Ísafold - 04.05.1912, Blaðsíða 3

Ísafold - 04.05.1912, Blaðsíða 3
ISAFOLD 103 Pistlar úr syeitinni. Norð-austur Skagafjarðarsýsla 10/4- 1912. Ekki er tíðin aldæla enn. Og ekki held eg að spá eyfirzka karlsins setli að rætast bókstaflega. MarzmánuS- ur hefir verið fremur harður — allan út í gegn, þó fyrstu dagarnir tæki út yfir, því að frá 25. til febr. til 3. marz mátti heita samstæð stórhríð í útsveitum sýsl- unnar; gjörði þá mikla fönn og jarð- bönn. Síðan hafa ýmist verið heiðríkjur með frostum — mest á pálmasunnudag, fullar 10° R — eða hríðarmugga, en fann- koma lítil. Einstaka dagur hefir verið þíður, en þó mjög lítið tekið. Má nu heita snjór yfir alt og jarðskarpt mjög. nema þá helzt við sjávarsfðuna. Þó kvað þarabeit hafa verið mjög léleg lengst af í vetur, síðan á nýári. — Þó mun óvíða vera tæpt með fóður handa skepn- um. Nú er sýslufundur úti fyrir löngu — var slitið kl. 3 e. m., á sunnudaginn 25. febr. Fátt kvað hafa gjörst markvert þar. Og skemtunin )>fyrir fólkið« varð víst til muna minni en undanfarna vet- ur vegna þess, að nú var engum utan- fundarmanni »leyft orðið« — nema þeir beinlínis væri um það beðnir af fundar- mönnum. Svo kvað Pótur: »Sýslufundinn sækir enn sjót af mesta krafti, utanfundar eiga menn allir að halda kj....«. En fyrirfarandi ár hefir hverjum og einum verið »leyft orðið«, og hefir þá oft leut í orðasennum; og þ a ð hefir glatt fólkið. En eg álít þessa ráðstöfun sýslunefndarinnar mjög heppilega. Nógu er sýslufundur dýrkeyptur samt, þó eigi só hann lengdur um skör fram, af óvið- komandi mönnum, með óþörfu rifrildi sjálfum þeim til ánægju, en engum eða engu málefni til uppbyggingar. Okkar sýslufundur kostar, nú orðið, árlega um 800 kr. — Sýslugjöld okkar muuu hafa hækkað á áætluu, um 1000 kr., og þ ó voru skornar niður um 1000 kr. í ým- iskonar fjárbænum. — Það er svo sem ekki að eins á heimilunum, sem fjár- eyðslan er farin að yfirgnæfa gjaldþolið. Nei — það er sannnefnd eyðslualda, sem nú er að renna yfir landið og má sjá, að hennar gætir á öllum hjöllum þjóðfólagsins, frá kotungnum, upp alla hjalla, alla leið upp á örðugasta hjallann. 15. marz sl. varð eitt líflátsslysið á Siglufjarðarskarði í glaðasólskyni og ann- ars inndælu veðri. Þrír menn af Siglu- nesi ætluðu inn yfir Skarð, inn í Slóttu- hlíð, að finna frændfólk sitt og foreldra. Voru það alt ungir menn og frískir, fullorðnir, og einn unglingur. Gekk ferðalagið vel alla leið inn yfir Skarðið og niður í Göngudal svonefndan innan við það. Þá rendu þeir sór, annar full- orðni maðurinn og unglingurinn fram úr Göngudal og ugðu einkis. En þeg- ar þeir koma niður á jafnsléttu og stansa, sjá þeir ekkert til fólaga síns. Doka þeir við ofurlitla stund, en hann kemur ekki. Snúa þeir þá við til að svipast að honum og finna hann nokkuð upp í brekkunni örendan. Hafði hann rent sór ofurlítið aðra leið en þeir, lent á vörðu og brotið gat á höfuðið. Máður þessi hét Þorlákur og var Þor- kelsson 23 ára, frá Lónkoti í Slóttuhlíð, efnilegur piltur ókvæntur; var hann vetrar- maður á Sigiunesi í vetur, og nú á leið til að finna foreldra sína. Það sem