Ísafold - 15.10.1913, Blaðsíða 3

Ísafold - 15.10.1913, Blaðsíða 3
IS AFO LD 325 Ungmennaféíag HetjkJavíkur fjeídur ffíufaveífu 8. og 9. nóvember næsfk. og verða þá allar aðrar hlutaveltur um garð gengnar. — Félagið gerir þetta af ásettu ráði að hafa hlutaveltuna ekki fyr, gerir það til þessr að áreiðanlegt sé að hún skari langt fram úr öllum öðrum hlutaveltum ársins — kóróni þær allarl Hlutaveltur eru yfirleitt gagnlegar og skemtilegar, en þó einkum hlutaveltur U. M. F. R. — þær hafa á sér almennings orð fyrir að vera aðlaðandi líflegar og sönn gróðafyrirtæki — ekki siður fyrir þá sem »draga« en félagið sjálft. En það er þegar hægt að fullyrða, að ekki einu sinni U. M. F. R. hefir nokkru sinni haldið slika hlutaveltu og þá sem haldin verður 8. og 9. nóv. næstk. JÞvílíkir munir! hvílík happdrætti! Verst að þurfa að þegja yfir þeim frumlegu uppátækjum þar til aðrnr hluta- veltur eru um garð gengnar! Prentara-hlutaveltan var ágæt — og var það U. M. F. R. stórhapp að hafa hana til að miða við, þegar það talar um að sín hluta- velta eigi að kóróna allar aðrar hlutaveltur ársins. Bíðið — bíðið öll eftir Ungmennfólags-hlutaveltunnit Og drengir — verið duglegir að safna! Samband Yestur- og Austur-lslendinga. Grein þá er Isajold flutti í 62. tbl. með þessari fyrirsögn hefir Heims- kringla tekið upp í heild sinni og bætt við þessum athugasemdum írá eigin brjósti: Vér erum sammáia ísafold. Álít- um, að mikið gott geti leitt af sem nánustu sambandi milli Austur- og Vestur-íslendinga fyrir báða parta. Fyrir Vestur-íslendinga er sem nánast samband við ættjörðina þýð- ingarmikið vegna viðhalds þjóðernis vors og tungu. Og fyrir Austur-íslendinga er sambandið gagnlegt á margan hátt. Héðan geta þeir fengið verklega þekk- ingu og framsóknarþrá, og eins munu Vestur-íslendingar jafnanreynast þeim sem bræður, og ef eitthvað það ber að höndum, sem útheimtir hjálp, munu Vestur-íslendingar reiðubúnir að rétta hjálparhönd. Hin bezta leiðin til að efla sam- band og samvinnu milli Austur- og Vestur-íslendinga eru kynnisfarir hing- að vestur af Austur-íslendingum, og heim til íslands af Vestur-íslending- um. Hingað til höfum vér Vestur-ís- lendingar verið mest um kynnisfar- irnar, og svo mun það verða í fram- tíðinni, vegna þess að kringumstæð- ur vorar leyfa það betur en þeirra heima. Og þó kynnisíarirnar séu nokkuð á annan veg, þá geta þær látið gott af sér leiða. Liklegt er og, að félagsskapur lík- ur því, sem Danir og Norðmenn hafa, milli heimaþjóðanna og þjóð- brotanna vestan hafs geti orðið gagn- legur og bundið sambandið milli vor traustari böndum. Austur- og Vestur-íslendingar eru þjóðernisbræður, og bræðraböndin, sem tengja oss, eru af traustum viðjum gerð. »Milli stranda bræðrabönd bindnr andans kraftnr; hylli landans vitjar vönd vina handan aftnr«. ReyklaYlknr-annáll. Aðkomumenn: Síra Ólafur frá Arn- arbæli, síra Ólafur frá Hraungerði, Ágúst Gíslason útgerðarm. frá Vest- manneyjum, Oddur Björnsson prent- smiðjueigandi frá Akureyri. Ásmundur Jóliannsson frá Winni- peg er nýkominn að norðan