Ísafold - 12.02.1913, Blaðsíða 2

Ísafold - 12.02.1913, Blaðsíða 2
46 ÍSAFOLD sigraði í Zferíy-kapphlaupinu, að fá ríkasta kvonfang á Englandi og að verða æðsti maður ríkisins. Allar þessar óskir fekk hann uppfyltar. — Hestinn átti hann, er eitt sinn hlaut verðlaun í Derby-kapphlaupi, hann kvongaðist dóttur Rothschilds hins auðga, og hann varð forsætisráðherra Englands 1894, en ekki hélt hann því embætti nema tæpt ár. Á næsta ári þar á eftir sagði hann af sér stjórn frjálslynda flokksins, og hefir síðan ekki unað neinum flokksbönd- nm. Finnur hann að við flokkana á víxl, og eru orð haas jafnan mik- ils metin, en of langt yrði hér að segja stjórnmálasögu hans, sem bæði er mikil og merkileg. Rithöfundur er hann talinn all merkur; hefir ritað bækur sögulegs efnis (um Napóleon mikla á St. He lene, William Rtt, Robert Peel o. fl.) Skaðlegt tómlæti. Þau heimili eru mörg hér í bæn- um, eins og kunnugt er, sem fram fleytast einungis á daglegum hand- afla húsbóndans. Með iðjusemi og dugnaði mannsins og sparnaði og hagsýni konunnar fer þetta vel hjá mörgum, jafnvel þótt barn sé á hverj- um fingri, sem kallað er, meðan eng in óhöpp bera að höndum. En fyrir þessi heimili má ekkert leggjast, þá er voði fyrir dyrum, neyð og margföld vandræði. Verði húsbóndinn sjúkur eða meiði sig, þá tekur fyrir allar tekjur heimilisins, og það er ekki alt þar með búið. Ný útgjöld koma, sem heimilið hafði ekki áður af að segja, svo sem læknishjálp, meðöl og máske löng vist í sjúkrahúsi. Svipað verður uppi á teningnum, ef konan fer í rúmið; maðurinn verður þá oft að sinna hennar störf- um, hugsa um börnin, hjúkra kon- unni og margt annað fleira. Verði börnin veik, verður máske atvinnumissirinn minni, en útgjöldin geta orðið alveg þau sömu. — A þennan hátt hefir margt heimilið farið yfir um, sem vel bjargaðist, meðan alt var óhappalaust. og niður á við hefir allur fjöldinn engin önnur trúarbrögð«. Hvernig er ástatt með oss, ef vér berum oss saman við þessa Austur- landabúa. Vér eigum þau föng, sem úr á að vinna og eru þau að sumu leyti hin beztu. Vér erum gæddir hugrekki, gáfum og þreki, en þegar á að fara að neyta þessara hæfileika, fer svo ósköp mikið af afli forgörðum. Sé á þetta litið frá sjónarmiði stjórnmálanna, þá byrjum vér og endum með flokkadrætti. Allir keppumst vér við það að kom- ast sjálfir eða korha leiðtogum vor- um í embætti og sýslanir, eða að reka aðra úr þeim. Þetta er ekki af þjóðræknis skorti. Síður en svo. Vér höfum drukkið það inn með aldarandanum að þetta sé þjóðrækni, þetta og annað ekki. En gefum vér oss tíma til að hugleiða afleið- ingarnar, gróðann af miljónum orða, orða, orða, gagnið af miklu kapp- ræðunum, óþrotlegum atkvæðagreiðsl- um og fjörugu leiðarþingunum ? Skelfing getur eftirtekjan verið lítil. »Hungruð hjörðin horfir á málþola*. En Brown hefir flutt bituryrta ræðu, Jones hefir aldrei verið jafnsnjall og í þetta sinn, Robinson hefir ekki tekist eins vel upp eins og'vænta mátti af honum, og svo hverfum vér aftur frá löngu fundarskýrslun- um í blöðunum tll daglegra starfa, Hver ráð eða