Ísafold - 09.11.1912, Blaðsíða 3

Ísafold - 09.11.1912, Blaðsíða 3
ISAFOLD 271 Siðustuerl.símfréttir Köfn, 8. nóv. 1912. Wilson hlaut 442 kjör- rnenn, en Roosevelt 77. Serbar hafa tekið Mon- astír. Umsátin um Adría- nopel, Saloníki og Skútari heldur áfram. Af þessu má sjá, að símfréttin, sem skýrt er frá hér fremst í blaðinu, hef- ir reynst ónákvæm, sigur Wilsons orðið ennþá stórkostlegri en frá var sagt fyrst og er það líklega mesti forsetakosningasigur, sem unninn hefir verið í Bandarikjunum, að minsta kosti um langan aldur, en ósigur sam- veldismanna að sama skapi stórfeldur. Borgin Monastír, höfuðborgin í hér- aðinu Monastir i Makedouíu, stendur 150 rastir í norð-vestur frá Saloniki í 70 rasta löngum en 20 rasta breiðum dal, sem luktur er háum fjöllum. Um dalinn rennur áin Crna, sem aftur fellur í Vardar-fljótið. íbúar borgarinnar eru um 50 þúsundir. Þar ægir saman öllum Balkanþjóðum og rígur mikill milli þeirra. Þar situr grískur erki- biskup og þar var aðsetur herstjórnar- ráðuneytis nokkurs hluta af her Tyrkja. Svo var að sjá af blöðum þeim, er ísafold hafa borist, að nokkur hluti hers þess, er komst undan í bardög- unum við Kumanovo og Veles, hafi leitað til Monastír og má þá búast við, að her Tyrkja hafi enn farið þarna miklar ófarir, annaðhvort verið drep- inn niður, eða verið handtekinn. Liklega eru það Grikkir einir, er enn sitja um Saloniki, en viðbúið að her Serba veiti þeim þar stuðning von bráðar, ef þörf þykir á þvi. Endirinn á leikritinu Fjalla-Eyvindi. Sá endir hefir sætt nokkrum öðrum örlögum en titt er um skáldrit. Upphaflega var hann sarninn öðru- vísi en hann hefir verið prentaður og leikinn hér. En höf. virðist hafa verið í vafa um, hvernig niðurlagið ætti helzt að vera. Og nokkuru eftir að hann sendi Leikfélagi Reykjavíkur leik- ritið, hafði hann samið nýjan endi, sendi þá hann í viðbót og mæltist til þess, að þetta nýja niðurlag yrði leikið. Leikfélagið fór eftir vilja höfundar- ins. Og það varð úr, að niðurlags- breytingin var leikin, en ekki sá endir, sem í öndverðu hafði verið saminn. í Kaupmannahöfn fór þetta á ann- an veg. Við leikhúsið þar, sem sýnt hefir Fjalla-Eyvind, var upphaflega nið- urlagið valið. Breytingin mun hafa þótt likleg til að þyngja skap áheyr- enda of mikið. Efnismunurinn er einkum þessi: í niðurlags-breytingunni, sem hér hefir verið leikin, strýkur Halla frá Eyvindi út í bylinn í afarþungu skapi, til þess að fyrirfara sér, og Eyvindur á eftir henni. Áheyrendum skilst svo að sjálfsögðu, sem þau hljóti bæði að farast. En í upprunalega niðurlaginu er farið eftir þjóðsögunni. Þegar hungrið sverfur fastast að þeitn Eyvindi og Höllu, bjargast þau úr nauðunum með þeim hætti að strokuhestur kemur til þeirra. Þau slátra honum og hafa um stund nægar matarbirgðir. Og Höllu, sem í hungurs-örvæntingunni hefir rutt úr sér megnu guðlasti, gríp- ur ofsa-grátur, þegar hún hefir áttað sig á þvi, að nú sé þeim óhætt, og henni verður það að orði, að ef til vill sé þó einhver forsjón til. A þeim ummælum endar leikurinn. Leikfélagið ætlar að sýna niðurlagið á morgun, eins og það var upphaflega samið — og eins og það hefir verið leikið í Danmörku, og verður innan skamms leikið víðsvegar um heiminn. Botnvörpungar stranda. Aðfaranótt miðvikudags strönduðu 2 