Ísafold - 01.06.1912, Blaðsíða 2

Ísafold - 01.06.1912, Blaðsíða 2
134 ISAFOLD i <r V þann vordag á því þreifað: að »sætt og beizkt í æfikjara bikarinn oss byrl- að er, blandað lán vort hlutfall er«. En vorið leið fram bjart og blítt »á sólgeislavængjunum sínum breiðu*; með tign og prýði breiddi það ljós sitt og yl sinn yfir landið frá yztu útnesjum til instu dalabygða, og vakti í hugum vorum og hjörtum hinn blíða vorfögnuð, hina sælu unaðsvon og hina sveliandi sumarþrá. Sízt mátti því hina vorglöðu þjóð vora gruna það, að unaðsvorið hefði henni að færa »á sólgeislavængjunum sínum breiðu«, þunga þjóðarsorg ásamt með hinni gleðjandi, lífsvekjandi ljósdýrð, — en sú varð þó raunin á fyrir henni hinn 15. þessa mánaðar, er fregnin um hið sviplega lát hennar kærasta konungs, Friðriks hins áttunda, barst með símanum yfir mestan hluta lands- bygðarinnar, og mun nú hafa náð til svo að segja hvers mannsbarns á land- inu og hvervetna að vonum hafa snortið þungt og snögt alvörustrengi hjartnanna til innilegrar hrygðar, hver- vetna dunið sárt og þungt inn yfir sálirnar eins og skerandi harmhljómur fallandi inn í unaðshljómleika hins blíða vors. Af þessum fáu orðum getur hver maður, sem hér heyrir mál mitt, ráðið, hversu mér fanst og finst fyrir eigin hönd og fyrir hönd þjóð- ar vorrar um konungslátið, og viss er eg þess, að svipað hefir ýmsum yður hér viðstöddum fundist og finst, og slikt mun öllum þeim með þjóð vorri finnast, er nokkra verulega grein vissu á, hvern hug Friðrik konungur 8. bar til lands vors og þjóðar; og hver má efast um, að andlát hans hafi vakið djúpa, angurblíða sorg í þakklátum hjörtum þeirra raunamæddu meðal vor, sem i yfirstandandi sorgarþreng- ing sinni hafa notið og eru að njóta góðs áf landsföðursamhygð hans með þeim og konunglegu liknsemdar örlæti þeim til hjálpar. En ekki að eins þessi hjörtu, heldur sérhvert íslenzkt hjarta, hvert mannsbarn hinnar íslenzku þjóðar, hvert mannsbarn, sem bólfestu hefir á þessu landi tekið, af hvaða þjóð sem er, og hefir því skyldu til að unna landinu og þjóðinni, »sem drottinn hefir leitt það inn í«. — Já hvert mannsbarn þessa lands og þjóð- in öll hefir í sannleika gilda og kný- jandi ástæðu til að syrgja hinn látna konung sinn, ekki að eins með þegn- legri lotningarsorg, heldur og með harmi þakklátrar elsku og sárri eftir- sjá eftir sannarlegum þjóðhöfðingja sínum og landsföður, er unni svo heitt landi voru, og bar þjóðar vorrar sönnu velferð svo ríkt fyrir brjósti alla sína sorglega stuttu ríkisstjórnartíð, að því má þjóð vor aldrei gleyma. Nei, aldrei, þvi þá henti hana það van- þakklæti og ranglæti, sem mundi nið- urlægja hana. Nei, aldrei — því að >ar á hún dýran minningarsjóð, sem íenni ber að geyma og ávaxta; sæmd íennar og heill liggur við, að geyma íans vel; henni getur ekki verið það um megn, — henni, sem i þúsund ár hefir geymt feðranna sögu og hina forn-norrænu frægu, fögru tungu, og henni verður það ekki um megn, nema hún gangi frá sjálfri sér, varpi dygð og trygð, sæmd og giftu fyrir borð, og sleppi allri gát á sínum vitjunar- tíma, sem vér vonum og biðjum og treystum, að hinn alvaldi, alvitri og algóði guð, konungur konunganna, æfinlega varðveiti hana frá. Minningarvert er það og minnis- stætt ætti oss íslendingum að vera það, að þegar á 1. ríkisstjórnarári Firðriks 8., — en hann