Ísafold - 27.04.1912, Blaðsíða 3

Ísafold - 27.04.1912, Blaðsíða 3
ISAFOLD 95 Pistlar úr sveitinni. Skagafjarðarsýsla, 23. niarz 1912. Fátt hefir borið til tíðinda frá því, að eg skrifaði síSaat. Vetur þessi hefir verið einmuua góður. Þó gekk Góa í garð all ylgd á brún með norðanhríð allsnarpri, en það hefði gömlu mönnun- um þótt góðs viti, eins og hinn forni kveðlingur bendir til, ef kveðling skyldi kalla: »Grimmur skyldi Góudagurinn fyrsti, annar og hinn þríðji, þá mun Góa góð verða«. Þetta erindi sýnir og, að ekki hefir mönnum áður fyr líkað, nema hret kæmi á Góu: »Ef hún Góa öll er góð, ítar til þess muna, Þá mun Harpa hennar jóð herða veðráttuna«. Skepnuhöld eru alstaðar í bezta lagi, þar sem eg þekbi til, og mestu likur á, að miklar heyfyrningar verði á komanda vori, ef það verður eigi því harðara, sem ekki er enn útlit fyrir. Fátt af hrossum hefir verið tekið á hús, ekki nema örlaka tryppi og tuskufolöld. Flest útigönguhross eru enn i haustholdum hér um slóðir. Sýslufundur var haldinn fyrir nokkru; stóð hann yfir 6 daga, frá 19. febr. til 24. s. m. að kveldi. Mörg málefni komu fyrir fundinn, yfir 70 að tölu, en flest smá. Samþykt var, að láta gera bryggju á Sauðárkróki. Hafði síðasta þing veitt 3000 kr. til bryggjusmíðar þessarar. Aætlað er af verkfræðingi landsins, að bryggja þessi muni kosta frá 8000—9000 kr.; leggur s/slusjóSur til 3000 kr. og Sauðarárkrókshreppur jafna fjárhæð í viðbót við landssjóðs- styrkinn. Samþykt var einuig, að halda hrossas/ning á sumri komauda á Sauð- árkrók, seint i júnímánuði, og lagði sysl- an fram fó til sýningarhaldsins. Búnað- arfólag Islands styrkir eiunig s/ningu þessa. Er ekki ólíklegt, að þetta megi að gagni verða. S/ningar örfa áhuga manna á kynbótum. Hestar hækka óðum í verði í útlóndum og verða að líkind- um, er stundir líða fram, aðalverzlunar- vara þessa hrossauðga héraðs. Fyrir s/sluuefndina kom hið mesta út Bvarskærumál, er enn hefir akotið verið til syslunefndar. Sókn og varnir voru svo langar í málinu, að s/slumaður var 2l/4 kl.tíma að lesa upp romsu þessa, og er hann þó afburðarlesari, eins og allir vita. Hver samanburðarmanua, 6 að tölu, sendu heljarmikla vörn skrif lega í málinu. Þótti vasklega gei't af s/slumanni, að endast til að Iesa upp þessa romsu í einni kviðu, og furðu mestu, að hann skyldi eigi »þrjóta eyr- endit«. Höfðu menn hið mesta gaman af, því varnirnar voru smellnar og vel ritaðar, þótt nokkur þústur fylgdi. Skaut einn utanfundarmanna vísu þess- arri að undirrituðum, meðan á upplestr- inum stóð: »Kalt var seggjum í sinni. fcóttust menn með penna; báru á sviði sára sex fleir móti einum. Vopnadjarfur goðinn varðist vel í hildar-eli — ollu skjöl bragna bölið — blek féll um — kæruvelli. Mikill vágestur er tæringin að verða, bvo að eg snúi mór að alvarlegum mál um. A einu heimili hór eru 2 börn dáin með stuttu millibili, og hið þriðja liggur, og í flestum hreppum s/slunnar verður hennar meira og minna vart. Heilsuhælið á Vífilsstöðum kemur enu að litlu haldi. Veran þar er d/r og og fæstir svo efnum búnir, að þeir geti kostað sig eða sína á því. Alþingi ætti því að hlaupa hór undir bagga með ríf- legu fjárframlagi. Hór er um almenn- ingsheill að ræöa, er alþjóð varðar. Fjár- framlag alþingis til Heilsuhælisins, er hneykslanlega lágt, þegar