Ísafold - 13.03.1912, Blaðsíða 2

Ísafold - 13.03.1912, Blaðsíða 2
56 ISAFOLD J. 01. og bankahneykslið. Herra ritstjóri! Má eg tina upp fáein gullkorn tir málgagni sannsöglinnar á laugardaginn var. Mér finst að fleiri þurfi að veita þeim athygli en þeir einir, sem lesa Reykjavíkina. jón Ólafsson segir frá með venju- legri ást á sannleikanum. Hann verður að játa að bankastjór- arnir hafi bókað tillögu sína um, að gjaldkera iandsbankans væri vikið frá út af kæru þeirri hinni fyrri, er þeir sendu landsstjórninni og þeir krafist rannsóknar (vitanlega á kæruatriðun- um fyrst um sinn). Náttúrlega sendu þeir landsstjórninni þessa kröfu sína. Samt sem áður vill j. Ó. koma þeim skilningi inn hjá fólki, að 3 mánaða forvaxtarannsóknin, sem aðeins náði til fárra kæruatriðanna, hafi verið gerð með samþykki og að ljúfum vilja bankastjóranna. Allir vita þó nú að þessi takmörkun á þeirri rannsókn varð aðeins fyrir það, að stjórnarráðið skipaði fyrir, að svo skyldi vera. Þetta var fyrsta óheillaspor stjórnarinnar út af réttri leið í þessu alkunna hueyksl- ismáli. * * J. Ó. segir um þá rannsóknarmenn- ina, Þorstein Þorsteinsson og Gísla Sveinsson, að þeir »létu ekki uppi álit sitt um neina sviksemi«. Mér finst það ekki svo stórfurðulegt, að þeir eigi létu neitt í ljósi um þetta hvorki til né frá, ef það er satt, sem altalað er, að mönnunum hafi, með bréfi stjórnarráðsins verið óbein- línis bannað að kveða upp nokkurn dóm um sekt eða sýknu gjaldkerans. Stjórnarráðið átti að kveða upp dóminn eftir skýrslu rannsóknarmannanna og það gerði það líka — á sina vísu. Al- þýða manna hefir séð þessa skýrslu í ísafold og hún hefir einnig kveðið upp dóminn — líka á sína vísu. * * * Þá segir J. Ó.: »Síðari kæran mun hafa borist stjórnarráðinu eftir að það hafði afráðið þetta« (0: að tilkynna bankastjórunum, að það fyndi ekki ástæðu til að gera frekara út af fyrri kærunni, sem ekki hafði verið rann- sökuð nema að örlitlu leyti), »en 3 —4 dögum áður en bréfið fór til bankastjórnarinnar«. Þetta siðara at- riði er sannanleg ósannindi. Síðari kæra bankastjórnarinnar kom til stjórn arráðsins sama daginn sem skýrsla þeirra Þorsteins og Gisla. Sé það hinsvegar satt sagt af J. Ó., að stjórn- arráðið hafi verið búið að afráða sýkn- un gjaldkerans, áður en það fékk síð- ari kæruna, þá hefir það lika verið búið að afráða hana áður en pað jékk skýrslu peirra Þorsteins oq Gísla. Og úr þvi J. Ó. segir þetta, verða menn líklega að taka það trúanlegt, þótt það sé fremur óvenjulegt, að stjórnar- völd úrskurði um málin áður en þau sjá málsskjölin. * * * J. Ó. játar það fyrir sina hönd og nánustu flokksbræðra sinna, að ekkert sé »aðfinningarvert« við gerðir ráð- herra til þessa, þar á meðal í þessu þjóðfræga hneykslismáli. Samt sem áður er honum fjarska ant um að koma ábyrgðinni á þessu siðasta stjórn- arhneykslinu af sjálfum sér og nán- ustu flokksbræðrum. Hvernig sem hann reynir, þá tekst honum það ekki.AUir vita, að það voru heimastjórnarforingjarnir, sem gerðu Kristján Jónsson aðráðherra, þrátt fyrir alt það stórhneyksli, er komist hafði uppum gömlu bankastjórn ina, þrátt fyrir það, að óvilhallir