Ísafold - 24.07.1912, Blaðsíða 1

Ísafold - 24.07.1912, Blaðsíða 1
Kemui Út kvisvar l Viku. VerO arg. (80 arkir minst) 4 kr. erlenðln 5 ki> eoa ll|» dollar; borgist fyrir miojan júli (erlendls fyrír fram). __________________ 1SAF0LD UppsOgn (skrifleg) bundin viD aramút, et óglid nema komln sé til útgefanda fyiir 1. okt. og aaapandi skuldlani riO blaMO AfgtelOslR: Austantmti B, XXXIX. árg. Reykjavík 24. júli 1912. 50. tölublað I. O. O. F. 93569 KB 13. 9. 7. 27. 9. G__________ AlþýOufél.bðkasafn Pósthússtr. 14 kl. 6—8. Angnlækning ókeypis i Lækiatg. a mvd. 2—8 Borgarstjóraskrifstofan opin virka daga 10—8. Bæjarfógetaskrifstofan opin v. d. 10—2 og 4—7 Bæjargjaldkerinn Laugav. 11 kl. 12—8 og 6—7 Eyrna-.nef-oe hálslækn. ók. P6sth.str.14A fld. 2—B tslandsbanki opinn 10—2»/» og 6V«—'• K.F.TJ.M. Leatrar- og skrifstofa 8 árd,—10 söd. Alm. fundir fld. og sd. 8 </» siOdegis. Landakotskirkja. GuOsþi. B og 6 á helgum LandakotBspítali f- sjúkravitj. 101!.—12 og 4—5 Landsbankinn 11-2V«, oVs-H'/s. Bankastj. viO 12-2 Landsbókasafn 12—8 og 5—8. Útlan 1—B LandsbnnaOarfélagsskrifstofan opin tra 12—2 Landsféhirðir 10—2 og 5—6. Lanflssk,Íalasaínio hvern virkan dag 12—2 Landslmínn opinn daglangt [8—9] virka daga, hel&a daga 10—12 og 4—7. Lækning ókeypis Þingh.str. 28 þd. og fsd. 12—1 NAttúrugripasafn opiO 1'/«—2»)« & gunnudögnm Samábyrgö Islands 10—12 og 4—8. Stjórnarraðsskrifstofurnar opnar 10—4 daglega Talsimi Heykjavikur (Pósth. 8) opinn daglangt (8—10) virka daga; helga daga 10—9. T-innlertkning ókeypis Pósth.str. 14B md. 11—12 Vifilsstaoahæliö. Heimsðknartimi 12—1. Þjðömenjasafnio opið a hverjum degi 12—2. Ritstjórar Isafoldar verða fyrst um sinn venjulega til við- tals i skrifstofu ísafoldar á þessum tímum: Ólafur Björnsson kl. n—12 árd. Sigurður Hjörleifsson kl. 2—j síðd. Ráðherraskifti. Kristján Jónsson ráðherra skýrði ýrá pví á pingi i gar, að hann hejði fengið lausn frá ráðherraembcettinu og fylgdu pvi pakkir konungs. Honum var jafnframt falið að annast ráðherrastörf, pangað til annar ráðherra vari skip- aður. Hannes Hafstein bankastjóri fekk i gar áskorun frá konunqi um að taka að sér rdðherraembattið. Hann hefir svarað að hann qeri pað. Skip- un hans vantanleg fimtudag eða föstu- dag nxstkomandi. Frá alþingi. Fátt hefir gerst þar stórtiðinda, síð- an útkljáð var um kosninguna í Vestur- ísafjarðarsýslu. Helzt er þess að geta, að nokkurt kapp varð í n. d. um færslu þing- tímans. Bændurnir í deildinni fylgd- ust þar allir að málum, nema Pétur Jónsson, vildu allir hafa vetrarþing fremur en sumarþing. En hinir, sem voru á móti vetrarþingum, urðu þó liðsterkari, og má búast við að n. d. afgreiði stjórnarfrumvarpið óbreytt í dag. Eins og kunnugt er mælir frum- varpið svo fyrir, að þing skuli koma saman 1. júlí. Aðflutningsbannið. Vonandi er að þingið eyði ekki miklum tíma til að koma fyrir þeim óburði, sem þingmaður Strandamanna er aðalflutningsmaður að, tillögunni um atkvæðagreiðslu um aðflutnings- bannið, þegar á þessu hausti. Hvernig sem menn annars líta á það mál, ættu allir að geta orðið sam- mála um það, að það væri óvirðing fyrir þessa þjóð, að fara að nema að- flutningsbannslögin úr gildi, áður en nokkur reynsla er á þau komin. Löggjöfum