Ísafold - 08.10.1913, Blaðsíða 2

Ísafold - 08.10.1913, Blaðsíða 2
316 ISAFOLD Danska og enska. Smáþjóðir og þjóðir, sem eru aftux úr menningu, neyðast til að læra út- lend mál samhliða móðurmálinu til að geta fylgst með í framförum heims- ins. Þessi útlendu mál eru þá eins og bandliður milli smáþjóðanna og heimsmenningarinnar. Við íslendingar höfum báðar þess- ar þarfir sem knýja okkur til að hafa hliðarmál. Við erum smáþjóð, og á eftir í mjög mörgum greinum. Við höfum ennfremur valið okkur þetta hliðarmál. Það er danska. Japanar aftur á móti hafa tekið ensku, og svo er um allflestar þjóðir nema okkur. Jafnvel Danir stunda æ meir og meir stórmálin, einkum ensku, af því þeir finna, að þeir eru ekki sjálfum sér nógir. Og 1911 sagði eitt helzta blað Dana, að vel væri tilvinnandi að veita þær þúsundir, sem Rúðusendiför Dana kostaði, til þess að einu sinni vari pó minst á landið í heimsblöðunum. Er það lík- lega orð að sönnu mælt, því að mjög sjaldan er Dana getið í þýzkum, frÖnskum og enskum blcðum. Þeir eru taldir svo mikil smáþjóð, að fátt sé frá þeim að segja. En vegna þess að við lærum á dönsku að miklu leyti, og fræðimenn okkar mjög margir aldir upp á danska vísu, þá hefur svo undarlega tekist til, að Danmörk er orðin í augum mjög margra íslendinga sama og út- lönd, sama og heimurinn að íslandi undanteknu. Við erum þannig dansk- ari en Danir sjálfir, og höfum rang- ari skoðun á veldi þeirra. Svo mjög kveður að þessu að nær allir íslendingar, er til útlanda sigla til menningar sér, fara til Danmerk- ur, og ekki lengra. Þangað fara efnamenn okkar sér til skemtunar, og sjást þá í Tivoli og öðrum þvi- líkum stöðum. Þangað sækjum við peningalán fyrir þjóðarinnar hönd, og sætum þar ólíkt verri kjörum en fá mætti í Paris eða London. En forustumenn okkar eru svo einhliða dansk-mentaðir, að þeim eru ófær slik viðskifti nema í Danmörku. Af þessu einu höfum við mörg þúsund króna skaða á ári hverju. Og flest- um þeim, sem átt hafa kost á að bera saman menningu stórþjóðanna við danska menningu mun koma saman um að allar slikar ástæður Dana séu ærið kotungslegar, svo sem von er þegar litið er á lítilleik þeirra. Við gerum okkur ótvírætt mik- inn skaða fjárhags- og menningar- lega með því að hafa Dani fyrir millilið. Engin önnur þjóð hefir gert það. Asíuþjóðirnar sem læra vilja vestræna menningu senda sonu sína og dætur til höfuðlandanna, og má sjá mikinn fjölda austrænna stúdenta í Berlín, Paris, London og öðrum mentabæjum þessara landa. En varla minnist eg að hafa séð neitt slíkt andlit í Etöfn eða annarstaðar í Dan- mörku. Og ástæðan er vitanlega sú, að þeir menn flestir, sem ekki geta lært til fullnustu í sinu eigin landi fara að þeim eldunum sem bezt brenua, en ekki að útkjálkaglóðunum. Það gerum við einir. Ekki er heldur þvi til að dreifa að við eigum Dönum þakkir að gjalda, eða okkur þyki vænt um þá, eða veldi þeirra yfir okkur. Ekkert er fjarstæðara, og virðist ekki ýkja mikið gerandi úr umhyggju þeirra fyrir framförum okkar (sbr. simskeyt- ið góða um eimskipamálið, til að taka hið siðasta dæmi). Öll saga okkar stjórnarýarsleg sýnir að því meir sem Danir hafa verið í ráðum með okkur, eða ráðið fyrir okkur, þvi ver hefir okkur vegnað. Sú reynsla hefði átt að vera næg ástæða til að sannfæra íslendinga um að þeir ættu að sækja menning sína fremur í aðra staði. En þegar þar við bætist, að Danir eru svo smáir, eru smáþjóð eins og við, þó að dálítill munur sé á, þegar þeir geta ekki kom- ist af án þess að lána mál og menningu annara þjóða, þá er auðsætt að við gerum sjálfum okkur rangt með þvi að hafa pá fyrir lærifeður okkar. Við lærum dönsku til að fræðast og gleðja okkur af bókmentum þeirra. Það gefur aðgang að bókum þjóðar sem er 2J/2 miljón. Og með lítilli aukafyrirhöfn opnar danskan líka norskar