Ísafold - 13.07.1912, Blaðsíða 2

Ísafold - 13.07.1912, Blaðsíða 2
no I8AFOLD Forseti skipaði nú Lansbury að fara út úr málstofunni, en hann neitaði. Forseti endurtók skipun sína enn harðara, en Lansbury neitaði enn. í 3. sinn skipaði forseti honum að fara og bætti við, að færi hann ekki nú, mundi hann verða látinn út úr saln- um með valdi. Lansbury neitaði enn, en lét þó loks tilleiðast fyrir milli- göngu flokksmanna sinna, meðal ann- ars flokksforingjast sjálfs Ramsay Mac- donalds. Hraðflug. Á skömmum tima hafa verið smíðuð tvö skip hér í Danmörku eftir fyrir- sögn hans, sem vakið hafa eftirtekt um öll lönd. Þau eru Selandia og Fionia. Þau eru reykháfalaus og í vélrúminu er enginn hiti, engin kol, ekkert ryk. Það eru ekki gufuskip, heldur mótorskip og eru nefnd diesel- skip eftir nafninu á mótorunum. Klukkutíma eftir að annað þessara skipa, Fionia, var lögst á Kílarhöfn í Þýzkalandi með margt stórmenni inn- anborðs, hafði Hamburg-Amerika-línan keypt það. Yfirverkfræðingurinn í þýzka sjóliðinu lauk á skipið því lofs- orði, að það væri til ævarandi sæmd- einokunar-auðkýfinga í Vesturheimi (Morgans, Ryans, A. Belmonts) verði lokaðir úti frá fundum samkundunnar. Tillögunni var tekið með stjórnlaus- um föguði, en hún verður þó ekki tekin til umræðu fyr an síðar. Atkvæðagreiðslan. Fyrsta atkvæðagreiðsla fór fram fimtudagsmorguninn (27.) kl. 7. Þá hafði fundur staðið alla nóttina. Við atkvæðagreiðsluna hlaut Champ Ciark 441 atkvæði pg Wilson 324. (Aths. Eins og getið var í næstsíðnstu ísafold er það Wilson sem sigurinn hlaut á eedanum). Ensku kYenréttindakenurnar. ---- Kh. »% 12. „Hvenær fáum við lögin?“ í vikunni sem leið, þegar Lloyd fjármálaráðherra gekk frá Caxton Hall í Lundúnum, þar sem nýlega hafði verið opnaður bazar, gerðu nokkrar kvenréttindakonur aðsúg að honum í göngunum, toguðu í hann og stjök- uðu við honum og hrópuðu: »Hvenær veitið þér okkur lög um kosningarrétt kvenna?* Lögreglan hljóp til og bjargaði ráð- herra undan i bifreið, en konurnar héldu áfram ópunum, þangað til sum- ar þeirra voru handteknar. Þær svelta í fangelsinu. Frú Pankhurst,hinum ötula forsprakka enskra kvenréttindakvenna, hefir nú verið slept úr fangelsinu löngu fyrir þann tíma, sem henni var dæmdur. Hún var ein af þeim kvenréttinda- konum, sem neituðu að bragða vott né þurt í fangelsinu. Sex dagar liðu, og hún synjaði fæðunni jafn einbeitt og fyrsta daginn. Jafn einbeitt, en þá orðin veik af hungri. Hún var flutt nær dauða en lífi úr fangelsinu og í hús einnar vinksnu sinnar. Kvenréttindakonur eru nú hams- lausar af reiði við innanríkisráðherra, Mc.-Kenna, fyrir þessa meðferð á frú Pankhurst. Fyrir nokkrum dögum var Mc. Kenna á gangi með konungi. Kon- ungshjónin voru á ferð um Suður- Wales og ætluðu að fara að skoða dómkirkjunu í Llandaff. Þá ruddist þar inn kona gegnum götu-girðinguna, flaug á innanríkisráðherra og hrópaði: »Ráðherrar konungs eiga ekki að vera á skemtiferðum út um sveitir, meðan konur örmagnast í fangelsinu.« Konan var tekin höndum. Hún heitir Helen Craggs og á heima í Lundúnum. Hún kvaðst hafa farið beina leið heiman til Wales, til þess að geta í návist konungshjónanna »mótmælt kröftuglega þeirri meðferð, sem innanrikisráðherra léti kvenrétt- indakonur sæta í fangelsinu*. Eftir yfirheyrsluna var jungfr. Craggs látin laus að fyrirlagi Mc.