kom til ríkis 29. jan. 1906 — kom í ljós hin landsföðurlega umbyggja fyrir vorri þjóð, og að þau afskifti hans, eins og öll afskifti hans af oss, lýstu hjá hon- um sönnum konungshug og sönnu konungshjarta. Fulltíða maður var hann orðinn, er faðir hans Kristján konungur hinn IX. var til konung- dóms kvaddur í Danmörku og tók við ríki, og síðan hafði hann sem rík- iserfingi kynst stjórnmálaviðskiftum Dana og íslendinga í full 40 ár — og i sambandi við þá spurning, hvort hann á þeim tíma muni hafa nokkuð um ísland hugsað, minnist eg þess, að hann lét um skeið merkan íslend- ing veita sonum sínum tilsögn í ís- lenzkri tungu; — og eins ogþað er víst, að honum var gjörkunnugt um stjórn- arlega afstöðu íslands í ríkinu, og afstöðu hinnar dönsku þjóðar til hinn- ar íslenzku og afstöðu íslendinga i sambandinu við Dani, þá er hann kom til ríkis, eins má oss það augljóst vera, að hann hafi rækilega til vor hugsað og oss fyrir brjósti borið sem ríkis- erfingi; á það bendir svo skírt öll hans konunglega framkoma við oss. Alkunna er það, konungshugsun hans var það, er heimboðið gerði fulltrúum íslendinga á alþingi til Danmerkur sumarið 1906; hann vildi kynna hina íslenzku þjóð bræðraþjóðinni dönsku, hann vildi rýra sem mest áhrif ókunn- ugleikans og ijarlægðarinnar. — Og konungshugur og konungshjarta stýrði för hans og heimsókn í vorn garð næsta sumar, 1907; að sjá landið sjálf- ur og kynnast þjóðinni ásamt helztu forvígismönnum og fulltrúum hinnar góðkaupa-útsala í Sápuhúsinu Austurstr. 17 og í Sápubúðinni Laugaveg 40. □ OD Alt vöru-upplagið verður selt með mjög niðursettu verði. []rimE=3ac3c=iDLUE3aai— Príma græn sápa á 14 og 15 aura pundið. Príma Marseillesápa á 27 aura pundið. Prima brún krystalsápa á 17 og 19 a. pundið. Príma salmíaksápa á 27 aura pundið. Srac==ic==3i=i===3i===iai^rr3i===irt==irai==iB um á hjörtum okkar og ætli að ekki verði fleirum sem mér, að tár vakni og varpi móðu fyrir augað? Vísast að tár læðist fram í augu margra. Alt um það — og þrátt fyrir 300 mílna fjarlægðina sjáum vér í andanum hina konunglegu líkfylgd, pví að syrqjandi elska heillar pjóðar er skygn, — vér horfum á jarðneskar leifar vors treg- aða konungs fluttar burtu úr hinum konunglega bústað, æðsta heimili rík- isins — og alla konungstið föður hans og svo hans eigin, viðurkent fyrir- myndarheimili rikisins, og jafnvel allr- ar Norðurálfu, að sannri tign og dygð, kristilegri trú, kærleika og guðsótta, — og vér horfum í andanum á hinar jarðnesku leifar hans svífa þaðan eftir brautinni til konungs-legstaðarins í hinum veglegasta helgidómi Danmerk- ur, Hróarskeldu-dómkirkju; og vér horfum á hina konunglegu likfylgd: fyrst og fremst drotninguna, sem orð- in er ekkja, og svo börn hans, þar á meðal hans elzta son, sem orðinn er konungur vor, og tengdabörn, öll í djúpri hjartasorg. Virztu, himneski faðir! fyrir heilagan anda þinn að hugga þau öll og styrkja í trúnni og voninni á son þinn, drottinn vorn Jesúm Krist, f trúnni og voninni á eilífa lífið í hans nafni; — þar næst sjáum vér í þessari líkfylgd systkini hins látna konungs og þeirra maka og börn, þ. e. meginið af keisara- og konungafólki allrar Norðurálfunnar — alt í virðingarfullri alúðarsorg og sam- hrygð; en líkfylgdin er stærri en þetta — þar fylgja tvær þjóðir i einlægri, þakklátri sorg — og sorgarfánana bera annarsvegar hrygg þegnleg þjóðarlotn- ing, og hinsvegar hrygg, þakklát þjóð- arelska. Príma stangasápa á 15 og 17 anra pundið. MUNE); 3 pund af sóda íyrir 10 aura. 3 stk. góð Viólsápa fyrir.... 