Ísafold - 22.10.1913, Blaðsíða 3

Ísafold - 22.10.1913, Blaðsíða 3
I S A F 0 L D 333 »En hvað segja þessi nýju lög um J>að ? Þau veita bankastjórninni ótak- markaða (I) heimild til að hrifsa bréf- in og borga mér 89°/,, að frádregn- um þeim kostnaði, sem hún hefir haft við tilrauna sölu á þeim. Með þessu lagi er eg sviftur máske mörg- um hundruðum króna sem eg ann- ars hefði beinlínis getað haft(!). Banka- stjórnin með ótakmarkaða(l) valdið réttir hér fram arm sinn, og spennir mitt eigið fé járngreipum(l), er þetta ekki gerræði, sem mér- vegna sárrar neyðar(!) er þrengt til að beygja mig undir? Eða hefir heilbrigð skynsemi lagt hendur að þessu dæmalausa van- smíði. Eða eru þessir herrar að storka þjóðinni af þeirri einu ástæðu að hvergi er hægt að fá lán annars- staðar? Og illa er sú þjóð komin, sem verður að kyssa á þennan vönd« (!!). Sér er nú hver röksemdaleiðslan. Allir vita að tilraun til fyrirfram- sölu, er gerð í því skyni, að nd hœrra verði fyrir bréfin og til að geta selt þau og verður ekki framkvæmd að öðrum kosti. Þar næst kemur xx. greinin. Þar finnur nöfundur einkum að því, að svo er ákveðið, að verði eigendaskifti að fasteign, þá skuli gjalda i varasjóð x °/0 af lánsupp- hæðinui, er lánið er tekið, og i °/o af lins-eférstöðvunutn verði eigenda- skifti við sölu sem greiðist um leið og salan fer fram. En sé vanrækt að láta veðdeildina vita um eigenda- skiftin tafarlaust, þá tvöfaldast gjald- ið. Auðvitað nægir að geta sýnt að tilkynninginn hafi verið lögð í póst- inn. Þessi ákvæði kváðu vera sett til þess bæði ,að tryggja veðdeildinni nauðsynlegar tekjur, o? par rneð að trysrgja Idntakendurna sjdlja, og svo til þess að bægja frá ófyrirleitnum tilraunum húsaprangara til þess að selja fasteignir, einkum hús í kaup- stöðum, án þess að láta veðdeildina vita neitt um það. Eignirnar ganga því stundum mann frá manni án þess að bankinn fái neitt um það að vita, og fyrsti seljandinn lifir þá venjulega í þeirri góðu trú, að fyrsti kaupandi hafi samkvæmt loforði tekið veðdeildarlánið að sér, sem þá oft reynast svik löngu síðar. Akvæðið miðar því engu síður að því að styðja að heiðarlegri og svika- lausri fasteignasölu. Og ættu menn, yfirleitt sizt að harma það. í lögum lánsfélaganna dönsku eru ákvæðin um þetta efni þannig, að hver lán- takandi greiðir minst 2°/0 í varasjóð af láninu um leið og það er tekið, en x°/0 við eigendaskifti. Hverjum réttsýnum manni hlýtur að verða það ljóst af þessu, að frum- varpið er einnig í þessu atriði fylli- lega sanngjarnt. En hvað segir svo höf. um þetta smáatriði? Hann segir meðal annars: »Bendir þetta ekki til þess tíma, þegar menn voru bundnirvið staur og hýdd- ir fyrir þá ólöghlýðni, að selja nokkra fiska af hlut sínum án þess að spyrja leyfis. Eg sé engan mun annan en þann, að kaupmennirnir á einokun- artímanum voru danskir, en bankinn er talinn íslenzkur«(!!) Ekki eru stóryrðin. * Efni 21. greinar er uhx það, að ganga megi að veðinu samkv. til- vitnuðum lögum, ef eigi er staðið í skilum. Og af því veðdeildin er