Ísafold - 01.02.1913, Blaðsíða 2

Ísafold - 01.02.1913, Blaðsíða 2
34 ÍS AFOLD Samgöngur — Ógöngnr. Orð í belg frá Karli í Koti. I. Um hina nýju samgöngu samninga er sumir kalla ógöngusamnint?a — virðast allir á eitt mál sáttir, að þeir séu mjög illkingjanlegur kökkur fyrir þjóðina — kaleikur, sem mildð hefði verið unnið við, að hjá hefði liðið. Landstjórnin hefir hlotið þunga áfellisdóma fyrir að hafa gengið að svo óhagfeldum samningum fyrir vora hönd — og það eigi að rauna- lausu. Því hefir verið haldið fram hér í blaðinu, að betra hefði verið að verða af strandferðum þetta ár, heldur en að ganga að afarkostum Sam.fél. Þessum aðfinningum hefir Lögrétta tekið að sér að svara fyrir ráðherr- ans hönd, m. a, með því, að reyna að gera sem minst úr aukagjaldi því, er á landsmenn legst fyrir hin hækk- uðu flutnings- og farþegagjöld. En blaðið hefir eigi látið sér nægja það, heldur reynt að bera blak af núver- andi stjórn, með því að skella skuld- inni fyrir hvernig nú sé komið á látinn mann, Björn heitinn Jónsson ráðherra. Og heyrst hefir, eftir skilríkum mönnum, að sjálfur ráðherrann hafi gerst meðflutningsmaður Lögréttu- ritstj. að þessum ásökunum á fundi í félaginu Fram nýlega. Eg sé, að ísajold hefir í síðasta blaði bent á hversu ómaklegar þess- ar ásakanir séu, en mér finst svo mikið ranglæti haft í frammi hér við minningu B. J.. að eg get eigi bund ist þess að fara frekara út í þá sálma. Vítin, sem B. J. á að hafa gerzt sekur um, þau, er nú eiga að valda samgöngu-ógöngu-öngþveitinu, telur Lögr. vera, að hann eigi samdi við Sameinaða jélagið eitt árið 1909. Þá hefði aldrei komið til samningarift- inga á miðju tímabili o. s. frv. Það hefir þegar verið bent á það hér í blaðinu, að ef B. J. hefði farið eftir þeim ráðum, sem Lögr. nú, ÝU ári seinna kemur með, — þá hejðum vér alls eigi jengið Hamhorgarjerðirn- ar, svo afar-mikilsverðar sem þær eru að dómi allra, sem vit hafa á. Þær vildi Sam.fél. með engu móti að sér taka, af því taldar voru gagn- stæðar dönskum hagsmunum. En af því leiddi aftur, að eigi var hcegt Eydölum, og kona hans Vilborg Eiríksdóttir. Hann var snemma settur til náms, kom í skóla 1849. Kom þá brátt í ljós, að hann var sérlega hneigður fyrir tungumálanám. Lagði hann þá þegar mikla alúð við latínu og grísku. Hann útskrifaðist 1856 með bezta vitnisburði. Því næst var hann um eins árs skeið kennari á ísafirði, en fór á prestaskólann haustið 1857 og útskrifaðist þaðan með lofs- einkunn 1859. Sama árið og hann fór á prestaskólann kvongaðist hann Sigríði Einarsdóttur frá Brekkubæ. Lifir hún mann sinn og er nú komin yfir áttrætt. Eiríkur varð fyrst skrifari hjá land- fógetanum og bæjarfógetanum hér í Reykjavík, Vilhjálmi Finsen, og var það til 1862. Þá kom til íslands merkur Kvekari enskur, Isak Sharp, sem Brezka og erlenda biblíufélagið hafði falið að grenslast eftir, hvort ekki væri þörf á að prenta upp ís- lenzku biblíuna. Kom tungumála- þekkingin Eiríki nú í góðar þarfir. Hann gat þá þegar talað svo ensku, að hann varð túlkur og fylgdarmað- ur mr.' Sharps um sumarið hér heirna að gera 10 ára samning, heldur að eins tveggja ára, með þvi að leyfið til að gera 10 ára samning; var bund- ið þvi skilyrði, að Hamborgarferðir fengjust. Hjal Lögréttu bér að lút- andi er því þegar af þessari ástæðu — alveg út í loftið. En það var meira í húfi en Ham- borgarferðirnar, ef B. J. hefði samið við Sameinaða félagið eitt. Þá hejðu eigi heldur jengist ácetl- anabundnar Thorejerðir. Meira að segja alls eigi að vita, nema sam- kepni Thorefélagsins hefði alveg horfið úr sögunni, skip þess verið látin sigla annarsstaðar, þar sem þau hefðu