með fjöl- skyldu sinni. Hann fer heim á leið á morgun með Ceres. Kamilíufrúin. Síðasta sinni verður þess kostur annað kveld að sjá þau frú Stefaníu og Jens B. Waage í Kamilíu- frúnni. Til Parísar fer Ásgrímur Jónsson málari á morgun. Ætlar hann að dveljast þar við listsafnaskoðun fram yfir nýár. Sýslumaður Húnvetniuga. Um það embætti sækja Ari Jónss., Bogi Brynjólfsson, Björn Þórðarson, hinn setti sýslumaður, Magnús Guð- mundsson sýslum. Skagf., Kristján Linnet og Sigurjón Markússon cand. juris. Oj aldker amálið. Eftir því sem ísafold hefir frétt mun dómsins í því von í fyrsta lagi annan mánudag. Sitt afhverju utan úrheimi. Konur sem lögregluþjónar! Um- sjónarmaður lögregluliðsins í Kristi- anssand í Noregi var nýlega dæmd- ur í 1 7a ^rs fangelsisvist og 1000 kr. í skaðabætur fyrir ósvífnis róg- burð á al saklausa stúlku, sem um hríð hefir gegnt lögregluþjónsstarfi í skírlífisdeild lögreglunnar þar í borg- inni. Eru konur víða í norskum bæjum notaðar til þessa starfa, þareð þær oft eiga hægra með að hafa gætur á hinum mörgu »lausu fugl- um«, sem þar eru falar hæstbjóð- anda. Umsjónarmaðurinn, ungur efnilegur maður, með orð á sér fyrir dugnað og samvizkusemi og var m. a. bæjarfulltrúi, fekk ást á lögreglu- konunni og hefir það komið fram við rannsóknina, að hún feldi hug til hans um hríð. En einn góðan veðurdag reiddist hann henni fyrir eitthvert lítilræði og skrifaði lög- reglustjóranum bréf með ákærum á hendur stúikunni. Segist hann hafa átt mök við hana, ásamt mörgum öðrum karlmönnum bæjarins, og heimtar að hún sé rekin burt fyrir óskírlífi. Eftir mikil próf í málinu og miklar vitnaleiðslur, sannaðist að áburðurinn var rangur. Var maður- inn afhjúpaður sem bófi og illmenni, en hún sem alsaklaus mey. Þykir mönnum hann hafa sloppið vel fyrir þetta málæði sitt. Lovísa konungsekkja fyrir rótti. Öldruð kona ein í Stokkhólmi á í miklu stímabraki við konungsfólkið í Svíþjóð um þessar mundir. Er nafn hennar Helqa de la Brache og er málið um bréf nokkur, sem árið 1842 eiga að hafa verið afhent Karli fjórtánda Jóhanni. Þessi bréf eiga að sanna, að Helga sé aðalskona og að til sé auður mikill, sem Rússa- keisari hafi afhent Karli konungi til geymslu fyrir ætt hennar. Hefir Helga ráðið sér málflutningsmann, þingmann einn johansen að nafni, og hann er það, sem nú heimtar Lovísu konungsekkju í Danmörku stefnt fyrir rétt. Hún er sem sé dóttir Karls fimtánda og álítur Johan- sen að hún hljóti að vita hvar bréfin eru niður komin. Er það fátítt, að konungsfólki sé stefnt fyrir opinber- an rétt og þykir mönnum málið með afbrigðum einkenniiegt. Kynbætur á fólki. Alt kemur fyr- ir í Ameríkul Nú eru prestar og dómarar farnir að krefjast heilbrigð- isvottorðs áður en þeir leyfa fólki, sem ann hvort öðru hugástum, að ganga í hjónasængina. Nú eru menn hætt ir að spyrja: Er hún fríð, dugleg og góð? Eða: kann hún að sjóða mat? Nú hljóðar spurningin: Er hún heilbrigð og er kynið gott, alveg eins og spurl er um kýr, hvort þær séu af góðu kyni og hvort þær mjólki vel. Og mjólki þær vel, þá eru