landsstofnun, er svo ákveðið í grein- ínni, að veðdeildin þurfi ekki að láta neirln mæta fyrir sína hönd, sýslu- manni eða bæjarfógeta er gjört að skyldu að gæta réttar veðdeildarinn- ar. Þetta ákvæði er^alls ekki þýð- ingarmikið fyrir veðdeildina. heldur lántakendurna, peirra jt sparast við það, að kostnaðurinn sé sem minst- ur. Svo er og ákveðið í greinini. að mótmæli gegn sölunni skuli ekki tak- ast til greina »nema þau séu auð- sjáanlega á rökum bygð«. Þrátt fyrir þessi ákvæði sem eru frá árinu 1900 er fyrsta deiidin var stofnuð, hefir bankastjórnin látið mæta við uppboðin í Reykjavík aj pví þar getur hún mætt lántakanda að kostn- aðarlausu. Út af þessu segir höf. »Hún (greinin) er spunnin úr sama lopanum og af sömu rokkunum . . . . En nú nennir banka- stjórnin ekki að sinna þessu skyldu- verki (I) lengur, og lætur þannig leysa sig undan því . . . . Hvort ástæðan sé skósparnaður eða annað veit eg ekkic.............Eg gæti trúað að jafnvel rússneskir böðlar hristu höfuðið yfir þessum lögum, og yfir eymd þessarar smáþjóðar, sem á undir þeim að búa«, Hann tileinkar þannig núverandi bankastjórn greinina, þó þingið hafi samþykt hana orðrétta á prem pinq- um dður, í fyrsta sinn á þinginu 1899., og svo með lögum hverrar veðdeildar (1905 og 1909) Akvæðið er sett inn í lögin svo að þau yrðu í samræmi við annara landa lög, þvi annars hefði ekki verið viðlit að koma bankavaxtabréfunum á útlend- an matkað. Þessi grein orðrétt hef- ir þnnnig staðið í veðdeildarlögum vorum í 13 ar, dn pess nokkur maður hafi kvartað, eða orðið jyrir misrétti aj henni. Bankamaður. Norðanfárviðri. Skiptjón og skemdir. Á sunnudagskvöldið gerði svo rnikinn norðangarð, að eigi hefir annað eins norðanveður að höndum borið, að kunnugra manna sögn, síðustu 15 árin. Geysaði stormurinn alla aðfaranótt mánudags og fram undir kvöld á mánudag, en tók þá heldur að lægja og var það hægur í gær, að kleift var að komast um höfnina hér á bátum. Manntjón varð ekki hér i bæ, þótt við lægi. En annarsstaðar að hefir enn, þegar þetta er ritað, eigi spurst, með því að síminn er slitinn þann veg, að samband næst eigi norður yfir Holtavörðuheiði. Hér í bænum lá við, að 2 menn biðu bana. Það voru verðirnir í kolageymsluskipi Chouillou kaupm., Kristján Jónsson unglingsmaður héðan úr bæ og norskur maður roskinn P. ^A. Olsen. — Kolaskipið sleit upp snemma morguns (um 5 leytið) og rak í land austarlega á höfninni fyrir neðan Sjávarborg. Myrkur var á, svo að eigi sást slysið úr landi. En mennirnir fengu bjargað sér upp á hærri borðstokkinn, sem að landi vissi og þar urðu þeir að hanga í köðium margar • klukkustundir, en sjávarrótið skall á þeim í sífellu. Þegar slyssins varð vart úr landi tóku menn að rcyna að bjarga þeim með þvi að henda út köðlum o. s. frv. En alt mistókst. Var nú eigi annað sýnna en a& mennirnir myndu örmagnast og fara í sjóinn — frammi fyrir augum alls fólksfjöldans og aðeins nokkura faðma frá landi. En þá tóku sig til nokkurir hraustir menn, fóru vestur i bæ, náðu þar í traustan bát (í slippnum) báru