betur borgað sig. Sú hætta var yfirvofandi, ef samið hefði verið við annað félagið aðeins. En fyrir hana var einmitt girt með ráðstöfunum B. J. og samkepni trygð með því að semja við bœði félögin. Að halda því fram á hinn bóginn að B. J. hefði átt að sjá það fyrir árið 1909, að Thorefélagið mundi ekki geta staðið við samningana,held- ur verða að biðja um uppgjöf þeirra, og að þeirri óframsýni hans sé það að kenna, hvernig nú er komið — til þess þarf meira en meðal-dirfsku. Og vert er að benda á það, að eigi heyrðist eitt orð um það í Lögr. fyrir 31/2 ári að Thorefélagið myndi eigi standa við samniuginn. Þá var fárviðrið þvert á móti mest yfir því, að vér skyldum þurfa að búa við þessa örgu samninga 10 löng ár. Nú, er forlög Thorefélags hafa fært oss að höndum riftingu samninganna miklufyr, erfárast yfir því, að samning- unum,erfyrir þremárum þóttuóalandi og óferjandi, skuli verða að rifta! Það er ekki svo gott að botna í svo óviðjafnanlegu hugsanafestunnar kviksyndi. . Hér hafa þá verið leidd rök að því, hversu ómaklega Lögr. reynir að skella skuldinni á Björn heitinn Jónsson. Mundi hafa verið nær fyrir blaðið að athuga úr hvaða efni hús það er, sem það hefir kastað steininum úr. Hvað mundi hafa mest um valdið, að Thorefélagið gat eigi staðið við samninga sína? Það þarf víst eigi að fara í neinar grafgötur um það. Mest hafa óefað hinar sífeldu, taum- lausu ofsóknir, er félagið varð fyrir hér á landi gert því erfitt fyrir — ofsóknir, er keyrðu svo úr hófi, að og var síðan valinn til þess af hon- um (í samráði við Pétur biskup, að því er eg hygg), að fara til Eng- lands, til þess að lesa prófarkir af íslenzku biblíunni, sem þá var af- ráðið að prenta skyldi í Lundúnum. Stóð prentunin yfir full 3 ár, svo að vinnan var fremur hæg við próf- arkalesturinn, en næðið gott til náms. Og ekki var verið að rígbinda hann við að vera í Lundúnum. Meðan á verkinu stóð, sat hann stundum á Frakklandi og stundum á Þýzkalandi, og prófarkirnar voru sendar þangað. Þessi ár uotaði hann því bæði til þess að skoða sig um og til þess að læra frönsku og þýzku í heimalönd unum sjálfum. Enda talaði hann báðar þær tungur jafnan síðan. Síðan vorið 1866 var hann ávalt búsettur á Englandi. Arið 1871 varð hann bókavörður við háskólabókasafnið í Cambridge og gegndi því embætti jafnan síðan, unz hann fékk lausn frá því fyrir eitthvað 3 árum. En háskólinn veitti honum sérstök eftirlaun. Það þótti mikið happ, er hann hlaut það embætti. Sjálfur sagði Lögrétta eggjaði kaupmenn lögeggjan að flytja eigi neitt með §kipum fé- lagsins I Sennilega vili T.ógr. eigi gera svo lítið úr sínum eigin áhrifum, ajð sú lögeggjan hafi engan ávöxt borið. En um leið játar þá blaðið sinn þátt i því að hafa fært yfir höluð þjóð- inni samgöngu ógöngur þær, sem nú er komið í. Ef landsmenn hefðu einhuga stutt Thorefélagið, eins og vera bar, má fullyrða, að aldrei hefði til þess kom- ið, að það hefði þurft að fá uppgjöf samninganna. Þá hefðum vér öll þessi 10 ár grætt árlega ekki tugi, heldur hundruð þúsunda á samkepn- inni, sem trygð var milli félaganna, í stað þess, að nú vinna félögin sam- an að því að hækka farm- og far- gjöld, og landsmenn súpa seyðið af — svo sem marglýst hefir verið. II. Úr því að eg er kominn á stað — langar mig og til að minnast ofboð- litið á nokkur afskifti ráðherra af þessum nýju samningum. Eg tók eftir því í Isajold um dag- inn, að mælst var til þess, að ráð- herra skýrði frá því, hvort hann hefði snúið sér annað en til Sam.fél. til þess að fá tilboð, en eg hefi hvergi séð gerða grein fyrir því. Mundi það vera svo að skilja, að um það fáist engin skýrsla? Annað atriði er