Ísafold - 11.01.1913, Blaðsíða 3

Ísafold - 11.01.1913, Blaðsíða 3
ÍSAFOLD 11 Lóðargjaldshækkunin. Tillögur yfirdómslögmanns Sveins Björnssonar um lóðargjaldshækkun til bæjarsjóðs hafa vakið athygli fjölda margra bæjarbúa og eðlilegt að sitt lítist hverjum fyrst í stað. Isafold telur rétt að leyfa mönn- um, nú um sinn, að ræða málið í blaðinu, frá ýmsum hliðum. Frjálsar umræður um það er fyrsta skilyrði þess, að menn á endanum geti orðið sæmilega samdóma. í SO. tbl. ísafoldar f. á. er grein með fyrirsögninni Lóðargjöld, út- dráttur úr ræðu hr. bæjarfulltrúa Sv. Björnssonar. Eg er þakklátur honum fyrir að hreyfa slíku máli, því eg er i engum vafa um það, að flestum mun þykja nauðsyn að ráða bót á skatt- gjöldum bæjarsjóðs. Að hinu leytinu get eg ekki í öllu felt mig við tillögur hans um lóðargjöldin, enda ekki að búast við, að neinn geti í svip fundið þau ráð í jafnmiklu máli, að öilum líki. Það sem eg ekki felli mig 'Við hjá honum er, að mór viiðist hann telja heppiiegast að tekjur bæjarsjóðs komi mest af lóðargjöldum og í sambandi við þessa hugmynd bendir hann á, að bæjarlögin frá 1877 gjöri ráð fyrir slíku. Eg get ekkert borið um þennan skilning laganna, en mór virðist að hér só svo ólíku saman að jafna, Reykjavík nú eða fyrir tæpum 40 árum síðan. Eg held að öllum só Ijóst, að síðan eru komnir svo ýkjamargir skattstofnar, sem þá voru alls ekki til, og skal eg máli mínu til stuðnings benda á ýms fyrirtæki, sem bæði landið, einstakir menn og bærinn hafa stofnað til, sem hljóta að gefa tekjur, t. d. talsími, vatnsveitan, gasstöðin, verksmiðjur, verzlanir, ýms atvinnurekstur bæði á sjó og landi, ennfremur fjölgun em- bættismanna og annara efnamanna, sem alt af eru drjúgir gjaldendur til bæjar- þarfa. Aftur er eg á sömu skoðun og hann um, að breyta megi — og það til bata — fyrirkomulagi lóðargjaldanna, en það þarf að virða fyrir sór lóðir bæjarbúa eins og þær eru nú og gæta þess vandlega, að breytingin ekki tefji eða stöðvi not þau, er lóðirnar veita eigendum sínum, því ella verður seinni villan verri hinni fyrri. Til að firrast íkveykjur ogofþyngja ekki andrúmslofti bæjarins, hefir bæjar- stjórn áskilið að vera skyldi lóðarblettur með hverju húsi og er slíkt afarnauð- synlegt; oft eru þó þessir lóðarblettir mjög lítið notaðir og þegar bezt lætur, til matjurtagarða, sem oft gefur lítinn arð. Naumast mundu slikar lóðir þola in í Norðurálfu. Ritsími er kominn á, bæði til útlanda og innanlands, brýr hafa verið bygðar, og vegir gjörðir, stórhýsi hafa verið bygð til opinberra þarfa. Vistarbandið er af- numið, og íslendingar eru hættir að vera bændaþjóð, nema að hálfu leyti. Ef fjárkláði kemur upp, þá er hann nú læknaður með böðum, en ekki með niðurskurði og eignatjóni. Gufuskipin byrja að flytja vörur til landsins, áður en hafísinn leggur upp til að heimsækja okkur. Hall- æri er þess vegna orðið lítt hugsan- legt nokkurs staðar á landinu. í kaupstöðum búa nú eitthvað 27000 manns, og af sjávarafla lifa auk þess hér um bil 15000 manns. Velmegun má yfirleitt heita góð, en verkið sem verið er að vinna er svo gifurlegt, fyrir fámennið. Öllum fiskiútvegnum er verið að breyta í eimskip, smá og stór. 20 miljónir króna hafa verið lagðar í kaupstaðar- hús, og líklegast annað eins í jarða- bætur og húsabyggingar til sveita. Peningaþörfin