brezkir botnvörpungar á Önundar- firði, Geir kvaddur til hjálpar. í fyrri nótt strandaði þýzkur botn- vörpungur á útsigling frá ísafirði. Búist við, að nást mundi út. Athugið auglýsingu dr. Guðm. Finnbogason- ar í blaðinu og á götunum. Peninga eða — Viðtal við stjórn Islandsbanka. Síðustu dagana hefir flogið fyrir, að Samson Eyólfsson, útgef. blaðs þess, er Svipan nefnist, hafi reynt að hafa út úr íslandsbanka peninga með hótunum um níðgreinir í Svipunni, ef eigi væri látið fé af hendi. ísafold þótti fróðlegt að vita, hvað hæft væri í þessu og fann því stjórn íslandsbanka að máli og inti hana eftir, hvort satt væri, að hún hefði orðið fyrir slíkri heimsókn. Tjáði bankastjórnin oss, að það væri fylli- lega satt, að Samson hefði komið í bankann og leitað fyrir sér um, hvort eða hve mikið bankinn vildi borga fyrir, að eigi kæmi um hann níðgrein í Svipunni. Samson hefði ennfrem- ur haft það á orði, að einnig yrði að borga fyrir að koma i veg fyrir að slík níðgrein kæmi jafnframt út í danska blaðinu »Politiken«. Bankastjórnin tjáði oss, að Samson hefði komið inn í bankann daginn sem Jón sál. Borgfirðingur var graf- inn. Bankastjóri Sighvatur Bjarnason og nokkrir af starfsmönnum bankans hefði verið við jarðarförina, en meðan hefði Samson komið og borið téð erindi sitt upp við Schou bankastjóra. Kvaðst Schou svo hafa kallað á bók- ara bankans, hr. Jens Waage, til þess að vera vitni að erindi Samsons og til þess, að því loknu, að vísa hon- um á dyr. Hefði Samson verið tals- vert drukkinn. Bankastjórnin kvað það auðvitað eigi geta komið til neinna mála, að hún hefði eða mundi taka nokkurt tillit til málaleitana Samsons, eða léti hann hræða fé út úr bankanum með hótunum sínum um níðgreinir. Bankastjórnin skýrði ennfremur frá því, að hún hefði ástæðu til að halda, að Samson væri ekki höfundur að þessum ritsmíðum um bankann. Kvaðst bankastjórnin hafa grun um, að höfundurinn væri maður einn, er um eitt skeið hefði verið í þjónUstu bankans, en hröklast þaðan burtu fyrir nokkrum árum. Væri hann nú að launabankastjórninni góðmensku henn- ar gagnvart honum, með því að rita ósannar og villandi nafnlausar greinir um bankann. Til sönnunar þessu áliti sínu tjáði bankastjórnin oss, að velmetinn og mikilsvirtur borgari einn hér í bænum — nafn hans nefndi bankastjórnin eigi — hefði af sjálfs- dáðum skýrt bankanum frá, og gefið um það skriflega skýrslu undir eiðs- tilboð, að Samson hefði komið meðal annars til sín og sýnt sér grein eina mjög óvinveitta í garð bankans, með þekkjanlegri hendi ávikins fyrv. starfs- manns. Hefði Samson jafnframt sagt, að hann þyrfti sjálfur að afrita grein þessa, þvi pessi hond á greininni mætti ekki á henni sjást, þegar i prent- smiðjuna kæmi Bankastjórnin gat þess, að Samson hefði haft orð á því við einhvern, að hann kynni að fá Svipuna prentaða á Eyrarbakka — ef eigi fengist hún prentuð hér í bæ — því að til væru menn, og það eigi mjög neðarlega í mannfélagsstiganum, sem teldu sér það meinlítið, að »Svipan« héldi áfram að koma út, þó eigi væri hún full af lofi um náungann. Vér spurðum bankastjórana um, hvað þeir ætluðu að gjöra út af þessu »tilræði« Samsons gagnvart bankan- um og hótuninni um að umrædd grein yrði sett í Politiken. Bankastjórnin vildi ekkert gjöra úr hótunum