-Kenna. Stórhney ksli í parlamentinu Meðferðin á kvenréttindakonum 1 fangelsinu var til umræðu í neðri málstofu enska þingsins 25. þ. m. Þann dag gerðist það stórhneyksli á þingi, að kalla má einsdæmi 1 sinni röð í sögu Englands. Einn af þeim, sem töluðu í þessu máli, var Timothy Healy, þingmaður úr írska þjóðræðisflokknum. Hann eggjaði fast til þess, að konunum væri slept úr fangelsinu og kvaddi Asquith yfirráðherra til þessa máls. Asquith svaraði, að Mc.-Kenna innanríkisráð- herra hefði lýst yfir þvi, að svo fram- arlega, sem fangarnir vildu lofa því skriflega, að hefja engin ofbeldisverk af nýju, mundi þeim samstundis vera slept. Við þessi svör var jafnaðarmaður- inn Lansbury, sem er ákafur talsmað- ur kvenna í kosningaréttar-baráttunni hamslaus af reiði. Hann þaut upp til handa og fóta, burt úr sæti sínu og upp að ráðherrabekk. Þar stóð hann og steytti hnefana framan í Asquith og hrópaði: »Það ætti að loka yður úti frá op- inberu lífi 1 Þér eigið ekki einu sinni skilið að vera fyrirlitinn! Sagan mun minnast yðar svo, að þér hafið pynd- að og kvalið saklausar konur. Þér vitið, að konurnar geta aldrei lofað þessu, og þess vegna er það skamm- arlegt að krefjast þess af þeim*. Khöfn — Málmhaugar. Báðar leiðir á 26 mín. ----- Khöfn 8% 12. Sænskur flugmaður, Dahlbeck laut- inant, flaug 22. þ. m. milli Kaup- mannahafnar og Málmhauga fram og aftur á 26 mín. og 36 sek. það svarar til 135 km. hraða á klukkust. En hraðast hefir flogið Védrines, enn sem komið er: 167 km. á kl.st. En Dahlbeck. vél hans hafði raunar helmingi rneira hestafl en Dahlbecks vél (140 : 70). Dahlbeck er fyrsti maður, sem flogið hefir fram og aftur milli Kaup- mannahafnar og Málmhauga, án þess að stíga á land, og hann er sá flug- maður, sem flogið hefir þá vegarlengd hraðast. Robert Svendsen flaug fyrstur þessa leið. Hann var hálftíma aðra leiðina, Cederström var 19 min., en Dahl- beck nú að eins 13 mín. Þessa sömu leið fer Málmhauga-ferjan á hálfum- öðrum tíma og hraðlestin viðlika vegar- lengd (um 4 milur) á hálftíma. Frá Ungverjalandi. v--- Kh. 8% 12 Tisza greifi alræðismaður á þingi. Ungverska stjórnin hefir nú lagt frumvarp fyrir neðri deild, sem veitir forseta einskonar rómverskt alræðis- vald á þingi. Frumvarpið mælir svo fyrir, að þeir þingmenn, sem forseti vísar brott úr salnum, en þrjózkast við að fara, eða komi á þingfundi, sem þeim hefir verið vísað frá — þeir verði sam- stundis að láta af þingmensku og missi kjörgengis fyrir það kjörtíma- bil. Frumvarpið kemur ekki til umræðu fyr en 1 haust, að þing kemur sam- an. — — Fimtu kúlunni, sem skotið var í tilræðinu við Tisza, hefir nú einn þingmaður úr stjórnarflokknum gengist við. Kovacs skaut 4, en 5 var skot- ið alls, og hinni 5. beint að Kovacs. Þingmaðurinn gekk sjálfur til lögregl- unnar og afhenti henni marghleypuna, sem hann hafði skotið með. Kovacs er nú kominn úr allri hættu og verður bráðlega fluttur í fangelsis- sjúkrahúsið. Yfirvöldin hafa neitað að láta Kovacs lausan, meðan málið stend- ur yfir. Störkostleg framför í skipasmíði. Dönsk hugvitsscmi. ---- Khöfn 8% 12. Nafn Ivars Knudsens, sem hér fylg- ir mynd af, er nú á allra vörum. Hann er danskur vélameistari og er í stjórn félagsins Burmeister & Wain. Ivar Knudsen. ar dönskum iðnaði og mundi valda gagngerðri umbylting á skipagerð nú- tímans. Skipið var skírt upp og kall- að Christian X. til sæmdar Dönum. Eftir að Vilhjálmur Þýzkalandskeis- ari hafði skoðað skipið ásamt fjölda iðnfræðinga i fylgd sinni, sendi hann Kristjáni DanaVonungi svofelt