Ísafold - 05.03.1913, Blaðsíða 1

Ísafold - 05.03.1913, Blaðsíða 1
 Kemur út tvisvar í viku. Verð árg. 4 kr., erlendis 5 kr. eða 1 Jdollar; borg- istfyrirmiðjan júli erlencíis fyrirfram. Lausasala 5 a. eint. SAFOLD Uppsögn (skrifl.) bundin við áramót, er ógild nema kom in sé til útgefanda fyrir 1. oktbr. og só kaupandi skuld- laus við blaðið. ísafoldarprentsmiðja. Ritstjóri: Ólafur Björnsson. Talsími 48. XXXX. árg. Reykjavík, miðvikudaginn 5. marz 1913. 18. tölublað I. O. O F. 942289. Alþýðnfél.bókasafn Templaras. 8 kl. 7-9. Angnlækning ókeypia i Lækjarg. 2 mvd. 2—3 Borgatstjóraskrifstofan opin virka daga 10—S Bæjarfógetaskrifstofan opin v. d. 10—2 og 4—7 Bæjargjaldkerinn Langav. 11 kl. 12—8 og 5—7 Eyrna- nef- halalækn. ók. Fósth.str. UA fid. 2—8 íslandsbanki opinn 10—2>/« og B'/«—7. K.F.TJ.M. Lestrar-og skrifstofa 8 árd.—10 stod. Alm. fnndir fld. og sd. 8'/« siod. Landakotskirkja. Gufisþj. 9 og 8 4 helgnm. Landakotsspitali f. ajúkravitj. 10'/«—12 og 4—B Landsbankinn 11-2'/«, 5'/«-6'/«. Bankastj. 12-2 Landsbókasafn 12-8 og B-8. Útlan 1-8. Landsbúnaoarfélagsskrifstofan opin l'ra 12—2 Landsféhiroir 10—2 og B—6. Landsskjalasafnið hvern virkan dag kl. 12—2 Landssiminn opinn daglangt (8—9) virka daga helga daga 10—12 og 4—7. Lækning ókeypis Þingh.str. 23 þd. og fsd. 12— 1 Náttúrngripasafnio opio 1'/«—2'/« a snnnud. Samábyrgo Islands 10—12 og 4—6. Stjórnarráosskrifstofurnar opnar 10—4 dagl. Talsími Beykjavlkur Fósth.3 opinn daglangt (8—10) virka daga; helga daga 10—9. Tannlækning ókeypis Pósth.str. 14Bmd. 11—12 Vifilstaoahælio. Heimsðknartimi 12—1 Þjóomenjasafnið opio þrd., fimd. og sd. 12—2. Nýja Bíó í kvöld miðvikudag og á morgun fimtudag, verður sýnd: Brúður dauðans, hihn afar-átakanlegi ástarsjónleikur. Pantið bílæti í talsíma 344. Op- inn hálf tíma á undan sýningum. er komin út. Fæst í bókverzlunum. í henni eru skráðir allir karlar og konur í Rvik 18 ára eða eldri. Auk þess aftan við aðalskrána Talsímanotenda- skrá Reykjavíkur 1913, rað- að á íslenzku, þ. e. eftir skírnar- nöfnum. Verð 1 kr. Áfrýjun gjaldkeramálsins. Enn er ákvörðun ótekin um áfrýj- un þess í stjórnarráðinu. En eftir því sem ísafoid hefír frétt, mun það. útkljáð í þessari viku. Vafalaust má ganga út frá því vísu, að áfrýjað verði af stjórnarráð- inu. Jafnvel haft eftir, að ráðherra hafi þegar í sumar, átt að láta uppi, að áfrýjun til æðri dómstóla væri sjálfsögð, hvernig sem málið færi fyrir undirrétti. Og er svo skilmerkilega hefir verið sýnt fram á nauðsyn þess, að mála- vextir verði betur kannaðir og metnir af fleiri dómurum en undirdómaran- um einum, sem gert hefir m. a. Einar prófessor Arnórsson hér i blaðinu, *tti eigi að þurfa langan umhugsunar- frest til áfrýjunarúrskurðar. Bankamálserindi flutt í stúdentafélaginu þ. 9. febr. 1913 af bankastjóra Birni Kristjánssyni. Háttvirta samkoma! Eg lofaði um daginn að tala ofur- litið um bankamál við tækifæri, og þá auðvitað helzt um Landsbankann, sem eins og kunnugt er, er þjóð- stofnun. Landsbankinn er stofnaður með lögum nr. 14, 18/9. 