vorum er það ætlandi að halda uppi sæmd þjóðarinnar, en ekki hitt, að gera henni vanvirðu. Ríkisstefnan og ráðherra sammálanna. Bjðrn Jónsson fyrv. ráðherra hefir ekki komið á þing það sem af er þessari viku, sök- um lasleika. Deilan meðal vor um sambands- málið, að undanförnu, hefir að vísu verið um fleiri atriði en eitt. Meðal annars höfum vér ekki verið fullkom- lega sammála um, yfir hverjum mál- unum vér vildum einir ráða. Sumir hafa viljað fara þar lengra, sumir skemra. En aðalkjarni deilunnar hefir verið um sammálin. Reyndar hefir enginn neitað því, að einhver sammál yrðum vér að hafa með Dönum, að minsta kosti um nokkurt skeið, en ekkert samkomulag hefir fengist um það enn þá, hvernig þessum sammálum mætti fyrir koma. Þingviljinn og þjóðar- viljinn má ekki lengur vera á reiki um þetta. Aðalástæðan til þessa samkomulags- leysis hefir verið það, hve lengi vér höfum verið að átta oss á því, sem allir hafa víst viljað í insta hugskoti sínu, að ísland verði frjálst og sjálf- stætt ríki. Það á svo að heita, að upp í þetta séu vaxnar hugsjónir allra stjórnmálaflokka í landinu, og er þá óþarfi að metast um hverjum sú krafa hafi fyrst orðið ljós. Kröfurnar um meðferð sammálanna verður hins vegar að miða við ríkis- kröfuna. Sé þess ekki gætt, verður ríkisnafnið að hégóma, eða þá því sem næst. Ríki, sem heita vill frjálst og sjálf- stætt, getur ekki falið öðru riki svo mál sin, að það taki engan þátt í meðferð þeirra og geti heldur ekki náð þeim til sín aftur, nema hitt ríkið vilji góðfúslega láta þau af hendi. Sé rikið, sem við tekur, langtum mátt- armeira en hitt, sem afsalar sér mál- unum, verður hættan ennþá meiri fyrir það. Hér er lýst aðalgallanum á frum- varpi minnihlutans á þingi 1909. Það frumvarp gerði ráð fyrir þvi að ísland héti ríki. En þetta var ekki mikið annað en nafnið eitt. Vér áttum að fela öðru ríki nokkur mikilsvarðandi mál, án þess vér hefðum rétt til þess að krefjast þeirra aftur, án þess að fá nokkra hlutdeild í meðferð þeirra og án þess nokkur samningur væri um það gerður, hvað vér þá þyrftum til þess að vinna að fá þessa hlutdeild, ef hún einhverntíma væri fáanleg. Uppsegjanleikinn var ekki eina úr- ræðið. Hitt skifti mestu að vér fengj- um samninga, er væri oss hentugir og svo væri um þá búið, að enginn vafi léki á, að landið væri eftir sem áður frjálst og sjdlfstatt ríki. Fyrir þessu hefir prófessor Guð- mundur Hannesson gert góða og glögga grein hér í blaðinu nýlega. Sjálfstæðisflokkurinn á þingi 1909 tók það ráðið, að halda fram upp- segjanleik allra mála, nema konungs- sambandsins eins. Nokkrii sjálfstæðismenn á þinginu voru hikandi við þá kröfu, töldu að við minna mætti una, en meirihluti flokksmanna hélt henni fast fram, enda sýndist þá svo, sem þetta væri mest að vilja þjóðarinnar. Því var það lika að þessi stefna var upp tekin og telja má henni það, með- al annars, til gildis, að ekki getur ork- að tvímælis um, að það riki, sem get- ur sagt öðru ríki upp sambandi allra mála, er frjálst og sjálfstætt. ísafold er enn þeirrar skoðunar, að uppsegjanleikinn hefði verið ákjósan- legastur, ekki að eins fyrir íslendinga, heldur líka fyrir Dani, að frelsið sem í uppsagnarkostinum lá, hefði