og lánaþörfin hefir margfaldast. Sjálfsagt mun einhver spyrja, hvort ekkert af því sem gjörzt hefir, stafi af útflutningi á smjöri, eða komi frá kúabúunum? Útflutningui á smjöri gefur peninga í aðra hönd fyrir smjörið, en þær 300.000, sem inn koma fyrir það vega ekki mikið í öllu, sem út er miklar álögur frá því sem er. Þá eru til lóðarspildur hjá einstökum mönnum, sem breytt hefir verið í stakkstæði til fiskverkunar. Á þetta sór einkum stað i vesturhluta bæjarins og er það oft konan ein með börnum sínum, sem vinnur að þessari fiskverkun. Þetta gefur henni oft dálitlar tekjur og hjálpar til að fátæklingar með mikla fjölskyldu haldast frá að þiggja af al- manna fó, því allir skilja það, vona eg, að engin kona mundi leggja sig í sl/ka vinnu, sem væri þeim efnum búin, að geta framfleytt án hennar fjölskyldu sinni. Naumast munu þessar lóðir þola mjög auknar álögur. Þá eru til tvö stór lóðarsvæði, sem fiskverkun er rek- in á í stórum stíl, sitt í hvorum enda bæjarins, og hið þriðja bráðum algjört — sem raunar kemur ekki hór til greina, því svæðið er leigt fyrir ákveðið árgjald. Gætu menn búist við, að það borgaði sig að verka fisk á lóð, sem metin væri á 2^/2 kr. hver feralin og svara ætti 2% gjaldi af virðingarverði í bæjarsjóð? Það lítið eg þekki til út- vegs, tel eg það algjörlega ókleift. Færi svo að þessi atvinnurekstur yrði að flytjast úr bænum, hyrfu allarþær tekjur, sem hann gefur bæjarbúum, en að öllu samanlögðu er það stór upp- hæð; efnaminna fólk nýtur atvinnunn- ar; ef það misti hana mundi bæjar- gjöldin aukast. Enn eru eftir ýmsar lóðir, svo sem spildurnar með Lækjartorgi, Suðurgötu og Tjarnargötu, sömuleiðis lystigarð- aruir bak við Apotekið og ef til vill víðar. Virðist mönnum þessir blettir svo arðsamir, að þeir geti borið gjald það sem hr. Sv. B. stingur upp á? Eitt er enn sem taka má til greitia, er rætt er um lóðargjaldshækkun, að öll húsaleiga hlyti að hækka, en hækk- uð húsaleiga eykur þarfir einstaklings ins jafnt og hækkun utsvara. Og þá kemur hið síðasta. Hór er ákveðið að byggja höfn. Eins og hvert annað fyrirtreki þarf hún sem fyrst að takast til notkunar. Mundi það ekki heldur fæla menn frá að nota höfnina, ef bærinn rétt áður hefði lagt svo háan skatt á lóðir, að lítt mögulegt væri að leigja neinum blett til afnota, nema með mjög háugjaldi? Væri ekki skyn- samlegra að lofa mönnum með svo lóttu móti, sem unt væri, að setja mannvirki sín við höfnina, svo þau á annan hatt gætu orðið bænumog höfninni aðtekju- grein, að minsta kosti þangað til höfnin væri fullgjör. Hitt er aftur alveg rett, að gjaldstofn þessi á það sammerkt við alla aðra gjaldstofna, að hann er dalítið ranglátur, og væri vel ef hægt væri að gjöra hann róttlátari og víst mætti hann gefa nokkuð meira af sér. En að flutt. Aftur er það sómi landsins, að við skulum geta búið til smjör, sem þolir samkepni við aðrar þjóðir. Eg hefi lesið að Rússa skorti þrifn- að til þess. Það sýnir þrifnað og menningu. En frá kúabuum lands- manna sýnist mér ekki að aðrar framfarir vaxi. 1911 var 1200 kúm færra á landinu en 1853. Kúm hef- ir þau 60 ár helzt fjölgað þar sem þörfin var brýnust fyrir mjólkina. I verkinu sýnast bændur virða að vettugu allar prédikanir um kýr og kúabú. Þeir fjölga að eins fénu, sem mun borga sig betur. Hross- um eru þeir farnir að