Ísafold - 16.04.1913, Síða 2
118
ISAFO LD
Ekkert oflof
er hægt að segja um skilvinduna Diabolo, því að hún hefir alla þá
kosti, sem fullkomin skilvinda þarf að hafa: er sterk, einföld, endingar-
góð og ódýr, skilur sérlega vel og er hljóð í gangi, mjög auðvelt að
hreinsa hana. Nákvæmur ieiðarvísir á íslenzku með fjölda af mynd-
nm fylgir hverri skilvindu.
Stærð I skilnr 120 lítra á klukknstnnd og kostar kr. 75
— II — 220 — ------------------------- — — 150
Sbilvindan Diabolo fær einróma lof hjá öllum þeim, sem
nota hana. Aliir hagsýnir bændur ættu að kaupa Dia-
bolo-skilvinduna, því að hún er af núþektum skilvindum sú
bezta, en um leið sú ódýrasta.
Fyrirspurnum svarað greiðlega. Nægar birgðir fyrirliggjandi.
Virðingarfylst.
Verzlun Jöns Þórðarsonar
Reykjavíb.
Ilskór (Sandalar)
Reynið einhverja hinna 15 tegunda, sem allar eru fallegri og mikið'
vandaðri en áður.
Verðið á þeim, sem öðru, lægst hjá
Lárusi G. Lúðvígssyni,
f>ingf)oltsstræti 2.
gufuskipaféiags, minsta kosti i orði
og eg held einnig á borði, ef til
þyrfti að taka. Ef hér væru ötulir
forgöngumenn fyrir hönd félagsins
og létu til sin taka að safna hlutum,
er eg ekki í vafa um að héðan úr
Borgarfirði kæmi talsvert fé til fyrir-
tækisins. — Það er lika mál, sem
mætti gera að metnaðar og áhuga-
máli þjóðarinnar, ef þvi væri fram-
fylgt með kappi og dugnaði. Flest-
um er nú farið að skiljast það, að
við séum helzt til lengi búnír að
bindast Danmörku i verzlun og sam-
göngum og að þau viðskifti hafi oft
ekki verið okkur nein féþúfa eða
gæfuvegur. Enda hefir það aldrei
verið álitið holt, hvorki fyrir ein-
staklinga eða þjóðir, að eiga undir
náð annara og forsjá hvernig við-
skiftum er hagað, eða samgöngur
fást. Hagfeldast og happadrýgst er
að hlita sinum eigin ráðum og for-
sjá í þeim efnum og sækja sem
minst tii annara. Hið fyrirhugaða
íslenzka gufuskipafél. ætti að vera
framtíðarhugsjón sú, er gagntæki þjóð-
ina. Það sýndi hvort alvara er til
i henni og óblandin þjóðrækni.
Drengur einn hér í bæ las grein
Guðmundar prófessors Hannessonar
um eimskipafél. fyrirhugaða. Mundi
hann þá eftir því, að hann átti 20
kr. geymdar i sparisjóðsbók. Kem-
ur hann þá að máli við föður sinn
um það, hvort hann megi ekki skrifa
sig fyrir einum 25 króna hlut í eim-
skipafélaginu; hann geti borgað þess-
ar 20 kr. nú þegar, en 5 kr., sem
á vanti, skuli hann með einhverju
móti vinna sér inn í sumar.
Föður drengsins þótti vænt um
áhuga hans og sagði að það væri
bezt að hann fengi að skrifa sig fyrir
þessu þann daginn, er hann vrði 12
ára. Fyrir fáum dögum átti dreng-
urinn afmælisdag. Þá fekk hann að
skrifa sig, en þennan sama dag
fekk hann svolátandi símskeyti frá
afa sínum (efnalitlum presti):
Guð blessi þig. Afmælisgjöf 25 kr.
í eimskipnfélagi Islands.
Nú hýrnaði heldur en ekki yfir
drengnum, þvi að nú gat hann með
Brennivín, öl,
Whisky,
Konjakk o. fl.
er hvergi betra né ódýrara en í
verzlun undirritaðs.
