Ísafold - 30.07.1913, Blaðsíða 3

Ísafold - 30.07.1913, Blaðsíða 3
I S A F 0 L D 241 Biograftheater Reykjavíkur Til þess ennþá að gefa öllum tæki- færi á að sjá hina stóru og framúrskarandi fögru mynd Grimmúðug kona, verður hún aftur sýnd í siðasta sinn föstudag 1. ágúst kl. 9—11. i. sæti 0.70, 2. s. 0.50, 3. s. 0.30. sjálfra, t. d. próf. Björn M. Olsen, þann vitnisburð að þeir séu »sand- hedskærlige og selvstændigt tænkende Mænd« og er þar með sagt að E. A. og skoðanabræður hans séu það ekki. E. A. getur látið sér slíkt í léttu rúmi liggja, því sama ámæli hafa sætt vísindamenn, er enginn get- ur með réttu vænt um hlutdrægni í þessu máli og það jafnvel Konrad Maurer, er Þjóðverjar telja einhvern mesta fræðimann í germanskri rétt- arsögu. Það má ef til vill segja að við Islendingar séum eigi óvilhallir dómarar í þessu máli. En þá eru Danir það eigi heldur. En menn eins og Maurer og Gjelsvik, sem standa fyrir utan baráttuna, verður hver maður að játa að eigi er hægt að telja vilhalla og því eiga dómar slíkra manna að mega sín mikils. Rit E. A. hefir enn að eins birzt á íslenzku og er því að eins fáum er- lendutn fræðimönnum aðgengilegt. Væri mjög mikilsvert að það kæmi út á einhverju heimsmálinu t. d. þýsku. En slikt er ókleift nema með fjárstyrk einhverstaðar að. Um slikan styrk hefir nú verið sótt til alþingis og er það vonandi að þeirri fjárbón verði vel tekið. Um ýms aukaatriði í bók E. A. býst eg við að sumir þeir, er sömu skoðunar og hann eru í aðalatriðun- um, greini á við hann. Þannig seg- ir hann á bls. 60 að lögréttusam- þyktin 1262 hafi eigi verið bindandi fyrir landið í heild sinni, heldur að eins fyrir þá er þátt tóku í henni, en játar þó að lögréttan muni hafa verið lögformlega skipuð. Samþykki allra goðorðsmanna hafi þurft með. Máli sínu til stuðnings telur hann aðferð þá er höfð var síðar við Vestfirðinga, Oddaverja og Austfirð- inga svo og eðli málsins. En eg verð hér að vera á _ sömu skoðun og próf. Björn M. Ólsen, að lög- réttusamþyktin ein hafi nægt til að fá konungi í hendur hið pólitiska vald goðanna. Eftir eðli málsins finst mér það aðgengilegasti skiln- ingurinn. Lögréttan gat sett skil- yrði fyrir meðferð goðorða, lagt goðorðsmissi við afbiotum og ákveð- Nokkur orð um baðefni. í tilefni ?.f grein, sem staðið hefir í ísafold um Cooper’s baðefni vil eg segja nokkur orð. Eftir að eg hafði dvalið í Noregi og Bretlandi í því skyni að fræðast þar um kvikfjárrækt, var mér Ijóst, að fiesta hérlenda sauðfjáreigendur, skorti þekkingu á hagsmunum þeim, sem árleg þrifaböðun sauðfjár er samfara. Eg hafði þá sannfærst um kosti þrifabaðanna, og fann kvöt hjá mér til að rita um petta efni í blaðið Norðurland, haustið 1903. Benti eg þar á tvö baðefni, er eg hafði kynst, annað nefnt: Robertsons Highland baðefni og hitt Mc. Dougals baðefni. Nokkrir menn hafa notað þessi baðefni síðan. Hið fyrnefnda er nýlega uppfundið á Skotlandi af manninum, sem það er nefnt eftir; það hefir ýmsa kosti, en þó hefi eg komist að raun um á seinni tíma, að það getur verið saknæmt fyrir sumar sauðkindur —- þótt eigi sé f stórum stíl — og þeir menn þekkja er reynt hafa Mc. Dougals baðefni er aftur á móti ósak- næmt og vandað i sinni röð; búið til af gömlu firma í Manchester. Það má segja að það reynist hvervetna vel, en mörgum þykir það helzt til dýrt. Menn hafa verið og eru enn, ^argir hverjir tregir til að baða sauð- i öllu falli ekki nema einu sinni