hvaða vegir eru þá framundan, þegar veikindi eru búin að sverfa á einhverja þessa leið að heimilinu ? Þegar litið er lánstraustið, og svo er oft hjá efnalitlum fjölskyldu- mönnum, þá eru vegirnir ekki nema tveir. Annar er sá, að fara til fá- tækrastjórnarinnar og biðja um fá- tækrastyrk; og fæstum þykir sú leiðin fýsileg, þótt margir neyðist til að fara hana, þegar öll önnur sund eru lokuð. Hin er sú, að senda út gjafa- lista og biðja góða menn að rétta heimilinu hjálparhönd. Og þann vitnisburð eiga Reykvíkingar skilinn að mínum dómi, að þeir eru manna fúsastir að hjálpa, er á liðsinni þeirra er heitið; það sannar margföld reynsla. En hitt veit eg, að hvor leiðin af þessum tveimur, sem farin er, þá er hún mörgum manni krossferill og hörmungabraut. Margan hryllir við að >fara á sveitina* með sig, konuna og börnin; og margur verð- ur að ganga frá sjálfum sér, áður en hann sendir aðra út til að beiðast gjafa fyrir sína hönd. Heilsan er aleiga sumra heimil- anna hér í bænum og hyrningarsteinn þeirra; ef sá hyrningarsteinn raskast, þá er heimilið um koll. Með þetta fyrir augum skyldu menn nú ætla, að hér í Reykjavík mundu menn taka því tveim hönd- um, ef einhverra viturlegra ráða væri í leitað til að firra heimili manna vandræðum af hendi sjúkdóma og meiðsla. Já I Svo skyldu menn ætla. — En raunin hefir þó orðið önnur. Við erum, því miður, nokkuð mikið hneigðir fyrir »að láta reka á reiðan- umt. Hinn 12. sept. 1909 var félag eitt sett á stofn hér í bænum, sem heitir »Sjúkrasamlag Reykjavíkur*. Aðal- markmið þess er, að veita mönnum gegn afarvægu gialdi eða tillagi hjáíp í veikindum. En of litla athygli hafa menn veitt þessu félagi, og of- lítið notað það. Eftir þriggja ára starfsemi eru samlagsmenn ekki orðn- ir nema um. það bil 160, auk barna, sem njóta styrks af félaginu. Hvað mun valda, að menn sinna ekki þessum þarflega félagsskap meira en þetta? Ókunnugleiki hjá sumum, fátækt hjá öðrum og tómlæti og hirðuleysi hjá mörgum. Nú má spyrja: Er það mikils virði, að ganga í þenna félagsskap? Veitir hann þá hjálp, sem tilvinnandi er að kaupa? Þeim spurningum skal svarað með þrem sönnum dæmum, sem gerðust á árinu 1911; þau sýna rækilega, hvílík afar-hlunnindi félag þetta veitir meðlimum sínum, ef þeim bera veik- indi að höndum. 1. Hjón með þrem börnum greiða 1 kr. 30 aura á mánuði, eða i^kr, og 60 a. það ár. Heimilið er efna- lítið og atvinnulítið. Veikindi koma upp á heimilinu, svo það notar 183 daga í sjúkrahúsi. Sjúkrasamlagið borgar úr sjóði sínum fyrir heimili þetta: Læknishjálp með kr. 12,00 Meðöl með ... — 12,35 Sjúkrahúsvist og hjúkrun með . . — 276,00 eða samtals kr. 300,35. Þessa stórkostlegu hjálp fær heim ilið á einu ári fyrir kr. 15,60 árlegt iðgjald. 2. Hjón með einu barni voru í Samlaginu 8 mánuði af árinu 1911 — og eru auðvitað í þvi enn. — Þau greiða 1 krónu á mánuði, eða 8 kr. þetta umrædda ár. Fyrir þetta 8 króna gjald borgar Samlagið fyrir heimilið á þessu ári: Læknishjálp með kr. 28,00 Meðöl með ... — 14,05 • eða samtals kr. 42,05. 