Ísafold - 18.01.1913, Blaðsíða 3

Ísafold - 18.01.1913, Blaðsíða 3
ÍSAFOLD 19 hafa verið við Island og í byrjun þessa árs og fram á vorið, sem að mestu má kenna eða þakka kolaverk- fallinu, en síðan hefir þeim fjölgað hér óðfluga og munu sjaldan hafa verið jafnmargir og í haust í októ- bermán, þar sem þá voru minst 200 enskir botnvörpungar að veið- um hér við land. Eftir fiskiverðinu að dæma mun arður þessara skipa hafa verið yíirleitt góður. NorBmenn. Eins og að undanförnu hafa nokkrir línubátar rekið veiði sína hér að vor- inu og selt afla sinn ýmist í Hafn- arfirði eða Reykjavík. Síðan fóru þessi skip að vanda til Norðurlands- ins og ráku síldveiði þar, og mun afli þessara skipa hafa verðið vel við- unandi. HvalveiBin. Það er ekki að sjá annað en að þessi veiði sé alveg að hverfa hér. Að eins 3 stöðvar eru eftir sem rekin er veiði á og afli á öllum þetta ár mjög rýr. Stöðvarnar eru þessar: i á Hesteyrarfirði með 7 bátum 1 - Mjóafirði — 3 — 1 - Eskifirði — 3 — m. Ýmislegt viðvíkjandi fiskiveiðum. VeBurlag og is. Við byrjun ársins og fram í miðj- an febrúar var veður umhleyp- ingasamt og stormur, eftir þann tíma var fremur gott veður, einkum á landi, en austan og suðaustan stormar fyrir sunnan landið, sem tafði til muna fyrir veiði manna -og olli mörgum skemdum á skipum, sjó- sköðum og ströndum. Sumarið var fremur stormasamt og kalt, svo að ekki leið neinn mánuður svo að ekki sæist nýr snjór á hæstu fjöllum, og stundum talsvert niður eftir hlíðum. Hafísinn gerði engar tafir hér við land í ár, en var fram eftir öllu sumri að flækjast utifyrir í 10—40 f]-m. fjarlægð frá Horni og þar í grend. Ný fyrirtæki. Bæjarstjórn Hafnarfjarðar lét 1912 smíða mjög myndarlega bryggju ril afnota bæði fyrir póst- og flutninga- og fiskiskip. Og fyrir ofan bryggj- una voru reist 3 stór hús til vöru- geymslu og stórt svæði í kring um þau til að leggja afla á land, sem þolir að standa úti. Um alt þetta svæði eru lögð spor, svo að vagnar geta ekið frá bryggjusporði og inn í hvert hús og er hugmyndin að framlengja sporið enthvað inn í bæinn. Jburðarverksmiðja var reist þar sem hvalastöðin gamla stóð á Önundar- firði. Kaupir hún alt slor og skemd- an afla í nágrenni sínu til stórhagn- aðar fyrir búendur þess héraðs. Þá var afráðið að gera hójn við Reykjavík og byrja á því verki snemma næsta ár. Vitar. Fyrir utan smáendurbætur á ein- stöku innsiglingavitum, var nýr viti reistur á Austurlandi við Reyðarfjörð. Gefur góðar hann bendingar við inn- siglingu þessa fjarðar og er um leið í\ köflum tii leiðbeiningarj fyrir skip, sem sigla fram hjá. Mjög lofsvert Þversu landsstjórninni hefir lánast að ^oma þessu máli — vitamálinu — 1 '’etra hor£ d seinni árum, og er vonandi að hún haldi þvíáfram, þar tfi viðunandi er orðið. Samgöngumálið. Fundur í Stúdentafélaginu. í fyrradag var fjölmennur fundur íaldinn í Stúdentafélaginu til þess að ræða samgóngumálið. Var boðið >angað ýmsum kaupsýslumönnum