á ári, sem er að visu bezt, ef það fnllnægir. En reynslan hefir verið ið valdsvið goðanna. Um þetta alt eru mörg ákvæði í Grágás og engin ástæða til að ætla þau hafi verið gjörð öðruvisi en með almennrilögreglusam- iykt. Lögréttan hefir getaðfjölgaðgoð- orðum, það gjörði hún með fimtar- dómslögunum og ætti að hafa getað fækkað þeim, enda hyggja sumir að aafi verið gjört 965 er fjórðunga- skiftingin var tekin í lög. Hefði purft samþykki allra goðanna til þess að konungur fengi í hendur hið póli- tiska vald þeirra hefði afleiðingin verið sú, að goðarnir hefðu verið fullvalda (suverenir) höfðingjar. Höf. segir að lögréttan hafi eigi getað tekið einstaklingsréttindi manna af þeim t. d. ekki sagt manni að segjast úr ákveðnu goðorði. En allar líkur eru til að lögréttan hafi gjört það óbeinlinis með lögunum um að goði mætti eigi eiga þingmenn utan fjórðungs. Þegar þau lög voru sett hafa goðar sjálfsagt mist þing- menn, er þeir áttu utan fjórðungs. Undanþágan, er Hrútfirðingar fengu frá þessum lögum, bendir einnig til þess. Þó Vestfirðingar, Oddaverjar og Austfirðingar seinna ynnu kon- ungi eiða sérstaklega þá sannar það ekkert. Breytingar þær er þá voru að verða á stjórnarskipun landsins voru svo mikilvægar að full ástæða var fyrir konung að tryggja svo sem unt var að menn hlíttu þeim. Og bezta ráðið til þess var þá að gera hina beztu menn sér eiðbundna. Það gaf samningunum meira siðferðislegt gildi að sínu leyti eins og þegar Þor- geir Ljósvetningagoði lét menn vinna eið að kristnitökulögunum árið 1000. Á bls. 73—74 virðist höf. hallast að þeirri skoðun að landaurarnir hafi að eins verið 7 aurar en ekki 13. Verður þá hlutfallið milli siifurs og landaura 1 : i3/4. Byggir hann þetta á Grg. I. b. 141. En sé þetta rétt hefir verðmunurinn á silfri og vör- um í þessum greiðslum verið óeðli- lega lítill. I I. b. 141 er eyrir brends silfurs talinn jafn mörk lög- aura, almenna hlutfallið er þar 1 : 8. Mér finst ákvæðið í I. b. 192 eðli- legra, en þar eru vararfeldir taldir á 2 aura og er þá hlutfallið 1 : 3 ’/a og kemur það betur heim við það, sem menn vita um verðhlutfall silf- urs og vöru hér á 11. öldinni. Ákvæðið í I. b. 141 getur verið eitthvað úr lagi fært. Ög þó land- aurarnir hafi verið metnir eftir norsku verðlagi þá mun verðmunur silfurs og vöru hafi verið meiri þar á fyrri hluta 11. aldar en 1 : i»/4. En þetta eru aukaatriði og mætti telja nokkur fleiri, en eg skal eigi fara frekara út í þau hér. Eg vil að eins að endingu þakka höf. fyrir ritið. Eins og menn sjilfsagt muna sú, að þegar eigi er baðað nema einu sinni — í nóv. eða desember- mánuði — úr algengum fitu og bikol- íubaðefnum, þá nægir þnð eigi til að útrýma til fulls óþrifum á íé, vetrarlangt; féð er þá lúsugt á vorin og lömbin undan ánutn fá á sig sama óþverrann, jafnharðan sem þau fæðast. Þá er þetta á nokkuð líku stigi eftir því, hvert baðefnr hefir verið notað. Eg varð þess brátt var, að menn voru eigi alls kostar ánægðir, hvorki með þessi nýnefndu baðefni, né önn- ur af líkri gerð, er höfð hafa verið á boðstólum. En fyrir mér hefir vakað nauðsynin á því, allir fjáreig- endur geti sannfærst um kosti þrifa- böðunar, og baði fé sitt árlega án þvingunar, En eigi þetta að lánast, er um leið auðséð þörfin á því, að nema burtu agnúana er menn finna og þykjast finna við það að fram- kvæma árlega þrifaböðun á sauðfé, og það gerist einkum með því, að benda mönnum á góð baðefni og hentug