Ísafold - 23.08.1913, Blaðsíða 4

Ísafold - 23.08.1913, Blaðsíða 4
át&á. 266 ISAFOLD Gufubáturinn „Örnin“ sem nú er hjá (jufunesi, fæst keyptur nú þegar. Báturinn verður seldur í því ástandi sem hann nú er í og geíur hlutafélagið P. I. Thorsteinsson & Co. í Reykjavík allar frekari upplýsingar. Nýr Bolindersmótor (10 hesta) er til sölu hjá Timbur- og Kolaverzlunin Reykjavík. Á Amtmannsstig 4 niðri geta fengist frá i. okt. ágæt herbergi með miðstöðvarhitun, einnig vel til biiið, gott fæði. — Upplýsingar á Bókhlöðustíg io niðri kl. 3—5. H. Thorlacius. Pensionat Amtmannsstíg 4 Stuen, kan fra 1. Oktober faas gode Værelser med Centralvarme og ist Klasses Pension. Anbefalinger fra adelige Huse og större Selskabs-Lokaler i Köbenhavn. Nærmere ved Henvendelse til Bók- hlöðustíg 10 Stuen Kl. 3—5, H. Thorlacius. Blómsveigasjóðsspjöld Þor- bjargar Sveinsdóttur eru beztu lík- kranzarnir. Borgunin í sjálfsvald sett og fer til þurfandi sængurkvenna. Fást hjá frú Jarþr. Jónsdóttur, Aust- urstræti 3 (uppi á lofti), og frú L. Jensson, Aðalstræti 12. EGAR eg síðastliðinn vetur lá veikur og gat enga björg mér veitt, urðu margir til að rétta mér hjálparhönd, sem mér er ljúft og skylt að þakka. Sérstaklega vil eg nefna þau Breiðabólstaðarhjón, sr. Hálfdan Guðjónsson og frú hans, Guðbjörgu Ólafsdóttur s. st., Gunnar Jóhannsson bónda á Harastöðum og konu hans og Bjöin Stefánsson bónda á Hvoli og konu hans, er stóðu fyrir samkomu, er haldin var, og vörðu ágóðanum mér til styrktar og hafa þar fyrir utan hjálpað mér á margan hátt. Öllum þessum og öllum öðrum, er hafa styrkt mig og hjálpað mér, en sem eg ekki get talið upp, færi eg mitt innilegast hjartans þakklæti, og bið hinn algóða fóður að launa þeim öllum af rik- dómi sinnar náðar. Klömbrum 25. júlí 1913. Steján Kristmundsson. 2 vagnhestar og snembær kýr (úr fleirum að velja) eru til sölu á Korpúlfsstöðum. Herhergi í miðbænum óskast til leigu frá 1. okt. — Tilboð merkt »Herbergi« sendist afgr. ísafoldar. Alls konar íslenzk frímerki, ný sem gömul, kaupir ætíð hæsta verði Helgi Helgason, (hjá Zimsen) Rvik. Et dansk Firma derharKunder for fin, udvalgt Mel- lemfisk, nssorted with Labrador Style Cod, Dried Cod og Dried Haddocks, (mest af den förste Slags), önsker Forbindelse, med fint islandsk Handels- hus paa Vestlandet. Billet mrk. 9119 modtager Sylvester Hvids Bureau, Nygade 7. Köbenhavn. Likkistur, Litið á birgðir mínar áður en þér kaupið annarsstaðar. Teppi lánuð ókeypis í kirkjuna, Eyv. Árnason, trésmiðaverksmiðja, Laufásveg 2. Nærsveitamenn eru vinsamlega beðnir að vitja Isafoldar í afgreiðsluna, þegar þeir eru á ferð í bænum, einkum Mosfellssveitarmenn og aðrir, sem flytja mjólk til bæjarins daglega. Afgreiðslan opin á hverjum virkum degi kl. 8 á morgnana til kl. 8 á kvöldin. I»eir kaupendur ísafoldar hér i bænum, sem skift hafa um heim- ili, eru beðnir að láta þess getið, sem allra fyrst, i afgreiðslu blaðsins, svo þeir fái blaðið með skilum. Lipur unglingsstúlka óskast við afgreiðslu i búð nú þegar. Eiginhandar umsókn merkt »Búð« sendist