Ísafold - 13.09.1913, Page 1

Ísafold - 13.09.1913, Page 1
■......................■ | Kemur út tvisvar | | í viku. Verðárg. | | 4 kr.. erlendis 5 kr. | [ eða l^dollar; borg- | | ist fyrir miðjan júlí [ [ erletidis fyrirt'ram. I | Lausasala 5a. eint. 1 inmiiiiimiiniiUimniiininiiiiiiiiiiniiiniiimi || Uppsögn (skrifl.) | bundin víð áramót, [ er ógild nema kom- | in só til útgefanda [ fyrir 1. oktbr. og | sé kaupandi skuld- I laus við blaðið. | XXXX. árg. Reykjavík, laugardaginn 13. sept. 1913. 73. tölublað I O O F, P4959. Nýja Bió sýnir í kvöld og næstu kvöld: Aukamynd Gullna borgin. Töfrandi fagrar myndir frá Birma í Siam. Honu-öríög. Kvikmyndasjónleikur í 6o atriðum. Leikið af þektum leikendum dönskum. Nam Nam er framtíðarvindillinn í Reykja- vík. Fæst í tóbaks- og sælgætisverzl. á Hótel Island. StjórDarskráin saDiþykt, Nýjar alþingiskosningar í vor. Þá er því stórmálinu lokið á þing- inu. Stjórnarskráin var samþykt í E.-deild í fyrradag — ekki þ. io. sept. eins og gert var ráð fyrir í siðustu Isajold. Bar það til, að forseti að umræð- um loknum lýsti þeim skilningi sín- um á 61. grein stjórnarskrárinnar, að rjiifa yrði þing þegar á sömu stundu og stjórnarskráin væri sam- þykt. í þessari grein stendur að »nái uppástnngan um breyting á stjórnarskránni samþykki beggja þing- deildanna, skal leysa alþingi upp pá pe°ar (leturbr. vor) og stofna til al- mennra kosninga af nýju«. Ráðherra lýsti yfir, að hann skildi þetta ákvæði eigi svo bókstaflega sem forseti. Eti forseti ákvað þó, að eigi skyldi atkvæðagreiðsla fram fara fyr en næsta dag. Gerði það að vísu ekkert til, að eins verður eigi þing- samþyktin miðuð við hinn fræga dag í sögu vorri, io. sept. Stjórnarskráin var svo borin undir atkvæði í fyrradag á hádegi og sam- þykt með öllum atkvæðum E.-deild- ar, þann veg, að hreint já sögðu: Björn Þorláksson, Eiríkur Briem, Guðjón Guðlaugsson, Guðmundur Björnsson, Hákon Kristófersson, }ón Jónatansson, Jósef Björnsson, Júl. Havsteen og Sig. Eggerz, en með meirihluta létu telja sig: Einar Jóns- son, Siguróur Stefánsson og Steingr. Jónsson. Það má segja, að þessi stjórnar- skrá hafi siglt beggja skauta byr gegnum þingið. Hér skal enn einu sinni bent á hinar helztu breytingar í þessarri nýju stjórnarskrá — þær breytingar, sem kjósendur landsins eiga fram að kosningum að átta sig á, hvort hafa vilja eða hafna: 1. Konungkjörnir þing- menn eiqa nð hverja úr s'óqunni. 2. Ríkisráðsákvæðinu breytt pannig, að í stað orðanna í »rikisráði« komi, að íslenzk mál skuli borin upp „þar semkonungur ákveð- ur“. 3. Kosningarrétturinn. Konum og hjúum veittur kosningar- réttur þannig nð fyrst í stað fá fert- ugar konur og hjú réttinn, en ald- ursmarkið síðan fært niður um eitt ár árlega og eftir 15 ár eiga allar kon- ur og hjú (með venjul. undant.: ó- flekkað mannorð, fjár sín ráðandi o. s. frv.) að fá þenna rétt. Til hlut- falls-kosninga á 6 E.-deildarmönnum (sjá síðar) þarf þó j 5 ára aldur. 