Ísafold - 05.07.1913, Blaðsíða 2

Ísafold - 05.07.1913, Blaðsíða 2
212 ISAFOLD Hertaka fánans í dönskum blöðum. Heilmikið hefir verið ritað í dönsk blöð um 12. júni afrekið og alt mjög á sömu leið: að hertakan hafi verið löqmœt samkv. flotareglugj. 1752. En að ððru leyti verður blöðunum tíðræddast um, að potturinn og pann- an í mótmælunum hér hafi verið Bjarni frá Vogi »Lösrivelses-maður« og að sonur Skúla Thoroddsen hafi skorið dannebrog niður á Stjórnar- ráðs-stönginni. Og svo verður nið- urstaðan sú hjá þeim flestum, að þetta sé venjuleg »skilnaðar«-læti. Hér vita allir, að hin dönsku blöð vaða reyk. Bjarni hafði ekki for- göngu mótmælanna, heldurþingmenn Reykvíkinga. í mótmæla-hreyfing- unni tóku þátt menn og konur aí öllum flokkum og stéttum. Hér fara á eftir einstaka ummæli úr dönsku blöðunum. Köbenhavn. Knud Berlin ritar þar í blaðið. Hann reynir fyrst að sanna lögmæti hertökunnar með skírskotun til flotareglugjörðar 8. júní 1752, konungsbréfs 2. des. 1776 og skrá setningarlaganna 1895. Því næst skrifar bann: Það er því enginn vafi á því, að Vals-for- inginn hefir orð laganna sín megin. En um hitt, hvort h.inn hafi ekki getað komist hjá þessu leiðinda máli, sem einungis er vatn á tnylnu ís- lenzku þjóðernissinnanna (National- ister), verður dómur að bíða, unz nánari skýrsla kemur. Politiken lítur svo á, að gert hafi verið of mikið úr þessu máli og víkur að því, að oft sé rétt að loka augunum og sjá ekki það sem fram fer. — Gefur blaðið með þessu í skyn, að Rothe Valsforingi hefði helzt átt að láta fánann í friði. Nokkur blaðanna hafa fundið for- stjóra flotamálaráðuneytisins Jöhnke að máli og spurt um álit hans, en hann lítið viljað láta uppi fyr en skýrsla Rothe kæmi, telur þó lög- mætar verið hafa athafnir hans. Fróðlegt verður nú að vita hvað uppi verður á teningnum þar syðra, er málið skýrist — einnig frá vorri hlið. Afskifti stjórnarráðsins hér. Vafalaust hefir stjórnin hér haidið uppi vörn út á við fyrir tröðkuðum rétti vorum í máli þessu. Hljóðbært hefir þó ekkert orðið um það. En aftur hefir Isajold borist fregn og afrit af bréfi dags. 21. júní, sem sent hefir verið lögreglustjórum — sjálfsagt öllum. Það hljóðar svo: Að gefnu tilefni er hérmeð lagt fyrir yður, hr. lögreglustjóri, að hafa gát á því, að mönnum í lög- sagnar-umdæmi yðar sé engin tálmun gerð í því að nota hið lögákveðna ríkisflagg eins og lög standa til og venjulegt er. H. Hajstein. Eggert Briem. Betur, að stjórnin sýni sömu rögg- semi »að gefnu tilefni* út á við og hafi »gát á því« að íslenzkum mönn- um verði eigi lík »tálmun gerð« og Einari Péturssyni á Rvíkurhöfn þ. 12. jiíní! f Erich v. Mendelsobn, ungur þýzkur rithöfundur, sem mörgum hér á landi er kunnur, lézt 18. júní í sjukrahúsi í Helsingjaeyri. Mendelsobn kom hingað til lands fyrir nokkrum árum og var gefinn mjög fyrir íslenzkar bókmentir. M. a. þýddi hann Ojurefli á þýzku. Hann var i þann veginn að fara til Mands, er hann lagðist banaleguna. Mer.delsohn varð að eins 26 ára. Islandsbankasfjórinn nýi. Eins og sjá má á skýrslu þeirri, er ísafold hefir send verið um aðal- fund Islandsbanka, reynist bún rétt fregnin, sem getið var í síðasta blaði, að háyfirdómarinn sjálfur, æðsti dóm- ari landsins,hefir gerst nokkurs konar undir- eða vara-bankastjóri í íslands- banka. ísafold fór eigi í neina launkofa með það í siðasta blaði, hversu afar- óviðkunnanleg og vítaverð henni litist sú ráðstöfun, ef sönn reyndist. Og ísafold er eigi ein um þá skoð- un, því að hver einasti maður, sem vér höfum heyrt á þetta mál minn- ast, jafnvel miklir persónulegir vinir háyfirdómarans, hafa allir lokið upp einum munni um það, að þetta væri óviðunandi með öllu, og að einhver ráð yrði til þess að