Ísafold - 15.05.1912, Blaðsíða 1

Ísafold - 15.05.1912, Blaðsíða 1
Kemm át tviavar i viku. Voro Arg. («0 arkir minat) i kr. erlendm 5 ki etia l'Ji dollar; borgist tyrir miSjsn júii (erlendis fyrir í'raro). rpv f>en ¦ <¦£'.' b andix v1^ atamðt óe'.tíi Domn &o;;iir. *Ó Lii Otgs'. r>.ad& ífyrfa 1. Otft • (¦! tattptfcÐdi »k»ldlita« fi? MrMo Afjrm: *«!.,, ¦ A9J*W*t wti S, XXXIX. árg. Reykjavík 15. maí 1912 32. tiílublíið I 1 Friðrik konungur VIII. er látinn. Sú sviplega sorgarfregn barst hingað til höfuð- 8taðariri8 raeð símanum snemraa i morgun. Konungur vor hafði um raánaðartima dvalið sér til heilsubótar auður við Miðjarðarhaf, í Nizza, til þess að ná sér eftir lungnabólgu þá, er hann var haldinn af í febrúarmánuði síðastlíðnum. Hann var á leið heim i riki sitt, kominn til Hamborgar; átti að eins eftir fárra klukkustunda ferð, er hann lézt. Um atvikin að fráfalli konungs barst stjórnar- ráðinu svofelt simskeyti i dag: Konungur var alheilbrigður i gœr. 1 gœrkveldi kl. 10 gekk hann einn út í bœinn (Hamborg). Hon- um varð þá snögglega ilt og varð lögreglan að konia til hjálpar. Konungur hafði fengið hjartaflog og dó samstundis. Lögregluþjónar þektu hann ekki, en fóru með hann til sjúkráhúss i borginni. Konungaskiftunum verður lýst í dag kl. S. Kl. 2 barst Isafold símskeyti sent frá Khöfn kl. 12,40 svohljóðandi: Konungur varð snögglega veikur i gœrkvöldi um kl. 10 á skemtigöngu í Hamborg. Lögregluþjónn, sem af tilviljun var nálœgur, kom til hjálpar. Hann þekti ékki konung, en hélt á stað með hann í vagni til sjúkrahúss. Konungur dó á leiðinni. Hans var saknað í hótellinu (Hotel Hamburgerhof), og með að~ stoð lögreglunnar tókst að flnna hann dáinn i sjúkra- húsinu í morgun. Þetta eru sorgartíðindi fyrir hina islenzku þjóð. Friðrik konungur VIII. var vinur íslendinga hinn mesti og áttum vér eigi betri hauk í horni í Dan- mörku en þar sem hann var. Alt sem hann lagði til vorra mála var af ein- lægri velvild til vor sprottið, það ber öllum sam- an um, sem persónukynni höfðu af honum, og eld- heitt áhugamál var honum að leiða til farsælla lykta sjálfstæðismál vort. Traust vort íslendinga er það, að í þessum efn- um feti hinn nýi konungur vor í fótspor föður síns. Friðrik konungur VIII. varð tæpra 69 ára, f. í Kaupmannahöfn 3. júní 1843, sonur Kristjáns IX. (f 1906) og drotningar hans Lovisu (f 1898). Friðrik konungur var þegar á ungum aldri settur til herþjónustu og tók þátt í ófriðnum við Þjóðverja 1864. Til annarra menta var hann og sett- ur, dvaldist m. a. um tíma við háskólann í Ox- ford og varð síðar meir sökum þess heiðursdoktor i lögum við þann háskóla. Árið 1869, 28. júlí, kvæntist Friðrik konungur Lovísu dóttur Karls XV Svíakonungs. Lifir hún mann sinn nú komin á sjötugs aldur (f. 1851). — Var hjónabandi því tekið með miklum fögnuði um öll Norðurlönd, þótti heillavænlegt tákn' norræns samúðar-anda. Þeim varð 7 barna auðið. Elzta barn þeirra er Kristján, sá er nú tekur konungdóm eftir föð- ur sinn, annað elzt Hákon VII. Noregskonungur, Þriðji elztur sonurinn er Haraldur prinz, sem hing- að kom ásamt föður sínum 1907. Ein dóttir þeirra Ingibjörg, er gift Karlí Svíaprinz, syni Óskars II., en heima í föðurhúsum voru 3. börnin, Grústaf, Þyri og Dagmar. En ein dóttir þeirra, sem gift var þýzkum fursta, dó fyrir nokkrum árum. Friðrik konungur kom eigi mikið við sögur meðan hann var ríkiserfingi, fremur