Ísafold - 27.04.1912, Blaðsíða 2

Ísafold - 27.04.1912, Blaðsíða 2
94 ISAFOLD Þessi fundur sýnir það, að með Sjálfstæðismönnum er líka dálitill úlfa- þytur. Hér er verið að halda þvi fram, að þeir sem samkomulagsfúsir hafa reynst hafi gjörspilt sjálfstæðis- málinu með því að breyta stefnuskrá þeirri, sem fólgin er í frumvarpi meiri hiutans á þingi 1909. Þessu verður ekki vel komið heim. »Þeir ljúga báðir — held eg megi segja«, orti Páll Ólafsson, og eg vona, að það sannist, að það eigi við hér. Eg skal fyrst víkja örfáum orðum að því, hvernig samningatilraununum sjálfum er háttað. Þar er engu til lykta ráðið, jafnvei ekki sjálfar til- lögurnar. Þegar samkomulagsmenn þóttust haía fundið viðunanlegan grundvöll, orðuðu þeir tillögur sinar og skrifuðu undir þær. En viðleitnin við að bæta þær heldur áfram. Sein- ast i dag var gjörð breyting, sem ýmsum þykir mjög mikils um vert. Og því næst kemur til kasta þess þingflokks, sem væntanlega tekur mál- ið að sér, að gera þær umbætur, sem hann telur hagkvæmlegar — að eg nú ekki minnist á það, að þjóðinni verður að sjáifsögðu gerður fullur kostur á að íhuga og ræða þetta mál, áður en það verður undir hana borið til úrslita, ef samningar takast við Dani. En það sér hver heilvita mað- ur, að það væri fjarri öllum sanni að birta tiilögurnar alt af jafnóðum og þær verða til. Það var þvi óhæfa að prenta til- lögurnar á einu stigi málsins í heim- ildarleysi, eins og gert hefir verið. Það er beinlínis tilraun til að villa þjóðina. Og það er þrælatök á henni að leggja fram kröfur, sem menn tala um að hugsanlegt væri að falla frá til þess að ná þvi, sem meira er i varið, en vilja samt leggja mikið kapp á að fá framgengt. Það er meiri ódrengskapur við þjóðina en við samningamennina. Þið vitið öll, í hvert öngþveiti sjálfstæðismál okkar er komið. Þið vitið, að aðalkrafa Sjálfstæðismanna hefir verið sú, að öllum sameiginleg- um málum mætti segja upp með tim- anum. Og þið vitið, að Danir hafa þvertekið fyrir, að verða við þeirri kröfu, segjast heldur vilja skilnað. Og geta má nærri, að þeir gefa hann ekki eftir með góðu. En að hinu leytinu hefir stefna Heimastjórnar- manna verið slik, að Sjálfstæðismenn hafa harðlega mótmælt henni. Jafnvel eftir frumvarpi minni hlutans frá 1909, sem óneitanlega var mikil framför frá Uppkastinu, finst Sjálfstæðismönnum ekki farið svo með ísland, að sam- boðið sé neinu ríki. Liggur þá ekki beint við að reyna að leita að nýrri leið í málinu? Nýja leiðin er sú, að sleppa upp- segjanleikanum í þeim tveim málum, sem um er deilt, en að setja í hans stað nú þegar hlutdeild í allri stjórn hinna sameiginlegu mála, reyna að koma því svo fyrir, að ekkert verði gert í þeim málum, án þess að ís- lendingar taki þar í fullan þátt. Það er sjálfsagt að ihuga slikt fyrirkomu- lag sem rækiiegast, og vanda til þess sem bezt, ef til þess verður stofnað. En eg fæ ekki séð, að það geti verið nein landráð né innlimunartilraun að fara fram á slíkt. Að minsta kosti hefir Jón Sigurðsson þá verið land- ráðamaður og innlimunarmaður á þeim árunum, sem hann var kröfuharðastur. Fyrirkomulagið sem nú er farið fram á af samningamönnum, er nákvæmlega sama tilhögunin eins og þjóðfundur- inn 1851 hélt fram undir forustu Jóns Sigurðssonar. Og til