Ísafold - 12.04.1913, Blaðsíða 2

Ísafold - 12.04.1913, Blaðsíða 2
110 ISAFO LD Karlmanna- og Drengja- Fataverzlun Th. Thorsteinsson & Co á horninu Austurstræti 14 (móti Landsbankanum). Tóbaksbindindisfélög íslands. Þegar Columbus og menn hans fóru að kynnast Indíánum, tóku þeir eftir því, að Indíánahermenn báru, auk vopna sinna, kókoshnot með gulum vökva. I vökvan dýfðu þeir örvum sínum. Urðu þá sárin banvæn. Þessi vökvi var hin svokallaða tóbaksolía (nikotin). Indíánar reyktu tóbakið og ákólluðu anda þess til liðs við sig móti 'nvítu mönnunum. Indíánar toru halloka sem kunnugt er. En einkennilega virð- ast hefndaróp deyjandi Indíána hafa komið fram á hinni hvítu kynslóð. Miljörðum á miljarða ofan hafa þeir varið fyrir hina gagnslausu og eitruðu tóbaksjurt, en á sama tíma hafa þús undir manna og hundruð þúsunda dáið úr hungri í menningarlöndunum, en mesti sægur af fólki átt við næsta bág kjör að búa, þótt það hafi getað dregið fram iífið. Kringum 1520 var farið að rækta tóbak til lækninga í Portugal. Sú trú hafði borist með tóbakinu frá Ameríku, að það væri eins konar kraftmeðal, meðal við öllum meinsemdum. En engar ábyggilegar sögur eru um, að það hafi bætt neinum. Árið 1560 voru Katrínu af Medici, Frakkadrotn ingu, send nokkur tóbaksfræ í brófi Og læknisk.raftur jurtarinnar lofaður mjög. Drotning var hjátrúarfull og fekst við gullgerðarlist og ýmsa yfir náttúrlega hluti. Hugði hún nú að reyna tóbakið við Frans II. son sinn, sem þjáðist af einskonar holdsveiki. Hún vann tóbaksolíu úr jurtinni, bjó til úr henni smyrsl og bar á sárin, en Frans hlaut bráðan bana af. Hvorki drotning nó aðrir skeltu skuldinni á tóbakið. Drotning lót gera tóbakselda í herbergjum sínum. En er reykur- inn magnaðist, setti að henni vímu og alskonar óra. Kallaði hún þetta opin beranir frá guði og breytti eftir þeim. Þegar tóbakið tók að breiðast út hór á landi á fyrri hluta 17. aldar, var það einkum þetta, sem ruddi því til rúms hór á Iandi sem annarstaðar. Það átti að vera allra meina bót, hvort heldur þau voru á sál eða líkama. Vörn átti það að vera gegn sjúkdóm- um, og þótt menn kendu þeirra ekki í bráð, sakaði aldrei að vita sig örugg- an fyrir slíkum gestum. Jafnvel kvef og leti átti tóbakið að bæta, en nú er þjóðin búin að neyta tóbaks sam- fleytt í meira en 200 ár, og kemur víst engum í hug að segja fólkið starf- samara eða heilsuhraustara en fyrir þann tíma. Það eimir enn eftir af tóbaksátrúnaðinum. Sumt alþvðufólk trúlr því enn statt og stöðugt, að tó- bak verji skyrbjúg, lækni sjóveiki, bæti sjón o. fl. Læknar gátu ekki neitað þessu, þegar tóbakið var að breiðast út, svo skamt var læknisfræð- in þá á veg komin. En þessu neita læknar nú. Þeir segja, að tóbak bæti naumast nokkra veiki, heldur þvert á móti. Það veiki líkamann og geti Skintiíyanzkar hinir alþektu mislitir, svartir og hvítir komnir aftur. Siíkibordar feikna úrval frá 0.50 til 1.45 alin. Jlýkomid íií jafuvel sjálft