Ísafold - 13.04.1912, Blaðsíða 1

Ísafold - 13.04.1912, Blaðsíða 1
í S A F O L D XXXIX. árg. Reykjavik, 13. apríl 1912 24. tölviblaö Aukaþingið. Eítir því, sem ísafold hefir leitað sér vitneskju um, verður aukapinqið liklega eigi kvatt saman fyr en um miðjan júllmánuð. Ráðherra mun hafa ætlað að kveðja þingið saman i. júlí. En breyting orðið á vegna þess, að konung- urinn er farinn suður í lönd sér til heilsubótar og eigi væntanlegur heim aftur fyr en um mánaðamótin mai—júní. Fyrir bragðið frestast för íslands- ráðherra til Khafnar þangað til undir miðjan maí. Bókafregn. Einar Arnórsson: Islenzkur kirkjuréttur. Gefinn út á kostnað höfundarins. Rvík 1912. 200 bls. 8vo. Prófessor Einar Arnórsson er ótrauð- ur til vinnubragðanns;. Hann er lika afkastamaður mikill. Og að jafnaði glöggsýnn á þá hluti, er hann fjallar um. Þetta er meira en menn hafa átt að venjast um lögfræðingana okkar, að minsta kosti á síðari áratugum. Þeir hafa lagt nauðalítinn skerf til bók- menta okkar úr sinni fræðigrein. Þeir hafa yfirleitt ekki verið sérlega lærðir menn (líklega með einni undantekn- ing, Páli amtmanni Briem). Ekki einu sinni dómararnir í Iandsyfirdómínum hafa unnið neitt að ritsmíðum, er telj- andi sé (því að ekki getur útgáfa »Lagasafnsins«, sem einn yfirdómenda hefir unnið nokkuð að, talist neitt sjálfstætt verk i þeim skilningi, seni hér ræðir um), og hafa þeir þó haft beztan tíma og tæki allra íslenzkra lögfræðinga til slikra starfa, meðan lög- fræðisskóli var enginn hér í landi. En nú eru það lögfræðiskennarar háskólans nýstofnaða, sem bæta eiga úr skortinum. Það var líka ein af aðalástæðunum til þess, að ráðist var í að koma honum upp: að með því tækist að skapa innlend vísindi og efla pjóðleg fræði. Reynsla annara þjóða sannar, að þessi er vegurinn. En fá- ir eru smiðir í fyrsta sinn. Og svo er auðvitað um lögfiæðisdeild háskól- ans. Þess verður varla vænzt, að kennararnir þar séu allir vísindamenn í upphafi. Enda mun því vera þann- ig farið nú, að vitund þeirra, er skyn bera á, að Einar Arnórsson er sá eini prófessoranna, er sjáanlegt er, að nokk- ur vísindaleg tök kunni á lögfræðinni, enn sem komið er. Og tvímælalaust mun hann lærðastur lögfræðingur, sem nú er uppi í landinu. Stendur því háskólanum mestur sómi að hon- um í þeirri grein. Einar er enn ungur maður að aldri. En þó er verk hans orðið ærið, eftir íslenzkum mælikvarða. Hann hefir ritað allmikið um réttarstöðu landsins að fornu og nýju, og að sumu leyti vel og skýrlega. En á hinn bóginn verður ekki séð, að hann hafi þar al- staðar á réttu máli að standa, og á það þó nær eingöngu við skýringar hans ýmsar á lagalegum þjóðarrétti íslendinga á siðari tímum. Hann hefir einnig nýlega ritað lögfræðislega for- málabók, góða bók og þarfa, og gefið út á prent Dómstóla og réttarfar fyrir háskólann. Að íslenzkri réttarsögu hefir hann unnið, síðan er hann lauk embættis- prófi, og má þar sjálfsagt á sínum tíma vænta merkilegs rits. Og nú er nýkominn eftir hann ís- lenzkar kirkjuréttur. Ekki er rúm í blaðinu fyrir ræki- legan ritdóm um bók þessa. Nokkur orð um hana verða því að nægja. Langt er í frá, að lærdómsbækur í lögfræði séu alment við alþýðuhæfi. Eða svo hefir að minsta kosti verið, fram að síðustu tímum. En breyting er nú að komast á þetta á ýmsan hátt. Margir lögfræðingar nútímans gera sér far um, þótt þeir skrifi vís- indarit, að gera það jafnframt í aðal- atriðum skiljanlegt