1885. Er tilgangur stofnunar þessarar: »að greiða fyrir peningaviðskiftum i land- inu og að styðja að framförum at- vinnuveganna«. Til þessarar stofnunar lagði lands- sjóður fram í upphafi einar 10 þús- und krónur, og lét prenta seðla bankans í fyrsta sinn, og nam sá kostnaður með skápum seðlanna og gatavél kr. 6.627.72 au. Rekstursfé það, sem bankanum var lagt til i upphafi var 500 þús. kr. í óinn- leysanlegum seðlum, sem gefnir voru út upp á ábyrgð landssjóðs. A þennan hátt lét alþingi einstakl- ingana, sem seðlana hafa í höndum íeggja Landsbankanum til þessa hálfu miljón i lánstrausti til bankans, en ekki í peningum, því eins og kunn- ugt er, er bankaseðill ekki annað en viðurkenning fyrir að handhafi eigi upphæðina, sem seðillinn nefnir, hjá stofnun þeirri er gefur hann út. En landssjóðurinn ábyrgist í þessu tilfelli, að handhafar seðlanna bíði ekkert tjón af þessu láni. Þessi Ieið var valin til að afla veltufjár handa Landsbankanuih, því þá var það ekki orðin tízka að taka lán í útlöndum til hvers, sem vera skyldi. Þegar í upphafi var ákveðið að Landsbankinn skyldi borga skatt af þessari ábyrgð i°/0 um árið af seðla- upphæðinni, eða 5000 kr. á ári, og skyldi landssjóður annast prentun seðlanna. Gjald þetta átti Lands- bankinn þó ekki að greiða fyr en eftir 5 ár frá stofnun hans. Starfsemi sina byrjaði Landsbank- inn 1. júlí 1886. Arið 1889 var eftirspurnin orðin svo mikil eftir lánum, að þinginu þótti nauðsynlegt að bœta við veltu- fé bankans. Ekki var það enn gert með lántöku, né framlagi af lands- sjóði, sem bezt hefði átt við, heldur var það úrræði tekið, að auka seðla- útgáfuna um 250 þús. kr., og við það hefir setið. Vútaífaeignin hefir ekki verið aukin siðan um einn eyri, og hafa þó atvinnuvegir lands- ins aukist stórkostlega síðan árið 1889. Af þessum 250 þús. kr. átti Landsbankinn einnig að greiða i°/0 á ári, nú samtals 7.S00 kr. á ári. Það er eftirtektavert að sjá hvernig alþingi hefir frá upphafi hagað sér gagnvart Landsbankanum. Það er eins og hann sé þýðingarlitil prívat- stofnun, sem sjálfsagt væri að skatt- leggja, hvernig svo sem hagur hans yrði eftir þessi 5 ár. Ekkert hefði þó verið eðlilegra, en að alþingi hefði hugsað sér, að styrkja bank- ann með árlegu tillagi, þangað til hann hefði haft sæmilegt veltufé, eða þá með því að taka lán handa honum, sem landið svo afborgaði smám saman. Alt öðruvísi hefir alþingi farið að, þegar það hefir látið landssjóð taka á sig ábyrgð fyrir aðrar stofn- anir, t. d. fyrir »samábyrgðina« 200 þiis. kr. og brunabótasjóð 600 þús. krónur. Fyrir þær ábyrgðir hefir lands- sjóður ekki reiknáð neitt, sem og eðlilegt var. Án ríflegs framlags af landssjóði gat enginn búist við, að bankinn gæti fullnægt lánsþörfinni, sem si- felt hefir aukist og fer vaxandi, þar sem nýir atvinnuvegir eru stöðugt að myndast, og hinir eldri að þroskast, svo lánsþörfin hefir farið og fer óð- fluga vaxandi. En það er öðru nær, en að þingið hafi um það hugsað, heldur voru lagðar enn pyngri kvaðir á bankann, sem síðar mun verðá skýrt frá. Það má hverjum vera auðskilið, að þessi litla