Ísafold - 12.04.1913, Blaðsíða 4

Ísafold - 12.04.1913, Blaðsíða 4
112 ISAFOLD son í Knarartungu ytri, Guðm. Magn- ússon á Stóra'Kambi, hreppsnefndar- oddvita Hallbjörti Þorvaldsson í Gröf, Kjartan kaupmann Þorkelsson á Arn arstapa og útvegsbónda og hreppsnefnd armann Brand Jóhannesson f BárSar dal við Hella og marga fleiri. Voru þeir allir á einu máli, að ómögulegt vœri annað en að Breiðuvtkurhreppur ætti glæsilega framtíð fyrir höttdum, og að það væri enda farið að lýsa af þeim vonardegi, og bentu þeir mér á mörg slfk einkenni, sem eg hlaut að kannast við, að eru óræk. Vitanlega gjörðu þeir ekki — og það gjöri eg ekki heldur — ráð fyrir því á neintt yfirnáttúrlegan hátt, líkt og þegar »manna« rigndi yfir ísraelsmenn á eyði- mörkinni forðum. Nei, þeim var ljóst, að það hl/tur að verða fyrir starfsemi mannsandans samfara líkamlegum dug og dáð, að starfa með alúð og fólagsskap að öllu því sem til heilla horfir. Til þess nú að s/na, að þessir vor- draumar þeirra hljóta að rætast, og það álit mitt sé á viti bygt, að aftur- förunum só þegar lokið, skal hór bent á nokkuð af því sem eg fekk vitneskju um í Braiðuvíkurhreppi. Á síðustu 6—8 árum hafa flutst inn í sveitina, nokkrir menn sem ymist eru ættaðir úr eða hafa dvalið lang vistum í nokkrurh hinna framfaramestu s/slum iandsins, svo sem: Árness- Dala Suðurmúla- og Borgarfjarðars/slum, og má slíkt heita stórhapp fyrir hreppinn, því þó þessir menn séu ekki neinir auðk/fingar eða andans ofurmenni, þá munu flestir þeirra hafa til að bera talsverða bæði Ifkamlega og andlega hæfileika. Með öðrum orðum: þeir eru hugsandi og hags/nir menn, með marg- breyttari lífsþekkingu heldur en alment gerist hjá mönnum sem alist hafa upp í afskektum útkjálkahóruðum, og lít inn eða engan kost átt að kynnast um heiminum með sinni síföldu umbreyt- ingu sökum vaxandi menningar og mentunar. Meðal þessara manna eru flestir þeir, sem eg hef nefnt hór að framan, og er enginn vafi á því, að þeir hafa þegar markað n/ spor sem liggja í framfaraáttina, og þessi fram fara og menningarstraums vakning hl/tur að fá meiri áhrifaþunga við hvert árið sem líður, og þeirra nvtur við, ef þeir halda fast saman og hopa hvergi, þó við /msa erfiðleika só að etja; láta það engin áhrif hafa á sig, þótt þröng s/ni og þ/lyndi afturhaldsseggja, kalli viðleitni þeirra »n/móðis mikilmensku« sem gera þyrfti hóraðsræka, svo hugs- unarkreppa skrllshátturinn geti óhindr- aður haldið sínu forna öndvegissæti. Húsabótum, bæði fyrir menn og fén að, hefir stórum farið fram á síðasta áratug. 1903 voru að eins 2 heyhlöð ur í öllurn hreppnum, báðar bygðar af aðkomumönnum, en nú rounu þær vera um 20, allar með járnþaki. Mjög margir bæir eru nú orðnir með járn- þaki, og sömuleiðis fjós. Timburhús voru reist á 5—6 bæjum þegar eg fór þar um, þó rnyndarlegast væri á Arnar- stapa, hjá Kjartani Þorkelssyni, járn varið íbúðarhús, 18x12 al., búið út fyrir verzlun í öðrum enda, þótt enn hafi ekki verið notað, — og í Gröf hjá Hallbirni oddvita, steinsteypuhús 10 x 12 með kjallara undir. Hann hefir og reist þar á eignarjörð sinni annað hús, sem rúmar 20 stórgripi og á ann að hundrað fjár, og hlöðu, sem tekur 8—10 hundruð heyhesta. Húsabætur þessar sagði hann mór að hefðu kost- að um 6000 kr., og eru þetta stór- fengleg framfaraspor at' efnalitlummönn- um, er