Ísafold - 10.09.1913, Blaðsíða 2

Ísafold - 10.09.1913, Blaðsíða 2
284 ISAFOLD 8. september byrjaði hin eftirþráða útsala á okkar viðurkendu góðu vetrar- sjfilum - yfir 100 tegundum úr að velja -- 15—251» Ennfremur verða feiknin öll af karlmannsfatatauum og kjólatauum ullar og hálfullar, selt með 20 °|o afslætti. Lítið eínnig á >Buchwaldstauin< frægu, er verzlunin heíir í umboðssölu. gæði óviðjafnanleg og verð óheyrt lágt. Það verður því affarasælast að fara beint þangað, sem allir kaupa beztar og ódýrastar allar vefnaðarvörur en það er ávalt í Verzlunin Björn Kristjánsson. Takið eftir! Ferðamenn geta eins og að undan- förnu fengið gistingu fyrir sig og hesta sína á Laugaveg nr. 70 Rvík, talsími 142. Mean snúi sér til Þor- gríms Guðmundssonar sama stað. Vér erum því eigi i neinum vafa um, að stórhrapallega tókst til í Ed. á mánudaginn, og háttalagi þess mannsins, er »kúventi« frá 2. til 3. umræðu og gerðist þá ýánabani, er eigi bót mælandi. Og satt að segja öfundum vér hvorki hann né hina meinsmenn fánafrumv. að ganga til kosninga í vor »yfir lík Jánans«, svo sem einn mikilsvirtur þingmaður orð- aði það — eý þjóðinni er sú alvara með fánamálið, sem merki voru til eftir 12. júní afrekið. En þrátt fyrir þetta mæðusamlega mánudagsatvik í Ed. dugir samt eigi vinum fánans að leggja alveg árar i bát. Úr því sem komið er verðum vér að reyna að gera sem tryggasta þá leiðina, sem Efri deild hefir markað. Vér, sem unnum fánamálinu, verðum, eins og góðum drengjum sæmir, að reyna að gera sem bezt úr málinu, með því að styðja hvern þann ráð- herra, sem fer með erindi þingsins í fánamálinu fyrir konung, styðja hann að því verki með öruggu fylgi, ej hann á hinn bóqinn sýnir, að honum sé alvara, t. d. með pví að leigja ráð- herraembattið við pvi, að erindinu verði fullnægt. Stjórnarskráin í Efrideild. Frumvarpið að ná lendingu. Allmikill uggur var í ýmsutn, bæði innan þings og utan, eftir fánadrápið á mánudaginn, að sömu forlög væru fyrirhuguð stjórnarskránni í Efrideild. En gott er til þess að vita, að deildin er eigi öllum heillum horfin, þótt svona illa tækist til um fána- drápið. Allar horfur eru á því, að stjórn- arskrárfrumvarpið, eins og Nd. hefir frá því gengið, verði samþykt i dag (10. sept.) í Ed. — líklega meðflestum atkvæðum deildarmanna. Þannig verður þá hátíðlegt haldið 5 ára afmæli kosningasigursins 1908 og megum vér því vel una. í Neðrideild var stjórnarskrárfrv. haldið mjög lengi, og gat E.-deild með réttu borið sig upp undan því, hve stuttur tími henni var markaður. En því eigi að kjósa slíkar nefndir jafnsnemma i báðum deildum? í Ed. hefir 5 manna nefnd fjallað um málið; Björn Þorl. (form.), Sig. Eggerz (skrifari), Guðj. Guðl., )ón Jónatanss. og Þórarinn fónsson. Þeir hafa sent frá sér nefndarálit, þar sem því er lýst yfir, að þrátt fyrir það, að þeir sjái ýmsa smágalla á frumvarpinu, séu þeir þó óskiftir á einu máli um, að frv. eigi fram að ganga á þessu þingi. Við 2. umr. málsins í gær var þvi að vísu fundið sitt hvað til for- áttu, einkum af sr. Sig. Stef., en við atkvæðagreiðsluna fór svo, að grein- ar frv. voru samþyktar með þetta 8—12 samhljóða atkvæðum. Fyrir því má væntanlega ganga að því hárvisu, að frv. verði í dag lö% Jrá alpinqi. Ráðherra talaði í málitiu í gær og lýsti fylgi sínu við frv, taldi hina nýju ákvörðun um uppburð mála fyrir konungi vera útrétta hönd al- þiugis til sáita á hinu gamla deiiu- atriði, og taldi líklegt, að eigi gæti það orðið lengur til staðfestingar- synjunar. Ef frv. verður samþykt fara nýjar kosningar fram í vor, sennilega í maílok eða svo, með því að fyr er torfært viða til ferðalaga fyrir þing- mannaefni um kjördæmin. Frá alþingi. Bannlagabreytingin. Frv. um »Konsúla brennivínið« fór svo á endanum í E.