og sænskar bókmentir, alls um 9—10 milj. heim. Hvað gæfi þýzka? Sex sinnum víðari heim; en enska fimtán sinnum meira. Tökum annað dæmi. Maður sem kann dönsku getur bjargast hvar sem er á Norðurlöndum með það mál og haft viðskifti við menn. En hvað stoðar það annarsstaðar ? Alls ekki neitt. I næstu löndunum er maður alveg jafn illa staddur með að kunna dönsku eina eins og þó maður væri algerlega mállaus. Engin sála skildi mann. Átakanlegt dæmi sem sannar þetta er að Landsbankinn þurfti fyr- ir fáeinum árum að skrifa banka í Winnipeg, og skrifaði á dönsku. Bréfið kom fram, en enginn skildi það, en af frímerkinu og öðrum ein- kennum var ráðið í að bréfið mundi vera frá íslandi. Var þá landi einn sóttur og svo vel vildi til, að hann skildi dönsku og gat þýtt bréfið á ensku. Því miður eru íslendingar ekki alstaðar við hendina til að gera dönskuna, menningarmálið sitt, heitn- inum skiljanlegt. En hvað kemst maður með ensku? Um allan heim, og um Norðurlönd líka. Er þvi auðsætt af þessu og ótal öðrum ástæðum, að það er hin mesta fásinna að hafa dönsku fyrir hliðarmál, af því að það gefur svo lítið í aðra hönd. Hins vegar er enskan auðugust, og ensk menning í flestum greinum gömul, kjarnmikil og holl. Nú má skifta þjóð okkar, eins og raunar öllum öðrum þjóðum í tvo flokka: Þá sem lesa og þá sem ekki lesa. Fyrir hina síðasttöldu nægir móðurmálið. Þeir geta verið góðir menn og nýtir menn, en eðli þeirra er ekki útleitið. Þeir una heima við sitt, og þrá ekki annað meira. Þó slíkum mönnum séu kend útlend mál, þá nota þeir þau ekki, og það er því óþarft. Hinir lestrar- og fróð- leiksfúsu menn þurfa að hafa hlið- armál, og til þess er enska bezt fall- in. Það borgar sig bezt að læra hana. A því máli má fá fróðleik um alt það, sem vísindin þekkja. Með það mál má ferðast kringum jörðina og láta skilja sig hvar sem er. Á því máli má fá þýddar allar þær bækur, sem út koma á öðrum mál- um og nokkurs eru verðar. Enska uppfyllir allar þær kröfur sem gera þarf til “hliðarmála fyrir skynsama menn. Eftir nokkra stund mundu, ef fylgt væri tillögum mínum í þessu, verða alger straumhvörf í menningu okk- ar. Dansk-islenzka kynslóðin mundi hverfa úr sögunni, og danska ask- lokið hætta að vera himinn íslend- inga. Sú tegund manna, sem mjög hefir borið á hér síðan Hafnarferðir tíðkuðust, hin léttúðuga, nautnasjúka, niðurrífandi og haldlausa tegund, mundi hverfa úr sögunni. Gegnum ensku og enska menningu mundi hinn lesandi hluti þjóðarinnar finna meginstrauma heimsmenningarinnar flæða yfir landið, finna alvöru for- ustuþjóðarinnar í heiminum, í stað hins heimska tómahlátufs, sem Danir og íslendingar hafa tekið upp til að hylja ósigra sína og gengisleysi. Svo algerlega hafa Danir hertekið okkur menningarlega, að kennara- skólinn, sá skóli sem öllum öðrum ftamar ræður hverja stefnu alþýðu- mentun okkar tekur, hefur dönsku eingöngu sem hliðarmál við íslenzk- una; þeir sem þar læra, bera dönsku menninguna með sér, og í verkum sínum út um landið. Og ef breyt- ing á að verða í þessu efni, ef þjóð- in á að hætta leita ullar í geitarhús- inu danska, þá verða upptök þeirrar hreyfingar að byrja í Kennaraskól- anum. Eg mun siðar víkja að þeirri breytingu í einstökum atriðum. / / Aths Þessi skorinorða og skynsama hug- vekja eftir Jónas kennara Jónsson frá Hriflu birtist i síðasta tbl. Skólablaðs- ins og leyfir ísafold sér að taka hana upp, með því að hún á skilið að komast fyrir augu sem flestra landsmanna, og ætti að komast lengra — komast inn í hugskot allrar þjóð- arinnar og fá þar bólfestu. Svo vill og til, að Dani einn, mjög mikilsmetinn, lét í sumar í ljós í ræðu hér í bænum alveg sömu skoð- un og vakir fyrir herra J. J. Það var Carl Lorentzen prófessor, sem í veizlu þeirri, er honum var haldin, brýndi mjög ötullega fyrir