þess þjóðfundar hefir jafnan verið vitnað hér á landi sem fyrirmyndar. Þvi er haldið fram, að okkur liggi ekkert á að semja um sambandsmálið. Um það mál er nú eins og það er virt. Þið vitið, hvernjg Danir lita á réttarstöðu okkar. í þeirra augum erum við ekkert annað en hluti úr danska rikinu. Við lítum annan veg á þetta íslendingar. En hvar er okk- ar skoðun tekin giid í veröldinni ? Mundi það ekki vera fult eins hyggi- legt af okkur að tryggja okkur það að vera viðurkent »frjálst og sjálfstætt ríki«, ef þess væri kostur, með þeim einkennum, sem annars eru á ríkjum ? Fjarri sé það mér að halda þvi fram, að við eigum að semja af okkur neinn rétt eða að við eigum að ganga að neinu, sem okkur er óhagkvæmt, til þess að fá komið á samningum. En við eigum að semja, hvenær sem unt er að ná aðgengilegum kjörum. Og þetta, sem nú hefir verið farið fram á, er okkur gott og hagkvæmt, ef það fæst. Eg geri ráð fyrir, að betur megi orða það en enn hefir tek- ist, og að þingflokkurinn, sem tekur málið að sér, leggi alt kapp á það. En það er gott og þjóðræknislegt verk, að reyna að fá þessari hugmynd fram- gengt, úr þvi að uppsagnar er enginn kostur á tveimur málunum. Og það er ilt verk að beita ódrengskap við menn fyrir það, að þeir eru að reyna að koma þessu i eitthvert horf — öðrum eins ódrengskap, til dæmis að taka, eins og þeim að sima norður á Akureyri að við séum gengnir inn í Heimastjórnarflokkinn og biðja um að sú frétt sé látin berast út sem lengst, áður en Sigurður Hjörleifsson kæmist þangað, eins og gjört var fyrir nokkr- um dögum. Ef þessari kynslóð tækist að skila ættjörð sinni af sér sem frjálsu og sjálfstæðu riki, með hluttöku í öllum sameiginlegum málum, þannig að ekk- ert mál, sem ísland varðar yrði afgreitt án þess að ábyrgð væri á því borin fyrir löggjafarþingi þjóðarinnar — þá hefði þessi kynslóð verið vel að, þá geta komandi kynslóðir lagfært það, sem þeim kynni að virðast ábótavant. Þær standa óneitanlega betur að vígi en við höfum staðið, ef þeim hefði verið fengið i hendur landið sem frjálst og sjálfstætt ríki. Eg lít svo á, sem frá einu sjónar- miði að minsta kosti sé það fyrir- komulag, sem við förum fram á, betra en fyrirkomulagið eftir frumvarpi meiri hlutans 1909. Eftir því var gert ráð fyrir, að við afhentum utanríkismál og hermál í hendur Dana um mörg ár, án þess að við ættum þátt í stjórn þeirra. Skifti nokkuru máli um þessi mál á annað borð, þá getur okkur varðað miklu, hvernig um þau fer næsta aldarfjórðunginn — að eg nú ekki nefni þá sjálfstæðismenn, sem gera sig ánægða með 50 ára, 100 ára, 200 ára uppsagnarfrest. Kosturinn við það fyrirkomulag, sem nú er far- ið fram á, er meðal annars sá, að eft- ir því fáum við nú pegar að taka þátt í meðferð þeirra, fáum nú þegar mann, sem ber ábyrgð á þeim. Eg vona svo góðs til Reykvíkinga og þjóðarinnar allrar, að menn láti ekki æsast gegn málinu, meðan verið er að koma því í það horf, að unt sé að leggja það fyrir hana í heild sinni. Það væri beint óskynsa'mlegt og ósamboðið sæmilega þroskaðri þjóð, þar sem um er að tefla hennar mikilvægasta og víðtækasta velferðar- mál. Nægur tími er til æsinga, þeg- ar unt er að sýna henni, hvað það sé, sem fullráðið sé að fara fram á. Og óneitanlega væri bezt að láta alls