Ísafold - 02.08.1913, Blaðsíða 3

Ísafold - 02.08.1913, Blaðsíða 3
ISAFO LD 245 Viðauki við ritdóm um Bóhi-Hjálmarssögu. Eg hefi lesið ritdóm virðulegs sam- sýslungs míns í »IsafoId«, og hefi eg við skjótan lestur Bólu-Hjátniarssögu sannfærst um, að fleiri eru villur i bókinni en þær, er þegar eru teknar fram. Leyfi eg mór að bæta við eftirfarandi athugasemdum: Á bls. 5 segir, að fyrir móðuharðind in hafi maður sá búið að Silfrastöðum, er Gunnar hét. Eru þeir ta'dir synir hans Jón bóndi á Bústöðum og Sem- ingur eldri faðir Setnings yngra í Hamrakoti og systra haus. Þetta er eigi rótt. Hið sanna er, að Gunnar hjó á Bústöðum (sbr. jarðabók A. M.). Hans son var Jón bóndi á Bústöðum 1746, síðar á Silfrastöðum, d. c. 1782. Bróðir Gunnars var Jón faðir Semings eldra. Þeir Jón og Gunnar voru synir Helga Gunnarssonar að vestan (sbr. Skagf. I. 104). Á bls. 7 segir, að Skúii Thorlacius, er kvæntist Marsibil móður Hjálmars, hafi verið dótturson Halldórs biskups á Hólum. Þetta er eigi rótt. Skúli var sonarsonur Halldórs biskups, son Björns kaupmanns Thorlaciusar á Húsa- vík. Skúli varð úti 22. marz 1816 og er því eigi rétt, að kalla það á önd- verðum vetri. Neðar á sömu bls. segir, að Oddur á Dagverðareyri hafi verið Gunnlaugsson. Þetta er rangt. Hann var Gunnarsson. Á bls. 11 segir, að Hjálmar hafi komist í kunningsskap við Þorgeir, sem á að hafa vakið upp Þorgeirsbola, og fengið hjá honum galdrakver. Þetta getur eigi verið rótt. Þorgeir sá dó 16. febr. 1803 (Skagf. I, 49) og var Hjálmar þá barn að aldri. Á bls. 23 er sagt. að Gísli Konráðs- son afi Gísla sagnfræðings iiafi verið bóndi á Miðgrund. Eigi veit eg til, að þar byggi hann. Hann var bóndi á Hellulandi, en lengst bjó hann þó í Flugumýrarhvammi. Á sömu bls. er ætt Þorláks auðga rakin. Er það eigi rótt, að Bergljót kona Sigurðar prests í Goðdölum hafi verið Bjarnardóttir. Bjarni hót faðir hennar Pálsson höfðingsmaður í Skriðu (sbr. Sýslum.æf. I, 486). A bls. 22 er sagt, að Brynjólfur sonur Póturs prófasts á Víðivöllutn hafi verið stjórnarembættismaður í Kaup mannahöfn. Um jafn þjóðkunnan mann og hann hefði þurft að segja nákvæm- ar frá. Hann var forseti hinnar ís lenzku stjórnardeildar, er stofnuð var 10. nóv. 1848, eins og sjá má í Lög- fræðingatali M. Stephensens bls. 217 í Tímar, Bkmf. III. árg. 1882. Á bis. er skýrt frá kvonbænnm sra Magnúsar »græna« og afgangi hans. Hann var 2 ár prestur til Reynistaða klausturs og druknaði 1828. Ná- kvæmara hefði verið að geta dánar- ársins. Á bls. 156 segir, að Lárus sýslu- rnaður Thorarensen hafi látið af em- bætti 1863 og Ari umboðsmaður Sæ- mundsen verið settur til að þjóna em- bættinu. Við þetta ár, 1863, eru svo miðaðar ýmsar sögur, t. d. uppboðið í Eyhild- arholti, flutningur Jóns Bjarnasonar og Gísla Konráðssonar vestur á land, og frásagan í viðbætinum bls. 205. Hér skýtur nú svo skökku við, að það var 10 arum áður, eða 1853, er L. Thorarensen lét af embætti og Ari var settur. Þarf því engum blöðum um það að fletta, hversu áreiðanlegar hinar sögurnar eru, sem á þessari vit- leysu eru bygðar. Bólu Hjálmarssaga veröur annars dálaglegt heimildarrit eða hitt þó