25 an. 3 stk. Florians búðingspúlver fyrir 25 au. 3 — — Xeroformsápa fyrir . . 25 — 3 — Florians eggjapúlver fyrir 25 — 3 — — Möndlnsápa fyrir. . . 25 — Nýjar kryddvörur fyrir að eins 4 og 8 — ÁgtBtt lútarduft fyrir að eins , . 17 — Vanille bökunarduft .... 4 og 8 — Ágætir kemÍ8bir sápuspænir . . . 32 — 3 dósir skósverta (fyrir Box calf) 25 — Prima klegsódi frá 7 — Falleg skrautberti 10 - Ágætir fægiburstar 17 — 1 stk. Gallsápa að eins . . . 15 — Ágætar 25 au. Xeroformsápur fyr- 1 — Rakarasápa að eins . . 15 — ir að eins 18 — 1 — Silfursápa að eins . . . 15 — Ágætar 25 au. Viólsápur fyrir aðeins 18 — Ágætt Holl. Cacao pr. */4 pd. . 30 — »Bourucin« Tandpasta 22 — 1 flaska Brilliantine (i hárið) . 23 - 25 patent tanklemmur fyrir . . . 32 — Stór dós af fægipúlveri fyrir að eins 12 — 3 stk. »Vera«-Viólsápa fyrir . . 14 — Stórir og góðir svampar . . . 5 — 3 öskjur fægiduft fyrir .... 12 — Sterkir bárkambar 25 — 3 dósir ofnsverta fyrir 21 — 1 ágætur fatabursti 30 — 3 góðir naglaburstar fyrir . . . 25 — 1 stk. af 50 aura frostsápu fyrir Lakrís og salmiakpastillur askjan . 6 — að eins 25 — »Amycos« Toiletsápa að eins . . 15 »Cocosnöd«-sápa fyrir að eins 15 — Afgangar af eftirtöldum sápum verða seldir íyrir hálfvirði: 1000 öskjur Jólasápa, hver með 3 stk., fyrir 25 au., 1000 öskjur Grauduft fín Víóletsápa fyrir 25 au. hver, Fín Toiletsápa með glasloki fyrir 25 aura, 1000 öskjur „Gleðileg Jól“, með 3 stk. hver, á 50 aura hver askja. „Sápu-myndir og „Jólasápa“ 7 aura hver. Egta 20 aura „Radium Lanólín sápa“ verður seld fyrir 10 a. 25 aura „Sterling sápa“ verður seld fyrir 15 aura. Stifelsi 28 aura pundið, áður 31 eyri. Notið nú þetta góða tilboð. Útsalan stcndur að eins í nokkra daga. Feiknin öll af burstum, kömbum, höfuðvötnum, ilmvötnum svömpum, handsápum, hárpunti, tannburstum o. fl. verður selt langt undir verði. Sápuhúsiö Sápubúöin Austurstræti 17. Talsími 155. Laugayeg 40. Talsimi 131. dönsku þjóðar, — var konungsvilji hans. Hann kom og sá og elskaði með konunglegum kærleik. Hans konungshugur sá, og hans konungs- hjarta fann, að út úr slíkum landsföð- urkærleika yrði framtíðin að spinna þá þætti sanHeiks og réttlætis, er ofið skyldi úr friðar-, samhygðar- og ást- úðarband það milli bræðraþjóðanna, er verða mætti þeim meir og meir band algjörleikans til sannarlegs frelsis og sannarlegrar farsældar. Frá konungshug hans og konungs- hjarta komu og orðin hans hin ógleym- anlegu, er hann mælti á Kolviðarhóli, þá er hann var kominn yfir fjallið, þaðan er hann hafði notið útsýnar annarsvegar yfir hið breiða og gróður- sæla Suðurlandsundiilendi og hinsveg- ar yfir hina svipmiklu Faxaflóabygð alla, orðin hans þessi: *Markmið mitt er sannleikur og réttketi bdðum ríkjum til handa«. Þau voru konungs- kærleiksmál hans — til íslendinga — hátt og hreint eins og hinn heiði himinn, heitt og skært eins og há- degissólin. — Guð gefi að þessi kon- ungs-kærleikshugsjón hans megi gagn- taka hvers þess manns hug með Dön- um og íslendingum, er um samband þeirra á komandi tíð skal fjalla, og verða þeim leiðarstjarna til marksins, sannarlegs friðar og sannarlegs frelsis og sannarlegrar