ein- kennilegast er við slys þetta er það, að brekkan er stutt ofan að vörðunni, og hvergi misslótta á henni og vel skíða- fyllingur af snjó — ekki hægt að hugsa sór betra skíðafæri; og svo hafði maður- inu með skíðunum tekist í loft 4x/2 faðm frá vörðunni, snúist við í loftinu og lent með vinstri vang- ann á vörðunni. En sunnan við vörð- una hafði hann farið og þá átt að lenda með hægri vangann á vörðunni, hefði hann ekki snúist við. — Hefir óhug miklum slegið á alþýðu manna yfir þess- um Blysum á Siglufjarðarskarði — svona hverju á eftir öðru, með litlu millibili. En alt hefir sínar eðlilegu orsakir og »enginn kemst fyrir sitt endadægur«. Aflabrögð eru lítil hór um slóðir um þetta leyti árslns; þó er farið að veiðast talsvert af hrognkelsi hór með fram aust- urströnd Skagafjarðar; varð fyrst vart v>ð það í febrúarlok og hefir síðan smám saman örfast. En kuldar eru of miklir enn til þess, að hrognkelsin gefi sig vel til veiða uppi undir landi. Mór dettur í hug, þegar eg minnist á sjó- inn, að fáránlega lítið sóst af æðarfugli her með ströndum fram. Hefi eg minst á þetta við nokkra menn og fæ þetta svar: »Furðar þig það; Siglfirðingar drepa hann allan«. Eg á nú reyndar hágt með að trúa þessu, en satt er það, &Ö Ijótar sögur ganga þaðan um æðar- fugladráp og fleira. Og sama er við- kvæðið víðar úr Eyjafjarðar lögsagnar umdæmi. í gær fekk eg bróf úr Fyjafjarðarsýslu og er þess getið þar, æðarfuglinn gangi kaupum og sölum f.. * u r 6 y r i, rótt undir handarjaðri logreglunnar. Sama hefi eg heyrt, að ætti sór stað á Siglufirði. — Ef satt er, þá er þetta lóleg löggæzla. Eftir því sem sögurnar ganga, þá virð- íst okkur sveitakörlum svo, sem ekki væri vanþörf á að reglulegur sýslumað- ur væri á Siglufirði vetur og sumar, og kæmi hann sem allra fyrst, eða áður en nærsveitirnar sýkjast til muna af Þeim sjúkdómum, sem þar ganga og undir lögbrot heyra. Öhug miklum hefir slegið á menn út af hankagjaldkeramálinu. Mannalát. Nýlega er látin fyrir austan Guð- ríður Eyólfsdóttir húsfreyja á Galtalæk Málverkasýning Ásgríms. Ásgrímur veitir Reykvikingum einu sinni á ári þá listarnautn að sýna mál- verk sín opinberlega. Það er aðal-listasýningin vor á meðal — bezta tækifærið, sem landinn fær til þess að kynnast sannri málaralist. Þetta árið er Ásgrímur siðbúnari með sýningu sína en undanfarin ár. En nú verður hún opnuð á tnorg- un ;kl. ii i Vinaminni. ísaýold hefir átt kost á að sjá sem snöggvast nokkrar af hinum nýju myndum Ásgríms og við fljóta skoð- un verður eigi annað sýnna en að <Asgrími sé síýelt að ýara tram. Sú myndin, sem flestum mun star- sýnast á á sýningunni nú, er altaris- tafla, sem á að fara í Stóranúpskirkju: Kristur flytur fjallræðuna. Munu þar ýmsir þykjast kenna sum andlitin í gyðingahópnum — telja málarann hafa stælt andlit góðra manna vor á meðal. Nýjar myndir sem eigi hafaáðurverið sýndar munu vera um 20, aðallega úr úr Skaftafellssýslum og Rvík. Af þeim má nefna: Foss í Hverfisfljóti. Úr Hornafirði (Vatnajökull í baksýn). Morgun í Hornafirði. Foss á Síðu. Svínafell í Öræfum, hið forna höfuð- ból, aðsetur Brennu-Flosa. Frá