Ísafold - 15.10.1913, Blaðsíða 2

Ísafold - 15.10.1913, Blaðsíða 2
324 ISAFOLD ból, til að hæna ær að; þær eta þá oft ofan í sig mold og verða veikar. Höfundur ráðleggur þetta ekki heldur á bls. 39, en hann segir, að »sumir« geri það. En »sumir« geta oft gert eitt eða annað, sem ekki er rétt, bæði þá þeir tala, rita og framkvæma. Höfundur nefnir að bændur í Skaga- firði láti liggja við opið, og reynist það vel. í Skagafirði er þetta óal- gengt, svo að í öllum firðinum munu ekki yfir 20 bændur, er þetta gera. En í Arnes-, Rangárvalla- og Skaftafellssýslum er þessi siður al- gengur, og þaðan er hann kominn S Skagafjörð. Það hefði þvi átt betur við að taka dæmið þaðan. j^Á bls. 41 se%ir höjundur frá pví, að flestir, sem gefa á kvöldin, gefi i garðana meðan féð er úti. Þessi ósiður er þvi enn all algengur, og fyrst höfundur nefnir hann, mátti hann ekki láta undir höfuð leggjast að hallmæla honum og segja hvern- ig ætti að gefa. En fé á aldrei að gefa nema þegar það er inni, og þá á fjármaður að ganga aftur á bak fram garðann og dreifa hnippinu jafnt yfir hann allan. Með því mis- ést sízt. Prentvílla eða reikningsvilla er það á bl. 43, að 60 kg. þung ær þurfi 3 kg. af heyi, það mun eiga að vera 1 Va kg-. °g er fullnóg, sé heyið gott. Á bl. 45 segir höfundur að bezt sé að hafa vatnsjötur í húsum, svo féð geti drukkið eftir vild. Þetta er ékki rétt. Þegar féð er búið að éta, byrjar meltingarstarfsemin og úr því að hún er byrjuð, á féð helzt ekki að drekka fyr en magamelting- in er afstaðin. Drekki það fyr, þynnast meltingarvökvarnir og veikja svo, og drekki það mikið rétt eftir gjöf, getur vatnið ýtt því fóðri, sem er í vinstrinni, út í garnir, og þannig eyðilagt magameltinguna. Um drykkju fjárins gildir annars það sama og annarra skepna að því vökva- minna sem fóðrið er, því meir drekk- ur það, og er þá bezt að það drekki áður en því er gefið, og strax þeg- ar lokið er að gefa því, en svo ekki smám saman þar á eftir. Auk þessara villna eru nokkrar fleiri, er ekki verða hér taldar, og svo Bókafregn. Hrannir. Kvæði eftir Einar Benediktsson. Eg hefi nú á nokkrum andvöku- nóttum yfirfarið nefndan ljóðabálk; finn eg skyldu mína að vekja at- hygli á höfundinum, þótt mjög kall- ist hann kunnur orðinn. Því það er sannfæring mín, að allur almenn- ingur hefir ennþá minni skilning á hans kvæðum en ljóðum hins vest- ræna Klettafjalla skálds, þótt báðir þeir syngi nýjan söng. Hvorugur þeirra er einhama, báðir ölfaðir fyrir anda og öfgar þeirrar tiðar, sem nú stendur yfir og engin lifandi manns- sál skilur til hlítar. Báðir eru jötun- menni að andans yfirburðum — það sem þeir ná, og álíka tvískiftir: milli heimanfylgjunnar og hins nýja verð- andi allsherjarlifs. En það skilur, að E. B. hefir máttugri andagift, auð- ugri mentun og miklu fjölhæfari veraldarþekking. Hann er mesti fjöl- listarmaður, sem vér nú eigum, lifir og hrærist í fjölmenni stórþjóðanna, og er allsstaðar »einn af oss«. Og þó er hann einmani og ávalt heima hjá móður sinni. En þótt hann sé ærið stórstigur i