ekki æsast, heldur íhuga málið með allri þeirri greind og stillingu, sem við eigum til. Raða Þorsteins Erlingssonar á fundinum 26. þessa mánaðar. (Ágrip). Eg er einn af þeim, sem verð að kannast við það, að hafa heyrt getið um ófrið í landinu og hefi heyrt það látið fylgja með, að þessi ófriður milli flokkanna þætti ekki horfa til skemt- unar eða farsældar fyrir þjóð vora né málefni. Mér er og dálítið kunnugt orðalag og aðfarir innan flokkanna og hverj- ar hvatir þeir hafa eignað hvor öðrum til þessa ófriðar og hverjar hvatir þjóðin i heild sinni hefir eignað þeim hvorum um sig. Og þar sem svo heitt hefir verið á milli og getsakirnar jafn illkynjað- ar, þá hefi eg þózt sjá það í huga mér, að það myndi tæplega verða ámælislaust að ganga úr flokki sínum til þess að sætta þessa flokka, þótt alls ekki væri farið yfir í óvinaflokk- inn, heldur myndaður til þess nýr flokkur. Eg þykist sjá það ljóst, að reynt verði að sauma að mannorði þess manns eða þeirra manna, sem þetta gera, hverir sem þeir eru, hve nær sem þeir gera það og hver sem tilgangur þeirra er. Að þessu leyti er nákvæmlega sama, hvort hvatir þessarta sáttasemjara eru illar eða góðar, hvort þeir hafa vonda eða góða samvizku, hvort þeir hafa haft löngun til að bjarga landi sínu eða svíkja það — þeir fá hremming* una yfir sig nákvæmlega úr sömu skjólunni. Við þessu hefi eg verið búinn og eins hygg eg sé um þá menn fleiri, sem hér hafa byrjað á því, að vinna að samkomulagi milli þessara flokka og ætla sér að reyna að halda því áfram. En það ætti að geta verið þeim dálítil huggun eða hugarbót að þeir fara ekki beinlínis úr hlýjunni út í bylinn. Mér finst sem það þurfi alveg sérstakar gáfur til þess að finna ann- an nýjan eða verri óþverra til þess að ausa yfir mig og aðra í hinum ráðgerða nýja flokki, en við höfum fengið í hinum gamla. Tilgangur okkar og hinar eigin- gjörnu hvatir sýnast tæplega geta orð- ið verri en þær eru nú og hafa verið, þar sem það hefir kveðið við jafnt úr beggja liði, að við værum að halda við flokkshatrinu í landinu og stjórn- málaæsingunum til eigin hagsmuna, til að fá bita og snapir og önnur gæði. Ketpottinn góða, sem gengið hefir milli flokkanna, ættum við að kannast við, að minsta kosti ef það verður gamli pottgarmurinn og þótt það verði annar nýr, þá verður vísast svipuð lýsingin á því sem í honum er og tæpast verður gert ráð fyrir hæ- versku eða lystarleysi fremur hjá okk- ur nú en þá. Nei. Með hverjum hug sem við göngum að því, að lægja eldinn milli flokkanna svo fært verði yfir hann, þá er það naumast i þeirri von, að það verði prýði fyrir mannorð manns í bili, en lítil ástæða til að hika af þeim sökum, að það óprýkki mikið, og er þá að sjá hvað það þolir. Mér finst nú ekki ósanngjarnt að eg megi líka leggja orð í belg um hug þann og hvatir, sem eg hefi geng- ið með til þessara sætta, því að mér ætti þó ekki að vera þær ókunnug- astar. Eg ráðgaðist fyrst um það við sjálf- an mig, hvort þessi sáttagrundvöllur fullnægði viðnnanlega þeim kröfum, sem eg heimtaði fyrir mig og landið. Fyrsta krafan var: Ekkert ajsal jornra réttinda landsins, engin ajhending neinna m&la. Landið á að vera jrjálst og jull- valda riki. Eg minnist þess, að 1908 hafði eg og aðrir bent á tvo vegi að þessari