Ísafold - 30.07.1913, Blaðsíða 4

Ísafold - 30.07.1913, Blaðsíða 4
242 ISAFOLD Allra blaða bezt Allra frétta flest Alira lesin mest ÍSAFOLD Kemur út tvisvar í viku alt árið, 104 blöð alls. Allir, sem vilja fylgjast með í þjóðmálum, halda ísafold, hvaða flokks sem eru. Kaupbætirinn betri sögur en nokkurt annað blað flytur. Kostar aðeins 4 kr. Lang- ódýrasta blað landsins. Ekkert heimili lands- ins má sjálfs sín vegna vera án Isafoldarl — LIFEBUOY SOAP (LIFEBUOY SÁPAN) fer víðsvegar um til þess að bjarga iífi manna og hefir hún tvöfalt afl í sjer fólgið til þess. Hún bjargar lífi manna með hreinlæti og með þvi að sótthreinsa um leið allt sem hún hreinsar. Bíðið ékki pangað til heimilið er eyðilagt af sjúkdómum, en munið eptir því, að það er betra að fyrirbyggja sjúkdómana en að lækna þá og að LIFEBUOY SAPAN er meira en sápa eingöngu, en kostar þó engu meira. Hún er jafngagnleg og góð til andlits—og handþvotta og til að nota s hana sem baðsápu eins ^ I i og til venjulegrar not- t kunar á heimilunum. Nafnið LEVER á sapunni er trygging fyrir hreinleik hennar og kostum. Verzlunarhús ti\ sölu í Vestmanneyjiim. Þar sem }'ákveðið hefir verið að H.f. Herjólfur í Vestmanneyjum hætti störfum í sumar, eru verzlunarhús félagsins til sölu: 1. sölubúð, 7 ára gömul, á afarhentugum stað, 2oXT4 ák, portbygð, með steinsteyptum kjallara. Búðinni fylgir lóð. 2. Vörugeymsluhús, 2 ára gamalt, við aðalbryggju kaupstaðarins, 30X 18 álna, portbygt, með steinsteyptum kjallara. Hús þessi eru öll járnvarin og mjög vönduð að smíði. Stjórn félagsins gefur þeim, er óska, frekari upplýsingar um hús- eignir þessar og semur við kaupendur. Sfjórn éCj cJCar/oJs. Auglýsing. Hjartanlegar þakkir mínar og barna minna, móður og tengdamóður, votta eg öllum þeim, sem heiðruðu útför konu minn- ar elskulegrar, Ragnbeiðar Hafstein, með návist sinni, eða á annan hátt hafa sýnt okkur hluttekning i sárri sorg okkar yfir missi hennar. Reykjavík 27. júli 1913. H. Hafstein. Það tilkynnist hér með ættingjum og vinuui, að faðir minn, Oddur Jónsson, and- aðist þann 27. þ. m. á Laugarnesspitala. Guðrún Oddsdóttir. Jarðarför móður minnar, Önnu Guðmunds- dóttur Hjaltested, er lézt hinn 24. þ. m., fer fram frá heimili hennar Sunnuhvoli laugardaginn 2. ágúst og hefst húskveðjan klukkan II '/2 f. h. Það var ósk hennar, að þeir af vinum hennar, er gefa vildu blómsveig á kistu hennar, létu i þess stað andvirðið ganga til Blómsvelgasjóðs Þorbjargar Sveins- dóttur. Reykjavik 28. júlf 1913. Pétur Hjaltested. Maður, þaulvanur skrifstofustörf- um (skilur ensku, þýzku, dönsku og sænsku), óskar eftir atvinnu á skrif- stofu hér í bænum frá okt. n. k. — Upplýsingar hjá ritstj. Pakjárn er lang-ódýrast í verzlun undirritaðs. Gætið því svo vel hagsmuna sjálfra yðar, að festa ekki kaup annarsstaðar, áður en þér hafið spurt um verðið hjá B. B. Bjarnason. Rauður hestur, óafrakaður, gamaljárnaður, mark: 2 stig framan hægra, heilhamrað vinstra; hefir tap- ast úr Keflavík. Finnandi beðinu að skila honum til Páls Pálssonar í Keflav. Kvon-úr fundið. P. 1». J. Gunnurssoii. Ungling-spiltur, helzt er verið hefir i bakaríi, getur fengið atvinnu i Stykkishólmi nú þegar. Lysthafend- ur snúi sér til bakara Einars Vigfús- sonar, sem er að hitta á Hotel ís- land kl. 4—5. 