Ísafold - 26.02.1913, Blaðsíða 2

Ísafold - 26.02.1913, Blaðsíða 2
62 ISAFOLD er um rúma 3 mánuði að tefla. Skekkjan, jöfnuð á hvern dag, verður um hvern þeirra hér um bil kr. 8,58 — eða sem svarar dagkaupi manns, er hefir rúmar 3000 kr. í árslaun. Að þessu atriði, hvað orðið hafi af þessu fé og hvort gjaldkerinn hafi gert sér grein fyrir þessu, er ekki vikið einu orði í dóminum. Er það af því, að prófin í málinu hafi ekk- ert haft um þetta að geyma, eða af því, að dómarinn hefir talið það þýð- ingarlaust ? Þá sýnist það heldur óviðfeldið og jafnvel nýstárlegt, að byggja dóms- niðurstöðu á óstaðfestum utanréttar- vottorðum manna, enda þótt i lófa hefði verið lagið að láta þá staðfesta vottorð sín fyrir rétti. En þetta hefir dómarinn gert. Og er hér ekki átt við læknisvottorð það um heilsu sakbornings, sem lagt hefir verið fram í málinn. Það er að vísu svo, að málið hefði sjálfsagt nokkuð tafist, ef framhaldspróf hefðu verið tekin i því. Ef rannsóknar- dómarinn hefði og dæmt það, hefði verið hægra um hönd að taka fram- haldspróf í málinu, og sýnir þetta atriði meðal annars, hversu óheppi- legt það var, að hann skyldi vera leystur frá þeim starfa. Hitt er ekki að undra, þótt það kæmi fyrst í ljós, að prófin væru ekki að öllu fullnægjandi, er dæma skyldi málið eftir þeiin. I svo um- fangsmiklu og flóknu máli er eng- um rannsóknardómara það til lasts leggjandi, þótt hann fái ekki hvert atriði, smátt eða stórt, skýrt fram, svo sem æskilegt og unt hefði verið. Það kemur víst ljósast fram, hvað ábótavant er um rannsókn einstakra atriða, þegar leggja skal dómsorð á málið. Þá sýnist það nokkuð undarlegt, að dómarinn skyldi telja sér fært að kveða upp dóm í málinu án ná- kvæmrar og samtímis rannsóknar á bókum bankans, þeim er tölubreyt- ingar þær hafa að geyma, sem gjald- kerinn er sakaður um og hann hefir viðurkent að hafa gert. Bækur þess- ar hafa allar legið undir lási í járn- skáp í bankanum allan tíma þann — 5 mánuði—erdómarinn hefir haft málið undir hendi á heimili sínu austur i Arnessýslu. Aýrit af tölu- breytingunum getur ekki talist full- nægjandi til að dæma um líkur þær, sem af þeim má ef til vill draga, gjaldkeranum í hag eða óhag. Dóm- arinn hefði þurft að rannsaka sjálfar tölubreytingarnar, eins og þær eru i bókunum gerðar af gjaldkera sjálý um. Bækurnar eru corpora delicti, sem dómaranum var alveg innan handar að rannsaka samtímis dóms- samningunni. m. Dómarinn hefir sýknað gjaldker- ann af refsingu í máli þessu. En dómurinn er fremur sýknudómur að ýormi til en efni. Ef gjaldkerinn er saklaus af ásetningssyndum í sýslan sinni — og því hefir hann haldiðjram, og má sjálfur bezt um það vita — þá er dómurinn æði harður í garð gjaldkerans. Fyrst og fremst segir í forsendum dómsins, að framburður ákærðs um sum meginatriði málýns sé ióscnnilegur*, að »nagileg sönnun virðist ýengin fyrir pví, að pað hafi eigi verið algild regla í bankanum að endurgreiða ýorvexti eins og ákarður heldur ýram«, að ákærður virðist tekki haja skýrt rétt ýrá* um endurgreiðslu forvaxta í bankanum, að ákærður hafi enga »grein getað gert* fyrir ýmsum skekkjum, að kvittanir þær, sem gjaldkeri fekk stjórnarráðinu í hendur sem sönnun fyrir endur- greiddum forvöxtum hafi sumar »reynst mjög vaýasamur og