afgreiðslu blaðsins. Carlsberg- ölgerðarhús mæla með Carlsberg skattefri alkoholfátækt, ekstraktríkt, ljúffengt, endingargott. Carlsberg skattefri Porter ekstraktríkastir allra Portertegunda. Carlsberg gosdrykkjum, áreiðanlega beztu gosdrykkirnir. SIRIUS CONSUM-súkkulaði Gætið þess að lögskráö vörumerki vort só á umbúðunum. Lögskráð vörnmerbi. OTtOMBNStEDl srnjðrtiki arM. €. Ði&jift um tegvndlmar JSóiey* JngótfUr* mHetdam*a jMaSdS 8fnjförttkið fa9& dmmafc fWi Ofto MönstedTb. Koupmannahðfn ag/frösum « • 1 Danmðrku, c A Þakpappi fæst með iunkaupsverði hjá %3óR. dófíanncssym’ Laugaveg 19. Landar mínir geta líklega skilið að innanum alla þessa mælsku varð ekki mikið úr undirritaSri Eg átti sem sé að tala þarna og af því mór fanst mig skorta alla lffsreynslu til aS koma fram sem leiðtogi æskul/Ssins, kaus eg held- ur að segja þeim dálítið frá íslandi. Rakti eg sögu þess í fám orðum og sagði svo dálítið frá framtíðarhorfum þess og unga fólkinu heima. Um kvöldiö var stór opinber fundur og töluðu þar margar frægar ræðu- konur. Beztu ræðuna hélt frönsk kona, málaflutningsmaður María Verone. En hún talaði líka um það efni, sem allar konur skilja bezt, um hinar óiíku kröf- ur, sem gerðar eru til siðferðis karla og kvenna, hvernig löggjöf margra landa verji ungar stúlkur gegn því að giftast of snemma, en að það væri bundið við mikiu lægri aldur, ef hegna ætti fyrir að tæla þær, þá gengi karl- maðurinn frjáls og frí en aumingja yfirgefna stúlkubarnið feldi sig í ein- hverju skúmaskoti. Hún talaði um hin heilnæmu og góðu áhrif samskól- anna og um lífskröfur kvenna þeirra, sem ekki giftust og um rótt kvenn- anna til þessaðveröamæð ur: Það eru ekki til nein lausaleiksbörn ógiftra mæð- ra, það eru einungis til mæð- ur og börn. Þessari ræðu var fagnað svo innilega að auðsóð var að hún hafði komið við hjartað í okkur öllum. Jane Adams, hin fræga yfirumsjón- arkona skólanna í Chikago talaði um það, hversvegna nútímakonur þyrftu á kosningarróttinum að halda og Anna Shaw talaði um »Ástæður okkar«. Hún sagði frá dálítilli sögu. »Einu sinni átti eg«, sagði hún, »aö halda ræðu á útifundl, en mig vantaði efnið. Þá varð mór litið upp í himininn, þar sá eg flugvól á hraðri ferð, svo varð mér Utið niður á þjóðveginn og þar kom kona er ók í þunglamalegri nauta- kerru. Þá datt mór ræðuefnið í hug. Karlmaðurinn vill vinna undir sig alía veröldina, sjálf jörðin nægir honum ekki, hann vill líka fljúga um himin geiminn, en samt heldur hann að kon- an sætti sig við að sitja í kerru sem naut draga. En nú kallar hún í þenna fullhuga og segir: »Heyrðu góði minn, annaðhvort tekurðu mig upp í flugvólina þína, e S a þú verður að gera svo vel að koma hórna niður í kerruna til min« ! — A miðvikudagskvöldið var bátaferö á Dóná. Sigldum við í tunglsljósinn á 3 gufuskipum, var gleði og gaman á ferðum og lótu Norðurlanda konurnar til sín taka með að syngja þjóðlög sín. I sambandi við kvennaþingið var fundur alheimsfólags karlmanna er vinna að kosningarrótti kvenna, en þar gat eg því miður, ekki komið því við að