íslending- um, að læra ensku eins vel og ís- lenzku, sbr. ísafold 66. tbl. þ. á. Ritstj. Island erlendis. Stjórnarskrárfrv. og Knud Berlin. Berlin vor kann aldrei við að brenna inni með neina árrás á það, sem til viðreisnar horfir hag vor íslendinga á einhvern hátt. Um að gera að verða alt af fyrstur til að reyna að vinna okkur mein. Mun það sízt öfundsverð frægð, sem þessi maður hlýtur að launum í annálum vorum síðar meir. En sú er bótin, að vænta má, ef til vill, þess, að dansk- ir stjórnmálamenn úr þessu meti eigi mikils tillögur Berlins. Svo hefir hann orðið herfilega undir í stjórn- málum þar í landi upp á síðkastið. Fáir eða engir Danir hafa lagst eins freklega móti grundvallarlagabreyt- ingunni, sem þar er á döfinni, eins og Berlin, er stráði út, með venjuleg- um dugnaði, hverri greininni á fætur annarri í blöð og tlmarit dönsk til þess að reyna að skapa frumvarpinu aldurtila. En árangurinn svo rytju- legur, að frumvarpið er nú nýsam- þykt 2. sinni í fólksþingi Dana með 101 atkv. af eitthvað 107 viðstödd- um þingm.! Svo voru tillögur Ber- lins lítilsvirtar þá. Og undarlega má Dönum vera farið, ef þeir teldu Berlin orðinn ráðhoilan stórvitring — undir eins og um islenzk mál er að tefla, — þegar svona er lítið traustið í dönskum stjórnmálum. En ef orð Berlins væru nokkurs metin á hærri eða hæstu stöðum, er eigi að vita hvert ranglæti gæti framið orðið á þjóð vorri, t. d. núna í stjórnarskrármálinu. Um frumvarp siðasta þings ritar Berlin í danska blaðið Köbenhavn þ. 26. sept. siðastliðinn. Er það fyrsta grein af mörgum, sem í vændum eru. Þýðum vér hér byrjun á grein- inni, þvi hún gefur góða hugmynd um andann, sem hana getur: >í fyrri grein (22. sept.) hefi eg vakið eftirtekt á, að í frumvarpi því, til breytingar á stjórnarskránni, sem sfðasta þing samþykti, eru enn af nýju feld burt orðin: í rikisráði, og með því að tilgangurinn með hinu nýja ákvæði, þrátt fyrir breytt orða- lag, er vafalaust hinn sami og áður1) er þess að vænta (tör det ventes), að frumvarpið fái ekki konungsstað- festing, fyr en orðin rikisráði« fá að standa óhögguð. En til þess að varna því, að þesskonar yfirlýsing verði á íslandi skýrð sem heit um, að annars muni ekkert til fyrirstöðu staðfesting, vildi eg í tíma vekja eft- irtekt á, að við nánari íhugun mun vafalaust koma í ljós, að mörg önn- ur ákvæði í hinu samþykta frum- varpi eru svo úr garði gerð, að breyta verður, áður en búast má við, að Danmerkur konungur geti staðfest það (för Danmarks konge ret vel kan antages at kunne stadfæste det)«. Þetta eru orð Berlins, en hver þessi önnur ákvæði eru, er enn þá myrkrunum hulið, því að' síðari greinar Berlins um þetta efni eru ókomnar enn. En í þessari sömu grein fæst hann mikið um, að Danir skuli engan Julltrúa hafa hér heima á Fróni til þess að fylgjast með í öllu sem ger- ist. Telur þess brýna þörf. En eins og fulltrúarnir þeirrá sé eigi nógu margir hér heima — sem vant- ar ekkert nema opinbera stimpilinn! Berlin þarf eigi að vera hræddur um, að nokkur smáatburður gerist hér, sá er eitthvað snertir sambúð Dana og íslendinga, svo að eigi sé hann mátulega hlutdrægnislega skrifaður suður til Eyrarsunds, sbr. t. d., er það var hermt í dönskum blöðum, að sonur Skúla Thoroddsen hefði skorið á fánasnærið í stjórnarráðinul Með- an slikir Julltrúar finnast hér ótil- kvaddir, þurfa Danir engan stimpl- aðan fulltrúa, til þess að segja sér frá byltingum þeim og uppreistar- anda, sem Berlin er si og æ að fóstra í huga sínum og fræða landa sína á! *) Hér Bkirskotar Berlin til þeirra orða Bjarna frá Vogi og Skúla Thoroddsen, að sjálfsagt sé, að ákvörðnnin nm bvar málin sknli borin npp, sé gerð á ábyrgð íslandsráðberra. Akureyrarskólinn var settur þ. 1. október af skóla- meistaranum, Stefáni Stefánssyni með venjulegri skólasetningarathöfn. Skólann sækja þetta ár 116 nem- endur. Afli þilskipanna við Faxaflóa 1. sumarferð 1913. /isa . . . 