Ísafold - 22.05.1912, Síða 3
ISAFOLD
123
1
ii[=]i(@
Jivííasunnuvörur
eru eitis og að undanförnu íangbezíar í
Liverpool.
Ágætis kökuefni: Hveiti frá 0.12—0.16. Gerhveitið
góða 0.18. Pilsburybveiti í 10 pd. pokum fæst aðeins hér.
Allskonar krydd í kökur: Eggjaduft, Citronolia, Can-
dem, Vanilledropar, Möndlur, Succat.
Plontuieiti, Sultutöj blandað, Hindberja og Jarðarberja frá
0.40—1 krónu.
Chocolade, margar legundir, t. d. Consum. Cacao, Katfi
brent og óbrent. The.
' Mýsu, Mejeri, Nýmjólkur, Geitar, Steppe,
• Eidamer, Rochefort, Scweitser.
Pylsur ágætar, sneiddar niður, ef óskað er.
Ávextir í dósum: Ananas, Epli, Ferskjur, Perur, Plómur
og Jarðarber.
Allskonar niöursoöinn matur: Kjöt, Lax, Sild og
Sardínur í afarstóru úrvali.
Glervörur nýkomnar smekklegar og geypilega ódýrar:
Bollapör frá 0.12. Diskar frá 0.10.
Homið æfíð fyrsf í Liverpoot. Sími 43.
F,E
3IQI
1
1
Karlmannsfatadeild
Th. Thorsteinsson & Co.
Hafnarstræti 4.
hefir stærst og bezt úrval af fatnaði ytri sem innri, höfuðfötum og
öðru, er þér þurfið til hátíðarinnar.
Alþingi kvatt saman.
Með konungsbréfi dags. 6. mai og
undirrituðu af Kristjáni, sem nú er kon-
ungur orðinn, en þá gegndi konugs-
störfum í fjarveru föður síns heit. —
er aukapinqið kvatt saman ij. júll
ncestkomandi.
-----s>*í---
Erl. símfregnir.
Fjalla-Eyvindur erlendis.
Fagnaðarviðtökur í Khöín.
Simfregn frá Khöfn 2!/s.
Fjalla-Eyvindi var tekið með fögnuði.
Leikdómarar telja hann vera mesta við-
burðinn á leikárinu jrá bókmenta sjón-
armiði.
Eins og getið var í síðasta blaði
átti að leika Fjalla Eyvind þ. 15. maí,
en fórst fyrir vegna andláts konungs
— og í stað þess hefir hann verið
leikinn í fyrrakveld.
Þessar viðtökur Fjalla-Eyvinds í
Danmörku ryðja leiknum vafalaust
braut til annara leiksviða á Norður-
löndum, en það eru dyinar að leik-
sviðunum í miðstöðvum Norðurálf-
unnar.
Systursonur Friðriks 8.
deyr af slysum.
---- Kh. 22/s ’12.
Elzti sonur Cumberlands-hertogans
hejir beðið batia aj bijreiðarslysi á leið
til útjarar Friðriks 8.
Það er sonur Þyri hertogafrúar, dótt-
ur Kristjáns 9., en systur Friðriks 8.,
sem hér er átt við. Hann hét Georg
og var rúmlega tvítugur. Má segja,
að eigi sé ein báran stök fyrir kon-
ungsættinni um þessar mundir.
Mikil gleðitíðindi þykja samninga-
tilraunirnar um sambandsmálið hvarvetna
um land, þar sem til hefir spurst. Svo
virSist, sem um ekkert mál hafi verið
jafn-mikil eindrægni hór á landi um
langan tíma — þó að hór í Reykjavík
só dálítill flokkur andvígur. Við því
var búist frá öndverðu. A hverju sem
máls væri vakið um samband vort við
Dani, mundi óhugsandi, að a 11 i r yrðu
á eitt sáttir. En nú verður ekki annað
sóð, en að minna vanti á algerða ein-
drægni en nokkur mundi hafa vonast
eftir.
Blöðin Austri og Suðurland, sem stað-
ið hafa utan flokka, taka eindregið í
strenginn með samninga-tilraununum.
Að kroka er alþýðnmál nyrðra, og hefi eg
einkum heyrt það sagt um grigi, sem standa
1 skjóli fyrir illviðrum, = að bama sig,
eða standa í höm. — Þegar hestur stend-
nr fast i annan aftnrfótinn, en tyllir að-
eins niðnr tánni á hinnm og kreppir hann,
þá er sagt að hann kroki þeim fætinum.