litið er til þess, hve órlátt það er á, að veita /msa óþarfa bitlinga. Það kostar t. d. fjölda skálda, sum að vísu að verðleikum, en sum, 8em að róttu lagi geta eigi talist nema rímarar eða ferskeytlumenn. Þjóð- in á heimtingu á því, að fé hennar só varið vel og viturlega. Þjóðin krefst þess, að reynt sé, að stemma stigu fyrir tæringunni, og hún mundi verða alþingi þakklat, ef það verði ríflegum hluta af landsfé til þess að kveða niður þennan vágest. Til þess að unninn yr'ði bráður bugur á tæringunni, og Heilsuhælið kæmi að tilætluðum notum, þyrfti að veita því svo mikinn styrk af landsfé, að dag- gjald yrði eigi meira en 50 aurar, eða jafnvel nokkrar gjafvistir. Þingmeun ættu að láta /misleg fjárframlóg, er eigi hafa eins br/na þörf, þoka fyrir þessu. Flogið hefir fyrir, að s/slumaður vor, P á 11 V. B j a r n as o n, só að sækja héðan. Að honum tel eg hina mestu eftirsjá fyrir Skagfirðinga. Hann er ágætis yfirvald, og hinn skylduræknasti í hvívetna, ljufur í viðmóti og drengur góður, lagamaður með afbrigðum og skjótur til úrskurða. Var um hann kveðin þessi staka, er hingað barst sú frótt, að hann ætti að taka við s/slu þeasari af ágætismanninum Eggert Briem skrifstofustjóra: »Enn er hérað okkar skreytt ungum laga Njáli; aldrei verði hans úrskurð' breytt auSnan fylgi Páli. Læt eg hór staðar numið að sinni, en sendi ísafold línu af n/ju við hentug- leika. Hólmkell. M/rasýslu, 18. april 1912. T í ð a r f a r hefir veriS hið ákjósan- legasta ( allan vetur. Elztu meun muna varla jafn mildan og úrkomulítinn vet- ur. Jorð hefir verið snjólaus að kalla má alt upp til fjalla ; og þásjaldan snjór hefir kornið, hefir hann þegar tekið upp aftur. Utbeit hefir því verið mikil í öllum sveitum s/slunnar, eins og víða um land ; en heldur þykir hún reynast lótt. Hey hafa því gefist talsvert, af því menn hafa ekki þorað að treysta á beitína, svo veturinn verður víða talinn meðal gjafavetur, eða vel það. Af því beitin er svona lótt, eru menn hræddir um, að fé þoli illa vorbeit, einkum ef kuldar og næðingar verða. Þó er von- andi, að það verði ekki að tjóni, því skepnur munu vera víðast í góðu standi. Skepnuhöld hafa verið allgóð. Nokkuð víða hefir stungiö sér niður bráðapest, og bólusett fó drepist, engu síður en óbólusett. T. d. er sagt, að á einum bæ hafi drepist yfir 20 fjár, alt bólusett, og svo er þaS víðar, að flest af því, sem drepist hefir, var bólusett í haust. Þykir mörgum það illar búsifjar, að kaupa bóluefni háu verði, sem ekki reynist betur en það, að vafasamt er, hvort nokkur ávinningur er að því að nota það. Kaupfól. Borgfirðinga hefir aðsetur sitt í Borgarnesi. Það flutti inn vcirur síðastliðiS ár fyrir um kr. 110 þús. Þar af hefir þaS selt í söludeild um 37,000 kr. FélagiS var s k u 1 d - 1 a u s t við reikningsskil út á við, bæði bónkum og við sína umboðsmenn. Skuld lausar eignir þess eru taldar vera 16,000 krónur. Það má því segja, að hagur þess só í góðu lagi, eða jafnvel í bezta lagi, eftir því, sem gerist um kaupfélög hér á landi. Að vísu eru nokkrar skuldir innan félagsins, einkum viS söludeildina. En það munu vera skuldir, sem engin hætta er á, aS tapist. Enginn vafi er á því, aS bæSi sláturhúsiS og kaup- félagiS bæta veizlunina stórkostlega hjá okkur og jafnframt ala n/jan og betri hugsunarhátt