Ísafold - 07.06.1913, Blaðsíða 1
Kemur út tvisvar
í viku. Verð árg.
4 kr., erlendis 5 kr.
eða lijj dollar; borg-
íst fyrir míðjan júlí
erleníis fyrirfram.
Lnusasala 5 a. eint.
ISAFOLD
Uppsögn (skril'l.)
bundiu viðáramót,
||| erógild nema korn
in só til útgefauda
fyrir 1. oktbr. og
sé kaupandi skuld-
laus við blaðið.
ísafoldarprentsmiðja.
RItstjós*i : Óiafur Bjöpiíssosi.
Talsimi 48.
XXXX. cárg.
Reykjavik. laugardaginn 7. júní 1913
45. tölublað
I
I. O. O F. 946209.
Alþýðufél.bókasafn Templaras. 3 kl. 7—9.
Augnlækniner ókeypis i Lækjarg. 2 mvd. 2—3
Borgarstjóraskrifstofan opin virka dapa 10—8
Brajarfógetaskrifstofan opin v. d. 10—2 og 4—7
Bæjargjaldkerinn Laugav. 11 kl. 12—8 og 5—7
Byrna- nef- halslækn. ók. Pósth.str.HAfld.2—8
Islandsbanki opinn 10—2'/i og 6'/«—7.
K.F.U.M. Lestrar-og skrifstofa 8 ird.—10 slöd.
Alm. fnndir fld. og ad. 8>/i síod.
Landakotskirkja. Guímþj. 9 og 6 a helgum.
Landakotsspitali f. sjúkravitj. 11—1.
Landsbankinn 11-2>/i, 5>/t—6>/i. Bankastj. 12-2
Landsbókasafn 12—3 og 5-8. Útlan 1—8.
Landebiinaðarfélagsskrifstofan opin frá 12—2
Landsféhirðir 10—2 og 5—6.
Landsskiq,lasafnio hvern virkan dag kl. 12—2
Landsslminn opinn daglangt (8—9) virka daga
helga daga 10—12 og 4—7.
Lækning ókeypis Þingh.str. 28 þd.ogfsd. 12—1
Nattúrngripasafnið opio l'/i—2'/« á sunnud.
Samábyrgo Islands 10—12 og 4—6.
Stjðrnarráosskrifstofurnar opnar 10—4 dagl.
Talsimi Reykjavikur Pósth.8 opinn daglangt
(8—10) virka daga; helga daga 10—9.
Tannlækning ókeypis Pósth.str. HBmd. 11—12
Vifilstaoahælio. HeimsókL.irtimi 12—1
Þjóðmenjasafnio opio þrd., flmd. og sd. 12—2.
Nýja Bió
sýnir í kvöld (laugardag 7. júní)
og næstu kvöld:
Ljóna-tamningakonan
eða
Greifahöllina og loddarahreysið.
Lýsing úr cirkuslífi
Suðurlanda.
Pantið bílæti í talsíma 344. Op-
inn hálf tíma á undan sýningum.
ísafold.
Nú er færið
að gerast kaupandi Isafoldar
frá 1. juli.
Nýir kaupendur að siðari helming
þessa árgangs ísafoldar (1913) fá í
kaupbæti, um leið og þeir greiða
andvirði ^ árgangs (2 kr.) 2 af
neðantöldum 3 bókum eftir frjálsu
vali:
1. Fórn Abrahams (600 hls.)
eftir Gustaf Jansson.
2. Fólkið við hafið eftir
Harry Söiberg.
3. Mýrakotsstelpuna og
Guðsfriðinn eftir Selmu Lagerlöf
í þýðingu Björns heit. Jónssonar.
Nýir kaupendur utan Reykjavíkur,
er óska sér sendan kaupbætirinn —
verð.i að greiða í burðargjald 30 au.
Ella eru menn vinsamlega beðnir
vitja kaupbætisins í afgreiðslunni.
Auk þess fá þeir er nú þegar ger-
ast kaupendur, blaðið ókeypis til 1.
júlí frá þeim degi, er þeir greiða
andvirði */2 árg.