bera vott um framgjarnan hugs unarhátt og s/na, að fátt er ómögu- legt, ef viljann vantar ekki. í Breiðavlkurhreppi er 5 ára gam- alt búnaðarfélag, og voru félagar þess um 20. Arlega hafði verið unnið í því um 300 dagsverk, mest túnaslótt- ur, og sáðreitir, sem óðum eru að fær- ast í vöxt þar með góðri uppskeru. Nokkrir menn úr austurhluta hrepps- ins voru félagar í rjómabúinu í Stað- arsveit, og talsverður áhugi var vakn- aður fyrir stofnun slátrunarhúss fyrir alla s/sluna, og var helzt ráðgert að reysa það f Stykkishólmi. — Þá höfðu og Breiðvíkingar með höndum að koma upp bókasafni í hreppnum. Hafði ver- ið skotið saman dálítilli fjárhæð, og var svo áformað, að sveitarsjóður tæki þátt í. Taldi oddvitinn víst, að það mundi ná fram að ganga, og bóka- safnið þannig verða eign almennings. Bæði þessi framfarafyrirtæki geri eg ráð fyrir að nú séu komin í fulla fram- kvæmd, enda bæði þess verð. Þá vll eg geta þess Breiðvíkingum til hróss að þeir voru með fyrstu hrepp- um tíl þess að ganga undir hin n/ju fræðslulög, og er það því virðingar- verðara sem barnafræðsla líklega hefir áður verið þar lakari en skyldi. Það s/nir, að menn hafa þó haft opin aug- un fyrir nauðsyninni. Frumvarp til fræðslusamþyktar fyrir hreppinn var eg svo heppinn að sjá, og get eg ekki l/st því nánar en svo, að það væri bæði vel og viturlega orðað, eins og vænta mátti af jafnmiklum sk/rleiks- mónnum eins og þeir eru Helgi í Gísla- bæ og Hallbjörn i Gróf. Því vil eg bæta hér við, að eg fekk fregn af því frá Englandi í fyrra, að Bi eiðvíkingar, fyrir milligöngu oddvita síns, hefðu sent þangað ull, og keypt erlenda vöru fyrir, og sannfærði það mig um, að þar hafa þeir stigið eitt hið nauðsynlegasta framfaraspor síðan eg var á ferð, enda varð eg var við áhuga manna í þá átt. Árleg útgjöld sveitarsjóðsins hafa á síðustu 10 árum aldrei farið fram úr 1500 krónum. Eg tel hæpið að hinar miklu auðs- uppsprettur og landkostir í Ameríku, sem fólk er að keppa eftir, taki Breiðu vík mikið fram, og virðist það athuga- vert ástand, að okkar fátæka og :á-' menna land skuli árlega missa þangað tugi og hundruð af efnilegasta fólki sínu, en blómlegustu blettir landsins liggja í órækt og niðurníðslu sökum mannleysis, og s/nist ekki óviðeigaudi að þing og stjórn lóti sig þetta nokkru skifta, — að minsta kosti leggur Cana- dastjórn, og euda fleiri þjóðir, meira í sölurnar til að byggja land sitt, og sannast hér sem oftar, að við íslend iugar erum eftirbátar í flestu, sem helzt má að gagni koma. Loks sn/ eg máli mfnu til allra þeirra sem orð mín sjá eða heyra, og sem á einhvern hátt ekki þykir fara vel um sig þar sem þeir eru, og spyr þá að, hvort þeim synist ekki vel til fallið að leita nánari uppl/singa um landræmuna kring urn Snæfellsjökul heldur en hór hefir verið rúm og tími til að l/sa. Eg þori að ábyrgjast, að eg hefi hór ekkert ofsagt, — en hitt getur komið til mála, að »sínum aug um líti hver á silfrið«. Það kostar ykkur ekki svo mikið að skreppa vest- ur á Snæfellsnes, hvort heldur sem er landveg eða sjóveg, til að sjá með eigin augum hið frjósama, og þó um leið hrjóstuga hórað, hið fagra, en jafn framt tröllslega andnes. Ánægjan yfir að geta skoðað jafn aðdáanlega sam- eining fegurðar og hrikaniyndar nátt- úrunnar mundi margborga ferðina, hvað sem