meðalgreindum og meðalmentuðum mönnum, sem ekki hafa lög lesið. Það virðist og sem próf. Einari Arnórssyni takist að gera það, er hann skrifar, þannig úr garði, að fleiri ættu að geta haft þess not en lögfræðingar. Svo er áreiðanlega um þenna kirkjurétt hans; en dálítið sérstakar orsakir geta nii líka legið að þvi. Fyrst það, sem er alment hvar- vetna. Kirkjuréttur hefir sem sé inni að halda reglur og ákvæði löggjafar, stjórnar og venju um trú, kirkju og kirkjumálefni, og skýringar á þeim. Svo að segja hvert mannsbarn varðar þetta, eins og enn er á sig komið. Og hér á landi kannast menn ofboð vel við þetta, bæði í kaupstöðum og í sveitum. Flestir eiga einhver mök við prest, söfnuð eða kirkju, enda þótt trúleysingjar séu. Og öllum þykir það máli skifta, að vita, hvað er rétt, löglegt, og hvað ekki — ekki að eins fyrir fróðleiks sakir, heldur og hags- muna. Úr sveitinni er þetta og ekki sízt kunnugt þeim, er þar þekkja til, því að þ.ir eru margvísleg »kirkjumálefni«, eingöngu veraldlegs efnis, svo að segja daglegt brauð og krefjast úrlausnar. Þeir, er við lögfræðisstörf fást, verða æði oft varir við, hversu mörg þrætu- atriði manna á meðal koma upp ein- mitt i þessum málum, og er það ekki óeðlilegt. En það sýnir m. a., að þörf er mönnum á að vita deili á þessum hlutum. Og kirkjurétturinn fræðir menn mjfg um þetta. Kirkjuréttur Jóns Péturssonar varð vist aldrei almenn- ingi kunnur. Sú bók er nú einnig vitanlega úrelt, þar sem löggjöfin hefir á síðustu árum skipað ýmsu í kirkju- málunum alt annan veg en áður var j og auk þess var hún að ýmsu leyti i ekki sem aðgengilegust og ekki laust j við að hefði á sér sumstaðar trúar- eða jafnvel hindurvitnablæ, sem óvið- eigandi er allskostar, þegar ræða er um algerlega verzlegar reglur um fé- lagsskipan borgaranna. Slíks kennir auðvitað ekki hjá Einari Arnórssyni. Hann fræðir menn skýrt um efni málsins og framsetning öll er skil- merkileg. Auk þeirra atriða, ef bein- línis heyra fræðimensku til, geta menn í kirkjurétti hans fengið vitneskju um flest það, er að þessum efnum lýtur, frá sjónarmiði laga og réttar, og kem- ur það óefað í góðar þarfir öllum, sem nokkur afskifti hafa af þessum eða jafnvel öðrum opinberum málum. Og hversu margir eru það ekki, bæði lærðir og leikir? Og hreina hags- munaþýðingu getur það haft fyrir menn að vita, hvað eru lög um t. d. skyldur og réttindi þeirra, er skipa sér í tiúfélög, hvort sem það er þjóð kirkjan eða önnur; hvernig kirkju- málunum er stjórnað; starfsvið klerka og þeirra, er með safnaðamál fara; fjármál kirkna að öllu leyti, o. s. frv. með margvíslegum hætti, sem hér yrði of langt mál að greina. En af kirkjurétli E. A. geta menn mjög greiðlega orðið þessa vísari, ef menn hafa ekki verið heima í því áður. Má því telja víst, að það verði ekki ein- vörðungu lögfræðingar landsins (sýslu- menn og aðrir), er vilja eignast bók- ina, heldur líka og ekki síður klerkar allir, og að auki þeir, er við safnaða-, hreppa- eða héraðamál fást á einn eða annan veg. Annað, er gert gæti að verkum að kirkjuréttur þessi kæmi almenningi meir að haldi og breiddist meir út en gerist um lögfræðisbækur, er það, sem eg hygg vera nokkuð séreiginlegt ís- lendingum, að þeir hafa fjölmargir verið og eru nærri sólgnir í að vita skil á lögum þeim og réttarreglum, sem gilda eða geta gilt um málefni þau, er upp kunna að koma manna á meðal — og er það enginn ókostur. Um reglur