Ríflegur afsláttur í stærri kaupum.
B. H. Bjarnason.
tilstyrk afa síns lyft þeirri bvrði_
sem Guðm. Hannesson ætlar efnaðri
heimilunum að lyfta (50 kr.).
Hve margir verða þeir 12 ára
drengirnir, sem gerast hlnthafar í
þessu nauðsynjafyrirtæki þjóðarinnar?
Og vaxi þeir upp með slíkan áhuga
lyfta þeir þá ekki undir fleiri nauð-
synjafyrirtæki þjóðarinnar síðar?
Aflahorfur í Noregi
eru sagðar góðar, í símskeyti hing-
að í gær. Lýsið er fallið í verði
um 10 kr. tn.
Silfurbrúðkaup
áttu þau i gær, síra Friðrik J.
Bergmann í Winnipeg og frú hans
Guðrún (f. Thorlacius). Heillaóska-
simskeyti sendu þeim ýmsir vinir
þeirra hér.
Maður beið bana
á botnvörpungnum Jóni forseta
á sunnudag, þann veg, að strengur
lenti svo illa á honum, að nær tók
af fótinn. Misti hann þegar meðvit-
und og lézt innan skamms.
Hann hét Jakob Sigurbjarnarson
kvæntur maður, til heimilis á Bessa-
stöðum.
Fióru-útgerðin
í Bergen gerir meira oss til hagn-
aðar en að hækka ekki farþega- og
flutningsgjöld — þrátt fyrir hækkun
hinna gufuskipafélaganna. Nú aug-
lýsir félagið, að hægt sé að flytja
vörur frá helztu verzlunarhöfnum er-
lendum, setn við notum, með Floru,
fyrir lágt aukagjald.
Enn fremur ætlar fél. að koma
beinum fiskflutningsferðum á til Suð-
ur-Spánar og Cataloníu
Skógræktarmál.
Álítur landsstjórnin og alþingi skógrækt
hér á landi svo mikilsverða, að veita ætti
nóg fé til eflingar hennar á nokkrum
árum ?
Eftir Koýoed-Hansen skógræktarstjóra.
Ekki sé eg betur en að eg sem
skógræktarstjóri eigi heimild á að
leggja ofannefnda spurningu fyrír al-
menning, til þess að minna á, að
ekki sé nú of snemt að ihuga hana.
Eg gerði mér einu sinni í hugar-
lund, að það sem um skógræktar-
málið hefir verið skrifað og rætt af
hálfu skógræktarstjórnarinnar, myndi
vekja athygli almennings á þann
hátt, að bændur í ýmsum héruðum
létu í ljós, hvað þeir hugsuðu um
það mál, en af því varð ekki. Það
sem hefir verið prentað af annara
hálfu, hefir mest verið vitlausar, heift-
arfullar árásir á skógræktarstjórnina.
Þó hafa svo margir menn gagnvart
mér haldið því fram að skógræktin
sé mikilsvert mál, að eg get ekki
annað en trúað því, að efling þess
máls komi heim við óskir almenn-
ings. En ef svo er, þá hefir hið
háttvirta alþingi á síðustu árum verið
þeirri ósk andvígt, þar sem það hefir
gert fjárveiting skógræktar hlægilega
litla. Þeir, sem vilja gera skógrækt-
armálinu mein, eiga hægt með að
finna stuðning hjá mörgum, því
margt er tii, sem getur gert það
mál illa þokkað. Það var útlendur
maður, sem fyrst stakk upp á að
hefja það, og nú er því stjórnað af
útlendingi. Þar að auki eru flestir
menn á þeirri skoðun, að það sé
að eins framtíðarmál, en þetta er
rangsýni, sem sennilega er gróðrar-
stöðvunum við Rauðavatn, Þingvöll
og Grund að kenna, þar sem þessir
blettir, all-lengi að almenningsdómi,
voru aðalarnar skógræktarinnar. —
Já, ef vér viljum virða að vettugi
skógana, sem til eru, og að eins gæta
að þeim, sem ef til vill einhvern
tíma geta myndast af aðfluttum
plöntum, þá verðum vér lengi að
bíða. Hinar áminstu gróðrarstöðvar
eru að eins tilraunablettir skógrækt-
arinnar, en víðlendu kjarrsvæðin eru
aðalarnar hennar, og í þeim er nóg
efni til að byrja á skógrækt, hvenær
sem er, með því að höggva á réttan
hátl og að friða.