vonarhæð. Annar var sá, að málin væri öll uppsegjanleg i sambandinu, og hinu, að við hefðum þá hlutdeild í sameiginlegu málunum, sem gerðu þau ómótmælanlega vora eign og engra manna annara. Eg játa það afdráttarlaust, að eg kaus þá uppsegjanleikann heldur og kysi hann enn. Hann er að visu dá- litið tvíeggjaður, en vafaminni og mér kærari en hinn. En eg játa það jafn- hreinskilnislega, að mótstaða Dana og ástandið i landinu svifta mig allri von um það, að ná þessum kosti svo langt sem mín augu sjá, og mér ægja jafn- vel 50 ár, hvað þá heldur 100 ár, eða 150 ár, sem sumir menn hafa nefnt. Eg uppgafst alveg á því, að sannfæra mig um og stappa í mig stálinu að neita öllum sáttatilraunum, ef þetta fengist ekki. Eg virti þá fyrir mér varakröfu okkar frá 1908: að fá þá hlutdeild í stjórn sameiginlegu málanua, sem trygði okkur þau að fullu, og eftir þeim bókum um ríkjarétt og rikja- sambönd, sem eg hefi séð og teknar eru gildar víða um lcnd, fullyrði eg að það sé ómótmælanlegt, að þetta, sem við förum fram á tryggi það að fullu, að íslenzka rikið verði talið frjálst og fullvalda, eins og mér skild- ist Guðmundur Hannesson lika leiða hér rök að áðan. Það skorti á uppkastið 1908, að þar sást það hvorki á pappírnum né í fram- framkvæmdinni, að ísland væri ríki og þvi síður fullvalda, og bætur minnihlut- ans á alþingi 1909 bættu ekki upp svo dygði. Þar mátti með miklum rökum rengja fullveldið að minsta kosti. Hér sé eg engin föng á að það verði rengt. Ráðherra okkar í Kaup- mannahöfn sýnir öllum þjóðum að við eigum málin með Dönum, og að Danir hafa viðurkent það. Við kost- um hann ekki til að fara með græn- lenzk mál eða kínversk. Það hlýtur að verða meðferð vorra mála, sem hann er settur til að annast. Hér sannar bæði bókstafur og framkvæmd, að vér eigum málin og höfum því ekkert afhent og engan rétt af oss samið. Eg skal ekki tala langt um það, hversu heppilega þessi grundvallar at- riði eru orðuð. Eg hef ekki hugleitt það nægilega. Eg var á engum samn- ingafundum með andstæðingum okkar og átti ekkert tal við þá um þetta fyrri en samkomulag var orðið um þessi atriði. Og eg fann ekki ástæðu til að fara svo smásmuglega út f orðalagið, þar sem eg get lýst því hér eins og hin- ir, að orðalag alt og jajnvel einstok at- riðieru aðeins bráðabirgðasmíði, sem undir- skrijendur erti aðeins bundnirt við innan vissra takmarka, sem peim einutn er kunnugt um. Vér höfum þegar breytt atriði, sem vel má kalla merkilegt, eftir það að undir var skrifað og fleiri hafa komið til tals og eg hygg sannast, að enginn okkar viti enn hversu þetta verður orðað, þegar vér leggjum það fram fyrir flokkana og almenning, og því var það ilt, og i alla staði rangt, að láta prenta þetta eins og fullbúið samningsfrumvarp frá semjenda hendi. Það ættuð þið og að geta sagt ykk- ur sjálfir, hjálparlaust af mér, að lítið verður úr flokki, ef ekki verða í hon- um fleiri en þessi rúm tylft manna og ólíklegt, að þeir hafi skuldbundist til að taka engum breytingum hvorki frá flokkum, þjóð né þingi. Af þessu hlýtur ykkur að skiljast, að það getur ekki verið tilgangur semjenda, að neinn þröngvi öðrum til að standa við þessa frumvarpstilraun, sem bókuð er einungis til þess að þeir skilji hverir aðra. Eg hefi þvert á móti ekki getað