A 11 i r viðurkenna, jafnt stjórn-
mála-andstæðingar sem aðrir, að
ísafold sé fjölbreyttasta og efnismesta
blað landsins, pað blaðið, sem eigi er
hœgt án að vera — það blað, sem
hver íslendin^ur verður að halda, er
fylgjast vill með í því, er gerist utan-
lands og innan í stjórnmálum, at-
vinnumálum, bókmentum og listum.
Símiö (Tals. 48) eða klippið úr
blaðinu pöntunarmiða-eyðublaðið á
4. síðu og fyllið út.
Til hægðarauka geta menn
lit um land sent andvirðið í fri-
merkjum.
ÍSAFOLD er blaða bezt.
ÍSAF0LD er fréttaflest.
ÍSAF0LD er lesin mest.
7ferí)vöf.
'Hf er navðeyn, Idt J>ig hvetja,
Uk$t ei gaubi, ber$tu iljarft,
vertu' ei $auður, heldur hetja,
hnig ei dauður fyr en þarft.
Gellur árgali,
gleymum draumhjali,
hœttum skrumskvali,
skúma glystali:
Hnjúkar háfjalla,
hvellir þrá-gjalla
stefnu stórsnjalla:
að Btanda eða falla! —
Sökkvi svefn-mara,
svimi loftfara,
rakni raupara
ríkis-tálsnara ;
pagni gómþvara
þrœtu-hvalfjara ;
munn og mál spara
mun oss þarfara.
Stíluð er stefna
statrri mdlefna:
Samúð að efna,
sundrungu hefna.
Hugur stórrœða
hiti fjör œða ;
heyrið hryn kvæða
halsins áttrœða!
Eitt er alrœði:
allra samkvœði
í orðum sem æði
efla hagfrœði,
samvinnu stétta,
síngirnd að rétta,
lýða' strið létta,
líf og sál metta.
Báleldar braka ! —
bezt er að vaka,
striða samtaka,
stara ei til baka.
Er ei hvað annað
oss til lífs bannað,
kent, sýnt og sannað,
sem oss fær mannað f
Engin *stjórn< græðir
alt sem oss mœðir ;
sólin sjálf bræðir
seint jökulhœðir.
Samúð skal fæða,
samúðin græða
fólk vort og frœða —
fjöllin sjálf vklœða*.
Fólkið skal finna
fúsleik að vinna,
og afrek inna,
sem allir sinna, —
sem alla veki,
sem enginn hreki,
og sundrung reki —
eins og *drednoU-dréki i
Styðjum nú starfa
stærstu landsþarfa!
Hver sem á arfa
hönd selji djarfa!
Fyrst þegar fleyin
fljúga glymveginn,
frjáls og vor eigin,
eykst oss þjóðmegin.
Sé eg í anda
sameining landa,
vefinn vitt þanda
viðskifta landa.
Skín á glógyðju
Garðars í miðju,
sannleiks að iðju
í Sökkvabekks smiðju !
mat(f). Joct).
Poestion sextugur.
/. C. Poesíion verður sextugur í
dag, f. 7. júni 1853.
Hann er nú orðinn svo þjóðkunnur
hér á landi, að eigi þarf neinni skýr-
ingu við nafn hans að hnýta.
Poestion! Nafnið er nóg. Það
þekkir hvert mannsbarn islenzkt að
heita má, þekkir það og ann því.
Fáir erlendir menn eiga svo góð
ítðk í hjörtum vorum — og færri
hafa átt þau jafnvel skilið.
Vakinn og sofinn hefir Poestion
nú um rúman mannsaldur unnið að
því að kynna islenzkar bókmentir og
íslenzka háttu meðal þýzkumælandi
þjóða. Og í öllum ritum hans, í
öllum afskiftum hans af íslenzkum
efnum hefir andað þeirri hlýju og
innileik gagnvart landi og þjóð, að
marg-vert er að minnast við þann
áfanga, sem dagurinn í dag markar
á lifsskeiði hans.