Þaðætti ekkiað vera nauðsynlegt að
skrifa og tala meira um skógræktina,
að eins til þess að vekja áhuga manna
á henni. Menn ættu nú að skilja,
að þeir geta notfært sér skóginn á
annan hátt en eingöngu sem skepnu-
fóður. Eg held nú líka að svo sé,
og að margir einstakir menn gjarn-
an myndu byrja skógræktarvinnu á
sinn kostnað, ef þeir hefðu peninga
til þess.
Nýlega fekk eg bréf frá bónda,
er bauð landssjóði 100 kr. styrk, ef
hann vildi láta girða kjarrsvæði, sem
hann er sameigandi að. Hann skrifar
meðal annars, að hyggilegt væri að
nota tilboðið, ekki að eins vegna
þessa 100 kr. styrks, heldur éinnig
og einkanlega vegna þess, að þetta
gæti orðið upphvatning fyrir fleiri
skógareigendur til að hlaupa undir
bagga með landssjóði og gera hon-
um kleift að friða skógarleifarnar,
áður en almenningur þreytist á að
bíða eftir sýnilegum árangri af skóg-
ræktinni.
Viðvíkjandi því, sem hingað til
lefir verið birt um skógræktina af
minni hálfu, þá held eg áreiðanlega
að mér hafi ekki skjátlast. Eg trúi
)ví fastiega, að skógræktin sé mik-
ilsvert mál hér á landi, en eg er
líka sannfærður um, að fjárveitingin,
sem vér nú höfum til umráða er of
lítil í samanburði við umsjónargjald-
ið. Að því er snertir mál eins og
þetta, þá ætti fjárveitingin að vera
þrisvar umsjónargjaldið. í stað þess
að láta mál þetta liggja hálft um
hálft í eyði í guð veit hve mörg
ár, ætti landsstjórnin, ef hún álítur
málið mikilsvert að álykta svo:
Vér skulum nú á nokkrum árum
veita svo mikið fé til skógræktar,
að þau skógsvæði, sem nauðsynlegt
er að friða, geti orðið girt. En
þegar þvi verki er lokið, þá viljum
vér ekki ábyrgjast meira, þá getur
verið að vér leggjum niður skóg-
ræktarstjórnina í heild sinni.
Á þingi 1911 var fjárveitingin
til skógræktar, sem þá þegar var of
lítil, ennfremur minkuð töluvert.
Einkum var þetta hörmulegt vegna
þess, að sá sem stuðlaði mest að
því að stemma stigu fyrir framgangi
þess máls, var einn af formælend-
um landbúnaðarmálsins.
Viðgangur skógræktarmálsins er
mikið bundinn við vöxt og viðgang
landbúnaðarins í heild sinni; en það
er líka víst, að landbúuaðinum yrði
það til mikilla hagsbóta, ef trjágróð-
urinn yrði þroskameiri og algengari.