í viðskiftalífinu. Skilvísi og hags/ni koma í stað óskilvísi og óhag syni og mörg önnur góð áhrif getur það haft á menn, að skifta við félög þessi. Ungmennafólög eru komin á fót í öllnm hveppum s/slunnar, nema í Þverárhlíðarhreppi. Fróðlegt verður að vita hvert gagn þau vinna héraðinu — og landinu. S/rlenzkur m a ð u r var hór á ferð n/lega. Hann var að safna fó fyrir lauda sína, að hann sagði, sem orðiS höfðu fyrir ráuum ræningjaflokks nokk- urs, og væru þar af leiðandi í nauðum staddir. Manni þessum hefir víst orðið vel ágengt að safna fé. Sagt er að hann muni hafa fengið í þrem hreppum hér yfir 200 kr. Undur hvað landsmenn eru greiðasamir við þessa útlendu betlara. Það vantar víst mikið, á aS þeir sóu eins rífir á aurunum þegar skjóta þarf saman fé til innlendra samskota. Gam- an væri að vita hvað mikið kæmi úr þessum þrem fyrnefndu hreppum til Geirs saniskotanna t. d. Ætli það verði ekki eitthvað fyrir neðan 200 krónur. Hvers vegna loyfa stjórnarvóld landsins útlendum betlurum flakk, eri banna landsmönnum það? ÞaS verður ekkí betur sóð en að' útlendingar séu rótt- hærri en landsmenn í þessu efni, bæSi hjá alþýðu og yfirvöldum. En er það sæmilegt fyrir þjóðina aS láta slíkt við- gangast 1 S t j ó r n m á 1 tala menn lítið um nú, en margir eru óánægðir yfir úlfúðinni milli flokkanna og illindunum í blöðun- um, og óska helzt, að endir gæti orðið á því sem fyrst, en hafa þó litla von um, að þetta lagist fyrst um sinn. — Margir mundu fagna því, ef flokkarnir vildu eða gætu komið samkomulagi á milli sítt, sem báðir flokkar mættu vel við una, því menn sjá, að þetta feikna ósamlyndi, sem verið hefir, er til niður- dreps fyrir landið, að meira eða minna leyti í öllum greinum. Brunastöðin nýja. Bæjarverkfræoingurinn og trésmiðirnir. (Þaí haf'a verið hálf'geroar brösur milli bæjar- verkf'rœðingsina. hr. Benedikts .lónassonar, og trósmiöa hér i bje út at byggingu hinnar nýju brunastöðvar. Isafold flytur í dag athuga- semdir af' beggja halfu, en lætur þess um leiö getio, að með þessum greinum er nmræðum um það mal lokið hér i blaðinu). Siðastliðið haust var boðin út tii bygg- ingar aðalbrunastöð fyrir Rvikurbæ, og Bkyldr húsið stnnda við Tjarnargötu. Ymsir múr- og steinsmiðir gerðu tilboð um bygg- ingu hássins, og voru það aðallega menn, er áður höfða að sér tekið stærri bygging- ar, bæði innan bæjar og utan (og lokið við þær án þess að fi sérstakar athagasemdir frá umsjónarmönnum byggingannaj. Lægsta tilboð i brunastöðina var 15,480 krónur. Þótti bæjarstjórn engu tilboðanna Binnandi vegna dýrleika, þar sem verkfræðingur bæj- arina hafði gert áætlun um kr. 10,600 — fylgdi þessari sinni kostnaðaráætlun svo fast fram, að bann að sögn vildi tryggja hana með stöðu sinni og áliti. Var því mjög eðiilegt, að bæjarstjornin hafnaði til- boðunum, þótt óllum, sem nokkuð hafa fengist við byggingar hér, fyndist óhugs- andi að byggingnnni yrði lokið fyrir þessa upphæð, enda þarf ekki lengur að efa, að húsið verður mun dýrara, og það þó vinnn- lann hafi verið óvenjnlega lág, til dæmis borgað fyrir hleðslu á tveim reykháfnm og alla sléttun á múr innanhúss c. 100 kr.! Og fyrir alla trésmlði innanhúss (að undan- teknum stigum) c. 350 kr. Auk þess vil eg benda á að ómögnlegt hefði verið hverj- um af þeim er tílboð gerðu að