Ísafold - 03.06.1912, Blaðsíða 2

Ísafold - 03.06.1912, Blaðsíða 2
 138 ISAFOLD Er Kristján X. tók konungdóm. Á myndinni sést uppi á svölunum lengst til vinstri Kristján konungur, þá Knútur konungsson, þá Alexandrína drotning, og lengst til hægri konungs- efnið sem nú er. Friðrik konungsefni. Minningarathðfn háskólans. Undir hádegið í dag streymdi hóp- ur mikill karla og kvenna klætt sorgar- eða -einkennisbúningi að háskólanum — eða alþingishúsinu — hvort sem menn vilja heldur kalla það. Það var hátíð háskólans íslenzka, til heiðurs við minningu Friðriks VIII. sem fram átti að fara. Neðrideildarsalur alþingis, hátíðar- salur háskólans, var allur skrýddur svörtum blæjum. Gegnt forsetastóln- um hékk málverk af Friðriki 8., vafið sorgarhjúp. Salurinn fyltist á skammri stundu. Skiftist á í sætunum glitr- andi einkennisbúningar em bættismanna, konsúla og sjóliðsforingja af Valnum, silkikjólar kvenfólksins og peysubún- ingar og loks almenn borgaraleg við- hafnarklæði annarra. Á slaginu 12 tók rektor háskólans sér sæti í forsetastólnum, en söngfé- lagið 17. júní sög I. hluta kvæðaflokks Þorst. Gíslasonar, þann er hér fer á eftir. Kom þú heilög himni frá hjartaró, sem friðinn gefur, meðan kæran minst er á milding vorn, er dáinn sefur! Hans var ósk að efla frið, eyða kala bræðraþjóða. Mildings þess svo megum við minnast, — Friðriks konungs góða:,: Vorrar þjóðar ást í arf eftir göfgan föður tók hann; en svo við sitt eigið starf arf þann mörgum sinnum jók hann. Munað skal, hvern hafði hann hlut í íslands beztu vonum. Héðan glitri’ um grafar rann :,: góðar kveðjur yfir honurn. :,: Úti um loftsins vídd er vor, vor i dönskum beykilundum; blómið grær í geislans spor; gullið skin á eyja-sundum. Þína, Friðrik góði, gröf geislum vefur röðull sínum. ísland sendir yfir höf :,: ástarþökk að legstað þínum. ,:, Þá fór Jón Jónsson docent hátt og snjalt með miðhluta kvæðaflokksins, er svo hljóðar: Munum alþingis íslendinga för til fylkis sala, þá er milli þinga þjóða sinna vísir bar vináttu orð. Báru þá heim frá bræðra landi gestir góðar kveðjur. Svo voru hin fyrstu Friðriks áttunda afskifti’ af íslands þjóð. Fagnað var fyrir fimm árum sjóla í þessum sal. Hylli’ og vináttu hét hann íslandi, og orði því aldrei brást. Reið hann um héruð; við röðulskin sá hann sveitir lands ; gljájökla yfir grænum hlíðum, opinn fjalla faðm. Leit hann yfir land frá Lögbergi, stóð þar sem steinarnir tala. Horfna gullöld hugum leiddi, en festi við framtíð sjón. Alt vildi hann gera, sem íslands hag breytti’ í betra horf; laga lög, leysa’ úr þrætum; fá því fullan rétt. Traustust tengsl taldi jafnrétti þengill þjóða milli í samvinnu’ og samúð sátt að tryggja var konungshugsun hans. Guð og gæfan gefi íslandi oftar þess öðlings líka! Hér skal hans minning, þótt hjartað sé brostið, ætíð í heiðri höfð. Þá flutti B. M. Olsen háskólarektor mjög hlýlegt minningarerindi um hinn látna konung. Kvað hann íslendinga hafa verið nefnda »þjóð endurminn- inganna« og sæmdi þeim vel við frá* fall konungs að taka sér i munn orð Sigmunds Brestissonar: Grátum ekki — munum heldur. Vér ættum að geyma trúlega endurminninguna um Friðrik 8. Endurminningin um látna ástvini væri bezta huggunin í söknuðin- um eftir þá •— svo ætti og að verða hér. Hann rakti því næst æfiferil konungs og mintist sérstaklega hinna ágætu afskifta hans af íslendingum — fyrir honum vakað öllu fremur að skapa samúð, bræðraþel og bróðurlega samvinnu með þjóðum