fækka, og stendur það í sambandi við akvegina. Eins og kunnugt er ráða lands- menn nú sjálfir lögum og lofum, eða þeir þeirra sern hafa kosningar- rétt. Nú eiga menn ekki að þurfa að ríða til Möðruvalla, eða hrópa pereat fyrir rektornum, því hvenær sem kjósendaliðið yptir öxlum, þá fellur æðsta stjórnin af stóli, og hinn almáttugi meirihlnti á alþingi verður að vængbrotnum minnihluta. Indr. Einarsson. láta lóSargjaldið verSa aSalgjaldstofn bæjarins, eins og nú stendur, held eg aS só mjög misráSiS. Þorst. Júl. Sveinsson. Ástæður hr. Sveins Björnssonar. Skamt er síðan ísafold flutti út- dráttt úr ræðu, sem hr. bæjarfulltrúi Sveinn Björnsson flutti 19. des. f. á. um hækkun lóðargjalda í bænum. Mál þetta hefir dýpri rætur en í augnabliki sézt, og verður því að ræðast frá báðum hliðum og má bæjarstjórnin ekki ein hafa orðið um mál þetta til þess tíma, er það verð- ur afhent alþingi — eg býst við að það fleytist þangað ? —. í sam- bandi við lóðagjaldahækkun eru marg- ar leynidyr, sem engin vanþörf væri á að opna. Að ræða og skýra málið er því verkefni fyrir bæjarbúa. Eða vilja þeir enn láta klemma á sig eitt gjaldahelsið — þegjandi — ? í þetta sinni ætla eg ekki að ræða sjálft málið, að eins minnast á það með blettum, en það sem eg ætla mér með grein þessari, er aðallega að hrekja og benda á nokkrar rang- færzlur, sem hr. Sv. B. notar fyrir kjölfestu í málinu. Eg efast alls ekki um, að hr. Sv. B. hafi þá skoðun, að komist tillaga hans í gegnum hríðar þær, sem henni hljóta að mæta á vegferðinni, verði afleiðing hennar sú svalalind, sem ráðsmenn bæjarins brynni af þyrstum og hungruðum í framtíðinni, en þar um verður skoðunarmunur. Undanfarin ár hefir bæjarstjórnin orðið af með marga svitadropa yfir því hlutverki, að finna nýja tekju- stofna fyrir bæjarsjóð, án þess þó að íþyngja framar einni stétt en annari, en árangurinn hefir oft orð- ið sorglega lítill, og það hafa gjald- endurnir reynt í gegnum allan þann orðastraum, sem fram hefir oltið um málið, að bæði fáar og rýrar leiðir hefir verið bent á í beina fram- leiðsluátt, sem jafnframt skapaði at- vinnu og gæfi bæjarsjóði, sem altaf er sihungraður, sæmilegar tekjur. Niðurstaðan hefir vanalega orðið — aukin gjöld — ný gjöld án þess að taka til greina þol þeirra, sem byrð- inni er kastað á. Ef nú hr. Sv. B. hefði með stálvilja sínum til við- reisnar fjárhagnum fundið einhverja beina framleiðslu, sem jafnframt hefði veitt vinnulausum verkamönn- um bæjarins atvinnu, þeim sem ár- lega ganga hópum saman alls lausir og vinnuiausir, og gefið hefði bæjar- sjóði auknar tekjur, það hefði mátt færa i frásögur og þá hefði hann verið til einhvers kosinn. En þetta er öðru nær. Tillagan gengur í þá einu átt, að hækka enn gjaldabyrðar almennings um tugi þúsunda króna. Bak við tillöguna liggur sama fálm- ið og ráðaleysið, sem alt of mikið hefir borið á uadanfarið, að eins að pressa gjaldendurna eins og sítrónur, þangað til enginn dropi er eftir. Eg skal nú snúa mér beint að þeim röksemdum, sem hr. Sv. B. aðallega byggir á, og kasta nokkrum þeirra jafnhliða á vogina. •Lóðargjöldin ern mjög heppilegur gjaldstofn, þeim verðnr ekki nndan skotið*. Því mótmælir enginn að lóðirnar hafi ekki bústaðaskifti, en þó er ekki ómögulegt, miklu framar algengt, að lóðunum sé undanskotið, og það í beinu sambandi