3. Hjón með 4 börnum borga 1 kr. 25 a. á mánuði eða 15 kr. um árið. Konan veikist og liggur 10 daga í sjúkrahúsi; fleira af heimilis- fólkinu veikist líka. Samlagið borg- ar fyrir þetta heimili: Læknishjálp með kr. 26,00 Meðöl með ... — 14,06 Dagpeninga með — 5,00 eða samtals kr. 45,00. Slík hlunnindi fylgja því að vera í félagi þessu, ef veikindi ber að höndum. Og þó eru þeir svo ó- hæfilega fáir, sem félagsskap þessum sinna. Fyrir það sama á hann líka erfiðara uppdráttar en vera ætti, og og erum furðu ánægðir með sjálfa oss. Og gamla ríkisvélin hriktir áfram. Ef satt skal segja er flokkaskift- íngin þjóðarböl, þó það sé líklegt eða jafnvel mjög sennilegt, að hjá því verði ekki komist. En böl er hún engu að síður. Það er bölvun lands vors að svo margir menn, einkum þeir sem hátt eru settir, skuli dýrka hana eins og goð. Hún hefir náð svo miklum tökum á þjóð- félaginn að jafnvel þeir, sem skömm hafa á henni, telja hana eins óum- flýjanlega eins og þokuna, svo óum- flýjanlega að ekki sé hugsandi til þess að gera neitt án hennar. Og þó dregur flokkadrátturinn úr áhrif- um framkvæmdanna. Hann fælir marga menn með mikils verðum hæfileikum frá þátttöku í alþjóðar- málum. Vegna hans kemst ekki sá maðurinn að, sem mesta hefir hæfi- leikana, heldur sá sem ^kjósanlegast er að velja frá sjónarmiði ^flokksins — og mjög oft sá sem sízt skyldi. Til nytsamra framkvæmda þarf stjórn hæfasta mannsins. Flokkurinn lætur sér liggja í minna rúmi um hæfi- leikana, þó ekki sé svo að skilja að hann sækist eftir smámennum, en af þeim fáu sem hentugt er úr að velja, er það undir atvikum komið hvort hann velur sæmilega hæfa menn eða lítt hæfa. Framkvæmda- mesta og glæsilegasta ráðuneytið, er verið hefir í þessu landi er aug- ljóst dæmi þessa. Störfum forsætis- ráðherrans var skift á milli tveggja manna og nákvæm aðgreining gerð milli starfa þeirra. Annar átti að hafa á hendi flokksstjórn og em- bættaveitingar og var sú staða falin hertoganum frá Newcastle, en hinn störf og framkvæmdir þjóðfélagsins, og yfir það starf var settur Pitt (hinn eldri). Með því að losa sig þannig við hinar lítilsverðu flokks- áhyggjur fekk Pitt það frjálsræði, er hann þurfti, til þess að gegna þörf- um þjóðfélagsins. Félagi hans i forsætisráðherra stöðunni skipaði biskupa og prófasta, hershöfðingja og aðmírála, og veitti alls konar sýslanir jafnvel tollþjónunum, en hann sjálfur lagði á ráðin um sigur- vinningar. Með þessari heppilegu tvískiftingu voru þjóðfélagsstörfin að- greind frá umboðsstjórninni, fram- kvæmdirnar leystar úr flokksbönd- um. Arangurinn varð sá, að vér hlutum happasælustu stjórnina, er segir frá í sögu vorri. Og þó hefir enginn reynt að líkja eftir henni, né gerst eftirmaður hennar. En samt er það svo, að ef flokkaskift- ingin er óumflýjanleg, ættu þó ein- hver ráð að vera til þess að komast hjá því böli, sem henni er samfara. Vafalaust má segja, og það með nýtur þó 240 kr. styrks úr bæjar- sjóði og 127 kr. styrks úr landssjóði um síðastliðið ár. Sjúkrasamlag Reykjavíkur hefir þ#nn afar-loflega tilgang, að girða fyrir og útrýma vandræðunum og eymdinni, sem oftast er förunautur