Ísafold - 25.09.1912, Blaðsíða 2

Ísafold - 25.09.1912, Blaðsíða 2
232 I8AF0LD Þýzkalandsferðirnar. Svofelt bréf hefir Kaupmannaráð Reykjavíkur sent stjórnarráðinu um það mál þ. 19. þ. mán. í þingsályktun alþingis 1912, um uppgjöf Thorefélagsins á samingi þess við landsstjórnina dags. 7. ágúst 1909, er undir staflið 1 a ákveðið »að fé- lagið hafi viðkomustaði í nokkrum millilandaferðum í hafnarstað í Norð- Þýzkalandi (t. d. Ltibeck)«. í tilefni af þessari ályktun vildi Kaupmanna- ráðið allra virðingarfylst mega leyfa sér að benda hinu háa stjórnarráði á, að Kaupmannaráðið telur breytingu þá sem felst í þingsályktuninni — þ. e. að leggja niður Hamborgarferðirnar og tilnefna Lubeck sem viðkomustað í stað Hamborgar — afar-óheppilega og til hins mesta skaða fyrir íslenzka verzlun og viðskifti, því eins og menn vita, þá er Hamborg ekki að eins einn í tölu hinna stærstu verzlunar- staða heimsins, heldur einnig miðstöð heimsverzlunarinnar við aðrar heims- álfur t. d. Ameríku og Afríku. Lfibeck hefir þar á móti enga þessa kosti, er hvorki verzlunar- siglinga- né iðnaðar- bær og því illa settur til þess að verða nokkurs konar miðstöð fyrir verzlun íslendinga og Þýzkaland. Kaupmannaráðið lítur svo á, að óþarft sé að lýsa þvi fyrir hinu háa stjórnarráði hve afar-mikilsvarðandi það er fyrir verzlun og efnalega hagsæld þjóðar vorrar, að ísland hafi góðan og heppilega valinn viðkomustað á Þýzkalandi og telur Kaupmannaráðið að vel athuguðu máli Hamborg hinn heppilegasta og því sjálfsagt að binda sig við hann, þótt það hefði nokkur aukin árleg útgjöld í för með sér, sem að voru áliti aldrei mundi koma til að nema nerna fáum þúsund krón- um árlega og aldrei verða nema lítið brot úr hinum beina og óbeina hagn- aði, sem land vort mundi hafa af þessu sambandi. Með skírskotun til þessa, væntir Kaupmannaráðið að hið háa stjórnar- ráð geri sitt ítrasta til þess að Ham- borgarferðunum verði haldið áfram næstu ár að minsta kosti, með líku fyrirkomulagi sem að undanförnu og án þess að farmgjöld á milli áminstra staða verði hækkuð frá því sem verið hefir. Þetta bréf hefir ísajold sýnt aðal- málsvara Líibeck meðal kaupm. hr. D. Thomsen konsúl og hann svarar því á þessa leið. Samdóma er eg Kaupmannaráðinu í því, að það sé »afarmikilsvarðandi fyrir verzlun og efnalega hagsæld þjóðar vorrar«, að ísland hafi góð siglingasambönd við Þýzkaiand. Aðeins þykir mér Kaupmannaráðið líta altof einhliða á málið hvað við- komustaðinn snertir. Þetta er óheppi- legt, og eins og nú standa sakir, get- ur það orðið til þess, að málið verði algerlega eyðilagt. Bezt væri auðvitað, að haldið yrði áfram þessum fáu beinu skipaferðum, sem verið hafa nokkur ár milli Ham- borgar og íslands, og helzt að þeim yrði fjölgað. En mjög litla von hefi eg um að framhaldið fáist. Thore er í peningaþröng, félaginu Það yrði langt mál og til þess þyrfti mikinn tíma og mikla vandvirkni, og að ofurlitlu leyti hefi eg gert það áður. En minna finst mér að ekki verði sagt í tilefni af andláti hans en það, að eg og ýmsir aðrir, sem beztan kost áttum á að athuga þessi fyrir- brigði, vitum það með vissu, að þau gerðust, að þar var ekki um neina blekking að tefla, að því er til fyrir- brigðanna sjálfra kom, hvorki um nein brögð frá Indriða hálfu, né um neinar skynvillur okkar, sem