óábyggi- legur«, að ákærður hafi um eina þessa kvittun viðurkent, að hún geti ekki talist nein sönnun fyrir því, sem hann ætlaði að láta hana sanna, og stjórnar- ráðið tók þó skömmu áður gilda sem fullnægjandi sönnun þess, er sakborningur ætlaði að láta hana sanna gagnvart því o. s. frv. Loks segir dómarinn, að »allmiklar líkur hafi komið ýram í máli pessu ýyrir pví, að margar aý hókunarskekkj- um peim, sem ákarður er sakaður um, haýi verið gerðar aý ásettu ráði í ýjárdráttarskyni«. Loks segir svo, eftir að sýknun- niðurstaðan er fengin: „En eftir málavöxtum þykir þó rétt að hann (d: ákærður) greiði allau kostnað sakarinnar£í. í fljótu bragði sýnist þetta ákvæði ef til vill tiltölulega sakleysislegt og skifta litlu máli um efnisákvæði dómsins eða skoðun dómarans á sekt eða sakleysi ákærðs. En þegar betur er að gáð, verður alt annað uppi á teningnum. Svo vill nú til að í lögum nr. 28, 26. okt. 1893, 8. gr. er skýlaust ákvæði um það, hvenær dæma megi sakborning til málskostnaðargreiðslu. Greinin er orðrétt i heild sinni þannig: »Eý sakhorinn maður er sýknaður, eða málið gegn honum er leitt til lykta án pess hann sé dómýeldur, pá skal greiða málskostnuð aý almannaýé, ef um sakamál er að raða, nema kostnaðurinn að öllu eða nokkru leyti sé sprottinn af vísvitandi ólögraætum tilverknaði eða hegðun af hálfu sakbornings«. Nú hefir dómarinn rétt áður sýkn- að ákærðan af því, að ósannað sé, að hann hafi af ásettu ráði aðhafst nokkuð það, er ólögmætt sé, og sami verknaður getur ekki, eins og hér er máli farið, verið vangá-verk í einu sambandi (0: er sekt eða sýkna skyldi ákveðin) og vísvitandi í öðru (0: er málskostnaðargreiðsla skyldi ákveðin). Og ekki verður það heldur séð, að dómarinn telji ákærða hafa aðhafst vísvitandi nokkuð ólög- matt við rannsókn málsins, — sízt neitt, er aukið hafi getað kostnað við rannsókn eða rekstur þess. Þótt dómarinn teJji ákærðan hafa skýrt sumstaðar rangt frá, þá er ekki þar með sagt né sannað, að ákærður hafi skýrt vísvitandi rangt frá. Með því að dómarinn tekur skýrslur ákærðs yfir höfuð gildar og byggir sýknu- dóm sinn á þeim, þá getur hann ekki álitið, að skekkjurnar i fram- burði ákærðs séu framkomnar vís- vitandi, gegn betri vitund ákærðs. Bæði samkvæmni og eðli málsins og — síðast en ekki sizt — skýlaus bókstaýur laganna heimtar það, að sýknaður maður sé leystur undan greiðslu málskostnaðar, nema hann hafi með vísvitandi ólögmætu atferli valdið honum, t. d. af því að mann hefir orðið að setja í gæzluvarðhald vegna stroktilrauna, af því að hann hefir aukið kostnað með því að leiða dómarann vísvitandi afvega, meðan rannsókn málsins stóð yfir o. s. frv. En í þessu máli er ekki einu orði að því vikið, að ákærður hafi gert minstu tilraun til neins slíks og því siður að nokkur aukakostnaður hafi af því orðið. Það er að vísu svo, að sýknu- um mönnum hefir stundum verið gert að skyldu að greiða málskostn- að, síðan 1893. En hafi það ekki verið alveg ólöglegt, þá hefir fram- koma þeirra við rannsókn málsins valdið því eða verið talin valda því. Hitt, hvort mikil eða litil ástæða hafi verið fyrir »réttvísina» að hef]- ast handa og láta rannsaka mál og höfða, skiftir engu máli hér. Enda getur grunur, sem í öndverðu hefir verið ríkur og jafnvel stappað nærri fullri vissu, oft orðið reykur einn, þegar málið er rannsakað, eða jafn- vel sannast að vera alveg rangur Loks taka 1. 