4—5 herbergja íbúð óskast til leigu frá i. okt. — Ritstj. visar á. Herberjji móti suðri fæst til leigu nú þegar í Bankastræti 14. Pun dið : Peningabudda jundin á veginum milli Baldurshaga og Geit- háls þ. 20. júií. --- Eigandi vitji til Kjartans Stefánssonar á Asólfsstöðum í Gnúpverjahreppi og borgi um leið fundarlaun og auglýsingu þessa. Lf kkistur, Líkklæði, Kransar. Lltið á birgðir mínar áður en þér kaupið annarsstaðar. Teppi lánuð ókeypis i kirkjuna. Eyv. Árnason, trésmíðaverksmiðja, Laufásveg : Unglingaskólinn á Sanðárkröki. Skólaárið frá 1. nóv.—1. maí. Kensla á dag 5 stundir. Námsgrein- ar: íslenzka, náttúrufrœði, landa- frœði, stcerðjrœði, saga, songur, teikn- un, Idkfinii. Aukagreinar: Danska og enska. Umsóknir stýlist til undirritaðs. Sauðárkróki 21. júlí 1913 Jón 1». Björnssou. Amerískur g/addavír. Nægar bhgðir komnar til Gísla Finnssonar, Norðurstig 7. Alþekt gæði. Spyrjið um verð. Flöskur. Hreinar þriggja pela flöskur keyptar hæstu verði í verzl. B. H Bjarnason. Hér með leyfi eg mér að skora á allar fræðslumálanefndir og skóla- nefndir að gæta þess, að daufdumb börn, sem náð hafa 10 ára aldri, verði í tæka tið send í daufdumbraskólann i Reykjavík. Skólaárið byrjar 15. september. Börnin eiga að hafa með sér sæmilegan fatnað og eina yfirhöfn þegar þau koma í skólann. Umsóknir um inntöku í skólann eiga að stílast til stjórnarráðsins, en sendast undirritaðri forstöðukonu skólans. Reykjavík, 27. júli 1913. Margrét Th. Rasmus. Nýr Bolindersraótor (10 hesta) er til sölu hjá Timbur- og Kolaverzlunin Reykjavík. Nýtt Andanefjulýsi er ke}'pt í Reykjavíkur Apóteki. Heimiliskensla. Kennari, sem hefir kennarapróf og kent hefir undanfarin ár með góðutn árangri, gefur kost á sér sem heim- iliskennari i Reykjavík eða þar í grend næsta vetur. Beztu meðmæli fyrir hendi ef óskað er. Allar frekari upplýsingar gefur af- greiðsla ísafoldar. jöfnum höndum notað til þess að útrýma kláðamaur, færilús »tick«, fellilús og maðki, ekki einasta á Bretlandi og írlandi, heldur einnig í ýmsum öðrum löndum Evrópu, sem og Astralíu, Suður-Afríku og Ameriku. Þessu næst segir }. O. að duftið duftið sé málmkent, að það þerri og þynni ullina, hindri vöxt hennar, eyðileggi hárkirtlana og valdi ullar- losi. Þetta er af meiri vatrþekkingu sagt, en húast mætti við af manni, sem vill leiðbeina i þessn máil, og ætlast til að orð sín séu tekin þekkingar- lega og einlæglega töluð. Duftið er samansett af brennisteini og arseniki, hvort sú efnablöndun er málmkend eða ekki, skiftir engu máli, ef það fullnægir þeim kröfum, sem gera þarf til baðefnisins. Að það þerri ullina, hefi eg eigi sannfærst um. Hitt er annað mál, að það fitar hana eigi. Og þá er að athuga, hvort það er ókostur eða eigi. Eg hefi margsinnis athugað, að fé baðað úr þessu