hamförum verk- legra fyrirtækja til að vinna fóstur- landi sínu fljótfenginn gróða, gull sakna eg kafla, sem þyrfti að vera í bók sem þessari. En það er alt, er að kynbótum litur. Þær eru þó horn- steinn fjárræktarinnar, því að gott kyn gefur tvöfaldan arð á við slæmt. Og slæmt verður varla vel hirt og ekki svo að það gefi eiganda þess þann arð, er hann á að krefjast af fé sínu. Fyrst ættu þvi allir að hugsa um það, að eignast gott fé, og svo að hirða það vel. Það er því mikil vöntun, að ekkert skuli getið um kynbætur i bók þessari, og það sam- fara þvi, hve lítill fróðleikur er í henni, mun gera það að verkum, að fjárrækt- armönnum eru litil not að henni. En liðlega er hún rituð, áhuga lýsir hún hjá höfundi og áhuga á fjárrækt getur hún glætt hjá lesend- unum. Þess vegna er gott að láta ung- linga lesa hana, en benda verður þeim þá á villurnar, sem í henni eru. II. Fjármaðurinn eftir Pál Stef- ánsson frá Þverá. Rv. 1918 Bls. 100 verO 1,00 Mér var nýlega send þessi bók. Hún er ekki stór, en letrið á henni er smátt og í henni er mikið sagt. Nafnið segir að hún sé ætluð fjár- manninum, og hann getur aldrei vel án hennar verið, því hún fræðir hann um flest, er stöðu hans varðar og fjárræktin byggist á. Bók þessi er prýðisvel rituð og þó málið sumstaðar sé nokkuð kaupstaðarlegt, þá er inni- haldið gott, og það er mér að minsta kosti fyrir mestu. Um kynbætur er langur kafli, og lýsir höfundur þar hinum ýmsu kyn- bóta aðferðum. Réttilega leggur höf- undur aðaláherzluna á það, að undan- eldisdýrin séu ?óð, (hafi eftiræskta kosti) oq hafi arjgenqishœfileika. Þessu hafa menn alment gleymt. Falleg dýr eru valin til undaneldis án tillits til þess, hvort þau hafi arfgengishæfileika eða ekki. En dómur um kyn-bóta dýr verður meira að byggjast á afkvæmunum en sjálfu dýrinu. Einstakar villur hafa slæðst í bók- ina, svo sem um brynningar. Þar kemur það sama fram og hjá Jóni, og gersemar, þá sýnist mér þar mikil á fyrir dyrum, og harla óvíst, hver afkoman verður. £Erlendir auðmenn eru slungnari orðnir en það, að al- menningur og ídealistar (d : hugsæis- menn) græði á þeim annað, að m. k. fyrstu kynslóðirnar, en nýja ör- birgð og ógöngur. En, skrattinn gefi því það: Það er vöknunin, nýtt lífs og andans strið, sem borg- ar brúsann. Eigi þeir gullhálsar all- an hinn ytri gróðannl — Séu þeir mammons börn, eru þeirekki öfunds- verðir með þeirra »Kontrakta,« því »Holdið þá jörðin hylnr snauð, hlotnast má ýmsnm féð«. Það er andans auður hjá þjóð vorri, sem skáldin trúa á, vona á og elska. Það er andinn, sem E. B. kveður um — og ekkert annað. Þegar eg les hans beztu kvæði, hleypur mér kapp í kinn, og eglofa guð fyrir að vera fæddur íslendingur. Og þótt eigin metnaður minn verði minni og mér sýnist sem sé eg dvergur við hlið risa, fær það minna á mig en undrun mín og aðdáun hans and- ríkis. »Nú vil eg hætta að yrkja«, er haft eftir hinum lofsungna Bjarna, er hann hafði lesið Gunnarshólma. Eg sagði sviplíkt við sjálfan mig, þcgar eg hafði lesið sum beztu kvæð- in úr »Hrönnum«, eins og