Ísafold - 30.08.1913, Blaðsíða 3

Ísafold - 30.08.1913, Blaðsíða 3
I S A F O L D 273 Sýnishorn af gömlu guðfræðinni. Síðastliðinn marzraánuð ritaði forseti kirkjufélagsins vestra, síra Björu B. Jóns- son, grein eina í Lögbergi, er hann nefndi: »Út úr moldviðrinu«. Með moldviðrinu átti hann við n/ju guðfræðina. Tilefnið voru greinar síra Matthíasar í Eimreiðinni, önnur eftir sjáltan hann, hin frumsamin af R. J. Campbell presti, en þydd af síra Matth. Hafði skáldið okkar á Akureyri fagnað yfir því, hve trúarhugmyndum krist- inna manna væri að þoka saman. Aft- ur á móti verður það helzt dregið af ummælum síra Björns, að hann gleðjist yfir því, hve trúarhugmyndum manna só að þoka sundur — hve djúpið só að verða mikið milli guðfræði von-a tíma og gömlu guðfræðinnar. Út af þessari grein kirkjufólagsforsetans hefir síra Friðrik J. Bergmann, aðal-n/guð fræðingur íslendinga vestra, ritað mjög svo fróðlega grein í blað sitt Breiða- blik. Heitir greinin : B j á 1 k a n n fyrst, flísina svo! Þar sem mikið er rætt um n/ja guð- fræði meðal vor, hygg eg að mörg- um muni þykja fróðlegt að fá ofurlítið s/nishorn af kenningum og skoðunum helztu gömlu guðfræðinganna þar vestra til samanburðar. Og ekki ætti það að spilla, að hér er ómótmælanlega sagt rótt frá skoðunum þeirra. Því að /mis legt í greininni er eiðfestur framburður þeirra sjálfra fyrir rótti. Vegna rúmleysis verðum vór að láta oss nægja meginatriðin úr grein síra Friðriks: Eins og oft hefir verið bent á í blaði þessu, má svo heita, að nálega hver bók á svæði guðfræðinnar í hinum enska heimi, sem nú birtist ár frá ári, og nokk- urt gildi hefir, só n/ guðfræði, en ekki gömul, — sk/ring á viðfangsefnum guð- fræðinnar frá sjónarmiði nútímaþekk- ingarinnar, en ekki 17. aldar guðfræði. Það er ekki unt að benda á nokkurn guðfræðing, sem nú er uppi og ritar á enska tungu og hefir áunnið sór nokk- urt álit fyrir sórþekking á þvl svæði, sem t. d. aðhyllist innblásturskenningu síra Björns og kirkjufólagsins. En eins og allir vita, liggur sú kenning til grund vallar allri guðfræði. D r . J a m e s Orr, sem kennaii er í trúvörn og trúfræði við guðfræðiskóla sameinuðu fríkirkjunnar í Glasgotv, og eini nafn- kunnur höfundur, er reynt hefir að halda uppi vörn fyrir gamalli guðfræði í enskum heimi síðasta áratug, segir í bók sinni um »Opinberan og innblást- ur« (1910): »Því er haldið fram, að nema því að eins, að við geturn s/nt og sannað það sem kallað er óskeikul- leiki (inerrancy) biblíunnar, jafn vel í mestu smámunum, hrynji öll bygg ing opinberaðrar trúar til grunna. Að fylgja þeirri stefnu er bers/nilega fyrir hvern, sem verja vill opinberanina, að freuija sjálfsmorð« (bls. 198). Nú er öllum það kunnugt, að sá skilningur á Innblæstrinum, sem síra Björn heldur dauðahaldi i, er óskeikulleiki biblíunn- ar. Skyldi þá síra Björn vera kominn út úr moldviðriun i — Um alla g u ð f r æ ð i s k ó 1 a ensku kirkjudeildanna, þá sem nokkuit nafn hafa að minsta kosti, bæði hór í Vesturheimi, á Englandi og í Ástralíu er óhætt að segja að þeir hálda fram og kenna guðfræði nútímans, n/ja guðfræði, en alls ekki 17. aldar guðfræði. Állar alfræði- bækur i guðfræði, sem nú eru gefnar út víðsvegar um heim, kenna n/ja guð fræði. Þær eru nú helztu al- mennu heimildarritin, sem hægt er að leita sór þekk- ingar í, í guðfræðilegum efnum. Og allar kennaþær n/ja guðfræði. í þær hafa rit- að langflestir merkra guðfræðinga, sem nú eru uppi. Allir stefna þeir í sömu áttina, svo samræmið er eigin- lega eftirtektarverðast, hvort heldur höf. á heima í