hafa, að kippa þessu í lag, þ. e. kippa háyfirdóm- aranum út úr undirtyllu bankastjóra- farganinu — vegna vegs og virð- ingar dómstólsins, sem hann er yfir- maður í. En hér er eigi gott við að gera, ef háyfirdómarinn finnur eigi sjálfur hvöt hjá sér til þess að draga sig i hlé, þegar hann kemst að raun um — svo sem hann hlýtur að gera — hvílíka gremju og óánægju þessar tiltektir vekja hjá öllum góð- um mönnum. Svo mikils á yfirdómurinn ekki í að missa af virðingu og trausti hjá almenningi, að það megi leika sér að því fyrir lítilsháttar aukabitling að skerða það. Vér tölum hér að eins um þá hliðina, er að háyfirdómarastarfinu veit. Mörgum mun detta í hug, að til hafi og verið nokkuð, sem heitir Landsbankamál, og hafi óþarfi verið af bankaráði Islandsbanka, eða meiri- hluta þess, að minna á það og rilja upp þann veg, sem gert hefir verið með nýjustu bankastjóraráðningunni. En aðalatriðið er það ekki, heldur hitt, að vér megum ekki láta það viðgangast, að dómarar vorir, og þá allrasízt hinn æðsti þeirra, séu að flækja sig inn í hin og þessi annar- leg störf, til þess að fá aukagetu dálitla í askinn sinn, er hinsvegar kann að valda þvi, að mennirnir geti eigi gegnt skyldustörfum sínum í embættinu, heldur verði ógildir við þau, svo sem margoft getur hent dómstjórann í málum í yfirrétti, sem snerta Islandsbanka, Vonandi sér háyfirdómarinn þetta og dregur sig í hlé. Raunar væri ekki úr vegi, að al- þingi í einhverri mynd lýsti skoðun sinni á þessu. Og sjálfsagt virðist oss, að þetta verði til þess að ýta undir lagabann um vafstur dómara í öðru en dómarastörfum. f Steingrlmur Stefánsson. Um hann rkar Lögberg þ. 15. maí á þessa leið: Allrar veraldar veg er genginn víð- kunnur landi vor, Steingrímur Stef- ánsson, Hann andaðist 4. mai síð- ast liðinn, eftir langa legu, í Washing- ton D. C, þar sem hann hafði dvalið ein 14 ár, sem einn af bókavörð- um við bókhlöðu þingsins. Stein- grímur var fæddur 12. júní 1860 á Álftanesi, varð stúdent árið 1881 og stundaði reiknings-nam við Hafnar háskóla í nokkur ár, en til Chicago borgar mun hann hafa komið fyrir rúmum 20 árum; gerðist þar að- stoðarmaður við Newberry bókasafn og fekk svo mikið orð á sig fyrir fróðleik og þekkingu á hinum óskyld- ustu fræðigreinum, að hann er færð- ur til Washington, þar sem löggjafar landsins gætu fært sér fróðleik hans bezt i nyt. Þar giftist hann fyrir hér um bil 8 árum ekkju frá New- York, Mrs. Annie Fooley (fædd Miss O'Reilly), og andaðist hún í fyrra- vetur í desembermánuði. Steingr. er sagður verið hafa með skörpustu mönnum, afar viðlesinn, minnugur, hvass til skilnings, orðfær manna bezt í kappræðum og jafnvígur á flestan lærdóm. Hann lét minna til sín taka utan sins verkahrings en vænta mátti. svo vel gefinn maður, en til þess bar einkum, að hann hafði engan metnað til að bera og lét sig engu skifta álit almennings, heldur lifði eins og honum líkaði sjálfum bezt, hvað sem aðrir hugs- uðu eða sögðu um það. Hann átti fáa kunningja, en þeim var hann hollur og tryggur og þeir honum. Hann var í miklu áliti meðal sam- verkamanna sinna fyrir sínar óvenju miklu gáfur og fróðleik. Alþingisfáninn. Fyrirspurn. Hópur kvenna, 160 konur komu sér saman um það viku áður en alþingi átti að koma saman, að láta búa til merki, bláa veifu með áletr- uðum hvitum stöfum, »Alþingi« í þeim tilgangi að háttvirt »Alþingi« vildi nota þetta merki, þegar það héldi fundi. Undirrituðum konum úr hóp gefendanna var svo falið að afhenda réttum hlutaðeigendum þessa litlu gjöf, en það reyndist erfitt að finna þá. Sendinefndin fór nú fyrst til forseta sameinaðs þings, herra bæjarfógeta Jóns Magnússonar og tjáði hann sendincfiidinni með mik- illi varkárni, að hann sem forseti gæti