Ísafold - 26.02.1913, Blaðsíða 3

Ísafold - 26.02.1913, Blaðsíða 3
ÍSAFOLD 63 eiqum vér nú að bautasteinum, en v„ „„ uu ,a pað dragast lengur að leggja stein a kiði Sigurðar Vigfússonar jornfrœð mgs? Loks langar mig til, áður en eg lýk máli mínu, að láta í ljósi 3 af- ®ælisdagsóskir safninu til handa. Þrátt fyrir allar gjafirnar og fjár- franilögin er safnið fátækt og lítið á móts við það hvað það hefði get- að orðið, ef ekki hefði ætið verið sparað við það. Á síðustu árum hefi eg við árslokin verið búinn að til safnsins gripi fyrir nokkur hundruð krónur, sem það hefir ekki getað borgað fyr en á næsta ári; og hefði féð verið meira til gripakaup- anna, en verið hefir, þá hefði safnið auðgast að sama skapi meir að góð- Urn gripum; peningarnir hefðu ekki legið ónotaðir yfir áramótin. Nokkrir eru þeír gripir hér, er sem fyrst æ«u að komast til safnsins, en vegna þess að safnið hefir ekki fé til að greiða fyrir þá, verða þeir enn að h*ða í háskanum og hættunum, í hrörlegum og eldhættum húsum. fýrsta óskin er því: meira Jé til ?ripakaupa. Safnið er samt svo stórt, að það hrefst mikillar vinnu, og i fornleifa- °8 forngripafræði íslands er svo ®ikið verkefni nú fyrir höndum, að Það verðskuldar að meira sé unnið að því en gjört er og hægt er ein- Uln manni að gjöra, sem ekki getur helgað sig því algerlega. Safnið sjálft er enn að miklu leyti eins og ijós undir mælikeri eða óræktað iand. Tilganginum með því að safna saman þjóðgripum og geyma á góðum stað er ekki náð með Því að gjöra pað aðeius, heldur með Því að fræða með þeim nútíð og framtíð, en til þess verður að rann- saka pá, raða og rita um pá. Þess Þarf hér með, og þess vegna er ónnur ósk safnsins: Meiri stórj í pess parjir. Safnið er einnig svo stórt og merki- legt að það krefst nú orðið allmikils °g góðs húsrúms. Það var fyrst á óómkirkjuloftinu, síðan á Alþingis- hússloftinu, þar eftir á Landsbanka- ioftinu og nú á 4 loftinu, Safnahúss- ioftinu. Eg vil ekki hér tala um hversu hin fyrri húsrúmin hafa verið, en flest munuð þér þekkja hversu núverandi er: Veggirnir lágir °g dimmir, birtan yfirleitt of-lítil og húsrúmið altof lítið og óhentugt að ýfflsu leyti. Því sem þegar er til Verðnr ekki fyrir komið til sýnis svo Vel sem skyldi, og það sem við hætist verður ekki sýnt, ef það krefst rúms á veggjum eða gólfi; að smágripum má hola niður. Sýni- Pófl og skápar og önnur sýningar- ^höld eru af lélegri og óhentugri ^erð að mörgu leyti. í góðu hús- rúmi 0g með góðum sýningaráhöld- ntl1 myndi safnið vaxa og batna J’Órkostlega í allra augum; nú fær ekki notið sín. Þriðja ósk mín ^,lr afmælisbarninu er því: Srúni með góðum áhöldum. k ^essar eru óskir mínar safninu til an(1a. En þær eru jafnframt vonir rninar, og að því er eg ætla vonir vor a lra vina þess. ^'reystum þvi að þessar óskir megi verða uppfyltar og vonir vorar rætist éður jangt um Hður. Ham- lng]an styðji þessa stofnun. Blómg- lsr °g blessist Þjóðmenjasafn íslands Betra !