baðtæki. Og í seinna sinni er eg dvaldi á Bretlandi, lagði eg mig fram um að kynnast sem flestum baðefnum, sem þar voru þá notuð. Þá kyntist eg Coopers baðefnum og skrifaði grein um þrifaböðun í Frey, sumarið 1909 og benti mönnum á þrjú af baðefn- um Coopers: dujtið, Albyn /og og Albyn dei% (paste — snifest baðefni). Síðan hefi eg kynst þessum baðefn- um enn betur hér á landi og skal geta þeirra héi nánar. Enginn ágreiningur er um það, að Vegaskilvindurnar Og Vegastrokkarnir séu fullkomnustu og’ beztu vélarnar. Fást í verzlun B. H. Bjarnason. samþykti alþingi 1909 að veita fé til að rita og gefa út slíkt rit sem þetta. Dr. Jón Þorkelsson lands- skjalavörður segir í formála ritsins frá afdrifum þeirrar fjárveitingar. E. A. var ráðinn til að skrifa ritið en svo fói að lokum, að stjórnin kipti að sér hendinni um fjárveitinguna. En Einar skrifaði bókina samt án nokkurs styrks. Þjóðvinafélagið kom bókinni á prent og á það þakkir skilið fyrir. Prentun og pappír er í góðu lagi; samt eru prentvillur allmargar en flestar meinlitlar. Bók- in er þess verð að hún komist í sem flestra manna hendur. Þó að efni hennar sé vísindalegt er fram- setning höf. svo ljós að flestum má koma hún að gagni. Ólaýur Lárusson. Sumarblóm 2. og 3. ág. Mætti eg enn einu sinni segja nokkur meðmælaorð með sumar- blómunum, sem á að selja til ágóða byggingarfyrirtæki okkar hér i Reykja- vík. — Þar sem þetta litla blóm kostar að eins 10 aura, eru þeir án efa ekki margir, sem þurfa að vera án þess sakir getuleysis, heldur þá af því að viljann vanti. En við hugsum að hann vanti ekki. Því hingað til höfum við mætt samhug og fúsleik til stuðnings fyrirtæki okkar, ekki sízt í Rvík, því þar hafa okkur gefist um 1500 kr. til fyrir- tækisins, og væntum við, að þessir dagar verði engin undantekning — en að blómasalan gangi fljótt og vel. — Mættu nú allir, ríkir og fá- tækir, fullorðnir og börn, konur og kariar, vera með, og guð svo leggja blessun sína yfir verkið. Virðingarfylst. N. E d e1b o leiðtogi Hjálpræðishersins á Islandi. Látin er hér í bæ 24. þ. mán. Anna Guðmundsdóttir Hjaltested, ekkja Ein- ars Hjaltested, 69 ára, dugandi kona og gáfuð. Synir hennar eru Pétur Hj.iltested úrsm,, Ólafur kaupm., Magnús úrsm. og Sigurður bakari. Æskilegt er að sérhvert baðefni sé búið þessum kostum : 1. að það drepi vel lús og maur, 2. að það skemmi ekki ullina, 3. að það sé ekki saknæmt og 4. að það sé ódýrt og auðvelt i notkun. Um Coopers fjárbaðsduft er það að segja, að eg álít að það hafi alla þessa kosti, og tvo hina fyrstnefndu fram yfir flest eða öll önnur baðefni er eg þekki. Hið eina bað sem út rýmir allri lús á sauðfé,. vetrarlangt, þótt eigi sé það nema einbaðað á haustin; stafar þetta af því, að duftið geymist í uliinni og heldur áhrifum sínum næstum óbteyttum, alt að tveggja mánaða tíma eftir böðunina, og drepur ungu lúsitia jafnharðan sem hún skríður úr eggjum sínum, og er því óþarfi að tvíbaða úr því yfir veturinn, til þess að útrýma lús. Aftur á móti þarf að tvíbaða kláða- sjúkt fé úr þessu baðefni, með 14 daga millibili, því duftið fjarlagist frá húðinni, jafnharðan sem ullin vex. En mauraeggin ungast út fast við ullina og i henni, þar sem hit- inn er mestur; ungir maurat, sem hafast þar við, geta því sloppið óskaddaðir, ef eigi er tvíbaðað. Baðefni þetta litar eigi ullina — þvæst alveg úr — og þæfir hana ei i eins og flestum fitu og sápu- baðsefnum hættir við að gera. Albyn