komið á stað sjúkdómum, t. d. gert menn steinblinda. Þótt vísindi og reynsla sú, sem nú er fengin, en þá var ekki til, gæti ekki stemt stigu fyrir tóbakinu, þá vöruðu margir af beztu mönnum þeirr- ar tíðar þjóð sína við því og gramdist, hvernig fólkið gleypti við tóbakinu í blindni. Engir gengu þó fram með eins miklum dugnaði móti tóbakinu og prestarnir. Þeim, sem neyttu tó baks, var ógnað með kvölum þessa heirns og annars. Fyrst var ellefta boðorðmu bætt við lögmálið, en það hljóðaði svo : »Þú skalt ekki tóbaks neyta«. En með því að ellefta boð orðið var hvergi að finna í biblíunni, hurfu menn frá því ráði og settu það í samband við 6. boðorðið og var látið varða hjónaskilnaði. Síra Stefán Ólafs- son þjóðskáld orti níð um tóbakið. Þó trúði hann á læfniskraft þess, ef rétt væri að farið. Einn af þeim, sem barðist móti tóbakinu, var Hallgrímur Pótursson. En alt kom fyrir ekki. Menn voru blindaðir af hjátrú og hleymidómum. Tóbakið bar hærri hlut. Nú hefir barátta gegn tóbakinu hafist að nýju. Engiti ástæða er til að halda, að nú fari eins og hið fyrra sinni. Tóbakið er búið að gefa á sér raun. Nú eru menn ekki vopnlausir í baráttunni móti tóbakinu; þeir hafa vísindin og reynsluna og móti þeim virðist ekkert geta staðist. Tóbaksnaut er tiltölulega ný uppfundning, en reykingar eru engu að síður mjög gamlar í tieiminum. Við höfum sögulegar frásagnir um frumþjóðir, sem hafa reykt ýmsar eitr aðar og æsandi jurtir; í gamla heim- inum einkum hamp. Fundir úr gröf- um benda til, að hampreykingar hafi átt sér stað miklu víðar en sögurnar geta um, og ef til vill hafa þess kon- ar reykingar tíðkast um eitthvert skeið í flestum löndum, en lagst niður með vaxandi menningu. Hví skyldi tóbak- ið ekki fú sömu afdrif. Tóbaksnautn er ekki vítaverðari en önnur hjátrú fyrri alda, en eftirköstin urðu verri. Það er vandkvæðum bund- ið að venja líkamann við tóbakseitrið og maðurinn veikist fyrst í stað, enda þótt smátt só af stað t'arið. En þegar mönnum fer að þykja tóbakið gott, þá óru þeir líka á góðum vegi með að binda sig böndum tóbakslöngunarinnar, sem flestum er um megn að slíta. Þannig hefir það gengið fyr og síðar og þannig komst tóbakstízkan á. Það væri hvorki rótt nó heldur hyggilegt, að kasta steini á tóbaks- neytendur. Tóbaksnautn er ekki sprottin af illu innræti manna, heldur af tízku, og tízkan sú er sterk. Hana þarf að berja niður, og só það þarft verk, þá eiga tóbaksneytendur og þeir, sem ekki neyta tóbaks, að leggjast á eitt f því góða verki. Það er varla hægt að búast við því, að tóbaksneyt- endur fari að bætta að neyta tóbaks, nema þeir séu rétt að byrja á því. En þeir, sem hafa ekki enn þá látið tóbakstízkuna ná tökum á sór, ættu að gæta sín fyrir henni framvegis. Það, sem tóbaksneytendur geta gert málinu til stuðnings er það, að þeir vari æskulýðinn við að slæðast út á tóbakstroðningana og styðja tóbaks bindindisfélögin. Oldungarnir mundu fá veglyndi sitt og þjóðrækni