þeim, er hann átti yfir að ráða. Alþingisboðið 1906 og konungskoman 1907 verið liðir í þeirri viðleitni. Mintist rektor á margar innilegar ræður konungs í vorn garð þau árin — r. d. Kolviðarhólsræðuna. Taldi hann störf konungs munu bera góðan ávöxt í framtíðinni, þótt eigi hefði hann sjálfur borið gæfu til að sjá hann. Enn mintist rektor á góð afskifti hins látna konungs af há- skólastofnuninni og hið hlýlega sím- skeyti hnns stofndag háskólans í fyrra, 17. júní. Einkunnarorð Oskars Svía- k'önungs II. hefði verið: Heill brœðra- pjóða. Þessi orð mætti eins vel standa semeinkunnarorð yfir stjórnarferli Frið- riks 8. .— að því við bættu, að hann hefði ekki síður borið fyrir brjósti heill þeirrar þjóðarinnar, sem minni máttar var. Að lokum bað rektor söfnuðinn heiðra minningu konungs með því að standa upp. Eftir erindi rektors var svo sunginn 3. hluti hátíðarljóðanna: Vega mjólkurskilvindan er fullkomnust og bezt °R Vegastrokkarnir að sama skapi. Einkaumboðssala í verzlun B. H. Sjarnason. Peniilga-umslðg afarsterk fást í bókverzlun lsafoidar. Dt -------------------- 1 Viljir þú spara tíma og peninga, þá nota þu „GIDEON MOTOREN44 í báta þína. Einkasali Thor E. Tulinius & Co. Kaupmannahöfn. Símnefni: Verzlun. t pr ..... ... nO J □ Þú, konungur himnanna háu og hvelfingar víddanna bláu, sem veldi’ átt um vorljóssins geima, þar vonin og ástin á heima! Send lifsþrótt og styrk voru landi og ljáðu því vörn móti grandi! Send lífsstrauma logans þíns bjarta með ljós og með frið í hvert hjarta! Póstkorta-album í bókverzlun Isafoldar. Lát óskir hins andaða rætast um alt það, sem hér þarf að bætast! Gef sigur hans samúðaranda í sáttum á milli hans tanda! Svo kveðjum vér konunginn góða. Þú, konungur alheimsins þjóða, legg blessun hins látna hjá líki á lýði hans, ætt hans og ríki! Þá var athöfninni lokið. Sðngféí. 17. júttí. Samsöngur i Bárubúð fösfuefaginn 7. júní k(. 9. Jlánar á göíuaugítjsingum. Ljábíöðin landsfrægu, allar lengdir, koma með »Sterling« 13. þessa mánaðar. Verzíun B. Jf. Bjarnason. Ensk vaðmál Fjalla-Eyvindur í Khöfn. Dönsk blöð láta ósköpin öll af Fjalla-Eyvindi. Hann var leikinn fyrsta sinni í Dagmarleikhúsinu þ. 20. mai. Skáldið Sven Lange, leikdómari blaðs- ins Politiken byrjar leikdóm sinn á þessum orðum: Mikiljenglegt Jegurðarkvóld — hið bezta á leikárinu. Og þessi leikdóm- ari Dana er sá er sizt ber lof á leik- húsin og leikritin eða fagurmælgi í þverpokum. Lætur hann mjög af leik frú Dybwad í hlutverki Höllu. Skáldið hefir látið önnur verða leiks- lok á Fjalla-Eyvindi þar í leikhúsinu en hér var og prentuð eru i sjálfu leikritinu. Á leiksviðinu i'Khöfn lét hann hest einn ráfa að kofadyrunum, er hung- ur-þjáningar þeirra Eyvinds og Höllu eru hvað sárastar. Taka þau þá hest- inn og slátra, stilla hungur sitt og blíðkast við — og svo endar leikur- inn. Fyrsta kvöldið sem Fjalla-Eyvindur var leikinn, var viðstatt flest bók- menta- og lista- stórmenni í Khöfn. Var leiknum tekið með óvenju miklum fögnuði, — og höfundur heimtaður fram á leiksviðið — til þess að »þakka honum bezta teikkvöldið á vetrinum* eins og eitt blaðið kemst að orði. Kom þá Jóhann fram við hlið frú Dybwad og var klappað lof í lófa af mikilli ákefð. ReykJavikur--annáII. Hljómleikar. Á laugardagskvöldið eiga Beykvikingar von & að heyra jungfrú Herdisi Matthiasdóttur skálds Jochnms- sonar syngja og leika á pianó í Bárubúð. Jungfrúin hefir mentast i sönglistarskólan- um i Khöfn. Hún hefir ágæta