haga verk- inu eins og gert hefir verið, af þeirri ástæðu að timafrestnr var stuttur. T. d. nema dag- sektir frá 1. jan. 1912 nær átta hnndruð krðnum; eru þó ótaldar allar dagsektir 1911, sem líka nema miklu fé. Ef til vill bendi eg siðar á f leiri atrið, er snerta bygg- inguna og getnr verið að þau skiftist a um að hækka og lækka byggingarkostnaðinn. Nú fyrir stuttu var boðin út ó'nnur bruna- stöð við Framnesveg. Alls koma fjögur tilboð um bygginguna. Þrjá þeirra námu frá kr. 3175 til kr. 3415. Eitt tilboðið var rúmar 4000 krónur. Öll þessi tilboð þótti brunamálanefndinni ótæk vegna þesB, að þá hafði verkfræðingnrinn gizkað á, að húsið mundi mega byggja fyrir kr. 3000 — liklega gert þessa áætlun samkv. tilboðun- um, og þó þótti bæjarstjórn ótækt að tapa kr. 176—415(1) og aukagreiðslu til eftirlits- manns við byggingnna, seni einn bæjarfnll- trúi gerði mikið úr! Hvað á verkfræðing- ur bæjarins að gera? Á hann ekki að lita eftir öllu byggingarlegu fyrir bæjarins hönd? Eða hvað var honum ætlað þe^ar hann tók starfið að sér? Eða er þetta gjört til að gabba menn og spilla atvinnnvegum þeirra? Þeir fá þó óátalið að bera byrðar gæjar- ins eftir mætti. Eða tt þetU að eins til að láta einhvern útvalinn afbragðsmann hafa vinnu? Þvi ekki er hægt að ætlast til að þeir, sem að sér tæki slíka vinnn, hafi alls ekkert fyrir vinnu sina og áhættu? Eg fyrir mitt leyti vona, að næst þegar ntboð á verki fyrir bæinn á sér stað með sömu aðferð og síða6t, verði verkfræðing- urinn einn um kostnaðaráætlanina. Við, sem tilboðin gerara, getum heldur ekki vænst þess, að nálgast meir áætlanir verk- fræðingsins næst en að þessu sinni. En eitt getum við gert, og það er að gera ekki tilboð ( neitt, nema þvi að eins að við fánni sanngjarna borgnn fyrir þ^nn tíma sem í þuð fer, að gera tilboð. Það væri strax trygging fyrir þvi, að við yrð- um ekki eins ti'.finnanlega misrétti beittir. Petur Ingimundarson. Eg er ritstjóranum þakklátar fyrir það, að hann gaf mér kost á að svara grein hr. P. I. níi samitnnrlis. Hr. P. I. gpyr rneðal margs annars, að þvi »hvað verkfræðingur bæjarins eigi að gera«. Þvi má svara: Hann á isauit fl. að gæta hagsmuna bæjarius i þvi er að verklegam framkvæmdum lýtnr. Hr. P. I. getur því nanmsst fnrðað sig a þvi, að eftir að lægsta tilboðið í slökkvistóðina i Tjarn- argötu reyndist helmingi (60°/o) hærra en eg hafði áætUð, þá lagði eg það til, að öllum tilboðuBum yrði hafnað. Hvort eg hafi haft rétt fyrir mér, hygg ee að niér sé betur kunnngt um heldur en P. I, enda mun það sjást á sinum tima. En á því get eg glatt hr. P. I., að bærinn hefir sparað alitiega fjárhæð. Hann þarf þv! ekki að kviða því, að byrðar bæjarins né hluttaka hans í þeim, vaxi af þessari áBtæðu. Hr. P. I. virðÍ8t ekki vera Jjóst í hvaða til- gangi verk er boðið út. Aðal tilgangnr- inn er að fa verkið unnið ódýrara en ef verkeigandi sj&lfur léti framkvæma það. T. (1. geta trésmíðameÍ8tarar oftast nær bygt ódýrari hús, heldnr en hver einstaklingur, og það af eftirfylífjandi ástæðum: Þeir hafa reynsln og þekkingn I þessu efni, byggja mörg hús á ári, og sæta því oft betri kjöram en aðrir hjá þeim, sem selja efnivið og þessháttar. Enn freuiur hafa þeir oft vönu3tu og duglegustu mennina i sinni þjónustu. Það ern því llkindi til þess, að þeir geti