kirkjumálanna geta menn nú hér fengið fræðslu. í útlistun sinni og skýringum, sem eru all-ítarlegar í ekki stærri bók, mun höf. alla jafna komast að réttri niður- stöðu. En eins og mönnum mun ekki ókunnugt með öllu, má ætið deila um ýms atriði lögskýringa. Svo getur og hér verið. Og ekki verður heldur til þess ætlast, að alt það sé tínt í. kirkjurétti þessum, er fyrir get- ur komið og af því bergi er brotið. Lifið er ávalt margbreyttara en fræði- kerfin sýna. En vitneskja um eitt, leiðir til skilnings á öðru, sem því er skylt. Höf. hefir við samning bókarinnar tekið fult tillit ekki aðeins til gildandi laga um kirkjuleg efni (með hliðsjón af þeim, sem áður hafa gilt), heldur og til samþykta og dóma (alþingis og dómstóla), konungsbréfa og stjórnar- úrskurða o. s. frv., auk þess, sem leiða má út af venjum og eðli máls, svo að hér er um harla vandað verk að ræða. Efnisskrá góð (þar sem finna má, eftir stafrófsröð, það er mánn vah- hagar um) er aftan við bókina, og er það mjög til handhægðar. Málið á kirkjurétti þessum er yfir- leitt ágætt, enda er höf. einkarveí að sér í íslenzkri tungu. Fáeinar prent- villur eru í bókinni, eins og lög gera ráð fyrir, en engum óskunda valda þær. Bókin er að ytra frágangi vel úr garði gerð. G. Sv. Margrét Þorkelsdóttir kenslukona 5 Fra mannamótum. KvenfélagiO Hringurinn hefir leikið Tviburana eftir frú Ellen Reumert 3 undanfarin kvöld í röð, við hina mestu aðsókn, troðfult hiis á hverju kveldi. Enda svo vel leikið, að mikil nýnæmi er bæjarbiium, sem ella hafa ekki átt öðru að venjast en hinum misjöfnu leiksýningum Leikfélags Reykjavíkur. Stúlkurnar, sem leika í Hringnum, eiga allar sammerkt i því að kunna vel það, sem þær eiga að sýna, og haga sér látlaust á leiksviðinu. Þetta eru kostir, sem mikils er um vert. En þar að auki má segja um sumar leikkvennanna í Tviburunum — að þær leika af svo miklum skilningi og fjöri, draga upp svo skýrar myndir, að telja má með hinu bezta, sem sýnt hefir verið á leiksviðinu hér. Hring- urinn var þetta sinni svo heppinn, að njóta leiðbeiningar »lærðrar« leikkonu erlendrar, sem hér dvelst nú, jrú Ingi- bjargar Johansen og á hiin sjálfsagt sinn drjúga þátt í, hversu vel hefir tekist. Þessar jungfriir höfuðstaðarins léku i Tviburunum: Elín Matthíasdóttir, Elín Stephensen, Guðrún Zoéga, Hall- dóra Matthíasdóttir, Ingibjörg Brands, Ragna Stephensen, Sofiía Daníelsson, Sigvíður Björnsdóttir (Jenssonar), Sigr. Björnsdóttir (fónssonar), Þórdís Björns- dóttir og Þórunn Thorsteinsson. Með þessum kvöldskemtunum sín- um mun Hringurinn hafa bætt einum 700 kr. við líknarsjóð sinn til hjálp- ar fátækum berklasjúklingum. Það er drjúgur auki — en þörfin líka mikil. Því miður munu bæjarbúar ekki eiga von á fleiri leikkvöldum — fleiri Tvibura-kvöldum að þessu sinni, en þiggja mundu þeir fleiri — ef kostur væri. Vér munum ef til vill minnast nán- ara á leik Hringsins síðar — í sam- bandi við almennar leikhúshugleið- ingar. Sherlock Holmes lék Leikfélag R- víkur á annan í páskum. Nokkrar hugleiðingar um þann leik og út af honum munu koma í næsta blaði. Maniiskaðasamskotin. Þessi samskot hafa verið afhent ísa- fold, síðan auglýst var síðast: Jón Gunnarsson samábyrgðarstjóri kr. 20. Guðm. Ingimundarson Berg- staðastr. kr. 10. Þórunn Á. Björns- dóttir 8. G. S. 100. Safnað af Mar- grétu Árnadóttur kr. ioé. (N. N. 1, N. N. 1, Margrét Árnadóttir 10, N. N. 1, Guðm. Kr. Guðmundsson 10, E. Choillou 20, Nathan & Olsen 25, N. N. 1, K. Nielsen 5, S. Jó- hannsdóttir 2, Illugi 1, Helga Jóns- dóttir 2, Árni Lýðsson 2, J. J. G. 2, Sig. H. 3, S. Johnson 2, Volson 1, O. M. O. & E. M. s. Ennfr. 