heldur, þegar seinni tíma menn fara að vitna í hana. Á bls. 157 segir, að Kristjáni Krist- jápssyni sýslumanni í Skaftafellssýslu hafi verið veitt Skagafjarðarsýsla og að »þá er hann kom norður«, hafi hann fyrst búið í Hofstaðaseli. í sam- bandi við það sem sagt er á næstu bls. á undan, hljóta lesendur að skilja þetta svo, sem Kristján sýslumaður, er siðan var amtmaður, hafi komið til Skagafjarðarsýslu 1863 eðal864ogþá komið beint úr Skaftafellssýslu. En sannleikurinn er þessi, að Krist- ján sýslumaður var sýslumaður í Skafta- fellssýslu 1845—-1848. Eftir það varð hann assessor í yfirrótti í Reykjavík, þá land- og bæjarfógeti. 1851 var honum vikið frá embætti fyrir frjáls lyndi hans á þjóðfundinum. 1852— 1854 var hann ritstofufulltrúi í hinni íslenzku stjórnardeild í Kaupmanna- höfn og frá Kaupmannahöfn kom hann til Skagafjarðarsýslu 1854 og bjó alla sína tíð þar í Hofstaðaseli. Þessar síðast töldu villur hefðu höf- undarnir geta forðast, ef þeir hefðu litið í Lögfræðingatal M. Stephensens. Ýmsum fleiri villum og ónákvæmni, sem enri eru óátaldar, hefi eg tekið eftjr. Þannig er Ingiríður kona Ing vars hreppstjóra á Sólheimum kölluð Ingigerður. Steindór bróðir sra Jónasar sál. á Ríp kallaður Steinþór. Á hunda vaði miklu fer og sagan með dóm þann, er hún segir að Guunlaugur sýslumað ur Briem hafi háð yfir Hjálmari. Þar er sem só ekki um sakamálsdóm að að ræða og ekki um glæp frá Hjálm- ars hálfu, heldur um lögregluróttarúr- skurð og lögreglubtot. Hj'ðingar og Brimarhólmsvinna voru þá, 1818, hegn- ingar fyrir glæpi. Eg hefi ekki rúm fyrir fleiri athuga- semdir og hefði mig þó langað til að minnast á fleira, t. d. á óh'kindin eða ómöguleikanti, sem blátt áfram virðist á því vera, að Símon só sonur Bólu- Hjálmars eða Sigurðar Breiðfjörðs. Eg enda þessar línur með því að láta þá skoðun mína i ljós, að það só óhapp að Bólu-Hjálmarssaga er* komin út, bygð á þeim heimildum, sem hún er bygð á, og rituð *eins og hún errituð. Óhapp er þetta vegna þess, að sagan kann að verða til þess að festa fjölda af vitleysum í meðvitund gálausrar al- þýðu, og vegna þess, að húu gefur að mörgu leyti ósanna hugmynd um slík- an fágætau yfirburðamann, sem Bólu Hjálmar var. En ef til vill er þó út- koma bókarinnar ekki síst óhapp fyrir Brynjúlf frá Minna-Núpi. Br. T. ------------------------- Reykjavtknr-annáll. Aðkomuntenn: Magnús Pétnrsson læknir frá Hólmavik, Sig. Olafsson sýslnm. frá Kallaðarnesi, sira Ólafur í Arnarbæli. Ferðaiög. Austur að Heklneldum fótu í morgun Brynjólfnr tanniæknir, Christen- sen apótekari, Óiafur eyrna- og kálslæknir, Sveinn Bjiirnsson yfitdómslögmaður og Þórður Ediionsson héraðslæknir i Hafcar- firði. Hljómleikar. Joltan Nilson hélt síðasta hljómleik sinn í fyrrakvöld við góða að- sókn og þvi betri viðtökur. Hann fer ut- an i dag á Ceres. Baraldur Sigurð.-ison ftá Kallsðarnesi varð að bætta við fyrirbugaða hljóm- leika í gærkveldi vegna lasleika. Held- nr þá í dag kl. 4. Messað i dóntkirkjani á morgun: kl. 12 sira Er. Fr. — Engin sið- degismessa. — í fríkirkjunni kl. 12 sira Ól. Ól. Til Vesturheims fara ýmsir V.