unnið verkið ódýrara en aðrir, og eftir þvi er verið að sækjast, en ekki eftir þvi, að efla atvinnu , þeirra á kostnað anuara bæjarbúa. Það er t. d. ástæðulaust, að gefa hr. P. 1., þó ekki sé nema 175,00 kr. ef bærinn getu'r bygt 175,00 kr. ódýrara, þvl að ekki ber i.r. P. I. allar byrðar bæiarins. Og ef að bærinn getur sparað 175.00 kr., þá er það jafn hagur fyrir alla, — hr. P. I. sömuleiðis. Annars ætti bæjarscjnrnin mikla þökk sbilið, ef hún gæti koinið byggingameisturiinnm i akilning um það, I hvaða tilgangi þeim er gefinn kostur á að gera tilboð i mannvirki, sem unnin eru fyrir almanna fé. Hr. P. I. nefnir einungis lægsta tilboðið, sem kom í slökkvistöðina ( Tjarnarfrötu (kr. 15,480,00), ef til vill hefir honum þótt leiðinlegra vegna sín og stéttarbræðra sinna, að nefna sum hinna, t. d. eitt, sem var næstum því tviifalt hærra sem sé 29,800,00. Ekki er mér Ijóst við hvað hr. P. 1. á með þvi að telja fólki trú um, að vinnan við slökkvistöðina hafi verið óheyrilega illa borguð, eins og hann kemst að orði. Eg alit ekki að svo sé og hefi ekki orðið þess var, að mennirnir værn óánægðir, enda allir fengið slna umsömdu borgun. Enginn getur víst ætlast til þess, að eg fari að ástæðulausu að leggja það til, að kanpgjald þeirra sé hækkað. Að endingu talar hr. P. I., um það að ekki megi ætlast til þess, að sa, sem gerir tilboð og tekur að sér byggingar, hafi ekki neitt fyrir fyrirhöfn sína. Þetta er mis- skilningnr eins og eg drap á að ofan. Engnm dettur i hug að ætlast til sllks. En þrátt fyrir það, þó verktakandi áætli sér borgun bæði fyrir vinnuna og áhætt- una, þá nær engri átt, að verkið vegna þesB verði svo dýrt, að ódýrara verði að lata vinna það gegn daglaunnm. Ef svo er, verða útboð næsta þýðingarlitil, þvi að tilbjóðendur hafa þá annaðhvort tekið ráð sin sam&n eða eru ekki færir um það verk, sem þeir gera tilboð i. Hvað viðviknr smáskætingi hr. P. ]., þ& hirði eg ekki að Bvara sliku, og læt þeBs um leið getið, að eftirleiðis ætla eg, ef auðið er, að komast hjá að svara greinurn nm þetta efni, hvort sem þær eru frá Pétri eða P&li. B. Jónasson. Hr. ritst.jóri. Eyrst þér hafið verið svo góður að gefa mér tækifæri til að gera at- hugasemdir við svar hr. B. Jónassonar gegn grein minni að framan, vil eg í fám orðum gera það. Eg bjóst satt að segja við þvl, að hr. B. J. mnndi með svari slnu, reyna að gýna að hann meðal annars væri að spara pen- inga fyrir bæinn. Það er ekki nog að við segjnm eitthvað um eitthvað, en getum ekki fært sönnur á það. Eg eins og aðrir verð náttúrlega að blða eftir þessu á sinum tima og verðir þa máske tækifæri fyrir mig að minnast litið eitt á byggingu áminstrar brunastöðvar frá fleiri hliðum. Hvað við- viknr sparnaði á kr. 175 fyrir bæinn, þá er það sagt en ekki sýnt, eins og fleira. Fari seinna húsið jafnmikið fram yfir það, sem hr. B. J. hefv áætlað, eins og hið fyrra, verða þeBsar kr. 175 léttar i vasanum. Hr. B. J. segir að eg nefni að eins lægsta tilboðið I brunastöðina. Vanalega er lægsta tilboðið tekið, og kemnr það vel heim við skýringar hr. B. J. 4 útboðnm. Eg skal nm leið taka fram, að mitt tilboð og fé- laga mins var kr. 16,480. Má vera að hr. B. J. þyki leiðinlegra, að eg tek þetta fram um hæðina, a minu tilboði, en þar sem hann er einn af stéttarbræðrunam (stundaði