þvi líður að setjast þar að. Mér er sem eg heyri einhverja segja i skopi: Hann ætlast þó líklega ekki til, þessi Snæfellsness agent, að meiri hluti landsmanna flytji vostur í Breiða- vík ! Onei ! Ekki ætlast eg nú reynd ar til þess, eri svo ieit eg til, að þótt þangað kæmu 4—500 manns, þá væri ekki þrerigra um vik þar til bjargráða heldur en sumstaðar á kaupstaðarmöl- unum, og lítur þó út fyrir að fólki þyki þar seint of setinn bekkur. Þeg ar allar eyðijarðirnar í Breiðavík eru bygðar, »þá er þar enn meira rúm«. í Stapa-, Hella- og Beruvíkurlandi, og enda víðar, eru miklir flákar af grjót lausnm og grasvana, en frjóvum mold- armóum, svo tugum dagslátta skiftir í hverjum stað. Að rækta þá alla er margra ára starf fyrir fjölda manns, og þegar það væri búið hygg eg það vera mundi álitlega hjörð, sem mætti framfleyta á afurðunum. Skyldu ekki Reykvíkingar vilja gefa nokkra aura fyrir ferstiku í slíku landi til útrækt unar. Eg só í anda landareignina á Hellum þegar búið væri að byggja víðs- vegar um hana 30—40 timburhús með afgirtum, ræktuðum túnum í kring, og stórar hjarðir kúa, sauða og hrossa breiðast um lyugheiðarnar fyrir ofan, og nokkra tugi mótorbáta þjóta fram og aftur kring um nesið með fullfermi af því, sem fjöldi manna fórnar fó sínu og lífi fyrir — þorskinum. Mér er sem eg sjái hinn gamla Snæfellsjökul glotta með fegins svip, laugaðan hinu eldheita skini júnísólarinnar, yfir at- orku og auðlegð þessara brjóstbarna sinna, vitandi það, að þá væri ekki lengur sagt um neinn til óvirðingar, að hann væri »Jöklari« eða »undan Jökli«. Þá mundi Reykjavík fara að gjóta hornauga norður á nesið með »hvíta hólnum«, til að grenslast eftir, hvort n/lendan þar — hin n/ja borg -— mundi ekki þá og þegar vaxa sór yfir höfuð. — Já, og þið Reykjavíkur- búar ! Hvernig stendur á því að þið kostið árlega of fjár til að rækta mela og mógrafir, sem litla vexti gefa, eða þá kaupið reitings slægjur upp um Borgarfjörð og Kjós, sem kostar stór- fé, fyrir utan að ná því til sín ? Hví farið þið ekki heldur með fólk og fá- ið að slá á engjum Breiðv/kinga, sem nú ár eftir ár eru ekki notaðar ? Altaf sprettur grasið, og altaf verður það að sinu, og fer undir klakann. Hér væri að mfnu áliti um stóra hagsmuni að tefla. Flntningur ekki lengri en úr Borgarfirði, og meðalmaður getur sleg- ið k/rfóðrið á 3 dögum, og loks fund in atvinnugrein handa fátæku héraði. Allra blaða bezt Allra frétta flest Allra lesin mest ÍSAFOLD Kemur út tvisvar í viku alt árið, 104 blöð alls. Allir, sem vilja fylgjast með í þjóðmálum, halda ísafold, hvaða flokks sem eru. Kaupbætirinn betri sögur en nokkurt annað blað flytur. Kostar aðeins 4 kr. Lang- ódýrasta blað lindsins. Ekkert heimili lands- ins má sjálfs sín vegna vera án lsafoldarl — LIFEBUOY SOAP (LÍFEBUOY SÁPAN) A hverjum degi, á hverju heimili, aistaðnr má bjarga lífi manna með þvi að nota þetta dásamlega og lieilnæna sjerlyf. Það er bæði sápa og hreinsunarlyf iim leið—styrkir heilsuna og eykur hreinlæti, en kostar þó ekki meira en vanaieg sápa. Hún er jafngóð til andlits—og handþvotta og tii baða, til að lauga sjúkíinga eins og til allra heimil- isþvotta—yfir hóíuð til þvotta og ræstinga í hverri mynd sem er. Nafnið LEVER á sápunni er trygging fyrir hreinleik hennar og kostum. Conkíitt lindarpennar W‘ V-' er fylla