dufti hefir ullfitu (= sauðfitu) í jafnríkum mæli og óbaðað fé, að öðrum skilyrðum jöfnum. Ullfitan, sú fitta, sem skepnan legg- ur sjálf tii, á að vera nægileg til þess að verja ullina fyrir því að vökna of mikið, jafnt í köldum löndum sem ekki, sé skepnan skynsamlega vel fóðruð. Sé hún aftur á móti vanfóðruð, getur verið skortur á uægilegri ullar- fitu í bleytuveðrum. En ein böðun þótt úr fitubaði sé, nægir eigi til þess, að verja ullina fyrir vætu vetr- arlangt, heldur einungis fullnægjandi gott fóður. En böðunin getur þæft ullina svo vatn gangi siður í hana. Sú ull — ullarhárin sjálf — sem er fitulaus, getur sogið í sig alt að 25% afvatni, sem er bæðitil hnekk- is fyrir ullargæðin, og eðlilegan vöxt. An þess að skemma ullina, verður þetta bezt fyrirbygt með þvj að sjá skepnunum ætíð fyrir nægilegu fóðri og góðri aðhlynningu að öðru leyti. Það sem J. Ó. segir að tóbaks- baðið grisji ullina og Coopers fjár- baðsduft þynni hana með því — að sjálfsögðu — að valda ullarlosi, þá er hvorugt þetta rétt athugað hjá honum. Þar sem menn þvkjast verða þess var að fjárhús lógi — séu með ullarslæðing — meira, þegar fé er baðað úr þessum baðefnum, en öðrum, rekur orsök til þess, að of þröngt er í húsunum. Hvorugt þetta baðefni þæfir ullina eða hleypirhenni saman í flóka, heldur er ullin jafn greið og lífmikil sem á óböðuðu fé. En þegar féð treður sér þröngt á jötu og hvað innan um annað í þröngu rúmi, þá dregst meiri ull af þvi, en þegar rúmið er nóg, eða þegar ullin er flókin, annaðhvort af völdum böð- unar eða einhverju öðru. — Jón Ólafsson, sem er vörubjóður (agent) — eftir því sem kaupfélags- menn og kaupmenn á Akureyri sögðu mér í haust — fyrir baðefni, sem hann nefnir skozkt sauðfjárbað, ætl- ast vist til að það komi í staðin fyrir þau baðefni, sem hingað til hafa verið notuð. Baðefni þetta þekki eg ekki og hefi ekki fyr heyrt nefnt á nafn. Ef það er betra bað efni en þau, er við höfum hingað til átt um að velja, þá er það fagn- aðarefni og ekkert r ema gott um það að segja. En engar líkur fyrir að svo sé, hafa komið fyrir mín augu enn. Og tregur er eg til að trúa þvi, að svo komnu, að það sé nú alment notað á Skotiandi og Englandi, því þá er Skotum gengið, ef þeir hafa brugðið við síðan árið 1909, og farið að nota þetta bað- efni alment; þeim er gengið ef þeir hugsa eigi enn á lika leið og haft er eftir skozku kerlingunni: »Að betra sé að búa við þann djöful, sem maður þekki, en taka þann sem maður ekki þekki».----------- Jón Ólafsson stendur í þeirri trú, að þetta baðefni og önnur jafngóð, auki ullarvöxt á fé, sem nemi 0,5 kg. á kind árlega. Margir eru trú- aðir á það og þeirra á meðal J. Ó., að baðefnin hafi á sama hátt áhrif á ullarvöxtinn og áburður borinn á gras og aðrar nytjajurtir. En slíkt er skrum og villukenning. Það sem veldur mestum ullarvexti, er einkum gott haglendi, gott fóður, björt og rúmgóð húsakynni og litlir hrakning- ar: svo sem sundlegging á ulluðu fé, rekslur og útilegur í vondum veðrum, sem valda afleggingu. Böðunin