-íslend- ingar í dag; m. a. Friðrik Sveinsson frá Winnipeg og frú hans. Með þeim fer og i kynnisför vestnr dóttir frúarinnar af fyrra hjónabandi frb. Guðrún Aðalstein simritari. Þar sést aldrei sól. Svo má Begja um höfnðstað vorn um þessar mundir. Dag eftir dag mæna Reykvíkingar til himins og þrá súlina á loft, en itún sýnir. sig eigi fremur en hvitir hrafnar. Mun það sjáifsagt eins dæmi, að annað eins óþurka- og kuldasumar hafi gengið yfir bæinn. — A Norðurlandi er á hinn hóginn hezta tið. Erindi til alþingis. Frh. 58. Andmæli frá kjósendum í Seltjarnar- neshreppi gegn þvi, að Bústaðir og Skild- inganes sé lögð undir lögsagnarnmdæmi Reykjavikur. 59. Gaðm. J akohsson sækir um 2000 kr. styrk handa sonum sínum til hljómlista- náms. 60. 20 kaupfélagBmenn í Húnavatnssýslu híðja nm fjárveitingu til aðgerðará Blöndu- óshryggju. 61. Taflféiag Rvíkur hiður um 4—500 kr. styrk til að senda mann á Skákþing Norðurlanda árið 1914. 62. Erindi frá Þorv. Pálssyni lækni um 2000 kr. árl. styrk til þess að stunda lækningar við meltingarsjúkdómum og rita um manneðli. 63. Erindi um launaviðbót frá Sæm. Bjarnhéðinssyni lækni. 64. SimBkeyti fri horgarafnndi ísafirði nm að vóita enga undanþágu frá bannlög- nnum. Ný bindindisstarfsemi. Fulltrúafundur til að stofna tóbakshind- indissamband fyrir Island var haldinn i Rvik 26. júní s. 1. Voru þar mættir 22 fulltrúar frá 12 tóbaksbindindisfélögum viðsvegar á landinu. Samþyktu þeir til hráðabirgða iög þessi fytir Bandaiagið: 1. gr. Bandalagið er sambaud féiaga, sem vinna að útrýmingu tóbaksnautnar úr landinu. 2. gr. Tilgangi sinum ætlar Bandalag- ið að ná með því að útbreiða þekkingu á þvi tjóni, sent tóbaksnautnin veldur þjóðinni, og sporna við þvi að, börn og unglingar byrjt á tóbaksnautn. 3. gr. Þátt í bandalaginu geta þau fé- lög tekið, þar sem félagarnir vinna þetta heit: Við undirrituð heitum þvi að neyta eiukis tóhaks meðan við erum i félagi innan Bandalags tóbaksbindindisfélaga Is- lands, og að vinna af alefli að útbreiðslu tóbaksbindindis. 4. gr. Hvert félag innan Bandalagsins getur að vild unnið að öðrum málum sam- nliða tóbaksbindindinu, en þó svo, að þau ekki vanræki bindindismálið þeirra vegna. 5. gr. Hvert félag í B. T. I. greiðir tillag í sameiginlegan sjóð á áxi hverju, 5 anra fyrir bvern félaga yngri en 16 ára og 15 aura fyrir hvern eldri félaga. 6. gr. Stjórn B. T. I. annast fulltráa- fundi og framkvæmdarstjórn. Hún skal sitja i Reykjavik eða nágrenni hennar. 7. gr. Fulltrúafundir skulu baldnir annaðhvort ár og ákveður stjórnin stað og stundu. Þeir taka ákvörðun um starf Bandalagsins á næstu tveimur árum, gera fjárhagsáætlun, samþykkja reikninga þess, kjósa framkvæmdarstjórn, varastjórn og endurskoðendur. Hvert félag í Banda- laginu getnr sent á fnlltrúafund einn full- trúa fyrir hverja 15 félaga. Þó befij- fé- lag, sem færti eru i en 15, rétt til að senda einn fulltrúa. 8. gr. I fratnkvæmdarnefnd eru þrir menn, formaðar, ritari og gjaldkeri og aðrir þrír í varastjórn. Stjórnin skal kos- in á hverjum fulltrúafundi. Hún ákveður fundarstað, boðar til fulltrúafnndar og leggur þar fram endurskoðaða reikninga Bandalagsins til samþyktar. Hún leggur þar og frarn tillögnr um framkvæmdir Bandalagsins og fjárhagsáætlun fyrir næsta fjárhagstimabil. 