ýð flagns og heiðurs landi voru og Tvö kvæði hafði Þorst. Erlingsson °tt um safnið og var hið fyrra sungið Undan ræðu M. Þ., en hitt á eftir I. fpNDRU&U ljósin lengst úr geim, móður hló, hróður dró, og hugunum varð svo hlýtt af þeim; svo hnigur sól við skóg, blika’ á hæðum, kvika’ i kvæðum kvöldljósin þó. Þeir vildu kveikja þau aftur öll, móður hló, hróður dró, þeir vildu reisa þeim háa höll; svo hnigur sól við skóg, blika’ á hæðnm, kvika’ i kvæðnm kvöldljósin þó. Sigurður yzt af öllum sá, móður hló, hróður dró, hann dregur þá höll á heiðin blá, svo hnigur sól við skóg, blika’ á hæðum, kvika’ kvæðum kvöldljósin þó. Undirstaðan varð einum sein; móður hló, hróöur dró; þar hallar hann siðast höfði’ á stein, svo hnigur sól við skóg; blika’ á hæðum, kvika’ i kvæðum kvöldljósin þó. Sigurðnr annar hærra hlóð, móður hló, hróður dró; í hleðsluna draup hans hjartablóð, svo hnígur sól við skóg, blika’ á hæðnm, kvika’ i kvæðum kvöldljósin þó. Hækkuðu veggi vit og þraut; móður hló, hróður dró; en Yídalins hönd á hússins skraut, unz hnigur sól við skóg, blika’ á hæðum, kvika’ i kvæðum kvöldljósin þó. Það er vor sigur árin öll, móður hló, hróður dró; þeir sjái við norðrið háa höll unz hnigur sól við skóg, blika’ á hæðum, kvika’ i kvæðum kvöldljósin þó. Bjarmaðu, dagur, á burstum þeim, móður hló, hróður dró, og, geislamir fomu, horfið heim, unz hnigur sól við skóg. — Blika’ á hæöum, kvika’ í kvæðum kvöldljósin þó. Þ, E. II. PEIR kalla safnið skriflaskot og skopast að þeim fræðum, að skoða ryðguð reddabrot og ræxn af gömlum klæðum. Þeim brygði við, hvað verður séð, hvern velahnykk það gerði, ef einhver fengi augun léð úr okkar menjaverði. Þvi þegar sigur sól að mar, þá ser hann risa valinn, og pilz og höklar hendast þar með hjör og skaut um salinn. Þar hrynur ryð, þar hvitnar stál í höndum röskra sveina, og þar er talað tignarmál á tungur járns og steina. Þvi signir ævi’- og alda-sól i allri prýði sinni, þú, fornra minja friðarból, þitt fimtiu’ ára minni. Þvi ættu þeir hér ekki skjól um eilífð daufa’ og langa, þá yrðu þunn og þögul jól hjá þeim sem aftur ganga. Nú vorður engum lifið leitt þótt löngu gleymt sé nafnið, og öllu fargað, öllu breytt, ef öndin þekkir safnið. Yið höldum jól hjá leifum lands, og lokum gröf og haugum, og göngum þar 1 þeysidans með þusund ára drangum. Þ. E. Þessu næst talaði Eiríkur prófessor Briem fyrir minni Sig. Guðmunds- son málara. Enn töluðu Guðm. Finnbogason dr., Jón Jakobsson landsbókavörður, frú Bríet Bjarnhéðinsdóttir og próf. Björn M. Olsen. Salurinn var prýdd ur islenzkum fánum og myndum þeirra stofnenda safnsins og Sig. Vig fússonar. Á borðum var íslenzkur matur, Veitingar allar prýðilegar og sam- sætið hið bezta. fingmenskn framboð. í Gullbringu- og Kjósarsýslu bjóða þeir sig fram síra Kr. Daníelsson á Útskálum og Bjórn Jrá Gröj. Er það vel, að síra Kr. D. býðst hér tækifæri til þingsetu, er hann var sviftur af svo lítilli sanngirni á síðasta þingi. Enginn mun sem sé vafi á því, að Kjósar- og Gullbringu- sýslubúar taki hann fram yfir B. B. 20% lækkun er ger á vátryggingargjaldi fyrir innanstokksmuni af ábyrgðarfélögum hér — frá 1. jan. 1913 að telja — eftir því sem umboðsmönnum félag- anna hefir verið símað. Áfrýjun ? Lndirdómurinn í gjaldkeramálinu var birtur gjaldkera í fyrradag — og tilkynti hann vottunum, að hann væri eigi þá tilbúinn að svara því, hvort hann áfrýjaði dómnum eða eða ekki. Hólma-brauðið. Biskup simaði til ísafoldar í gær að ástæðan til þess, að hann hefði lagt til, að síra Árna á Skútustöðum yrði veitt Hólmabrauð væri sú, að í kallinu væru 3 all-andvígir flokkar er fylgdu fram sínu prestsefninu hver, einn síra Þórði Oddgeirssyni, annar síra Benedikt Eyólfssyni, þriðji síra Ólafi Stephensen og væru þeir svo ákafir, að í hótunum hefðu að segja sig