1 og 5 kr. — alls 106 kr.) Safnað af Jóni Collin 27 kr. (Jón Collin kr. s, Gylfi Laugav. 2, Sig. Sig. Njálsg. 54, 2 kr., Margrét Arnadóttir Njáls- götu 53, 50 aur., Ólöf Magnúsdóttir Grettisgötu 54 2 kr., Guðm. Amunda- son Laugav. 70, 2 kr., Sig. Jónsson Grettisgötu 54, 5 kr., Þórunn Jóns- dóttir Grettisgötu 54, 50 aura, Val- gerður Bjarnadóttir Grettisg. 54, 1 kr. Óskar Guðmundsson Laugav. 70, 2 kr., Kristín Andrésdóttir Laugav. 70, 2 kr., H. B. Vesturg. 1 kr. — alls 27). Jörgen Hansen verzlunarm. 5 kr. Ónefndur 3 kr. Páll Erlingsson 2 kr. kr. G. X. 10. N. N. Rvík 4 kr. Þ. T. Rvík 10 kr. S. Laugarnesspít- ala 10 kr. Magnús Magnússon Of- anleiti 2 kr. Pér 2 kr Hans Hann- esson póstur 10 kr. X. Lnufásvegi 20 kr. N. N. Raykjavík 5 kr. Magn- ús Sveinsson Rvík 10 kr. Skipshöfn- in á Skúla fógeta 118 kr. Safnað af Ungerskov skipstj. 49 kr. Fulltriiar á fjórðungsþingi ungmennafél. 50 kr. Leiðrétting Yið „Reykjayíkina". J. 01. hefir birt grein i Reykjavikinni 6. þ. ui, seni hann kallar >Bókmentafélags- stjórnin*. Eru efnin til greinar þessarar uppástungur nokkrar um kosning manna í stjórn félagsins, er komið höfðu fram i Isafold. Eg get þess, þótt það geri hvorki til né frá, að um nppástnngur þessar vissi eg þá fyrst, þegar eg sá þær í blaðinu. En eg var einn af þeim, sem til höfðu verið nefndir. í Reykjavikurgrein þessari um »Bók- mentafélagsstjórnina« fer svo mikið fyrir mér. að fullur helmingur hennar er um mig. Það skiftir mig engu, á hvað J. Ól. tel- ur mig bera skynbragð eða ekki — og það veit hann. Honum er víst ekki alveg 6- kunnugt um það, hverja virðingu eg legg a þekkingarlitla gutlara, sem litið vantar á, að sé ekki neitt i neinu, en vilja þó láta aðra lialda, — og eru jafovel svo einfaldir að trúa þvi sjálfir, — að þeir viti alt. Þekkingarlaus alvizka er nú alstaðar orðin að nátt-trölli, nema hér á landi. En hún etti einnig hér að fara á forngripasafnið — með J. Ól. Hitt er heldur ekki nmtalsvert, að J. 01. telnr, að eg eigi ekki að vera í stjórn Bók- mentafélagsins, sökum þess, að eg sé bæðí forseti Þjóðvinafélagsins og Sögnfélagsins. Heldar hann þvi sjálfsagt, að eg mundi þá draga taum þeirra félaga og skaða Bókmentafélagið, en hinir 6, sem með mér væri i stjórninni, þœr liðleskjnr, að þeir mundu ekki við neitt ráða fyrir mér. Það er ekki heimskalegt að tarna! Tryggvi öunnarsson var um mörg ár í stjórn Haf nar- deildar Bókmentafélagsins og jafnframt for- seti Þjóðvinafélagsins um leið, og varð ekki neinum mein að. Þessi ástæða er þvi hreinn hégómi. J. 01. segir ennfremur, og það á nú svo sem að vera aðalkjarni málsins: >ilann (þ. e. eg) ætti, ef i stjórn Bók- mentafél. væri, að bafa eftirlit með sjálfum sér með útgáfu Fornbréfasafnsins. En þar er þörf á skörpn eftirliti — skarpara en verið hefir, þvi að með trassaskap sinum ! hefir dr. Jón nú svift félagið landssjóðs- ' styrknum til Fornbréfasafnsins. Ráðherra ' getur ekki borgað hann nt, má það ekki, ! af þvi að félagið hefir ekki fnllnægt skil- yrðnm þeim, sem styrkurinn er við bund- inn i fjárlögunnm. Þar stendur: »Styrkur- inn er bundinn því skilyrði, að sams konar registur sem við 1. bindi sé gefið út viÖ hvert bindi af safninu.'- Tvö siðustu bindin, sem nt eru kouiin, eru registurslaus.'