Ísafold - 03.09.1913, Blaðsíða 2

Ísafold - 03.09.1913, Blaðsíða 2
276 ISAFOLD II Hin árlega ÚTSALA í vefnaðarvöruverzlun Th« ThorSÍSÍnSSIIIp Ingólfshvoli, byrjar fimludaginn 4. september. ii eins standi, að alþingi lofi því að styðja ekki innlendar samgöngur við útlönd. Allar aðrar Jiráðabirgða ráð- stafanir mun þjóðin fremur kjósa en samninga við pað Jélaip. En jafnframt hlýtur Alþingi að hlynna sem bezt að Eimskipafélag- inu og búa sem bezt um það, að strandferðirnar verði innlendar hið bráðasta. Það hlýtur að vinna að því ölJum árum að losa oss sem fyrst úr klóm þessarra varga. Og von- andi teflir Efri deild ekki — úr þessu — stofnun Eimskipafélagsins í þá hættu, sem bráðabirgðastjórnin telur í því felast, að binda styrkinn til millilandaferðanna því skilyrði, að strandferðirnar verði teknar þann veg, sem meirihluti samgöngumálanefnd- ar N.deildar vildi. Það er vegna millilandaýerðanna, sem Sam. fél. beitir hótunum sínum. Það sér hversu hættulegt er hags- munum þess, ef vér förum að sigla sjálfir milli landa. Það veit, sem er, að minna gerir um strandferðirnar, ef að eins eru látnar vörur jrá Khöjn í strandbátana. Þeir sjá, þessir herr- ar, hvað nauðsynlegt er fyrir hags- muni Islendinga, og vilja koma þeim hagsmunabótum fyrir kattarnef! Hverju svaiar þjóðin þessum bú- sifjum? Mikilvirtur þingmaður orðaði svarið á þessa leið, við ’kaupmann einn, er spurði hann hverju ætti að svara: iÞér eigið að svara því með því að taka hluti fyrir að minsta kosti 5000 kr. í Eimskipafélaginu!« Svar þjóðarinnar ætti að verða í samræmi við þetta! Hver einstaklingur, kaupmenn og aðrir, eiga nú að stíga á stokk og strengja þess heit að hlynna að Eim- skipafélaginu á allan hátt, bæði með hlutatöku í félaginu og flutningum í skipum þess — hvað sem í skerst. Þjóðin mun fljótt þekkja þá úr, er úr leik skerast, um að leysa hana úr samgöngulæðingi þeim, sem nú er enn einu sinni tilraun gerð til að halda henni í. Afleiðingar »símskeytisins góða« attu að verða gagnstæðar þvi, sem til var ætlast, svo sem fánahertakan 12. júní, sællar minningar. Og góðar vonir um það, gefa fregnir þær, er bárust úr einu hér- aði landsins í gær, Strandasýslu. Þegar er Jréttin harst um símskeyt- ið, voru í Hólmavík teknir nýir hlutir í Eimskipajélagi Islands, jyrir 600 kr., á Borðeyri jyrir 100 kr. og á Ospakseyri jyrir /00 kr. Hér í Rvík höjum vér og heyrt dami í líka átt. Ónejndur maður, sem búinn var að skrija Jyrir 200 kr. batti pegar 300 við! Munu þar fleiri á ejtir Jara! Með Eimskipafélags stofnuninni erum vér að leggja út á nýja braut í sjálfstæðisáttina, braut, sem allir að heita má, hafa orðið sammála um, án flokksgreinarálits fyr meir í sjálf- stæðismálinu. Þetta er heillavænleg stefna til frambúðar — þetta er rétta brautin. Þá trú höfum vér. En fyrir hina, sem veikir hafa verið : trúnni, er hér brugðið upp betra leiðarljósi en vér áttum von á. »Símskeytið góða« er sem leiðar ljós sett á hættulegt sker. Þeir sem ekki vissu af skerinu áður, hljóta að sjá það nú. Siglum öruggir áfram — og fram hjá skerinu. Það væru sjálfskapa- víti, ef vér rækjumst á það héðan af. Fyrirætlanir alþingis um strandferðirnar. Óhætt mun að fullyrða, að sami hugur ríki meðal allra, eða því sem næst allra þingmanna að taka þeg- ar í stað algerlega fyrir allar samn- ingaumleitanir við sameinaða félagið eftir hina óhæfilegu aðferð þess með mánudagssimskeytinu. Eftir þvi sem Isajold hefir frétt, mun það efst á baugi hjá samgöngu- málanefndum deildanna, að reyna að fá samninga við Björgvinjarfélagið um eitt strandferðaskip, er verði í hringferðum um landið til mannflutn- inga. Tilboð í þá átt hefir það fé- lag gert, með því skilyrði, að veittur yrði 30,000 kr. styrkur úr landssjóði og samningur gerður um 5 ár. Nú mun félaginu hafa verið símuð fyrir- spurn i