betur séð, en allir vinni hér að með þeim einum hug, að fá sem mest og bezt af réttindum að auðið væri við- urkent þessu landi til handa. En hvort ykkur og þjóðinni þykir það nóg, ja, um það dæmið þið og ipin, og ef þið viljið enga samninga við Dani, þá er góður tími til að ónýta að fullu þessar tilraunir okkar á því fullu ári eða hálfu öðru, sem hlýtur að líða þangað til þetta er komið í kring, og halda við sama ófriðnum ef hann er svo æskilegur. Hitt hafði eg vonað, að við gætum nú allir staðið saman og reyndum að hafa þau áhrif hver á annan og á þetta mikla mál, að við gætum nú loks unnið hér fagran sigur. -i X------:- Hötðinglegar sumargjafir. Kvenfélag Fríkirkjusafnaðarins hér í Reykjavík, og ýmsar ágætiskonur í Fríkirkjusöfnuðinum, bæði utan Kven- félagsins og innan, sýndu kirkju sinni. mjög göfugmannlega ræktarseuii fyrir sumardaginn fyrsta. Kvenfélagið lét á sinn kostnað setja himinn yfir pré- dikunarstólinn, mála hann upp ásamt altari, altarisbríkum og grátum; og konur, utan félags og innan gáfu nýja dúka á gólf kirkjunnar, ganginn eftir miðri kirkju, tröppurnar upp á altaris- pallinn, altarispallinn sjálfan og fyrir framan altarið. Þessar umbætur eru kirkjunni til stórmikillar prýði, og til að gera hana vistlegri og ánægjulegri, enda hafa þær kostað svo hundruð skiftir króna. Þetta er þvi drengilegra og örlát- legra frá kvennanna hendi, sem þetta sama kvenfélag hefir áður gefið kirkj- unni stórgjafir, t. d. altarisklæði for- kunnarfagurt og altarisstjaka; og kost- uðu þeir gripir lika mörg hundruð krónur. Slik ræktarsemi við kirkju sína er fágæt, og þess verð, að hennar sé minst til maklegs lofs er hana sýna. Og þetta er því ánægjulegra, sem það er gert af fúsum og frjálsum vilja, án allra lagaboða og íhlutunar frá öll- um stjórnarvöldum. Mörg kirkjan hér á landi mundi ánægjulegri og vistlegri, ef í mörgum söfnuðum væru margar konur, sem væru jafnræktarlegar við kirkju sina, sem þessar konur. Kunnugur. ------4------ Húsbruni á Akureyri. (Slmfregn). í nótt brunnu 4 af húsum Otto Tuliniusar á Akureyri til kaldra kola: hús það sem afgreiðsla Thorefélagsins er í, pakkhús, fjós og hlaða. En sjálft íbúðarhús Tuliniusar, sem einn- ig er í verzlun hans sjálfs, lét eldur- inn ósnert. Um upptök eldsins er ókunnugt. Aflabrögð á Austfjörðum eru sögð mikið góð orðin. Vænir hlutir á Eskifirði. Reykjavikur-annáll. Aflabrögð. f>an eru nú heldur lakari en undanfarið. f'essir botnvörpungar eru ný- lega komnir inn: A. G. með 20,000 (eftir 6 daga), Bragi með 43,000, Skúli fógeti með 22,000, Skallagrimur með 26,000. Alþýðufræðsla. A morgun talar jungfr. Inga Lára Lárusdóttir um heimilitiðnað á Norðurlöndum. Dánir. GHsli Erlendsson, Lindargötu, 19 ára. Dó 26. apríl í Heilsuhælinu a Yifils- stöðum. Hafnarlánið. Svofelda tillögu um hafnar- lánið gerði bæjarstjórn á laugardaginn var: Bæjarstjórnin samþykkir að taka tilboði dags. 4. okt. 1911 frá Privatbanken í Kaup- mannahöfn, den danske Landmandsbank, Köbenhavns Handelshank og Köbenhavns Laane- og Discontobank um lán til hafnar- gerðar í Reykjavik, að upphæð 800,000 kr. og þá um leið tilboði Landsbanka íslands og íslandsbanka um 200,000 kr. lán frá hvorum þeirra með sömu kjörum í sama tilgangi. Jafnframt lýsir bæjarstjórnin yfir þvi, að