrir hendi. Til þess er að eins ein lögleg og lögboðin leið: saka- málsrannsókn. Stjórnin varð að brjóta skyldu sína sem ákæruvald ef fara átti aðra leið. Svo kemur sem þruma úr heiðríkju þessi nýja rannsóknarmannaskipun. Hvað eiga svo þessir menn að rannsaka ? 1. Forvaxtareikning gjaldkerans frá I. júlí 1909 til 1. sept. 1911. Þessu er búið að rannsaka mikið af, svo sem frekast verður krafist. Stjórnarráðið hefir fengið staðfest af fyrri rannsókn- arnefndinni, að bankastjórarnir kunna að reikna forvexti. Það hefir fengið þetta sama staðfest af endurskoðend- um. Þessi rannsókn hlýtur þvi að vera markleysufyrirsláttur. 2. Þá á að rannsaka, »hve mikið starf hefir verið lagt á hann (n: gjald- kerann), hvort hann hafi fengið nægi- lega aðstoð til að framkvæma starfið«. Stjórnin veit, að gjaldkeri er með- limur ait að 40 félaga (sbr. »Óðinn«, júlí 1911), í stjórn eða endurskoðandi flestra þeirra, hefir t. d. verið í fram- kvæmdarnefnd Stórstúkunnar, mið- stjórn Heimastjórnarflokksins, stjórn félagsins »Fram«, alt störf, sem leggja mikla vinnu á herðar; haun hefir þrá- sinnis boðið sig fram til þings, og loks setið i bæjarstjórn síðustu 20 árin, og látið kjósa sig, og það nú SÍðast í þessum mánuði, í ýmsar erfiðar nefndir í bæjarstjórn. Hverjum manni getur nú dottið í hug, að of mikið starf hafi getað verið lagt á þennan mann í bankanum? Hann á Jyrst og Jremst að gæta embættis síns; hitt alt getur hann ekki haft á hendi, nema tnjög litið starf sé á hann lagt í bank- anum. Hvort hann hafi fengið nægilega aðstoð? Bankastjórarnir voru spurðir þessari spurningu, meðan fyrri rann- sóknin stóð yfir. Þeir svöruðu, að gjaldkerinn hafi dvalt Jengið alla pd aðstoð, sem hann óskaði. Þetta svar er óvéfengt af gjaldkera og öðrum. Um þetta atriði hlýtur því einnig rannsókn þessi að vera markleysa. 3. Loks á að rannsaka, »hvernig eftirliti hafi verið farið af bankastjórn- arinnar hálfu«. Óneitanlega undarlega valinn tími til slíkrar rannsóknar, ein- rnitt þegar bankastjórarnir hafa tneð góðu eftirliti komið upp svo alvarleg- um misfellum í bankanum. Rannsókn þessi getur varla verið skipuð til þess að komast fyrir hið sanna um sekt gjaldkera, heldur annað hvort til að leita gjaldkera málsbóta, eða finna átyllu til að láta bankastjór- ana á einhvern hátt gjalda þess, að þeir hafa gegnt skyldu sinnar. Hverjir eru svo valdir til þessarar merkilegu rannsóknar? Einn aj yfirdómurunum. Aður er búið að flækja annan yfirdómarann sem nú er, Eggert Briem, við málið. Hér eru því tveir yfidómarar, sem eigi geta dæmt um mál þetta, er til yfir- dóms kemur. Sjálfur ráðherrann mun ætla sér aftur háyfirdómarasessinn, er hann sleppir embætti. Er málið kemur til yfirdóms, á því stjórnin, ejtir að hafa fjallað um málið umboðsleiðina, að skipa dómara til að dæma i því. Þessar hneykslisafleiðingar hefðu einar átt að nægja til þess, að stjórniu skip- aði ekki Halldór Daníelsson í þessa nefnd, og til þess að hann tæki ekki starfann að sér. Hinn er aðalbankastjóri keppinauts- bankans. Eg tel víst, að þó leitað hefði verið með logandi Ijósi meðal allra þeirra 85 þúsund sálna, sem Island byggja, hefði verið örðugt að fá óheppi- legri mann til