menn höfðu kveðið upp þann dóm, að frá- vikning gömlu bankastjórnarinnar hefði verið bráðnauðsynleg, svo að bankinn sykki ekki enn dýpra niður í fenið, þrátt fyrir víxlahvarfið al- ræmda, og þrátt fyrir 400,000 kr. tapið o. s. frv.. o. s. frv. Allir vita, að Kr. J. hefir síðan verið nauðavilja- lítið verkfæri í hendi þessarra manna. Allir í þessum bæ að minsta kosti, vita það, að Kr. J. hefir farið eftir til- lögum og ráðleggingum þessarra heima- stjórnarforingja í gjaldkeramálinu. Það tjáir lítið fyrir J. Ó. að vitna til þess, að Kr. J. sé sjálfur ekki vanda- bundinn gjaldkeranum. Hvort það sé satt út af fyrir sig, á það skal eg ekki leggja neinn dóm að þessu sinni, en hitt veit eg, að gjaldkerinn var og er vandabundinn heimastj órnarforingj un- um. Hann sat með þeim og situr enn í miðstjórn flokksins, hann hefir verið þingmannsefni flokksins, hvað eftirann- að, og auk þess einn af helztu fjárstuðn- ingsmönnum flokksins. Það ersjálfur gjaldkerinn og aðrir foringjar heima- stjórnarflokksins, sem hafa stjórnaðgerð um ráðherra í þessu máli sem öðrum, siðan hann tók við völdum. Þeir hafa klint á hann laga-ábyrgðinni af stjórn- arfarinu, en. sjálfir bera þeir mestan hluta siðferðislegu ábyrgðarinnar. Kr. J. er verkfæri heimastjórnarfor- ingjanna. Abyrgðina á þvi verkfæri verða þeir sjálfir að bera, því það eru engir aðrir en þeir sjálfir, sem með það fara. Hver sérstakur flokksmaður ber aft- ur ábyrgðina á þvi, hvort hann vill lengur fylgja slikum foringjum. Kunnugur. Kátlegur viðrinisháttur. Ekki stendur til, að Niðurjöfnunar- skráin reykvíska haö mikið bókmenta- legt gildi. En ekki er uggvant um, að svo geti farið ef, ef með henni tekst að koma á þeim stórhneykslis- viðrinishætti, að raða nöfnum manna eftir föðurnafni þeirra. Öllum mönnum, körlum og kon- um, hverju nafni sem heita, ' er þá haugað saman í eina dembu, við staf- inn, sem föðurnafn þeirra byrjar á. Byrji föðurnafn þess á /, stendur það alt í J-unum í skránni. Jónssynir eru 223 í niðurjöfnunar- skránni 1912, og fónsdætur 119. Það er skárri þvagan, og full vor- kunn, þótt mönnum finnist seinlegt og örðugt að botna í því. í stað þess, að fjölmennasta skírnarnafn Jónsson- anna, Guðmundur, er að eins 22. Nafni Ara fróða stoðar þá ekki að leita að eftirieiðis eða síðarmeir, þeg- ar þetta er orðið að reglu, í flokk þeirra nafna, er byrja á A, heldur þeirra, er hafa Þ að upphafsstaf. Þar mun þá standa eftirleiðis í öllum re- gistrum aftan við fornsögubækur eða íslandssögur: Þorgilsson Ari hinn fróði. Það hljóta þeir, sem kunna ekki þessa nýju fræði, að lesa svo, sem skírnarnafn þess manns hafi verið Þor- gilsson, og Ari viðurnefni. Ekki finst Snorri goði heldur neins- staðar í 5-unum í slíkum registrum, heldur í Þ-unum, með þessum orð- um: Þorgrímsson Snorri, með viður- nefninu goði. Snorra Sturlusyni reiðir í við skár af, með því að skírnarnafn og föður- nafn hans byrja bæði á 5. Hugsum oss, að einhver ætli að leita í einhverri íslandssögu að Skúla Magnússyni. Hann tekst honum því að eins að finna, að hann fletti upp Aí-unum: Magnússon Skúli landfógeti. Og helzt þyrfti þá að breyta um leið