áður trésmiði) vona eg að hann taki ekki til þess. Þá er kaupgjaldið við brunastöðina. Eg held það sé ekki ofsagt, að ýms vinna haíi verið illa borgnð, t. d. hafa duglegir trésmiðir haft 18—20 aura um tímann, og jafnvel miima. Þvi getur hr. B. J. ekki neitað Annars ætti bæjarstjórnin þökk skilið, ef hún gæti komið verkfræðingum sínum í skilning um, að byggingar þær, sem unnar eru fyrir almanna fé þurfi að vanda meira en það, að glugga og dyraumgerðir í stein- steypnhúsum, seu látnar i blauta veggi, án þess & nokkurn hatt að reyna að koma i Matarverzlun Tómasar Jónssonar, Talsími 212. Bankastræti 10, heflr nú f'engið miklar birgðir at Ostum: Roqucfort, Schweitser, Taffel, Gauda (holl.), Baksteiner, Cammerbr., Södmæik, Eidam, Appetitost og Kloster-ost. Pylsum: Spege, Saiami, Skinke, Pariser, Tunge, Flæskerulle, Kalverulle, Hamborger, Cervelat og ísl. Rullupylsu. RulleKkinke — Skinke — reykt Síðuflesk — saltað Síðuflesk o. m. ín. fl. Til leigu eru nokkrar góðar i- , ,T}.,. ,, ,¦¦*,.,* búðir frá 14. maí á falleaum stað í ! Möttull, m|og imð brukaður, er bænum. Einnig sölubúð á fiölförnustu j nl sölu' ódýit, á Skólavörðustís; 16 A. götu bæjarins — Ritstj. visar á. > ' —---———-—-————™—-—-—-—— Tvo herbergi fyrir einhieypa Góð ibúð til leigu á Klapparstíg ' karlmenn til leigu 14. maí á Grettis- nr. 20. Eggert Ciaessen. ' götu 11. veg fyrir, að tréð drekki i sig vatnið eins og svampur, og að útveggir húsanna þurfi að innan, að vera asfalteraðir (þar hefir bæjarstjómin reynslu af ibúðarhúsi gasstöðv- arinnar). Enn fremur að 4 þnml. þykt malarlag þnrfi nndir trégólfum i staðinn fyrir gróðrarmold. og vindaugn a grunn- niu, þar sem ekki er kjallari (shr. 24. gr. í byggingarsamþyktinni). Hins vcgar þarf varla að hafa mikið fyrir að koma mönn- um í skilning um, hvers vegna hr. B. J. vill eftirleiðis komast hjá að svara greinum nm þetta efni. Pétur Ingimundarson. El'tirmæli. Kristrún Hallgrímsdóttir. Faðir hennar var Hallgrímur Högnason frá Gnðnabakka i Stafholtstungum, Hallgrimssonar samast., Jónssonar í Efranesi, Hallgrímssonar. Það er af Akra-Einns ætt. Kona Högna á Guðna- bakka og föðnrmóðir Kristrúnar, var Krist- rún Loftsdóttir frá Leirvogstungn i Mos- fellssvejt, Þorkelssonar, systir sira Þorlákg i Móum á Kjalarnesi, föður sira Björns á flöskuldsstöðiim, frú Sigriðar móðnr Þor- laks O. JohnsoD, fyrrum knupm. i Rcykja- vik og þeirra systkina. Móðir Kristrúnar Hallnrimsdóttur var Helg* Ásmiindsdóttir frá Eiínarhöfða á Akranesi, Jörgenssonar skraddara á Krossi, Hanssonar Klingen- bergs; það er útlend ætt. Moðir Helgn og þriðja kona Ásmnndar var Grnðlaug örlms- dóttir frá Galtarholti Einarssonar; Guðlaug var systir Guðmundar, föðurföðnrs Ólafa Rósenkranz, leikfimiskennara i Reykjavik; systir þeirra Gnðlangar og Guðmundar var Margrét föðurmi'iðir Sigbvats Borgfirðings á Höfða i Dýrafirði. Sú ætt er fra sira Grími Bergsveinssyni I Görðum á Akra- uesi, en Bergsveinn prestur faðir hans og Guðbrandur biskup Þorláksson vora bræðra- synir. Sá ættbálknr er afarfjölmennur. Helga móðir Kristrúnar fæddist i Elln- arhöfða 20. des. 1814, en fluttist 14 ára gömul að Arnbjargarlæk í Þverárhlið, og dvaldi þar uppfrá eftir það og giftist Hall- grimi Högnasyni. Þan bjnggn á Veiðilœk i Hjarðarholtssokn um eitt skeið, og þar fæddist Kristrún 1. okt. 1833. Dvaldi hán þar nppfrá fyrstu æíiár sin, en flattist 12 ára göraul, 1844, að Elínarhöfða til Elinar móðarsystur sinnar, sem þá var nýgift fyrri me.nni slnura, Þórði Gíslasyni, og dvaldi hún þar siðan um 10 ar hin næstn. 