sím- skeyti: Er um borð í Fionia og flýti mér að senda þér heillaóskir mínar til danskra iðnfræðinga fyrir þetta frá- bæra stórvirki. Með þessu skipi hefst ný, dásamleg breyting í skip- gerðarlistinni. Danskir verkfræðing- ar geta með sanni talið sér sæmd- ina af að hafa stigið fyrsta hag- kvæma sporið á hinni nýju braut: Kennarar allra! Landar erlendis. íslendingastofa í Khöfn. Nú í sumar stendur stór stofa með fögrum og vönduðum húsgögnum til frjálsra og ókeypis afnota öllum ís- lendingum i Kaupmannahöfn, þar sem m. a. islenzk blöð liggja frammi. Það er í einu kaffihúsi bæjarins (Haand- værkerforeningens Café) í Kronprins- ensgade 7. Það er fornvinur íslenzkra stúdenta, Andersen veitingaþjónn, sem heldur þessari stofu til opinna afnota fyrir íslendinga í sumar. Heimspekispróf við Khafnarháskóla hefir Daniel Halldórsson tekið með ágætis-eink. .. • Frá mannamótum. Frú Johanne Scemundsen söng á fimtudagskvöldið i Bárubúð til ágóða fyrir mannskaðasamskotin. Það er fortakslaust bezti kvennmannssöngur, sem hér hefir verið kostur á að heyra. Röddin er mikil, henni er beitt af ágætri kunnáttu og síðast en eigi sizt: Meðferðin á textum var óvenju- lega góð. Frúin lék um leið og hún söng. Okkar eigin söngvarar gætu af henni lært. Hér eru til góðar raddir, en hitt brestur mikið á, að söngvar- arnir »lifi sig inn i« textana og fari með þá svo sem efnið áskilur. Frú Sæmundsen söng alt vel. En hvað hún söng bezt — um það mun sitt sýnast hverjum. Vísur Carmen og Sig bældi refur söng hún af miklu fjöri og Efteraar Lange-Miillers af natni og ástúðlega. Frú Valborg Einarsson lék undir söng frú Sæmundsen og gerði það af fimi, svo sem vænta mátti. Sömu- leiðis lék frú V. E. ein á pianó og Bernburg lék á fiðlu. Fór alt laglega úr hendi. Áheyrendur voru alt of fáir. Baé- jarbúar hafa fyrir bragðið haft af sér óvenju góða skemtun. Eqo. Greinar. IV. Eg dvaldi í vetur á stað þar sem flestir gestirnir voru Sviar, sænskii gyðingar einkum, og Norðmenn, og bar ekki á öðru en bezta samlyndi þeirra á milli. En þó eru Sviar enn þá að hatast við Norðmenn heima fyrir, og eru það sænskir gyðingar sem þar eru illorðastir, og geta ekki fyrirgefið Norðmönnum, að þeirskyldu vilja ráða fyrir Noregi sjálfir. Einn- ig íslenzk blöð hafa getið um rit sem hinn víðfrægi sænski landkönnuður dr. Sven Hedin (gyðingur að ætterni) gaf út í vetur; nefnir hann Norðmenn þar Norrbagga, en svo eru annars nefndir norskir hestar; er það einn vottur um þá niðurlægingu sem Norð- urlandamál eru komin í nú á dög- um, að menn skuli nefna hestana bagga. Rit Hedins var prentað í meir en 400,000 eintökum og er ilt til þess að vita, að slíkt kapp, eða neitt líkt þvi, skuli ekki vera lagt á að fræða þjóðirnar um ýmislegt það, sem nauð- synlegt er að vita, eins t. a. m. það, hversu háskalegt ryk er, einkum börn- um, og hversu nauðsynlegt, meðan brjóstveikiskveikjur kunna vcl við sig 1 mannalungum, að læra að anda, að sið Japana, sem fremstir munu vera nú á tímum að líkamsmentun, eins og ef til vill mun sýna sig á íþrótta- mótinu i Stokkhólmi i sumar, eða seinna. Eða þá að alþjóð skuli ekki af kappi vera frædd um ýmsa illa sjúkdóma, sem eg er : tundnm að furða mig á hvað læknarnir minnast lítið á í blöðum og tímaritum fyrir almenning. Meiri upplýsing, meiri hreinskilni og meiri þrifnaður eink- um af kvenfólksins hálfu, mundi út- rýma þessum sjúkdómum til fulls. Því í ósköpunum nota læknarnir ekki, þar sem