nafni hans þar sem hann er nefndur t. d. í kveðskap, svo sem í Rímunni af Skúla fógeta, snildarljóðunum frægu eftir Grím Thomsen. Þar má ekki kveða þá: Hann Skúli fógeti á farinu var, ferðunum Hafnar vanur, heldur : Hann Magnússon fógeti á farinu var o.s.frv. Og ekki: Til háseta kallaði Skúli snjalt, heldur: Til háseta kallaði Magnússon snjalt: Skriðið þið fram úr bælurn, heitt er víti, þótt hér sé kalt, og hættið þið öllum skælum Sagan segir, að þessi nýlunda sé sprottin upp hér í pósthúsinu, með því að þar muu vera siður að raða öllum bréfum eftir föðurnöfnum, í samræmi við hagfelda milliþjóðatízku í því atriði. En þar er sannarlega ekki mikill skyldleiki i milli. Nei. Hér mun raunar vera um að tefla hádanskt apaspil eða útlent, sem kemur fram meðal annars í því, að sníða burt úr stafrófi voru það, sem er ólikt eða óalgengt i öðrum nor- rænum stafrófum, svo sem é, í, ó, ú, z, og þá með tímanum p og ð, rita ekki é heldur je, ekki z, heldur tómt s, ts, ds o. s. frv. »Dependera af þeim dönsku«, eins í þessu sem öðru. Hvað á þetta undirtyllu-þjóðkríli að vera að monta með stærri (lengra) stafróf en miklu meiri háttar þjóðin? hugsa þeir eða segja, i tilhlýðilegri undirgefni. Þegar Þ-ið er horfið, verður að leita að Ara Þorgilssyni í f-unum : Thorgilsson eða Thorgilson Ari, og Thorgrimson Snorri. (.1, þvílik framförl B. J. Kolaverkfallið erl. Einkasímskeyti hafa komið hingað til bæjarins um, að eigi lendi við kolaverkfall í Bretlandi einu, heldur sé þegar hafið kolaverkfall í Þýzka- landi og eigi að vita nema Frakkland reki lestina. ---—. — Frá gjaldkeramáliim. Einkennilegur dráttur virðist vera á því, að hafin verði sakamáls- eða róttar- rannsókn sú i gjaldkeramálinu, sem getið var um í síðasta blaði, að stæði til. Það hefir að vísu heyrst, að búið só að »senda« málið til bæjarfógeta, — en hins vegar só óvíst, hvort hann vilji taka það að sér! Varast er að gefa Landsbanka- stjórunum nokkuð »til vitundar« um gang málsins, — »s v a r i ð«, sem þeir fyrir mánuði liðnum áttu að fá »i n n a n fárra d a g a«, er ókomið enn. Einna einkennilegast er þó, að ekki fréttist neitt um það, að gjaldkeranum só vikið frá stöðu sinni um stundarsakir, þó sakamálsrannsókn sé komin á stað í máli haus. Sá er nú gegnir starfinu, gerir það á hans — gjaldkerans — á b y r g ð. Ef til vill eiga menn að fá að njóta þeirrar merkilegu sjónar áfram — meðan dómarinn er að fjalla um málið! Fæst kemur mönnum á óvart nú úr landsstjórnar-áttinni! Vonzkan. Það, sem einkennir skrif og ummæli »heimastjórnarblaðanna« og ráðherrablaðsins »Ingólfs« um gjaldkera- málið, er öllu öðru fremur vonzkan — i 1 s k a n — út af því, að Lands- bankastjórarnir skyldu komast að mis- fellum gjaldkerans og kæra yfir þeim. Út úr hverri línu, sem blöð þessi flytja um þetta mál, skín þessi ilska ljóslega, bak við hverja setningu er sem heyrist sjóða og vella þessi vonzka, sem allri heilbrigðri skynsemi hl/tur að virðast óskiljanleg. Því spyrja menn og spyrja, sjálfa sig og aðra : Hversvegna ilskast þessi blöð svona út úr þessum hlut? í glerhúsi. Hissa urðu margir, er þeir sáu þær ofsafengnu og rakalausu