farsældar beggja. Sárt og þungt er oss því að vonum það hlutskifti vort, að sviftast nú þeg- ar, miklu fyr en oss varði, þessum oss ástkæra konungi, er vér fundum og vissum, að bar til oss konungshug og konungshjarta og konungselsku. Harmur er oss í hugum, og hrygð á þjóðbrautum. Og nú er vér stefnum hugarsjón vorri þangað, sem útför hans fer fram, þá tekur sorgin tökum sín- íslandsbörnl Vér fylgjum i dag í anda vorum kærasta konungi til graf- ar. Það er þungt. Vér erum af því beygð. En látum eigi hugfallast; tök- um á krafti vorrar trúar og vonar; lyftum höfði og hjarta hærra — hærra til guðs, — vörpum von og sorg í drottins skaut! Eilífi guð! hjálpaðu oss, hjálpaðu oss til að geyma svo minning vors tregaða góða konungs, Friðriks hins 8., að hún verði oss að ávaxtarsamri þjóðarblessun i nútíð og framtíð. — Algóði guð! lof og þökk sé þér fyrir hann og hans konungselsku, umhyggju og góðgirni til handa landi voru og þjóð. Náðugi guð! tak hann til þinn- ar eilifu náðar og gef honum sælu eilífs lífs í höll þíns himneska alveld- is. Líknsami guð! miskuna þig yfir hans eftirlifandi sorgbitnu ástvini, — gefðu þeim huggun og frið i faðmi þér. Heyr oss í Jesú nafni, og bæn- heyr oss, er vér nú kvökum til þin og þökkum þér með titrandi sorg í sáíum og látum til þin hljóma vort hjartnamál í sálminum: »Faðir and- anna, frelsi landanna, ljós í lýðanna stríði« o. s. frv. Og nú, kristni söfnuður, þar sem minningarorð vor og skilnaðarkveðja til hins látna, þjóðkæra konungs vors, Friðriks sáluga 8., er þegar flutt af vorri hálfu, þá vil eg biðja yður að heilsa í anda, i von og trú í Jesú nafni sem konungi vorum, hinum elzta syni hans, sem tekið hefir við kon- ungdómnum að ríkiserfðalögum með konungsnafninu Kristján hinn X., — heilsa honum í trú og von og bæn í Jesú nafni, segjandi: náð sé með þér og friður frá guði föður vorum og drotni Jesú Kristi. Drottinn blessi þig sem konung vorn. Drottinn blessi oss konungdóm þinnl Almáttugi kærleikans guð! guð og drottinn aílrar hinnar miklu veraldar og guð og drottinn vors lands; gef vorum nýja konungi i ríkulegum mæli vísdóm af fylling þíns vísdóms, kær- leik af fylling þins kærleika, réttlæti af þínu eilifa, heilaga réttlæti. Gef honum af ríkdómi náðar þinnar þá hamingju og blessun, að fá stjórnað ríki sínu svo, að til sannrar hamingju, sannarlegs frelsis og framfara í öilu góðu verði báðum þjóðum ríkis hans og öllum þegnum hans. Lát þá sömu náð þína og blessun, giftu og sæmd, er verið hefir með föður hans og afa í konungdómi þeirra, vera með hon- um, hans húsi og ættlegg — þá sömu náð og blessun, giftu og sæmd, er hvílt hefir svo unaðslega yfir hinu danska konungshúsi þann tíma, er þeir hafa ríkjum ráðið. Og líknsami guð! vor verndari og leiðtogi á þjóðlífsins braut, snú þú sjálfur hug og hjarta vors nýja konungs til vor — fámennu og fátæku þjóðarinnar hans i f jarlægð- inni, — snú konungshug hans til vor til landsföðurlegrar umhyggju og vernd- ar, og hans konungshjarta til vor í föðurlegum elskuhug og kærleik, og lát þetta hið ógleymanlega, helga og dýrlega markmið hins lofsæla föður hans: »Sannleikur og rittheti báðum ríkjum til handa«, æfinlega Ijóma fyrir andlegri sjón hans og verða einnig hans háa markmið, þvi það er í Jesú nafni vilji þinn, sannleikans og rétt- lætisins eilífi guðl — Gef svo, vor guð, konungi