184H var hún staðfest í Garðakirkju með góðnm vitnisburði. Arið eft.ir það hnn kom «ð Elinarhöfða fluttist þangað líka til sömu hjAna 1T vetra gamail piltur, röskur og efnilegur; sá hét Tómas, sonur Erlendar bónda Sigurðssonar og Kristínar Tómas- dóttur, sem fyrrurn bjuggu á Belgsholtskoti, svo k Arkarlæk og Fellsöxl, en siðast á Bekansstöðum. Þau Kristrún og Ti'imas ólust siðan upp hjá þeira Þórði og Ellnn, að fráteknu einn ári, sem Tómas var i Mið- vogi, en það var siðasta, árið seui hann var ókvæntur, því þann ÍJ. desbr. 1854 kvæntist hann heitmey sinni Kristrúnu i Elinarhöfða, en hún var þá 21 árs, en hann 26 ára og þcí margt værí þá nngra sveina og meyja á Akranesi, sem vel var á sig komið, þá þóttu þessi ungu hjón inni í Vogunum með þeim efnilegri. Það var tveimur árurn fyrr en Hannes prófastur Stephensen dó, sem gifti þau og hafði staðfest bæði. Það fyrsta ir sem þau vora í hjónabandi voru þau inni i Vogunum sem vinnuhjú, en flnttust þaðan vorið 1855 á Skagann, sð nýbýli því, sem Hálfdan Jóhannsson bygði þar úr auðn vorið 1852 og nefndi Bjarg. Þessa þurrabúð tóku þau Tómas og Kristrún, ný- giftir frumbýlingar, með litlura og illuni húsakostnm, og settnst þ.ir að með litlnm efnum, en samhentu tápi og ráðdeild. Börn- in hlóðust á þau ár frá ári. 17 alls, en hnsbóndann brast hvorki dug né úrræði að draga að heitnilinu, og hiísfreyjsn lá ekki k liði sínn að sjá um hópinu sinn heima- fyrir, vinna sleitulaust að öllu þvi, sem búinu var til blessunar og létta manni sin- um byrði lifsins með óþreytandi þreki, Bam'ara innilegn umhyggjn fyrir öllum þörfum heimilins, sem varð svo mörgura þurfandi og þreyttnm gestkvæmur garðnr með greiða til reiðu. Tómas var nokkur ár hreppstjóri á Akra- nesi, og var maður jafnan vel metinn af iveitungum sinum, duglegur maður og hepp- inn i öllutn framkvæmdum. Hann dó 8. marz 1881, eftir rúmra 36 ára hjónaband á 53. aldursári. Eftir lát mann6 sins bi>'. Kristrún á Bjargi með sonum sinnm uni 2tí ar, með frábæru þreki og dáðrikri starfseini, sew sönn fyrir- mynd íslenzkra kvenn^ og let aldrei hng- fallast, endn þótt stnniium væri byrinn and- stæður og brotsjóabætt á lifsleiðinui; þvl þótt hún væri jafnan mikils metin, þá munu þeir haía fundist, seru litu meir a sinn hag i viðskiftum við h»na en hennar. Hán gekk oft i fatarbroddi til góðrar fyrirmynd- ar, og lagði kapp á að h'vet'a aðra til him sama, og sem vott þess má þess geta, að frá þvi Tempiarastúkan v*r fyrst stofnnð a Akranesi, var hún i henni til dauðadagB. Slðu'tu 4 æfiár siu var liúu i luísmensku hiáGnðjúni ¦jyiu sinmn, ^n bið síðasta haust, sem hún lifði, kendi hiin megnrar fótaveiki, svo hún flutti.