tieyst sambandið milli þjóðanna. Uppsögn- ina mátti líka binda þeim skilyrðum, að vissa væri fyrir að sambandsslitin yrðu af óhjákvæmilegri nauðsyn, en ekki fyrir hvatvíslegar æsingar ófor- sjálla þjóðmálaskúma. En um þessi úrslit sambandsmáls- ins eru horfurnar alt annað en væn- legar, svo óvænlegar sem mest má verða. Danir þvertaka fyrir þessa samninga. Hver stjórnin eftir aðra þar í landi neitar að líta við nokkr- um samningatilraunum er reistar séu á þeim grundvelli, allir stjórnmála- flokkar þar í landi eru samhuga um þetta. Jafnvel konungurinn sjálfur, er unni oss hinnar fylstu sæmdar af þessum samningum, mátti þar engu um þoka. Og þó er ekki nema hálfsögð sagan enn þá. Mikill hluti, líklega helming- ur, allrar islenzku þjóðarinnar er þess- um samningum andvigur, telur þessi málalok hættuleg fyrir þjóð vora og er þess albúinn að afstýra þeim, ef nokkur þörf væri á verulegri mót- spyrnu. Hvað á þa til bragðs að taka. Hér er um tvo kosti að velja, að hafast ekkert að eða fara sig um set. Um það, hvort af þessu tvennu eigi að gera, er deilan í landinu sem stendur. Athafnarleysis stefnuna styðja þeir menn, sem ýmist kalla sig landvarn- ar- eða skilnaðarmenn og svo þeir, sem hélzt vilja enga breytingu á þeirri réttarstöðu, er ákveðin var með stöðu- lögunum. Hvernig landvarnarmennirnir ætla sér að verja landið, eða skilnaðarmenn- irnir ætla sér að fara að þvi að skilja, með þvi að svæfa alla viðleitni til að ná frekara sjálfstæði en stöðulögin veita, er víst æði mörgum hulin ráð- gáta. En stöðulaga dýrkendurnir eru sjálf- um sér samkvæmir. Þeir vilja enga breytingu og vinna því á móti henni. Athafnarleysið í sambandsmálinu miðar til þess eins, að auka ósam- lyndi og ulfúð í landinu, en á þeim kosti fæðist upp sá ormurinn, sem hættulegastur er sjálfstæði þessa lands. Athafnarleysis-foringjarnir — status gw-mennirnir — aka líkvagni lands- réttindamálsins, hvort sem fyrir hann er beitt bráðfjörugum landvarnar-fola, eða gigtveikum stöðulaga-húðarhesti. Hér er þvi einn kostur nauðugur, að leita ráða til þess að halda sam- bandsmálinu áfram með eindrægni og athygli sem flestra góðra manna. Það skipulag þarf að finna, sem meiri hluti þjóðarinnar geti aðhylst. Það má helzt heldur ekki vera óvænlegt til samkomulags við Dani. Það þarf að vera ódýrt og við vort hæfi. Því þarf að vera svo háttað, að engum eðlilegum eða lagalegum réttindum sé afsalað, heldur sé réttur landsins auk- inn svo sem bezt má vera. Skipulagið er ekki auðfundið, eftil vill, en vér verðum að finna það. Mennirnir sem tóku saman hönd- um á síðastliðnu vori, i þvi skyni að reyna til að þiða saman hugi lands- búa um sambandsmálið, voru að hugsa um þetta skipulag. Þeim hugkvæmd- ist ekki annað ráð vænlegra, en að vér hefðum sérstakan ráðherra í Kaup- mannahöfn, sem hlutaðist til um stjórn allra vorra sammála. Þótt manni þessum væri ætluð bú- seta í Kaupmannahöfn, aðalbúseta að minsta kosti, átti hann engu að siður að vera liður í stjórn lands vors, vera einn af ráðherrum landsins, en þó aldrei forsætisráðherra, sitja á þingi og bera ábyrgð gjörða sinna fyrir því. í ríkisráði konungs var honum ætlað að gæta réttar vors. Án hans átti stjórn konungsins ekki að vera