-deild, að undanþágan var feld með 7 : 6 atkv. við 2. umræðu. Við þriðju umræðu flutti Júl. Hav- steen þá brt., að fella burtu 1. gr. bannlaganna, eða með öðrum orðum aðalákvæði þeirra. En sú tillaga fekk sem vita mátti, nauðalítinn byr, að eins 4 atkvæði í deildinni. Þessir 4 voru Eir. Br., Júl. Havst., Guðjón og Þórarinn. Fjárlögin voru í fyrradag til 3. umræðu í E.-deild. Ekki ýkja- margar breytingartillögur. Fara hér á eftir hinar helztu og forlög þeirra. Til vegar frá Bitrufirði um Kross- árdal að Gilsfjarðarbotni voru veittar alt að 3000 kr. (10 shlj. atkv.). Til vegagerðar í Svínavatnshregpi í Húna- vatnssýslu, gegn tvöföldu tillagi ann- arsstaðar frá, veittar 1000 kr. fyrra I Gamlahúsinu Austurstræti 10 gefst heiðruðum almenningi kostur á að kaupa ýmsar betri og ódýrari vörur en dæmi eru til, svo sem: Leðurvörur: Ferðatöskur, Ferðatösku-ólar, Spæjaratöskur, Kvenhandtöskur, »Visit«- töskur, Album, Bréfspjalda-album, Úrarmbönd, Skriffæramöppur, Skjala- möppur, Seðlaveski, Vindla- og Vindlingaveski og fleiri tugir tegunda af ljómandi fallegum og góðum peningabuddum. Postulínsvörur til skrauts og nytsemdar óvenjulega vel gerðar til tækifærisgjafa Tóbaksvörur: Vindlar og vindlingar. Tvimælalaust ódýrasta og bezta úrval í bætnim, Plettvörur hentugri og smekklegri en áður hafa þekst hér og m. fl., sem of langt yrði upp að telja, en gerið svo vel að líta á vörurnar í Gamlahúsinu því meira þarf ekki til að sannfæra yður um að þar fáið þér betri vörut fyrir minna verð en þér hafið átt að venjast. Virðingarfylst Hjálmar Guðmundsson. 1^=1 Vetrarsjöl verða seld um tíma með 15--25°[o afslætti. Ennfremur mikið af kjólatauum með 2 0°|o afslætti. Allar aðrar vefnaðarvörur, svo og regnkápur karla og kveuua, hvergi betri né ódýrari en hjá Jöni Björnssyni & Co. árið með 7 : 4 (Steingr., Björn Þorl., Hákon, Sig. Egg.). Til brúar á Mið- fjarðará á Langanesströndum 4300 kr. síðara árið, og til brúar á Hölkná á Langanesströndum 3600 kr. síðara ár, hvorttveggja sþ. með 7 : 2 (Eir. Br., Hákon). Hækkun á styrk til Breiðafj.báts úr 9000 upp í 9500 feld með 7 : 3 (Hákon, Sig. Egg., Havsteen). Persónul. launaviðb. við Þorkel Þorkelsson kennara á Akur- eyri 200 kr. sþ. með 7 : 2 (Björn Þorl., Hákon). Tillaga um að lækka fjárv. til Sigf. Einarssonar tónskálds úr 1100 í 800 kr. feld með 10 : 3 (Bj. Þorl., Jósef, Sig. Stef.). Fjárv. 4000 kr. til útgáfu á bók Einars Arnórssonar: »Réttarstaða íslands*, á þýzku sþ. með 8 shlj. atkv. Hækk- un á fjárv. til Hannesar Þorsteins- sonar úr 2000 kr. upp í 2700 kr. feld með 8 : 4 (Eir. Br., Einar, Guð- jón, Havsteen). Styrkur til Þórar- ins Guðmundssonar til að fullnuma sig i hljóðfæraslætti og hljómfræði 800 kr. f. á. sþ. með 7 : 2 (Steingr., Bj. Þorl.). Utanfararstyrkur til Þor- kels Þ. Clementz 1500 kr. f. á. til þess að afla sér frekari þekkingar á þurkunaraðferðum og þeim tækjum og útbúnaði, sem notaður er til inni- þurkunar, sþ. með 8 : 2 (Eir. Br., Hákon). Styrkur alt að 3000 kr. til að senda mann eða menn utan til þess að rannsaka nýja markaði fyrir sjáv- arafurðir og greiða fyrir sölu þeirra gegn jafnmiklu tillagi annarstaðar að sþ. 11 shlj. atkv. Tillaga um að hækka skáldlaun Einars Hjörleifssonar úr 1000 kr. hvort árið upp í 1200 kr. feld með 7 : 6. Með henni voru: Steingr., síra Einar, Guðm. Bj , Havsteen, Sig. Egg. og Sig. Stef. Samskonar hækkun til Þorst. Erlingssonar feld með 8 : 4 (Steingr., Havsteen, Einar og G. B.), en samskonar hækkun til Guðm. Magnússonar sampykt með

x

Ísafold

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ísafold
https://timarit.is/publication/315

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.