árásir, sem »Lögrétta« gerir á Lands- bankastjórana — aðallega í sambandi við gjaldkeramálið. Og hissa hafa margir orðið að heyra þau fítonsorð, sem höfð eru eftir, og þá reiðiathafna-löngun, sem maður segir rnauni, að ríki hjá heima- stjórnarhöfðingjunum sumum — vegna gjaldkeramálsins. Menn eru hissa á þeirri ofdirfsku, að þeir skuli velja þenna tíma til ofsókna. Mönnum þykir það sem sé ávalt ein- "kennilegt, að þeirfariaðkasta grjóti, sem búa í glerhúsi! Skjöl og skilríki. í s a f o 1 d fór fram á það nýverið við stjórnarráðið að fá að sjá sk/rslu þeirra Halldórs Daníels- sonar og Sehou bankastjóra — til stjóru- arráðsins, annaðhvort til birtingar — eða til að segja frá aðalatriðunum — e ð a til þess eins að fá aukinn skilning á gangi málsins — en án þess að birta neitt. — En svarið frá stjórnarráðinu var: belnt afsvar. Ráðherrablaðið síðasta hefir með- ferðis langa grein um gjaldkeramálið og reynir auðvitað að bera blak af ráðherra — en tekst það eigi betur en vænta má, er slíkan málsstað skal verja. Að þessu sinni skal eigi farið neitt út í einstök atriði þessa langa vefs — að elns bent á, hversu fáránlegt það er, sem ráðherrablaðið er að hjala um, að með róttarrannsókninni sóu framkvæmd- arstjórar bankans væntanlega komnir að sínu langþráða takmarki. Það er eins og hór eigi bankastjórarnir einir í hlut um þetta mál — eins og hór só að eins um að tefla einhverja sórstaka löngun hjá þeim til að koma gjaldkeranum undir sakamáls- kæru — eins og þetta mál snerti þá eina. Sannleikurinn er sá, að bankastjór- arnir hafa gert það eitt í þessu máli, sem samvizkusömum embættismönnum hlýddi — það eitt, sem var þeirra ský- laus skylda — en vítavert, ef lagst hefðu undir höfuð. Eins og þetta mál lá fyrir, hlaut það að vera »langþráð takmark« frá r ó 11- lætisins sjónarmiði, að róttar- rannsókn yrði þegar skipuð — svo að bert mætti verða, hver ábyrgð hvílir á gjaldkera — en drátturinn á því víta- verður — enda sá dráttur ekki sízt, Bem komið hefir á stað hinum aivarlegu mótmælum gegn atferli stjórnarinnar. Nýtt tímarit í vændum. Fáist nægilega margir áskrifendur, hefir Einar Hjörleifsson skáld í hyggju á þessu ári að stofna nýtt timarit, á stærð við Skírni, er kæmi út 4 sinn- um á ári. Hann hugsar sér, að í riti því verði kostur á, eftir því sem rúm leyfir, að ræða mál á öllum svæðum þjóðlífs vors, en að þess verði gætt, að ritið verði ekkert flokksmálgagn. Sögu eða sögukafla hugsar hann sér í hverju hefti, að svo miklu leyti, sem því verður við komið og eins fögur kvæði. Og sérstaka stund ætlar hann á það leggja, að ritið fræði menn um sem mest af því, sem bezt er hugsað og mesta eftirtekt vekur í útlendum bók- um og tímaritum; til þess hugsar hann sér, að sérstökum kafla sérhvers heftis verði varið. Hann vonar, ef fyrirtækið kemst á fót, að geta safnað þar saman sem flestum gáfumönnum landsins. Þessir menn hafa þegar lofað ritinu aðstoð sinni: Friðrik J. Bergmann prestur, Gísli Sveinsson yjirdómslögm., Guðm. Björnsson landlaknir, dr. Guðm. Finn- bogason bókavörður, Guðm. Hannesson prójessor, Haraldur Nielsson prójessor, Indriði Einarsson skrijstojustjóri, Jón