Þeir eru margir hér á landi, sem
senda Poestion í dag hlýar óskir og
þakkir fyrir afrek hans í þarfir íslenzku
þjóðarinnar. Bókmentafélagið, menta-
skólinn, háskólinn o. fl. hafa sent
Poestion samfagnaðaróskir slmleiðina.
Horfur járnbraiitarmálsins.
—>
Eftir því, sem Isajold hefir spurt
sig fyrir um hjá Jóni landsverkfræð-
ing Þorlákssyni, mun þingið i sumar
fá eitt stórmálið um að fjalla, þar
sem járnbrautarmálið er. J. Þ. hefir
verið á ferð um Noreg til þess að
kynna sér rækilega járnbrautarlagn-
ing þar, og kom og til Khafnar í
erindum járnbrautarmálsins.
J. Þ. vildi lítið tjá sig um horfur
að svo stöddu, en svo mikið skild-
ist oss, að hægt mundi nú að fá fé
lánað til lagningar járnbraut austur
gegn tryggingu landssióðs á vöxt-
um. En hvar ? — Um það og önn-
ur nánari atriði mun ekkert svar
fást fyr en ráðherra kemur heim.
Að sjálfsögðu má þingið með engu
móti hrapa að neinu í þessu stór-
væga máli. Þótt það biði einu ár-
inu lengur framkvæmda, skiftir
það engu á við hitt, að rakilega sé
íhugað og undirbúið af löggjafar-
valdsins hálfu áður en úrslitaákvæði
er gert. Svo margt, er til greina
kemur, t. d. undirstöðu-atriðið það,
hvort landið skuli reka, eða veita
einstaklingum einkaleyfi o. s. frv.
Þá vitneskju fekk Isajold og hjá
J. Þ., að sjálf lagningin á fyrirhug-
aðri járnbraut austur mundi taka 3—
4 ár; eitt ár til undirbúnings og 3
til sjálfrar lagningarinnar.
Sendiherrastefnan í Lundúnum.
Þessi mynd sýnir sexmenninga þá, er hafa haft Norðurálfu-
frið — eða ófrið — í hendi sér síðasta hálfa árið.
Þessir 6 menn eru: Sir Edvard Grey (i), utanríkisráðherra
Breta, Benckendorf greifi (2), sendiherra Rússa, Paul Cambon (3), sendi-
herra Frakka, Lichnowsky fursti (4), sendiherra Þjóðverja, Menzdorf-Poilly
greifi (5), sendiherra Austurrikis, og Imperiali greifi (6), sendiherra ítala.
Forseti sendiherrastefnunnar hefir Edvard Grey verið. Með af-
skiftum sínum út af Balkanófriðnum hefir Grey unnið sér lof allrar
Norðurálfu og getið sér þann hróður, að vera aefndur mestur stjórnvitr-
ingur, er nú sé uppi, í alþjóðamálum. Engum manni er þakkað eins,
að friður hefir haldist í Norðurálfu. Og svo er mikið álitið á Grey
heima fyrir, að grimmir andstæðingar hans í innanríkismálum viðurkenna
óhikað hina feiknamiklu yfirburði hans i utanríkisráðherrasessi, og játa
hann standa þar öllum öðrum á sporði.
Sendiherrar stórveldanna í Lundúnum eru eigi neitt stórkunnir
menn, neinn peirra, flestir nýir af nálinni þar í sveit.
Heimspekisprófi
hafa lokið í Khöfn Ólafur Thors
og Gestur Einarsson, með ágætis-
einkunn, Ólafur Þorsteinsson og
Hallgrímur Hallgrímsson með I.
einkunn, Helgi Guðmundsson og
Jón Björnsson með II. einkunn.
íslenzkur samgöngufröm-
uður um 1200.
(700 ára dánarminning
Hrafns Sveinbjarnarsonar).
¦•bkkís-
I.