úr þjóðkirkjunni hverir um sig, ef sitt prestsefni eigi bæri sigur úr býtum. Skýrslu um þetta hefir rrófasturinn, síra Jón Guðmundsson Nesi sent biskupi, en bætt því við, að ef sá presturinn, sem ekkert hefði verið agiterað fyrir, hlyti veitingu mundu hinir andvígu flokkar ana jví. Prófastur lagði því fastlega með jvf, að síra Árni fengi brauðið — til jess að friður yrði i söfunuðunum. Ýms tíðindi frá útlöndum m. a. nánari frásagnir af suðurför Scotts m. m. verða að bíða næsta blaðs vegna þrengsla. Hraunáburðarfyrírtækið. Oönsk blöð skýra frá, að búið sé að rannsaka sýnishorn þau af hrauni, er Þjóðverjinn Thodsen hafði með sér héðan í vetur og hafi sú rann- sókn farið vel. Sjálfur hefir Thodsen skrifað hing- að, að von muni vera um, að úr lýrirtækinu verði. Fullnaðarályktun verður líklega gerð um það kringum mánaðamót. Haddapadda. Blaðið Riget flytur mynd af Guðm. Kamban 13. tebr. og viðtal við hann um leikrit lans, Höddupöddu. í viðtali því seg- ist Kamban búast við, að bráðlega verði leikritið tekið fyrir við kgl. eikhúsið. Viðskifti við Norveg. Fjög- ur félög í Álasundi, verzlunarmanna-, skipstjóra-, útgerðarmanna- og sjó- manna, hafa valið sameiginlega nefnd til þess að vinna að því, að tilslak- anir sé gerðar bæði í Norvegi og á slandi í tollmálum og fiskiveiðamál- um, með það fyrir augum að auka viðskifti milli landanna. V estfir ðiugamót. Á þriðja hundrað manns tóku þátt því. Fyrir minni Vestfirðingafjórðungs talaði Agúst Bjarnason prófessor, fyrir minni íslands Bjarni alþm. frá Vogi 'fyrir minni kvenna Þórður Bjarnason verzlunarstjóri. — Samkomuna setti Jón Halldórsson trésm. Enn talaði Ólafur Björnssón ritstj., en kvæði fyrir minni Breiðafjarðar flutti E. M, Jónasson yfirdómslögm. Sungið var kvæði fyrir Vestfirðingaminni, eftir Jakob Thorarensen. Kvæðin flytur ísafold ef til vill síðar. Ekki rúm nú. Mót þetta var mjög fjörugt og ánægjulegt, ágætismatur islenzkur borðum, og siðar um nóttina hófst dans, er stóð fram undir rauð an morgun. Þeim þjóðskáldunum vestfirzku Matthíasi og Steingrími voru sena kveðjuskeyti úr samsætinu, og svör uðu þeir á þessa leið: Eg þakka hjartanlega vinum a: V esturlandifyrir kveðj usendingu þeirra og óska þeim, og ‘öllum Vestfirðing um, allrar Blessunar og heilla. Matthías Jochumsson. Eg undirskrifaður þakka 'innilega fyrir kveðjusendinguna af Vestfirð ingamótinu og óska aftur af hjarta þeim, er sendu, allrar blessunar. Stgr. Thorsteinsson. sland erlendis. Hljómleika efnir Brynj. Þorláksson til á snnnndaginn. Hann leikur sjálfnr á hamonium, barnaflokkur fjölmennur syng- ur o. 8. frw Hljóðjærasveit Bernburgs lék í Báru- búð á snnnudag. Það er forsmán bve lítið bæjarbúar meta þann visi til góðrar hljóðfærasveitar, sem þar er. Rlmnakveðskapur. Þórður Þ. Grunn- vikingur , kveður rímur í kvÖld í Bárubúð.. Skipafregn: Ceres kom i gær frá út- löndum. Meðal farþega: Verkfræðing- arnir Knnd Zimsen og Tborvald Krabbe með frúm sínum, Hallgr. Benediktsson kanpm. óg jungfr. Sigr. Grrimsdóttir frá Isafírði. Erá Vestmanneyjum komn: Brillouin konsúll og Þór. Kristjánsson verkfræðingur. Likkistur, Líkklæði, Kransar. Lítið á birgðir mínar áður en þér kaupið annarsstaðar. Teppi lánuð ókeypis i kirkjuna. Eyv. Árnason, trésmíðaverksmiðja, Laufásveg 2. Verkfallið hjá Jónatan F*orsteinssyni. í tilefni af umtali, sem risið hefir tér í bænum, út af því, að vinna á