Ísafold - 23.10.1912, Blaðsíða 1

Ísafold - 23.10.1912, Blaðsíða 1
Kemu út tvisvar 1 viku. Verö arg. (80 arkir minst) 1 kr. erlendla 5 ki, eoa l>/> dollar; borgist £yrir m iðjan jull (erlendis fyrir fram). ISAFOLD Dppsðen (skrifleg) bundin vio iramót, er ógild nema komin né til útgefanda fyrir 1. okt, eg jLaapandi gkuldl&utt við blaMo Afgrsiísla: Austantrssti 8, XXXIX. árg. Reykjavík 23. okt. 1912. 70. tölublað I. O. O. F. 938309 KB 13. 13. 9. 10. 26. 9. G Alþýoufél.bókasafn Templaras. 8 kl. 7-9. Augnlrekning ókeypis I (jæk.jarg. 2 mvd. 2—3 Borgarstjóraskrifstofan opin virka daga 10—3- Bæiarfðgetaskrifstofan opin v. d. 10—2 og 4-7 Bæiargjaldkerinn Laugav. 11 kl. 12—8 og 5-7 Eyrna-,nef-og hftlslækD. ók. Pósth.str 14A fid.2—3 íslandsbanki opinn 10—2 '/> og 5»/«—7. K.F.D.M. fifgt.rar- og nkrifatofa H árrt,—10 sod. Alm. fnndir fH. oe sd. 8 »/a siödogis. Landakotskirkja. Ouftsþj S og ti A holgufi Landakotsspitali f. sjukrftvitj. lO'/s—12 og 4—5 Landgbankinn lí-2'ls, ð'/s-B'/s. Bankastj. vio l.i-2 Landsbðkasafn 12-3 og 5—8. Útlán 1—8 Landsbúnaoarfélagsskrifetofan opin trá 12—2 Landsféhiroir 10—2 og 5—8. Landsskjalasafnio hvern virkan dag!2—2 Landsiminn opinn daglangt [8—9] virka dagt.. helaa daga 10—12 og 4—7. Lækning ókeypis Þingh.str. 23 þd. og fsd. 12—1 Náttúrugripasafn opio : '!» -2"« A sunnudögua Samábyrgo Islands 10—12 og 4—6. St.iðmarraosokrif'stofurnar opnar 10—4 dagloga Talsimi Reykjaviknr (Pðsth. 3i opinn daglangt (8—10) virka daga; helga daga iO—9. Tannlækning ðkeypis Pósth.str. 14B md. 11—12 Vifilsstaoahælio. Heimsóknartimi 12—1. Þ.Íóomen,jasafnio opiíi þd., fmd. og sd. 12—2. ísafold. Til nýárs kemur Isaýold jafnaðar- lega út tvisvar í viku, miðvikudaga og laugardaga. Vegna óska margra kaupenda hér í bæ og auglýsenda er meiningin að reyna að koma á þeini reglu, að blað- ið jafnan komi út um hádegisbilið. Því eru auglýsendur vinsamlega beðnir að skila auglýsingum kvöldinu áður en pœr eiga að koma l blaðið. Framvegis verður Jsajold og seld í lausasölu, 5 aura blaðið. Þeir drengir, sem kynnu að vilja fá atvinnu við að selja Isafold, snúi sér til afgreiðslunnar sem fyrst. Útgeý. Tíðindi frá Balkanskaga. Lævisi Itala. Nýkomin erlend blöð, til 12. þ. m., staðfesta þann grun, sem vikið var að hér í siðasta blaði, að f>að voru ítalir, sem ófriðarbálið kveiktu á Balkanskaga. Þeir voru þess ekki um komnir að leggja Tripolis undir sig, höfðu að eins náð höfuðborginni á sitt vald og landskika nokkrum þar norðan til á Afríku, en sjálft landið gátu þeir ekki unnið og því siður friðað. En þeim tókst að koma þeirri fiugu i munn mikilsráðandi manna meðal smáþjóð- anna á Balkanskaga, að nú væri hið álitlegasta færi fyrir þær, að ná sér niðri á Tyrkjum. Stjórnir allra smá- þjóðanna virðast í fyrstu hafa runnið á agnið, án þess að tryggja sig nægi- lega gegn lævísi ítala, en séð eftir öllu saman, er ítalir notuðu nýju ófriðarhorfurnar til þess að ná samn- ingum við Tyrki. En þá var ófriðar- aldan orðin svo þung, að engri stjórn var stætt, nema með því að láta ber- ast fyrir þeim straumi. Ófriðarhorf- urnar á Balkanskaga voru lika