Helgason prójessor, Jón fónsson docent, dr. Jón Þorkelsson skjalavörður, Kletn- enz Jónsson landritari, Sigurður Guð- mundsson rnag. art., Sigurður Hjórleijs- son ritstjóri, Þorleijur Bjarnason adjunkt, Þorsteinn Erlingsson skáld. Það telur hr. E. H. skilyrði þess, að honum verði unt að koma ritinu af stað, auk áskrifendafjölda, að and- virði þess verði greitt fyrirfram. Verð fyrsta árgangs yrði að greiða um leið og kaupandi veitti fyrsta hefti viðtöku. Verð árgangsins verður fjórar krónur. Þess væri óskandi, að hr. E. H. tækist að koma þessu fyrirtæki í kring. Honum manna bezt treystandi til þess að gera vel úr garði slíkt tímarit. Það væri illa farið, ef undirtektir yrðu svo kyrkingslegar, af venjulegu tómlætj manna, að um koll félli fyrirætlun þessi. ---------------- Skautakapphlaup um Braunsbikarinn. Aldreí hefir í manna minnum verið eins ilt um skautasvell hér i bænum eins og í vetur. Frost. verið jafn fá- ‘íð og hvitir hrafnar og is þvi einnig ákaflega vandgæfur. Fyrir bragðið hefir reynst nær ókleift að stunda skautaíþróttina svo nokkurru nemi í vetur. Kapphlaup hafa af þessum ástæðum orðið miklu færri og einnig tilkomu- minni en átt hefði að vera. Þau hafafarið fram tvívegis, hin fyrri í öndverðum febrúar, er þeir Múller verzlunarstj. og Sigurjón þreyttu 500 stiku skeið. Það sinni þreyttu þeir tveir og 1000 stiku skeið aukreitis — án þess reiknuð væru með, erkapphlaup- in voru gerð upp og mun hafa láðst að geta þess, að það skeið vann Sig- jón (Múller datt á miðri leið). Önnur kapphlaupin á þessum vetri fóru svo fram síðastliðinn sunnudag úti á íþróttavelli um Braunsbikarinn. Fjórir keptu um hann á 500 og 1500 stiku skeiði. Hlutskarpastur varð Magn- ús Tómasson verzlunarm. Hann var hraðastur bæði skeiðin. En veðurvar hvast og svellið eigi sem bezt. Tíma- hraðinn því eigi nærri eins mikill og ella hefði orðið. Magnús rann 500 stiku skeiðið á 1 mín. S1/^ sek. 1500 stiku skeiðið á 3 mín. 41^ sek. Hinir, sem þátt tóku í kapphlaup- unum voru: Herluf Clausen (500 st. á LMVb mín.; 1300 st. 3,588/5), Kristj- án Schram (300 st. 1,34 mín.; lauk eigi 1500 st. hlaupi) og Tryggvi Magn- ússon (500 st. á 1,22% mín.; 1300 st. á 3,57Vb mín.). Enn er eftir að reyna skautamenn- ina á 5000 stiku skeiði og verður það gert við fyrstu hentugleika. ----------- Leiðróttingar. I bjúskaparfrásögn i 13. tbl. misprentað- ist Hans Peter Hansen, i stað Hans Pétur Hansson. 1 kvöldskemtanar-frásögn siðasta blaðs var Jón Norðmann sagðar 16 ára, á að vera 14. Tammany-samábyrgðin. Stjórnmálabófa saga frá New-York. I. Tammany-hringurinneðaTammanj-- samábyrgðin var að upphafi góðgerðafé- lag, stofnað á ofanverðri 18. öld (1783). Góðgerðafélag fyrir aðra, til að gera öðrum gott, líkna nauðstöddum ná- unga. En snerist smámsaman upp í góð- gerðafélag fyrir félagsmenn sjálja, með þannig vaxinnigóðgerðasemi,að félagið hrifsaði til sín öll völd í hinni miklu borg og beitti þeim aðallega til að fé- fletta almenning og miðla arðinum höfðingjum sínum og þeirra skósvein- um. Þaðan kemur samábyrgðar-nafnið. Félagsmenn voru allir í samábyrgð um að hlynna hver að öðrum efna lega, einkum