. I þessu máli J. Ói. er ekki orð af viti eða sannleik annað en það, að registrið við VIII. og IX. bindi Fornbréfasafnsins er ekki enn prentað. En regiatri við bæði bindin er safnað til fulls á seðla og registrið við VIII. bindið verður ein- mitt prentað á þessu ári, og að þvl loknn registrið við IX. bindið. Og loks er venð að ljúka við seðlaregistrið yfir það, sem út er komið af X. bindinu, seni prent- að var í fyrra. Að registrinu hefir þvi verið unnið svo, að enginn maður, sem nokkurt vit hefir á nm að dæma, mundi láta sér detta i hug, að öll þessi registnr gæti verið komin lengra með öJlu þvi, sem að Fornbréfasafninn hefir verið nnnið að öðru leyti og af því prentað hin siðari ár. »Trassaskapur< J. 01. fær þvi ekkert rúm i Fornbréfasafninn. Hann ætti að reyna að leita sér að fleti i >orðabókinni< eða >orðabókarfélaginu«, og vita hvort þar finst engin hola handa honura. J. Ól. segir, að eg hafi Bvift(l) Bókmenta- félagið landssjóðsstyrknum til Fornbréfa- safnsins með þvi að vera ekki farinn að láta prenta registur við VIII. og IX. bindi safns þessa. Þetta ern án efa vísvitandi ósannindi. Félaginu er á núgildandi fjárlögum ekki veitt neitt fé, sem bund- ið sé við Fornbréfasafnið. En >til deild- ar hins islenzka Bókmentafélags i Reykjavik< eru veittar »2000 kr. hvort árið 1912 og 1913« skilyrðislaust og ekki með fleiri orð- um en nú eru hér talin (Fjárlög 15. gr. 9). Ef ráðherrann neitaði að borga félaginn þetta fé, mundi félagið geta fengið hann skyldaðan til þess með dómi að greiða það, þó að aldrei kæmi stafur út af registri við Fornbréfasafnið. Enda var ráðherra búinn að láta greiða félaginu styrkinn áður en grein J. Ól. birtist, eftir þvi sem skilrik- ur maður hefir skýrt mér frá og um það má ljósast vita. — Áður vom »500 kr. af styrk þessnm veittar með þvi skilyrði, að Bókuientafélagið gefi út 24 arkir a ári af íalenzku Fornbréfasafni eða sem þvi svarar af registri«. En þetta skilyrði var felt nidur þegjandi á þinginu 1911, og er nú ekki til. Skilyrði það, sem sett er um Fornbréfa- safnið í gildandi fjárlögum, er við það fé, sem ætlað er útgefanda safnsins einum, en ekki félaginu. En þar er ekkert tiltekið um það, bvað langur tími megi liða fra því að texti sé út kominn, þar til registur sé prentað. Milli útkomu texta og regist- urs liðu 14 ár hjá Jóni Sigurðssyni við 1. bindið. Hjá mér hafa ekki liðið nema 4 ár lengst, og jafnan & þeim árum komið út 24 arkir arlega af texta. Fyrrum var svo ákveðið á fjarlögnm, að registnr skyldi fylgja hverju bindi »nm leið og það er- út komið<. En ákvæði þessi vorn óþjil og það sýndi sig, að þan voru óþörf, þvi að útgefandinn stóð jafnan samvizknsamlega og i eðlilegum skilum með registrið. Lands- stjórnin tók þvl upp hjá sjálfri sér 1901 — Ólafnr Halldórsson, gamall samverkamaður minn, átti upptökin að því — og þingið samþykti það, að breyta þessum ákvæðnm á þá leið, að registur við hvert bindi skyldi koma út »svo fljótt, sem auðið er eftir að það (bindið) er komið út« (Fjárlög 1902— 03 14. gr. A. 10). Stóð svo þangað til á þinginu í fyrra (1911). Þá var þessnm ákvæðum slept þegjandi og ekkert sett i staðinn, svo að nú eru engin ákvæði til um það, hvað langt megi liða milli útkomu registurs og texta. En nú er, eins og eg hefi sagt fyrr, registri safnaft til fulls við bœði þau bindi, sem að öðru leyti eru fullprent- uð. — svo að þau efnin eru til, þó að eg félli frá nú