hann austur eftir og hættu sér 5 út að skipinu í honum. Var steinoliutunnum, einum 6, helt út i sjóinn til að kyrra hann. Þessir 5 björgunarmenn voru: Ellingsen slippstjóri, Guðm. Kr. Guðmundsson verzlm., Ólafur Grímsson, Ólafur frá Laugalandi og Sigurjón glímu- kappi. Fengu þeir náð hinum að framkomnu mönnum og bjargað þeim í land. Var Olsen þá svo þjakaður, að flytja varð hann þegar í sjúkrahús, en þar hrestist hann áður langt leið. Kolaskipið hélt áfram að brotna og var í gær klofið í tvent og sjást stafnarnir upp úr sjónum. Aðrar skemdir. Botnvörpungurinn Freyr (eign miljónarfél.) lá i vetrar- lægi inni i Rauðarárvikinni. Hon- um svifti stormurinn á land, rétt fyrir austan Brillouinshúsið og morar hann þar hálfur í kafi. Þar voru engir menn á skipsfjöl. Freyr er trygður i Mannheimer-tryggingarfé- laginu (Trolle). Fjöldi mótorbáta hefir laskast, sumir sokkið á höfninni, en verður að sjálfsögðu náð upp. Einn rak á land við bryggju vexzlunarinnar Björn Kristjánsson. Hann átti Frederiksen timburkaupm. 1 Flestar bryggjur í bænum löskuð- ust — þær sem úr timbri eru, og sumar brotnuðu að miklu eða mestu leyti, t. d. Völundarbryggja, Duus- bryggja, Garðarsbryggja o. fl. En meðan á þessum ósköpum gekk lá Ingólfur uppi á Borgarnes- höfn og var þar í óðaönn unnið að farmhleðslu. Slík lognmolla er þar í norðanátt. Símfregnir að norðan. Símasamband hefir náðst i morg- un við Blönduós og Sauðárkrók, en lengra norður ekki. Átti ísafold í morgun tal við báða þessa staði. Á Sauðárkrók var norðanveðrið svo mikið, að rosknir menn ntundu eigi annað eins. Um sketndir ófrétt ann- að en það, að símastaurarnir frá Sauðárkróki að ósi Héraðsvatna féllu allir og sumir brotnuðu. Vesta lá á Sauðárkróki, er óveðrið skall á, en hafði sig þaðan út undir Þórðarhöfða og lá þar þangað til í morgun. Snjó- koma var mikil með veðrinu og blindhríð. Af Blönduósi var lsajold sagt að þar hefði verið hið mesta fárviðri og valdið miklum fjársköðum viða um sveitirnar í kring. Manntjón þó ekki orðið — það menn vita. En ófrétt enn um 2 menn, er lögðu upp frá Sauðárkróki til Biönduóss rétt fyrir óveðrið með 10 hesta. Hefir nú verið sent bæði frá Blönduósi og Sauðárkróki að leita þeirra. Alþingistíðindi. Fjórða heftið af umræðum neðri deildar er nú komið út. Björn Kristjánsson bankastjóri hefir verið suður á Út- skálum, núna vikutíma, sér til hvild- ar og hressingar. Vænt'anlegur aftur á Ingólfi næst, sem átti að koma að sunnan í gær, en seinkar um 2—3 daga vegna óveðursins. ReykjaYlknr-aniiáll. • Hjóskapur. A laugardag voru gefin saman í borgaralegt hjónaband Björn Pálsson yfirdómslögmaður og jungfrú Marta IndriSadóttir (Einarssonar). * Prost. NorSan-stórviSrinu fylgdi frost eigi all-lítið og er þaS til marks, að maður sást úti á Tjörn í morgun og þó aS hana hafi skænt um þetta leyti árs, mun allangt siðan 4ið hún hafi orðið mannheld svona snemma. Háskóli Islands. Frönskukennarinn hr. A. Barroud (Ecole Normale Supérieure- Université de Paris) byrjar fyrirlestra sína um franskar bókmentir og æfingar í