4. Skipun Efri deildar á að vera sú, að í henni sitji 14 þingtn , 6 kosnir hlutbundnum kosningum 11111 land alt til 12 ára af eigi yngri en 35 ára kjósendum og 8 pingmeun kosnir aj Sam. pingi úr hóp þing- manna, sem kosnir eru óhiutbundn- um kosningum. Þessa 8 þingm. má kjósa hlutfallskosningum. 5. Yfirdómarar ókjör- gengii’. Dómarar, sem ekki gegna umboðstörfum, eiga að vera ókjörgeng- ir. Þetta ákvæði nær þó eigi til núverar.di yfirdómara. 6. Tala ráðherra. Með ein- földum lögum má breyta tölu ráð- herra. 7. Aukaping getur meiri hluti beggja deilda krafist, að kallað sé saman. 8. Konungur á að vinna eið að stjórnarskránni. 9. Utanpjóðkirkjumeun, sem eigi teljast til annars viðurkends trúar- bragðaflokks, eiga að greiða jafn há gjöld kirkjugjöldunum til Háskóla Islands eða einhvers styrktarsjóðs við þann skóla. 10. Sambandinu milli rikis og kirkju má breyta með einföldum lögum. 11. Heimilisjesta innanlands á að vera skilyrði fyrir kjörgengi. 12. Þrír eiga yfirskoðunarmenn landsreikninga að vera í stað tveggja nú. 13. Sambandsmálið Það mál skal jafnan bera undir þjóðaratkvæði áð- ur en ráðið er til lykta. Eimskipafélagið og landssjóðsstyrkurinn. Þvi fór betur, að það hafðist fram á alþingi, sem lagt hefir verið mikil áherzla á af Isajold og öðrum vin- um Eimskipafélags Islands, að al- pingi hefir sampykt að veita jélaginu' ipij 40.000 kr. styrk athugaserndalaust, þ. e. án þess að binda hann við það, að félagið lofi nú þegar að taka að sér strandferðir 1916. Efri deild hélt fast við þessa at- hugasemd, en við eina umræðu í Nd. í fyrra kvöld var athugasemd- in feld, samkv. tillögu Björns Kr., ]óh. Jóh. og Kr. Dan. með 19 at- kvæðum gegn 6. Þeir sem halda vildu athugasemdinni voru Eggert Pálsson, Hannes Hafstein, Kristján Jónsson, Pétur, Tryggvi og dr. Valtýr. Með meirihl. létu teljasig: Halldór Steinsson, Lárus H. Bjarna- son og Stef. Stef. Hinir allir (16) greiddu atkvæði móti aths. Er með þessu tekinn úr vegi fé- lagsstofnunarinnar sá steinn, sem hefði getað orðið til þess að gera hana ókleifa, með því að bráðab.- stjórnin gat eigi bundið félaginu strandferðaloforðið á herðar, þar eð aldrei var ráð fyrir gert í útboðinu, að félagið fyrst í stað fengist við ann- að en millilandaferðir. En eins og áður hefir verið tekið fram hér í bl., fer þvi fjarri, að Isa- jold sé andstæð því, að Eimskipafé- lagið taki að sér strandferðirnar og helzt þegar árið 1916. Að eins mátti eigi gera það að úrslitaskilyrði styrk- veitingar árið 19IS. Því fremur ætti félagið að verða til þess að takast strandferðir á hend- ur, sem samgöngumálanefndir beggja þingdeilda hafa lýst yfir í nefndar- áliti, sem því miður kemst eigi að í þessu blaði vegna þrengsla, en verð- ur birt síðar, að það sé álit þeirra, að landssjóður eigi að styrkja jélagið svo öjiuglega, »að engin hætta sé á, að pað bíði nokkurn halla af samn- ingum sínum við landstjórnina um strandferðir*. Þetta segja nefndirnar