Sam- sons í þessu efni, taldi óefað að ekk- ert heiðvirt erlent blað, hvorki »Poli- tiken« né annað, mundi taka að sér að flytja nafnlausar niðgreinir um einstaka menn eða stofnanir í öðru landi. Auk þess mætti segja um þessar bankaritsmiðar Svipunnar — eftir þvi að dæma, er af þeim hefði sést og af þeim heyrst — að þær væru svo fullar af ósannindum og vitleysum, að þær væru að engu haf- andi. Það yrði þar á móti aldrei of-al- varlega brýnt fyrir mönnum, að allar tilraunir til þess að spilla fyrir pen- ingastofnunum landsins, hvort heldur væri Landsbankinn eða íslandsbanki, og hvort heldur það væri gjört hér á landi eða erlendis — og ekki sizt ef það væri erlendis gjört — hlytu að koma landsmönnum sjálfum i koll og verða þjóðinni að tjóni. Réttmætar hóflegar aðfinslur við stjórn bank- anna væru ekki nema sjálfsagðar, því Leikfél. Reykjavikur. Fjalla-Eyvindur verður leikinn með hinum upphaflega endir leikritsins sunnud. 10. nóv. kl. 8 síðd. í Iðnaðarmannahúsinu. Tekið við pöntunum aðgöngumiða í bókverzlun ísafoldar. cfiidlíufyrirlcstur i cföefel sunnudag 10. nóv. kl. ó1/^ síðdegis. Efni: Hinn mikli Jorlíkunardagur d himnum. Kristur talsmaður vor og dómari. Allir velkomnir. O. J. Olsen. Sjúkrasamlag Rvíkur heldur fund i Bárubúð (uppi) sunnu- daginn 17. þ. m., kl. 9 síðd. Vegna ólögmæti síðasta fundar (3. þ. m.) verða lagabreyíingar þær, er þá voru samþyktar, bornar upp til fullnaðar- úrslita á þessum fundi, hvort sem margir eða fáir mæta. Reykjavik, 7. nóv. 1912. Stjórnin. Lárus Jóhannsson prédikar í Herkastalanum mánudagskvöld, 11. þ. mán. kl. 8 Inngangur ókeppis. Um „akta“-skrift talar dr. Guðm. Finnbogason i Iðnaðarmannahúsinu sunnudaginn 10. nóv. (912, kl. 5 e. h. Aðgöngumiðar á 50 aura verða seldir í Iðnaðarmannahúsinu á sunnu- daginn. bankastjórum gæti vitanlega yfirsést eins og öllum öðrum mönnum, en nafnlausar níðgreinir um hvorn bank- ann sem væri, ættu að eins almenna fyrirlitningu skilið. Um þetta er ísafold bankastjórn íslandsbanka samdóma. En engum orðum þarf að eyða um tilraunir til þess að hafa fé út hjá þeim mönnum, eða stofnunum, sem skammirnar eru skrifaðar um. Hvort sem þær eru dæmdar af réttvísinni, eða ekki, þá dæma þær sig sjálfar. ------f---- + Jón Árnason í Porlákshöfn. Hann lézt aðfaranótt 5. nóv. á 78. ári (f. 23. okt. 1835). Jón heit. var sonur_ Árna Magnús- sonar bónda á Stóra-Ármóti, bróður þeirra Gísla skólakennara, Sigurðar á Skúmstöðum og þeirra bræðra, en móðir Jóns var Helga Jónsdóttir um- boðsmanns Jónssonar (sýslumanns á Móeiðarhvoli). Kvæntur var Jón Jórunni dóttur Sigurðar föðurbróður síns og lifir hún mann sinn. Meðal systkina Jóns voru Magnús bóndi i Vatnsdal og Halla kona Jóns Magnússonar í Bráð- ræði. Jón Árnason bjó mestan búskap sinn í Þorlákshöfn og var um langan aldur einhver helzti öndvegishöldur sveitar sinnar. í Þorlákshöfn hafði hann bæði sjávarútveg og verzlun. Bætti þar mikið og stækkaði lendingu og bygði upp húsin 0. s. frv. »Jón var dugnaðar- og ráðdeildar- maður, mesti starfs og eljumaður, stjórnsamur og hygginn*. Þetta er vitnisburður nákunnugs manns. í sveitarstjórn var hann mörg ár. en mest hafði honum verið hugað um hag sjómanna og mikið að því unnið að bæta hann. Gestrisni Jóns heit. er og viðbrugð- ið og þó mest hinum einstöku