þessa starfa — vegna stöðu þeirrar, sem hann skipar. Og sé rétt hermt það, sem sagt er um dugnað Schous bankastjóra í kaupsýslu, getur ekki hjá því farið, að hann við rannsókn sína taki eftir hlutum, sem koma megi honum að gagni við stjórn hans á sínum banka, en getur þá jafnframt orðið Lands- bankanum að tjóni. SjdlJ skipun þessarar nefndar er óhæfa. Rannsóknin markleysa. Það er óhæfa, að skipa pessa menn í nefndina. Það hefir verið kyrð um þetta mál hingað til. Andstæðingar stjórnarinnar hafa sýnt hennimeiri þolinmæðienhún á skilið. En með þessu síðasta er soðið upp úr pottinum. Nú er skylda almenn- ings að taka í taumana og sýna stjórn- inni, að vér þolum eigi orðalaust að traðkað sé allri réttvísí og réttlæti í landinu. Bankastjórarnir, sakborningur og allur almenningur — allir eiga heimt- ing á, aó mál þetta sé látið ganga lög- boðna leið, sem öll önnur slík mál, sakarndlsrannsóknar-leiðina. Þorsteinn Erlingsson. Það hefir verið skorað á mig að tala hér nokk- ur orð frá sjónarmiði Landvarnar- manna, eða svo sem formaður Land- varnarfélagsins, og til þess að verða við þeim tilmælum, skal eg minnast á það með nokkurum orðum, hversu málið horfir við frá almenningi. Mál þetta er að verða mjög ískyggi- legt i augum manna. Utn það hefir nú gengið margs konar orðasveimur hátt á 3. mánuð og menn ekkert fengið að vita með sannindum, en allir barmafullir af dylgjum og grun. Ekkert æsir jafnmikið tortrygnina, óróann og óttann eins og þessi stein- þögn. Allir vita, að hér er eitthvað, en þegar rnenn fá ekkert að vita um þetta eitthvað, verða þeir að smíða sér það sjálfir, og gera það, og geta auðvitað engu síður rangt til en rétt, eins og gengur fyrir oss öllum. En þessi þögn hefir haft hér alveg ótrúlega vond áhrif, svo að eg hygg, að ekkert blaðaníð hafi orðið almenn- ingi geigvænlegra en þetta þagnarfarg. Og þetta er skiljanlegt. Menn hafa vanist því árin undan- farið, að flokkarnir tæki hverja saur- ögn, með báðum höndum, sem þeir náðu í, eins og það væri guðsgjöf eða gimsteinn, drýgðu hana og hrærðu á allar lundir og smyrðu henni á alt, sem von var á, að einhver skítur gæti tollað við og oft alt, sem í varð náð. Nú var hvíslað um svo alvarlegt ástand i Landsbankanum, að féhirðir dragi sér af bankans fé 4—5 þús. kr. á ári ofati á 6—7 þús. kr. laun, og það sumpart með því að breyta rétt- um tölum í rangar í dálkunum í kassabókinni áður lagt væri saman. Og skiftavinir bankans þá eðlilega ekki tryggir um það, að ekki kunni eitthvað að reiknast af þeint, eins og komið kvað hafa fyrir, þótt ekki væri með vilja. Þetta var sagt, að bankastjórar kærði fyrir ráðherra og færi fram á, að féhirði væri vikið frá og athafnir hans rannsakaðar. í stað þess að senda góðan mann úr stjórnarráðinu til þess að líta á þetta með banka- stjórunum, ef þess hefði verið talin þörf, og skipa svo fyrir lögreglurann- sókn, eins og mönnum þótti eðlileg- ast, þá skipar stjórnarráðið mann til að líta á þetta, með öðrum manni, sem bankastjórunum er gefinn kostur á að velja, og í samvinnu við féhirði, en leyfir að eins rannsókn á síðustu þremur mánuðunum og telur móðgun við stjórnarráðið, að bankastjórarnir haldi þá áfram að rannsaka