bæjarins og voru þeir margir við staddir. Frummælandi var Bjarni jónsson viðskiftaráðunautur, en auk hans tóku til máls kaupmennirnir B. H. Bjarna- son, Thor fensen og Páll Torfason, Matthías Þórðarson útgerðarmaður, Guðmundur Hannesson prófessor, Ólafur Björnsson, Sig. Hjörleifsson og Benedikt Sveinsson ritstjórar. Eigi skal farið út í það hér að skýra verulega frá umræðum. Þess er þó rétt að geta, að frum- mælandi og síðar B. H. Bjarnason, töldu hina nýju samgóngusamninga mundu. á pessu ári (1913) leggja rúmra 200,000 kr. aukagjald á lands- menn í hækkuðum Jarm- og Jargjöld- um — þegar borið væri saman við síðustu ár — með samningum þeim, er B. J. heit. gerði 1909. Er þetta engin smáræðisfúlga auk 60,000 kr. gjaldsins úr landssjóði. í raun réttri verða það þá rúm 260,000 kr., ef rétt er reiknað hjá þessum mönnum, sem landið verður að blæða fyrir ekki ágætari samn- inga, en þessa. Mundi þjóðin eigi segja með skáldinu: Drottinn lát ei fæðast fljótt fleiri af sama tagi. Verður það nú æ betur ljóst, að samningar þeir, er Björn heit. Jóns- son gerði 1909 og var mest úthúð- að fyrir, eru hinir langbeztu sam- göngusamningar, sem gerðir haja verið fyrir oss. Ella hnigu ræður manna mest að þvi, að nú yrði að hefjast handa að koma samgöngunum í hendur vor Is- lendinga sjáljra. Thor Jensen kaupm. lýsti yfir pví, að nokkurir menn hér í Rvík, kaup- menn og aðrir, hejðu um tíma undan- farið verið að ræða pað sín á milli að reyna að koma á stojn innlendu gujuskipajelagi og undirbúa pað mál og mundu tillögur peirra brátt gerðar heyrinkunnar. Var þeirri frétt tekið með mikl- um fögnuði af fundarmönnum. Að lokum var samþykt svolátandi ályktun (frá Ól. Bj. ritstj ) með öll- um atkvceðum: Fundurinn lætur það álit sitt í ljós, að þá fyrst sé samgöngumál- um vorum komið í gott horf, er íslendingar sjálfir hafa tekið sam- göngurnar i sínar hendur með öllu og skorar á þing og þjóð að styðja eindregið og öfluglega að þvi. Gas-plágan. Bæjarstjórn tekur í taumana. Ef einhver spyrði um, hvað nú fengi Reykvikingum mestrar gremju daglega, hverju þeir formæltu oftast um þessar mundir — mundi enginn, sem kunnugur er hér í bæ, vera lengi að hugsa sig um svarið. Svarið mundi verða: Gasið. Gremjan yfir gasinu, eins og það er nu, er orðin svo almenn og megn, að hver á fætur öðrum hefir í heit- ingum um að hætta að nota gas_______ snúa sér að steinolíuljósi, þrátt fyrir 5 kr. hækkun D. D. P. A. Helztu kærurnar yfir gasinu eru: að það lýsi miklu ver en áður, að gasreikningarnir fari þó síhækkandi, að svo mikil fýla sé af gasinu, að ólíft sé í húsunum á köflum, að eigi þýði að kæra yfir þessu til gastsöðv- arinnar, þar fáist eigi ráðin bót á þessum megingöllum. Þessar kærur eru mjög háværar orðnar síðustu 3—4 mánuðina og um auðugan garð að grisja hér í bæ — til þess að fá vitni þess, að sann- ar séu. Það var því sannarlega ekki ófyr- irsynja, að bæjarstjórn tók þetta gas- mál tiJ meðferðar