vinnustofum minum féll að miklu eyti niður í fáeina daga, en er nú tekin upp aftur, leyfi eg mér að biðja yður, hr.ritstjóri, að birta eftirfarandi yfirlýsingu, og vil um leið geta þess, að þar með er allur ágreiningur milli málsaðila fallinn burtu. Virðingarfylst Jónatan Þorsteinsson. »Við undirritaðir, sem af máls- aðilum höfum verið kvaddir til þess að segja álit okkar um, hvort ástæða tafi verið fyrir vinnu-þiggjendur ónatans Þorsteinssonar, að kvarta undan tregðu á launagreiðslu af hans íálfu, svo sem gert hafa þeir, látum lér með það samhuga álit okkar í jósi, eftir að hafa rannsakað málið og allar ástæður, að það virðist ekki hafa verið ástæða til þess, að bera Jóna- tan Þorsteinssyni það á brýn, að íann hafi sýnt tregðu með greiðslu á kaupgjaldi mannanna, því þó kaup- gjaldsgreiðslan í einstökum tilfellum hafi dregist fáeina daga fram yfir mánaðamót, þá getur það eftir at- vikum alls ekki talist hafa verið af tregðu, enda hafa vinnuþiggjendur ekki látið óánægju sína i ljósi við Jónatan út af slíkum drætti áður, þannig að umkvörtun þeirra hlaut að koma honum á óvart. Það er enn fremur samhuga álit okkar, eftir að hafa athugað bækur Jónatans Þorsteinssonar, að kaup- gjaldsgreiðsla hjá honum sé í eins góðu lagi eins og hjá vinnuveitend- um hér í Reykjavík yfirleittc. Reykjavík, 19. febrúar 1913. Lárus Fjeldsted. Guðm. Sveinbjörnsson. Avalt að nota hið bezta. Kalciumtjara tekur öllum öðrum tjörutegundum langt fram, hvort heldur á byggingar, skip, báta, brýr eða bryggjur. Hún er jafngóð á tré, járn, stein eða steinsteypu, og tekur engum áhrifum af kulda eða hita. Elefant þakpappi er lang- bezta þakpappa tegundin, sem fæst, seigastur, brennur ekki, og er end- ingarbeztur sé borinn á hann Kalcium- tjara, endist hann meira en manns- aldur. A|s Frisenborg Fabrikker, Köbenhavn. Nýtt. Nýtt. Gatstungualurinn (Hulstingsyl) Le Roi er nýjung, sem er þunga síns verður í gulli. Þúsund st. seld á. einum mánuði. Eftirspurn feikileg. Hin bezta uppgötvun við handsaum, hvort heldur er í leður, skinn, segldúk eða þessháttar. Hann saumar gat- stungu (Hulsting) eins og saumavéL Verð með 3 mismunandi nálum, vax- þræði og öllu tilheyrandi 2 kr., 3 st. kr. 5,25. Aukanálar 20 aur. Knippi af vaxþræði kr. í,oo. Einkaumboðs- maður fyrir ísland er: Martin Haldorsen, kaupm. Bergstaðastræti 38, Rvík. Tals. 337. ReykjaYíknr-aDnáll. Þeir kaupendur ísafoldar hér i bænum, sem skift hafa um heimili, eru beðnir að láta þess getið, sem allra fyrst, í afgreiðslu blaðs- ins, svo þeir fái blaðið með skilum. Allskonar islenzk fri- merki, ný sem gömul, ® kaupir ætið hæzta verði Helgi Helgason (hjá Zimsen) Rvík. Dánir. Ekkjan Þórdis Halldóra Hall- grimsdóttir i Tungn við Reykjavik. 59 ára. Dó 17. febr. Föstuprédikun i Dómkirkjnnni kl. 6 i kvöld, sira Bj. Jónsson. Hjúskapur. Bjarni Pétnrsson, Langaveg 33 A og ym. María Guðmundsdóttir s. st. Gfift 8. febr. Nærsveitamenn eru vinsamlega beðnir að vitja Isafoldar í afgreiðsluna, þegar þeir eru á ferð í bænum, einkum Mosfellssveitarmenn og aðrir, sem flytja mjólk til bæjarins daglega. Afgreiðslan opin á hverjum virkum degi kl. 8 á morgnana til kl. 8 á kvöldin. 12 aura almanök 1913 nýkomin í bókverzlun ísafoldar.

x

Ísafold

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ísafold
https://timarit.is/publication/315

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.