Svína- felli eru nokkurar myndir. Er lands- lagið þar stórhrikalegt og mikilúðugt, en með hátignarblæ þó. Þá er ný mynd af Lómagnúp með Dalbæ fram- an til á myndinni, einhver fegursta mynd, er Ásgrímur hefir málað, lit- irnir svo sumarlegir og hressandi ljúfir. Úr Reykjavík eru m. a. Útsýn frá Stýrimannaskólanum vestur á bóginn við sólsetur. Tjarnargata með kirkju- garðinum í baksýn, einnig við sólset- ur — og svona mætti telja áfram. ísafold mun siðar gefalistdómara góð- um orðið um þessa nýju sýningu Ás- gríms, en vill að eins að þessu sinni gefa fólki þau hollráð að fara að skoða mál- verk Asgríms, og gefa sér góðan tíma til þess. Svar. Ut af fyrirspurn til mín í næstsíðasta tbl. ísafoldar frá ónefndum manni, er kallar sig sýslunefndarmann, vil eg taka það fram, að þar sem maður þessi segir ekki til nafns síns, finn eg ekki ástæðu til þess að gefa honum upp nöfn eða heimildarmenn fyrir því, sem eg sagði frá í 47. tbl. Þjóðólfs síðastl. ár, að átt liefði sór stað. En manninum til hughreystingar, og til þess að hann geti sannfært sig um, að frásaga mín só ekki gripin úr lausu lofti, ef honum skyldi vera þetta mál eins ókunnugt og hann lætur, vil eg benda honum á að lesa fróttapistil frá fregurita ísafoldar í 23. tbl. bl. þ. á. Eggert Briem, frá Viðey. ------------ Málaferli E. J. og bankastj. Þess láðist að geta í síðasta bl., að dómar þeir, sem þar er getið um, voru upp kveðnir í undirdómi, og hefir hr. E. J. beðið þess getið, að hann só þegar bú- inn að áfrýja þeim. Skólarnir. Nokkrum þeirra er þegar búið að segja upp. Verzlunarskólannm var sagt upp 2. þ. mán. Nemendafjöltli var þar í haust yfir 80. Þessir tóku burtfararpróf: 1. Axel Kristjánsson ........... 5,38 2. Ingibjörg Halldórsdóttir ... 5,38 3. ÞorValdur Jónsson ........... 5,14 4. Hallgr. Tulinius .. ......... 5,02 5. Ágúst Eiríksson .... ....... 4,99 6. Leifur Böðvarsson .. ........ 4,98 7. Hallur Þorleifsson ......... 4,89 8. Jón Heiðdal... ............. 4,88 9. Arnmuudur Gíslason......... 4,77 10. Snæbjörn Jónsson ............ 4,74 11. Helgi Jónsson................ 4,63 12. Pótur Pálsson .............. 4,60 13. Teitur Þórðarson ........... 4,54 14. Guðm. Hafliðason ........... 4,44 15. Jóh. Ferd. Jóhannesson..... 4,43 16. Eggert Briem ................ 4,42 17. Þóra Vigfúsdóttir ........... 4,28 18. Elísabet Pétursdóttir...... 4,27 19. Margrót Jónsdóttir........... 4,09 20. Guðjón Guðmundsson......... 4,03 I. einkun er 4,50 til 6,00 (þaraf 5,51 tii 6,00 ágætiseinkunn); 2. einkunn er 4,00 til 4,50. Þeir sem ekki ná aðal- oinkuninni 4,00 sem meðaltali standast okki próf; sama er, ef einhver nær ekki 3,00 í einhverri námsgrein. Kennaraskólinn. Honum var sagt upp 1. sumardag. Úr honum útskrifuð- ust 19 nemendur. Skrá yfir þá birtist í næsta blaði. Flensborgarskóla var sagt upp fyrst í apríl. Þann skóla sóttu 73 nemendur, 011 21 útskrifuðust. Skóla Ásgríms Magnússonar var sagt upp seinasta vetrardag. í honum hafa verið 55 nemendur í vetur. á níræðisaldri. Orðlögð myndar og gestrisniskona. Sömul. er nýlátinn hér í Landa- cotsspítala góður bóndi og gildur austan