Að kroka þýðir þvi að standa hoginn (opt-
ast af kulda), og til þess Bvarar verbum
inchoativnm að krokna (nú krókna) = byrja
að kreppast (af knlda), sem nú hefir fengið
merkinguna: að deyja úr kulda. Þetta kem-
nr lika heim við Lexicon islandico-latino-
danicum síra Björns Halldórssonar. Þar
stendnr svo (I. 477):
Kroki (at kroka), nncinare, krnmme, bóje.
Hestnrinn krokir fæti---------— — — —
Krokinn, pronns, cernuns, næsgrus, nedbó
jet, krnm — — — — —
Krokna (at krokna), rigescere, curvari, fri-
gore, krympes sammen af Kulde. *) enecari
Frigore, dó af Knlde.
Andrés Björnsson
Frá þingmálafundum.
Þingmálafundi er tekið að haida
sumstaðar á landinu. Hér í Rvík
hafa þingmennirnir boðað til fundar
2. hvítasunnudag í Barnaskólagarð-
inum.
Fréttir hafa borist af tveim þing-
málafundum nyrðra, öðrum á Akur-
eyri í síðustu viku og hinum á Grund
í Eyjafirði þ. 20. þ. mán.
A Akureyrarjundinum var samþykt
svofeld tillaga út af samkomulagstil-
raununum:
Fundurinn telur þær tijraunir,
sem gerðar hafa verið til samkomu-
lags milli stjórnmálaflokkanna um
sambandsmálið heillavænlegar. Fund-
urinn heldur fast við ákvæði frum-
varpsins frá 1909, að ísland verði
sjálfstætt riki og vill að farið sé
fram á, að það fái þegar hlutdeild
í stjórn allra sinna mála. Fundur-
inn vill ekki að farið sé skemra í
einstökum atriðum en gert er í
frumvarpi milliþinganefndarinnar að
viðbættum þeim breytingum og
viðbótum, er gerðar voru í frum-
varpi minnihlutans á alþingi 1909.
Fundurinn telur sjálfsagt, að mál-
ið verði ekki leitt til fullnaðarlykta
af Islands hálfu fyr en kjósendum
hefir verið gefið tækifæri til að
lýsa skoðun sinni á málinu með
atkvæðagreiðslu.
Tillagan samþykt með 91 atkv.
gegn 11.
Á Grundarjundinum hafði tillaga
sama efnis verið samþ. með 32 sam-
hljóða atkv.
I n g ó 1 f u r er nú komiim undir rit-
stjórn alþingismanns Ben. Sveinssonar.
Fyrsta blað hans kom í gær. Blaðið
tjáir sig ætla að berjast gegn einkaleyf-
issölu á kolum, bankamálstillögum fjár-
málanefndarinnar og samkomulags til-
raununum um sambaudsmálið.
Ekki verður sagt með sanni, að nýi
ritstjórinn byrji með ýkjamikilli sam-
vizkusemi.
Hann talar svo, sem samtökin um
sambandsmálið nái einnig til sölu-einka-
leyfisins. Honum hlýtur að vera kunn-
ugt um, að þau tvö mál eru að engu
leyti saman bundin. Sumir þeirra, sem
fyrir sambandsmálssamningnum hafa
bundist, eru mótfallnir sölueinkaleyfinu.
Tveir þeirra að minsta kosti talað gegn
því eindregið á almennum fundum.
Og fæstir þeirra neitt látið uppi um
það mál.
Hann segir sömuleiðis, að ef samn-
ingatilraunirnar um sambandsmálið næðu
fram að ganga, mundi það hafa í för
með sór um 100 þúsund kr. aukin út-
gjöld fyrir landsjóð á ári!
Hvers vegna ekki til taka heldur eina
miljón?
Röksemdaþrotið hlýtur að vera nokk-
uð gagngert, þegar gripið er til slíkra
ósanninda. Enda var ekki hátt risið á
röksemdum Ingólfs-ritstjórans nýja á
fundum samningamanna. Hann sótti
þá fundi. Og hann tjáði sig ekki
mótfallinn nokkuru atriði, nema hvað
ekki væri gengið jafn-vel og skyldi frá
gerðardómnum. Annars tilfærði hann
þá einu ástæðu sína gegn því að vera
beint meö samningamönrum a ð s i n n i,
að málið hefði ekki verið lagt fyrir
miðstjórnir flokkanna.
Nú talar hann um samningana sem
stórhættu fyrir þjóðina. Óneitanlega
hefði verið myndarlegra að vekja máls
á þeirri hættu, þegar hún var að koma
upp.
Ef hann hefði nokkura trú á henni
haft — sem enginn gat fundið.
Reykjavikur-annáll.
Aðkomnmenn: síra Jón Ó. Magnús-
son frá Bjarnarhöfn, Jón Blöndal læknir
frá Stafholtsey.