áteiðanlega með fylgi þings og þjóðar að baki, og heill þeirri stund, er bæði milli- 1 mdaferðir og strandferðir eru komn- ar í íslenzkar hendur! Fána-íátið i neðri deild. Það á ekki úr að aka fyrir fánan- um okkar á þessu blessaða alþingi. I kjölfar mánudags-afreksins í Ed. fylgdi fimtudagsfát í Nd. Það var d r á p í Ed., en f á t í Nd. Eins og getið var í síðasta blaði, fluttu þeir Bjarni, Benedikt og Skúli þingsályktunartiliögu um að skora á ráðherra að leggja fyrir næsta þing jrumv. um siglingajána. Við þessa tillögu gerði L. H. B. þá breytt. að fella siglinga framan af, m. ö. o. færa þingsályktunartillöguna i sama form, og frv. Ed. hafði og i fólst þetta: að lögleiða íslenzkan jána, svo langt sem valdsvið alpingis nær. Þessi breyting var samþykt með 14:6 (Ben. Sv., Vog-Bj., Pétur, Sig. Sig., Skúli, Þorl.). Síðan var þingsályktunin borin upp i þessu formi : að skora á ráðherra að bera upp á næsta þingi frumv. um íslenzkan fána, en var pá feld með 17 atkv. gegn 7, þannig, að með henni greiddu atkv.: Eggert, Jón sagnfr., Guðm. Egg., J. Ól., Kr. Dan., L. H. B. og Þorl., en aðrir 7 greiddu ekki atkv. og voru taldir með meirihl.: B. Kr., Hafstein, Jóh., J. M., Kr. J., Stef. og Valtýr, en hinir 10 deildarmenn greiddu atkv. móti. Var þetta í meira lagi furðuleg atkvæðagreiðsla og ekkert annað tii afsökunar henni, en að í fáti hafi gerð verið. Frá alþingi. Fjárlögin komu til einnar umr. í Nd. í fyrri nótt. Umr. stóðu nál. 10 klst. og atkvæðagreiðslu ekki lokið fyr en 2 stundum eftir miðnætti. Lauk þá því næturverki svo, að Nd. prátt jyrir allan sparnaðarvaðalinn, bætti við gjöld landssjóðs nál. 40 púsundum króna. Skulu hér nú taldar helztu breyt- ingar Nd. Fjárv. til eftirlits með fiskiveiðum í landhelgi hækkuð af nýju ^4500 upp í 7000 kr. (sþ. 21 atkv.). Eski- fjarðarvegi hætt við í vegabætur og veittar til hans 6000 kr. (18 shlj.). Fjárveiting til tveggja brúa á Langa- nesströndum færðar úr 7900 í 6000 (13:4). Styikur til Faxaflóabátsins hækkaður úr 12000 í 13500 sþ. 16:2 (B. Sv,. Valtýr). Til þjóðvegar í A Sk. 5000 kr., sþ. 17 : 3 (Kr. J.,. Pétur, Sig. Sig.). Til sýsluvegar úr Grinda- vík á Keflavíkurveg gegn jafnmiklu tillagi annarstaðar frá, síðara árið 5000 kr., sþ. 16 : 6 (Kr. J., L. H. B. Jóh Jóh., Pétur, Sig. Sig. o. fl.). Til stein- steypubrúar á Syðri-Þverá í Eyjaf., alt að 700 kr., sþ. 15 : 2 (Pétur, Jóh.). Styrkur til Hvítárbáts hækkaður úr 600 upp i 800 kr. samþ. með 18 samhlj. Til að kaupa vitajörð- ina á Reykjanesi 1750 kr. samþykt með 13 samhlj. Hækkun á launum Smiths og Gísl’ J Ó'afsson síma- manna 200 kr. til hvors. samþ. af nýju með 16:4 (Valt., Ól. Br., Sig. Sig., Ben. Sv.). Tillaga um að fella fjárv. Ed. til kaupa á símstöðvarhúsi Akureyrar fyrir 14000 var fe!d með 17:8 (Eggert P., Guðm. Egg., Haf stein, J.