Ísafold - 07.12.1912, Blaðsíða 1

Ísafold - 07.12.1912, Blaðsíða 1
Kemu át tvisvar l viku. Vor!) Arg. (bO arkir minst) 4 kr. orlendis 5 kx. e!>a 1 */» dollar; borgist íyrir mi&jan júli (erlendis fyxir fram). ISAFOLD rpi>«öcn (siríde^: oaadt. vib áramót, er ó^iid nema komir. só tft útgefanda fyrix 1. olrt. og »pandi fkuHlans Tif> blaMb Afffroibsla : Ao>tnr»traiti 8. XXXIX. árg. Reykjavík 7. des. 1912. 83 tðlublað Minning Björns Jónssonar Baröagamaöurinn meö barnshjartaö. Ræöa Haralös Níelssonar prófessors, flutt í öómkirkjunni við jarðarför Björns ]ónesonar 6. ðes. 1912. „Það liggur tyrir möimunum eitt sinn að deyia, en eftir það er dómnrinn". (Hebr. 9,27). Eitt sinn að deyja — það hlutskifti bíður vor allra. Það er kalda nóttin, sem vér allir eigum í vændum. En eftir það er dómurinn, segir höfundur Hebreabréfsins. Með þeim dómi átti hann við dóm guðs, er upp yrði kveðinn á efsta degi yfir öllum mönnum. Sú dómshugmynd er harla fjarri hugmynd- um nútiðarmanna. Vér hugsum oss miklu fremur lifið í æðri veröld eða veröldum sem stöðugan þroska til æ meiri fullkomnunar, þar sem hver og einn uppsker svo sem hann hefir niður sáð. Dóm guðs með öðrum orðum fólginn i eilífu kærleiks- og rétt- lætislögmáli, sem nær gegnum allar veraldir. En það lögmál þekkjum vér ekki nema að nokkuru leyti hér í heimi. En orðin þessi eru sannmæli í fleiri en einum skilningi. Eftir dauðann kemur dómurinn — dómur mannanna, dómur sögunnar. Enginn fullnaðardómur verður upp kveðinn yfir nokkurri mannsæfi fyr en hún er öll — og ekki einu sinni þá. En þá koma samt dómar mannanna í ljós — óumflýjanlega og eðlilega. Og því fleiri setjast í dómarasætið sem starf hins látna heflr verið víðtækara og komið fleir- um við. Og hér hvílir sá á líkbörum, sem margir munu þykjast þurfa að dæma. Hann var kunnur um land alt, naumast nokkur svo afskektur bær til í afdal, að hans hafl þar ekki verið getið. En dóm- arnir verða sjálfsagt misjafnir; og alt fer þar eftir því, af hve mikilli þekkingu er dæmt og hvernig það auga er, sem á lítur. Eg á eigi að eins við það, að augu manna eru misjafnlega glögg; hitt ræður engu minna, hver hugur horfir út um þann glugga. Velvild og óvild sjá sitt hvor, þótt þær horfi á einn og sama manninn. Og enn meiri verður munurinn hjá ást og hatri. Björn Jónsson þurfti ekki að bíða dóms til dauða. Hann hafði þegar hlotið ákveðna dóma löngu áður. Fáir af samferðamönnum vorum, þeirrar kynslóðar sem nú er uppi, hafa verið svo dæmdir sem hann. Og slíkt er ekki nema eðlilegt um mann, sem um svo langt skeið hefir staðið á verði í islénzku þjóð- lífi og verið ein þess sterkasta raust um meir en 30 ára skeið. Flest af því stórfeldasta, sem gerst heflr með þjóð voni þennan tima, hefir hann látið til sin taka, og öllum öðrum fremur liefir hann aflað þjóð- inni færis á að dæma um liluti, menn og málefni, með því að stofna og halda úti svo lengi tikomu- mesta blaðinu, sem þjóð vor liefir enn átt. Með því var hann að vekja'jhana og kenna henni að meta og dæma. Enginn einn maður hér á landi mun hafa átt eins mikinn þátt í því að koma blaðamenskunni í það gengi, sem hún hefir nú hlotið. Það er því engin tilviljun, að nú þegar hefir svo mikið verið um hann ritað, þessa fáu daga síðan er hann lézt, að þess eru víst ekki dæmi áður um nokkurn mann