1893, 8. gr. af öll tví- mæli um þetta. Eins og áður er sagt, getur að eins orðið talsmál um að dæma sýknaðan mann til máls- kostnaðargreiðslu, þagar svo stendur á, að hann hefi með vísvitandi ólög- matum verknaði kveikt gruninn og þar með valdið rannsókn gegn sér, og þar með kostnaði. En um ekk- ert slíkt er hér að ræða. Þótt gjald- keri hafi valdið gruni gegn sér, þá er það eftir rökfærslu dómarans fjarri því, að gjaldkerinn hafi kveikt grun þann með vísvitandi ólögmætum til- verknaði. En hvernig stendur þá á máls- kostnaðar ákvæði dómsins i gjald- keramálinu ? Er það ytra tákn þeirr- ar skoðunar, sem dómarinn hefir fengið á sekt eða sýknu sakbom- ings ? Af framanskráðu er líklega öllum ljóst, að enginn maður, sem veit sig saklausan af vísvitandi ólögmætu at- lerli, getur legið undir dómi, sem í raun réttri tekur með einu mótinu það sem hann gefur með hinu, sem sýknar í einu niðurlagsákvæði sínu, en sakfellir í raun réttri í hinu. (Frh.) -----------, iimM» » -■ . Steinolíu-samkepni. Rotschild gegn Rockefeller. Frá því er skýrt í erlendum blöð- um, að í upprás sé nú veruleg sam- kepni við heimseinokunarfélag Rocke- fellers, Standard Oil félagið — það er deild hefir einnig hér á landi. Það er miljónabanki Rotschilds, sem er bakjarl hins nýja félags. Steinolíuna á að vinna úr uppsprett- um í Indlandi, Persíu, Sumatra og Borneo. Þetta nýja steinolíufélag er þegar búið að koma sér á laggir á Norð- urlöndum, í Noregi og Svíþjóð, og byrjar að keppa í sumar. Er því spáð, að þessa samkepni muni Rockefeller eigi fá kæft, en að afleiðingin muni verða miklu lagra steinolíuverð, þar sem samkepnin verður. Fiskifélagið í Danmörku kvað þegar vera farið að hugsa um að koma mótorbátaeigendum þar í samband við þetta nýja félag. Rannsóknin gegn sýslumanni Húnvetninga. Engin fjársvik. — Sknldin greidd. Rannsókn sú, er háð var gegn sýslumanninnm í Húnavatnssýslu, herra Gísla ísleifssyni, hefir fengið þann enda, að fullsannað er að um ■ekkert sviksamlegt athæfi hefir verið að ræða, að eins um mjög verulega sjóðþurð hjá sýslumanni. En að því er hana snertir þá hefir alt það fé, er sýslumaður skuldaði landssjóði, eða opinberum stofnunum, verið greitt að fullu, eða fullnægjandi tryggingar gefnar fyrir því, og hefir stjórnar- ráðið því úrskuíðað, að sakamálshöfð- un skuli engin verða. — Um það hvort sýslumaður haldi embætti sínu er aftur ekki tekin nein ályktun, svo opinbert sé. -------------------- Fimtugs-afmæli Þjóðmenjasafnsins. Þess var minst á mánudaginn með fánum á stöng, viða um bæinn og samsæti í Hótel Reykjavík um kvöldið. í samsætinu voru fluttar margar ræður og kvæði sungin ný og gömul. Fyrir minni safnsins flutti þjóð- menjavöiður Matthías Þórðarson ræðu þá er hér er á eftir. Raða Mattk. Þórðarsonar pjóð- menjavarðar. Háttvirta samkoma! Vér minnumst þess í dag að eitt óskabarn þjóðar vorrar á afmælisdag í dag. Afmælisdagsbarnið er fimtíu ára, en má þó enn heita kornungt. — Þjóðin sjálf, sem er nærri því þúsund árum eldri, telur sig enn ekki gamla, hún finnur að hún er ung og upprennandi og vonar að hún lifi mjög lengi enn og að þessa óskabarns síns megi hún fá að njóta á meðan hún