Ameríku, á Þ/zkalandi eða E n g 1 a n d i. Ollum kemur þeim saman um, að sá skilningur á inn- blæstri biblíunnar, sem síra Björn og Kirkjufólagið heldur fram, só hinn allra lólegasti og fráleitasti grundvöllur, sem unt sé að byggja guðfræðina á. En hver er nú þessi skilningur? Undir niðri, manna á milli, í munn- legu viðtali við einfalda safnaðarmenn er stöðugt «erið að berja það niður, hnúum og hnefum, að það só aumasta fjarstæða, að Kirkjufólagið haldi fram bókstaflegum innblæstri. Kenning þessi heiti nú virðulegra nafni en svo. Hún heiti p 1 e n a r y - innblástur i Hver þremillinn er það, spyrja þeir. Það er sama sem f u 1 1 k o m i n n innblástur, er svarað. Er ekki von, að auguu ætli út úr höfðum manna, þegar annarri eins vizku er á þá sallað i Orð síra Björns í fyrirlestriuum utn innblásturinu 1899 taka af öll tvímæli: »Og þetta er vor kenning, að guð hafi með sínum heilaga auda útbúið höfunda biblíunnar, að alt, sem þeir hafa ritað, só algerlega satt og sé samþykt af guði, svo alt, sem stendur í biblíunni, só þar að hans vilja, eins og hann sjálfur vildi segjá það, og sé því hans orð, talað upp á hans ábyrgð«. N/tt heimildarrit hefir n/lega birzt, þegar um innblásturs skilning síra B. og Kirkjufélagsins er að ræða, þótt enn só í fárra höndum. Það er heim- ildarrit í fyrstu röð, því þar er hvert orð eiðsvarið. Það er framburður vitn- anna í málinu fræga, sem Kirkjufólagið lót höfða út af kirkju Þingvallasafnaðar. Þar kemur fram ljóst og greinilega, hver skilningur þeirra, kirkjufólags- prestanna, er á innblæstrinum, svo það getur nú hver sem vill gengið úr skugga um. Síra Kristinn Ólafsson sagði til dæmis fyrir rótti 1 Pembina : »Eg tiúi þeirri staðhæfingu ritningar- innar, að Jósúa hafi skipað sólunni að að standa kyrri og að hún hafi gjört það, og eg trúi þvl, að höf. þeirrar greinar hafi verið innblúsinn og að guð beri ábyrgð á þessari staðbæfingu í biblinnni og að hún sé sönn. Þó stjörnufræðin sýni, að sólin öé fastastjarna og hreyfist þess vegna ekki, myndi eg samt sem áður segja, að nauðsynlegt sé að trúa þessu«. Og þegar hanu var spurður : Trúið þór því, að sólin snúist kringum jörð- ina, svaraði hann : »Eg get ekki skýrt það. Eg felst á það i bibliunni. Eg skil það alls ekki. Eg felst á það, af þvi það stendur þar. Frá sjónarmiði kenningar minnar um innblást- urinn, myndi maður vera trúvillingur, ef hann tryði þessu eigi. Kenningu Kirkju- félagsins samkvæmt er nauðsynlegt að trúa þeirri staðhæfingu í annari Mósebók, eins og höfundurinn ætlast til, að enginn geti séð guð og lifað. Eg trúi þeirri staðhæfingu allri og staðhæfingunni í 1. Mósebók, þar sem sagt er: »Abraham sá guð«. Og sömuleiðis staðnum í 2. Móse- bók 33, 11: »Og Drottinn talaði við Móse augliti til auglitis eins og maður talar við mann« — að þær séu innblásn- ar í samhenginu, og væri það trúvillu- sök að trúa þessu ekki, samkvæmt kenn- ingu minni um innblásturinn. Samkvæmt kenningunni um fullkominn innblástur, sem Kirkjufélagið heldur fast við, væri sá maðnr trúvillingur, sem eigi tryði þeim ritningarstað, sem nú hefir verið lesinn, það er að segja 5. Mósebók 13, 6—9 : »Ef bróðir þinn, sonur móður þinnar, eða sonur þinn eða dóttir þln eða konan i faðmi þinum, eða vinur þinn, sem þú elskar eins og lifið í brjósti þínu, ginnir þig einslega og segir : Vér skulum fara og dýrka aðra guði, o. s. frv. þá skalt þú eigi gjöra að vilja hans og eigi hlýða á hann, og þú skalt ekki lita hann vægðarauga og þú skalt ekki þyrma honum né hilma yfir með honnm; heldur skalt þú drepa hann, þin