kvæðin: að bezt sé að hafa brunnstokka í húsunum, en um það' vísa eg til þess, sem fyr er sagt. Aðrar villur eru smávægilegar, og um sumt geta verið skiftar skoðanir. fíókin er yfirleitt mjog góð, og ræð eg öllum þeim, er við fjárrækt fást, til að eignast hana og lesa. III- Hermann Jónasson. Fóðrun búpenings. Rv. 1913 bls. 183 Yerð 1,50. Mestur hluti þessarar bókar er sér- prentun úr 1. árgangi Búnaðarritsins. Fyrstu 107 bls. eru um fóðrun bú- penings. Flestir munu kannast við þessa bók úr Búnaðarritinu og skal eg því segja fátt eittum hana. Margt er í henni mjög vel sagt og sumt ágætlega, en í sumum atriðum eru skoðanir manna breyttar frá því að hún er skrifuð. Hefði höfundur því þurft að breyta nokkru i henni, en því ver hefir hann ekki gætt þess. Skýring höfundar á »organiskum« og »óorganiskum efnum« (bls, 6) er t. d. úr-elt nú. Nú vita allir, sem nokkuð lesa efnafræði, að fleiri efni eru »organisk« en þau, sem eru i hinni lifandi náttúru. Auk þess eru nú mest notuð orðin »lífræn og »ólífræn« efni, i stað »organisk« og »óorganisk« efni og kann eg betur við þau. Skifting eggjahvítunnar á bls. 8 er og vafasöm, og nú vita menn, að í munnvatninu er ferment, sem verkar á eggjahvítuna, þó lítið sé (bls. 13 sbr.) Nú má líka segja meira um verk- anir meltingarvökvanna en höfundur gerir og kenningar hans á bls. 25- 26 um upptöku næringarefnanna i blóðið, eru vafasamar. Að minsta kosti eru fleiri kenningar uppi um það nú en sú, og hefði þurft að skýra það betur. Sama má segja um fóðurþörf dýra t. d. mjólkur- kúna. Þvi hefði höfundur þurft að breyta, hefði það átt að vera tíma- bært, þ. e- a. s. átt að segja frá nútíðarskoðunum á því máli. En þrátt fyrir það, þó nokkur at- riði þessa kafla bókarinnar séu orð- in úrelt og skoðanir manna breyttar á þeim, þá er þó mikill fróðleikur i téðri grein, og sá er vel les hana, »Svanur«, »Fákur« og »Hafísinn«, (þar sem skáldið kveður mig í kút). Hins vegar finn eg — ef í það fer — nokkra »löstu á ljóðum« þessa nýja stórskálds. Þann fyrst, að hann getur aldrei talað mæltu máli, kann engan seinagang, þ. e. a. s. gang náttúrunnar, sem kann að skeiða, en aldrei stekkur; og þann gang þekkja allir, því það er lika gangur hvers- dagslífsins og alþýðunnar. E. B. er á eilífu stökki. Að vísu virðist nátt- úran og lifið, sem hún hefir skapað, þekkja margskonar gönuskeið og gönuhlaup, umbrot og byltingar, en slíkt má eflaust kalla undantekning- ar á meðan verið er að skapa. Og hvenær er pað starf búið ? Ætli það treinist ekki til eilífðar ? — Annar löstur á mörgum kvæðum E. B. er bombastið, ofsinn og iburðurinn, hið taumlausa andríki — að ætla sér að hafa tólf í höggi, eins og Úlfar sterki. Þessi andríkis-íburður spillir mörgum kvæðum skáldsins, þótt eg spari dæmin — rúmleysis vegna. E. B. heimtar alt í senn af Músu sinni eða Iðunni, að hún sé skáld, sem alla og alt drepi — eða lifanda geri; að hún sé visindakona, sem ratar alla refilstigu lifsbaráttunnar frá því manneskjan var sköpuð í kross; og að hún sé heimspekingur, sem ger- þekkir alla »isma« í fortíð, nú- er fróðari í fóðrun eftir en áður, ættu því allir þeir, er við skepnu- hirðingu fást, að lesa bókina með gaumgæfni. »Um uppeldi kálfa* heitir næsti kafli. Nær hann á 120. bls. Lika hann er sérprentun úr Búnaðarrit- inu. í honum lýsir höfundur stutt og vel hvernig beri að ala kálfana upp. Er grein þessi góð og þörf, og ættu allir þeir, er ala upp kálfa, að kynna sér hana. Tvent vil eg þó benda á, sem eg tel óþarft. Annað rr það að láta kúna kara kálfinn. Þess þarf ekki, heldur er nóg að núa af honum með heyi, og að salta kálfinn er þýðingarlítið. Kýrin verður vanalega rólegri sjái hún kálfinn ekki, heldur en ef hún er látin kara hann, en siðan svift honum. Hitt var að láta kálfinn sjúga móð- urina. Þó það sé kálfinum bezt, mun það sjaldan eða aldrei ráðlegt. Oft hefir það þá afleiðingu, að kýrin siðar meir vill sjúga sig, en kýr, sem sjúga sig, eru illeigandi. Aftan við þessar tvær ritgjörðir er svo »viðbætir 1913«. í honum minnist höfundur fyrst á þá örðugleika, sem á því eru fyrir kaupstaðarbúa að fá mjólk. Bendir hann réttlega á það, hve skaðlegt það er fyrir börn að alast upp í þurra- búð "og hve hættulegt það er þjóð- inni, ef mikill hluti af börnum henn- ar verður alinn þannig upp. Höfundur fer síðan nokkrum orð- um um þara, og eru þar prentaðir upp partar úr greinum: Daniels á Eiði, Helga Jónssonar og Ásgeirs Forfasonar. Hafa þær allar verið í Búnaðarritinu og eru einkar fróð- legar, og sérstaklega þó rannsóknir Ásgeirs í efnagreining þarans. Þá talar höfundur um fiskiúrgang og brýnir fyrir mönnum að nota hann, og Búnaðarfél. íslands að láta rannsaka hann. Um áætlan höfundar á kúm ætla eg fátt að segja. Það eru nú til orðnir svo margir reikningar yfir nytsemi kúa, að óþarfi er það af höf- undi að byggja á áætlan. Samdóma er eg höfundi um markmið það, sem stefna eigi að í kúaræktinni, og samdóma honum er eg líka um það, að slœlega er tíð og framtíð, induceri, deduceri og generaliseri öll problem, allar ráð- rúnir vizku, trúar og vísinda. Og þetta heimtar stórskáldið af einni konu, því hann dýrkar ekki nema þá sömu. En Iðunn er fín drós, sem vill að varlega og virðingarfylst sé að sér farið. Hún elskar l’art pour l’art — í byrjuninni; siðar meir fer af henni mesta feimnin, enda heimtar hún þá móralinn með, en ávalt hóf og gát, ávalt hið sama í forminu: listina, listina, listina I Þessi er hennar »tendens«. Vera má að eg sé hér að dæma sjálfan mig og aðra Bragabræður vora. En þessar bendingar áttu held- ur ekki að vera last um skáldskap E. B., heldur eiga þær að taka fram mína skoðun á kveðskaparlagi þessa skálds. 