þegar — og registrið við VIII. bindið verður prcntað i ár. Þetta hefi eg gefið forseta félagsins til vitundar l fyrra mánuði. Fornbréfasafnið er langstórfeldasta og langmerkilegasta ritið, sem Bókmentafélag- ið hefir nokkurn tima gefið út, og mikil- fengasta ritið, sem nokkurn tíma hefir út komið hér á landi. Eg hefi liaft útgáfu þess á hendi i Í6 ár (siðan 1886), og al- drei orðið bagi að drætti verksins af minni álfu. A því timabili befir verið gefið út 8l/, bindi, sem eg hefi séð um, eða að mér telst hér um bil 510 arkir prentaðar, inni- haldandi freklega 5400 skjöl. Það era máttarviðirnir nndir sögu landsins frá 1264 —1538, eða um 300 ár, 24 árum fatt i. Fyrir þetta starf hefi eg aldrei þegið einn eyri af Bókmentafélaginu. Hver einasti maður annar, sem félagið hefir gefið át rit eða bækur fyrir þennan timann, hefir att að fá laun sin þar fyrir af fé félagsuu, jafnt forsetar þess sem aðrir, svo að hagur þeirra allra nm ritstörf fyrir félagið hefir verið bnndinn við fjárhag þess. Eg er einasti maðurinn, sem félagið hefir gefið út bækur fyrir, sem héfi engin fjarskifti við það. Og það ætti svo að vera ástæða til þew, að eg mætti ekki vera i stjórn Bókmenta- félagsine. að eg einn allra get ekkert hag- ræði af þvi haft! AUir hinir, sem fyrir félagið rita, — og þeir geta orðið margir og langorðir, — verða að renna hýrn auga til buddu félagsins. Og ekki mættu þeir þá fremur en eg hafa eftirlit með sjálfum sér. Reknr þess vegna helzt að þvi, eftir kenningu J. Ól., að engir mætti i stjórn félagsins vera, nema óskrifandi menn. Um eftirlit stjórnar félagsins með útgáfn Fornbréfasafnsins er það að segja, að það hefir lítið annað verið — og getur ekki annað verið, — en að forseti félagsins eða eiuhver fyrir hans hond hefir farið yfix ei.ia próförk, og tekið fyrir borgun af fé- laginu. Lestur sá getar verið til gagns, ef hann er gerður með vandvirkni. En gagn að honum hefir ekki altaf verið til fullrar hlitar. Það, sem áfatt er um útgáfuna, þekki eg bezt sjálfur, og það hefir ekki reyozt þessara manna meðfæri að bæta úr þvi, enda eru þeir og hljóta að vera um útgafuna hálfblindir menn, og þekkja litið það ógnar- og ægidreifða verkefni, sem að útgáfunni stendur. Og ætli þessir menn gæti ekki eins lesið prúfarkir, þó að eg væri i stjórn félagsins? Sér er nú hver hauga-bullandi endemis-vitleyian! Fram nr þessu eftirliti hefir þó tvisvar farið. I annað skiftið vur það, þegar stjórn félagsins — ekki eftir minn ráði — fann upp á þeirri fasinnu að skifta uin pappir i riti þessu i miðju kafi — taka miklu verri pappir í rit, sem »það opin- bera« s.tyrkir og trúir félaeinu fyrir að ganga trúlega frá. Slikt uppatnki mundi alstaðar, þar sem menn kunna nokkuð til bókagerðar, þykja ganga hneyksli nest i miklu og frambaldandi verki, nema alveg óumflýjanleg nauðsyn knýi, — enda var eftir nokkur ár horfið að hinum fyrra pappirnum. En jafnframt þvi mun upplag- ið hafa verið minkað svo uiikið af Forn- bréfasafninu, — ekki eftir minum tillbgum -— að eg gæti hugsað, að það hrykki nú tæplega handa félagsmönnum. 1 hitt skift- ið tók stjórn félagsins þann upp — ofan í mínar tillögur — að hleypa af tepruskap ýmsum köflum íir nokkrum skjölum, og hefir það verið illa þegið, euda var þaU af óráði gert.

x

Ísafold

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ísafold
https://timarit.is/publication/315

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.