Öl., Kr. J., LHB., Ól. Br., Sig. Sig.). Námsstyrkur Háskólans og húsaleigustyrkur færðir upp um 1000 kr. samtals hvort árið með 17: 1—2 atkv. Hækkun á persónu- legri launaviðbót til Pálma Pálssonar og Þorl. Bjarnason úr 200 upp i 400 kr. samþ. með 13:4 (G. E., Ben. Sv., Ól. Br., Sig. Sig.). Persónul. launaviðbót við Arna Þorvaldsson kennara á Akureyri 200 kr. samþ. með 15:2 (Ól. Br., Sig. Sig.). Laun þriggja aukak. við sama skóla færð úr 2200 niður í 2000 kr. samþ. með ié: 2 (V-Bj., H. St.). Persónuleg launaviðbót við kennara Kennarskól- ans, dr. Björn og dr. Ól. Dan 200 kr. til hvors, samþ. með 17:3 (Kr. J , Stef. Stef., Ben. Sv.). Persónul. launaviðbót við G. Finnb. færð nið- ur úr 500 í 300 kr. með 16 : 9 (J. sagnfr., V-Bj., Bj. Kr., Hafstein, J. M„ Kr. D„ M. Kr„ M. Ól„ Valtýr). Fjárv. til aðst. Landsbókas. (Á. Páls- son) hækkuð úr 800 í 1000 kr. með 15 samhlj. Laun H. Þorst. sem að st.skjalav. hækkuð úr 960 kr. upp i 1200 með 17:8 (B. Sv., G. Egg., Ól. Br„ Sig. Sig., Skúli, Stef. Stef., Tryggvi, Þorl.). Skáldlaun E. Hj. færð yfir á f. á. hækkuð úr 2000 í 2400 kr. með 21:4 (B- Sv„ B. Kr. E. J„ G. Egg.). Skáldlaun Þ. Erl. sömul. færð upp í 2400 með 18 sh. og skáldlaun G. Magn. (2400) og G. Guðm. (2000 kr.) færð yfir á f. á. Fjárv. til E. Jónssonar (1200 kr. hv. á.) færð niður í 1800 kr. f. á. með 14: 11 (J. sagnfr., B. Sv„ V-Bj., B. Kr„ Hafst., Kr. D„ M. Kr„ M.Ól., Stef. Stef., Tryggvi, Þorl.). Þá var fjárv. 2400 kr. f. á. til kaupa á listaverkum (myndhöggvara) færð niður í 2000 kr. og flutt yfir á siðara árið með 14:7 (Vog-Bj., M. Kr., B. Sv„ B. Kr„ H. St. o. fl.) Við 3000 kr. fjárveiting hvort árið til J. Ól. var bætt inn í aftur þeirri athugasemd, að það væri 1. og 2. greiðsla á 8 ára styrk, en jafnframt krafist, að hann geri stjórnarráðinu grein fyrir starfinu á hverju missiri. Ný fjárveiting, 1200 kr. á ári til Bjarna frá Vogi til ritstarfa var sþ. með 20:4 (E. P„ Ól. Br„ Sig Sig. Tryggvi). Felt var að hækka styrk Helga Pjeturss úr 1200 (sem Ed. hafði gert hann) upp í 2000 kr. með 16:9 atkv. (Tón sagnfr., B. Sv„ Vog- Bj., Bj. Kr., G. Egg., H. St„ Hafst., J. M„ Kr. J.), en síðan sþ. að hækka hann upp í 1800 kr. með 14 : 11 (E. P„ Ein. J„ L. H. B„ M. Kr., Ól. Br„ Pétur, Sig. Sig„ Stef. Stef. Tryggvi, Valtýr). Tillaga um að veita 4000 kr. til frekari undirbúnings járnbrautar var feld með 13:3 (Skúli, Tryggvi Val- týr) og tillaga um að veita í sama skyni alt að 18000 kr. (frá meiri hl. járnbr.n.) feld með 14 : 11 (Eggert, Jón sagnfr., E. J„ Hafstein, Jóh., J. M.. J. Ól„ LHB., M. Kr„ Pétur, Sig. Sig.). Enn voru veittar 800 kr. til að athuga lending við Ingólfs- höfða sþ, 14 : 2 (Kr. J„ Sig. Sig.). Styrkur til ræktunarverkfræðinema, 800 kr. síðara árið feldur með 17:3 Vog-Bj„ Valtýr, J. Ól.). Til berkla- rannsóknar á kúm veittur 300 kr. styrkur hvort árið með 22 : 1 (E. J.). Styrkur til utanfarar iðnaðarinanna hækkaður úr 2500 upp í 3000 kr. með 16 samhlj. Styrkurinn lil utan- farar til að kynnast þurkunaraðferð- um veittur Fiskifél. íslands til ráð- stöfunar í stað þess að binda hann við nafn Þork. Clementz. Styrkur til bifreiðaferða fluttur upp aftur úr 3500 upp í 5000 kr. með 14 : 3 (Halld. St., Tryggvi, Valtýr). Til Heimilisiðnaðarfélags íslands veittar 500 kr. hvort árið, sþ. 18 samhlj. Felt að fella burt fjárv. til Eggerts Vilhjálmssonar Briem til að nema rafmagnsfr. í Þýzkal. 