það og, sem eigi hefir verið bent á i þessum umræð- um, að því er eg minnist. Eg man eigi betur en að Thore- félagið lofaði að halda uppi sam- kepni við Sam.félagið í millilanda- ferðum, ef gefnir væru upp samn- ingarnir. Ef svo var, virtist liggja nærri, að því yrði haldið að félaginu af ráð- herra og uppgjöfin bundin við það, að sú samkepni yrði meira en á papp- írnum þ. e. að krajist vceri að jélagið yrði að halda sömu kostum og hingað til. Að því hefði verið samkepni- bragð — svo mikið, að Sam.fél. hefði sjálfsagt verið neytt til að breyta í engu sínum töxtum — og með því öllu verið bjargað. En hefir þetta verið gert? Svo munu margir spyrja — og því æði æskilegt að fá vitneskju um það. Og að lokum fyrirspurn til Lögr. Hún segir, að öllu hefði verið borgið nú, ef B. J. hefði samið við Samein. fél. eitt; 1909 — þá engin breyting orðið. hann mér, að hann ætti mest sitt lán biblíunni að þakka, »blessaðri gömlu bókinni*, eins og hann að orði komst. Hún varð þess valdandi, að hann kyntist Sharp og fór til Eng- lands, og mr. Sharp mun hafa átt drýgstan þáttinn í því að koma Eiríki að bókavarðarstárfinu. Mr. Sharp þekti hæfileika hans og hafði tekið mikilli trygð við þau hjónin. Komu þau sér einkar vel meðal Englendinga og eignuðust marga vini. En um engan þeirra hefi eg heyrt þau tala jafnhlýjum orðum og mr. Sharp. Eiríkur sagðist blátt áfram telja hann heilagan mann, og hann gat orðið klökkur, er hann sagði mér frá honum. Töldu þau hjónin það hátíð á heimili sínu, ef þau gátu fengið hann til að heimsækja sig og dveljast hjá sér nokkra daga. Hann var eins konar trúboði og ferðaðist viða um lönd. Arið 1878 var Eiríkur gerður »Master of Arts« (meistari) við há- skólann sakir , verðleika og honum veitt öll háskólaréttindi. Sama ár fékk hann vísindafjárstyrk, til að ferðast um Norðurlönd og rannsaka ------- ■ ■■■■■■ ■ ■ 1 .................— En hver trygging er fyrir því, að núverándi ráðherra vor hefði eigi fengist til að breyta peirn samningi, er gerður var við það eitt — úr því að hann, að því er virðist að þarf- lausu, fekst til að breyta samningn- um 1909? Blómsveigasjóöurinn. Kona í Austurbænum á ungan son og efnilegan, sem henni er afar kær. Nú bar svo við skömmufyrir jólin, að drengurinn sýktist og veikin fór versnandi dag frá degi, svo að móð- irin varð hrædd um lif hans og sem örvita af hræðslu og harmi. — Með ósigrandi afl kom henni nú í hug »Blómsveigasjóður Þorbjargar Sveins- dóttur«, og hún hét á hann í þeirri von, að drengnum yrði lengra lifs auðið. — Þá leit guð á barnið og því batnaði. Þetta er í fyrsta skifti sem heitið 'hefir verið á sjóðinn, og sagan er áreiðanlega sönn. Kona. Fjármál landsius vmru til umræðu í stúdentafélaginu í fyrrakvöld. Ræður fluttu: form. fél. Halldór Jónasson cand., Páll Torfason, er flutti langt erindi um endurbætur á fjármálafyrirkomulaginu m. a. með stofnun allsherjar þjóðbanka í mörg- um deildum —, Björn Kristjánsson, Guðm. Hannesson prófessor, Indriði Einarsson skrifstofustjóri og Bjarni frá Vogi. Bráðlega mun fundur haldinn af nýju i félaginu og mun Björn Kristjánsson flytja inngangserindi um bankamál 'vor. Stúdentafélagið blómgast mjög vel í vetur, hefir tekið á dagskrá ýms þjóðnytjamál og fundir verið fróð- legir og skemtilegir. Prestskosping fór fram á Hólmum í Reyðarfirði snemma í vikunni. Flest atkvæði hlaut Þórður Oddgeirsson aðstoðar- prestur í Sauðanesi : 67. Næstur honum fekk sira Benedikt Eyólfsson 3 5 atkv. Ennfr. fekk síra Ólafur Stephensen 19 atkv. og síra Arni á Skútustöðum 5. Kosningin er eigi lögmæt, þar eð enginn hefir fengið helming greiddra atkv., en venjan hefir verið sú