með honurn voru. Um það efni er eg ekki i neinum vafa, og get aldrei orðið það, meðan eg held vitinu. Og sú vissu hefir að ýmsuleyti gjörbreytt hugmyndum mín- um um tilveruna. Þegar eg les kapp- samlegar umræður í útlendum blöðum og tímaritum um það, hvort sams konar fyrirbrigði hafi gerst í öðrum löndum, eða hvort frásagnirnar um þau séu annaðhvort ósannar eða stafi af einhverri blekking, þá finn eg, að það vekur engar öldur í huga mínum. Mér stendur í raun og veru alveg á blæðir mjög í augum hin háu skipa- gjðld í Hamborg og gegnum Kielar- skurðinn og þykir ekki ferðirnar borga sig þrátt fyrir landssjóðstillagið. Þegar svona stendur á og ef eng- in leið er að fá framhald af Hamborg- ar-ferðunum, þá væri þó mikil bót í að fá sarnband við Liibeck í hverri ferð. Það er brosleg fjarstæða af Kaup- mannaráðinu að halda því fram í bréfi til stjórnarráðsins, að Liibeck sé hvorki verzlunar- siglinga- né iðnaðarbær. Liibeck er einhver stærsti verzlun- arbær við Eystrasalt og hefir mjög mikil verzlunarviðskifti víð öll Norð- urlönd. Flutningskostnaður þangað á vörum frá verksmiðjubæjum Þýzka- lands er að öllu samanlögðu hinn sami og til Hamborgar, en útskipun og afgreiðsla mjög svo ódýr, enda hafa um mörg ár flestar þýzkar vörur til íslands verið sendar um Liibeck til Hafnar. Skipagjöld verða væntanlega alls engin fyrir íslandsskipin og tímatöfin fyrir þau við ferðina fram og aftur frá Kaupmannahöfn aðeins einn sól- arhringur, þar i talin 12 tima dvöl i Liibeck. Það er haft eftir skipstjóranum á »Sterling« að »Thore« hafi tekið vel í skilyrði alþingis um að láta skipin koma við í Liibeck i hverri ferð, en að félagið sjái sér ekki fært að halda Hamborgarferðunum áfram. Sameinaða gufuskipafélagið hefir áður þverneitað ráðherra tslands um Þýzkalandsferðir, og eftir því sem um- boðsmaður þess sagði mér i sumar, er ástæðan sú, að danska ráðuneytið og danskir auðmenn, sem eiga i félaginu, séu á móti því, að félagið láti íslendingum i té beinar skipaferð- við Þýzkaland. Hljóðið verður sjálf- sagt ekki betra í þeim nú, þegar það virðist algerlega undir félagi þessu komið, hvort vér fáum nokkrar staand- ferðir framvegis eða ekki. Ánægjulegast væri það, ef landið eða landsmenn gætu sjálfir farið að eignast sin farþega- og flutningaskip og ráða ferðum þeirra. »Austri« og »Vestri« eru í boði, og »Sterling« fæst vist lika með góðum kjörum. íslendingar ættu að mynda hlutafélag til gufuskipa-útgerðar og ráða sjálfir öllu fyrirkomulaginu. Það má sjálfsagt komast að góðum samn- ingum við skuldheimtumenn Thore- félagsins, um kaup eða leigu á þess- um skipum, og ef ekki er hægt að safna nægilegu hlutafé hér, hefi eg vilyrði fyrir talsverðn fé frá útlöndum í viðbót. Eg hefi átt tal við ýmsa góða menn hér um þetta mál, en hefi fengið fremur daufar undirtektir. Þeir seg- jast vera öðrum- háðir, og spá því að það verði Sameinaða gufuskipafélagið í Kaupmannahöfn, sem fái strand- ferðirnar, en að Þýzkalandsferðirnar verði lagðar niður fyrir fult og ait. H. Th. iA. Thomsen. Aflabrögð. Seglskipin eru farin að koma inn. Afli i daufara lagi. sama. Eg veit, að enginn sannorður og heilvita maður, sem hefði átt sama kost og eg á að athuga það, sem hjá Indriða gerðist, gæti annað sagt en það, að þar hefðu verið tekin af öll tvímæli. Alt