í fyrradag. Var það bæjarfulltrúi Sveinn Björnsson, er hreyfði málinu, ogkrafðist einhverra aðgerða af bæjarstjórnar hálfu til þess að ráða bót á ólaginu. í sama streng tóku svo Tryggvi Gunnars- son, Klemenz Jónsson, Kristján Þor- grímsson, Jón Þörláksson, Pétur Guð- o. fl., og var að lokum samþykt svo- feld tillaga með öllum atkvæðum. »Bæjarstjórnin ályktar að sima þegar Carl Francke svohljóðandi, og krefjast símsvars: Bæjarstjórnin krefst þess af firma Carl Francke, að það sendi hingað tafarlaust á sinn itostnað sérfræðing, er geti fundið út af hverju hið megna ólag á gasfram- leiðslunni stafar og ráðið bót á því. Verði firmað ekki tafarlaust við þessari kröfu, hefir bæjarstjórn ákveðið að útvega hingað sjálf slikan mann og greiða kostnað- inn við það af tryggingarfé því, er Carl Francke hefir sett fyrir tilhlýðilegum rekstri stöðvarinnar«. Menn munu með óþreyju biða svars Francke og frekari aðgerða. Ekki mundi vanþörf á því, að nú pegar væri prentaður leiðarvísir, er fylgdi hverjum gasmæli til þess að kenna fólki að lesa á hann, svo að hver gasneytandi geti sjálfur gengið úr skugga um, hvort gas fer út — þ. er mælirinn sýni gaseyðslu — þótt eigi sé notað til suðu eða ljóss. Þess munu mörg dæmi, að menn hafa orðið að borga gasreikning, þótt ekkert hafi notað gas og er eðlilegt, að öllum þyki það hart. Eú þá er um að kenna óþéttleik gasæða, sem því verður að gera við þegar, Sú hin mikla hækkun, sem sögð er vera alment á gasreikningum síðustu mánuði, getur þó naumast stafað öll af óþéttleik æða. Eti af hverju stafar hún ? Hver getur svarað því? ReykiaYíknr-annálI. Alþýðut'ræðslunefnd stúdentafó- lagsins var endurkosin í fyrri viku á stúdentafundi, (form. er dr. Jón Þor- kelsson). Alþingiskj örskrána eiga að semja þetta ár, ásamt borgarstjóra, þeir Lár- us H. Bjarnaaon og Jón Jensson. Baðhusið, Forstöðumaður þess er af bæjarstjórn kjörinn þetta ár Krist- ján Þorgrímsson konsúll. Á síðasta bæjarstjórnarfundi voru þessi hlutabréf dregin úr til innlausn- ar, nr. 1, 9, 17 og 28. Baldur og Marz nýfarnir að selja fisk í Bretlandi. Fari tóku sór á Baldri: Helgi Zoega kaupm. með syni sínum og Henningsen deildarstjóri hjá Braun. Brunahótavirðingar nýar: Hús Sig. Jónss. Grettisg. 32 kr. 2278 Pósthúsið....................— 62,423 Líkskurðarh. við gamla spít. — 2000 Siáturhús Amunda Árnason- ar Hverfisg. 3B . . . — 1750 Hús Sveins Bjprnss. Hafnar- stræti 22...............kr. 12,048 Ceres fór frá Leith 15. þ. mán. síðdegis. Kemur væntanlega sunnu- dagskvóld, eða mánudagsmorgun. Ellistyrkur. Þeir Pótur G. Guð mundsson, Kristján Þorgrímsson og Lárus H. Bjarnason eru kjörnir af bæjarstjórn til að semja ellistyrktar sjóðsskrá. Fundarstjóri bæjarstjórnar í for- föllum borgarstjóra er kosinn Klemenz Jónsson. Guðsþjónusta á morgun: 1 Dómkirkjunni kl. 12 próf. J. H. kl. 5 Jóh. Þork. í Fríkirkjunni kl. 12 Ó). Ól. Hafnarnofnd. í hana voru kosuir sfðasta bæjarstjórnarfuudi þeir Tryggvi Gunnarsson og Sveinn Björns- son. Bókav. Ssafoldar. 