1 heild sinni er E. B. hafinn yfir minn dóm. Hann fer sinna ferða. Ög enn skal eg benda á það þriðjaísumum kvæðunum i »Hrönn- um«, sem angrar mig. Það eru inn- gangar hans að hverjum óði fyrir sig — þessir ragnarakaformálar — þetta djúpsetta reginmoldviðri á und- an aðalefninu, eins og i hinu ágæta kvæði um Egil. Það er synd að segja, að E. B. rueri in medias res c: taki tveim höndum um miðdepil efn- isins. Aðdragandinn fipar svo fyrir kept að pví marki nú. En Búnaðar- Jélag Islands á par i mesta sök. Það er þess verk frekar öllum öðrum félögum að leiðbeina í því efni, en það hefir það ekki gert, og hefir annað slagið engan sérstakan mann haft til að leiðbeina í búfjárrækt. Enginn fær vitneskju um hvar séu beztar kýr og lítið er gert til þess að bæta kúakynið. Þetta má ekki svo vera, því mikið er undir því komið hvernig kýrnar eru. Alveg: það sama má segja um sauðfé, og mætti rökstyðja það betur síðar, en hér á það ekki við. Þessi viðbætir er yfirleitt góður og fróðlegur, og bætir ritgerðina upp, þó ófullnægjandi sé. Þá kemur grein um sumarhaga og fl. frá bls. 132 til 166. En það- er fróðleg og skýr grein, eins og vænta mátti. Höfundur kemst þar meðal annars inn í fráfærur og dilka- göngur og virðist mér reynsla og sögn höfundar benda á, að varhuga- verð sé sú stefna, er fyrir nokkrum- árum ruddi sér til rúms — dilka- gangan. Mætti eg þá líka segja frá því, sem merkur bóndi fyrir norðan sagði við mig í sumar. Hann hætti fyrir nokkrum árum að færa frá,. lógaði hann þá sauðum sínum og hefir enga haft síðan. Þegar eg í sumar kom til hans var hann að stía. Spurði eg hvort hann ætlaðr að færa frá og kvað hann »já« við og bætti svo við. »Eg hætti að færa frá eins og aðrir. þá hurfu sauðirnir mínir, og það gekk af mér, en í fyrra færði eg frá og nú geri eg eins, og nú er eg aftur að græða«. Og þetta var satt, en maður þessi býr á ágætri beitarjörð. Og þeir, sem hugsa um fráfærur og dilkagöngu, ættu að lesa þennan kafla í bók Hermanns og hugsa vel um hann. Siðast er »Utigönguhross og stóð- eign«; ræðir hún um hrossaeign, og eru í henni margar góðar bending- ar fyrir þá, er ala upp stóð á »Guði og gaddinum«. Öll er bók þessi góð og þörf, og þrátt fyrir einstaka galla, sem bent hefir verið á, ræð eg öllum bændum og bændaefnum til að kynna sér efni hennar. Hvanneyri í september 1913 Páll Zóphóníasson. --------# ■ —--------- lesaranum, að öll nautn, öll hrifni kafnar í umþenkingum (reflectíónum). Þetta spillir stórum allri lyrik, öllum ballade-kveðskap hversu glæsilegt sem andríkið er. Sé iburðurinn úr hófi verður mjórra runna vant, að máli og háttum verði ekki ofboðið. Auð- vitað er minerva sjaldan invita við E. B., heldur oftast grata, og þó bregður fyrir ofurlitlum keipum, ef ekki ólund i fari gyðjunnar, eins og hún væri að hugsa með sjálfri sér: »Víst ertu klókur karlinn minn, en þó var önnur mín æfi þegar þeir Hetne minn heitinn og hann Jónas voru smábrosandi að hjala við minn hægri vanga og segja: »&anga gnllfætt nm götnr bláar og læfyast léttfætt Ijósin uppsala. Yarast smástjörnnr að vekja sofanda fold hina fögrn faðmi nætur i«. Og nú vil eg hætta þessu hjali og ítreka öll mín 4ofsyrði í byrjun þessarar hraðrituðu greinar — lofs- yrði min, með virðing og vinsemd til pjóðskáldsins Einars Benediktssonar. Matth. Jochumsson.

x

Ísafold

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ísafold
https://timarit.is/publication/315

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.