bækur bankans á eigin spýtur, en þeir telji beina embættisskyldu sína að rann- saka svo alvarlegar misfellur, eins og margir munu þeim sammála um. Þessir rannsóknarmenn verða sam- mála um það, að þessi kæra banka- stjóranna sé á rökum bygð. En lögreglurannsókn er ekki hafin. I stað þess er málið og framhalds- kæra bankastjóranna borin undir end- urskoðendur bankans. Þeir verða enn sammála um, að seinni kæran sé rétt líka. Rannsókn er enn ekki hafin, heldur tekinn einn yfirdómarinn og svo Schou bankastjóri til að segja álit sitt um þetta mál enn þá. Af allri aðferðinni og af því að nefndarfulltrúi stjórnarráðsins á að vera í samvinnu við Halldór féhirði og svo af því, að stjórnarráðið tekur gildar kvittanir féhirðis, án þess að grenslast eftir, hvort þær geti að nokkuru staðist við bankabækurnar^ af þessu fengu margir menn þá hug- mynd, að alt þetta rannsóknarbrask væri í rauninni gert, ekki á féhirði heldur á bankastjórana til þess að finna höggstað á þeim og menn töl- uðu hátt um það hér um allan bæinn, að ekki ætti að hætta fyrri en ein- hver ástæða fengist til þess að víkja þeim frá eða setja þá af. Um þetta var hvíslað, jafnvel talað hátt um allan bæinn. Menn fullyrða, að þetta sé alt satt og segjast hafa það beint frá mönnum úr stjórnar- ráðinu og nánustu venslamönnum þeirra. Svona flaug kvitturinn, svona herjaði uggurinn og óróinn. Alt var í óvissu. Hvar á þetta alt að lenda? spurðu menn. A nú að þagga og bæla allan ósóma og refsa þeim, sem við hon- um hreyfa? Er ísafold mútað? Er Landvörn hrædd? Eða flokkarnir? Hafið þið gleymt silfurbergsmálinu og öllu öðru? Haldið þið að þeim, sem því máli komu á gang, yrði ekki rnatur úr öðru eins og þessu? fafnvel góðir Heimastjórnarmenn spyrja og storka. Eg vorkenni þetta og skil það. Alt útlitið er illilegt, en þögnin er engu síður skiljanleg. Það fýsir engan okkar til að breiða út illkynjaðar sögur um núverandi fé- hiiði eða leiða ólán yfir gamlan kunn- ingja og skólabróður og sannanir eða ósannanir eru ekki við hendina, þar sem bankastjórarnir telja sér skylt að steiuþegja til þess er öll rannsókn sé á enda, til þess að trufla í engu að- gerðir stjórnarráðsins og eins er með alla rannsóknarmennina. Það voru og engin opinber gögn fram komin, svo að ekki mætti vona, að þessu máli yrði til lykta ráðið á einhvern hátt vandalaust fyrir alla aðila. Menn -fýsir og ekki sérlega slíkrar farar, sem Lögrétta fór í silfurbergsmálinu. Þetta mátti enn vona í fyrradag. En í gær skellur yfir demban, svo að öll hlóð flóa. Eg varð steinhissa. Slík undur hafa mín eyru aldrei heyrt í Reykjavík og hefir þó sitt af hverju flogið fyrir þau. Gamlir og tryggir Heimastjórnar- menn og traustustu Sjálfstæðismenn eru jafnæfir. Úthúða ráðherra og stjórnarráðinu ýmist í bezta bróðerni eða hvorir við sína sala og ragna og formæla bæði á dönsku og íslenzku. Orðin hermi eg ekki, þótt eg myndi þau, en inntakið var þetta: Schou bankastj., keppinautur Lands- bankans, er settur til að gramsa í bókum hans. Þar á hann að skoða hagi okkar og vega okkur á vog sina, sjá hverir eru í báðum bönkunum, velja úr skiftavinunum o. s. frv. Auk þess er þetta hatursmaður annars banka- stjórans