Ísafold - 01.05.1912, Blaðsíða 2

Ísafold - 01.05.1912, Blaðsíða 2
98 I8AF0LD að leika á hljóðfæri sín, er slysið bar að. Lék fyrst hressandi fjörlög til þess að hugga skap sitt og annarra. En er Titanic fór að lækka á sjónum tók sveitin að leika sálmalög, og er skipið sökk mátti heyra til fjarlæg- ustu bátanna óminn af brezku sorgar- lagi: »Autumn« (haust). Með það lag á vörunum sökk hljóðfærasveitin ásamt Titanicl Ógurlegt augnablik. Því lýsa skipbrotsmenn, sem hinu ógurlegasta augnabliki æfi sinnar, er Titanic hvarf sjónum þeirra. Stafninn sökk í sjó, en skuturinn reis hærra og hærra, unz hann stóð beint upp í loftið i oo—15° fet — ofansjávar. Svo stakst báknið á kolsvartakaf niður í sjávardjúpið. — Um það farast einum sjónarvotti svo orð: Þd bárust að eyrum voruni hin skelfi- les’ustu hljóð, sem mannlegt eyra getur heyrt. Það voru óp félaga vorra, svo hundruðum skiýti, um hjálp, neyðar-óp, sem vér vissum, að eigi var unt að svara. Á flekum og borðum. Einn þeirra, sem sökk með Titanic, var ameriskur höfuðsmaður, Gracie að nafni, en hann komst af — og segir svo sjálfur frá: Eg sökk með skipinu, en þegar eg var kominn í sjóinn fanst mér, svo sem mér væri ýtt langar leiðir áfram af miklu afli. Liklega hafa spreng- ingar neðansjávar valdið þessu . . . . Eg komst upp á yfirborðið — að mér fanst eftir óendanlegan tíma — gat synt og komst loks að timburfleka einum og hafði mig upp á hann. Hringinn í kring voru veinandi menn á sundi í dauðans angist. Rekinn fyltist brátt fólki og var eigi annað sýnna en að hann hlyti að sökkva, ef nokkur maður bættist við. Þá var komið að þyngstu hörmungunum, er við urðum að hrinda frá hinum drukn- andi mönnum. Angistarópum þeirra gleymi eg ekki, meðan eg lifi. En annars var ekki kostur: Ej nokkur ykkar ketnur enn upp á flekann sökkv- um við allir. — Og margir skildu þetta: Góða ferð, sögðu þeir, og guð fylgi ykkur. Meðal þeirra, sem sumir þóttust hafa séð á flekunum, voru William Stead, hinn heimsfrægi rithöfundur og friðarvinur og Astor. Hefir þá líklega kalið til dauða. Carpathia kemur til hjálpar. Gufuskipið Carpathia, eign Cunard- félagsins, sem var á leið frá New- York til Norðurálfu — var það skip- ið, sem næst var Titanic, þegar slys- ið varð. En það var þó svo langt burtu, að það kom eigi að fyr en í dögun. Björgunarbátarnir voru þá dreifðir um 21 sjómílna svæði innan um reka- ís. Það tók þvi nokkurar kl.stundir að tína upp skipbrotsfólkið. Nokkrir voru þá dauðir úr kulda og aðrir viti sínu fjær eftir þessa hörmunganótt. Farþegi einn á Carpathíu hefir skýrt frá því, að bátarnir hafi sumir verið sökkhlaðnir, en aðrir lítt hlaðnir, fólkið ákaflega aðfram komið. Á Carpathiu var skipbrotsfólkinu hjúkrað svo vel, sem unt var. Og þegar það var búið að fá á sig föt og eta morgunverð var haldin hrífandi guðsþjónusta. Carpathia kom svo til New-York föstudag 19. apríl. Árásir á White-Star-fólagið og forstjóra þess. Gufuskipafélaginu, sem átti Titanic, hefir verið legið mjög á hálsi fyrir það, hversu illa Titanic hafi verið búin að björgunarbátum — og félagið eigi getað fært sér annað til afsökunar en gömul og nú orðið úrelt