koma. A föstudagskvöldið var haldin skiln- aðar veizla mikil. Yoru þar haldnar margar ræður og hólt Bríet Bjarnhóð- insdóttir fyrstu þakkarræðuna, fyrir íslands hönd. Þakkaði hún alla þessa gestrisni, sem allir höfðu verið svo samtaka um að s/na okkur — því það væri auðséð að allur bærinn hafði áhuga á því að viðtökurnar tækjust sem bezt og yrðu landinutil s ó m a. Svo mintist hún á það, sem okkur þótti svo einkennilegt — að kvenróttindahreyfingin í Ungverjalandi virtist vera aöallega í höndum ungra kvenna — kvenróttindakonunum þar í landi hefði tekist það, sem systrum þeirra í öðrum löndum hefði reynst svo erfitt: að vinna æskuna. Og hún mintist á ísl. vísu (Þorsteins Erlingsson- ar), sem við öll þekkjum og kvaöst vita það að æskan mundi verða sigursæl og að unga fólkið þar í landi mundi vinna saman að áhugamálum þjóðar- innar. Seinasta fundardaginn vorum við í »garðboði« (Gardenparty) hjáungv.próf,- hjónum. Voru þar líklega um 100 manns — Mór þykir verst að mega ekki vera að því að 1/sa þessu skraut. lega húsi sem lá í gríðarstórum garðý Húsmóðirin var ein af þessum töfrandi, síungu Budapestarkonum, sem eru há- mentaðar veraldarkonur og þó elsku legar og einlægar eins og ungar stúlk- ur, sem lífið hefir ekki skemt og full- ar af suðrænu fjöriog yndisleik. — Hvað mikið sem menn kunna að dást að norrænum konum, þá hljóta menn þó að finna að þessar suðrænu konur hafa notið meiri sólar. En nú b/st eg við að sá þolinmóði lesari þykist vera búinn að lesa nóg um skemtanir og veizluhöld og kunni að spyrja: »En hvað gerðist núá fundinum? Tíminn var naumur og fundarkon- urnar margar, 2800, (af þeim um 500 fulltrúar, varafulltrúar og systrafull- trúar frá öðrum kvenfólögum). Sk/rsl- ur fólaganna höfðu verið prentaðar og voru því ekki lesnar upp en nóg var um að tala fyrir því. Merkasta um- ræðuefniö var þó vafalaust »hvíta man- salið«. Mrs. Catt talaði um það mál á stórum fundi sem haldinn var til þess að ræða um það, hvernig bæta mætti úr þessu átumeini þjóðfólagsins. Hún hefir haft tækifæri til að kynnast því á tveggja ára ferð í kringum hnött- inn, og aístaöar eru konur verzlunar- vara, kristnir menn og heiðingjar, allir kynflokkar eru jafn sekir. Samþykt var í einu hljóði fundaráliktun um að Alheims-kosningarróttar-fólagið sendi stjórnum allra landa áskorun um að láta rannsaka hvað vfðtæk kvennasalan væri í landi þeirra og orsakir til henn- ar. Kvenróttindafólögin í hverju landi áttu að senda samskonar áskorun til landsstjórnar sinnar og áttu að stuðla að því að konur fengju sætl í nefnd- um þeim, sem kynnu að verða skip aðar til þess að ransaka þetta. Onnur merkileg ályktun var sam- þykt í einu hljóði í tilefni þess að óskað hafði veriö úr mörgum áttum að þingið segði álit sitt á kvenróttinda hreyfingunni ensku með eða móti. Ályktun þessi hljóðar svo: Með því að alheimsBamband kosnlngarróttarfó- laga kvenna er bundið af stofnlögum sínum, til þess að láta stjórnmál og bardagaaðferð hvers einstaks lands a 1- gerlega hlutlaus, hefir það hvorki leyfi til að láta í ljósi samúð með »bardagaaðferð« enskra kvenna, nó heldur kasta steini á hana. í öðru lagi: Með því að samsæri, stjórnar- byltingar og uppþot hafa aldrei verið færðar sem ástæður gegn kosningarrótti karlmanna, mótmælum vór því að mót- stöðumenn kosningarróttar kvenna noti bardagaaðferð minnihluta kvenna f e i n u landi, sem skálkaskjól til þess að neita konum um allan heim um kosningarrótt«. Enn voru aöalstöövar sambandsins fluttar til London og veröur blað þess gefið þar út. Af því að sambandið var fólaust, (árgjald fólaganna er ekki nema 1—2 pund) var skotið þarna saman í loforðum 45,180 kr. í tvö ár. »Hvaða gagn er að þessum þingum« — kunna menn enn að spyrja, »drukna ekki ályktanirnar í pappírskörfunum á endanum, og gleypa veizlurnar ekki tímann — verður nokkuð eftir? En eg er viss um, að fæstir af þátt- takendunum gleyma nokkurn tíma áhrifum þeim, sem þeir hafa orðið fyrir á þessu þingi. Þarna voru sam- am komnar svo margar ágætar konur hvaðanæfa úr heiminum og Mrs Catt var drotningin, sem safnaði þeim öllum í kring um sig. Eg vildi óska að allir kvenréttindaóvinir gætu sóð og heyrt þessa tignarlegu konu. Fína gáfulega andlitið hennar er svo svip- hreint, það er auösóö að það er kona, sem mikið hefir hugsað og margt hefir séð, og er laus við hleypidóma. Sú kona sem mest var dást að næst Mrs Catt, var Mrs Despard — þessi gamla höfðingskona, sem hefir varið allri æfi sinni til þess að hjálpa Lundúnafátæk- lingunum og til þess að berjast fyrir kvenróttindum. Hún hefir oft setið í fangelsi og eigur hennar verið gerðar upptækar til að borga skatta. Hún mintist á það í ræðu sinni hvernig kvenróttindahreyfingin á Englandi hefði sameinað allar stóttir kvenna og komið þeim til þess að finna að þær væru allar systur. Og það varþetta, semvið fundum á þinginu. Að alstaðar, úti um allan heiminn höfðu konurnar við sömu erfiðleikanaað stríða, sömu hleypidóma, skilningsleysi, smá- mutiasemi og hreppapólitík. Þeim veitti svo' lótt að skilja hver aðra, þessum konum, þrátt fyrir útlendu málin, þær þektu þetta alt svo vel, Og það var eins og augu okkar lyk- just upp og við e y g ð u m hvað kven- róttindamáliö er stórkostleg, sívaxandi hreyfing. Það er ekki svo got.t að koma með n/ rök i því máli — okkur finst það eiginlega svo útrætt, við erum orðnar svo vanar að tala um það, okkur hættir við að verða þreyttar á því að leita á þenna ós/nilega vegg af skilningsleysi og kæruleysi, en á þessu þingi fundum við, að þetta mál getur samt aldrei oröið útrætt, hvað mikið sem um það er talað, við fundum hvað það er 1 i f a n d i. Það eru mæður mannkynsins, sem geta ekkl lokað augunum fyrir eymdinni í heim- inum og geta ekki þolað að sitja ró- legar hjá vöggu barnanna sinna þegar önnur börn gráta — já — eins og María Verona sagði: »A)lar konur elska friðinn, en á hendur kvennasölu, drykkjuskap og illri meðferð barna 1/sa þær eilífum ófriði«. L. V.

x

Ísafold

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ísafold
https://timarit.is/publication/315

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.