lögur er líkur kreólíni, en sterkari, ódýr og fer fremur vel með ullina, enda er efnasamsetningin vönduð og efnin vel hreinsuð, likt og í Mc. Dougals baðefni. En ein- Op ð bréf til ráðherra, alþingismanns H. Hafstein. í ræða í ueðri deild alþingis, 28. júlí þ. á., hafið þér I æstv. ráðherra IJst yfir þvi, að frásögn mín am það að þér hafið í haust sagt mér, að von væri á að frum- varp til laga yrði lagt fyrir ríkisþingið danska, sem mundi fyrirbyggja staðfest- ingu islenzku lotterílaganna, væri iygi. IJt af þessu vil eg skora á yður að end- nrtaka þe si orð utan alþingis, þar sem þér eigi njótið friðhelgis 32. gr. stjórnar- skrárinnar 5. jan. 1874, þannig að eg geti kornið fram áhyrgð á hendur yður fyrir þau samkvæmt meiðyrðalöggjöfinni. Mig furðaði stórkostlega á skýrsln yð- ar, hæstv. ráðherra, i sameinuðu alþingi 14. þ. m. um að eg hafi farið fram á að fá einkaleyfi til að stofna spilahanka á Þingvöllum. Pram á slíkt hefi eg aldrei farið. Sannleikurinn er sá, að eg hitti yður kl. 9 kvöld eitt síðastliðið hanst á »Hotel Kongen af Danmark* og kom með þá fyrirspurn til yðar í privat samtali, hvernig tekið mundi verða í það, ef til mála kæmi að stofna spiiabanka í sam- handi við Kurhotel, er standa ætti við sjó hér á landi. Eg kom þá ekki fram með neitt tilboð eða tillögu i þessn efni og hefi aldrei komið með það. Mig furð- ar þvi meir á þessn sem þér lofuðuð að samtal okkar skyldi eigi fara fleiri í milli. Reykjavik 29. júli 1913. K. S. Philipsen. ---------^»-X»----------- ReykjaYikPMnnáll, Aðkomumenn. Björn Þórðarson hinn setti sýslumaðúr Húnvetninga og Jón Jóns- son héraðslæknir frá Blönduósi, Hjálmar kaupm. Sigurðsson og Einar bakari Yig- fússon frá Stykkishólmi. Alþýðufræðsla Stúdentafélagsins. Jón læknir Jónsson frá Blönduósi ætlar að flytja erindi um tannsjúkdóma sem þjóð- armein og hvaða varnir séu þar tiltæki- legastar, sbr. auglýsingu hér i blaðinu. Dánir. Konan Sigriður öuðmuudsdóttir Hverfisgötu 32, dó i Landakotsspitala 25. júli, 52 ára. Gamla Bió hefir sýnt undanfarið mjög vel leikna mynd, Grimmúðug kona. Er það tveggja klt. sýning og felur i sér átakanlega lýsing ú lifsferli konu einnar. Haraldur Sigurðsson frú Kallaðarnesi ætlar að efua til hljómleifea i Bárubúð á föstudagskvöld. Með houum er þetta sinn danskur maður, Gustav Hansen pianoleik- ari. Þeir ætla að ieika á tvö bljóðfæri. btðað fé úr Albyn legi verður lúsugt þegur líður d vetur. Álbyn deigbiðefni er rajög fitu- mikið. Með einu baði verður eigi lús útrýmt til fulls. Þegar eigi hepn- ast að leysa það vel upp, hættir því við, eins og mörgum öðrum líkum baðefnum, að þæfa ullina og jafnvel lita hana. Þæfð eða flókin ull er skemd, og þar að auki hefit' hún slæm áhrif á þrif þeirrar skepnu, sem hana ber. Mér hefir þótt eftirtektavert, hvað ullarfræðingur einn i Leeds við Bradford á Englandi, S. B. Hollings að nafni, segir um áhrif ýmsra bað- eftra á ullina og iðnað hennar. Hann segir að tóbaksböðuð ull þvoist eigi til fullnustu, heldur hafi altaf gulleit- an blæ, hvítasti litur hennar ófáan- legur og því eigi hæf í beztan iðnað. Einnig segir hanti að baðefni, sem hafi í sér bikolíu — svo sem kreólín og fitubaðefni — eigi þátt í því að lita ullina og hleypa henni saman i flóka. Einkum á þetta sér stað ef efnasamsetningin er óvönduð og efn- in illa hreinsuð; leiði þá af þessu, að ómögulegt sé að ná bikolíunni úr ullinni með vanalegum þvotti, og jafnvel ekki með kemiskum þvotti og að slík ull taki eigi öllum æski- legum litum og geti því eigi orðið fyrsta flokks vara, hversu góð, sem hún væri að öðru leyti. En mest kvartar Mr. Hollings yfir ull, sem böðuð hefir verið úr heima- tilbúnum baðefnum, sem hann segir, er hann skrifar þetta ár 1906, að verið hafi þá fyrir skemstu orsök í Nýjar bækur: Ljósaskifti, ljóðabálkur um kristnitökuna á Islandi, eftir Guðmund Guðmundsson skáld. Verð 0.90. Friður á jörðu, eftir Guðmund Guðmundssou skáld. 