lagafyrirmæli, er svo skipa fyrir, að skip stærri en 10.000 smál. skuli hafa 16 björgun- arbáta. Það jók og á gremjuna gagnvart félaginu, að í fyrstu bárust falskar símfregnir um tjónið, að svo lítið hefði að Titanic orðið, að haldið hefði áfram o. s. frv. Veit enginn hvaðan símfregnir þessar stafa, en forstjóra félagsins, Bruce Ismay, sem var einn farþega á Titanic, kent og talið verið hafa bragð af hans hálfu til þess að fá endurtrygt skipið og sitt af hverju innanborðs, áður en hið sanna kæmi í ljós. Þessi Ismay var og sakaður um að hafa aðeins hugsað um sjálfan sig og sína vini, er slysið bar að. — Hafi hann þegar trygt sér einn björgunar- bátinn og gert sig með því beran að bleyðimensku. Rannsóknarnefnd hefir þegar verið skipuð til þess að komast fyrir þetta alt, og próf hafin í New-York. Ismay neitar öllum sökum. Sá hefir þó orðið endirinn, að rann- sóknarnefndin hefir kyrsett Ismay for- stjóra í New-York og sömuleiðis 4 fyrirliða Titanic og 12 skipverja aðra. Þingmaður einn í öldungadeildinni, Rayner, hefir krafist þess, að hafin verði sakamálskæra á hendur Ismay og öðrum stjórnendum White-Star- félagsins. Leit eftir líkunum. Tvö skip var búið að senda, er síðast fréttist, til þess að leita að lík- um hinna druknuðu manna. Annað skipið fann bráðlega um 100 lik, Af þeim þektist helmingurinn — og þau likin hafa verið flutt til lands, en hin, sem eigi þektust, sökt aftur í sjóinn. Sitt af hverju. Staðurinn, sem Titanic sökk á, er 300 mílur enskar suðvestur af Kap Race á Newfoundlandi, á 41. stigi og 16 mín. norðurbr. og fo og 14 mín. vesturbr. Sjórinn þar er nál. 2000 faðma djúpur eða 12000 fet — nærri tvisvar sinnum hæð Öræfajökuls. Ekki eru svo sem tiltök að kafa þess hefir Hallgerður Kol í selferðum þá — og fyrir þá sök getur Atli drep- ið hann fyrir Bergþóru um þingtím- ann. En þetta er minst. Eins og þessi leikur var hafinn, gat enginn verið í neinum vafa um þaö, að nú mundi setið um líf Atla, meðan Gunnar og Njálssynir yrðu á þingi. Þau Berg- þóra og Atli tala um það hvað eftir annað. Njáll vill koma honum burt, austur a Austfirði. En Atli segir, að sér þyki betra að látast í hans húsi en skifta um lánardrotna. Njáll lofar, að ekki skuli koma fyrir hans þræls- gjöld, og Bergþóra lofar, að hann skuli verða hefnt. En hvers vegna eru ekki hafðar gætur á manninum ? Hvers vegna taka Njálssynir hann ekki með sér á þingið ? Eða hvers vegna er ekki að minsta kosti varast, að hann fari einförum? Hvers vegna er gerð- ur leikur að því að láta drepa hann? Þegar þeir eru riðnir á þing, Gunnar og Njáll og synir hans, sendir Berg- þóra Atla upp í Þórólfsfell að brenna þar skóg, og þar er hann einn að verki. Þess vegna getur Brynjólfur rósti unnið á honum fyrir Hallgerði. Enn óliklegri er frásögnin um Brynjólf rósta um næsta þingtíma þar á eftir. Bergþóra sendir Þórð leys- ingjason til þess að vinna á honum. Hann fer beint til Hlíðarenda, lætur kalla Hallgerði sjálfa út, og spyr hana eftir Brynjólfi. Hún visar honum til Brynjólfs frænda síns, til þess að hann geti reynt að drepa hann. Auðvitað er Brynjólfur ekki heima, heldur ein- förum niðri i Akratungu. Þeir