marg- launaða. Þeir mundu sjá syni sína og dætur, hina nýju kynslóð, tóbakslausa og leggjast með þeirri góðu meðvitund í gröfina, að þeir hefðu lótt tóbaks farginu af þjóð sinni. Þeir mundu hljóta ást og virðingu hinnar upprenn- andi kynslóðar. Þannig á minning feðranna að vera, en ekki blandin beiskju og ásökun. Og þeir mundu koma í veg fyrir ofstæki, sem þarf ekki að koma fram við útrýming tó- baksins, hvorki með eða móti tóbaks- Engin hérlend verzlun hefir jafn fjöl breytt úrval af öllu er kariinenn og Drengir með þurfa til klæðnaðar. Vörnrnar Vandaðar og Verðið Lágt. Karlmannaföt. Svört, Blá og Mislit, feikna úrval. Sniðið og frágangur sérlega gcður. Verð frá 11,50 til 45,00. Drengjaföt af öllum stærðum, margar gerðir, t. d. Matrósaföt misl. og Blá frá 3,50—15,50. Sportföt 3 gerðir frá 4,95—19,50. Jakkaföt með stuttum og síðum buxum. Svört, blá og misl. frá 9,50—29,00. Fermingarföt ágæt frá 17,00—30,00 Stakar Buxur, margar teg. Karlmanns frá 3,90—10,59 Drengja frá 1,10— 4,90 Reið-Buxur eða Sport.Buxur, enskar, sórlega gott snið frá 7,50—26,00. Regnheldir Taufrakkar, mjög hentugir allan ársins hring, frá 22,00—48,00. Regnkápur, allar stærðir, fra 20,00—35,00. Regnhlífar. Göngustafir. Nærfatnaöur, Enskur og Danskur margar teg. Skyrtur eða Buxur frá 1,25—6,25. Milliskyrtur, dökkar og ljósar. Karlmanns frá 1.25—3,25. Manchettskyrtur. Mislitar frá 2,90—6,00. Hvítar frá 3,75—6,00. Sokkkar, ullar og baðmullar, feikna úrval frá 0,30—2,75. Peysur Karlm. og Drengja. Hálslín, 4-falt úr hör. Xclymte Flibba Karlm. og Drengja, bvíta og misl., sem auðveldast er að halda hreinum og endast bezt. Linir Flibbar og Brjóst. Vasaklútar, hvitir og misl. Silkiklútar fallegir. Axlabönd margar teg. frá 0,50. Slifsi og Slaufur, stórt og fallegt úrval. Höfuðföt: Harðir Hattar mjög góðir frá2, 90—7,90 Pípu-Hattar frá 12,00—16.50. Linir Hattar,---Skygnihúfur. Enskar Húfur frá 0,45—3,25. Drangja-Höfuðföt. Vinnuföt, ýmsar teg. afar ódýr. Trollarabuxur afar ódýrar og margt smávegis. Fataefni. Mikið úrval frá 2,75—8,75 alin. Saumastofa sem hr. Jón Fjeldsted veitir forstöðu Muniö að koma fyrst til bindindi, í þeirri mynd, sem tóbaks bindindismenn hugsa sér það. Það er svo stutt síðan að farið var að gefa áhrifum tóbaksnatnar gaum, að ekki verður sagt, að hve miklu leyti h ó f 1 e g tóbaksnautn só skaðleg fyrir fullorðna og fullhrausta menn, því málið er lítið rsnnsakað. En öllum ber saman um, að ö 11 tóbaksnautn só skaðleg fyrir börn og unglinga og því skaðlegri sem hún er meiri. Rann sóknir, sem gerðar hafa verið í barna- 8kólum á síðari árum víðsvegar úti um heim, hafa berlega leitt í ljós skað semi tóbaksins fyrir fólk á þroska- skeiði. Víðast hefir niðurstaðan orðið sú, að sá fjórði hlutinn af drengjunum, sem dugmestur hefir verið til náms og starfa, hefir með fátim undantekning- um neytt einkis eða mjög lítils tóbak. Að sama skapi hafa reykingar verið langmestar í versta fjórðungnum. Mikil