söngrödd og fer sárstaklega vel með söngva sina. Hefir hún efnt til hljómleika bæði á Akureyri og Seyðisfirði og þótt vel takast. í Noregi söng hún einnig i fyrra, er hún var á ferð þar með föður sinum og fékk iof mikið i blöðum þar. Leikhúsið. í gærkveldi léku dönsku leik- endurnir i næst siðasta sinni og var lítið varið i leik þeirra þetta kvöldið. Ef til vill geyma þau hið hezta, sem til er i fór- um þeirra, til siðasta kvöldsins. Söngfélagið 17. júnf ætlar að syngja næst- komandi föstndag i Bárubúð. Eintóm ný lög á söngskránni. Þetta sinni aðstoðar frú Valborg Einarsson — syngur einsöng i tveim lögum. Skipafregn. Botnía kom frá útlöndum i gær með fjölda farþega. Meðal þeirra voru: Bjarni Jónsson frá Vogi með konu sinni, Ásgeir Ásgeirsson etazráð með fósturdætr- um sinum, Þorvaldur Benjamínsson verzl- nnarmaðnr með konu sinni, Jón H. Stefáns- son málari frá Sanðárkrók, jungfr. Sigriður Blöndahl, stúdentarnir Sighv. Blöndahl og Steingrimur Jónsson 0. fl. 0. fl. Frá Vesturheimi komu: Siguröur Jó- hannesson skáld, Gnðm Þórðarson bakari ásamt konu sinni, Sigfús Pálsson með sinni konu 0. fl. — Alls 18 manns frá Winnipeg, sem dveljast hér sumarlangt eða lengur. Sveinn Bjðrnsson yfirdómslögmaður fluttur í Halnarstræti 22. Skrifstofutími 10—2 og 4—6. Hittist venjulega sjálfur 11—12 og 4—5. Ueinlanst mðnnum og skepnnm. Batin’s Salgakontor, Pilestr. 1, Kðbenhavn K. og dömuklæði margar tegundir og margt fleira kom með s/s Botnia í verzlun &. SZoacja. íj^ABOIrD er blaða bezt íj^ABOIcD er fréttaflest íjSÍABOIiD er lesin mest. Nýir kaupendur fá i kaupbæti: Fórn Abrahams (700 bls.), Davíð skygna, hina ágætu sögu Jónasar Lie og þar að auki söguna sem nú er að koma 1 bl., sérprentaða, þegar hún er komin öll. ísafold mun framvegis jafnaðarlega flytja myndir af merkum mönnum og við- burðum. Aldrei oftar í boði! 360 munir fyrir að eins kr. 3,60. Fallegt, gylt nákvæmis ankergangsúr, með viðurkendu, góðumerki »Cyklop«, sem gengur rétt og hefir 3 ára ábyrgð, 3 ekta léreftsvasaklútar, fallegur karl- manns hringur með eftirg. gimsteini, prýðisfallegt kvenhálsband úr austurl. perlum með patentlás, falleg kven- brjóstnál (Parisarnýjung), sjáleg, lítil peningataska úr leðri, eyrnahringir með exta silfurkrókum og eftirg. gimstein- um, skrautl. vasaspegil! með greiðu, nýtízku manchetthnappar, ektagyltir; góð vasabók, 72 enskir pennar, 20 ritáhöld og enn yfir 300 munir, ómiss- andi á hverju heimili, ókeypis. Alt þetta kostar að eins 3 kr. 60 au., að úrinu með töldu, sem eitt er þess virði. Er sent gegn póstkrófu eða fyrirframgreiðslu. »Wiener Zentral Versandhaus* P. Lust, Krakau nr. 61 (Östrig). NB. Ef beðið er um 2 sendingar, fylgir ókeypis mjög falleg karlmanns- úrkeðja, tvöföld, úr gulldouble. Ef var- an ekki líkar, verða peningar endur- sendir. — Áhætta engin! Hattaefni og hattaskraut hefi eg fengið með Botniu. Kristjana Markúsdóttir. I Ij' arveru minni bið eg herra bókhaldara Olaf Runólfsson að veita móttöku bréfum þeim, sem mér kunna að berast, meðan eg er burtu; svo veitir hann móttöku peningum þeim, sem mér kynnu að verða sendir og eru þeir, sem skulda mér, beðnir að snúa sér til hans með borgun á skuld- unum. Reykjakvík, Laugav. 26, 3. júní 1911. Sigurður Erlendsson. Ritstjóri: Ólafur Björnsson. Isafoldarprentsmiðja

x

Ísafold

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ísafold
https://timarit.is/publication/315

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.