að veita þeim, er flest atkvæði hefir fengið. rúnastcina, og á þeirri ferð lærði hann svo vel að tala sænsku, að innbornum mönnum þótti bera frá. Ritaði hann eftir það ýmsar ritgerðir um rúnir í ensk vísindarit. Eirikur kyntist snemma enská skáldinu William Morris, og sumarið 1871 kom hann með honum hingað heim til íslands og ferðaðist víða um landið með honum, og tveim öðrum Englendingum. Þeir Eirík- ur og W. Morris voru aldavinir og unnu mikið saman, unz Morris andaðist 1896. Þeir þýddu á ensku í félagi og gáfu út ýmsar fornsögur vorar, svo sem Grettis- sögu, Gunnlaugssögu Ormstungu, Hænsaþórissögu, Bandam.sögu og Eyrbyggju. Enn fremur Tómassögu erkibiskups og Heimskringlu o.m.fl. Áður hafði Eiríkur þýtt á ensku úr- val íslenzkra þjóðsagna úr þjóðsög- um Jóns Árnasonar og gefið út með Georg Powel (2 bindi). »Lilju« gaf hann og út með þýðingu í ljóðum. Á íslenzku þýddi hann »För píla- grímsins* eftir Bunyan og »Storm- inn« eftir Shakespeare. Auk þess ritaði hann fjölda rit- gerða um norræn vísindi, sem hér Erl. símfregnir. Khöfn 31. jan. 1913. Ófriður af nýju! Vopnahlónu er slitiö. Stríðið getur byrjað á mánudag. í svari sínu slógu Tyrkir úr og í. Ný stjórn í Noregi. Gunnar Knudsen er orðinn yfirráð- herra og landbúnaðar. Castberg verzl- unarráðherra og Ihlen utanríkisráð- herra. Bændanámsskeið á Hyanneyri. Dagana 9.—16. febrúar stendur bændanmásskeiðið það. Auk kennara skólans flytja þar erindi þessir menn: Guðm. Finnbogason dr. phil., Gísli Guðmundsson gerlafræðingur, Magn- ús Einarssou dýralæknir, Sigurður Jónsson frá Yztafelfi og Sig. Sig- urðsson búnaðarráðunautur. Miklu fleiri hafa sótt um að komast á námsskeiðið en hægt er að taka móti. Þó verða aðkomumenn á Hvanneyri að staðaldri 60—70 manps, meðan á námsskeiðinu stendur. í fyrra fór sú tala síðasta daginn upp yfir 300. --------"Tr-.........— ísafoldar númerin 3, 4, 5, 6 og 7 á þessu ári verða keypt á afgreiðslu ísafoldar — og eru þeir, sem kynnu að vilja selja þau beðnir að snúa sér þangað sem jyrst. Misþynning Kaþólskir trúboðar á holdsvoik- j Kina hafa flutt hroða um monnum. '. frettir af misþyrming- um þeim, er holdsveikir menn verði fyrir þar i landi. í einu þorpi voru allir holdsveikir menn, 39 talsins, teknir og farið með þá út fyrir bæ- inn að dýki einu, er fleygt hafði verið í miklu brenni og steinolíu helt á. Var síðan kveikt í brenninu og hinum holdsveiku mönnum hrint á eldinn — með reiddum byssum og brendir á þessu báli í augsýn áhorfenda svo þúsundum skifti. yrði of langt upp að telja. Mun þeirra flestra getið í einkar rækilegri grein, er kaupmaður Ben. Þórarins- son hefir um E. M. skrifað í III. árg. Óðins, 11. blað. Eiríkur Magnússon unni mjög skáldskap og var sjálfur skáldmælt- ur; orti hann bæði á íslenzku og ensku. Af öllum skáldum held eg að hann hafi unnað Runeberg heitast, enda þýddi hann ýms af kvæðum hans á ensku og gaf út. í viðtali sínu við menn þreyttist hann aldrei á að lofa Runeberg, og þegar eg síðast heimsótti hann(i9io), var hann að lúka við þýðingu á »Kung Fjalar«. — Hann var afburða- vandvirkur í þýðingum sínum, en ekki sagðist hann hafa vandað sig eins á neinu og ensku þýðinguuni, er hann gerði af »Alteins og blómstrið eina«. Hana hafði hann í smíðum meira en ái- Enda minnist eg ekki að hafa séð jafn nákvæma þýðing af nokkuru ljóði á nokkurri tungu. Þar er hver hugsun frumsálmsins nákvæmlega þrædd, og svo að segja hverju orði til skila haldið. Hin mikla lotning, er hann bar fyrir

x

Ísafold

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ísafold
https://timarit.is/publication/315

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.