32.500 Björgvin 23.500 Hafsteinn . 23.500 Hákon . . 20.500 Ihó . . . 17.500 Keflavík. . 21.000 Milly. . . 24.000 Seagull . . 17.500 Sigurfari. . 21.500 Sæborg . . 19.000 Guðrún Soffia.... 23.500 Sigríður. . 27.000 Gréta . . 16.000 Langanes . 14.000 Ragnheiður. 25.000 Sléttanes frá 14/r, • • • 20.000 Ester. . . 22.000 Bergþóra . 26.000 Valtýr . . 18.000 Robert . . 17.000 Sigurprise . 24.000 Alls 452.500 Meðaltal. . 21.548 í fyrra . . .' 22.619 (Eftir Ægi). Ýms erl. tíðindi. 1 Ofriðarhorfur eru nú viða um heim auk ryskinga þeirra, sem síðustu vik- ur hafa orðið á Balkanskaga, eftir friðargerðina milli hinni fyrri banda- manna. Simskeyti í blaðinu í dag segir þær ryskingar nær um garð gengnar í þetta sinni; en fyr en nokkurn varir getur alt komist i bál og brand þar syðra — óánægja megn út úr skiftunum á hinu hertekna Tyrkjalandi. Græðgi hverrar þjóðar fyrir sig, innbyrðis styrjaldir sum- staðar, sem hinir þá reyna að færa sér i nyt til enn meiri landvinninga, grimd og siðmenningarleysi Balkan- þjóða yfirleitt, eru alt staðhafnir, sem heldur benda í áttina til framhalds styrjaldarinnar. Mest útlit er til þess, að Tyrkir sjái sér hag í að róa undir og af öllum mætti leitast við að rægja hina saman til ófriðar. Það gerðu þeir við Búlgari og Serba og höfðu Adrianópel upp úr krafsinu og ef þeim nú tækist að koma á stað annari innbyrðis styrj- öld milli bandamanna, þá gæti svo farið, að eitthvað ynnu þeir aftur af hinu hertekna landi sínu. Þá er lítið um vinahót milli *Aust- urrikis og Italiu um þessar mundir. ítalir kunna illa herbúnaði Austur- ríkismanna á landamærum landanna og taka víggirðingabyggingar þeirra þar, sem tákn þeirra tíma, að vin- fengið þverri. Þetta er því undar- legra, segja ítölsk blöð, þar eð ríkin þó eru bundin bandalagi með Þjóð- verjum móti Rússum, Frökkum og Bretum. Þykir mönnum líklegt, að þó ófriður yrði milli Þjóðverja og Breta, þá muni ítalir reyna að kom- ast hjá að hjálpa Þjóðverjum. Aust- urríkismenn hafa rekið marga ítali, sem vinnu höfðu við opinber störf, úr landi burt — og það þykir ekki góðs viti. — Ennfremur eru ófriðarhorfur mikl- ar milli Kina og Japan. Japansmönn- um þótti vissara að láta ekki Kín- verja eina um kúgun uppreisnar þeirr- ar, sem geysað hefir í Kinaveldi síð- an stjórnarbyltingin átti sér stað. Settu þeir Kínverjum ýmsar reglur um það, hvað gera skyldi og víttu mjög morð nokkra Japansmanna, sem komið hefðu fyrir í Nanking. Nú virðist svo, sem Kínverjar hafi lítið gert annað en lofa öilu góðu og út úr því eru Japansmenn reiðir mjög. Þeir heimta að reglur þeirra og fyrirskipanir séu teknar til greina í Kínaveldi, ella séu Japansmenn neyddir til að koma á reglu sjálfir. Liggja sem stendur herskip mörg úti fyrir Nanking, reiðubúin að eyða bænum, ef Kínverjar ekki láta undan. Má búast við ófrið þar hvenær sem er. — Loks er útlit ilt milli Breta og Þjóðverja. Þar logar enn þá í kol- unum og ekki þarf nema örlitla ytri ástæðu til þess, að grimmilegt Norð- urálfu-stríð hefjist. Herbúnaður er mikill í báðum löndum — og Frakk- ar bíða óþolinmóðir hefndarinnar langþráða tíma. Grundvallarlagabreytingin danska, sem kosningarnar í Danmörku sner- ust um síðastliðið vor, er nú afgreidd frá fólksþinginu með atkvæðum allra flokka í þinginu, nema hægrimanna einna — eða með 101 gegn 6 atkfr. Þingið kom saman þ. 15. sept., og var búið með grundvallarlagamálið þ. 27. sept. Örðugri verður leið þess um lands- þingið og má sjálfsagt gera ráð fyrir nefndarskipun og saltlegu þess fram á næsta ár.

x

Ísafold

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ísafold
https://timarit.is/publication/315

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.