^t þá til Reykjavíkur til Kristinar dóttur sinnar og manns hennar Þorsteins skipstjóra Sveinssonar, sem veittn henni alla mogulega aðstoð i bennar sárn þjáningum, en þrátt fyrir allar tilraunir varð hnn þo ( þeirra hjúkrandi höndnm her- fang dauðans þann 18. janúar þ. árs á 79. aldnrsári. Hún hafði kosið st'r legstað hj4 manni sinum l Görðum, og sóttn synir hennar likið til Reykjavikur og fluttu upp til Akraness þann 22. jsnúar i góðu veðn. Áðnr en kistan var borin á skip fra sið- asta dvalarstað hennar í Reykjavík, flutti síra Bjarni Jónsson húskveðju, og var þá úthlutað kvæði eftir síra Friðrik Friðriks- son, sem kveðju fri þeirri framliðnn til vina hennar og þeirra, sem síðast hjiikruðu henni. Þegar npp á Akranes l,om *ar tekið móti líkinu með fjölroenni; gengu Templarar fyr- ir með fána sinn beim að heimili hennar. Laugardaginn 27. janúar fór jarðarförin fram frá heimili hennar; var þar haldin húskveðja af Jóni prófasti Sveinsgynt og Runpin k eftir kveðja frá börnnm hennar og tengdabörnnm. eftir sira Fr. Fr. Svo var likið horið í kirkju og haldin líkræða af Jóni prófasti,, en sungið á eftir snoturt kvæði eftir Agnst Jónsson í Keflavik og úthlutað prentaðri grafskrift eftir Guðmnnd skild Magnússon. Síðan var likið borið upp að Görðum og fani Templara borinn á undan likfylgdinni, en fánar blöktaðn k hálfri stöng á Skaganam hvervetna þar sem j þess var kostur. Sfgt var að sú likfylgd t hafi vtrið ein hin fjölmennasta á Akranesi, ! að þvi er menn muna. Að endaðri jarðar- j förinni var ættingjum og vinum boðið til miðdagsverðar, að sið hinna fyrri manna, 1 og að öllu var jarðarförin bin veglegasta, I — en enginn krans var lagður á kistnþessa , heldur máttu þeir er viidu gefa I þess stað j fil liknarstofnunar, og var það beínt eftir I ósk hinnar framliðnu: | Af 17 börnum þeirra h.ióna dou 5 i æsku i og 2 uppkomin, en 10 lifðu móður sina, 21 I barnabarn og 1 barna-barnabarn. Þau sem j lifðn múður sina em: 1, Guðlaug, gift : Bergsteini Jóhannssyni i Keflavlk. 2. Hall- fríðnr, ógift. 8. Hallgrimur, giftur Súsönnu Olausen, ekkju Stefáns GeirBsonar Baoh- raanns. 4. Heiga, gift Edilon skipstjóra ' Grimssyni i Reykjavik. 5. Erlendur Krist- 1 inn, giftur Kristínn Sigurðardottnr; voru , bræðrabörn. 6. Kristmann, giftur Helgu ' NielsdUtur frá Lanibhúsum. 7. Guð.jon, i giftur Msrgréti Helgadóttnr frá Litla-Bakka. 8. Kristín, gift Þorsteini sHpstjóra Sveinn- ayni i Reykjavik (hjá þeim hjorram dvaldi 1 Kristrún síðast og dó þar). 9,- Benedikt, , giftur Guðrúnu Sveinsdóttur úr Reykjarik. I 10. Guðrún ógift i Revkjavik. I S. Tíðindasmælki handan um haf. — Viktor Napoleon Bonaparte, sá er sit; telur réttboiinn til ríkis á Frakklandi, kvœtitist í fyrra Clementínu, dóttur Leo- jiolds Belgíukotnuifíp. Nú er kona hans kominn a steypirinu, og pritisinn vill ólmur,. aS hún ali bartiið á frakkneskri mold. En konan er ekki ferðafœr frá Brfissel, og því hefir prinsinum dottiS þaB »snja)lræ?ii« í htip, að pafita nokkra poka fulla af mold frá Frakklandi, og liefir hann nú sáldrað úr þeini á gólfið í svefnherbergi konu sinnar. — Kópaskiun hafa stígið svo mjög í verði á síöari árum, að nú fœst áttfalt meira fyrir hvert skinn en fyrir 40 ir- um. — Bœjarfélagið í Freiburg hefir stofn- aS og hefir haft nú um mörg ár yni3 fyrirtseki fyrir sinn reikning, svo seni veðlánsstofnun, lífsábyrgðarstofnun, leik- hús, dagblað, Fjðlda veitingahúsaog alla skólaua í borginui. limgönguinio'a á söngleik er hægt að kaupa þar á 35 aura og kvöldverð á eftir á 25 aura.

x

Ísafold

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ísafold
https://timarit.is/publication/315

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.