361 Talsími 361. Nægar birgðir af Smjör- og brauðpappír eingöngu ætluðum utan um mat fýrir skólabörn og aðra. Fæst stöðugt í Bökaverzlun Isafoldar. Strákskapur. Hafnargerðin. Skip það er hingað flytur hafnargerðarverkfærin er vænt- anlegt hingað þessa dagana. Styrktar og sjúkrasjóður verzlun- armanna. Aðalfuudur hans var hald- inn þ. 13. þ. m, Sjóður sá er orðinn með öflugustu sjóðum hór, um 42,000 kr. -— Stjórn hans var endurkosin, Sighv. Bjarnason form., Guðm. Olsen gjaldk., Jes Zimsen ritari og þeir Geir Zoega og Eiuar Árnason meðstjórnend- ur. Bruninn á Akureyri. Um hinn mikla bruna á Akureyri 15. f. m. segir svo í Norðurlandi 21. f. m.: »Um upptök eldsins mun ekki annað kunnugt en það, að kviknað hafi í heyhlöðu vestan við vefnaðar- vörubúðina. Um þá hlöðu gekk aðeins einn maður, að þvi er menn vita, snemma um daginn fyrir brun- ann og hefði hann hvorki haft með sér ljós eða ljósfæri. Hlaðan átti að vera lokuð, en þegar að var kom- ið um nóttina, var hún ólæst. Með hvaða hætti kviknað hefir í, er víst óráðin gáta enn og verður liklega lengst«. A Akureyri hefir verið mikið um- tal um þenna bruna, eins og reynd- ar fyrri. Þykir meira en í meðal- lagi grunsamlegt um upptökin. Skrif- að er þaðan hingað af gætnum og skilgóðum manni: »Enginn efar að þar hafi verið kveikt í af ásettu ráði, en ekkert sannast hér, frekar en vant er, hver valdur er að ódæðinu«. Við sama tón kveður í mörgum bréfum af Akureyri. Annars hefir stjórnarráðið settcand. jur. Böðvar Jónsson til þess að yfir- heyra nokkur vitni, en prófin i mál- inu munu enn vera ókomin til stjórnarráðsius. í blaðinu Vísir stóð i gær aug- lýsing um dansleik á Seltjarnarnesi og var meðal annars visað tii mín utn aðgöngumiða. Eg skal leyfa mér að lýsa því yfir, að auglýsing þessi er blekking ein, og sýnilega sprottin af strákskap, þótt óskiljan- legt sé, hvað nokkrum manni hafi getað til gengið. En það má þokka- piltur sá eiga vist, sem valdur er að þessu, að reynt verður af ítrasta megni að komast eftir, hver hann er, og verður hann þá að sjálfsögðu látinn sæta ábyrgð fyrir tiltækið. Ráðagerði 17. jan. 1912. Oddur Jónsson. G&iBliufyrirfesfur i cSefeí sunnudag 19. jan. kl. 6l/a siðd. Efni: Spádómur ogfagnaðarboðskapur Hið mikla strið milli Krists og djöfulsins, milli ijóssins og myrkurs- ins, milli sannleikans og villunnar, lýst í Opin. Kap. 12. Myndir verða sýndar fyrirlestrin- um til skýringar. Allir velkomnir. O. J. Olsen. Atvinna! Ungur gagnfræðingur óskar eftir atvinnu við verzlun eða skrifstofu- störf, helzt nú þegar. Nóg meðmæli. Tilboð merkt 101, sendist í lokuðu umslagi, afgreiðslu ísafoldar. JTlóíorbáíur fæst með mjög góðu verði. Menn snúi sér til verzl. Edinborg i Reykjavík.

x

Ísafold

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ísafold
https://timarit.is/publication/315

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.