hönd skal fyrst á lofti vera gegn honum, til þess að deyða hann og þvi næst hönd alls lýðsins*. Þetta er notað af guði fyrirætlunum hans til stuðnings. Spurning : I Esekiel 4,12 stendur þetta: »Skalt þú eta það sem byggkökur og þær skalt þú baka við mannaþrekk fyrir aug- um þeirra«. Má maður ekki til með að trúa þessum stað, eins og öðrum samkv. kenningunni um fullkominn innblástur ? Svar: Jú. Það er lika nauðsynlegt að fallast á söguna um Nóa og örkina og gera sér grein tungumálablendingsins i heiminnm á sama hátt og gert er i sög- unni um Babelsturn og frásöguna í fyrstu Móseb. um sköpun jarðarinnar á 6 dögum, og að trúa sögunni um hvalinn, sem svalg Jónas. Spnrning: Eg vil lesa þenna kafla. Hann stendur i 2. Móseb. 33: Og eg vil senda engil minn á undan þér og reka burtu Kauanita o. s. frv. En er fólkið hryrði þenna ófögnuð, urðu þeir hryggir og enginn maður bjó sig i skart. Þá sagði Jahve við Móse: Seg Israelsmönnum: Þér eruð harðsvíraður lýður ; væri eg eitt augnablik með þér á leiðinni, myndi eg tortima þér. — Trúið þér þessu — tor- tiraa þér ? Svar : Já, eg trúi þvi, en eg get ekki skýrt þessa hluti fyrir yður. Samkvæmt kenningunni um fullkominn innblástur hefir einstahlingurinn ekki rétt til að hafna neinu af þessu, Hver einasti staður i bibl- innni er þar samkvæmt vilja hans og til- gangi, jafnvel þessi staður, sem þér hafið einmitt bent á, — öll biblían«. Til enn frekari sk/ringar og til að taka af öll tvímæli skal ennfremur til- fæiður framburður eins af vitnum sækj- enda í málinu, prestsins L. 0. Wolper, sem heyrir Missourisynódunni til. Hann sagði : »Eg geri engan mun á bókstafs ( v e r - bal) innblæstri og fullkomnum (plenary) innblæstri. Hann merkir það, að hvert orð bibliunnar sé bókstaflega satt. Að sólin hafi t. d. í raun og veru staðið kyr, fyrir skipan Jósúa, og hið sama hefir máninn gjört, sé hann nefndur þar. Ef að sækjendur þessa máls eru góðir meðlimir Kirkjufélagsins islenzka og trúa fullkomn- um innblæstri, hljóta þeir að mlnum dómi svo sem að sjálfsögðu að veia í samræmi við skoðanir minar, sem eg hefi nn látið í ljós, og ef þeir eru það ekki, þá eru þeir ekki góðir Lúterstrúarmenn. Hver maður, sem ekki trúir einhverju af þess- um atriðum, hefir um leið gjört sjálfan sig útlægan úr lúterskri kristni .... Að svo miklu leyti sem niðurstaða heimspeki- legra og vísíndalegra rannsókna nútimans er bibliunni gagnstæð á svæði jarðfræði, fornleifafræði, mannkynssögu, landafræði, liffræði og stjörnufræði, útskúfa eg henni. Að minum dómi hlýtur hver maður, sem trúir kenningunni um bókstaflegan ( v e r - b a 1) eða fullkominn (plenary) inn- blástur bibliunnar að útskúfa henni«. Aldrei hefir meiri bókstafstrú á bibl- íuna verið haldið fram, jafnvel þegar 17. aldar kenningasvartnættið var allra myrkast. Og þetta er ekki að eins framburður eins manns. Allir hinir prestarnir könnuðust við skilning síra Kristins sem laukróttan. Síra Björn segir : »Eg er skilgreining síra Krist- ins samþykkur á keuningunni um full- kominn innblástur, eins og hann fram- setti hana« (bls. 116). Og á öðrum stað segir hann : »Kirkjufélagið held- ur sór fastlega við kenninguna um fullkominn iunblástur heilagrar ritn- ingar, að hún só skilyrðislaust sönn í öllum greinum og fullkonilega innblás- in í öllum efnum« (160). Nokkurt hik kom á forseta Kirkju- félagsins, þar sem staðurinn f Jósúa- bók var annars vegar. — Hann var spurður : • Hvernig fer Kirkjufélagið, samkvæmt kenninga sinni nm fullkominn innblástur, með staðinn, sem síra Kristinn var með, t. d. að