eða beggja. Eg vissi að Schou bankastjóri var hér illa þokkaður af mörgum, en svo magnaðan óþokka vissi eg ekki, að almenningur hefði á honum eins og eg hefi heyrt i gær- kveldi og i dag. Mér finst menn vænta alls af honum, nemagóðs. Eg þekki manninn ekkert, eg nefi aldrei talað orð við hann, en að sjá hann vekur ekki traust, það játa eg. En svo er annað og ekki betra. Það áaðgera yfirdóminn »inhabílan«, segja menn. Fyrst er Eggert tekinn og nú Halldór. Þetta er ekki tilvilj- un, segja þeir. Stjórnin tryggir sér það, að geta sett slna trúa þjóna í yfirdóminn 2, svo hún sé þar vís um tneiri hluta og ef það er þolað nú átölulaust geturhún beitt slíku i hverju máli, þar sem henni þykir nokkru skifta. Hér níðist niður alt traust á réttvísi í landinu. Traustið mátti ekkert missa áður, en þetta riður um þverbak. Menn eru afaróróir, hryggir og sárreiðir og mönnum hrutu í gremjunni þau óráðs- orð, að hér væri ekkert annað að gera en beita valdi, ef um þetta væri þagað og hvergi kæmi hjálp að. Við þessar aðfarir væri ólifandi, hvað sem á eftir kæmi. Þótt nú nærri liggi margar aðrar ástæður en þær, að ráðherra velji Schou til þessa verks af því hann er keppi- nautur bankans og hatursmaður banka stjóra eða velji Halldór yfirdómara, til þess að geta sett aðra menn í yfir- dóminn til að dærna þetta mál. sem efalaust kemur þangað i einhverri mynd, þá er vorkunn þó rnenn hugsi svo og tali. Stjórnarráðið getur ekki búist við að menn hugsi öðruvísi. En þar sem menn geta með engu móti séð neina þörf þessarar síðustu rann- sóknar og allir flokkar eru jafnsárir út úr henni, þá væri það i alla staði hyggilegt af stjórnarráðinu að láta að rninsta kosti aðra menn framkvæma hana. Það væri heppilegt vegna bankaus, vegna yfirdómsins, og nauðsynlegt vegna almennings. Það er nauðsyn að lægja þennan ótta og óróa og veikja ekki traustið á dómendum, það má ekkert missa hér i Reykjavík nú og ekki á yfirdóminum heldur. Féhirði bankans væri tæplega annað betur gert en að láta réttarrannsókn fara fram. Um hann fara nú eflaust ýktar og ósannar sögur bæði hér um bæinn og úti um landið og þessar rannsóknir geta ómögulega losað hatin við þann blett, sem orðrómurinn er búinn að setja á hann. Allra málsaðila vegna geiði ráðherra það vel og hyggilega, ef hann breytti þessari siðustu tilskipun. JÚIÍU8 Halldór88on læknir bar mjög af gjaldkera. Engin sönnun og ekki einu sinni grunur um að hann hafi dregið sér fé af bankanum. Þess vegna engin ástæða — jafnvel rangt af stjórn- arráði,ef það skipaði sakamálsrannsókn, er svo stæði á. Mótmælti yfirleitt hverju atriði málsins, eins þeim sem eru skjallega sönnuð og játuð af gjald- kera og staðfest af öllum þeim, er um málið hafa fjallað (öðrum en landsstjórn- inni) I Árni Arnason frá Höfðahólum and- mælti Júlíusi kröftuglega. Stjórnin hefði blátt áfram verið skyldug að láta sakamálsrannsókn fara fram. Það eitt dugði til að leiða hið rétta i ljós: sýknu eða sekt bankagjaldkerans. Skipun Schou bankastjóra í rannsókn- arnefnd vítti hann harðlega, kallaði þjóðarsvívirðing að setja Landsbank- ann, þjóðstofnunina, undir eftirlit og rannsókn keppinautsins. í útlöndum mundi það hljóða svo, að þjóðbanki