eru aldrei heima, og þeir fara allir einför- um, sem söguhöfundurinn ætlast til að séu vegnir. Þá er loks víg Þórðar leysingja- sonar. Nú ætlar Njáll að vera varkár og fara með hann á þingið, til þess að gæta hans. En rétt fyrir þing sendir hann samt Þórð austur undir Eyjafjöll. Hann á ekki að vera í braut, nema eina nótt; en þá hleypur vöxtur í Markarfljót, svo að langt er um óreitt. Njáll bíður eftir Þórði eina nótt, fer þá af stað, og leggur svo fyrir, að Bergþóra skyldi senda hann til þings, þegar er hann kæmi heim. Bergþóra legst þetta undir höf- uð, sendir fyrst Þórð upp í Þórólfs- fell — til þess að Sigmundur og Skjcldur skuli geta vegið hann, þar sem hann er — auðvitað — einn á ferð. Eg fór að hugsa um alt þetta, og aðrar frásagnir i Njálu, sem eru jafn ótrúlegar. Eg fór að hugsa um, hve fjarri því fari, að hún sé nokkurs kon- ar íslendingasögu-þáttur — að hún sé í raun og veru ekkert annað en skáld- saga i þátíðar-búningi, og sumstaðar svo ósennileg, að miklum andmælum mundi sæta, ef hún væri nútiðar-skáld- saga. Eg fór að hugsa um, að það væri fyrir alt annað, sem þeir, er skyn bera á málið, unna Njálu svo eftir Titanic. Á hlut, sem svarar til mannslíkama hvílir á því dýpi þungi, sem nemur mörgum tugum þúsunda punda. Alt innanstokks i Titanic er þvi splundrað og masað sundur. Það slys sem næst gengur Titanic- slysinu að manntjóni er það, er kvikn- aði í skipinu GeneralSlocum árið 1904. Þá biðu 1000 manns bana. Þessieru önnur mestu sjávarslys á siðustu 20 árum: Ár. Manntjón 1891 Utopia, brezkt skip, fórst af árekstri við öibraltar . . 564 1892 Namchow, brezkt skip, fórst við Kinastrendur .... 509 1895 Reina Regente, spænskt skip, fórst við Kap Trafalgar . 400 1898 La Bourgogne, frakkn. skip 545 1906 Sirio, ítalskt vesturfaraskip, fórst við Suður-Amerikn . . 350 1908 Kutsu Maru, japanskt skip . 300 1910 G-eneral ChaDzy, frakkneskt skip, fórst við Minorca . . 200 Tjónið af Titanic-slysinu er talið vera 54 miljónir króna. Sjálft kostaði skipið rúmar 20 miljónir króna. Skip- ið var að miklu leyti vátrygt. Meðal farþega í Titanic voru þess- ir miljónamæringar: Astor (átti 540 milj. kr.), Guggenheim (átti 360 milj.), Straus (átti 180 milj.), Widener (átti 180 milj.) og Röebling (átti 90 milj.). Pósturinn, sem fórst með Titanic nam m. a. 7 milj. bréfa. Samskot mikil voru þegar hafin eftir slysið. Lord Mayor Lundúna- borgar gekst fyrir þeim þar í borginni. Bretakonungur gaf 9000 kr., og drotn- ing hans 4500 kr., Alexandra drotn- ing 3600 kr. o. s. frv. Þ. 23. april námu þau samskot 1890,000 kr. Samkomulagið í sjálfstæö- ismálinu. í s a f o I d hefir haft fréttir víðsvegar að af landinu — um hugi manna út af því. Alstaðar kveð- ur við hið sama: Það pykja hin mestu gleðitíðindi. Óánægju spyrst hvergi til, út um land. En hér í bæ hefir hennar orðið vart hjá einstaka manni, en það þykir oss líklegt, að hún hjaðni, er menn hafa kynt sér málið og áttað sig betur á því. í stúdentafélaginu var umræðufund- ur haldinn um þetta mál í fvrrakvöld. Guðm. Hannesson, sem er ákveðinn samkomulagsvinur — hóf umræður, en ella má ekkert af þeim herma Svo mæla fyrir lög