alt aðrar, ef ítalir hefðu haldið áfram ófriðnum. Tyrkir höfðu mikið herlið bundið i Afríku og herskip ítala réðu yfir hafinu, svo að Tyrkir gátu þar enga rönd við reist. Hins vegar eiga smáþjóðirnar miklu minni skips- kost en Tyrkir, svo hætt er við að Tyrkir geti bannað aðflutning til þeirra á sjó. Einkum höfðu vonbrigðin orð- ið mikil á Grikklandi, enda er landið umflotið af sjó á þrjá vegu. Grikkir eiga þó beztan skipakost af smáþjóð- unum og nýlega hafa þeir keypt 4 tundurbáta frá Argentínu. Herskip Bdlgara eru talin óbrúkleg með öllu til hernaðar, en Serbar og Svartfelling- ar eiga ekki herskip. Herlið Grikkja var líka komið af stað norður í Balk- anfjöll, en landið varnarlítið heima fyrir gegn Tyrkjum. En Grikkir þótt- ust eiga þar hauk í horni, er herskip ítala voru. Ofriöaræsingin. Hiin virðist hafa verið feikna mikil, orðin að fullu æði, um allan Balkan- skaga, jafnt með smáþjóðunum sem með Tyrkjum. Öll alþýða manna svo æst og trylt, að hún vildi um ekkert annað heyra en berjast. Nikita Svartfellingakonungur hafði verið kúg- aður tit þess að segja Tyrkjum stríð á hendur. I ræðu, sem Venizelos hélt til lýðsins í Aþenu, talaði hann um að ekki væri vonhust um friðinn enn þá, en múgurinn æpti við því og heimtaði ófrið. íbúarnir í Belgrad létu sem hamstola væru, en Búlgarar sýnast þó hafa verið einna stiltastir. I Konstantinopel var æsingin engu minni en í höfuðborgum hinna rikj- anna. Ófriðurinn talinn trúarstrið og hverjum manni vís Paradisarvist, er félli í ófriði gegn kristnu hundunum. Milliganga stórveldanna. Stórveldin voru, meðan á þessum æsingum stóð, að þæfa um málin fram og aftur og gátu ekki orðið fylli- lega sammála, þó hið bezta færi á með þeim á yfirborði. Frakkastjórn virtist einna helzt sýnaskörungsskap til verndar friðinum, en Frakkar áttu'líka minstra hagsmuna að gæta þar suður frá. Þjóðverjar tóku og fyllilega í streng með Frökkum og gerðust af vináttumál milli þjóðanna. Einna lengst stóð á Englendingum. Þeir ráða yfir fleiriMúhamedstrúarmönnum en nokk- ur önnur þjóð i heimi og fyrir margra hluta sakir er þeim ant um vináttu Tyrkja. Stjórn Engla hafði enga trú á að friðurinn gæti haldist, en vinir þeirra, Tyrkir, voru ekki albúnir til ófriðarins. Þeir þurftu að fá tíma til þess að draga að sér hersveitirnar sunnan úr Afríku og þess tíma vildi stjórn Englendinga unna þeim. Engl- ar urðu síðastir stórveldanna til þess að rita undir ávarp til Balkanrikjanna. Loksins var þó ávarp stórveldanna sent til allra Balkanríkjanna, en sér- stakt ávarp samið til Tyrkjastjórnar. Merkilegasta atriði þess er það, að stórveldin taka þar þvert fyrir, að nokkru rikjanna verði liðið að færa út lönd sín að loknum ófriði. En þegar hér var loks komið sög- unni svöruðu Svartfellingar því fyrir sitt leyti með því, að tilkynna stór- veldunum, að þeir hefðu þegar sagt Tyrkjum stríð á hendur. Var þá sýnt hvert stefndi og við það virðist hinni frækilegu milligöngu stórveldanna hafa verið lokið að mestu. Rúmenar hervæðast. Stjórn Rúmena í Bnkarest hefir skorið herör um alt landið. Hvað þar býr undir vita menn ekki með