annað mál er það, hvaðan þessi fyrirbrigði stafa. Eg efast um, að mörgum sé auðveldara en mér að skilja þá menn, sem geta alls ekki samþýtt öðrum hugsunum sínum þá feikna-staðhæfing, að samband hafi feng- ist við framliðna menn. Eg lái eng- um manni það, að hann finni sig ósjálfrátt knúðan til að leita þar allra undanbragða, þó að mér að hinu leyt- inu dyljist, hvernig spyrnt verður móti broddunum til lengdar, ef þekkingin á málinu er nógu mikil. Eg veit það vel, að vissan um það, hvaðan fyrir- brigðin stafi, er enn ekki, nema þá ef til vill hjá einstökum mönnuum, reist á jafn-órækum sönnunum eins og vissan um hitt, að þau gerist. En hvað sem um það kann að mega segja með og móti, þá var Indriði Indriðason ekki I neinum vafa um það Akbrautin í HunaYatnssjslu. »Ósköp er ísland ríkt« sagði eg við Jón ráðsmann um daginn, við rið- um út Hjaltabakkamela, út á Bl.ós, og mættum fyrir ofan Osinn mörgum tjöldum og fjölda manna, er voru á landssjóðskostnað að leggja veg, rýj- an veg, þar sem áður var bezti vegur, sem engan eyri hafði kostað, eða rétt- ara sagt, við hliðina á bezta vegi, gjörð- um af náttúrunni. Hvað áttu við spurði jón? Eg á við veginn, sem þessir menn eru að leggja, mér finst sem sé þessi vegabót hérna benda til þess, að menn viti varla hvað við peningana á að gjöra. Blessaður talaðu ekki þetta, mælti Jón, heldurðu að það yrði ekki hleg- ið að okkur, ef við þættumst hafa meira vit á vegamálum en þingmennirnir okkar og svo verkfræðingarnir, þetta er þeirra verk, þeir vita hvar þörfin er brýnust og hvernig á að bæta hana; jú, og við borgum. En svo megum við leggja líf okk- ar í hættu í ánum hérna í sýslunni, sem engin er enn brúuð á þjóðleið- inni nema Blanda einsömul, og það niður við ós hennar. Jón gat ekki neitað því að þörfin virtisl brýnni, jafnvel þó um þjóðveg- inn einan í Húnavatnss. væri að ræða, víðasthvar annarsstaðar, en á veginum frá Blönduós inn að Laxá, en ómögu- legt er að neita því, að brýnasta þörf- in er að gjöra sem flest vatnsföllin fær á landinu yfirleitt, en ekki sízt hér í sýslu. Póstleiðin í Húnav.s. má yfirleitt heita góður vegur, víðasthvar vel fær akvegur, eða hefði um nokk- urt ára skeið enn mátt eiga sig með nokkru en ódýru viðhaldi; en vatns- föllin á póstleiðinni í Hv.s. eru bæði mörg og vond yfirferðar, og hefðu átt að sitja fyrir hjá þingi og stjórn á undan veginum, sem enginn_ hefir kvartað yfir, mér vitanlega. A leið- inni frá Holtavörðuheiði út á Blönduós eru: Hrútafj.á, Miðfj.á, Víðidalsá, Gljúf- urá, Vatnsdalsá (Skriðuvað), Giljaá og Laxá; engin þeirra brúuð, á sum- um ferjumyndir, sumum engin ferja, og ómögulegar fyrir ferju á hentug- um stöðum. Flestar þessar ár eru stórar og illar yfirferðar nema um há- sumartímann, og allar eru þær aftur og aftur ófærar vor hvert og haust og oft á vetrum. Yfir þær allar er mikil umferð utanhéraðs og innan, því fjölbygðar sveitir liggja að þeim öllum, beggja megin. Fjölda manna eru þær búnar að tefja, og margt mannslífið eru þær beinlínis og óbein- línis búnar að taka ránshendi. Helgasta og sjálfsagðasta skylda hverr- ar löggjafar og hverrar stjórnar er það, að reyna að varðveita og tryggja líj pjóðarinnar, gjöra það sem óhult- ast og sælast, en sælan mesta hér í heimi er sú, að lífið sé sem bezt var- ið gegn fyrirsjáanlegum