alt af nógir kaupendur, alveg eins og ef stúlkurnar í Ameríku eru hraustar og heilbrigðar, þá skortir ekki biðlana. Þessi kynbótahreyfing hefir viða gripið um sig, en í Ameríku hefir hún nú náð þeim þroska, að í ýms- um fylkjum er ómögulegt að fá »konungsleyfi«, nema læknir hafi áð- ur gefið vottorð um algert heilbrigði hjónaefnanna. Hafa menn þarílandi orðið mjög varir við spillingu hjá afkvæmi hjóna, sem óheilbrigð hafa verið. Má búast við hnignun kyns- ins meira þar en annarstaðar, því þangað hefir straumurinn runnið síð- ustu áratugina af fólki víðsvegar úr heiminum — og það ekki altaf kjarni þjóðanna. Ekki alls fyrir löngu var haldinn fundur mikill í Chicago og þangað komu læknar margir til að ræða málið. Var samþykt í einu hljóði að róa að því öllum árum, að bæta kyn fólksins. Einn ræðumanna talaði um ást og kvað hana vera rót alls ills í lífinu. Hélt hann þvi jafn- vel fram, að allir ástfangnir menn væru vitskertir. Það virðist harla biræfið að kalla ungar og friðar meyj- ar vitskertar, þegar þær frá sér numd- ar af ást og löngun ganga sér til skemtunar með heitmanni sínum eða þegar þær í tunglsljósinu bliðar og barnslegar sitja við hlið hans og opna hjarta sitt fyrir öllum góðum hugsunum. Ef ekkert mega þau tala né hugsa um nema kynbætur sínar og ef öll »Rómantik« tilhugalifsins þar með á að hverfa, virðist líf unga fólksins mun snauðara en það var áður. Ræðumaðurinn hélt því fram, að ástin væri lítilsverðasta at- riðið í hjónabandinu. Alt fólk, sem er hraust, á að ganga í hjónaband hvort sem hugfangið er hvort af öðru. Hvað segja ungu stúlkurnar um slíkt fyrirkomulag? HröOust bifreiöarferð, sem sögur fara af enn, var farin á Bretlandi þ. 1. þ. m. Maður einn, Louis Coatal- en, ók þá á 12 klst. rúmar 1078 enskar mílur. Er þetta svo mikiil ofsa hraði, að naumast verður hug á fest. Er þetta hérumbil eins og farin væri 6 sinnum vegarlengdin norður á Akureyri á 12 klst., eins og farið væri austur á Þingvöll á 17—18 min. Og stundum fór bif- reiðin 95 enskar mílur á klst. — en með þeim hraða hefði bifreiðin verið rúmar 3 mín. úr Rvik til Hafnar- fjarðar. Mesta hraðflug. Nýlega fór flug- maðurinn frakkneski M. Prevost í flugvél 31 mílu eða 232^2 röst á 59 min. og 45 sek. eða á tæpri klst. Norður á Ákureyri mundi hann vera eitthvað 1 x/4 klst. Hvenær fáum vér hingað flug- vélar, svo að hægt verði að eta morgunverð í Reykjavík, drekka há- degiskaffið á ísafirði, borða miðdeg- isverð á Akureyri, drekka eftirmið- dagskaífi á Seyðisfirði og eta kvöld- verð i Reykjavik? Þá verður gaman að lifal Látinn Dani. Nýlega lézt af slys- förum Dani einn, sem mörgum ís- lendingum er að góðu kunnur, Fogh héraðslæknir í Vordingborg. Hann kom hingað í stúdentaleiðangrinum danska árið 1900 og var þar hrókur nlls fagnaðar, og vbtist hverjum manni vel. Fogh var að aka á bifhjóli (mótor- cykle) fyrir utan Vordingborg; sat kona hans í körfustól, sem festur var við hjólið. Þegar minst varði misti Fogh tökin á vélinni, reyndi að stöðva hana, en steyptist þá fram af og var fallið svo mikið að hann