frönsku fyrir byrjendur og aðra, sem lengra eru komnir, mánudagiiin 3. nóvember næstkomandi kl. 5 síðd. Þeir sem ætla sér að hlýða á fyrirlestrana eru beðnii að koma til viðtals við kennarann i 1. kenslustofu skólans miðvikudaginn 22. október kl. 6 síðd., en þeir sem ætla að taka þátt i æfingunum eru beðnir að> koma á föstudag 24. s. tn. kl. 6. Reykjavík, 18. október 1913. Jón Rósenkranz, háskólaritari. D § □ 5 D § t kuldanum þarf fólk að fá sér S k i n n f a t n a ð, sem nú er kominn í afarmiklu úrvali, svo sem Skinnhúfur, Skinnkragar, Múffur, Skinnvesti og Skinnjakkar í Brauns verzlun, Aðalstr. 9. !□ § D □ □ § Gunnl. Glaessen læknir Bókhlöðustíg 10. Heima kl. 1—2. Ól. Gunnarsson læknir Lækjargötu 12 A [uppi] Liða- og beinsjúkdómar (O thopædisk kirurgi). Massage Mekanothernpi. Heima kl. 10 — 12. Mótorolíur allar teg. eru langbeztar og ódýrastar í verzl. B. H. Bjarnason. Sjúkrasamlag Rvikur heldur aðalfund sinn fimtudag 30. þ. m í húsi K. F. U. M. (í stóra salnum) kl. 9. síðd. Lagt verður fram yfirlit yfir tek- jur og gjöld samlagsiús og rædd ýms þau mál er samlagið varða. Reykjavík 22. okt. 1913. Jón Pálsson, p. t. formaður. Skipafregn. B o 111 i a kom til Vestmannaeyja í morgun kl. 7. Fer þaöan um hádegi. Væntanleg hingað í nótt. Sláturfé mun aldrei fyr hafa náð jafn hárri tölu er hingað hefir verið rekið, enda hefir Slátrunarhúsið ekki haft undan, orðið að stöðva rekstrana upp um sveitir til þess að ekki kæmu hingað í hagleysið. Mun þeim hafa reynst hann svalur sem fónu bafa orðið að halda til haga þessa dagana. í Sláturhúsinu hefir þegar verið slátr-, að 26000 fjár, en undanfarin ár eigi meir en 17—18000 allan slátrunartím- ann. Er það auðvitað hinn lólegl hey- fengur samfara háu kjötverðl sem veld- ur þeesarl miklu niðurbrjtjun fjárins. Skrifstörf. Maður, sem gegnt hefir bókfærslu og ýmsum enn vandameiri skrif- störfum um mörg ár, skrifar vel, er reglusamur og ábyggilegur, óskar eftir atvinnu frá 1. nóv. nk. Betri meOmæli en tíðkast fyrir hendi. Skriflegar fyrirspurnir, merktar »æfing—reynsla«, má setida afgr. þessa blaðs. Taííegt l)ár við íslenzka búnínginn geta konur fengið af hvaða lit sem óskað er, einnig við kjólbúning, svo sem: bukluhnakka, fléttinga, hárvalka o.fl. Eftir pöntun fást úrfestar, hálsfestar, armbönd og rósir sérlega fallegar í ramma. Þær pantanir sem eiga að afgreiðast fyrir jól, verða að koma sem fyrst. Kristín Ttleinfjoít, Þingholtsstræti 26. Grár hestur í óskilum á Sunnuhvoli. Alls konar íslenzk frimerki ný og gömul kaupir ætið hæsta verði Helgi Helgason, hjá Zimsen. J%/f EÐ ÞVÍ að eigi getur af því orðið, að eg kenni ensku i Reykjavík í vetur, vil eg ráða þeim er óskað höfðu eftir tilsögn hjá mér, að snúa sér til Jóns Runólfs- sonar skálds í því efni. p. t. London, 8. okt. 1913. Sncebjörn Jóusson. Steinolía i heilum tunnum fæst hvergi ódýr- ari en i verzl. B. H. Bjarnason.

x

Ísafold

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ísafold
https://timarit.is/publication/315

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.