tóbaksnaut og dugleysi virðist fara saman hjá börnum. En þó má vera, að það stafi að einhverju leyti af því, að skynsöm börn sjá fremur hverjar afleiðingar tóbaksnautnin hefir og glæpist síður á tóbakstízkunni. Á framhaldsnámsskeiði í Rvík 1912 ræddu keunarar um tóbaksbindindi. Það var einróma álit þeirra allra, að nauðsyn bæri til að stemma stigu fyrir tóbak- inu. Ráðlegast væri fyrir þá að vinna að því á þann hátt, að koma á tóbaks bindindisfólagsskap meðal stálpaðra unglinga í sveitum (fólögin gætu bka verið málfundafólög o. s. frv.) en leiða hinum yngri fyrir sjónir hvað tóbaks nautnin í raun og veru er. Þetta hafa nokkrir kennarar gert. Dr. Seaver, sem um 10 ára skeið stýrði hinum heimsfræga Yall háskóla í New-Haven í Connecticut í Bandaríkj- unum, bar líkamlega hteysti stúdenta mjög fyrir brjósti. Af rannsóknum þeim, setn bann gerði, er eín gerð með tilliti til tóbaks og nær yfír 3J/2 ár. Hann komst að þvf, að af hverjum 100 stúdentum, sem kæníu til háskólans, reyktu 18 meira eða minna, en 82 neyttu alls ekki tóbaks. Seaver skifti þeim í 3 flokka. í 1. flokki voru þélr, sem reyktu alls ekki ; í 2. flokki þeir, sem reyktu einstöku sinnum, og í 3. flokki þeir, sem reyktu stöðugt. Hann tók meðaltal af líkamsþunga manna < hverjum flokki, vexti, ummáli brjósts- ins og því, hve lungun gátu rúmað mikið loft. Hlutfallið milli meðalþunga f flokkunum var 100 : 94 : 91 ; hlutfall vaxtarins 100:91:81; ummál brjóst holsins eins og 100 : 83 : 79 og hlut fallið milli loftrúms lungnauna eins og 100 : 72 : 57. Brotum er slept. Reynsla úr barnaskólum — tölur Dr. Seavers og annara, er gert hafa sams- konar athuganir, benda til þess, að tó bak só skaðlegt fyrir ungt fólk. Hér á landi hefir þetta mál lítið verið rann- sakað. Eftirtekt befir það þó vakið, að sfðan að tóbaksbindiudisfélög risu upp f skólunum, hafa safnast f þau úrval nemenda. Tóbaksbindindisfólög eru nú í flestum æðri skólum lands ins. í mörgum löndum hins mentaða heims hefir verið hafin barátta gegn tóbak- inu á sfðustu árum. Elzt er þessi hreyf- ing í Bandaríkjunum f Amerfku, enda er málinu þar lengst komið. Þar í landi er tóbaksnautn orðin mjög sjaldgæf meðal innfæddra Amerfkumanna. Hún þykir þar ósómi, enda er öll tóbaks- nautn óþrifleg, ekki sízt reykjarsvæl- an. í Bandaríkjunum helst tóbaks- nautnin við vegna fólksflutninga frá Evrópu, sem eru mjög miklir. Utrým- ing tóbaksins er orðin þar viðurkent velferðarmál. Ýms ríkin hafa bannað að selja börnum og unglingum tóbak. Bandaríkjastjórn hefir sett tóbaksbind- indi sem skilyrði fyrir veiting ýmsra embætta og starfa. Margir einstakir menn fara að hennar dæmi, og taka ekki nema tóbaksbindindismenn í sína þjónustu. Mörg hin stærstu firma hafa aerb samtök f um þetta. Tóbaksnautn er bönnuð í mörgum skólum, ’og varð ar brottrekstri, ef út af er brugðið. í þeirra tölu eru foringjaskólarnir í West Point og Annapolis. Ennfremur er í Bandaríkjuuum öflugt sambandsfélag, er