rotaðist og raknaði eigi við aftur. Merkur hugvitsmaður látinn. Dr. Diesel, sá er fann upp dísilvélarnar, sem nú er mjög farið að nota í gufuskip, hvarf nýlega af skipi á leið frá Antwerpen til Lundúna. Slysið bar að á næturþeli og vita menn ekkert með hverjum hætti. Diesel var stórauðugur maður og í miklum metum fyrir hugvit sitt. Bréfspjöld míD. Eg geri ráð fyrir að brófspjöld þau, er eg nú upp á síðkastiS hefi verið að gefa út og komin eru um land alt, þurfi ekki mikilla skýringa við. Þó dettur mér í hug fyrir þá, sem eru miður vel að sór um þau atriði, sem spjöldin fjalla um, væri ekki úr vegi að fara fáeinum orðum um sumar teg- undirnar. Leyfi eg mór þá að telja útgáfurnar upp hór, eftir þeirri röð, sem þær hafa komið í. A 1 dara f m æ 1 i s s p j ald JónsSig- urðssonar í þrem breyttum útgáfum þarf engrar sórstakrar skýringar, nema ef vera skyldi hinn misbreiði kragi kringum íslandsuppdráttinn. Hann sýnir grynningar út frá landinu ofan í 100 faðma (188 metra) dýpi — fisk- veiðasvæðið umhverfis landið. Uppdráttur ísafjarðar- kaupstaðar þarf engar skýringar. Islands fjöll þurfa heldur engr- ar skýringar. Það eru 80—90 hlut- fallahæðir af helztu fjöllum íslands. Upp úr eldfjöllum sjást rauðir gosstólp- ar. Kvarðinn uppeftir til beggja handa sýnir hæðir fjallanna með 100 metra mismun. Leið villa hefir læðst inn í það spjald, Drangey er þar látin vera þrisvar sinnum hærri en hún á að vera, — bið eg afsökunar á því. Ár íslands. Þetta spjald spjald sýnir hlutfallalengdir nokkurra stærstu ánna, þegar teygt hefir verið úr þeim. Brýrnar, sem flestar eru komnar síðan litlu fyrir aldamótin, eru sýndar með tveim litlum þverstrikum yfir árnar. Eins og vísan á spjaldinu tekur fram, Reyktur lax, ýsa, heilagflski fæst í Liverpool. er því ætlað að vekja athygli vort á vatnsaflinu (framtíðaraflinu) á íslandi. Ingólfs-spjaldið virðist engra skýringa þurfa. Það er hugmynd um fyrstu landsýn Ingólfs landnámsmanns, þegar hann er að varpa öndvegissúlum sínum fyrir borð, að líkindum undau Breiðamerkursandi. Oruinn á undan skipinu og stjarnan i loftinu framund- an stafni eiga að vera sýnileg tákn víkings andans og trúar þeirrar er hann hafði á hinu ónumda landi. Siglingar feðra vorra virð ast heldur ekki þurfa mikilla skýringa við, þar sem helztu atriði landafræð innar eru nú skýrð fyrir hverju skóla- barni, sem komið er yfir tíu ára aldur. Þó skal eg víkja að því spjaldi nokkr- um orðum. Það er loftsýnismynd af því svæði hnattarins, sem forfeður vorir sigldu um. Áhorfandinn má hugsa sór að vera staddur suður yfir Egyftalandi, hátt í lofti, langt fyrir ofan gufuhvolf jarðarinnar og horfa í norðvestur (ekki norður). Hefur hann þáfyrir sér í fjarsýn, öll þau lönd, sem forfeður vorir sigídu til: Eystrasaltslöndin öll og Normandí, Norðurlönd öll, Englandshaf og Bret- landseyjar, norðurhluta Atlantshafs og í s 1 a n d, Dumbshaf (íshafið) alt norð- ur til Spitzbergen,|Grænland, sem hverf ur bak við hnattbunguna, Davissund vestanvert við Grænland og loks, lengst í vestri, Vínland hið góða (Labrador