svo mikið liggur við, það málfrelsi, sem þeim í slikum efnum er gefið umfram aðra menn. Er það ills viti, að þessi andlegi óþrifnaður, sem hræsnin er, skuli ekki eiga sér læknana að verri óvinum en hún á vanalega. í riti Hedins er enginn þarflegurfróð- leikur, heldur er það ofsafengin hvöt til Svia um að kosta meiru til herbúnaðar en áður, og getur greindum lesanda ekki annað en komið til hugar, að mikið af þeim miljónum, sem Hedin og slikir, vilja að varið sé til aukins herafla, mundi renna í vasa auðugra námueigenda og verksmiðjueigenda. Hedin er óefað járnduglegur maður, en visindamaður virðist mér hann miklu minni en Nansen, sem líka er ritsnillingur meiri; en á síðari árum hafa ýmsir viljað gera meira úr Hedin. V. Eg fór einu sinni í vetur sem leið að horfa á glimur; eg fór mest til að skoða kroppana á glimumönnum, miklu síður til að sjá hver annan feldi. Þetta var sttður i Kaupmannahöfn, gyðinga- bænum sem nú heitir Kuvenhán, og margir íslendingar hafa merkilega rang- ar hugmyndir um. Ungverjar voru þarna tveir, og Norð- menn, auk Dana. Fróðlegastur þótti mér annar Ungverjinn. Auðunn hét hann að fornafni (Ödön), nærri því eins og hann væri kominn afAuðuni Skökli, sem var íslenzkur landnáms- maður eins og menn vita, og forfaðir Auðuns þess, sem var svo sterkur, að hann hafði afl nærri því við Gretti sjálfum. En miklu seinna var kom- inn af Auðuni Skökli Ágúst hinn sterki, manna rammastur að afli og kvensamastur, og voru börn hans nærri því eins mörg og dagar í árinu (3 52). Er ætt þessa kjörfursta því víða nú orðið, og alls ekki óhugsandi, að Auðunn þessi sé af honum kominn. Ungverj- inn var nærri svartur á hár, og þó fríður sinum, líkt og segir um Grim Njálsson, ekki nema meðalmaður á hæð, eins og Ólafur konungur digri, annar af niðjum Auðuns Skökuls. Brúnn á hörund, en hvort það var af sólskini meir eða suðrænni móður- ætt, veit eg ekki. Starsýnt varð mér á handleggina á þessum manni, axlavöðvana og allan umbúninginn á herðablöðunum. Hefði eg verið myndhöggvari, þá hefði hann ekki fengið að slcppa fyr en eg hefði náð mynd af honum ofanverðum. Fótahluturinn var ekki eins. Maður- inn virtist ekki hafa tamið sér eins mikið hlaup eins og aðrar iþróttir. En herðar og handleggi hafði hann lagt rækt við frá barnæsku. Og eigi einungis hann, heldur sjálfsagt líka faðir hans, og lengra fram, eins og áður er á vikið. Eg hygg að afl- vöðvinn aftan á handleggnum (triceps), hafi á þessum manni verið gerður langt á leið að því að verða eins fag- ur og í honum bjó, og hann minti á þessa Rómverja, sem forðum æfðu sig á Marsvelli og víðar, i að skjóta spjóti og í öðrum iþróttum, sem ekki verða vel framdar, nema með mjög sterkum upphandlegg að aftanverðu. En hve mjög vopnaburður muni hafa ' reynt á aflið og æft það, virðast margir ekki gera sér ljóst, eða hvilíkt heljar- afl þurfti til að vega mann upp yfir höfuð sér á spjóti, eins og Þórólfur gerði og Gunnar. Ekki þurfti að segja mér til um Norðmanninn; eg þekti svipinn, og vasklegast gekk hann fram á leiksvið- ið. En þó féll hann; hann var ekki eins æfður og hinir. íþróttum hefir hnignað í Noregi, líkt og á íslandi, en nú er að lifna yfir þeim aftur þar i landi, og vonandi að sú endurreisn nái, þegar stundir liða fram, einnig til málsins, og gæti það orðið fyr en varir, ef íslendingar skilja sina »köllun«. VI. Eg hef í einni af þessum greinum minst á, aðýmislegt undarlegthafi borið fyrir mig, sumt