lífshættum. Það er að lengja lífið. Vér ísl. sjá- um hvergi skýrar óvin lífsins gína við oss en í vondum vatnsföllum, ekkert fjarlægir hann fremur en brýrn- ar. Eg þykist öruggur þegar yfir ána er komið, jafnvel þó þá taki við vond- ur vegur, hvað þá þegar hann er góð- ur, eins og hér í Húnav.s.; og víst er- um við lítt megnugir þess, að missa fleiri mannslíf en brýn þörf krefur; og hvað er gagnið að upphleyptu ak- brautinni, dýru og glæstu og vagni milli ánna, ef eg drep mig í ánni, sem brautin liggur að eða frá. Og þakklátari hefðu Húnvetningar verið þingi og stjórn, ef þau hefðu lagt þúsundirnar, sem á síðustu fjárlögum voru veittar til akbrautar í Hv.s. til þess að brúa einhverja fyrnefnda á, t. d. Gljúfurá, heldur en þeir eru fyr- ir þenna óþarfa vegarspotta, er þeir nú fá. Eg felli mig mjög vel við mál. Hann vissi ekki annað en að hann hefði haft samband við fram- liðna menn; hann vissi ekki annað en að hann hefði séð þá og heyrt til þeirra og talað við þá og notið hjá þeim margvíslegrar aðstoðar og óslit- ins ástríkis um nokkur ár. Þeirri sannfæringu hélt hann fram í andlátið. Eg átti tal við hann rúmum sólar- hring áður en hann andaðist. Hann var með fullri rænu, en sýnilega mjög aðfram kominn. Bjúgur var kominn á bak og fætur, og málrómurinn var svo veikur, að eg varð að taka mjög vel eftir, til þess að heyra það sem hann sagði, þó að eg sæti fast við rúmið hans. Mér virtist óhugsandi annað en að hann færi nærri um, hvað sér liði, þó að eg auðvitað spyrði hann ekki að því. Eg spurði hann, hvort hann yrði nú aldrei var við vini sína handan að. »Jú, oft«, sagði hann. »í hvert sinn, sem mók rennur á mig, veit eg af þeim«. »En verðurðu þeirra aldrei var, þegar þú ert alvakandi?* spurði eg. þá stefnu, að gjöra vegaáætlun fyrst af öllu yfir aðalvegi landsins, en að því gjörðu hefði fyrst átt að byrja á að brúa verstu árnar, þar sem vegur- inn svo aftur á að koma að þeim. Brýrnar fyrst, vegurinn þarnæst. Þetta er alþjóðarmál og hefði átt að berast undir atkvæði þjóðarinnar áður en ráðið var til lykta. Það er óflókið og einfalt mál. Þjóðaratkvæði um það má því búast við að yrði á viti bygt. Um þetta mál, vegamál, dæmir þjóð- in ekki út í hött. Þörfin og reynslan tala þar af meira viti en allir verk- fræðingarnir; þeirra er aftur að segja hvernig verkið á að gjörast. í þessu máli kemst engin skýgjaglópska að. Eg parj að komast klaklaust og lif- andi yfir ána engu síður en yfir veg- inn, það ar tvísýni að eg komist það, en lítil, oftast engin, á veginum milli ánna. Að mínu viti er þvi hér byr- jað á skökkum enda í þessu máli, eins og svo mörgum öðrum hjá oss ís- lendingum. Við spörum eyrinn en flegjum krónunni, við gleypum >ið tildrinu um of. Þér þingmenn! \il- jið þér ekki veita þessu áheyrn? St. M. Jónsson. Ósanninda-einurð. Sem dæmi þess, hve ófeimnislega Ingóljs-piltarnir fara með vitanleg ó- sannindi, þykir rétt að prenta upp smáklausu úr nýútkomnum Ingólfi. Hún er svona: A hverjum morqni, um 8-leytið, er sagt að sjálfstæðisliðhlaupararnir, sem nú eru æstastir Hannesar-dýrkendur, hafi heimsótt goðið allan þingtímann, til þess að bjóða honum »góðan dag- inn« I Og utan í honum hanga þeir bókstaflega, á götum bæjarins og hvar- vetna, svo að viðbjóð vekur öllum er á horfa. En þeir þykjast ekki