og Nýfundnaland) austurhorn Norður- Ameriku. Hin svörtu strik um höfin eru siglingaleiðir íslendinga á gullald- artímunum. Spjaldið á að bvetja til að taka siglingarnar aftur í vorar hend ur til blómgunar fyrir land og lýð, sbr. Eimskipafólag Islands. Síðsta spjaldið, íslenzka þ jóð in, þarf dálítiliar skýringar, vegna þess, að sum nöfnin eru nokkuð smá, og því ilt að lesa þau, nema fyrir þá, sem sjá vel eða hafa sjónauka. Spjaldið sýnir stóra drætti úr sögu þjóðarinnar. Neðst á því er svipuð mynd og á Siglingakortinu, sem síðast var nefnt. Sjást þar 10 skip merkra landnámsmanna í hafinu frá uppruna- stöðvum þeirra á leið til íslands. Á miðri myndinni, upp frá íslandi, er stólpi með stórum. og smáum skörðum inn í. Stólpi þessi eða súla sýnir vöxt þjóðarinnar eftir mannfjölda og eru 10 þús. látin vera á millum hverra lóð- róttra strika upp eftir þjóðarmyndinni. Eins og á myndinni sóst, er þetta mjög Stóra rauðviðartréð — mahognitréð — í Völundargarðinum er til sölu. Trénu hefir verið flett sundur og verður selt þannig og þar sem það er. Skrifleg tilboð með tilteknu söluverði séu send Guðbrandi Magnússyni, Spítalastíg 6, fyrir næsta laugardag (18. þ. m.). Pennasfokkar mikið úrvaf afar-ódýrir nýkomnir í Bókv. Ísafoídar mismunandi á ýmsum tímum : útlend áhrif, ís, eldur, drepsóttir og innlend óstjórn hafa hvert fyrir sig og sameig- iulega Bargað lífið úr þjóðiuni. Stóru skörðin fyrst og síðast á 15. öld eru t. d. Svarti dauði og Plágan seinni, þá fækkaði landsmönnum svo mikið, að þeir hafa aldrei náð sór síðan fyr en á vorum dögum. Aldatöluruar frá landnámstíð til vorra daga eru yzt til vinstri, er hverju aldarbili skift með 10 smástrikum inn við þjóðarmyndina, sem þá verður 10 ára bil, er af því hægt að sjá á hvaða tímabili hver við- burður hefir gerst, sem skráður er út í dálkunum. A grænu laufin í þjóðar- myndinnieru sett nöfn nokkurra afburða- manna sögunnar. Af því hvar laufun- um er komið fvrir sóst, hvenær þessir menu hafa lifað. T. d. er lauf Hall- gríms Póturssonar á 17. öld (Hallgrím ur), frá 1614 til 1674; sóst það vel af áratugastrikunum beggja vegna við þjóðarmyndina. Lauf Bjarnar Gunn- laugssonar á 19. öld (Björn), hverfur undir lauf Baldvins (Bald.) og Espólíns og endar á 7. tug aldarinuar, því Björn andaðist 1876. Yfirleitt vona eg að allir skilji þetta kort, ef menn gefa sór tíma til að athuga það. Sam. bggertsson. Bifreiðar. Bifreiðarfélagið byrjar starf snemma næsta vor, í apríl seint eða fyrst í maí. Það er þegar búið að festa kaup á 3 nýjum, bifreiðum, 2 af sömu gerð og hér eru og einni 6 manna bifreið — með »drosku«-lagi. Ennfremur er von á vöruflutninga- bifreið, sem Sveinn Oddsson kemur með í vor. Hann fer til Ameríku á morgun. Milli Hafnarfjarðar og Reykjavíkur er svo mikið um bifreiðaferðalag, að báðar bifreiðarnar hafa eigi við, þótt á ferðinni sé allan daginn og langt fram á nótt.

x

Ísafold

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ísafold
https://timarit.is/publication/315

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.