af landi, Arni Arnason frá átalæti á Landi bróðir Páls lögreglu- >jóns, kominn undir fimtugt. Kolaeinkasalan. Tillögurnar um kolaeinkasölu hér á landi hafa vakið talsvert umtal í dönskum blöðum. Politiken skýrir m. a. frá þeim og lætur illa yfir. Ragnar Lundborg ritstjóri hefir nýlega fengið styrk íjá sænsku stjórninni, 1000 kr., til >ess að kynna sér háskólakenslu pá, sem nú er farið að tíðka í Sviss og Þýzkalandi ýyrir blaðamenn. Hann á svo að gefa skýrslu um ferð sina til censlumálastjórnarinnar sænsku. Reykjavikur-annáll. Gasstöð Reykjavikur. Hérmeð eru allir þeir, sem hafa gas og ætla að skifta um bústað nú í maí, ámintir um að láta gasstöðina vita, ekki seinna en 4 dögum áður en þeir fara, svo að hægt sé að skoða mæla þeirra. Ella mun gas það, sem brúkast til mánaðarloka skrifað á þeirra reikning, þar sem þeir áður voru. Ennfremur vill gasstöðin áminna menn um að borga gasreikninga sína um leið og mælarnir eru skoðaðir, ef ekki þá, þá ekki seinna en 8 dögum eftir að reikningarnir voru sýndir í 1. sinn, ella mun gasstöðin synja mönn- um um gas, samkvæmt 13. gr. 3 í gassöluskilmálunum, unz reikningarnireru borgaðir að fullu. Aflabrögð. Slld œikil aflast nýverið, að- allega i fyrri nótt. Þá fekk Nóra (eign miljónarfél.) rúmar 100 tn., Resolut (Duns- verzlun) hátt á annað hundrað og Leslie (Edinborg) einnig mikinn afla. Botnviirpungar eru nú óðum að tínast austur á Hvalhak (fyrir Austurlandi) — ný- húnir að fá katlana hreinsaða. Brunabótavirðingar samþ. i bæjarstjórn: Húseign frú Carólinu Jónassen Þingholts- stræti 35 kr. 10017. Húseign Tryggva Árnasonar Njálsgötu 9 kr. 3994. Fiskgeymsluhús h/f Allianoe við Mýrar- götu kr. 6300. Fiskþvottahús h/f Alliance við sömu götu kr. 4890. Dánir. Þórdís Berentsdóttir, Skólavörðustíg 5, frá Ytri-Sólheimum í Mýrdal, 71 árs. Dó 21. april. Bjarnhéðinn Þorsteinsson veggfóðrari i Bjarnaborg, 54 ára. Dó 29. apríl. Guðjón Jönsson lausamaður frá Hóli i Önundarfirði, 41 árs, dó í heilsuhælinu á Vifilsstöðum 29. april. Fasteignasala. Jón Erlendsson selur Jóni Sigmundssyni helming af húsi og lóð nr. 38 við Bræðra- horgarstíg. Dags. 17. maí. Þingl. 5. okt, Jón Hermannsson úrsm. selur Ólafi Stef- ánssyni ökumanni húseignina nr. 40 B við Njálsgötu með tilheyrandi. Dags. 15. ág. Þingl. 26. okt. Jón Jakobsson landsbókavörður og Hann- es Thorarensen verzlunarstjóri selja ekkju- frú Caroline Jonassen 856 □ alna lóð við Þingholtsstræti fyrir 1145 kr. 50 aura. Dags. 10. sept. Þingl. 28. sept. Jón Jensson selur lasociéte des Hospitaux Francais d’Islande lóð á Félagstúni fyrir 10 þús. franka. Dags. 10. okt. 1908. Þingl. 26. okt. 1911. Jón Pálsson bankaritari selur Jóh. kaup- manni Jóhannessyni húseignina við Lauga- veg 72 með tilheyrandi. Dags. 29. sept. Þingl. 2. nóv. Jón Yilhjálmsson skósm., Guðm. Guð- mundsson og flelgi Árnason selja Tómasi Tómassyni slátrara húseignina nr. 51 við Grettisgötu með tilh. lóð. Dags. 26. sept. Þingl. 12. okt. Kolbeinn Þorsteinsson skipstjóri selur h/f Yölundnr húseignina nr. 1 B við Klappar- stig. Dags. 30. sept. Þingl. 