við lóðagjaldahækk- un. Þekkir hr. Sv. B. þess engin dæmi? Eða er sama hver lóðina á? Og sama með hvað margþættum veðböndum hún er fjötruð? Eða er það skoðun hr. Sv. B. að vissasti mælikvarði fyrir efnalegu sjálfstæði og gjaldþoli bæjarmanna sé að þeir séu á einhvern hátt bundnir fast- eign? Sé hugsunin þessi kennir ekki dýpis í þeirri röksemdinni, því alþekt er, að þetta er þveröfugt. A dæmin stór og mörg rná benda til sönnunar. Eða hvernig lizt mönn- um á, þegar húseignir eru reyrðar með 3 uppí 6 veðréttum og að á húseignurn í sumum götum bæjar- ins — heilum götum — bvílir meira en þær eru metnar með öllu, sem þeim fylgir, og í viðbót við þessa kássu álitur svo br. Sv. B. mjög heppilegt að leggja hátt gjald — alt er hey í harðindum. — •Engin ástæða til að gera mnn á bygðri og óbygðri lóð«. Hér ber helzt til mikið á bláþráð- unum, því flestum ætti að vera það kunnugt, að þeir sem eiga mikið af óbygðum lóðum standa miklum mun ver að vígi en húseigendur. Þær gefa oft lítinn eða engan arð, en af þeim verður þó að borga öil gjöld og vexti af lánum þeim, sem á hvíla. Við þetta verður lóðin eigandanum dýraii með ári hverju, err máske ekki að sama skapi verðmeiri, þegar til sölu eða byggingar kemur. Tekju- hliðina álitur hr. Sv. B. engu máli skifta. »Hin ranglátu útsvör mættu þá jafn- framt lækka úr þvl sem nú er«. Oneitanlega mættu þau það, en ekki skal eg mótmæla því að í fiski- tregðu má þetta heita vel til fundin beita, en þó er varasamt að gleypa hana óverkaða. Undanfarin reynsla hefir sýnt — og alveg nýlega — að ef einhver tekjuliður hækkar, vaxa útgjöldin að sama skapi, eða mun nokkur finnast svo auðtrúa, að halda að niðurjöfnunarnefndin mundi ekki þrátt fyrir lóðargjaldahækkun, jafnt sem hingað til, leggja á örvasa gamalmenni og ómálga börn? Á því yrði auðvitað engin breyting til batnaðar — sama er að segja um alla aðra gjaldendur —. Þessi vonar- glampi hr. Sv. B. deyr því í fæðing- unni. 'Þótt leitað sé með logandi ljósi, finst engin önnnr ástæða til verðhækkunar en vöxtur bæjarins, og umbætur þær sem fé bæjarins er notað til. Er það réttmætt að einstaklingum sé gefin þessi verðhækkun, sem bæjarfélaginu og bæjarsjóði er einum að þakka, er ekki eðlilegt að bæjarsjóður fái eitt- hvað af þessari verðhækkun úr þvi hann leggur féð til ?« \ Þetta á efallfcst að skoða sem höfuðástæðu hr. Sv. B. fyrir rétt- mæti tillögunnar. Þessi sönnun gæti verið góð innan luktra dyra hjá bæj- arstjórninni, þegar búið er að reka borgarana út, en aldrei hefði mig grunað, að jafnskýr maður sem hr. Sv. B. er — nð öðru leyti — héldi þessu fram opinberlega og léti bein- línis fljótfærnina hafa svo ráðskonu- tökin, sem hann hér hefir gert, og færir þessi aðferð hans mér skýra sönnun þess, að erfitt muni að finna réttmætan og sarmgjarnan grundvöll undir nýjar skattaálögur á bæjarbúa eins og hagur þeirra stendur nú. Þá liggur mér næst að skygnast nm og þarf eg þá að hafa betra »ljós« fyrir vegvísara en hr. Sv. B. hefir haft, og láta leitina sriúast um þau stórvirki er bæjarstjórnin hefir vinna látið, og hafa að áliti hr. Sv. B. hækkað eignir manna svo bless- unarlega í verði. En gæta verður jafnhliða að, hvort gjafmildi sú, er húsa- og lóðaeigendur hafa orðið fyrir — að dómi hr. Sv. B. — er nokkuð annað en orð á hans eigin tungu. Vatnsleiðslan og