Það gerast stundum undarlegar til-
viljanir í sögu þjóSanna, ekki síður en
í æfi einstaklinganna. Eg hefi stund-
um heyrt menn furða sig á því hinu
skemtilega æfintýri, aS biindar og
steindauðar súlurnar Ingólfs skyldi
reka þar á strönd og fyrstur landnáms-
maður vor aS tilvísun þeirra kjósa sór
þar bústaS og óðal, er höfuðbær Islands
var löngu siSar reistur. Og það er
ekki kyn, þótt mönnum finnist til um
svo fágæta og einkennilega tilviljun.
Mörgum mun og þykja það merki-
legt og vita á nokkuð gott, að það
vildi svo til, er Eimskipafólag íslands
var stofnað í vetur, að þá voru liðin
700 ár frá dauða þess hins raikla
ágætismauns, er einna fyrstur manna
mun hafa unnið í sama anda og þeir,
er á vorum dögum hafa barist með
beztum vilja fyrir umbótum á sam-
göngum vorum á sjó, að minsta kosti
svo að sógur fari af. Hann sá hóraði
BÍnu fyiir svo greiðum samgöngum um
fjörðu þar, að það hefir víst hvorki
fyr nó síðar átt slíkum fríðindum aS
fagna. Þessi maSur var höfðinginn
vestfirzki, Hrafn Sveinbjarnarson. Þó
að honum só ekki eignaS neitt snildar-
verk í fræðum og bókmentum nó af-
rek í löggjöf og stjórnmálum, má hik-
laust telja hann meðal mestu og göfg-
ustu afbragðsmanna íslenzkrar sögu.
Með svo miklum afbrigSum var hann
vel gefinn um það, er honum var sjálf-
rátt, sem svo er kallað. í mannkær-
leika og veglyndi ber hann jafnlangt
af öðrum og Snorri Sturluson og hinn
ókunni hö.;undur Njálu gnæfa hátt
yfir fjoldann í andlegum efnum. Mór
þykir því fara vel á, að þessa fram-
faramanns só minst með nokkrum orð-
um, ekki sízt er nú er baiist djarfleg-
ar en nokkru sinni áður fyrir sam-
göngumálum vorum, er hann vann fyr-
ir með framtakssemi, ósérplægni og höfð-
ingskap.
II.
Hrafn Sveinbjarnarson hófst til valda
í nokkrum hóruSum vestan lands í lok
12. aldar. Hann fæddist og bjó á
Rafnseyri, sem í sögu hans er kölluð
Eyri. Þessi merkisbær á miklu barna-
láni að fagna, ef svo má að orði kom-
ast. Þar fæddist Jón Sigurðsson, sem
kunnugt er, hér um bil 6 öldum eftir
fall Hrafns.
Hrafn var kominn af góðum ættum,
bæði að veraldartign og manngildl.
Honum virðist hafa hlotnast gott upp-
eldi, eftir því sem gerðist í þá daga.
Hefir hann vafalaust numiS nokkuð i
latínu. Hann tók og vígslu, svokall-
aða krúnuvígslu. Hann fór og utan á
unga aldri, sem íslenzkum höfðingja-
souum var títt á þeim tímum. Fór
hann tvisvar út, áður en hann tók við
föðurleifð sinni og goðorði. Seinni
ferðina fór hann til Noregs og Eng-
lands, hóf þaðan för sína suður um
álfu, kom til Spánar og komst alla
leiS til Róm. Leikur ekki efi á, að
hann hafi mentast mjög í þessari för,
eins og Tómas Sæmundsson á suSur-
ferS sinni mörgum öldum síSar.
Hrafn Sveinbjarnarson er einkum
auðkendur frá öðrum mönnum á því,
hve mikið og margvíslegt honum er
vel gefið og samsvarar sór því allur
vel. Fornbókmentir vorar og saga eru
vitni þess, að á hans tímum átti ís-
land marga menn með miklum andleg-
um og líkamlegum hæfileikum, eu
flestum var þeim ávant siðferðilegra
gáfna og voru haldnir eigingirni, ofstopa
og illum löstum, eins og norski sagna-
ritarinn, Munch, sem dáist mjög að
Hrafni, segir um þá. Hrafn var gædd-
ur gáfunum, líkamlegum og andlegum,
sem þeir samtíðarmenn hans, er þar