fullskipuð. Þótt hann færi ekki með málin út á við, gat hann þó gætt hagsmuna vorra í þeim, eftir því sem frekast vanst til. Honum var ætlað sæti við hlið kon- ungsins, sem ráðherra sammálanna, vorra mála. Enginn vah gat þá á því leikið að málin, sem hann fór með, voru vor mál, að vér höfðum engum málum vorum afsalað. Hann var sendi- herra vor og umboðsmaður íslenzkrar stjórnar, jafnframt ráðherrastöðunni, erindreki, líkt og Jón Sigurðsson hugs- aði sér í öndverðu, en með meira valdi og meiri ábyrgð. Með þessu gat líka ýmislegur kostnaður sparast. Hann gat borið upp mál fyrir kon- ungi í umboði annara íslenzkra ráð- herra. Með því mátti draga lir utan- ferðum ráðherra og hinni óþægilegu tímaeyðslu, sem af þeim leiðir. Margt annað gat hann unnið fyrir þing og stjórn, sem annars þurfti til að kosta. Viðskiftaráðunautsstaðan gat þá og orðið töluvert önnur og tilkostnaður við hana minkað, að minsta kosti um helming. Raunar er ekki hægt að gera ráð fyrir öllu því hagræði, er oss mætti verða að þeim manni, ef vel tækist til með valið á honum. Mönnunum, sem áður voru nefndir, hugkvæmdist ekki annað vænlegra en þetta, ef nokkurt tillit átti að taka til alls þess, er við þurfti að miða. Eitt- hvað má að sjálfsögðu að þessu finna, en geri þeir þá betur, sem þetta lasta. Bendi þeir á einhverja aðferð, sem tryggi jafnvel rétt vorn og hagsmuni, sem ekki sé dýrari, sem líklegri sé til þess að fullnægja sjálfstæðishugsjón þjóðarinnar, sem ekki sé óvænlegri til samkomulags við Dani. Þeir menn, sem finna annað betra ráð, fá þökk og heiður þjóðarinnar. Braðingsmennirnir verða fyrstir manna til þess að tjá þeim þakklæti sitt. Þeir sem ekkiviljaaðsammálunumsé afsalað í hendur Dana, og vilja held- ur ekki kyrstöðuna, en geta ekki sætt sig við sammálaráðherrann, ættu ekki að liggja á liði sínu með það að lýsa tillögum sínum. Þeir verða að benda á eitthvað betra, annars vinna þeir þeim málstað ógagn, sem þeir þó vilja styðja. Rökin móti þessu fyrirkomulagi hafa enn verið fremur veigalítil. Helzt það til fundið að þetta verði kostnaðar- auki. Á þá ástæðu er vert að líta. Ráð er fyrir því gert, að sjálfsögðu, að vér kostum manninn, en jafnframt að vér tökum ekki annan þátt í kostnaði sammálanna, að undanteknu því, sem vér legðum á konungsborð. Hafa þeir menn, er hræddir eru við þenna tilkostnað, íhugað hvað það mundi kosta oss að fá síðar hlutdeild i meðferð sammálanna, ef þau væru afhent án þess nokkuð væri um þau samið? Hafa þeir íhugað að Danir gætu gert það þá að skilyrði fyrir nokkurri hlutdeild vorri i sammálun- um, að vér legðum fram fé til allra sammálanna t. d. i hlutfalli við mann - fjölda? Hafa þeir íhugað, að Danir gætu sett oss þá kosti um þetta, sem væri sama sem fullkomið afsvar? Eða hafa þeir menn, sem halda fram upp- segjanleika allra mála, íhugað hverju vér þyrftum til að kosta, ef vér ætt- um einir að fara. með öll vor mál? Að segjast vilja heimta ríkisréttindi, en tíma ekki að vinna það til, að borga einum ráðherra, er svo aum- ingjalega vesalmannlegt, að vér gerum oss að athlægi allra þjóða, með því að segja það. Þó er ekki að dyljast þess, að mikil bót væri það á frumvarpi minnihlut- ans frá 1909, ef um það væri samið, að vér