íslenzkan. Og í öllum þeim greinum felast dómar. Menn kveða upp dóma um blaðamanninn og stjórn- málamanninn, um flokksmann sinn og foringja, eða um stjórnmála-andstæðing sinn og margra ára óvin í þeim sökum. Og hver lítur á liann með sínum augum og sínum hug. Hver horfir á hann heiman frá sér. Sérhver horfir út um sinn glugga. Eigi vil eg taka mér neitt dómsvald yfir hinum látna, sem mér stóð svo nærri, bæði sökum tengda og vináttu, hvorki til áfellis né sýknu, eigi heldur til lofs eða lasts, að minsta kosti ekki beinlínis. Hitt ætla eg að gera: renna stundarkorn augum yfir þann hluta æfi hans, er eg þekti bezt, og minna á það, er mér þótti einkennilegast við hann, og þá ekki síður á það, sem mér þótti vænst um í eðli hans og dagfari. Eg tala um manninn Björn Jónsson. En eg horfi, eins og aðrir, heiman frá mér. Og minn gluggi er vináttu- og velvildargluggi. d |§§Fyrst tók eg eftir þvi, hve mikill alvörumaður og starfsmaður hann var. Hann var sívinnandi og alt af fanst mér standa af honum meiri alvara en flestum öðrum mönnum. Eitt sinn fyrir nærfelt 20 árum vann eg að skrifstofustörfum hjá honum um 1 til 2 mánaða tima og þá veitti eg því athygli, að hann vann iðulega fulla 16 tíma í sólarhring dag eftir dag. Og síðar, er eg kyntist honum miklu bet- ur, átti eg oft tal um vinnuna við hann. Hann kvað það sitt mesta yndi að vera að vinna, vinna af al- efli. Oft fanst mér hann blátt áfram hamast. Vinn- an var honum ástríða. Og mór er óhætt að segja: hann var hamhleypa við ritstörf, því að gáfurnar voru góðar, og rithæfileikarnir miklir. Hann vildi láta ganga undan sér, vildi láta um sig muna, enda lá hann aldrei á liði sínu. Eg hygg hann hafi naum- ast þekt hvað það er að vera latur. Hann vildi eigi að eins vera dyggur verkmaður, heldur góður og mikill verkmaður. Fyrir því var hann aldrei hroðvirkur, þótt hann væri afkastamikill. Á þessu kappi hans og dugnaði bar snemma. I foreldrahús- um lærði hann þegar iðjusemi. Og hvað ungur nemur gamall temur. Stundum kom það fyrir, að hann var svo árrisull, að hann hafði lokið aðal- dagsverkinu áður en aðrir fóru á fætur. Og meðan heilsan var góð, var starfsþolið óbilandi, og fjörið og spennitnagnið í líkamanum svo mikið, að hann tók sig fljótt aftur eftir hverja ofreynslu. Því að guð hafði eigi að eins gefið honum góðar gáfur, held- ur og sterkan og þróttmikinn líkama. En þrótturinn var engu minni í lundinni. (Jm fyrirrennarann, þann er greiða átti götuna og ryðja brautina, er svo að orði komist í einu guðspjallinu: »og sveinninn óx og varð þróttmikill í lund«. Þenn- an mikilsverða hæfileika fá þeir í vöggugjöf, sem drottinn felur það starf að vera brautryðjendur. Og Björn Jónsson var brautriðjandi meðal vor. Mörg- um málum ruddi hann braut, ekki sízt með því að undirbúa jarðveginn fyrir þau. Það var hans bezta iðja. Það fann hann sjálfur. Og því hefir hann sjálfur lýst svo ógleymanlega í þeirri ræðu, er eg hefi heyrt hann halda bezta, — ræðu, sem eg vona að einhvern tíma prýði lesbækur íslenzkra ungmenna. Aldrei kom karlmenskan betur í ljós en þegar hann var að herja á hleypidómavígin. I glímunni við þau kom víkingseðli Islendings-lundarinnar fram í honum. Og það var eigi alllítið af víkingseðli í honum: ötulleiki, harðfylgi, jafnvel harka og vægð- arleysi í bili. En jafnframt