við- tökum, er sjóhraktir menn áttu jafnan að mæta hjá honum. Einu sinni hrakti yfir 50 skip i einu til Þorláks- hafnar, en öllum skipshöfnunum varð komið fyrir og séð fyrir bezta beina. — í þakkarskyni fyrir rausn Jóns þetta sinni og önnur færðu Eyrbekk- ingar honum miklar gjafir fyrir nokkr- um árum. Jón heit. var sæmdur heiðursmerki dannebrogsmanna. Tekju- og eignaskattur Reykjavíkur 1913. Hér fer á eftir skrá yfir tekju- og eignaskatt i Reykjavík árið 1913. Er þar miðað við tekjur manna árið 1911. 1 þessari skrá eru þó að eins þeir teknir með, er taldir eru hafa 2000 ir. árstekjur eða meira. Þar sem um eignaskatt er að tefla er hans getið sérstaklega. 1 fyrri dálk eru taldar tekjurnar, i seinni dálk skattgjaldið, sem er mis- munandi frá 11/20/0 upp eftir. Sennilega munu eigi allir telja sér rétt tilfærðar teajur sínar af hinni valvísu skattanefnd. Tekjur. Skattgj. kt. kr. Árni Eiriksson............. 3000 25 Árni Jónsson............... 3000 25 Ásgeir Gnnnlaugsson . . . 3000 25 Ásgeir Signrðsson.......... 6000 100 Ásgeir Torfason............ 3000 25 Axel Tulinins.............. 4000 45 Bartels Carl lírsm......... 2000 10 Benedikt Jónasson.......... 2400 16 Benedikt Þórarinsson . . . 7000 135 Bergsteinn Magnússon . . . 2800 22 Biograftheater Rviknr . . . 10000 255 Bjarni Jónsson prestnr. . . 2000 10 Bjarni Jónsson fr& Vogi . . 6000 100 Bjarni Sæmnndsson adjunkt. 3000 Björn Bjarnason dr......... 2800 Bj. Gnðmnndsson kaupm. . 6000 100 Björn Jónsson f. r&Öh.. . . 5400 82 Björn Kristjánsson verzl.. . 8500 195 Björn Kristj&nsson hankastj. 6400 100 eign..................... 400 Björn M. Ólsen............. 2600 25 22 24 19 Björn Sigurðsson bankastj. . 6000 100 Bj. Simonarson............... 2000 Borgþór Jósefsson............ 2000 Brann Richard kuupm. Brillomn f. konsúll , Bruun hakari................. 4000 Brydes verzlun.............. 20000 5000 10 10 9000 215 3000 25 25 655 70 Brynj. Björnsson tannlæknir 4000 45 Böðvar Jónsson pipng.m.. . 2000 10 Carl L&rnsson kanpm. . . . 3000 25 Chouillou kolakaupm. . . . 10000 255 Christensen lyfsali 12000 335 Claessen Eggert 6000 100 — Arent 2500 17.50 — Valg. féh 2000 10 Copland kaupm 10000 265 Dagshrún, verzlun 5000 70 Daniel Bernhöft 7000 136 Debell forstjóri 5000 70 Det danska Petroleums As.. 40000 1455 Dichmann L 2000 10 Duhois lifrarbr.m 3000 25 Duus H. P. verzlun . . . . 20000 656 Edinborgarverzlun 15000 455 Eggert Briem skrifstofustj. . Eggert Briem fr& Viðey 5600 88 eignartekjur 4000 160 Einar Arnórsson próf. . . . 4000 45 Einar Átnason kaupm.. . . 4000 45 Einar Hjörleifsson 2000 10 Einar Markússon 2400 16 Eirikur Briem próf 4000 45 eign 400 16 Elías Stef&nsson 3500 35 Elina Sveinsson, e.frú . . . 2200 13 Ellingsen slippstjóri . . . . Eyjólfur Eirlksson: 3000 25 eign 1000 40 atvinnu 1600 6 Eyvindur Árnason 2000 10 Fenger John verzlm. . . . 2000 10 Forberg simastjóri . . . . 5000 70 Franz Siemsen 2500 17.50 Friðrik Jónsson kaupm. . . 2000 10 eign . 250 10 FriÖrik Ólafsson skipstj. . . 3000 25 Frederiksen C. bakari . . . 5000 70 Friðriksen timhurs 6000 100 Gieir T. Zoega 3200 29 eign 300 12 Niðurl. næst lieykjavíkur-annáll. Pappír Og rífföng frá V. B. Ji. lofa allir, er reynt hafa. Yerzlunin Björn Kristjánsson. i... iHi I Aðkomnmenn : Síra Ásgeir Ásgeirs- son frá Hvammi með frú sinni. Síra Ásgeir heldur áfram á Vestra í dag til Khafnar. Brunabótavirðingar samþ. á síðasta bæjarstjórnarfundi: kr. Húseign Bj. Jónss. f. ráðh. við Fríkirkjuv. . 