vermdar ullina og vel- líðan skepnanna. Agóðinn af henni verður því beint tekinn í meiri ull og betri þrifum, en annars á sér stað án baðanna, sem er skiljanlegt af því, að þegar búið er að drepa alla lús og maura á fénu, þá fær það frið fyrir þessum óvinum, þá er kipt burtu orsökinni til þess að skepnan klóri sér og rífi af sér ull- ina á þann hátt; þá kemur og fóðr- ið að betri notum. Þetta er beinn hagur, og má því við bæta, að líf margra sauðkinda veltur á því í köld- um vorum, hvort þær hafa heitt reifi eða trosnað og rifið. Hve hagnaðurinn er mikill af böð- uninni má eitthvað um þrátta. Hann er mismunandi, og getur, eftir því sem eg hefi bezt getað séð, unnið á ull og betri þrifum meira en eina krónu á kind; á öðrum stöðum ekki það. Minni en 1 kr. til jafnaðar á kind ætla eg hann muni ekki veri. Á útigöngusauðum og gisulluðum gömlum ám er venjulegast lítil lús, en það sem veldur er loftkuldinn sem gengur í gegnum ullina á því fé. Lús og maurar þrífast bezt í hæfilegum hita og hafa bezt lífsskil- yrði á ungu fé, sem að jafnaði er ullþéttara, og á öllu fé sem hefir mikla húsavist, eins og flest íslenzkt sauðfé nefir. En þegar menn undan- skilja sumt af fénu frá böðum, ætla menn að koma í veg fyrir að það gangi saman við baðað fé, annars eiga menn á hættu að árangrinum af böðuninni sé spilt eða teflt í tvi- sýnu. Auðvelt er sérhverjum að taka eftir því, að þæíð ull af völdum böðun- ar, hefir í sér meiri óhreinindi og er þyngri en greið ull, og er þetta sá ókostur, sem allir vandaðir fram- leiðendur vilja komast hjá. Því þæfð ull er skemd vara og óhreinindin í henni engin ull —- en þetta kemur í koll á íslenzkum ullarmarkaði. Komist verður bezt hjá því, að ullin þófni með því að velja þau baðefni, er sízt þæfa hana, og kapp- kosta að velja gott veður og bafe féð úti strax eftir böðunina, svo ullin geti þornað sem fyrst. Ef féð ef haft inni svo dögum skifti, án þess að ullin uái að þorna, þófnar hún miklu frekar en ella. Eg vil því að endingu ráða mönn- um til að nota Coopers fjárbaðsduft til böðunar fr.amvegis, meðan ekki bjóðast betri baðefni. Þeir sem það vilja geta gjarnan blandað það að einum þriðja til helminga með Albyu deigbaðefni, eða Albyn legi, eða Alc- Dougals baðefni, eða vel hreinu kreó- líni, og gæta þess að blanda duftið með einum þriðja af Albyn legi og Albyn deigi með góðum árangi. Þegar eftir fyrstu kynni er eg hafð) af duftbaðinu, átti eg strax von * því, að notendur hér á landi mundu minst hafa út á það að setja og sú hefir raunin orðið enn sem konú* er, sem einkum er þvi að þakkai hve vel það drepur alla lús á fé 0£ geitum, og hve það er laust við aö þæfa ullina eða breyta henni nokku0, Þegar duftið er notað að öllu hálfu leyti, er þarflaust að baða einu sinni á ári og það er kostu frá hvaða hlið, sem það er skoðað- llitað 8. febr. 1913. Hallgr. Þorbergsson.

x

Ísafold

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ísafold
https://timarit.is/publication/315

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.