neinni vissu, en Rúmenar hafa verið taldir vinveittir Tyrkjum. Stjórnin í Austurriki ætlar að heimta af þinginu nýja fjárveitingu, 400 miljónir króna, til að búa her og flota, og Rússar hafa búið sig undir að senda her manns suður á Balkanskaga, svo ekki virðast stórveldin hafa neina tröllatrú á því að hægt sé að takmarka ófrið- inn. Frá viðburOum. Enn þá er fátt um þá að segja, umfram það sem símskeyti hafa sagt frá. Búlgarar blása að uppreistarkol- unum í Makedoniu og hafa laumað þar inn i landið 30 þúsund byssum, til að vopna með landsbúa gegn Tyrkjum, en 42 herforingjar úr Búl- gariu eiga að stýra uppreistarliðinu. Einn af þessum uppreistarforingjum ræður að sögn yfir 6000 vígbúinna manna. Serbar aðhafast hið sama sem Búlgarar í þeim löndum Tyrkja, sem Serbar búa í. A takmörkum Sandschaks og Novibazars lenti her- deildum Tyrkja og Serba saman. Þar höfðu Serbar launsát fyrir Tyrkjum og feldu þar og særðu 200 manna. Aftur féllu 100 Svartfellingar fyrir Tyrkjum á landamærum þeirra. Á Samos hefir verið gerð uppreist gegn Tyrkjum, eftir að stórveldin og Tyrkir höfðu dregið lið sitt á burt þaðan. Lýstu eyjarskeggjar eyjuna lýðveldi og settu sér stjórn til bráða- birgða. í bænum Turtukai á landamærum Búlgara og Tyrkja hafði skríllinn orð- ið tryltur við æsingar Búlgara og ráð- ist á Tyrki og drepið fjölda þeirra, ekki aðeins karlmenn, heldur konur og börn. Tyrkneskar konur voru svívirtar og líkin láu hundruðum sam- an á götunum. Af orustum Svartfellinga og Tyrkja eru ekki aðrar fréttir komnar en þær, sem símfréttir hafa skýrt frá. Banatilræðið við Roosevelt. Harka hans. Um kvöldið þ. 14 október átti Roosevelt að tala í borginni Milwaukee í Wisconsin. Hann ók i bifreið til samkomuhúss- ins. Lýðurinn tók honum með fagn- aðarópum. Roosevelt reis upp í vagn- inum til þess að þakka fyrir sig. Þá reið af skot — í brjóst Roose- velt. — Sá er skaut var jafnaðarmaður að nafni John Schrank. Kúlan fór inn úr þykkum frakka, gegnum handrits- stranga, handritið að ræðu þeirri, sem Roosevelt átti að flytja, og inn í brjóstið. Er svo talið, að ræðuhand- ritið hafi borgið lífi hans. Sjálfur hélt hann, að sig hefði eigi sakað og lét koma með Schrank til sín, til þess að spyrja hann, hví hann hefði reynt að myrða sig. Schrank svaraði engu. En múgurinn á göt- unni varð svo hamslaus, að hann vildi friðlaust fá að drepa Schrank þegar í stað. Þó varð honum komið undan af lögreglumönnum. Læknir, sem bar að, bannaði RooseveJt harðlega að fara á hinn fyrirhugaða þingmálafund, en því tók Roosevelt f)arri, hélt áfram i bifreið- inni og talaði í striklotu nærri kl.st. En þá mæddi hann svo blóðrás úr sárinu, að hann varð að hætta. í ræðunni sagði Roosevelt meðal annars: »Mérværisvo hjartanlega sama um, þótt eg væri skotinn. En það þarf meira til að drepa elgnautl — Og til allrar hamingju hafði eg ræðuhand- ritið i vasa mínum. (Um leið sýndi Roosevelt handritið blóði drifið og benti á gat á því). Hér er gatið eftir kúluna. Ef handritastranginn hefði ekki verið, mundi kúlan hafa nist hjartað sundur. — Eg ætla að nota þetta tækifæri til þess að segja