Jósúa skipaði sólunni að standa kyrri ? Svar: Það er engin kirkjufélagssam- þykt um þann stað. Spurning: Ef einhver kunniugja okkar í bændastöðu hér i Pembina County ræk- ist nú á þenna stað i Jósúabók og segði með sjálfum sér, að i ljósi þekkingar nú- timans hefði hann rétt til að hafna þess- um ritningarstað eins og innblásnn guðs- orði, myndi hann eftir nokkurri samþykt, yfirlýsingu eða ákvæði Kirkjufélagsins verða trúvillingur iúterskrar kirkju ? Svar: Orðið trúvillingur hefir ekki verið notað i þessu sambandi i neinni samþykt Kirkjufélagsins. Sp.: Gefið okkur svarið nú. Myndi hann samkvæmt þeim skilningi, sem Kirkju- félagið leggur i þessa hluti, hætta að vera lúterakur, kristinn maður ? Sv.: Eg get ekki geíið neinn úrskurð. Eg veit ekki um neitt kirkjufélagsákvæði um mann, sem er bóndi. Sp.: Þér dæmduð þá ekki svo með úrskurði yðar 1910 einmitt í þessu máli ? Sv.: Eg verð að taka fram, að hann eða hver annar sem væri, hyrfi frá inn- blásturskenningunni, eins og hún er skilin. Sp.: Er þá skilningur yðar á afstöðu Kirkjufélagsins þessi, að það sé satt, að sólin hafi staðið kyr við það tækifæri i blýðniskyni við skipan Jósúa? Er það rétt ? Sv.: Eg get ekki svarað spurningu þessari með já eða nei. Sp.: Svarið henni þá hvernig sem yð- ur sýnÍ6t. Sv.: Eg skal segja það, að i þessu atiiði um kyrstöðu sólarinnar vitum vér allir, að orðin eru notuð eftir merkingu þeirra á þeim dögum, það þarf ekki nauð- synlega að skilja það svo, að þau hafi haft áhrif á sólina, eða að kraftaverk hafi verið framið, sem komið hafi þessu til leiðar, á sama hátt og við getum sagt, að sól hafi ekki komið upp. Það var orðalagið, söm ritningin notaði, eins og við komumst að orði þann dag i dag. Þetta er blátt áfrau. mín eigin skoðan og Kirkjnfélagið er ekki i neinni ábyrgð fyrir þessi ummæli«. Hór kemur sá merkilegi skilningur fram, að kraftaverk'ð, sem frá er sagt f Jósúabók, þurfi alls ekki að hafa verið neitt kraftaverk. Nú skulum vór virða fyrir oss frásögn Jósúabókar. Hún er svo : »Þá talaði Jósúa við Jahve, þann dag, er Jahve gaf Amorlta á vald Israelsmönn- um; og hann mælti i áheyrn Israels : Sól statt þú kyr í Gibeon, og þú tungl i Ajalondal I Og sólin stóð kyr og tunglið staðnaði, unz lýðurinn hafði hefnt sin á óvinum sínum. Svo er skrifað í bók hinna réttlátu. Þá staðnaði sólin á miðjum himni og hraðaði sér eigi að ganga undir nær þvi heilan dag. Og enginn dagur hefir þessum degi likur verið, hvorki fyrr né slðar, að Jahve skyldi láta að orðum manns; því að Jahvebarðist fyrir Israel« (Jós.10,12—14). Getur nú nokkur maður, sem þetta les, með heilbrigða skynsemi, látið sór annað til hugar koma en að höfundur 8á, sem þetta hefir fært í letur, só að segja frá kraftaverki i Og það krafta- verk er ekkert smáræði, heldur hið stærsta eftir heimssköpun. Um þessa frásögn segir síra Björn, að ekki þurfi að skilja hana svo sem hór hafi verið framið nokkurt kraftaverk. En só það rott, er óhætt að segja um hverja ein- ustu kraftaverkasögu biblíunnar, að ekkert kraftaverk hafi samt sem áður átt sór stað. Fær nokkur maður sam- r/mt þetta innblásturskenningu síra Björns og Kirkj ufólagsins i Nei, hann hverfur alt í einu frá henni. Hann sundlar fyrir framan þessa frásögn um, að Drottinn hafi brotið sitt eigið dá- samlega náttúrulögmál, að eins til þess að drepa mætti fleiri menn. Eigin inn- blásturskenniug hans og Kirkjufólags- ins hrynur. X. Ábyrgðarfélög. Alþingi hefir samþykt eftirfarandi lagabálk um ábyrgðarfélög hér í landi: i. gr. Auk hinnar dönsku lifs- ábyrgðarstofnunar