okkar væri settur undir eftirlit og yfir- umsjón dansks banka, er hér sé. Ráð- stöfunin jafn-vítaverð frá sjónarmiði hinna einstöku viðskiftamanna bank- ans, að gefa þessum bankastjóra kost á að hnýsast í fjárhagsástæður skifta- vinanna, hagnýta það síðan eftir geð- þótta, sér og sinum banka i hag, en hinum bankanum og viðskiftamönn- um til óþurftar. Vildi að fundurinn heimtaði, að nefndarskipun þessi væri tafarlaust afturkölluð, eða að stjórnin legði niður völd sín að öðrum kosti. Benedikt Sveinsson sagði, að tið- indi þau, er nú væri að gerast hér í landi, væri líkari lygasögum, en sönn- um atburðum. Stjórnin hefði með nefndarskipun sinni kórónað öll af- glöp, sem sjilf hún hefði aðhafst og dæmi væri til í landinu. YJirbanka- stjóra Íslandsbanka væri veittur að- gangur að öllum bókum og skjölum Landsbankans, þvi að það væri sjálfs hans að ákveða, hvað hann þyrfti að yfirlíta til þess að kynna sér málið til hlítar. Þessum manni fengi stjórnin vald til að spyrja keppinauta sína spjörunum úr, og gefa honum tæki- færi til að kynna sér alt fyrirkomulag bankans, fá yfirlit yfir viðskifti hans utanlands og innan, skoða hag ein- stakra manna, fá nöfn á erlendum viðskiftavinum og samböndum bank- ans osfrv. Þetta væri bankanum veru- lega hættulegt, auk þess sem það hiyti stórum að rýra álit hans erlendis, er hljóðbært yrði, að þjóðbankinn væri þannig lagður undir rannsókn for- mannsins í íslandsbanka. Hversvegna grípur stjórnin til þessa bragðs ? Er nokkur skynsamleg ástæða til þess? Fjarri því! Maðurinn er talinn »bankafróður«, en það er lé- legur fyrirsláttur. Nógir aðrir banka- fróðir menn til, eða veit stjórnin ekki betur en Schou sé sá eini? En hvað vill stjórnin láta rannsaka? Málið er ofureinfalt. Umræddar bæk- ur bankans bera það með sér, að þar er: skrifað ofan í tölur, breytt úr rétt- um í rangar; of lágt tilgreindir vextir af all- mörgum vixlum; vexti af mörgum víxlum vantar alveg; samlagningarvillur eiga sér stað. Þetra hafa bankastjórarnir kært til landstjórnarinnar, þetta hafa trúnaðar- menn stjórnarinnar og bankans (Þ. Þ. og G. Sv.) staðfest og endursk^ðend- ur bankans bafa einnig gengið úr skugga um þetta. Bækurnar sjálfar segja til. Galdurinn er að kunna að lesa töl- ur og að reiktia út vexti af víxlum. Hafa ekki þessir rnenn kunnað það? Til hvers er stjórnin að leiða asnann inn í herbúðirnar? Hér er allsendis að ástæðulansu skæðasti keppinautur bankans, erlend- ur kaupsýslumaður og vitanlegur hat- ursmaður antaars bankastjórans að minsta kosti, leiddur af sjálfri lands- stjórninni inn í þessa þjóðarstofnun og leyft að blaða í skjölum bankans eins og honum sýnist. Einhver kann nú að bera þetta sam- an við það, þegar Landmandsbankinn sendi hingað tvo bankastjóra að Hta á hag Landsbankans í árslok 1909. En þar var alt öðru máli að gegna: Hagur landsbankans var þá því mið- ur ekki betri en svo, að hann skuld- aði Landmandsbankanum stórfé. Þessi gamli viðskiftavinur landsbankans þótt- ist þvi knúður til að fá að ganga úr skugga um hag skuldunauts síns og skiptavinar og varð að samkomulagi, að hann léti trúnaðarmenn sína at- huga hag bankans »prívat«, aðeins jyrir sig. Þar var um »prívat« raunsókn