hún kýs heldur að taka lánið með 6 °/„ af ákvæðisverði og endurborgun al pari, heldur en með 97 °/0 og endurborgun með 103. Hjúskapur. Ágúst Jósefsson, Bræðraborg- arstig 1 og Margrét Dorvaldsdóttir. Q-ift 23. aprii. Kolaskip eru nú farin að sýna sig bér i bæ. Þrjú komin nýlega: til Björns Guð- mundssonar, Garðars Gislasonar og P. J. Thorsteinsson & Co. Má væntanlpga fara að búast við lækkun kolaverðsins úr þessn. Lúðrafélag Reykjavikur leiknr á iúðra á Austurvelli kl. 6 á rnorgun. Messur. í dómkirkjunni á morgun kl. 12 sira Jóhanu Þorkelsson (ferming). Engin siðdegismessa. I frikirkjunni kl. 12 sira 01. Ólafsson. Skipafregn. Bergenshus fór 22. þ. mán. til útlanda. Meðal farþega Gunnar Egils- son. Botnia fór i gær frá Þórshöfn. Getur væntanlega komið hingað aðra nótt. Sumardagurinn fyrsti rann upp með hinu ástúðlegasta sumarbliðuveðri, sólskin og logn og sumarhiti. Betur varð eigi á kosið. Náttúran og almanakið komu sér mætavel saman. Það var reglulegur swwíardagnr. Enda var bærinn i hátíðarskrúða, fánar á hverri stöng og bæjarbúar i hátiðarskapi. — Það eru fáir dagar á árinu, sem eiga jafnmikil ítök í hugum íslendinga. Margt var sér til gamans gert hér í bæ þann dag, eins og lög gera ráð fyrir. Um kvöldið var leikið á lúðra á Austurvelli og þótti góð skemtun, svo sem ella, að hlýða a hljómleikana og >sýua sig og sjá aðra«. Þá hugulsemi sýndi BrynjóLfur Þor- Idksson söngkennari sjúklingunum í Laug- arnesi að fara þangað inneftir með 80 barnaskólabörn, er sungu fyrir sjúklinga eina kl.stund þeim til mikillar ánægju. Sumargleði stúdenta á siðasta vetrardag varð ágæt fagnaðarsamkoma. Yfir borðum voru fluttar ræður iyiir minni Islands (Björn Þórðarson cand. juris) og fyrir minni kvenna (Sig. Guðmundsson mag. art.). En þegar borð voru upp tekin, voru sungin nokkur lög. Því næst bauð Hannes Haf- stein sumarið velkomið með snjallri ræðu og á eftir var sungið kvæði Þorsteins Er- lingssonar, það sem birt er á öðrum stað í blaðinu. Þá talaði Einar Hjörleifsson áheyrendum til mikillar ánægju. Mun Isa- fold birta erindi hans í næsta blaði. Loks lék Jón Norðmann á pianó af mikilli snild. Svo var dansað og skemt sér — fram úr sólarupprás sumardagsins fyrsta. Sænsku þjóðdansarnir verða sýndir 1 kvöld i Iðnaðarmannabúsinu. Það verður liklega eina tækifærið fyrir bæjarbúa til þess að kynnast þeim og skyldu menn, sem tæki hafa á þvi eigi láta það undir höfuð ieggjast. Og eigi spill'r það heidur, að fá sænsk þjóðlög og þjóðvísur i þokkabót. Askorun. í Þjóðólfi sál. 47. tbl. síðastl. ár, er grein um fasteignalán eftir Eggert Briem frá Viðey. Er þar m. a. sagt mikið af ráðleysu-braski og valda-mis- brúkun sýslunefndar einnar hér á landi út af kaupfélagsstofnun og stóru láni, sem út af henni hafi lent á einni sveit landsins, og faiið um þetta mörg- um orðum. Eg geri nú ráð fyrir, að sýslunefnd- ir og sveitarfélög landsins alment vilji eigi liggja undir þessum áburði grein- arhöf. og skora því á hann að til- greina hvaða sýslunefnd og sveitarfé- lag hafi misbrúkað vald sitt, svo sem hann segir. Sýslunefndarmaður. -----tíSfcr--

x

Ísafold

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ísafold
https://timarit.is/publication/315

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.