holræsi á nokkr- um stöðum eru höfuðdrættir úr þessari ölmusubókl! En eru þessi mannaverk notendum að kostnaðar- lausuí* 1 * * * * * * * Ekki alveg! Framkvæmdir þessar, sem óneitanlega eru þarfar, hafa skapað þeim, sem fasteignir eiga — einmitt þeim — svo háar útgjaldabyrðar, að meiru nemur stund- um en verk og efni gat sanngjarn- lega kostað að tiltölu. Hér á eg aðallega við holræsagjöldin. Allir þekkja vatnsskattinn eins og fingur sína, og svo spart er á vatninu baldið af ráðsmönnum bæjarins (Sv. B. o. fl.), að ef eg þarf að vatna hesti mínurn, er lagt á mig hátt aukagjald íyrir þá drottins dropa. Bregði eg trygð við salernin með gamla sniðinu og kosti sjálfur vatns- salerni í þess stað, mundi ekki bæjar- stjórnin skipa mér að borga hálfu hærra vatnsgjald af salerninu en hreinsunin kostaði á ninu. Ef eg óathugað hleypi mér út í þann kostn- að að gjöra gosbrunn á húslóð minni, mér til gamans og bænum til prýð- is, þá er mér hegnt svo minnilega með þessum mikla vatnsskatti, að óhugsandi er annað en rífa brunn- inn niður aftur — eða þverskallast við gjaldinu. Eg hefi nú talið upp það helzta, sem bæjarstjórnin hefir gjört til við- reisnar húsa- og lóðaeigendum bæjar- ins og get eg hvergi fundið neitt, er bendi á, að hún hafi gefið þeim einn eyri. Aftur á móti rekur mig minni til — og hefir Sv. B. bland- að því saman — að bæjarstjórnin hafi stundum opnað sina örlitu hönd. En þá hefir hún gefið burtu fé það, sem húsa- og lóðaeigendur áttu. T. d. gaf hún einu félagi 10,000 kr., Smith góða sleikju og fleiri minni- legir molar hafa hrokkið þannig af borðum hennar. Af þessum og öðrum ástæðum verður nú að ryðj- ast inn á þá, sem fasteigir eiga og heimta enn hærri skatt, enda er það þannig nú, að bæjarsjóður lifir sínu vesæla lífi mikið á þeim, sem fast- eignir eiga og má fá fulla sönnun þess í bæjarreikningnum. Nei, bæjarstjórnin á litlar þakkir skilið fyrir sína meðferð á þeim, sem eitthvað vilja hér framkvæma. Hún setur fótinn í veginn fyrir flest það, sem menn vilja aðhafast. Má þar nefna byggingarsamþyktina o. fl. og haldi alt áfram með gamla laginu, veit eg ekki hvað menn eiga hér að gera lengur. Eg býst nú við að hr. Sv. B. telji mig hafa gleymt mörgu því sem bæjarstjórni’i hafi látið fram- kvæma, t. d. Austurstræti, Læknum, (Latabrún). Já — og Gasstöðinni, en þessu hefi eg slept og munu lof- ræður um það korr.a í sögu bæjar- ins, sem sögð er vera í smíðum. Eg hefi enga brú fundið í ástæð- um hr. Sv. B. og mun fleirum verða það ofraun. sem hér þekkja til, en þrátt fyrir það er eg þeirrar skoðun- ar að borga eigi lóðargjöldin með meiri jöfnuði en nú er. Það er auðvitað annað mál en hr. Sv. B. vill hamra í gegn, því eg vil ekki hækka gjaldabyrðar almennings stór- kostlega frá því sem nú er — álít það blátt áfram gjörræði. Eg hefi það traust til nokkurra manna í bæjarstjórninni — máske minni hlutans ? — að þeir gæti allr- ar varúðar í málinu, og taki til greina að mælikvarði hr. Sv. B. er löngu úreltur og ástæðurnar ber framar að handleika með spæni en hníf. Málið er nú í höndum nefndar, og úr hennar verki ber að spinna næstu umræður. Rvík 9/i- ’i3- Jóh. Jóhannesson.

x

Ísafold

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ísafold
https://timarit.is/publication/315

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.