átti hann drenglyndi víkingsins. Honum þótti vænt um alla, sem voru samherjar hans í því að brjóta niður hleypidóma- vígin og herja á málstað andstæðinganna. En hann vildi sjálfur vera þar fremstur i fylking og hikaði aldrei hót, þó að vís von væri örvadrífu og illra skeyta. Sagan hermir það um meyna frá Orleans, að hún hafi sjálf gengið fyrir liðinu, er áhlaup skyldi gera, og fyrst allra lagt stiga á virkisvegginn. Það var einmitt þetta, sem Björn Jónsson gerði, þegar hann háði sínar orustur og gerði sin áhlaup. Þessi karlmenska lundar hans hygg eg hafi verið hans bezti kostur. Hún gerði hann öruggan verjanda og hjálpara alls þess, er hann taldi satt og rétt og gott. Ekki tók hann neitt sárara en að sjá réttlætinu misþyrmt og á þann lagst, sem minna átti undir sér. Engan hefi eg heyrt fara jafn-hörðum orðum um þá synd, sem þá er framin, ef þeir, sem ofar standa í mannfélagsstiganum og mannfélagið veitir betri kjör, hugsa mest um það að eiga náðuga daga og auka eigin hag, í stað þess að vinna heildinni sem mest gagn og reynast henni trúir verkamenn. Þessi mikli kostur hans kom hvergi betur fram en þegar hann var að ryðja bindindismálinu braut í hugum landsmanna. Hann leit fyrst og fremst á hag alþýðunnar, hvílíkt tjón drykkjusiðirnir baka öll- um almenningi. Hitt bar hann ekki fyrir brjósti, að viðhalda gleðilind fyrir helztu höfðingja og efnamenn landsins, gleðilind, sem mörgum þeirra að lokum hefir reynst banvæn eitur-uppspretta. En sá, sem ryðja vill brautirnar, verður oft að vera harðhentur. Um einn spámann gamla testa- mentisins er það sagt, að guð hafi sent liann »til þess að uppræta og umturna, eyða og rífa niður, byggja og gróðursetja«. Mér finst Björn Jónsson hafa haft- eitthvað líkt hlutverk meðal vor. Iiann átti vegsögu-þor spámannsins. Hugur hans var óvanalega hleypidómalaus og hispurslaus og op- inn fyrir öllum nýungum. Hann þekti naumast ef- ann, scm lamar framkvæmdir svo margra manna. Þess vegna varð honum svo mikið ágengt. Enginn blaðamaður vinnur menn til fylgis við málefni sín,. ef’ hann sjálfan vantar sannfæringarvissuna, ef hann hugsar mest um að sýnast óhlutdrægur og taka það fram, sem ef til vill kunni að mæla á móti. Nei, sá sem sannfæra vill aðra, verður sjálfur að trúa. . Og Björn Jónsson trúði, trúði hiklaust og með heitri sannfæring. Hitt var honum full-ljóst, að einhver verður að taka á sig óþægindin og óvildina, meðan verið er að koma góðum málefnum og nýjum hug- sjónum á framfæri. Og hann bauð óhræddur bak sitt undir þá byrði. Það var sem talað út úr hans hjarta, þetta: „Sannleik veittn sjálfur lið, sjálfnr þ o r ð n að líða.“ Og eg hefi ekki þekt neinn Islending, sem var af guði betur útbúinn í slíkan bardaga. Hann bar utan á sér eins konar harðneskjuhjúp. Stundum fanst mér þessi orð ritningarinnar, sem guð er þar látinn segja við einn erindreka sinn, eiga við um hann: »Sjá, eg gjöri andlit þitt hart og enni þitt sem dem- ant, harðara en klett. Þú skalt eigi óttast þá, né skelfast fyrir augliti þeirra, því að þeir eru þverúð- ug kynslóð«. Hann óttaðist engan mann, og þorði því að »vanda um með allri röggsemi«. Af áminn- ingum nýja testamentisins efast eg um að hann hafi skilið nokkura betur en þessa: Verið ekki manna- þrælar. Vér íslendingar höfum ekki átt marga menn þeirrar