veltufjárupphæð, ásamt sparisjóðsfé, sem leggja má inn annan daginn og taka út hinn, gæti eigi fullnægt lánsþörfinni, sérstaklega ekki til þess að veita fasteignarlán til margra ára. Þessvegna var hin 1. veðdeild t stofnuð með lögum 12/x. 1900. Atti veltufé hennar að nema 1.200 þús. kr. Tryggingarfé fyrir veðdeild þessari var ákveðið að nema skyldi ]/6. af upphæð bankavaxta- bréfa þeirra, sem i umferð voru, eða átti að setja í umferð, eða 200 þús. kr. fyrir allri upphæðinni, og skyldi landssjóður leggja fram tryggingar- féð i konunglegum rikisskuldabréfum. En brátt kom það í ljós, að þessi upphæð var alls ónóg til að uppfylla fasteignalánaþörf landsins, sem ávalt hafði staðið í peningasvejti. Því var það, að 2 árum seinna, eða sam- kvæmt lögum nr. 30, 25/9. 1902 var þessi 1. veðdeild aukin um jafn- háa upphæð, eða 1.200 þús. krónur, þannig, að nú varð hún samtals 2.400 þús. kr. En nú hvarf þingið frá sinni fyrri stefnu að láta lands- sjóð leggja fram tryggingarféð, en ætlaði bankanum að gera það, og þó var veðdeildin ekki grein af hon- um, heldur alveg sjálfstæð stofnun. En þingið gerði hana á fleiri en einn veg að skyldu-ómaga bankans. Tryggingarfé þetta, sem bankinn átti að leggja fram, skyldi vera eins og fyrir fyrrihluta deildarinnar, 200 þús. kr. og standa í ríkisskuldabréf- um, í viðbót við þær 200 þús. kr. sem landssjóður hafði lagt fram áður. Hér voru því kliptar 200 þús. kr. af veltufjáreign bankans, sem aidrei nam hærri upphæð en 750 þús. kr., og lagðar á kistubotninn sem veð fyrir nýjum veðbanka, sem stofnað- ur var með sérstökum lögum og sérstökum fjárhag að öllu leyti. Ekkert átti Landsbankinn að hafa sameiginlegt með veðbankanum, nema stjórn hans, reikningsfærslu og endurskoðun. Reikningsfærsluna átti Landsbankinn að annast fyrir svo lága borgun, að það starf út af fyrir sig hlaut að verða ærinn baggi fyrir Landsbankann, ef stjórn Veð- bankans og reikningsfærsla átti að geta verið í sæmilegu lagi. Arið 1904 var Landsbankinn sam- kvæmt lögum nr. 17, 28/io- 1903 og tilskipun a3/8. sama ár, látinn taka að sér alla reikningsfærslu lands- sjóðsins á eigin ábyrqð, fyrir — segi og skrifa — 2500 krónur — á ári, og sem hélzt, fyrir þessi laun, til ársloka 1911. Þetta kvað bankinn hafa tekið að sér í notum þess, að landssjóður átti pá allmikið fé inni hjá Landsbankanum, sem hann þá fékk að halda með heldur lágum vöxtum. En þetta stóð ekki lengi, því brátt minkaði fjárfúlga landssjóðs, og undir eins og íslandsbanki fór að starfa, bauð hann i landssjóðs- peningana, og naut þeirra, jafnvel þó Landsbankinn borgaði sömu vexti. Frá 3. jan. 19 n til þess í jandar í ár lagði landssjóður engan eyri inn í Landsbankann. Þannig hefir lands- sjóður í 2 ár ekki haft nein viðskifti við Landsbankann, nema að það stóðu inni rúmar 25.000 kr. í bank- anum frá 1911, í notum þess, að Landsbankinn átti ófengnar frá lands- sjóði c. 75 þús. kr. fyrir verðbréf er bankinn hafðikeypt, en sem landssjóði bar aðkaupa af hon um. Þess má geta þakksamlega að landssjóður hefir nú í jamiar síðastl. lagt inn í