ekki veitt gjöf þessari viðtöku, en tjáðist skyldi taka við henni sem alþingismaður og koma henni ofan í alþingishús. Það ómak vildum vér ekki baka forsetanum, og héldum því sem leið lá ofan í alþingishús kl. 10V2 þingsetningardaginn. Þar hittum vér nokkra þingmenn, á meðal annara, annan forseta milli- þinga. Hann sá sér heldur ekki fært að taka á sig ábyrgð þá, sem veifunni fylgdi. Málið fór þvi að vandast; vér konur höfðum í einfeldni vorri hald- ið, að fánadaguriíin 12. júní s. 1. hefði svo að segja skapað merki þetta; að engum Islending þyrfti að blandast hugur um, að bláu og hvítu litirnir séu merki þjóðernis vors, og þess réttar sem allir íslendingar eiga heima fyrir. En þetta reyndist ein- ungis hugarburður. Næsta tilraunin var sú, að senda hinum nýkjörnu forsetum beiðni um áheyrn að afloknum fundi þingsetn- ingardaginn. Forsetar tóku vel í það og kvöddu oss á sinn fund kl. 5 sama dag, Forsetar efri og neðri deildar voru á tilsettum tíma staddir í alþingishúsinu — vér sáum ekki forseta sameinaðs þings — hann mun ekki hafa viljað taka á sig þann vanda að vera viðstaddur. Með fá- einum orðum afhentum vér svo for- setum efri og neðri deildar þessa umræddu veifu, og þeir tóku vin- samlega á móti henni og skoðuðu hana, með því að vér mæltumst til þess, að sending þessi þyrfti sem styzt að liggja í reifunum. En nú er kominn 5. dagur júlí mánaðar og enn þá höfum vér hvorki heyrt né séð neitt um örlög merkisins, og biðum með óþreyju eftir að fundar- merki verði dregið á stöng alþingis- hússins. Rvík 5. júli 19 n. In%ibjör% H. Bjarnason Theodóra Thoroddsen Steinunn H. Bjarnason In%a Lára Lárusdóttir. Islandsbanki. Svofelda skýrslu hefir Isajold feng- ið um aðalfund íslandsbanka: Aðalfundur bankans var haldinn 2. þ. m. Fundarstjóri var kosinn Hall- dór Daníelsson yfirdómari. Hér skal getið hins helzta, er á fundin- um gerðist. 1. Lesin upp skýrsla fulltrúaráðs bankans um starfsemi bankans síð- astl. ár. Umsetning bankans var meiri það ár, en nokkru sinni áður. 2. Lagður fram reikningur bank- ans fyrir árið 1912 og skýringar gefnar á helztu liðum hans. — Sam- þykt að hlutafar fái 5Va% a^ hundraði í arð af hlutafé sínu. Landssjóður fær 9418 krónur. Varasjóður eykst um riim 33 þúsund krónur. Banka- stjórninni var í einu hljóði gefin kvittun fyrlr reikningsskilum síðast- liðið ár. 3. Ludv. Arntzen hæstaréttar- málfærslnmaður var í einu hljóði endurkosinn í fullrúaráðið af hlut- hafa hálfu. 4. Endurskoðandi var endurkos- inn amtm. J. Havsteen með 4711 atkv. Nicolaj Bjarnason kaupm. fékk 1140 atkv. 5. Skýrt frá að bankastjóri E. Schou hefði sagt upp stöðu sinni frá næsta nýári, en verið af fulltrúa- ráðinu veitt lausn frá byrjun þessa mánaðar sakir heilsubrests. — Þeir Sighvatur Bjarnason og H. Tofte yrðu frá sama tíma bankastjórar með jöfnum völdum og jöfnum launum. Þriðju bankastjórastöðunni yrði fyrst um sinn haldið óveittri samkvæmt því, er ályktað hefði verið í fyrra, en Kr. Jónsson háyfirdómari væri til bráðabirgða settur sem varamaður í stjórn bankans, þó eigi nema með 1—2 kl.st. vinnu á dag. 6. Bæði formaður bankaráðsins, ráðherra Hannes Hafstein og mættir hluthafar þökkuðu bankastjóra Schou, sem nú færi frá bankanum fyrir starfsemi hans og áhuga fyrir bank- anum frá stofnun hans. ReykiaYikuMDiiáll, Bifreiðin þeirra V.