2. útgáfa. Verð 0.75. Hví slær þú mig? Erindi Haralds Nielssonar prófessors urn dularfull fyrirbrigði. Verð 0.40. Fjármaðurinn, eftir Pál Stefánsson frá Þverá. Verl 1 kr. Fást í bókverzlununum. Nærsveitamenn eru vinsamlega beðnir að vitja Isafoldar í afgreiðsluna, þegar þeir eru á ferð í bænum, einkum Mosfellssveitarmenn og aðrir, sem flytja mjólk til bæjarins daglega. Afgreiðslan opin á hverjum virkum degi kl. 8 á morgnana til kl. 8 á kvöldin. I»eir kaupeudur ísafoldar hér í bænum, sem skift hafa um heim- ili, eru beðnir að láta þess getið, sem allra fyrst, í afgreiðslu blaðsins, svo þeir fái blaðið með skilum. Haraldur solo-spilið, en hinn nndirspilið. Haraldnr er svo góðkunnur hér fyrir list- hæfileika sina, að eigi munu þeir er kost eiga á þvi, sitja sig úr færi, og ekki ætti hitt að spilla, að fá samspil eins og hér á að verða. Hjónaefni. Júlíus Arnason bókhaldari og Margrét Þorvarðsdóttir. Hljómleikar. Johan Nilson fiðluleikari lék annað sinn fyrir hæjarbúa í gærkvöldi. Þótti hin ágætasta skemtun, snillileikur. Siðustu forvöð að heyra hann annað kvöld. Jarðarför Lárusar Lúðvigssonar kaupm. fór fram á mánudag eins og til stóð, mjög fjölmenn. Húskveðjuna hélt síra Eriðrik Eriðriksson, en í kirkjunni sira Jóhann Þorkelsson. Stéttarhræður Lárusar báru kÍBtuna út úr kirkju, en aðrir iðnaðarmenn ýmsir inn i kirkjugarðinn. að spilla áliti og veiði á skozkri ull. Sá siður hefir sem sé legið í landi á Skotlandi, 02 er eigi með öllu horfinn enn, að bændur hafa sjálfir búið til baðefni á fé sitt. Sent gefur að skilja, hefir þetta oft verið handa- hófssamsetning á efnum og miður heppiieg, sem að vísu oft hefir náð þeitn tilgangi að drepa lús, en skemt ullina ýmist á þann hátt, að hleypa henni saman í flóka eða lita hana, og jafnvel hvorttveggja. Enn fremur segir Mr. Hollings að það sé einróma álit þeirra, er standa fyrir ullariðnað í Bradford, að ull af fé sem baðað sé úr duftbaðinu, sé minst skemd af völdum baðefnisins og hæfust í beztan ullariðnað. Hann bætir því við, að bezt verkuð ull komi á brezkan markað frá Ástral- landinu og Tasmaniu. En það er kunnugt að í þeim löndum hefir Coopersduftið svo að segja verið ein- vörðungu haft til böðunar. í 84. tbl. ísafoldar f. á. skrifar Jón Ólafsson frá Geldingaholti um sauð- f)árböðun og kveður þar upp áfellis- dóm yfir Coopersduftinu, sem mér þykir á vanta að sé á rökum bygður. Hann segir að Coopersbaðið 0: duftið, sé eigi ætlað til kláðaútrýmingar né annarar þrifaböðunar, að undanskildu því, að verjast flugumaðki á fé. Þetta er slúður úr J. Ó. Eg hefi i höndum örugga sönnun fyrir þvi að landbúnaðarráðuneyti Bretlands hefir mælt með duftbaðinu til kláða- útrýmingar á Bretlandi og írlandi. Eg hefi og eigin sjón og aðrar sann- anir fyrir því að þetta duftbaðefni er

x

Ísafold

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ísafold
https://timarit.is/publication/315

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.