rneð því að koma hver öðrum í arðvænlega stöðu með hversu óvönduðum ráðum, sem vera vildi, en bola aðra frá, þótt miklu hæfari væri. Spolia victoribus var orðtak eins frumherja þeirra á hinni alræmdu spillingar-braut félagsins, eftir nýveg- inn mikinn kosningasigur. Það merkir: herfangið Jellur í skaut sigurvegaranna. Og herfangið var fyrst og fremst öll arðsöm embætti í bæjarfélaginu og öll störf í þess þarfir, sem valdsmenn- irnir, forkólfar félagsins, sáu unt, að væri sæmilega launuð. Það var ekki til nokkurs hlutar fyrir nokkurn utan- félagsmann.aðsækja um nokkurastöðu eða starf, eða þá að minstu kosti öðru vísi en að hann hefði meðmæli frá þeint, er mestu réðu í félaginu. En meðmælin fekk enginn maður öðru vísi en fyrir ótæpt tillag í kosninga- sjóð (flokkssjóð) félagsins, eða önnur fríðindi. Kosningasjóðurinn var all-þurftar- mikill. Það þurfti mikið fé til að kaupa atkvæði hins mikla kjósenda- sægs í borginni, beinlínis eða óbein- lítiis, t. d. handa kaupdýrum atkvæða- smölum, og þá eigi sízt handa hinum mörgu málgögnum, er stofna þurfti og halda úti til að Ijúga að kjósendum og vilia þá og blekkja á alkar lundir, flytja þeim skrum um leiðtoga félags- ins og nið um andstæðinga þeirra, hvers konar lygasamsetning þeim til ófrægðar. Þetta mikla fé var tekið úr bæjar- sjóði með ýmsum brellum, svo setn samtökum við undirboðsmenn á verk- um, sem bæjarstjórn þurfti að láta vinna, með stórum hærri launa veit- ingum úr bæjarsjóði eða eftirlauna en til stóð eða nokkurri átt náði, o. s. frv., og mismunurinn látinn renna í flokks- sjóð. Kvisaðist eitthvað um þá óknj7tti eða því utn líkt, og einhver áræðinn maður ráðvandur gerðist svo djarfur að koma glæpunum upp, var því enginn gaumur gefinn og mátti kærandi þakka fyrir, ef hann varð ekkifyrirhinum verstu búsifj- um afvaldstnanna hálfu og dómara, sem voru yfirleitt í vasa bófanna, er öllu réðu í borginni. Ekki var það nema stundum, sem bófarnir sjálfir fóru með völdin. Þeir kusu margoft heldur að fela sig bak við tjöldin og láta aðra bera ábyrgð- ina á vömmum þeirra og glæpurn, meinlaus rolumenni, sem þeir létu undirskrifa það sem þeir vildu vera láta, jafnvel hvaða óhæfu, sem vera skyldi, skutu þeitn þá einhvern veg- inn undan, ef illa ætlaði fyrir þeim að fara, eða — sleptu þá af þeim hend- inni. Drengskapurinn var ekki meiri en það, ef á hann reyndi. Það var ekki hættulaust í þá daga að vera ráðvandur maður og hrekk- laus. Þeir máttu búast við að missa stöðu sina m. m., sem það voru, t. d. ef þeir vildu ekki styðja bófana. L y g i n var aðalhjálpræði stórbófa- félags þessa og allra þess þjónustu- liða. Lygalistin lét máltólum þeirra með afburðum. Hún var flokksins lífakkeri. Aldrei hafa féglæfrar verið stund- aðir af tneiri alúð né ósvífni. Það stóð líka heima, að flokkurinn nefndi alráðvanda andstæðinga sina og óstel- visa aldrei annað en féglæframenn. Og með látlausu ítrekanastagli tókst þeim að lautna þeirri trú inn í fáfróða hugs-

x

Ísafold

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ísafold
https://timarit.is/publication/315

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.