9. nóv. Kristjáu Friðrik Sigmundsson selur Hann- esi Hannessyni á Hverfisgötu 21, húseign- ina nr. 44 við Bergstaðastræti fyrir 1600 kr. Dags. 4. okt. Þingl. 12. okt. Kristján Jónasson kaupm. frá Búðardal selur Ara Þórðarsyni kaupm. húseignina nr. 5 við Laugaveg með tilheyrandi lóð, pakk- húsi og girðingum. Dags. 5. okt. Þingl. 30. nóv. Landshankinn selur Runólfi Stefánssyni, Skólavörðustig 17 B, lóðina bak við 10 A og 10 B. Dags. 19. ág. Þingl. 21. sept. Sami selur Guðm. Guðnasyni skipstjóra húseignina nr. 26 B við Bergstaðastræti með tilh. fyrir 7000 kr. Dags. 18. nóv. Þingl. 23. nóv. Margrét Jónsdóttir selur þeim Sigurjóni trésmið Sigurðssyni, Guðlaugi trésm. Torfa- syni og Indriða skipstj. Gottsveinssyni hús- eignina nr. 14 við Grjótagötu. Dags. i sept. Þingl. 21. sept. Ófeigur Vigfússon Hverfisgötu 22 B selur Margréti Sigríði Sigurðardóttur húseignina 22 B við Hverfisgötu með tilh. fyrir 5000 kr. Dags. 20. nóv. Þingl. 23. nóv. Ólafur Stefánsson ökum. selur Þorsteini Gunnarssyni fyrv. lögregluþjóni húseignina 40 B við Njálsgötu. Dags. 21. okt. Þingl. 26. okt. Ólöf Þorbjörnsdóttir Belur Einari Þor- kelBsyni húseignina nr. 42 B við Grettis- götu fyrir 3500 kr. Dags. 2. ág. Þingl, 12. okt. Pétur Jónsson selur Jóh. kaupm. Jóhannes- syni lóð að stærð c. 465 □ aln. við Lýðs- lind nálægt Holtsgötu. Dags. 12. ág. Þingl, 14. sept. Samúel O. Johnson trúhoði selur Sigfúsi Sveinbjarnarsyni fasteignasala húseignina Silóam við Grundarstig. Dags. 21. ágúst. Þingl. 5. okt. Sigfús Sveinbjarnarson fasteignasali selur Ásgeiri hónda Sigurðssyni á Reykjum i Lundar-reykjadal húseignina nr. 45 við Bergstaðastræti með tilh. lóð og mannvirkj- um. Dags. 1. nóv. Þingl. 30. nóv. Sami selur Landshankanum húseignina Sílóam við Grundarstig fyrir 7492 kr. 40 aura. Dags. 28. sept. Þingl. 5. okt. cTlayRjarpípur €%ó6aRs6bsir cAÓBaRspungar fjölda margar tegundir. *3ón SBoega. Sami selur Landshankanum sama dag húseignina Björnshús á Grímsstaðaholti fyrir 1400 kr. Þingl. 5. okt. Sigurjón Guðmundsson selur Sigurbjarna Guðnasyni húseignina nr. 4 við Frakkastig með tilh. lóð fyrir 3550 kr. Dags. 29. sept. Þingl. 5. okt. Sigurður Guðmundsson Bergstaðastræti 45 selur Ásgeiri Sigurðssyni hónda á Reykj- um 606 □ al. lóð við Bergstaðastræti 45 fyrir 1600 kr. Dags. 30. sept. Þingl. 12. okt. Stefán Guðmundsson Hverfisgötu 56 selur Eyvindi Árnasyni trésmið húseignina nr. 56 við Hverfisgötu með tilh. 1725 □ al. lóð fyrir 11500 kr. Dags. 1. sept. 1910. Þingl. 5. okt. 1911. Stefán Ólafsson selur bæjarstjórn Reykja- vikur húseignina nr. 13 við Suðurgötu fyrir 7500 kr. Dags. 26. júlí. Þingl. 9. nóv. Tryggvi Gunnarssou selur Jóni Sveins- syni trésmið 620 □ al. lóð við Pósthús- stræti 17 fyrir 1240 kr. og skúr á lóðinni fyrir 225 kr. Dags. 14. júni 1900. Þingl. 12. okt. 1911. Sami selur sama lóð s. st. 357 □ al. fyrir 357 kr. Dags. 1. nóv. 1900. Þingl. 12. nóv. 1911. Sami selur sama 385 □ al. lóð við Templ- arasund fyrir 594 kr. Dags. 8. febr. 1903. Þingl. 12, okt. 1911. Sami selur sama 147 Q al. lóð s. st. fyrir 294 kr. Dags. 5. aprii 1904. Þingl. 