9. gr. Formaður Bandalagsins er full- trúi þess út á við og hefir á hendi fram- kvæmdir þess. Hann stýrir fulltrúafundi og hefir þar úrsiita-atkvæði, ef atkvæði eru jöfn. Ritari hókar gerðir fulltrúafuudar og semttr áriega skýrslu yfir hag og störf Bandalagsins siðasta fjárhagstimabil. Hauu geymir og skjöl og bækur bandaiagsins. Gjaldkeri veitir múttöku öllum tekjum Baudalagsins, ávaxtar sjóð þess i tryggri peningastofnun og hefir alla fjárgreiðslu á her.di fyrir Bandaiagið. 10. gr. Leggist niðnr eitthvert félag innan Bandalagsins, skal senda ritara Bandalagsins skjöl þess og gerðabækur, en gjaldkera sjóð þess, ef nokkur er. 11. gr. Lögum þessum má hreyta á fulltrúafundi með einföldum meirihluta at- kvæða, ef breytingartillögurnar hafa ver- ið tilkyntar félögunnm með fundarboðinu; annars þarf a/., hlnta atkvæða á fulltrúa- fundi til þess að gera lagabreytiugar. - I 8tjórn B. T. I. voru kosnir: Jónas Jónsson kenaari (form.), Olafnr Rósen- kranz leikfimiskennari (gjaldkeri) og Stein- dór Björnsson kennari (ritari). I varastjórn Jón Dúason stúdent, Guð- mundur Daviðsson kennari og Sigurjún Jónsson málari. Endurskoðendur kosnir: Þorvarðnr Þorvarðsson prentsmiðjustjóri og Bryn- leifur Tobiassou kennari. Utanásknft Bandalagsins verður fyrst um sinn á Skólavörðustig 35 Reykjavik. -----„---- —- ----------------------- Gjöf til Heilsuhælisins. Árni Eggertsson fasteignasali frá Winnipeg var staddur fyrir nokkrum dögum á Vífilsstöðum að skoða hælið þar. Gaf hann hælinu við það tæki- færi 3 reiðhesta, sem hann heíir notað á ferðum sínum hér um land- ið, en Hælið mun geta gert sér mikla peninga úr þeim. K v I k m y n d a-ve rks m i ðj a. Þetta er mynd af kvikmynda-verksmiðju með nútíðarsniði. Aliur efri hlutinu er myndastofur, þar sem ksikmyndirn.tr eru teknar, stcr leiksvið um alt húsið til sorgleika og gamanleika, öliu ægir saman. í neðri bygð hússins eru »filmurnar« búnar til og gerðar til þess hæfar að fara um ailan heim og raka inn peningum. Kvikmyndum hefir farið afar mikið fratn á síðustu árum, og mjög mikið verið lagt í kvikmynda leika. Kvikmjmda leikarar, kvikmynda-höf- undar og fyrst og fremst »films«-eigendur græða ógrynni fjár. Danskur kvikmynda-forustumaður einn, Ole Olsen, hefir t. d. orðið margra miljóna eigandi á örfáum árum. Og kvikmyndaleikhús eru nú komin um allan heim, sama myndiu sýnd í Haparanda, Reykjavík, París og Peking. Kvik- myndir hafa lagt allan heiminn íyrir fætur sér. En enn þá eigum vér íslendingar enga kvikmyndatökuvél til þess að taka myndir af helztu mönnum og viðburðum og geyma — í Þjóð- menjasafnitiu! Nýjar bæi Ól. Þorsteinsson Ljósaskiftí, eyrnaSæknir ljóðabálknr um kristnitökuna áíslandi, efiir Guðmund Guðmundsson skáid. verður ekki heima frá 2.