gær um, hvort það vildi slíkan samning gera til 2 ára. Svar ókomið. Ennfremur mun hafa verið talað um, að leigja að auki vöruflutninga- skip til strandferða. Enn fleiri bollaleggingar eru á döfinni um þetta mál. Og víst er um það, að vandræði hljótast ekki af, heldur verða einhver ráð til þess að koma strandferðunum bærilega fyrir án fulltingis hins sameinaða — svo er fyrir þakkandi. Frá alþingi. Stjórnarskráin var í fyrra- dag til 3. umræðu í N.deild. Um- ræður stóðu fast að því 5 klst. Breyt- ingartillögur voru afarmargar, flestar frá dr. Valtý. En flestar voru br.tíll. skornar niður við trog. Hér far?. á eftir helztu tillögurnar sem feldar voru: Af breytingartillögum Dr. Valtýs voru 8 feldar, en 7 teknar aftur. Fyrsta breytingartillaga hans um að engan megi skipa embættismann á íslandi, nema hann hafi rétt inn- borinna manna o. s. frv., var feld með 19 atkv. gegn 5 (Halldór, Sig. Sig., Skúli, Tryggvi, Valtýr). Önnur tillaga hans, um flutning embættis- manna úr einu embætti í annað feld með 17: 2 (Hafstein og Valtýr). Þriðja tillaga hans að konungur geti rofið Alþingi eða aðra hvora málstofu, feld með 15: 1 (Valtýr). Fjórða tillaga hans var um skifting Alþingis og að efri málstofa skyldi kosin í fjórðungum eftir fólksfjölda, 5 í Sunnlendingafjórðungi, 4 íVest- firðingafjórðungi, 3 í Norðlendinga- fjórðungi og 2 í Austfirðingafjórð- ungi. Hún var feld með 18 : 2 (Halldór St. og Valtýr). Enn var feld tillaga Valtýs um að binda kosn- ingarétt við rétt innborinna manna og 25 ár með 20 : 2 (J. Ól., Valtýr). Tillaga um að binda kjörgengi sömu skilyrðum, var feld með 18 : 1 (Val- týr). Tillagan um að láta yfirrétt, háskólaprófessora í lögfræði og 3 manna nefnd kosna af sameinuðu þingi úrskurða um lögmæti kosninga- og kjörgengismissi var feld með 13 : 6 (Ól. Br., M. Ól., Skúli, B. Kr., Kr. D., Valtýr). Aðrar tillögur dr. V. G. teknar aftur. Tillaga frá þeim Matth. Ól., Sig. Sig. og M. Kristjánssyni um að eng- in gjöld skuli heimtuð af þeim, er standa utan þjóðkirkjunnar, hvorki til kirkju eða háskólasjóðs, svo sem meiri hluti stjskr. nefndar hafði stung- ið upp á — var feld með 15 : 10. (Ben. Sv., Vog Bj., Einar, G. Egg., Halldór, J. Ól., Magn. Kr., Matth. ÓL, Sig Sig., Skúli). Sig. Sig. og Þorleifur vildu skipa efri deild 6 hlutfallskosnum, 4 kosn- um af sameinuðu þingi og auk þess 4 þeim þingmönnum, er lengst hefðu á þingi setið. En sú tillaga var feld með 14 : 6 (H. H., H. St, Sig. Sig., Þorl. o. fl.). Að færa kjörtímabil hlutfallskos- inna þingm. úr 12 niður í 8 ár, var felt með 16:7 (Ben. Sv., Vog. Bj., Skúli, Einar J., B. Kr., Kr. D. og Kr. J.). Tillaga um að láta þingrof einnig ná til hlutfallskosinna þingmanna var feld með 16 : 9 (B. Sv., Vog. Bj., B. Kr., Einar J., Kr. Dan., Kr. J., Matth. Ól., Skúli, Þorl.). Tillaga frá Vog. Bj. og Stef. Stef. um að færa aldurstakmarkið fyrir kvenfólk og vinnuhjú, sem þegar í stað á að fá kosningarrétt úr 40 ár- nm niður í 30 var feld með 15:7 Ben. Sv., Vog. Bj., Skúli, Þorl., B. Kr., Kr. D.) og úr 40 niður í 35 ár með 14 : 9 (B. Sv. Vog. Bj., B. Kr., Kr. D., Skúli, Tryggvi, Stef. Stef, Þorl., H. St). Sanriþyktar voru þessar breyt- ingartillögur: Stjórnarskrárnefndar meiri hluti vildi að tala þingmanna yrði 42, en breytingartillaga frá Sig. Sig. um að halda gömlu tölunni 40 var samþ. með 17 atkv. gegn 4 (Jóh. Jóh., J. M., Pétur, Skúli). Tilllaga meiri hluta nefndar að hafa 12 ára kjörtímabil fyrir hlutfallskosna þingmenn og gera þá óháða þing- rofi var samþykt með 15 : 10 (B. Sv, Vog. Bj, B. Kr, E. J, Kr. D, Kr. J, Matt. Ól, Skúli, Þorl. og Valtýr). Aðal breytingin á frv. frá mynd þess við 2. umr. er þetta, að kjör- timabilið fyrir hlutfallskosna þing- menn er fært úr 8 árum upp í 12 ár. Við atkvæðagreiðsluna um frv. í heild sinni greiddu 5 þingmenn at- kvæði