vorum Kristjáni X. að lifa lengi þér til dýrðar og þegnum sinum til blessunar og fá að sjá sína oss dýrmætu konungsósk um framtíð- argiftu lands vors og þjóðar rætast. — Blessaðu hann og varðveittu hann, drottinn! láttu þína ásjónu lýsa fyrir honum og ver honum nálægur í náð, upplyftu seint og snemma þínu heilaga föðuraugliti yfir hann og gefðu hon- um þinn frið. Amen. Frá mannamótum. Leikhúsið. í gærkvöldi léku þau í annað sinni frk. Christiansen og Groth. Þetta sinni var hjá þeim á leikskrá m. a. Tilfœldigheder eftir Otto Benz- on, en Bryllupsaýten eftir Peter Nansen og Naar Kœrligheden dör. í þeim leik var Bjarni Björnsson einnig með. í gærkvöldi fór allt miklu betur en i. kvöldið. Siðasti leikurinn: en Bryllupsajten var fjörlega og rösklega leikinn, svo að veruleg ánægja var á að horfa. Þau hefðu betur gjört sjálfs sín vegna að hafa þessa leikskrá i. kvöld- ið og ,en Bryllupsajten ættu þau að sýna aftur. Næst leikið annað kvöld. Ego. Læknir Rangæinga Jóni H. Sigurðssyni hefir nú verið veitt Reykjavíkur læknishérað. En Rangæingar hafa skorað á stjórnina að veita Guðm. Guðjinnssyni, sem nú er læknir í Axarfjarðarhéraði, Rangæinga- hérað. Undir þær áskoranir hafa rit- að 306 búendur úr öllum hreppum héraðsins. Landsstjórnin hefir áður tekið full- komlega til greina óskir héraðsbúa, þá er þær hafa fram komið t. d., ei Sauðárkrókshérað var veitt síðast og þykir Rangæingum, sem von er, lík- legt að þeirra óskir verði metnar, er þar að kemur. Prestskosning á Melstað. Hún fór fram í fyrradag. 406 kjós- endur voru á kjörskrá. Af þeim greiddu 208 atkvæði, og reyndust 206 atkv. gild. Kosinn var Jóhann Briem cand. t'neol., kennari á Eyrarbakka með 116 atkv., síra Sigurður Jóhannesson hlaut 66, sira Björn Stefánsson 14, sira Arni á Skútustöðum 10, en Jónmundur prestur á Barði ekkert atkv. Prestsvígsla fer fram hér í dómkirkjunni um leið og synodus hefst þ. 28. júní næstk. Munu þá vígð verða þrjú prestsefni: Jóhann Briem til Melstaðs, Magnús Jónsson, er gerist prestur vestan hafs í Garðar-söfnuði og Páll Sigurðsson cand. theol. aðstoðarprest- ur á ísafirði. Um siðferðisástandið á íslandi, hefir jungfrú Ingibjörg Olafsson nýlega ritað bækling — æði öfgakendan. Verður hans minst nán- ara hér í blaðinu í næstu viku eða svo. — Olympíuleikarnir. Þ. 13. þ. mán. leggja þeir á stað islenzku Olympíufararnir allir, nema Jón Halldórsson, sem þegar er farinn. Umtal nokkurt hefir orðið um að vér mundum ef til vill eiga kost á einum eða jafnvel 2 sundmönnum til þeirrar farar. Það eru þeir Benedikt G. Waage og Erlingur Pdlsson. Báðir eru þeir ágæt- ir sundmenn og hraði Erlings er ó- efað svo mikill, að hann mundi sóma sér vel. í dag reyndu þeir sig báðir inni í sundlaugum, undir umsjón m. a. for- manns Iþróttasambands íslands, og á morgun stendur til að þeir reyni sig í Skerjafirði. Væri óneitanlega ánægjulegt, ef ís- lendingar auk íslenzku glímunnar gætu tekið þátt í grísk-rómverskri glímu (Sigurjón), kapphlaupi (JónHalldórsson) og — s u n d i. En hið síðasta þó því miður undir hælinn lagt — af ýmsum ástæðum. Reykjavíkur læknishórað var þ. 23. maí veitt settum hér- aðslækni Jóni Hjaltalin Sigurðssyni.

x

Ísafold

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ísafold
https://timarit.is/publication/315

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.