veikindanna á mörgum heimilum, og forða mönnum frá að »fara á sveitina*, þótt heimilisfaðirinn eða húsmóðirin veikist um tíma. En af þeim 12 þúsundum manna, sem eru í bænum, eru einir 160 — skrifa og segi: eitt hundrað og sex- tíu menn — auk barna, sem enn hafa fengist til að sinna þessum fé- lagsskap. »Menn geta ekki«, munu menn máske svara. Jál Það er nú svo hvert mál sem það er virt. Sumir geta ekki, það er satt; en miklu fleiri geta en gera, það er jafnsatt. Það sem margur lætur fyrir 3 kvöld í Bíó, eða fyrir 1 flösku af brennivíni, eða fyrir 1 kvöld í leik- húsinu er sæmilegt mánaðargjald til að tryggja hvert meðal-heimili gegn neyð og vandræðum af völdum veik- inda; og reynslan sýnir, að þá, sem langar í hressingu, brestur sjaldnast aurana, og eins hitt, að ekki þarf að loka skemtistöðum bæjarins fyrir auraleysi almennings. Sannleikurinn ómótmælanlegi er þetta, að miklu, miklu fleiri geta gengið í Sjúkrasamlag Reykjavíkur heldur en gera; og sannleikurinn er engu síður sá, að þeir, sem geta það, eiga að gera það. Þjóðarheillin eykst og þjóðarblessanin eflist við hvern mann og hvert heimili, sem tryggist gegn þvi óláni, þeirri hörmung, að fara á vonarvöl. Því vil eg nú beina þeirri alvar- legu áskorun til allra þeirra, sem með nokkru móti geta, að þeir gangi i Sjúkrasamlag Reykjavíkur, og geri það tafarlaust. Nú fara sjómennirnir að láta frá Iandi, þeir skilja eftir konur og börn, foreldra og unnustur. Hversu glað- ari og ánægðari hljóta þeir ekki að fara út á sjóinn, ef þeir eru sér þess meðvitandi, að þeir hafa trygt þessa ástvini sína gegn sjúkdómum, meðan þeir eru að heiman, ef heimilisfeð- fullum sanni, að flokkaskiftingin óskýrist til muna á meðal vor, að hún verður á minni og minni fök- um bygð, að merkjasteinar flokkanna eru á sífeldum flutningi. Þetta er þó minna um vert. Ætíð eru flokka- drættirnir nógir til þess að tefja fyrir og það sem þarf að gerast á að ger- ast fljótt. En þrátt fyrir alt, verði flokkaskiftingin umflúin í einni mynd, kemur hún fram í annari mynd. Er þá til nokkurs, munu menn spyrja, að brjóta úr sér tennurnar í steini sem ekki verður klofinn? Flokka- drátturinn verður ekki upprættur fremur en loftslagið. Hann er hluti í siðferðislegu loftslagi voru. Við það skal kannasi. En þó er engu að síður nauðsynlegt að benda á, að hvenær sem eitthvað á að gera, verður framfaraviðleitnin fyrir hinum ógurlegasta farartálma af völdum flokkadráttanna. Víst hefir verið nóg um flokka- skiftingar í Japan. En þar stefnir þó ekki til aðgerðaleysis, heldur í aðra átt. Þar sýnist vera kapphlaup um að ná markinu og vinna sigur- laun framkvæmdanna. Flokkarnir í Japan fara auðsæilega með umboð þjóðar, sem er ráðin í því að gera eitthvað. Þar er rnunurinn á þeim og oss. Því vér erum ekki önnum kafnir við framkvæmdirnar. Oss hefir famast svo vel af öðrura ástæð- urnir vita, að konan þarf ekki ann- að en senda eftir lækni og meðölum ókeypis, í hvert sinn sem einhver verður veikur á heimilinu, getur jafn- vel iagst í sjúkrahúsið með alt heim- ilisfólkið, ef t. d. taugaveiki kemur upp