móti þvi. Það voru J. ÓL, Kristján, Magnús Kr, Skúli og Valtýr. Borgarstjórakosningin. Frumvarp um að borgarstjóri Rvíkur skuli kosinn af öllum atkvæðis- bærum kjósendum Reykjavíkur var Jelt í efri deild í fyrradag með 8 atkv. gegn 5. Þessir y voru: Há- kon, Jón Jónatansson, Jósef, Júl. Havsteen, Sig. Eggerz. JÞingnefndir. Umboð pjóðjarða (Ed.) Júl. Havsteen (form.) Eiríkur Briem (skrif.), Hákon. Skoðun á síld (Ed.) Júl. Havsteen (form.), Björn Þorláksson (skrif.), Sig. Eggerz. Fánamál (Ed.) Björn Þorláksson (form.), Sig. Eggerz, (skrif.), E. Briem, Jósef og Stgr. J. Gjafasjóður Jóns Sigurðssonar (Ed.) Guðjón, Guðm. Bj, Júl. Havsteen. Hallarisvarnir (Nd) Pétur, Jón Ól, Matth. Ól, Ól. Br, Kr. D. Gæzlustjóri Landsbank- ans var kosinn í Efrideiid í gær frá 1. júli 1914 að telja í stað Jóns Ólafssonar alþm. Kosning hlaut Jón Gunnarsson, samábyrgðarstjóri með 8 atkvæðum. Jón Laxdal kaupm. hlaut 5. Yfirskoðunarm. lands- reikninga var kjörinn i Efrideild í gær Eirikur fíriem prófessor með 12 atkvæðum, en einn seðill var auður. Kemur hann í stað Lárusar H. Bjarnasonar, en með honum er Skúli Thoroddsen. Gæzlustjóri Söfnunar- sjóðs var kjörinn i Efrideild í gær Júlíus Havsteen amtm. með 11 atkv. Fáninn í Efri deild. Meiri hluti fánanefndarinnar þar vill láta samþykkja frv. Neðri deildar óbreytt að öðru en því, að skella lands fram- an af orðinu landsfáni. Er frv. með þessari breyting komið í það horf, sem allir mega vel við una. í meiri hluta nefndarinnar eru Björn Þor- láksson, Jósef Björnsson, Sig. Egg- erz og Eiríkur Briem (með fyrirvara um br.till.). En i minni hluta er Steingr. fónsson. Höfn í Vestm.eyjum. Við 2. umr. þess frv. í Neðri deild í gær var samþykt að veita úr Iands- sjóði alt að 62.500 kr. til hafnar- gerðar í Vestm.eyjum gegn þreföldu fjárframlagi úr hafnarsjóði Vestmann- eyja. Fjárveitingin hefst þó eigi fyr en 1916. Fjárlög í Efrideild. Fjár- laganefnd Edeildar er búin að láta frá sér 72 breyt.till. við fjárlögin en nefndarálitið ókomið. Við fljótan yfirlestur í morgun rákumst vér á þessar breytingar helztar. Fjárlaganefnd vill binda 40,000 kr. styrk til Eimskipafélags íslands þvr skilyrði, að það komist á fót 1915 og samningar takist við það um strandferðir eigi síðar en 1916. Burtu er feld 20,000 kr. fjárv. til Rvíkur dómkirkju, en jafnhátt Ián heimilað. Sömuleiðis feld fjárveiting þjóðvegar A.-Skaftafellssýslu og varar- ruðningar við Ingólfshöíða. Skáld- laununum breytt þannig, að fjárveit- ingunni er skift á 2 árin, en sömu fjárhæð haldið og í N.-deild. Styrk- ur til Hannesar Þorsteinssonar færð- ur úr 2500 kr. niður í 2000 kr. og styrkur Helga Pjeturss úr 2000 nið- ur í 12, styrkur til Eggerts og Þór- arins Guðmundssona feldur burt, en við bætt 1000 kr. styrk til Samúels Eggertssonar til að semja hlutfalla- uppdrátt íslands. Laun fiskiveiða- erindreka erlendis feld burtu. Rögn- valdi Ólafssyni vill nefndin veita 1200 kr. styrk til utanfarar með þvi skilyrði, að hann kynni sér gerð á geðveikrahælum. Söngskemtun. Eggert Stejánsson hélt fjölsótta söng- skemtnn á sunnudagskvöldið í Báru- búð. Var hinn mesti rómurger að söng Eggerts, svo sem og mátti. Röddin er mjög fögur, ákveðin tenórrödd. Textameðferð er betri miklu hjá Eggert en við annars eigum að venjast um söngmenn vora. Auð- heyrt, að hann skilur það sem hann er að fara með. Tilbreytingin i röddinni á köflum sérstaklega góð og sniðin eftir efni ljóðanna, sem hann syngur. Þeir sem hafa næmt söngeyra sögðu á hinn bóginn, að honum hætti nokkuð við að syngja eigi vel hreint. íslenzk lög söng Eggert 6 eða 7 og nutu þau sín einkarvel í hönd- um hans. Atti það eigi sízt við

x

Ísafold

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ísafold
https://timarit.is/publication/315

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.