Banda- ríkjamönnum nokkur hátíðleg viðvör- unarorð. Eg hefi meira um að hugsa en svo, að eg sé nokkuð að fást um dauða minn. Eg legst allur á þá sveifina að bæta kjör mannkynsins, létta byrðunum af öðrum. Eg segi yður það satt: eg er ekki að vinna fyrir eigin upphefð I Eg veit eigi hver það var, sem skaut á mig. En raggeit var hann. Hann stóð úti í myrkrinu og notaði færið þegar eg stóð upp til þess að þakka hinar ágætu viðtökur. En hvers er annars að vænta en að veiklyndar sálir æsist upp til hryðjuverka, þegar blaðabardaginn er háður eins og Tafts- og Wilsons-fylgisblöðin gera. Hvers er að vænta er blöðin hugsa eigi um annað, nótt og nýtan dag, en að æsa, vekja tortrygni og fylla sig haturs- fullum árásum. Það sýkir út frá séu. Roosevelt vissi eigi hve mikið sárið var, er hann hélt áfram i bifreiðinni. Það var fyrst er hann var kominn upp á ræðupallinn, að hann stakk hendinni í barm sér og varð hún öll blóði drifin. En er áheyrendur sáu, að hann var særður, óx viðtöku- fögnuðurinn um helming. Og eftir Tyrkjasoldán. PUuffSerbakonungur. Cetinje, höfuðborg Svartfellinga. íbiiar eru aðeins 3—4000, bærinn því 3—4 sinnum minni enReykjavík; liggur i mjóum dal með hamraveggjum á báða bóga.j Konungshöll Svartfellinga. Hún er eigi stórfengleg, svo sem á myndinni sést. A svölunum sjást konungshjónin, Nikulás I. og drotning hans, er náð hafa hinni mestu lýð- hylli meðal Svartfellinga. ræðuna ætlaði árnaðaróskum eigi að linna. Læknar skipuðu Roosevelt að liggja i rúminu 10 daga minsta kosti og bönnuðu honum með öllu að tala eða taka móti heimsóknum. Wilson keppinautur hans ákvað þegar að halda enga þingmálafundi fyr en Roosevelt væri frískur orðinn, og báðir sendu þeir Taft og Wilson honum samúðarskeyti. Taft simaði: »Það hefir tekið mikíllega á mig að heyra um hið svívirðilega og hörmu- lega tilræði við yður. Það er von mín og um það geri eg bæn mína, að þér fáið fljótan og góðan bata«. Wilsons skeyti hljóðaði svo: »Eg sendiyðurhjartanlegarsamfagnaðaróskir yfir þvi, að sárið er eigi alvarlegt, og læt í ljósi innilega samúð með yður«. Roosevelts Mac-Kinley, sem var myrt1 ur árið 1900, hafi komið til sín og sagt við sig: Það var Roosevelt sem myrti mig. Búist er við, að þetta banatilræði við Roosevelt verði til að auka hon- um fylgi, svo að um muni, úr því, að sárið varnar honum eigi máls leng- ur en þetta (10 daga eða svo). John Schrank, tilræðismaðurinn, er talinn eigi með öllum mjalla. í vös- um hans fanst meðal annars bréf, um að hann hefði dreymt, að fyrirrennari Haf nargerðin hefst í nóvember. Borgarstjóri hefir fengið bréf frá Monberg mannvirkjafræðingi, þeim er hafnarsmíðin er falin, um að hann hugsi til að láta byrja á hafnargerð- inni í næsta mánuði. Petersen mannvirkjafræðingur, sá er hingað kom i vor af hendi Mon- bergs, kemur likl. hingað 11. n. m. og á hann að koma öllu á stað. Ennfremur kemur þá annar verkfræð- ingur, sem dagleg stjórn verður falin.

x

Ísafold

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ísafold
https://timarit.is/publication/315

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.