19.225.60 — Björns Kristjánss. bankastj. v. Vg. . 25.450.00 — Lárusar Lúðvígss. Þingholtsstr. 31 . 7.182.00 — Jóh. Jóhannessonar við Baldursgötu . 5.064.00 — Magnúsar Egilssonar Kirkjumýri . . ■. 1.782.00 Dánir: Kristín Jónsdóttir, Vestur- götu 50 A. Dó 6. nóv. Fisksalan til Englands. M a r z seldi fyrir skömmu afla sinn á 511 sterling pund (nól. 9,200 kr.,) og S k a 11 a- g r í m u r í fyrra dag 645 sterlingpd. (nál. 11600 kr.). Gnðsþjónnsta á morgun: í dómkirkjunni kl. 12 sfra Jóh. Þork. (Aitarisganga). kl. 5 síra B. J. í fríkirkjunni kl. 12 síra Ól. Ól. Kvöldskemtun ætlar Bjarni Björns- son að halda í Hafnarfirði annað kvöld með sömu efnisskrá og hór í bæ um daglnn. Eftirleiðis tek eg móti sjúklingum heima frá kl. io til n árdegis og 7 til 8 síðdegis. Apótekið opið alla aðra tíma dagsins. Vegna sérstakra samninga við apótekarann i Reykjavík verða meðöl hér eftir að borgast við móttöku. Hafnarfirði 7. nóv. 1912. Þórður Edílonsson. Uppboðsauglýsing. Eftir kröfu veðdeildar Landsbankans og samkvæmt lögum nr. 1, 12. jan. 1900, 17. gr., verður húseignin »Bergen«, nr. 4 í Syðri-Lækjargötu hér í bænum, eign Halldórs Halldórs- sonar, ásamt lóðarréttindum og öllu öðru tilheyrandi, seld á opinberu upp- boði, sem haldið verður á eigninni sjálfri mánudaginn 25. þ. m., kl. 12 á hádegi, til greiðslu á höfuðstól kr. 2909,27, ll2°lo veðdeildarkostnaði, kr. 14,54, og ógreiddum vöxtum frá 1. okt. 1910 og dráttarvöxtum, alt sam- kvæmt skuldabréfi, dags. 13. des. 1909, svo og fyrir öllum kostnaði, er af uppboðinu leiðir. — Sönuskilmálar, veðbókarvottorð og önnur skjöl snertandi söluna, eru til sýnis hér á skrifstofunni. — BæjarfógetinníHafnarfirði 5.nóv. 1912. Magnús Jónsson. Skiftafundir eftirgreindum búum verða haldnir hér á skrifstofunni: 1. Þrotabúi Jóns Helgasonar, vita- varðar á Reykjanesi, fimtudaginn 28. þ. m., kl. 12 á hád. 2. Dánarbúi Gísla J. Nikulássonar, lausamanns frá Norðurkoti i Vogum, er andaðist 5. ág. f. á., föstudaginn 29. s. m., kl. 12 á hád. Skrifstofu Gullbringu- og Kjósar- sýslu 5. nóv. 1912. cffiagnús dónsson. Aldarafmæli Páls Melsteðs er á miðvikudag 13. þ. mán. Þá birtist hér í blaðinu minningargrein um hann eftir Björn Jónsson f. ráðh. Það tilkynnist kunningjum og vandamönn- um, að systir mín Þorkatla Sigurðardóttir andaðist á Vifilstaðahælinu 5. þ. mán. Jarðarför hennar fer fram fimtudaginn 14. þ. m. frá heimili minu Hverfisgötu 47. Hús- kveðjan byrjar kl. I. Guðrun Sigurðardótiir. Hérmeð tilkynnist bæði vinum og vanda- mönnum að min hjartkæra eiginkona, Kristin Jónsdóttir, andaðist þann 6. þ. mán. Jarðar- för hennar er ákveðin miðvikudag 13. þ. m. frá heimili okkar, Vesturgötu 50 B, og byrjar húskveðjan kl. II árd. Runólfur Þórðarson, Stúlka óskar eftir inniverkum nú þegar til mánaðamóta jan.—febr. Ritstj. vísar á. Gott kirkju-orgel fæst keypt, uppl. á Bergstaðastræti 10. Pappírsservíettur nýkomnar i bókverzlun ísafoldar.

x

Ísafold

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ísafold
https://timarit.is/publication/315

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.