en titt er og hlýða þykir um konungsefni og voru þegnarhans þvi í óvissu um, hvernig honum mundi fara úr hendi ríkisstjórn. Var það ekki vandalaust að taka konungdóm eftir svo ástsælan konung, sem faðir hans var orðinn síðari ríkisár hans. En svo fór fjarri því, að Friðrik konungur VIII. brygðist þeim vonum, sem menn gerðu sér til hans er hann tók konungdóm, að miklu fremur má segja, að ríkisstjórn hans haíí farið langt fram úr þeim vonum. Þegar sonur hans, Hákon VII. Noregskonung- ur, tók við Noregsríki, kvaddi faðir hans hann (í nóv. 1905) með þessum áminningarorðum: I öflugu fylgi þjóðarinnar og engu öðru, er þess styrks að leita, sem allar rikisstjórnir verða við að styðjast til þess að gegna sínu mikilsverða starfl. Þetta voru síðustu orð konungsefnisins við opin- ber tækifæri. Tveim mánuðum síðar var konungs efnið orðið konungur. En þau rúm 6 ár, sem hann sat að rikjum, þykir hann hafa fylgt dyggi- lega þeirri stel'nuskrá, sera mörkuð er i ofangreind- ura orðum. Tveggja viðburða er sérstaklega að minnast fyrir oss Islendinga á ríkisstjóruarárum hins látna konungs. Það er þingmannaförin 1906 og konungskoman 1907. Það var eitt af fyrstu athöfnum Friðriks 8. að gera þingi Islendinga heimboð til Danmerk- ur, og efaðist engimi um, að af vinsemd væri gert af hans hálfu. Þá er hinn samúðar og vinsemdarvotturinn, koma konungs sjálfs hingað til lauds 1907. Er hún öllum landsmönnum i fersku minni og þari' eigi um hana að fjölyrða. Hinn látni konungur, kom, sá og sigraði og lagði trygga undirstöðu und- ir mikla þjóðhylli hér á landi. Og oi't endrarnær hinn stutta ríkisstjórnartíma sýndi konungur það, hversu umhugað hann lét sér um hag og gengi þessa lands. í öllum kveðjum til þjóðarinnar og öllum af- skiftum hans andar þelhlýju og ástiið. Skemst er og á að minnast hluttekningu konungs eftir hinn mikla mannskaða i síðastl. febrúarmánuði. Þeim sem þetta ritar er minnisstæður 30. janúar 1906, er I. C. Christensen kom út á svalir Amalíu- boigar og hrópaði: Kristján konungur 9. er lát- inn. Lengi lifi Friðrik konungur 8. Það mátti þá segja: »sorg og gleði saman fara«. Hins látna konungs var sárt saknað, en er hinn nýi konungur kom út á svalirnar laust upp hin- um mestu fagnaðarópum frá raannfjöldanum, citt- hvað 60—70,000 manns. Friðrik konungur lét sér eigi nægja að sýna sig, heldur ávarpaði hann lýðinn snjöllum orðum og man eg eftir að hann í erindislok með hárri raustu hét á þjóðina að styðja sig i starfl sinu. Þeim orðum tók múgurinn með nærri óstöðv- andi fagnaðarópum og varð konungur að koma fram á svalirnar og þakka hvað eftir annað. I dag, þegar þessar línur verða lesnar, mun fram vera farin hin sama athofn á Amalíuborgar- svölum. Munurinn sá einn, að nú er það Klaus Bernt- sen, sem lýsir konungaskiftunum, og nú er það KHstján 10. Danakonungur, sem ávarpar lýðinn. Avarp hans er ókunnugt enn. En verði það á líka lund og föður hans — verði stefnuskrá hans á líka lund — megum vér Islendingar vel við una. I Danmörku var ríkisstjórn Friðriks 8. eigi tíðindarik. Mesta nýmælið hervarnarlögin, sem samþykt voru 1909, en misjöfnum dómum hafa sætt. Ýms óhöpp innanlands hendu landið fyrri hluta rikisstjórnar-ára Friðriks 8., peningakreppa mikil og r

x

Ísafold

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ísafold
https://timarit.is/publication/315

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.