af því raunar áður en eg varð ruglaður upp úr svefnleysi — eða brjálaður ef menn vilja það orð heldur — haustið 1910, en miklu meira þó raunar þá og síðan. Ætla cg að segja svolítið meira af þessum höfuðórum minum ; þeir hafa oft veiið skritnir og get eg varla efast um, að mig hefir stundum órað fyrir þvi, scm siðar hefir fram komið. Eg er betur og betur að skilja hvernig menn fóru að vera forspáir, til forna, og hvers vegna menn voru það helzt á gamals aldri. Þessir höfuðórar virtust oft standa í einhverju sambandi við hinn nýlátna konung, Friðrik 8., og var )að því undarlegra, sem eg mun hafa íugsað fremur lítið um konung og conungsættina, og hafði ekki séð kon- ung þegar hann kom hingað til lands; en nokkrum sinnum hafði eg séð hann í Kaupmannahöfn, áður en hann varð konungur. En það er skemst frá að segja, að annan páskadag 1911 var eg á ferð vestur yfir Hellisheiði; þeg- ar eg er kominn nokkru lengra en á miðja heiðina, heyri eg kallað á dönsku: »Guð hjálpi mér«. Það var kallað oftar en einu sinni og í ör- væntingarróm. Mér virtist helzt sem þetta mundi vera rödd konungs, en þó var mér fyllilega ljóst, að enginn konungur var þar á heiðinni, og að þetta var ofheyrn. Gat eg af því ekki um þetta við neinn mann. Nokkru eftir að eg kom heim »sá« eg einn morgun, mann liggjandi i rúmi sinu; var hann í andliti eins og ofhiti væri í honum. Mér virtist þetta vera and- lit konungs, og kom þetta í hug þeg- ar eg sá þess getið i blöðunum i vet- ur, að hann væri lagstur í lungnabólgu. Hvarflaði mér þá i hug hvort kon- ungur mundi ekki eiga skamt eftir ólifað. Eg væri ekki að segja frá þessu ef eg héldi ekki, að slíkar athuganir manna, sem hafa skynsemisafl til að ná aftur fullu viti eftir annað eins og það, sem fyrir mig kom haustið 1910, mundu geta orðið mjög þýðingarmikl- ar fyrir sáluvisindi, þegar fram í sækir. Skal enn sagt lítið eitt af þeim höf- uðórum minum, sem konung snertu. Það var einu sinni um haustið 1910, sem mér virtist sem konungur mundi staddur í háska miklum, i gesthúsi í borg, þar sem gyðingar réðu mestu. Virtist mér eg sjá hann vera að reyna til að rísa upp í rúmi sínu. Það er svo margt, sem fyrir mig hefir borið, að eg var nærri búinn að gleyma þessu, en það hefir rifjast upp fyrir mér síðan það fréttist, að konungur hefði dáið, öllum ókunnur, i gest- húsi i Hamborg. 11. júlí. Helqi Pjeturss. -----4----- Athngasemd. I einni af greinnm min- nm i »Lögréttn« i vetnr, stóð að Ari sterki, sonarsonur Ara fróða, hefði borið sjö manna byrði. Mig minti að þetta stæði i Sturl- nngn, en svo er ekki. Þegar eg tók eftir 68sn, sendi eg Lr. leiðréttingu, en það efir gleymst að prenta hana. Það er hugsanlegt að réin sem Ari bar, hafi ekki verið nema þriggja manna byrði, og væri ekki ófróðlegt að athuga þetta betur, eins og sjilfsagt mætti. H. P. Leiðróttingar. í ritgerö minni í 8. h. Skírnis þ. A.. er eagt ah Hallgrímar heitinn Melsteð væri 8. maBur frá Hrólfi sterka. en hann var 7. - I-ar stendur ilka, að Oddur sterki hafi dáiö skðmmu eftir 1600 eins og Hrólfur; en það mun vera misminni að fróður maðnr hafi sagt mér svo, Oddur var miklu yngri maöur en Hrólfur, fæddur um 1670. — t sömu ritgerð er prentað Malborough f. Marlborough, og eftirtektavert f. eftirtektar vert. H. P.

x

Ísafold

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ísafold
https://timarit.is/publication/315

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.