Landsbankann 100 þiis. kr. til ávöxtunar í nokkra mánuði. Annars virtist það ekki óviðeig- andi, að landsstjórnin notaði Lands bankann meir en hún gerir til þess að ávaxta fé sitt, enda hefir þingið svo tilætlast. Skattur sá til landssjóðs sem bank- inn varð að bera útaf þessari til- högun með landsféhirðisstarfið, hefir að minsta kosti numið 2000 kr. á ári, þegar afskifti annara starfsmanna bankans og bankastjórnarinnar af reikningsfærslunni er tekin til greina, og mundi hafa numið meiru, ef landsféhirðisstarfið hefði verið sæmi- lega launað. Árið 1905 sá bankastjórnin fram á, að 1. veðdeild yrði bráðlega tæmd, enda var síðasta lán hennar veitt «•/,. 1906. Alþingi samþykti þá, samkv. lög- um nr. 27, 20. október 1905 að setja á stofn 2. veðdeild að upphæð 3 miljónir kr., skyldi tryggingarféð vera %. af upphæð þeirri, eða af bankavaxtabréfum þeim, sem í um- ferð eru sett, eða alls 500 þús. kr. Þar af átti helmingurinn að vera í ríkisskuldabréfum, en hinn helming- urinn í bankavaxtabréfum 1. veð- deildar. Og enn hélt alþingi að bankinn væri fær um að leggja fram trygg- ingarféð, leggja 500 þús. kr. á kistubotninn í viðbót við þær 200 þús. krónur er þangað voru komnar áður. Þessi deild var þurausin með síð- asta láninu úr henni 22/7. 1909. Úr því gátu aðeins einar 50 þiis. kr. verið i veltu af fé þvi, sem bank- anum var lagt til upphaflega. Með þessum 50 þiis. kr., og spari- sjóðsfé því, er bankinn gat reitt saman, átti hann nú *að styðja að ýramförum atvinnuveganna*! Flestir skynsamir menn mundu nii hafa gizkað á, að alþingi mundi láta hér staðar nema, hætta að reita fjaðrirnar af Landsbankanum, þegar auk skattsins, 7.500 kr. á ári, var búið að taka úr veltu nálega alt veltufé hans. Nei, það var nii öðru nær, því hið sama þing ákvað með lögum nr. 29, 20. okt. 1905, um stofnun byggingarsjóðs, að Lands- bankinn skyldi greiða honum skatt, i°/0 af seðlafúlgunni ojand skattinn til landssjóðs, eða nii samtals 15.000 kr. á ári. Þingið samþykti þetta samkvæmt tillögum þáverandi og núverandi stjórnar. Afleiðingin af þessu háttalagi varð sú, að til þess að bankinn gæti hald- ið áfram nokkurri verulegri starf- semi, varð hann að hleypa sér í stórskuld við Landmandsbankann i Höfn, og var þannig stofnað til skuldar þessarar, að Landmandsbank- inn gat kallað eftir skuldinni hve- nær sem hann óskaði, og þá auð- vitað sett Landsbankanum þá við- skiftakosti, sem hann vildi. Skuldin við Landmandsbankann nam i júnilok 1907 kr. 1.3 87.164.13 en komst hæzt 30. júni 1909 upp í kr. 1.822.057.03. Bankastjórnin mun hafa haft beig af þessu lánsfyrirkomulagi, eða að Landmandsb. hefir þótt skuldasúpan orðin nokkuð há; fór bankastjórnin því fram á það á þinginu 1907, að fá lagaheimild til að gefa út svo- nefnd bankaskuldabréf, 2 miljónir króna, skyldu allar eigur bankans standa sem trygging fyrir láninu, og ábyrgð landssjóðs. Þetta heimil- aði þingið með lögum nr. 82, 22. nóv. 1907, en sala þessara bréfa kom ekki til framkvæmda fyr en árið 1909. Lán þetta var tekið með 4x/2 °/0 vöxtum og bréfin seld á 97^/3 % auk 2500 kr. sölulauna. Lán þetta skyldi vera afborgunarlaust í 5 ár, en greiðast úr því á 20 árnm, svo ekki voru nú lánskjörin glæsileg. Á þinginu 1909 fór bankastjórnin fram á, að stofnuð væri 3. veðdeild- in, og var hún stofnuð með lögum nr. 13, 9/7. 