12. okt. 1911. Tryggvi Matthíasson á Skeggjastöðum i Garði selur Birni Björnssyni á Klapparstig 11 húseignina nr. 29 við Skóiavörðustíg. Dags. 1. nóv. Þingl. 9. nóv. Hf Völundur selur Kolbeini Þorsteinssyni skipstjóra húseignina nr. 15 við Hverfisg. með geymslu húsi og tilh. lóð. Dags. 30. sept. Þingl. 19. okt. Ögmundur Ögmundsson verzlunarm. selur Þorst. Áshjörnssyni trésm. húseignina 33 A við Njálsgötu fyrir 3000 kr. Dags. 25. sept. Þingl. 12. okt. Fastir i skipsflekum. Nokkurir botnvörp- ungar hafa verið að festa sig i skipsflek- um á mararbotni suður á Selvogsgrunni. — Skúli fógeti var kominn hátt i sjó með mik- inn þunga, en misti á 50 faðma dýpi að mestu, en á þvi sem upp (»Kliferbóm«) sást, að þetta var af frakkneskri skonnortu. Aðrir botnvörpungar telja sig hafa orðið fasta i tveim skipum, sem hafi legið mjög nálægt hvort öðru. — Er þá liklega um á- sigling að tefla. Guðsþjónusta i dómkirkjunni á morgun: kl. 12 sira Jóh. Þork. (altarisganga). — 5 "ira Bjarni Jónsson. í frlkirkjunni kl. 12siraÓl. Ól. (ferm- ing). Hjónaefni: Richard N. Braun kaupm.og jungfrú Claire Richer frá Davos i Sviss- landi. íþróttir. Á morgun kl. 5 efnir Ungm.fél. Rvikur til iþróttasýningar úti á íþrótta- velli til ágóða fyrir Olympiuförina 0: ferð Iþróttamanna vorra til olympíu leikanna í Stokkhólmi. Lúðrahljómleikar, leikfimissýn- ingar og glimur skiftast á. Gott mál að styðja — góða skemtun að fá. Skipafregn. Botnia fór vestur i gær með fjölda farþega; m. a. Jón Jensson dómstj. (snöggva ferð), Jón Laxdal kaupm. 0. fl.o.fl. Sundskálinn við Skerjafjörð verður á morg- un opnaður til almennings afnota. Þjóðdansamir, Skemtun sú, er frú Je- hansen efndi til á laugardaginn siðasta og getið var í síðasta blaði, verður endurtekin annað kvöld fyrir áskorun margra bæjar- húa. Það verður siðasta tækifærið til þess að sjá og heyra þá nýstárlegu og óvenjugóðu skemtun. fff 0 0 0 Vindtar, Reykfóbak, JTlunntðbak, Rjót og Cigarettur fjötdamargar teg., áreiðanlega ódtjrasf í verztun Jóns Zoega. Alúðarþakkir öllum þeim, sem sýndu hlut- tekningu við lát og jarðarför móður minnar, Þórdfsar Berentsdóttnr. Elsa Vigfúsdóttir. I verzlun Jóns Zoéga verður ódýrast að kaupa byggingar- efni, svo sem: Saum Rúðugler Kitti Striga Veggfóður (Betræk) Trélim Málningavörur og m. m. fl. Trá Gassföð Retjkjavíkur. Öllum þeim, sem hafa í hyggju að láta grafa gasæðar inn til sín, væri heppilegast að panta þær nú, meðan verið er að vinna að því og tíð er góð. Pantið i tíma; pantanir þegar afgreiddar. Unglingsstúlka vönduð og stilt óskast í sumar til að líta eftir börn- um. — Sanngjörn borgun. — Upp- lýsingar á Laufásveg 47. Næsta blað kemur út á miðvikudag. Sveitamenn! Þegar þér komið til bæjarins í vor, fáið þér þessar vörutegundir ódýrastar í Yerzlun Jóns Zoega: Ljáblöð (fílsmerkið) Orf Ljábrýni Skóflur Gafla Hóffjaðrir Vagnáburð Reyktóbak og Rjól á 2.35 o. fl. 0. fl. Jón Zoéga, Bankastræti 14. Tjöru, óvanalega ódýra, að eins 2 kr. 50 a. hver 100 kíló, geta menn fengið í Gasstöð Reykjavíkur

x

Ísafold

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ísafold
https://timarit.is/publication/315

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.