mættum skipa þenna ráð- herra þegar oss þóknaðist, þó vér heyktumst á þvi að þiggja hann strax, jafnvel þótt i boði væri. En þeir menn, sem þessu vilja fresta, ættu þá lika við það að kann- ast, að jafnframt eru þeir að fresta ríkishugsjóninni fyrir þjóð sína. Þingsályktunartillögur. Þær hafa verið bornar fram þessar á þinginu: 1. Um eyðing refa. (Flutningsm. Sig. Sig.). Alþingi ályktar að skora á lands- stjórnina að safna skýrslum um tjón það, er fjáreigendur á öllu landinu bíða af dýrbíti og að þeim skýrslum fengn- um rannsaka, hvað alger útryming eða eyðing refa muni kosta og leggja svo fyrir alþingi á sinum tíma frum- varp til laga þar að lútandi. 2. Um aukið eftirlit úr landi með sildveiðum útlendinga fyrir Norðurlandi. (Flm. Steingrimur Jónsson og Stefán Stefánsson). Efri deild alþingis skorar á stjórn- ina að auka eftirlit úr landi með sild- veiðum útlendra skipa fyrir Norður- landi og koma á það föstu skipulagi, ef mögulegt er. Sama till. flutt i n. d. 3. Um strandférðir og Tkorefélagið. (Flutningsm. Kr. Jónson ráðh.). Neðri deild alþingis ályktar að skipa 5 manna nefnd til að athuga strand- ferða-fyrirkomulagið og samninginn við Thorefélagið um þær. 4. Um atkvaðagreiðslu um aðflutn- ingsbannslögin. (Flutningsm. Guðjón Guðlaugsson, Stefán skólameistari, Þór- arinn Jónsson). Alþingi ályktar að skora á stjórnar- ráðið að láta fara fram leynilega at- kvæðagreiðslu allra alþingiskjósenda á landinu um það, hvort nema skuli tir gildi lög nr. 44 30. júlí 1909. um aðflutningsbann á áfengi. Atkvæða- greiðsla þessi fari fram í sveitum á næstu hausthreppaskila þingum, en i kaupstöðum 1. vetrardag næstkomandi. =as------.' Þingnefndir. Verzlun og veitingar éfengra drykkja Jón Magnússon form., Matthias Ól. skrifari, Sig. Sigurðsson. Eftirlit með pilskipum og vélaskipum. Jóh. Jóh. form., Lárus skrifari, Tryggvi, Matth., St. St. Eyf. Æðsta umboðsstjórn (ráðherraeftirlaun). Jón Magnússon form., Lárus skrif- ari, Tryggvi, Sig. Sig., Ól. Briem. Vatnsveita d Sauðárkrók. Jósef Bj. form., Pétur Jónsson skrif- ari, Eir. Briem. Veiði i Drangey. Ólafur Briem form., Pétur Jónsson skrifari, Guðl. Guðm., Sig. Sig., St. St. Eyf. Eftirlit með sildveiðum L. H. B. form., Guðl. Guðm. skrif- ari, Jóh. Jóh. Vörugjald. Sama nefnd sem i steinoliumálinu. Sampyktir um mótak. Drangeyjarnefndin. Ófriðun sels. Drangeyjarnefndin. Thorefélagið. Guðl. Guðm., Jóh. Ól., Ól. Briem, Halldór Steinss., Jóh. Jóh. Skipun laknishéraða (Strandasýsla). Guðjón, Jens Pálsson, Þórarinn. Ask strandar. Jísk, skip það er Þórarinn Tulinius hefir i förum, strandaði fyrir helgina á Eskifirði — i þoku. Ed tókst að ná honum út aftur. Tulinius og frú hans og Benzon líflæknir konungs voru meðal farþega. Olympiufararnir. Eigi hafa neinar sérstakar fréttir bor- ist af þeim að þessu sinni, nema þær, að Sigurjón hafi orðið 4. í röðinni af 5 tugum þeirra er átlust við grísk- rómverska glímu. Er það vel að verið af Sigurjóni. Á leiðinni frá Stokkhólmi staðnæmd- ust Olympíufarar i Málmhaugum og stóð til að sýna þar glímu 3 kvöld.

x

Ísafold

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ísafold
https://timarit.is/publication/315

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.