1909, að upphæð 3 milj- ónir króna, og enn lét þingið Lands- bankann leggja fram tryggingarféð. Svo stóð það til þingsins 1911, að Landsbankinn lagði fram tryggingar- féð, og til loka þess árs. Lá þá um áramótin að veði fyrir veðdeildunum frá Landsbankanum 581.600 kr. í ríkisskuldabréfum og 368.900 kr. í veðdeildarbréfum, eða samtals 950.500 krónur. Það er 200.500 kr. meira, en Landsbank- anum hafði verið afhent sem veltufé. Af því þáverandi bankastjórn sá fram á, að hún alls eigi mnndi geta selt bankavaxtabréf 3. veðdeildar, fór hún fram á, að þingið 1909 sam- þykti að taka 2Ja miljóna króna Trúmála-hugleiðingar frá nýguðfræðilegu sjónarmiði. IV. Heilög ritning og vér. »Þið eruð a5 svíkja af okkur guSs orð, — þið eruð að rœna kristinn al- menning heilagri ritningu.« Svo gerði eg andstæðingum n/ju guðfræðinnar upp orðin i niðurlagi síðustu hugleið- ingar minnar. Því að hugsuninni til eru þetta langalgengustu getsakirnar á hendur n/guðfræðingunum af hálfu forvarða hinnar eldri stefnu. Og þeim getsökum hefir ekki ófyrirsynju verið á lofti haldið, sem sjá má af því, að f augum margra góðra og tniaðra al- þýðumanna eru n/guðfræðingarnir fyrst og fremst »menn, sem afneita heilagri ritningu«. Hvað er hæft í slíkum getsökum? Eg fæ ekki sóð að svarið geti orðið annað en þetta: í þeim er engin hæfa. Eftír allri minni þekkingu á hinni n/ju trúmálastefnu, þá þori eg að segja, að menn n/ju stefnunnar standi hinum í engu tilllti að baki hvað snertir lotningu fyrir þessari »bók bókanna« og ást á henni. Það sem skilur stefnum- ar er að mínu viti alls ekki ólík hjarta- afstaða, heldur ólíkar skoðanir á upp- runa, eðli og ásigkomulagi þessarar bókar, sem báðum þessum stefnum er jafn ástfólgin. Eldri stefnan pr/ðir ritningupa /msum ágætis eigindum, sem við hana hafa tengdar verið að henni sjálfri fornspurðri, og heldur dauðahaldi i þær, af því að hún álít- ur, að hinni elskuðu bók sé stórlega misboðið, ef hún só svift þeim, tign hennar að engu gerð og álit hennar fótum troðið. N/ja stefnan mótmæiir þe8sum sömu eigindum, af því hún á- lítur þær með röngu við hana tengd- ar, og gerir sitt til að koma mónnum í skilning um 'hið sanna eðli ritningar- innar og ásigkoniulag út frá eigin vitn- isburði hennar, með því að hún álft- ur, aS hinni elskuSu bók só misboSiS meS þess háttar ósannri gyllingu og aS það standi í vegi fyrir róttum skiln- ingi hennar og fullum notum. Því að n/ja stefnan álítur ritninguna, engu síður en hin stefnan, »nytsama til fræðslu, til umvöndunar, til leiðrótt* ingar, til mentunar í róttlæti«. Hún álítur ritninguna, engu síSur en hin stefnan, heimslns beztu bók, og ein-

x

Ísafold

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ísafold
https://timarit.is/publication/315

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.