sig sjálfir (án sprautu) fást aðeins i Pappírs- og riífangaverzíun .ti Mótorskonnortan „ N o r d 1 y s e t “ íæst keypt í því ástandi, sem hún er í nú, í Slippnum. Tilboð sendist til Hins danska steinolíuhlutafélags, Islands deild. Hall’s Distemper hefir rutt nýja braut í húsaprýði.sem gjörir heimiiin bjartari, hreinni og heilnæmari. Hann er hinn haldbezti húsafarfi, heldur árum saman sinu upprunalega ijtliti; veggjapappír lætur aftur á móli ásjá frá fyrsta degi, litast upp og á hann safnast ryk og óhreinindi. Hall’s Distemper er fullkomlega sóttvarnandi, er borinn beint á vegg- ina, verður afar harður; við vorhreins- un má þvo ryk og óhreinindi af hon- um úr volgu vatni. (skrásett vörumerki) Hall’s Distemper er óviðjafnanlegur að gæðum, hefir allsstaðar meðmæli frá helztu heilbrigð- isnefndum, byggingameisturum og mál- urum. — Aðeins búinn til hjá; SISSONS BROTHERS & CO. LDT. HULL, ENGLAND. ítarlegar upplýsingar um þenna ágætis nýtízkufarfa gefur: Kristján Ó. Skagfjörð, Patreksfirði. Dvelur í Hull á Englandi til marzloka, 32 Margaret Str.; X8LI Gerlarannsöknarstöðin í Reykjavík, Lækjargötu 6 tekur að sér alls konar gerla rann- sóknir fyrir sanngjarnt verð, og er venjulega opin kl. n—2 virka daga. Jafnframt útvega eg, sern aðalum- boðsmaður á íslandi fyrir sjónfæra- verksmiðju C. Reicherts í Wien Austurriki, hinar beztu, ódýrari smá- sjár (Microskop) með innkaupsverði, og hefi sýnishorn af þeim á rann- sóknarstöðinni. Gísii Guðmundsson. Boccaccio: Dekameron store, rigt ill. Pragtndgave, elegant indb., kun 3,75, för 16,80. Spielhagen : Hammer og Ambolt, elegant indb. i 2 Bind., knn. 1,00. Balzac: Ester, verdensberömt Bog, kun 0,75. Daudet: Eline Ebsen, berömt Roman, kun 1,00 för 3,75. Greville: Kleopatra, en Kœrligshedsfortælling kun 0,75, för 3,50. I. L. Heiberge Skuespil 3,00 för 6,00. Tuxen: Stjerneverdenen, med III. og Kort, eleg. indb. 3,00 för 8,00. Savage: Den maskerede Venus I—II indb. kun 0,65, do.: Min officielle Hustrn 0,35. Gaboriau: Dramaet i Orcival I—II kun 0,50. Casanovas galante Ungdoms, eventyr, rigt. i 11., 3,50. Zola: Drömmen, 254 Sider, knn 0,50, do.: Therese Raqnin 0,35, do.: Som man saaer, (Storborgerliv), Zolas berömteste Bög, elegant indb., knn 1,00. Fortegnelse 1600 Boger til billige Priser, vedlægges gratis. Bögerne ere alle nye og fejlfri, sendes med Efterkrav. S. V. Petersens, Bogliandel 45. Pilestræde 45. Köbenhavn K. Bókav. ísafoldar. Mikið úrval af Guitarnótum, t. d.: Sange af Farinelli, Aprils- narrene Elise, en yndig Blomst, Emilies Hjærtebanken, Om dagen ved mitt arbete, naar Soleti ganger til hvile, Vossevangen, o. s. frv. Romancer og Vaudeville Sange. Erik Bögh’s Vaudv. og Viser. Sænskir, norskir, danskir, þýzkir franskir og ítalskir þjóðsöngvar, alt útsett fyrir g u i t a r Bókav. ísafoldar. Likkistur, Líkklæði, Kransar. Lítið á birgðir mínar áður en þér kaupið annarsstaðar. Teppi lánuð ókeypis i kirkjuna, Eyv. Árnason, trésmíðaverksmiðja, Laufásveg 2. Deir kaupendur ísafoldar hér i bænum, sem skift hafa um heimili, eru beðnir að láta þess getið, sem allra fyrst, í afgreiðslu blaðs- ins, svo þeir fái blaðið með skilum.

x

Ísafold

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ísafold
https://timarit.is/publication/315

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.