stúdentafélagsins. Kolaeinkasala. Umræðufundur um hana var haldinn i stjórnmálafélagi Heimastjórnarmanna Fram á laugardagskvöldið og boðið til ýmsum utanfélagsmönnum. Hannes Hafstein hóf umræður með nærri tveggja stunda erindi til varnar einka- sölunni. Með henni talaði auk hans Klemenz [ónsson, en móti henni L. H. Bjarnason, )ón Þorláksson og Þórð- ur Bjarnason. heitt, en þann mannkynssögulega sann- leika, sem hún flytur — að það er fyrir orðfærið og skapferlislýsingarnar, sem eru svo góðar, að við þekkjum mennina, eins og við hefðum um- gengist þá — að það er fyrir skáld- sögueinkennin, listarsannleikann, sem í Njálu er fólginn, að hún er yndis- legasta eftirlætisbókin okkar. Ög eg fór jafnframt að hugsa um alla þá menn á þessu landi, sem trúa þvi, að allar frásagnir Njálu séu sannsöguleg- ar, sem elska Njálu fyrir það, hafa ekki skynbragð á að leggja neinn ann- an mælikvarða á sögur en þann, hvort þær hafi í raun og veru gerst. Eg hafði þá einmitt fyrir fáum dögum átt tal við einn af okkar þjóðkunnu fræðimönnum, sem hafði látið í ljós við mig megna fyrirlitning og óbeit á öllum sögum, öðrum en okkar góðu, sónnu sögum, eins og hann komst að orði. Eg hefi reynt það, að slíkir menn eru miklu fleiri með þjóð okk- ar, en við gerum venjulega ráð fyrir. En nú byrjaði gandreið hugarins. Hann var alt í einu kominn vestur til Winnipeg á mínum fyrstu blaða- menskuárum. Þá kom ýmislegt skringilegt fyrir. Eg hefi stundum verið að hugsa um að skrifa eitthvað af mínum margra ára bíaðamensku- endurminningum, ef þær kynnu að geta orðið einhverjum til gamans. En eg er efagjarn maður, og eg hefi ef- Málaferli E. J. við Landsbankastjórana. Bankastjórarnir vinna algerlega. Svo sem kunnugt er hefir Einar Jónasson málafærslumaður verið með kærur miklar á hendur Landsbanka- stjórunum og málatiibúnað. Hefir þetta málaþras E. [. verið notað óspart af mótstöðumönnum Landsbankastjór- anna til þess að vekja tortrygni á þeim og reyna að skerða álit þeirra — áður en dœmt var eða úrskurðað. En nú eru dómar og úrskurðir falln- ir um þessi deilumál alsýknandi banka- stjórana að öllu leyti, svo að peir hafa af scemdina, í stað skammarinnar, sem þeim var ætluð. Kæra sú, sem mikið hefir verið rætt um í gjaldkeramálinu, er E. J. sendi stjórn- arráðinu á B. Kr. fyrir rangan fram- burð fyrir retti, var úrskurðuð 22. marz af stjórnarráðinu á þá leið, að hún skyldi að engu höfð (»ekki fundið ástæðu til þess að fyrirskipa réttarrannsókn«, segir stjr. i bréfi til E. J.). Þá eru og 2 mál milli E [. og bankastjóranna nýdæmd. Annað málið, meiðyrðamál, sem þeir, bankastj., höfðu höfðað gegn E. J., var dæmt í undirrétti 18. apríl. Var E. [. sektaður um lyo kr., sem er óvenjuhá meiðyrðasekt, og dæmdur i málskostnað. Hitt málið, skaðabótamál, sem E. J. hafði höfðað gegn bankastjórunum og krafðist 65000 kr. skaðabóta, var dæmt 25. apríl. Voru bankastjórarnir sýkn aðir af kröfum E. /., en hann dæmd- ur í málskostnað. Eftir þessi málalok mætti vænta þess að bankastjórnrnir fengju eftir- leiðis að gegna störfum sínum í friði, lausir við óþarfa-ýfingar og áreitni. Til Vosturheims af tilviljun. Meðal farþega á