er til. Hugmyndin um þessa mentastofn- un varð til á likan hátt og Forn- grikkir sögðu um mentagyðjuna Aþenu, hún kom í heiminn full- þroska úr höfði föður síns. Faðir og frumkvöðull Þjóðmenjasafnsins var þessi maður, sem við sjáum hér myndina af: Sigurður Guðmundsson málari. Hugmyndin um safnið fæddist þó vissulega ekki þennan dag, 24. febr. 1863, en þjóðin tók á móti þessu óskabarni sínu þá og síðan hefir hún séð um það. Það atvikaðist þannig: Helgi Sigurðsson á Jörva, síðar prest- ur á Setbergi og Melum, hafði safn- að nokkrum íslenzkum forngripum. Fyrif orð Sigurðar Guðmundssonar bauð hann að gefa þá sem byrjun til íslenzks Fornmenjasafns og 24. febr. 1863 lýstu stiftsyfirvöldin yfir þvf, að þau tækju á móti þessari gjöf. Hún er hyrningarsteinninn, og sira Helgi Sigurðsson á þenna hátt stofnandinn. Þegar þjóðin, fóstra safnsins, tók við því var hún bláfátæk, og verst var, að hún réði ekki sjálf yfir því litla, sem hún átti og eignaðist. — Hún var i félagi með annari, sem var svo ráðrík, að hún vildi öllu ráða sjálf. En eins og allar góðar fóstrur var þessi fóstra afmælisbarns- ins, hún gaf barninu sínu góða gripi, sem hún átti, gamla ættargripi og skrautgripi og margt og margt, og barnið dafnaði vel. Loks fekk þjóðin sin eigin fjár- forráð. Barnið var þá komið á legg og hún gaf því peninga og jafnan enn fleiri gripi; það smá óx ár frá ári. »Það er gott fyrir alla að geyma vel sitt«, sagði þjóðin, og hún sá uú betur og betur að þetta óskabarn hennar var skapað til að geyma alla hennar beztu og dýrmætustu gripi, og hún lagði þvi til meira og meira fé, og það dafnaði ætíð betur og betur. En því meir sem það hefir vaxið þvi hjartfólgnara hefir það orð- ið fóstru sinni. Og henni má lika þykja vænt um það, það er orðið efnilegt framar öllum vonum, og það hefir verið nefnt »dýrmætasti gimsteinninn« hennar, »prýði höfuð- staðarins og sómi landsins*. Af því að eg sé um safnið nú sem stendur vil eg á þessum há- tiðisdegi þess þakka i einu orði sagt öllum velgjörðamönnum pess, öllum þeim mörgu, sem hafa gefið því gripi eða peninga. Þeir eru margir, ekki teljandi hér við þetta tækifæri, en ekki óteljandi, því að nöfn þeirra eru skráð í Hífsins bók« safnsins og geymast þar, þeim til ævarandi heið- urs. Eg gæti nefnt mörg nöfn, — kvenna og karla, eldri og yngri, rikra og fátækra, íslenzkra og er- lendra, en eg verð að láta mér nægja að vísa til prentuðu ritanna, sem nöfnin geyma, og allir geta lesið. Má eg þó nefna að eins til dæmis örfá nöfn? Sjáið hér þennan gull- hring forna, með mynd Maríu mey- jar; það er sagt, að meistari Bryn- jólfur Sveinsson hafi átt hann og að hann muni vera gamall biskupshring- ur. Hann gaf kona: ýrú Steinunn Melsteð, dóttir Bjarna Thórarensen. Þið hafið dást að hinni gullfallegu Guðbrandar-biblíu á safninu; Kristín í Ögri, dóttir herra Guðbrandar, gaf forðum Þorláki syni sínum þetta ein- tak; þennan dýrgrip gaf safninu Guðmundur Scheving læknir. -— Eg vil á þessum hátiðisdegi safnsins drekka skál þess af þessum silfur- bikar; hann hefir nú staðið lengi þur, en því var hann ekki vanur forðum. Hann átti sá mæti mannr meistari Jón Vídalin. Bikarinn gaf gamall maður á grafarbakkanum safn- inu eftir sinn dag Magnús bóndi Magnússon í Skaptárdal. — Margir unglingar