ríkisins, hins al- menna brunabótafélags kaupstaðanna í Danmörku og ábyrgðarfélaga, sem stofnuð eru samkvæmt sérstökum lögum, mega ekki aðrir reka hér á landi ábyrgðarstarfsemi en hlutafé- lög, innlend eða útlend, eða félög með gagnkvæmri ábyrgð eða félög sem rekið hafa ábyrgðarstarfsemi hér á landi í full tvö ár, er lög þessi öðlast gildi, enda fullnægi þau öll skilyrðum þeim, sem hér fara á eftir. Það er ábyrgðarstarfsemi samkvæmt lögum þessum, að taka að sér gegn iðgjöldum lífsábyrgðir og vátrygging- ar, hverju nafni sem nefnast. Starf- semin telst því að eins rekin hér á landi, að framboðin sé á einhvern hátt af ábyrgðarfélags hálfu viðskift1 innanlands, en ekki þó hérlendir menn leiti til ábyrgðarfélaga i öðr- um • löndum, sem ekki hafa erind- reka hér í landi, og fái ábyrgðir hjá þeim. 2. gr. Nú -vill útlent ábyrgðarfé- lag reka stnrfsemí hér á landi, og skal það þá hafa aðalumboðsmann, einn eða fleiri, búsettan hér, þann er stjórnarráðið löggildir. Áður en slík löggilding er gefin, skal félagið afhenda stjórnarráðinu yfirlýsingu um, að það hafi varnarþing hér á landi á |>eim stað, sem aðalumboðsmaður, sá er í hlut á, er búsettur, i öllum þeim málum, sem risa kunna út af ábyrgðum, sem félagið tekst á hend- ur gagnvart hér búsettum mönnum, eða stofnunum hér á landi. Ábyrgð- arskírteini skulu vera á islenzku, og skal það tekið fram, hvar varnarþing sé. Að þvi er til sjóvátryggingar kemur, skal það þó vera á valdi þess, sem ábyrgðar leitar, hvort hann vill fá ábyrgðarskírteini á íslenzku eða útlendu máli. Nú vill útlent ábygrðarfélag eigi gjalda það fé, sem það hefir verið skyldað til með íslenzkum dómi, og skal þá stjórn Islands sjá um, að þeim dómi verði fullnægt. Kostnað tekur hún úr landssjóði, en gjalda skal dómhafi hann aftur, þá er hann hefir fengið leiðrétting mála sinna. Undirumboðsmenn getur aðalum- boðsmaður sett út um landið, þar sem honum sýnist, en hann ábyrg- ist gagnvart vátryggjendum fyrir hönd félags síns allar gjörðir undirumboðs- manns, er snerta starfsemi félagsins hér á landi. Tilkynna skal hann stjórnarráðinu, hverir séu undirum- boðsmenn. 3- gr. Öll ábyrgðarfélög, er starfa hér á landi, skulu háð eftirliti stjórn- arráðsins um það, að ekki sé nein ákvæði í ábyrgðarskírteini þeirra, sem koma i bága við gildandi lög. 4. gr. Verði ábyrgðarfélag, er starf- ar hér í landi samkvæmt 2. gr., upp- vist að því, að hafa í verulegum at- riðum vanrækt að uppfylla skuld- bindingar sinar og skyldur, hefir fé- lagið fyrirgert rétti sínum til þess að taka að sér nýjar ábyrgðir hér á landi, eftir nánari ákvörðun stjórnar- ráðsins í hvert skifti. 5. gr. Sérhverju ábyrgðarfélagi, er starfar hér á landi, er skylt að senda stjórnarráðinu á ári hverju fyrir apríllok skýrslu um starfsemi félagsins undanfarið ár í því formi, sem stjórnarráðið ákveður, sbr. lög nr. 20, 3. okt. 1903. 6. gr. Brot gegn 1. gr. þessara laga varða sektum frá 500—5000 krónum, sem renna í landssjóð. Mál út af slikum botum skulu rekin sem almenn lögreglumál. 7. gr. Lög þessi öðlast gildi 1. janúar 1914. ------------------------ Þakjárn. Enginn óvitlaus maður mun sjá sér hag í að kaupa það annarstaðar en í verzlun undirritaðs. Þar er verðið nú 16% laegra en alment söluverð höfuðstaðarins. Nýjar birgðir væntanlegar með Sterling 16. n. m. B. H. Bjarnason. 2 herbergi og eldhús óskast til leigu frá 1. okt. ‘ Afgr. vísar á.

x

Ísafold

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ísafold
https://timarit.is/publication/315

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.