Botníu var Brynj- ólfur Þórarinsson Múlsýslungur, bróð- ir síra Þórarins á Valþjófsstað. Hann ætlaði i fyrra einu sinni með Vestu til Djúpavogs að heimsækja ættingja þar, en Vesta »gleymdi« að koma þar við og hafði Brynjólf með sér til Leith. En er þangað var komið hugsaði hann með sér: Úr því eg er kominn þetta langt er bezt, að eg haldi áfram vestur um haf — mig hefir oft langað til þess. — Og það varð úr. Þess má geta, að skip það, er Brynj- ólfur kom á frá Vesturheimi til Skot- lands var eitt af þeim skipum, sem Titanic náði sambandi við, er slysið bar að höndum. Það var þá 9 tíma sigling frá, en hélt af stað til hjálpar — kom þar að, sem »Titanic« sökk, en sá engin vegsummerki. Mótmæli gegn kolaeinka- sölunni. Eftir því, sem ísafold hefir leitað sér vitneskju um nemur kola eyðsla þeirra sem undirritað hafa mót- mælayfirlýsingu þá gegn kolaeinkasöl- unni, sem birt er hér á öðrum stað í blað- inu, fast að því helming af allri kola- eyðslu landsmanna — og gera þessir menn út 15 botnvörpunga. Útgerðarmenn, sem ísafold hefir átt tal við, halda því fram, að kolaeinka- salan muni tálma botnvörpungaútgerð- inni. Það væri mikið í það varið að fá um það skrifað af þeirra hálfu; því að ef sönnur eða ríkar líkur yrðu að því færðar — þá mundi kolaeinka- salan — of dýru verði keypt. í s a f o 1 d veitir með ánægju rúm greinum um það. ast um, að menn hefðu nokkurt gam- an af þeim, þegar til kæmi. Eg sat í huganum inni í skrifstofu Lögbergs, og var að ljúka við að leggja út Náma Salómons konungs eftir Rider Haggard. Þið hafið sennilega lesið bókina, einhver ykkar; og enn senni- legra er, að einhver ykkar hafi talað illa um hana. Þegar hún kom fyrst út á Englandi, vakti hún andmæli fyrir fjarstæðurnar, sem í henni eru. En hún varð brátt heims- fræg. Og eg man eftir rækilegum ritdómi um hana í einu helzta tíma- riti Englendinga, Fortnightly Review. Þar voru menn varaðir við því að leggja á hana nokkurn mælikvarða veruleikaskáldskaparins; hún væri í raun og veru ekki annað en æfintýri í búningi nútímans. Þessi saga hafði verið að koma út i blaðinu. Ög inn til mín kom gam- all maður, skynugur og sérstaklega fróður um margt. Hann sagðist koma til þess að þakka mér fyrir söguna, sem nú væri að koma út í blaðinu. Eg bauð honum sæti, og hann settist niður rétt hjá mér. Hann sagði, að þetta væri sú merkilegasta bók, sem hann hefði nokkurn tíma lesið. Eg sagði, að mér þætti vænt nm, að hann væri svona ánægður með hana. Hann talaði um bókina um stund á víð og dreif, alveg gagntekinn. Þá færði hann sig enn nær mér, studdi hendinni á lærið á mér, og tók af nýju til máls Ýms erlend tíðindi. Heimastjórn írlands. Frumvarp um hana lagði Asquith yfirráðherra fyrir neðri málstofuna upp úr páskunum (n/4). Það sætti harðri mótspyrnu af hálfu 1 haldsmanna, en Redmond foringi íra bað því blessunar. Frumvarpið var samþykt við 1. um- ræðu í neðri málstofunni nú fyrirskömmu. ísafold skyrir frá innihaldi þess von bráðar. Roald Anmndsen kemur í haust til Norðurálfunnar og flytur hið fyrsta er- indi um suðurför sína í Kristjaníu. En ferðasögubókina ætlar hann að rita í Buenos Ayres hjá