-9. ág. Verð 0.90. _______ Friður á jörðu, eftir Guðmund Guðtniinds'on skáld, 2. útgáfn. Verð 0.73. Hví slær þú mig? Erindi Haralds Níelssonar prófessors U'ii dulaifull fyritbrigði. Vcrð 0.40. Fjármaðurinn, eftir Pál Stefánsson frá Þverá. Verl 1 kr. Fást í bókveizlununum. ,lóks. S. Kjarval í Iðnskólanum opin frá kl. ÍL—4. Aðgangur 25 a. Allan tímann 50 a. Reyniö Boxonlf-svertuna ,Sun6 og þér brúkið ekki aðra skósvertu úr því. Fæst hvarvetna á Islandi hjá kaup- mönnum. Buchs litarverksmiöja Kaupmannahöfn. Langadalsvegurinn í Húnavatnssýslu. Kaflar úr bréfi verkfræðings landsins dags. 6. febr. 1911. .... Þá kemnr kaflinn frá Móbergi að Æsustöðum. Þar liggur vegurinn yfir- leitt fyrir ofan hæi, i talsverðum hliðar- halla og er sú leið öli rudd. Lengd þessa kafla er um 10 km. Á sumrum er þessi kafli hvorki hetri né verri en aðrir ruddir þjóðvegarkaflar — en það er, sem kunn- ugt er, yfirgnæfandi meiri hlnti þjóðveg- anna. Á vornm þegar hlákn er að leysa, er þar vont yfirferðar eins og á öilum ruddum vegum og oft i hanstrigningum líka. Það er réttiiega tekið fram í fylgi- skjölnnum að þessi kafli er óvenjulega vondur yfirferðar, oft ófær vegna snjó- þyngsla á vetrum, en hingað til hefir þetta ekki komið að sök, því að þá fara menn ávalt fyrir neðan bæi, með ánni Blöndn og er þar sagður ágætur vetrar- vegur og auk þess eitthvað ofnrlítið styttri en efri leiðin. Þessi vegur liggur yfir engi á nokkrum bæjum en eg hygg að ekki þurfi að fara yfir nein tún, þú það ef til viil sé heinast, þó þori eg ekki að fullyrða nema eitthvert túnið liggi svo niður á árbakkann, að ekki verði komist fyrir neðan .... Ef vetrarleiðin með iram Blöndu verður eigi tept með girðingum, er ekki brýn nauðsyn á þessarri vegarlagningu vegna pósts og langferðamanna. Vegna kaup- staðafiutninga héraðsmanna væri óneitan- lega mjög æskilegt, að einnig þessi kafli í fjarveru minni frá 31. júlí til 15. ág. 1913 gegnir prófessor Sæmundur Bjarnhéðinsson læknisstörfum fyrir tnig, Jón Hj. Sigurðsson. héraðslæktiir. gæti verið akfær að sumarlagi, en það f>ru ekki nema tilto'nlega fáir hæir, sem þennan akveg mnndu nota, svo að ekki getur komið til mála að láta þennan veg- arkafla af þeim ástseðum ganga fyrir HúövetDÍngahrautinni með fjárframlög. Væntanlega kemur ekki til þess að landeigendnr loki leiðinni með fram Blöndn á vetrum með girðingum, með þvt að slikt mundi horfa til vandræða jafnvel fyrir þá sjálfa. Auk þess er að minsta kosti mjög vafasamt hvort þeir haia heim- ild til þess nema með samþykki sýslu- nefndar samkv. 45. gr. vegalaganna, og að minsta kosti get eg ekki betur séð en að þeim sé útlátalaust, að hafa hlið á girðingum sinum niðnr við ána ólæst á vetrum, svo að nmferð teppist ekki, því að um skemdir á engjnm getnr varla verið að ræða af vetrarnmferðinni. Aftnr á móti væri vegfarendnm hagalaust þótt hliðin væru lokuð á v orum1) og sumrum. Jón Þorláksson. Til stjórnarráðs Islands. Tilefni þessarra ummæla verkfræð- ingsins var það, að margir bænda þeirra, er gagn mundu hafa af ak- færum vegi fram Langadalinn skrif- uðu undir bænarskjal til stjórnarráðs- ins um, að fá akfæran veg lagðan um kaflann frá Geitaskarði að Æsu- stöðum. Sá vegur yrði framhald af akfærum vegi er liggur upp frá Blönduós. Þetta bréf skýrir því frá ‘) Leturhreytingar gerðar af mér.

x

Ísafold

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ísafold
https://timarit.is/publication/315

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.