lán- ardroftins og skiftavinar að ræða, Hér er skæðasti keppinautur stofn- unarinnar og fjandmaður bankastjóra sendur til opinberrar rannsóknar — af hendi landstjórnarinnarl Ókunnugir mundu búast við, að hlut- aðeigandiværisá »takt«-maður að verða ekki við glapráði stjórnarinnar, cn »kaupsýslu«-eðlið hefir orðið ríkara, keppinautnum þótt bjóðast mjög ijúft og kærkomið verk. Ekki væri auðvelt að sjá, hvað stjórninni gengi til að taka dómara úr landsyfirdómnum í þessa nefnd, nema henni væri áhugamál að geta sjálf til- nefnt tvo dómendur í yfirdóminn ef hann fjallaði um þetta mál. Ttl þess að lesa tölur og reikna forvexti þyrfti ekki dómara úr landsyfirrétti, og ekki heldur til að rannsaka, hvort bankasfjórnin hefði ofhlaðið störfum á gjaldkerann, sem stjórnin sýndist setja í samband við heilsubilun gjald- kerans. Til rannsóknar urn slikt hefði þá legið nær að stjórnin hefði skipað hxkni t nefndina heldur en 1'ógjra.ðing eða yfirdómara! Að endingu sagði hann, að þetta mál væri ekkert flokksmál. Enginn réttsýnn maður gæti þolað, að traðkað væri svo á dýrmætri þjóðarstofnun, sem hér væri gert með hneykslis að- förum stjórnarinnar, og heimastjórnar- menn margir hefðu hingað til borið hag Lmdsbankans fyrir brjóstí Og mundu vera sams hugar enn, svo að þeir mundu ekki frernur en aðrir láta á sér standa nú að taka til öruggra úrræða til þess að afstýra frek- ara hneyksli. Þórður Sveinsson læknir átaldt mjög skipun Schous. Hann væri á engan hátt hæfari til þessarar rannsóknar en þeir 4 menn (auk bankastjóra), sem þegar hafa rannsakað málið og alt borið saman í öllum atriðum, er nokkuru varða. Hér ekki um annað að tefla en að reikna vexti af víxlum, svo og að meta starfsþol gjaldkera og hvort því hafi ekki verið otboðið. En hvaða hæfileika hefir hann til að dæma um slíka hluti — öðrunt fremur? Ef ólag væri í verzluninni Edinborg, þá ætti eftir þessum bókum að fá yfir- menn Miljónarfélagsins til að dæma um það I Yms slík dæmi færði hann til samlíkingar. Eða hvernig mundi Schou hafa fallið, ef bankastjórar Landsbankans ættu að fá leyfi til að hnýsast í öll skjöl íslandsbanka og meðal annars fá að sjá, að íslandsbanki láni, að því að sagter, sumum 7j°/0eða meira út áhluta- bréf bankans um leið og keypt eru. Það er sama sem, að hlutafé bank- ans minki að sama skapi. Dæmi: Ef hlutafé bankans ætti að vera 200,000 kr., og menn keyptu hlutabréf fyrir 100,000 kr. og borg uðu þnu inn, en þdn> (100,000 kr.) verði svo bankinn til að lána öðrum til þess að kaupa hin og segðist svo hafa 200,000 kr. hlutafé. Hlutaféð sem á að vera innlánseig- endum og öðrum skuldheimtumönn- um bankans trygging innieignar þeirra og handhöfum seðlanna trygging ásamt gullforðanum fyrir gildi þeirta. Ófyrirgefanlegt af stjórninni, að skipa pennan rnann til rannsóknarinn- ar og frekleg óhceja af honum, að tak- ast það starf á hendur. Gisli Sveinsson mótmælti kröftug- lega ræðu J. H. læknis. Taldi full- sannað, að misfellur ætti sér stað hjá gjaldkera. Hitt ekki upplýst enn,

x

Ísafold

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ísafold
https://timarit.is/publication/315

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.