Aflabrögð. Nýlega kom Bragi með
110.000 fiskjar og Skúli fógeti með
100.000. Er þetta hæsta aflatalan, sem
sögur fara af. Talsvert af fiskinum er
auðvitað smælki.
Skýrsla um vertíðaraflann á þilskipum
og botnvörpungum verður birt l næsta
biaði.
Hotel Reykjavík eða eigandi þess,
frú Margrót Zoega, fekk á laugardaginn
leyfi bæjarstjórnar (með öllum greiddum
atkvæðum) til þess að halda veitinga-
sölunum á stofuloftinu opnum til kl. 12
á kvöldin — gegn því að loka kjallaran-
um kl. 9 í stað 10 og 11.
Tilætlun frú Zoega mun vera að efna
til hljómleika í veitingasölunum með
líkum hætti og var í Hotel ísland,
Margir hafa saknað hljómleikanna og
munu það þykja góð tíðindi, að þeir
verða aftur teknir upp.
íþróttasýningin á sunnudaginn var
fásótt í meira lagi, hverju sem verið
hefir að kenna. Sjálfar voru fimleika-
sýningar íþróttafólags Rvíkur fallegar
og vel af hendi leystar, — þetta sinni
undir forustu Björns Jakobsson
a r leikfimiskennara.
Það er verulega hressandi að sjá svo
fallega fimleika— og bæjarbúum er það
eigi til sæmdar að sýna hinum ungu
íþróttum vorum svo lítinn áhuga, sem
raun bar vitni á sunnudaginn.
Konungsandlátið. Minningarguðs
þjónusturnar á föstudaginn í kirkjunni
hefjast kl 12. — Minningarhátíð háskól
aus er fyrirætluð á afmælisdag hins látna
konungs, 3. júní. Kvæðat'lokk yrkir
Þorsteinn Gíslason, en sötigfól. 17. júni
syngur.
Skipafregn. Þau koma í dag bæði
Koug Helge (væutanl. um 2 leytið) og
Cercs (væntanl. um 6 leytið).
Meðal farþega á Steriing um daginn
austur var Ólafur Óskar Lárusson læknir.
F 1 ó r a kom nýlega að norðan ; með-
al farþ.: Guðm. Guðlaugsson (bæjarfóg.),
Bjarni Þ. Johnson oand. juris, Benedikt
Bjarnason (frá Húsavík).
Útför konungs. Kaupmannaráðið hefir
í dag átt fund með sór um lokun verzl-
ana útfarardag konungs. Hefir það mælt
með því, að búðum verði 1 o k a ð kl. 10.
Landsjóðslánið
til að bæta úr landskjáfltatjóninu
verður veitt nú þegar, 25000 kr. Ráð-
herra samþykti þá veitingu með sím-
skeyti í dag.
Konungkjörnir þingmenn
eru óskipaðir enn. Fregnirnar um
skipun þeirra í blöðum hér, að
það verði 5 þeir gömlu, en síra Björn
á Dvergasteini í stað Lárusar, eru
lausafregnir og veit enginn enn, hvort
réttar eru.
Kaupman naráðið.
Ásgeir Sigurðsson konsúll hefir sagt
af sér formensku kaupmannaráðsins
og er Jes Zimsen kjörinn formaður.
Fæði og húsnæði (2 herbergi
með húsgögnum), óskast af þingmanni
um þingtímann. Afgr. vísar á.
Jóhannes Nordal íshússtjóri
er fluttur á Laufásveg 5.
2 herbergi með húsgögnum til
leigu um þingtímann í Pósthússtræti
14 B.
Sá, sem hirt hefir nyja drengja-
vatnkápu á Klapparstig eða á Völund-
arbryggju, skili henni sem fyrst á
Lindargötu 1.
Sundkensla. Þið, sem óskið að
læra sund hjá mér, talið við mig sem
fyrst. — Ingibjörg Brands. Vonarstr.12.
i Lotterí L. F. K. R.
j Drættir féllu þannig:
Nr. 833 (má)verk Ásg'. Jónsson).
Nr. 185 (6 silfurskeiðar í kassa).
Stjórnin.
Það tilkynnist vinum og vandamönnum, að
minn elskaði sonur, Eyjólfur Eyjólfsson, lézt
laugardaginn 18. mai. Jarðarför hans fer
fram frá heimiii mínu laugardaginn 25. mai
kl. I e. h.
Guðný Þórðardóttir, Oddgeirsbæ.
Peningar fundnir. Vitja má á
Laugaveg 72 (niðri).
Þorvaldur Björnsson lög-
regluþjónn er fluttur á Hverfisgötu 1 F.
85
— Eg veit ekkert, man ekkert. Eg
Bá það á fötum mínum, að eg hefi
verið í áflogum, og eg veit, að blaðið
er horfið.