á heimilinu, alt á kostnað Sjúkra- samlagsins! Meira að segja, hver ungur og einhleypur maður og hver ung stúlka á að verja nokkrum aur- um á mánuði til að tryggja sér þessa hjálp, því sorgleg reynsla sýnir, að heilsa margs af unga fólkinu er á æði völtum fæti; en það er hryggi* leg tilhugsun fyrir ungt fólk, aði verða máske á bezta og blómlegasta æfiskeiði annara handbendli eða jafn- vel fara á sveitina vegna veikinda. Bezta hjálpin er ætíð sú, sem menn veita sér sjálfir, og í Sjúkrasamlagi Reykjavíkur er mönnum gefinn kostur á að hjálpa sér sjálfir, með þeim kjörum, sem fæstum eru frá- gangssök, ef viljinn er góður. Hér i bænum eru mörg góðgerða- félög, sem árlega gera mörgum heim- ilum mikið gott. Eg vil sérstaklega vekja athygli þessara góðu félaga á þessu alvörumáli; eg vil benda þeim á, að ein allra bezta hjálpin, sem þau geta úti látið, er að hjálpa fátækum heimilisfeðrum til að geta trygt heim- ili sin, konu og börn gegn veik- indum í Sjúkrasamlagi Reykjavíkur. Og einmitt í sambandi við þetta vil eg taka fram, að konur þeirra manna, sem eru í samlaginu, fá 10 krónur úr sjóði þess í hvert skifti sem þær ala barn, þótt engin önnur veikindi sé um að tala á heimili þeirra; þetta er gert til að tryggja konum félags- manna góða aðhjúkrun í sængurleg- um. Þessa bið eg konurnar í góðgerða- félögum bæjarins að minnast. Að síðustu vil eg taka fram, að allar upplýsingar um Sjúkrasamlag Reykjavíkur er að fá hjá hr. Guðbirni Guðbrandssyni bókbindaia, Lækjar- götu 6 (Félagsbókbandinu), og hjá læknum Samlagsins. Reykjavík 10. febrúar 1913. Ólaýur Olafsson frikirkjnpr. um, að vér erum hírðulitlir um þær. Vér lítum á flokka vora eins og væru þeir merkilegur hópur skylm- ingamanna. Og traustið er það fast að vér hyggjum ¦ að hinum mundi farast enn ver en þeim, sem vér höfum, og þvi höldum vér þeim, hverir sem þá eru við völdin. Mögu- leikanum þeim, að vér fáum stjórn, er verði leiðarsteinn og fjörgjafi þjóðlifsins, stjórn sem afkasti stór- virkjum fyrir þjóðfélagið og blási því í brjóst stórfeldum hugsjónum, þeim möguleika höfnum vér með nokkurskonar örvæntingu. Vér vit- um það of vel, að þó að ráðgjafar vorir taki til starfa með brennandi áhuga og fjöri, þá missum vér þá bráðlega inn i hið villugjarna og ógreiðfæra völundarhús þingþrætunn- ar og að því þreki, er þeir kunna að eiga eftir, er þeir sleppa út úr því, verða þeir að verja til barátt- unnar fyrir tilveru sinni á ræðu- stólum víðsvegar um land. Og þó er nóg að gera, sem bráð- liggur á að gert sé, sem ekki þolir neina bið, störf sem að kalla og ekki verða leyst af hendi nema með margra ára striti, og það þó þingi væri frestað og enga ræðu þyrfti að halda. En þingið þarf að halda og ræður þarf að flytja. Vér ættum þó að minsta kosti að læra það af Japan, hvernig vér eigum að halda við fram- kvæmdaþróttinum, þrátt fyrir flokka- skiftinguna. Annað gagnlegra gæti það land ekki kent oss.

x

Ísafold

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ísafold
https://timarit.is/publication/315

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.