600 kr. hvort árið með 16 : 9 (Egg. P., E. J„ J. M„ Jóh. Jóh., Kr. J., LHB., Pétur, Sig. Sig„ Tryggvi). Fjárv. til brim- brjóts í Bolungarvik vildi fjárl.nefnd binda því skilyrði, að tvöföld upp- læð kæmi í móti annarsstaðar frá, en áður stóð: Eigi minni upphæð. in þetta var felt með 21 : 4 (Jóh. Jóh, Kr. J„ Pétur, Sig. Sig.). Loks var samþ. með 19 samhlj. að veita 14000 kr. lán úr viðlagasjóði til að taupa Stórólfshvol fyrir læknissetur. Með þessum breytingum voru fjár- ögin lögð fyrir Ed. á fundi í morg- un kl. 9 og þar engin breyting á þeim ger, heldur ajgreidd sem lög jrá alpingi í þessari mynd. Samkvæmt fjárlögunum nema gjöld andssjóðs á næsta fjárhagstimabili nál. 4 milj. og 35 þÚS. og er það nærri tvöföld fjárhæð við það, sem var fyrir 10 árum. Tekjuhallinn í fjárlögunum er nál. 316 þús. kr. Síðustu deildafundir al- þingis voru haldnir í morgun kl. 9. I E.-deild, voru fjrárlögin samþ. óbreytt frá N.-deild með 12 atkv. (Hákon sat). I fundarlok flutti forsetinn Steján Stejánsson deildarmönnum þakkir fyrir góða samvinnu og ósk- aði þess að hin góða samvinna í deildinni mætti bera blessunarríka ávexti. Deildin væri stundum nefnd í spaugi lávarðadeild, en hann vildi óska að hún mætti jafnan skipuð verða mönnum, sem með réttu mættu heita lávarðar þ. e. sanngöfugir menn. Guðm. Björnsson þakkaði forseta óvenjugóða og röggsama fundar- stjórn og bað honum allra heilla. Tóku þingmenn undir það með því að standa upp. I Neðrideild þakkaði forseti sira Magnús Andrésson góða samvinnu og bað störfum þingsins allrar blessunar. Bætti við, að hann hefði sérstaka ástæðu til að þakka samþingismönn- um sínum alla samúð að þessu sinni, með því að hann mundi eigi oftar sækja þing. Lárus H. Bjarnason þakkaði af þingmanna hálfu forseta alúð hans samvizkusemi og góða fundarstjórn, og árnaði honum heilla. Milliþinga torsetar. í Efri deild var í fyrradag kosinn milli- þingaforseti Júl. Havsteen f. amt- rnaður, en í fN.-deild gegnir 1. vara- forseti Jón Ólatsson forseta störfum milli þinga. Sam. þing heldur siðasta fund í dag kl. 1. Að lokinni dagskrá verð- ur þingi slitið. ---------—>•:•<♦ ....- Prestur á Sauðárkrók er síra Björn Stefánsson settur af biskupi frá 1. okt. n. k. til næstu fardaga, í stað síra Árna Björnssonar er taka mun við Garðabrauði um næstu mánaðamót. Prófastur í Skagafirði er síra Björn Jónsson í Miklabæ settur frá 6. þ. mán. Vegna þrengsla bíða næsta blaðs 2 nefndarálit í samgöngumálinu, ýmsar þingfréttir o. fl.

x

Ísafold

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Ísafold
https://timarit.is/publication/315

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.