— það var þá tilætlunin fyrir þér,
að þegja yfir því?
— Eg bugaaði, að verið gæti, að
hinir hefði verið eins rykaðir og eg og
myndu ekkert. Verið gæti, að engin
væri til önnur rök f gegn mér en hnif-
urinn; því fleygði eg honum.
— Mér datt það í hug, að þú mund-
ir hugsa þór leiðina þá.
— Lfttu nú á, pabbi. Eg veit ekki, hver
það er, sem dáið hefir. Vel má vera,
að eg hafi aldrei séð hann. Eg fæ
ekki grafið upp f minni mínu, að eg
hafi gert það. Mór fanst eg ekki þurfa að
gjalda þess, er eg hafði ekki gert vil-
jandi. En það kom mér brátt í hug,
að mesta flónska væri af mér að hafa
fleygt hnífnum 1 veituna. Hún þorn-
ar upp á sumrum og þá hefði hver
sem vera vildi getað fundið hnífinn.
því fór eg að reyna að finna hann bæði
f gær og f nótt.
92
— Guðmundur sá, að hryllingurinn,
■em um þau fór hin, fór vaxandi með
hverju orði, en sjálfum varð honum
rórra niðri fyrir. f>að kom f hann
þrá, og hann tók til máls aftur:
— þegar svo blaðið kom á laugar-
daginn og eg las um áfiogin og hnífs-
blaðið, sem orðið hafði eftir í heila-
kúpunni, tók eg upp hnffinn minn, og
sá, að vantaði f hann blað.
— f>ú flytur slæmar fréttir, Guð-
mundur, mælti tengdafaðir hans til-
vonandi. Réttast hefði verið, að segja
okkur frá þessu f gær.
Guðmundur þagði. En þá varð
faðir hans honum að liði aftur. —
það var ekki auðhlaupið að þvf, mælti
hann. f>að var mikil freisting að
þegja um alt saman. Guðmundur
missir mikils f, er hann gengur við
þvf.
— Já, fegin megum við vera, mælti
Eirfkur í beiskum róm, að hann þagði
ekki lengur, svo við lentum ekki í ólán-
inu með honum.
Guðmundur horfði alla stund fast á
Hildi. Hún hafði brúðarkórónu á
89
með mér út f volæði það, er eg á f
vændum.
Hún var komin f brúðarfötin.
Hún tók í hönd honum og leiddi
hann inn í veizlusalinn, fullan ' af
gestum; það átti að fara að gefa sam-
an. f>á tók hún til máls og segir
frá því hárri röddu öllum gestunum,
er mannsefnið hafði tjáð henni þá
samstundis. Sneri sér eftir það að
mannsefni sfnu og mælti: — Eg segi
frá þessu til þess, að allir viti, að þú
hefir engin svik í tafli við mig haft.
En nú vil eg láta gefa mig saman við
þig þegar í stað. f>ví að þú ert sá
sem þú ert, þótt ratað hafir í ólán, og
hvað svo sem þér að höndum ber, þá
vil eg bera það með þér.
í því bili, er faðir Guðmundar hafði
lokið sögn sinni, voru þeir komnir að
skógarbrautinni löngu, er lá upp að
Kálfhaga. f>á sneri Guðmundur sér að
föður sínum og brosti hálfraunalega.
— f>að fer ekki á sömu leið fyrir
okkur, mælti hann. — Hver veit það?
mælti faðir hans og hagræddl sér f
sessi. Hann leit á son sinn og furð-
88
það orðalaust, að hún Hildur væri gef-
in saman við mann, sem orðið gæti sak-
aður um morð hve nær sem vera vill.
Hann lét svipuna smella og ók hrað-
ara.
— f>etta vérður þér örðugast, mælti
hann. Við verðum að fá því fljótt
lokið. Eg býst við, að Kálfhagafólkinu
sýnist réttast af þér að segja til glæp
sins sjálfur; eg hygg það muni þá
verða vingjarnlegt við þig.
Guðmundur svaraði engu. Hann
gerðist enn hreldari á svip, er nær
dró Kálfhaga. Faðir hans hélt áfram
talinu við hann, til þess að halda við
í honum huganum.
— Eg hefi heyrt getið um þessu
líkt dæmi áður, mælti hann. f>að var
maður, sem átti að fara að gefa sam-
an við heitmey sína, en varð það á,
að hann skaut aldavin sinn á veiðum.
f>að var voðavig, og vitnaðist ekki,
hver skotið átti. f>egar komið varað
brúðkaupinu fám dögum eftir, kemur
hann að máli við konuefni sitt og
segir. f>að getur ekkert orðið úr
brúðkaupinu; eg vil ekki draga þig