Norðmanninum Don Pedro Christoffersen. Þessi landi hans hljóp utidir bagga með Amundsen, þeg- ar eigi var anuað synna en hann yrði að hætta við suðurskautsleit vegna fjár- skorts og lagði þá Christoffersen 50.000 kr. til fararinnar. Henry Brisson látinn. Brisson var forseti fulltrúaþingsins frakkneska og einn hinna nafnkunnustu meðal gerbóta- matiua i Frakklandi. Bt isson var fædd- Henry Brisson. ur 1835, varð þingmaður 1871, t'orseti þingsins 1881, yfirráðherra tvisvar 1885 —1886 og 1898. Hann var það, sem réð því, að Dreyfusmálið var tekið npp af nýju. Roosevelt og Taft berast á bana- spjótum um þessar ntundir. Þeir vilja báðir verða forsetaefni lýðveldissinna (Republikana) vtð næstu forsetakosningar i haust og er nú orðið ærið kalt milli þeirra vinanna út afþessu. Báðir hafa þeir mikið fylgi og ósýnt mjög hver skjöld- inn ber. Því spá sumir, að misklíðin í lýðveld- isflokknum muni verða til þess, aÖ demÓKratarnir verði loks ofan á og fái forseta úr sínum flokki, en þess hafa þeir freistað síðustu 15 árin við hverjar kosningar — ett eigi tekist. Jacob Brandt, sem var forstjóri Sameinaðagufuskipafólagsins 1896—1905 er nýlega látinn. Hann varð eigi nema 57 ara. Mörgum kunnur hér á landi frá formensku gufuskipafólagsins; þótti hann maður skapharður mjög, en dugn- aðarvargur að sama skapi. Landar erlendis. Fjalla Eyvindur Jólianns Sigurjóns- sonar verður leikinn í Dagmarleikhús ittu í Khöfn í þessum mánuði. Ágætust leikkona Norðurlanda, frú J ó h a n n a Dybivad frá Kristjaníu, á að leika Höllu, Adam Paulsen leikhússtjóri á að leika Eyvittd og Jóhannes Níelsen leik- hússtjóri Arnes. Leikurinn verður því eigi í neinum heigla höndum, Ásgeir Ásgeirsson etazráðer nýlega komintt heim úr langferð austur til Sí- am í Asíu. i lágum róm. Eg heyrði, að honum var mikið niðri fyrir: »Getið þér fullvissað mig um það«, sagði hann, »svo að ekki verði nokk- ur efi eftir hjá mér, að þér vitið með alveg óvggjandi vissu, að þessi saga sé sönn?« Eg varð agndofa. Fyrsta hugsun- in hjá mér var sú, að verða snúðug- ur og fá þessum vitleysingi komið út sem allra fyrst. Til hvers var það fyrir mig, annars en eyða tímanum til ónýtis í botnlausu annríki, sem eg var í, að sitja lengi á tali við mann, sem hélt að Námar S.ilómons kon- ungs væri sönn saga? En eg fann, það var þrælmenska að bregðast illa við einlægni hans. Þá kom mér til hugar að taka hann í fang mér og faðma hann að mér — þetta stóra, gamla barn, sem átti svo mikið af trúnaðartraustinu, þrátt fyrir eitthvað 70—80 ár i þessum heimi, að hann gekk að því vísu — þó að efinn væri að slæðast eins cg dalalæða tim hugskot hans — að eng- inn gæti verið svo hlálegur og ósvíf- inn að skrökva upp sögu, sem segði frá svona stórkostlegum og eftirtektar- verðum atburðum. F.n karlinn var svo luralegur; og oddborgaralundin i tnér var of rík; og eg vissi ekki, nema honum kynni að finnast fremur fátt um blíðuatlot mín. Eg tók þann kostinn, sem ef til vill var verstur. Eg sagði honum

x

Ísafold

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ísafold
https://timarit.is/publication/315

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.