örugg- ir um að halda hylli hans ella og kunna því vel að taka til fyrirmyndar skepnuna, sem mætur hefir á hús- bónda sínum. Mikla trú mega íbúar þessa bæjar, sem vita sæmilega vel hvað satt er í þessu, hafa til frásagna blaðsins um stjórnmálahugi manna út um land, þegar svo samvizkusamlega er frá því sagt, sem hér gerist. Og er það svo undarlegt þótt spurt sé, hvar hún muni eiginlega vera nið- ur komin sómatilfinning þeirrramanna, er hafa slíkt blað sem Ingólf að mál- gagni sínu. Ruddi ruddanna meSal íslenzkra blaðamanna : »s á s í g j a m m a n d i« í Ingólfi rySur úr sór f gær óvenju ógeSs- legum hræsnisbelging út af því, aS ísa- fold hafi eigi svaraS einhverjum hnútum til B. J. fyrv. raSh., er hann segir staSiS hafa í Lögr. Ef hann hermir rótt um- mæli Lögr. — eg hefi eigi tekiS eftir þeim þar — eru þau svo vaxin, að þau falla um sig sjálf — og eina rótta svar- iS viS þeim, aS virða þau eigi s v a r s, en B. J. hinsvegar maSur til þess aS svara fyrir sinn hatt, e f hann kærði sig um. En fyr má nú vera hræsnin og óskamm- feilnin f Ingólfs-ruddanum, er h a n n þykist fyllast heilagri vandlætingu út af þvf, að eigi hafi verið borið blak af B. J. f ísafold — því að naumast hefir nokkur sá, er í blöð ritar eða við stjórn mál fæst hjá oss, haft sig meira frammi um að n í ð a B. J. á a 11 a r 1 u n d- ir, en sásígjammandií Ingólfi. Og svo þykist hann vera að taka upp þykkjuna fyrir B. J. og d i r f i s t að brigzla mór um ræktarleysi gagnvart föður mínum! Hvar eru takmörk ósvífninnar hjá ná- unga þeim, er nú hefir Ingólf í »gisl- ingu« ? Ó. B. »Jú, eg sé þá líka alvakandi, eink- um þegar ofurlítið fer að skyggja«. Þetta var síðasta staðhæfing hans með dauðann fyrir augunum. Við töluðum nokkuð meira um þetta. Vissa hans um pá var alveg jafn-glögg eins og vissa hans um mig. En enginn maður getur gert sér í hugarlund, nema þeir sem voru honum nákunnugastir — og tæplega þeir heldur — hverja ódæma þjáningar hann þoldi með köflum fyrir þessa sannfæring sína. Að vera með aðra eins skaps- muni eins og Indriði hafði fengið að eðlisfari, og verða fyrir öðrum eins getsökum og smánunum eins og hann varð að sæta, og að geta ekkert að hafst, það mundi áreiðanlega verða þungbært öllum. Rangsleitnin í sví- virðingunum varð honum stundum alveg óbærileg. Hann vissi vel, að mikið mátti að honum finna. En hann vissi líka, að í þessu efni var hann saklaus maður. Og miklu meira en það. Léttúð æskunnar hafði að mjög miklu leyti drotnað í lífi hans áður. Nú hafði hann, fyrsta sinni á æfinni, Gistingastaðirnir. -í síðasta blaði ísafoldar er sagt frá því, að eitt af helztu blöðum Norð- manna tali um ísland sem væntanlegt ferðamannaland, en ekki sé viðlit að fara að auglýsa landið í þeim efnum erlyidis, fyr enn séð sé fyrir hæfileg- um gistingarstöðum. Segir norska blaðið að þessum hæfilegu gistingar- stöðum þurfi að koma upp á Þing- völlum, við Geysi, Gullfoss og í nánd við Heklu. Eg kann Isafold þakkir fyrir að hún segir frá þessu, en hvenær ætli við gerum meira til þess að bæta úr þessu en að tala um það ? Og satt að segja er ekki mikið talað um það heldur, þó þörfin á þessu vaxi með hverju ári sem líður. Arlega bera útlendir ferðamenn út um heiminn kveinstafi sína yfir þæg- indaleysinu og sóðaskapnum á fræg- ustu stöðum landsins. Getur