vinnur að útrýming tóbaks. í því er eitthvað miljón ungra manna. Fó- lagið er eins konar minnisvarði yfir þjóðmæritiginn Lincholn, forseta, sem neytti hvorki víns né tóbaks, og sem altaf er bent á sent fyrirmynd fyrir amerfskan æskulýð. Hér á landi hefir verið hafin bar- átta móti tóbakinu. Fyrir 4 árum síð- an stofnuðu nemendur gagnfræðaskól- ans á Akureyri tóbaksbindindisfólag f skólanum. Hafði skólameistari hvatt til þess áður. í tölu stofnendanna voru 3 kennararnir og skólameistari sá fjórði. Tilgangur fólagsins var ákveðinn sá, að útrýma tóbaksnautn úr skólanum og landinu yfirleitt. Tóbaksnautn tók brátt að leggjast niður < skólanum, þótt ekki væru allir í fólaginu. Nemendur, sem voru í fólaginu, hétu hverir öðr- um að stofna tóbaksbindindisfólög, hver í sinni sveit, er þeir nefðu hætt námi. Þetta hafa margir efnt. Nemendur í flestum hinum æðri skólum hafa farið að dæmi Akureyringa og komið á fót tóbaksbindindisfél. imiat) skóla BÍnna. Þegar þeir svo fara úr skólunum, út- breiða þeir fólagsskapinn og stofna tó- baksbindindisfólög út um bygðir lands- ins. Einkum geta kennaraskólanem- endur gert málinu mikið gagn. Alls eru nú í landinu um 30 tóbaksbind- indisfélög. Sumt af því eru flokkar í ungmennafélögutn. Tilgangur þessara fólaga er að útrýma tóbaksnautn, ekki með aðflutningsbanni nó á þanu hátt, að leggja að tóbaksneytendum með að hætta tóbaksnautn, heldur einungis með því móti, að fá unga menn til þessaðbyrja ekkiáþvf að neyta tóbaks, og auk þess að fá tóbaksmenn og aðra til þess að styðja að þvf, að þetta megi v#e r ð a . Tóbaksbitidindisfélögin fslenzku efna nú væntanlega til fulltrúafundar f Rvfk f vor. Þá er í ráði, að þau komi á sambandi sín á milli Og miðstjórn. Á slíkri samvinnu er hin mesta nauðsyn, ef nokkuð á að verða að verki, og það því fremur, sem tala fólaganna getur tvöfaldast og þrefaldast á skömmum tíma með tilstyrk þeirra, sem útskrif- ast úr skólunum. En eitt vantar þenna félagsskap tilfinnanlega, en það er fó til þess að geta starfað með fullum krafti, því ef undanskildir eiu nokkrir kennarar við skólana, þá eru í flestum tóbaksbindiudisfól. eingöngu efnalausir unglingar, og mikill þorri þeirra kost- ar sig við eitthvert nám. Þótt áhugi 80 mikill, þá er efnaleg geta ekki alt- af í réttu hlutfalli við hann, þegar þannig stendur á. Ætla mætti, að tó- baksbkidindisfólögin gætu naumast felt sig við að íþyngja landssjóði ; en ef engin önnur leið virðist fær, og fólög- in skyldu leita til þingsins um fjár- styrk, þá ætti ekki að gera þau aftur- reka. Tóbaksbindiudismálið liði við það- Termingar- kjólatau margar teg. o.8o—i.8o Leggingar Silki einlit og marglit í svuntur og kjóla Thjkomið íií Tt). Tf). Vefnaðarvöruverzíun íngóífsfyvoíi. Tf). Tt). Vefnaðarvöruverzíun Ingóífsfjvoti. ♦

x

Ísafold

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ísafold
https://timarit.is/publication/315

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.