-Islendinganna er nú tekin til daglegrar notknnar. Á morgun er t. d. búið að panta hana i tvær Þing- vallaferðir. Mun ráðlegra fyrir þá, er ætla sér að na i hana ákveðinn dag að gera viðvart i tíma. Eftirlitsmaður hafnargerðarinnar var kjörinn á síðasta bæjarstjórnarfundi Knud Zimsen verkfræðingur. Guðsþjónusta a morgun: í dómkirkjnnni kl. 12 sira Bj. Jónsson. Engin síðdegismessa. Engin messa i fríkirkjanni á morgun (presturinn i ferð). M. Magnús (Júlíusson) læknir sérfræðingur í húðsjúkdómum. Viðtalstími 9—n árd. Kirkjustræti 12. Kappleik i knattsparki þreytir Fótbolta- félag Reykjavikur við knattmenn af frakk- neska herskipinn k!. 4 á morgun á íþrótta- vellinum. Lavoisier, frakkneska herskipið, kom í gærmorgun að vestan. Skipafregn. Kong Helge kom að utan á fimtudag. Farþegi: Páll Eggert Olason stnd. jur. H ó 1 a r komu i fyrra kvöld úr strand- ferð með fjölda farþega. Sundpróf stúlkna var haldið i gær i sundlaugunum. Rúmar 40 telpnr úr barna- skólanum hafa lært sund i vor hjá jungfr. Ingibjörgu Brands. Eru þær ekki eftirbátar karlkynsins. Þær sýndn ýrasar sunilaðferðir, syntu í kafi einar 80 álnir o. s. frv. Luku áhorfendur miklu lofsorði á sundfimi þeirra og ágætan aga sund- kennarans. I bifreið. Þá er hún farin að þjóta, bifreið Vestur-íslendinganna, Sveins Oddsonar og félaga hana, um alla vegi hór í grend, lít og suður, austur og vestur. Til Keflavíkur, austur að Ægissíðu, austur á Þingvöll — allar þessar leið- ir hafa verið reyndar, og gengið velr þráU fyrir hina ódæma bleytu, sem er #öllum vegum eftir mikla úrkomu langa hríð undanfarið. Mér var í gœr boðið að aka í bif- reiðinni upp að Lögbergi, og þótti mér heldur nýstárlegt að vera »kominn upp- að keyra« á þenna hátt á voru landi. Eg mintist þess ósjálfrátt, að þetta var samt ekki fyrsti bifreiðar-akstur minn hór á landi, þvi að eg var einn hinna lánsömu manna, er í Thomsens bifreið- inni ók hér í bæ fyrir 9 árum, sællar minningar. Eg var þá líka boðinn sem fulltrúi ísafoldar og ók þá inn að ám með Reykjavíkurritstjóranum þá- verandi, alþm. J. 01. En þá urðum við að »yta á eftir« upp brekkur og þökkuðum okkar sæla fyrir að sleppa lífs heim aftur innan frá Elliðaám — eftir margar og miklar ósjálfráðar biðir bifreiðarinnar. En í gær þurfti ekki að »ýta á eftir«, og enginn gaus upp í manni lífshættu- ótti. Örugglega og þægilega rann bif- reiðin áfram — á stundum, þar sem vegur var góður og umferð engin, eins og örskot, með 5 mílna eða 40 rasta hraða á klst.; á hún þó meiri hraða til og beitir honum stundum fyrir sig. Það er gaman að geta farið svo fljótt yfir landið og þnrfa ekki að vera neitt hræddur um að »ofbjóða skepnunni«. En fl/tinum hamla mjög á köflum vondir vegir og þó einkum umferðin, hestar .g vagnar. Fólki hér ætlar aldrei að lærast að haga sér á vegunum eftir settum og sjálfsögðum reglum, að aka- og ríða v i n s t r a m e g i n á veginum og víkja til vinstri. Það er því miður svo, að sjálfsagt þarf eitt- hvert slysið til að festa lærdóminn þann í hugum fólks. Ekki virtust skepnur fælast bifreið- ina, það talist gæti, og óþarfi held eg það hafi verið af okkar ágæta austan- pósti, að halda fyrir augun á klárunum meðan bifreiðin fór fram hjá! Með þeim töfum, sem vegur og um- ferð veldur, mun bifreiðiu að jafnaði geta farið til Þingvalla á 3 klst. og á eitthvað dálítið lengri tíma a'ustur að Ölfusá, Má geta nærri, að svo fljót ferð, í notalegu sæti, í mjúkum vagni verði mikið notuð af Reykvíkingum, og mundi það eigi furða mig, að þessi eina bifreið yrði innan skamms alls ónóg. Nú kemur að því, að nýgerfinga-snill ingar vorir verða að finna stutt og fallegt íslenzkt orð yfir bifreiðarferðalag. Of langt að segja: að aka eða fara í bifreið, ljótt og óíslenzkulegt að »bíla«. En úr því að við höfum fundið jafn- ágæt orð og að hjóla og síma, þá ætti eigi að verða skotaskuld úr því að fá gott orð yfir að aka í bifreið. Tillögur? Ego. --------------------««4i--------------------

x

Ísafold

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ísafold
https://timarit.is/publication/315

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.