verið að sumt af því, sem þeir segja, séu öfgar, að minsta kosti í okkar augum. Þeir líta á þetta og lýsa því frá sínu sjónarmiði, en heimurinn lítur á þetta með þeirra augum og úr því verður ekki bætt nema með framkvæmdum. Og framkvæmdaleysið verður þjóðinni árlega til meiii og meiri minkunar. Eg minnist á þetta af því, að mér Snst tíminn ekki illa valinn til þess. Við eigum von á konungsheimsókn á næsta ári, og slíkri heimsókn fylgir atikning á ferðamannastraum til lands- its. Mér finst það eitthvað svo ótkemtileg tilhugsun, að því fleira sem kemur hingað, sæmilegra gesta, þfl fleiri verði til þess í heiminum að vara menn við íslandsferðum. Wtér finst landsstjórnin ætti að sker- ast í leik með þetta, einmitt nú þeg- ar hún fer að búa sig undir að taka á rnóti konunginum, eigi að leita sæmilegra ráða til þess að reist verði, bæði á Þingvöllum og við Geysi, vönduð gistihús, með þeim þægindum og búnaði, sem á við hæfi siðaðra og sanngjarnra ferðamanna, Á Þingvöll- um er að vísu miklu hægra að gera þetta en við Geysi; til Þingvalla koma svo rniklu fleiri en til Geysis. En yrði aðbúnaður við Geysi eins góður og hann þarf að verða, þá fjölgaði líka gestum þar stórkostlega. Mér finst sami maðurinn gæti haft yfir- stjórn á báðum þessum stöðum og mér finst ekki neitt ósanngjarnt að landið styddi eitthvað til þess, með fjárframlagi að einhverju leyti, að úr þessu verði bætt sem fyrst. Mér þykir ekki ástæða til að segja meira um þetta að þessu sinni. Vildi að eins óska þess, að landsstjórnin tæki þessar línur til athugunar, þegar hún fer að hugsa fyrir konungs við- tökunuin. Bœjarbúi. Afstaða B. J. fyrv. ráðli. í sam- bandsiQálimi. Af því að Ingólfur er jafnan að stagast á því, að B. J. fyrv. ráðh. hafi engu lýst yfir sjálfur um af- stöðu sína gagnvart samkomulagstilraun- unum í sambandsmálinu, en að skyrsla ísafoldar þar um nýverið, só hennar orð, en eigi hans, og geti vorið röng, skal þess getið, að skyrslan í ísafold var o r ð fyrir orð yfirfarin og sam- þykt af B. J., eins og hún birtist í blaðinu; enda stendur þar, að B. J. hafi leyft íaafold að hafa eftir sór ummælin eins og þau birtust. Væri nú eigi vegur til þess, að Ing- ólfur hefði vit á því að fara að heykjast á þeirri ósvífninni að bera lengur brigð- ur á þetta! eignast málefni, sem honum var heilagt. Hann hafði orðið fyrir þeirri óum- ræðilegu fagnaðar-dásemd að eignast að ástvinum menn, sem komnir voru yfir dauðans djúp, ná stöðugu, I hans augum óyggjandi, ástúðar-sambandi við strendur eilífðarinnar. Og þetta var alt svívirt sem lygar og fals. Og sjálfur var hann fyrir petta gerður að glæPsítmlegum óþokka. Mikið ímyndunarafl þarf ekki til þess að renna grun í, að þetta hafi stundum verið honum nokkuð þung- bært. Enda lifði hann áreiðanlega þær stundir margar, meðan ólætin voru verst, að hann, æringinn, létt- dðarbarnið, hugðist aldrei mundu líta gláðan dag framar. Sé unt að afpláná yfirsjónir með kvölum út af því að vera hafður íyrir rangri sök og út af sví- virðingum fyrir það, sem manni er helgast, þá v.irðist mér, að Indriði Indriðason ætti að standa sæmilega vel að vígi. E. H.

x

Ísafold

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ísafold
https://timarit.is/publication/315

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.