tegundar. Vér skiljum naumast þá heilögu reiði, sem gerir sér svipu úr köðlum til þess að reka ósómann út úr musterinu. Til þess erum vér of nærri norðrinu. En i barmi Björns Jónssonar logaði eitt- hvað af suðrænum eldi. Þegar eg hugsa um, hve alment hugleysi ríkir meðai manna í þessu efni, hve flestum er tamt að láta sannleik og rétt sitja á hak- anum fyrir eigin hagsmunum og til þess að forðast óvild annarra, þá finst mér það hafa verið mikil blessun að mega kynnast Birni Jónssyni eins vel og eg átti kost á. Oft hefi eg að vísu óskað þess, að hann hefði verið mjúkhentari á andstæðingum sín- um en hann var og gert sér meira far um að forð- ast að kveikja sundurþykki. En nú þegar hann er látinn, spyr eg sjálfan mig: Var það ekki hlutverk hans framar öllu öðru að skapa sundurþykki með þessari þjóð, til þess að hrista hana upp úr værðar- mókinu og sinnuleysinu og fá hana til að hugsa um hagi sína betur en áður? Fylgja ekki öllum framförum deilur og sundurþykki? Sagði ekki sjálfur drottinn vor og meistari um sig : . »Ætlið þér að eg sé kom- inn til að gefa frið á jörðinni? Nei, segi eg yður, heldur sundurþykki«. En ef hann komst ekki hjá því, má þá ekki búast við hinu sama um ófullkomna lærisveina hans, sem sérstaklega hafa brautruðningar- starfið með höndum? Og er það ekki lofsvert, að einhver heldur þeim skildi fyrir sér, sem á eru rituð orð postulans: »Ekki gaf guð oss anda hugleysis«? Þeir eru þvi miður of fáir meðal leiðtoga kristninn- ar, sem muna eftir þessari áminning, þegar nýjar hugsjónir eiga við ofurefli að etja og beiðast liðveizlu: »Þú skalt og. ilt þola, eins og góður hermaður Krists Jesú«. Að þessu leyti finst mér hann hafa verið líkast- tur Tómasi Sæmundssyni allra íslendinga. Ættjarðarást hans var einlæg. Honum fanst ís- land og íslenzka þjóðin þurfa þess svo með, að ein- hver legði sig í líma fyrir þau. Mér er minnistætt samtal mitt við hann í Kaupmannahöfn haustið 1899; þá lá hann þar á spítala um tíma, og eg kom oft til hans. Eg hafði þá um nokkura mánuði dvalist í Þýzkalandi; spurði hann margs þaðan. Eg hafði þá orð á því, að mér hrysi nær því hugur við að fara .aftur heim í fámennið og einangrunina úti á íslandi. Hann skildi mig og kvað von, að ungan hugann langaði til að lifa við hina glæsilegu birtu menning- arinnar í stórlöndunum, en bætti svo við eitthvað á þessa leið: »En nú hefir skaparinn sett okkur niður úti á íslandi og þar er okkar starfsvið«. Og honum datt aldrei í hug að mögla á móti því, sem hann hélt að væri guðs vilji. Skaparinn hafði sett hann til að starfa á íslandi og Island þurfti hans við; þess vegna v a r gott þar að vera. Og svo var málið, sem hann unni svo heitt, þessi kongsdóttir, sem eitt sinn var i álögum, en nú var úr þeim leyst og komin í drotningarskrúða, eins og hann eitt sinn komst að orði um íslenzkuna. Vörður hennar og riddari var hann alla daga. Hon- um kvaldist það, er hann sá illa með hana farið. I hans augum var það óhæfa að óhreinka hana. Um eitt skeið kallaði hann íslenzkuna í gamni »mömmu« og öllum fögrum nýyrðum átti að safna í »gulla- stokkinn hennar mömmu«. Hann hafði ekki sjálfur

x

Ísafold

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ísafold
https://timarit.is/publication/315

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.