Þess vegna væri eðlilegt, finst mér,
að landbúnaðarmenn og skógræktar-
menn styddu hvorir aðra. Eg held
lika, að hr. Sigurður Sigurðsson skilji
þetta mikið vel. Af hvaða ástæðu
hann þá hefir gert hið gagnstæða,
nenni eg ekki að hugsa um. Á
sama þingi gerði hann líka tilraun
til að sviftá mig stjórn sandgræðsl-
unnar. Ritstjóri Suðurlands, hr. Jón
Jónatansson, hefir seinna stutt að
því, þar sem hann í grein í blaði
sínu nr. 36, 1911 skrifar:
»Skógræktarstjórinn á að annast
um sandgræðslu, sem — illu heilli
— var lögð í hans hendur, þegar
landssjóður tók það mál að sér«. En
hann segir ekki frá, hversvegna hann
er svo óánægður með mig Frá
annara hálfu hefi eg ekki heyrt nema
lofleg ummæli af vinnu þeirri, er
hefir verið framkvæmd i þjónustu
sandgræðslunnar, og að menn eru
ánægðir með árangurinn. Eg veit
vel, að vér hefðum getað gert enn
þá meiia, en það er ekki okkur að
kenna, sem höfum unnið að því
verki, heldur því, að fjárveitingin
hefir verið svo lítil. Það vantar
þakningarefni á sumum svæðum,
sem eru alveg gróðurlaus. Hér á
landi getum vér að eins notað hrís
til þess, en dýrt er að útvega hann,
þar sem sandsvæðin surn, er í hlut
eiga, liggja langt frá skógunum.
Sýslunefndirnar í Árnes- og Rangár-
vallasýslum ættu að styðja að vinn-
unni með því að flytja um 100
hestburði af hrísi að Reykjum á
Skeiðum og að sandsvæðinu í Hvol-
hreppi. Að minni hyggju ríður fyrst
um sinn á að girða svo mörg svæði
sem hægt er, því þar sem fyrirfram
er dálítill gróður til, er girðing ein-
göngu ágætt sandheftingarmeðal hér
á landi; sönnun þess er girta svæðið
við KaldaðarneS í Árnessýslu.
Að því er Meðallandsáveituna
snertir, þá held eg að hún myndi
ekki hepnast, ef ekki frekari vinna
verðnr gerð, en hr. Sigurður Sig-
urðsson á ekki ódrjúgan þátt í því,
þar sem hann hefir orsakað, að hinni
upprunalegu fyrirætlan var breytt.
Að eg hefi vanmetið aukakostnaðinn
við breytinguna er minn galli, og líka
að eg treysti »kunnugum« mönnum
of mikið, því eg fekk loksins veður af
því, að aðalvatnið hljóp ekki svo sem
þeir menn fullyrtu. í haust fekk eg
bréf frá bónda þar, sem skrifaði, að
bændur í Meðallandinu væru á þeirri
skoðun, að vinnan myndi ekki hepn-
ast, uema vatnið væri tekið svo sem
eg hugsaði mér fyrst og regluskorðað
við Arnargljúfur, en að regluskorða
vatnið þar vildu menn ekki fallast á,
þegar eg var þar í vor.
NI.
Aths. Hr. Kofosd-Hansen hefir sjálfnr
fært þessa grein í islenzkan búning, 0g
er það eigi venjulegt, að útlendingar
komist svo vel niðnr í máli vorn — þótt
starfsmenn landsins séu.
Ritst j.
Thomas P. Kriig1.
Thomas Krag varð 43 ára. Hann
lézt úr hjartaslagi. en hafði annars
verið í heilsuhæli frá því um jól. —
Krag var af nafnkunnri prestaætt í
Noregi. Norðtnönnum var hann harm-
dauði. Telja þeir sig þar hafa mist
eitt af beztu skáldu u sínum.
Ýms erl. tíðindi.
Landskjálftar miklir geysuðu f
Austur-Indíu í miðjum marz, aðal-
lega á hollenzku eyjunum Siaos,
Tangi og Taiand. M. a. hrundi
þropið Menelos og fórust þar rúmt
hundrað manns.
Stjörnarskrárbreyting
Dana. íhaldsmenn í landsþingi
Dana hafa komið fyrir hinni frjáls-
legu stjórnarbót Berntsens-stjórnar-
innar — að sinni. Var það gert
með tillögu frá Frijs greifa um að
skipa nefnd til þess að íhuga breyt-
ingar á grundvallarlögunum. Þessi
tillaga var samþykt með eins at-
kvæðis mun.
Ef kosningarnar i vor fara að
óskum ráðuneytisins, og styðja stjórn-
arskrárbreytinguna — mun í ráði að
rjúja landspingið.