hafa gefið safninu góða gripi. Vídalínssafnið, þessir mörgu dýr- mætu gripir, er gjöf ríka mannsins Jóns Vídalíns, og mun verða hon- um óbrotgjarn bautasteinn. En margur ýátakur hefir einnig sýnt áhuga sinn og velvilja með gjöfum til safnsins. Mætti eg segja aðeins eitt dæmi? Haustið 1890 gengu nokkrir kaupamenn norðan úr Skagafirði suður Stórasand, en vilt- ust og gengu í hríð villir vegar uppi við jökla 4 sólarhringa. Þá finnur einn þeirra á eyðisandi við Hvítár- vatn einkennilegan hlut úr jární, hefir hann með sér — og færir Forngripasafninu. — AUir eru þessir menn, er eg nú hefi nefnt, íslenzkir, og að sjálfsögðu eru flestir gefend- urnir íslenzkir; en allmargir útlend- ingar hafa einnig gefið safninu gripi, jafnvel merkilega, íslenzka gripi. Eg vil nefna einn þessara manna, get ekki gengið fram hjá honum: pró- fessor Willard Fiske. Hann gerði þá ráðstöfun áður en hann féll frár að eftir sig liðinn skyldi velja úr 12 hin beztu af málverkunum hans, ýmsa egiftska forngripi, dýrmæta skrautgripi o. fl. o. fl., og senda til Þjóðmenjasafns íslands. Þetta Fisk- es-safn er margra þúsunda króna virði. Um aðrar stórgjafir hans til vor íslendinga er óþarft að tala hér, þær eru þjóðkunnar. Þökk og heiður eiga peir pví allir skilið ýyrir gjafir sinar, hinir ýjólmörgu geýenaur saýnsins! Og nú vil cg víkja máli mínu að þeim mönnum, sem safnið hefir verið falið til forsjár. Vér höfum f á ánægju að geta látið þökk vora i Ijósi við tvo af þeim hér í kvöld. Engum er það vitanlega ljósara en sjálfum þeim hversu mikið erfiði, áhyggjur og tíma þeir hafa lagt i sölurnar fyrir safnið á meðan það var undir þeirra umsjón, en eg ætla þó að mér sé orðið það nægilega ljóst til þess að eg ætti ekki að láta þetta tækifæri ónotað til þess að tjá þeim báðum nú, herra skólakenn- ara Pálma Pálssyni og herra lands- bókaverði Jóni Jakohssyni, innilegar þakkir fyrir saýnsins hönd, fyrir pjóð- arinnar hönd, fyrir alt þeirra starf við safnið. — Hvor þeirra fyrir sig raðaði safninu, hinn fyrnefndi, í Al- þingishúsinu, hinn síðarnefndi í Landsbankahúsinu, og hefir það eitt út af fyrir sig verið mjög mikið starf. — En þrír voru þeirra fyrir- rennarar: Jón Arnason, Sigurður Guðmundsson og Sigurður Vigjússon. Þessum mönnum hefir að sjálfsögðu verið margfiákkað þeirra starf fyrir safnið, en verður það aldrei ýull- pakkað, og var það aldrei full-launað. Báðir hinir fyrnefndu þeirra fengu nær alls enga þóknun fyrir alt sitt margra ára starf, og hinn síðast- nefndi að eins sára-litla; og þó voru þeir allir efnalitlir menn. Þeir verð- skulda slgrana sveiga pakklatis og endurminningar pjóðar sinnar. Eg hefi í upphafi máls mins bent á að Sigurður Guðmundsson var hinn eiginlegi faðir og frumkvöðull safns- ins, og eg hefi í minningarriti safns- ins tekið nánar fram um störf allra umsjónarmanna þess, og er því fá- orður um þau hér nú. Eg hefi í dag — samkvæmt góð- um sið við önnur eins tækifæri og þetta — vitjað legstaða þessara 3ja síðastnefndu fyrirrennara minna, sem hvila hér í Reykjavík. Legstaðir þeirra Jóns Ámasonar og Sigurðar Guðmundssonar eril auðkendir með'

x

Ísafold

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ísafold
https://timarit.is/publication/315

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.